Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
8.9.2008 | 10:27
Stundar Hafró niðurbrot þorskstofnsins?????????????
Aðferðarfræði Hafrannsóknarstofnunar við þróun vaxtar og viðgangs þorskstofna á Íslandsmiðum, hefur ævinlega verið í hrópandi andstöðu við allar aðrar kynbóta-, ræktunar-, eða þróunaraðferðir í heiminum; sama hvort horft er til jurta- eða dýraríkisins.
Öll viðleitni til vaxtar stofns og vaxandi nýliðunar hans, byggir á að rækta sem besta og flesta einstaklinga sem gefi af sér sem flest hraust afkvæmi. Þannig fjölgi sterkum einstaklingum í stofninum og nýliðun verði reglulegri og sterkari.
Löngu fyrir tíma Hafró, var það þekkt meðal sjómanna að stórir þorskar gáfu af sér margfallt fleiri seiði og ungfisk en fiskar sem voru á fyrstu árum kynþroska og sjálfir enn í líkamlegri uppbyggingu. Slíkir byrjendur kynþroskaskeiðs voru ekki taldir líklegir til mikilla afreka, á sviði uppbyggingar stofnsins. Veikburða líkami gæfi af sér veikburða hrogn, sem úr kæmu færri seiði og enn færri ungfiskar. Það þótti því ekki fiskimannslegt að drepa stórfiskinn síðla vetrar eða á vorin. Með slíku væri ekki verið að drepa einn fisk. Líklegra að margfalda mætti töluna með þúsund.
Þessa rökfræði er ég búinn að hlusta á frá sjómönnum í hart nær 60 ár. Hún er í fullu samræmi við alla hugmyndafræði ræktunar og uppbyggingar stofna, hvort sem litið er til plöntu eða dýraríkis. Hve lengi Hafró ætlar að ganga þvert gegn allri þróunarvinnu heimsbyggðarinnar, en segjast samt vera að byggja upp fiskistofna okkar, er ekki gott að segja. En lítil von er til þess að stjórnmálamenn hafi hugrekki eða burði til að stöðva vitlaus vinnubrögð Hafró.
Þeir skrá því frekar leiðinlegan kafla í Íslandssöguna um dómgreind græðgiskynslóðarinnar.
Verra að veiða stóra fiska? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.9.2008 | 23:16
Hættuleg einsýni á aðstæður
Þegar menn horfa ekki á gagnkvæmi aðstæðna, er alvarleg hætta á ferðum. Sú hætta er afar greinileg í ummælum Dick Cheney samkvæmt þessari frétt.
Ossetía og Abkasía viðurkenndu ekki yfirráð Georgíu yfir landsvæðum sínum. Þess vegna tók forseti Georgíu þá ákvörðun að ráðast yfir landmæri þeirra og hertaka þessi landssvæði. Í fréttinni er haft eftir Chebey:
Við vitum að ef eitt land fær að breyta landamærum annars lands einhliða, þá mun það gerast. Og það mun gerast aftur."
Er hann þarna að tala um árás Georgíu innfyrir landamæri Ossetíu og Abkasíu? Nei, hann er að tala um herför Rússa, sem ráku her Georgíu til baka, út úr áðurnefndum héruðum og heim í sitt eigið land. Hann er í raun að átelja Rússa fyrir að hafa meinað Georgíu að breyta landamærum sínum og hertaka svæði sem þeir höfðu ekki yfirráð yfir áður.
Hver ætli viðbrögð Bandaríkjamanna hefður orðið við því ef Rússar hefðu farið að hafa bein afskipti af og styðja ofbeldisinnrás t. d. á eyjasvæðin við strendur Bandaríkjanna? Ætli þeir hefðu tekið því þegjandi að Rússar hefðu sent herskip til hafnar á því svæði, til að sýna Bandaríkjamönnum að þeir ætluðu sko að styðja árásarríkið og kúga Bandaríkjamenn til undirgefni við ofbeldið sem sýnt var? Þeir ætluðu sko að vinna öllum árum að því að þessi svæði, við bæjardyr Bandaríkjamanna, fengju fljótt og greiðlega inngöngu í hernaðarbandalag Rússa.
Mér sem ég sjái Bandaríkjamenn taka slíkum yfirgangi af álíka jafnaðargeði og Rússar taka yfirgangi þeirra vegna þess að Georgíuher var rekinn heim til sín aftur.
Cheney: NATO-ríkin verða að sameinast gegn ágangi Rússa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.9.2008 | 14:45
Kominn heim til - Streituvíkur ???
Í gær var ég ekki í bloggsambandi, vegna þess að ég var að koma mér heim eftir viku dvöl á Akureyri. Helst hefði ég kosið að þurfa ekki að fara til baka, því það er svo yndisleg orka sem umleikur Akureyri. Manni líður eins og í friðsælu sælurússi. Það hlýtur að vera yndislegt að búa þarna.
Það er afar huggulegt að sjá öll rauðu umferðarljósin hjartalaga, enda sá ég aldrei bíl fara yfir á rauðu ljósi; þessa viku sem ég var þarna. Í Reykjavík fer, í það minnsta einn bíll yfir á rauðu ljósi, á nánast hverju umferðarljósi sem maður kemur að.
Einn daginn var ég í gönguferð og nálgaðist ljósastýrð gatnamót. Að gatnamótunum komu þrír ungir menn, á að giska 17 - 18 ára. Þeir stoppuðu við gatnamótin, þó enginn bíll væri á ferðinni, og ég fór að fylgjast með þeim; hvort þeir kæmu á móti mér á þröngri gangstéttinni eða yrðu þarna á spjalli. Þegar svo umferðarljósið skipti og varð grænt til að ganga yfir götuna, fóru þeir yfir og gengu í átt að íþróttahúsinu. Ég varð undrandi og innra með mér skömmustulegur, því ég var nýlega búinn að fara yfir tvenn gatnamót á móti rauðu ljósi. Það var greinilega enn í mér Reykjavíkur streita.
Ég óska Akureyringum ynnilega til hamingju með þetta fallega og friðsæla bæjarfélag sem ég upplifði þessa viku sem ég dvaldi þarna. Það hlýtur að vera notalegt að búa á svona stað.
Ég hef oft komið til Akureyrar og upplifi í hvert skipti eins og orkulega afvötnun frá streituumhverfinu hér í Reykjavík. Kannski maður flytji bara norður?
6.9.2008 | 14:06
Enn einn óvitaskapur bankamanna???
Áður en einkavæðing bankanna hófst, vissu þeir sem störfuðu á innri sviðum bankakerfisins að Seðlabankinn vann greiðslujöfnunaruppgjör eftir alþjóðlegum staðli Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Sameinuðu þjóðanna. Það er því enn ein staðfestingin um óvitaskap stjórnenda bankanna okkar, að telja Seðlabankann hafa einhvert val um aðferðir við þetta uppgjör.
Ef starfsmenn innri sviða bankanna, þekkja ekki lengur þessar reglur, er það engum erfiðara en þeim sjálfum; því það eru fyrst og fremst þeir sem þurfa á því að halda að greiðslujöfnuaruppgjör Seðlabanka sýni traustan efnahag. Það eru bankarnir sem þurfa á lánstrausti erlendra fjármagnseigenda að halda, ekki Seðlabankinn.
En hvers vegna tala bankarnir um skekkju í uppgjöri Seðlabanka? Svarið við því liggur nokkuð augljóst fyrir framan okkur. Bankarnir afskrifa ekki tapaðar fjárfestingar eða töpuð útlán nema einu sinni á ári, þ. e. við áramót. Í bókhaldi sýnu halda þeir því í eignastöðu frá s. l. áramótum, þó þær eignir hafi auðsjáanlega rýrnað um sem næst helming á þeim tíma sem liðinn er af þessu ári. Bankarnir hafa hins vegar ekki fært þessa lækkun í bókhaldið og sýna því í milliuppgjörum hærri eignastöðu en raunverulega er.
Seðlabankinn segir að stórir viðkiptaaðilar (stórir bankar??) skili ekki lögskipuðum upplýsingum til hans, innan þess frest sem til þess er ætlaður. Þess vegna verði Seðlabankinn að áætla stöðuna út frá fréttum af stöðu mála. Þetta er eðlilegt, því Seðlabankinn getur ekki hunsað þau tímamörk sem honum eru ætluð til að leggja fram og skila af sér uppgjöri sínu.
Annað er líka nauðsynlegt fyrir fólk að hafa í huga. Það eru upplýsingar í uppgjöri Seðlabanka sem segja til um eignir okkar erlendis. nauðsynlegt er að átta sig á, að það er ekki alltaf sömu aðilar sem sem skulda erlendu lánin, sem svo eiga eignirnar sem tilgreindar eru. Þannig eiga lífeyrissjóðirnir t. d. verulegar eignir erlendis, en eru ekki með skuldir, eða ábyrgðir á skuldum, á móti þessum eignum. Eins mun vera nokkur fjöldi einstaklinga og fyrirtækja sem fjárfest hafa á erlendum markaði, sem ekki eiga neitt af hinum gífurlegu skuldum. Þessar eignir verða með engu móti teknar upp í skuldir, eða hafa neitt raungildi sem trygging eða veð fyrir erlendum skuldum.
Að erlendar skuldir þjóðarbúsins (eins og það er kallað), skuli vera umtalsvert hærri en skráðar heildareignir, sýnir fyrst og fremst hve gífurlega illa bankarnir okkar eru staddir í skuldamálum sínum. Einnig má af þessu sjá hve háar fjárhæðir þeir eru með að láni, án nokkurra haldbærra veða eða annarra trygginga en hjá lánatryggingasjóðum. Þegar frá tryggingum þeirra er svo dregin trygging í aflaheimildum, sem þeir virðast hafa framselt erlendum lánveitendum, versnar staða þeirra enn frekar.
Það verður áreiðanlega löng bið eftir því að erlendir lánveitendur fái aftur traust á íslensmuk bönkum, meðan sömu aðilar fara fyrir greiningadeildum, sem og fyrir yfirstjórn bankanna. Enginn getur í raun láð þeim slíkt.
Fylgja alþjóðlegum staðli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.9.2008 | 15:35
Til hvers var ríkið að taka þetta lán????????
Ég heyrði í forsætisráðherra, í sjónvarpinu í vikunni, þar sem hann var að tala um kostnaðinn við þetta lán. Sagði hann kostnaðinn ráðast af því hve hagkvæmt þeir gætu fjárfest þessa peninga???????
Er ríkissjóður að taka erlent lán, eingöngu til að fjárfesta í einhverri starfsemi? Er hugsanlegt að þetta fé verði fjárfest hjá hlutafélagi, sem kannski fer á hausinn og endurgreiðir aldrei, eða það verði fest í einhverjum fasteignum sem spurningamerki verður um sölumöguleika á?
Í viðtalinu kom fram, að með þessu láni væri gjaldeyrisforði okkar kominn í 500 milljarða. Það þýðir í raun að áður en lánið var tekið, var gjaldeyrisforðinn 463 milljarðar. í ljósi þessa finnst mér verða að krefja forsætisráðherra svara um það, hvers vegna var nauðsynlegt að taka þetta lán, þegar engar horfur eru á hömlum á eðlilegum aðföngum þjóðarinnar og engar vísbendingar um að gjaldeyrisskapandi atvinnuvegir þjóðarinnar sé að lenda í erfiðleikum.
Er ríkisstjórnin að fara bakdyramegin að því að láta skattgreiðendur borga vitleysuna sem óvitarnir í bankakerfinu hafa komið sér í á undanförnum árum? Er þetta t. d. til að borga vitleysu eins og kom fram í fréttum í dag, þar sem Icebank lánar út milljarða af erlendu lánsfé, án þess að hafa neinar tryggingar fyrir endurgreiðslu? Stóreignamenn tóku þessi lán og, að sögn fjölmiðla, neita þeir að borga bankanum til baka. Á kannski að nota lánsfé á kostnað skattgreiðenda til að lána bankanum til að borga erlenda lánið sem stóreignamennirnir vilja ekki greiða?
Þarf ekki að fara að setja hreingernigarlið í þetta peningaumhverfi okkar?
Lán ríkisins verður 37 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.9.2008 | 14:34
Fyrsta vísbending um afvötnun frá eyðslufylliríinu
Til hamingju með fyrstu vísbendingu um að íslendingar vilji losna úr ánauð skuldafjötra vegna neyslu og óþrafa eyðslu.
Vonandi skammt að bíða næstu vísbendinga, sem væntanlega verður frétt um lækkun á skuldum heimilanna.
Innheimta veltuskatta minnkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.9.2008 | 11:25
Neita að borga lánið?????? Athyglisverð frétt.
Í fyrsta lagi er athyglisvert að Icebank skuli hafa afgreitt þetta lán án haldfastrar tryggingar fyrir endurgreiðslu. Slíkt ber með sér óafsakanlega óvarkárni gagnvart hagsmunum hluthafa bankans.
Í öðru lagi vekur þetta spurningar um hvernig hið erlenda lán Icebank var tryggt og hverjir muni á endanum þurfa að borga það, því erlenda skuldin gufar ekki upp.
Hverjir ætli séu raunverulegir eigendur Icebank? Ætli það séu sömu aðilarnir og vilja ekki borga lánið? Eða eru stóreignamennirnir, sem ekki vilja borga lánið sem þeir fengu, að ná sér niðri á einhverjum öðrum stóreignamönnum?
Hver er hin raunverulega leikflétta. Hver borgar í raun erlenda lánið fyrir stóreignamennina?
Greiða ekki lán sem Icebank veitti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2008 | 22:01
Hefur svokallað Breiðavíkurmál verið rannsakað frá báðum hliðum?????
Sá æsingur sem einkennt hefur alla umfjöllun um svokallað Breiðavíkurmál, hefur undrað mig stórlega. Fryrirfram, var fólk svipt æru og úthrópað sem illmenni, löngu áður en nokkur maður var farinn að fá heildarmynd af því sem þarna átti sér stað. Fyrst þau ungmenni sem þarna voru, og ættingjar þeirra, eiga rétt á réttlæti; eiga þá ekki gagnaðilar málsins, og ættingjar þeirra, einnig rétt á að hið rétta og raunverulega komi fram??????
Ég var í vegavinnu sumarið 1959 og hluta úr sumrinu vorum við í tjöldum á melnum við kirkjuna í Breiðuvík. Kannski var sumarið '59 sérstakt, en einhvern veginn finnst mér raunveruleikinn um vistheimilið í Breiðuvík ekki vera farinn að koma fram í umræðuna enn. Það hefði ekki verið hægt að borga mér það háa fjárhæð að ég hefði viljað ganga í störf þeirra sem áttu að halda einhverri reglu á heimilinu í Breiðuvík.
Mörg börn og ungmenni, önnur en þau sem dvöldu í Breiðuvík, eiga sársaukafulla lifsreynslu frá þessum árum. Er hægt að kaupa með peningum þessa sársaukafullu lífsreynslu út úr vitund þeirra? Mun líf þeirra breytast og sársaukinn í sálinni hverfa við c. a. 10 milljón krónu greiðslu? Er minningin byggð á raunveruleika, eða skynjuðu þau einungis aðra hlið veruleikans, þegar atburðirnir áttu sér stað? Væri ekki stærsta hjálpin til þessa fólks að hjálpa þeim að sættast, innra með sér, við það sem liðið er og verður ekki breytt.
Peningar lækna ekki gömul sár á sálinni. Þau læknast einungis með virðingu og hjálp við að skilja raunveruleikann í þeim aðstæðum sem sársaukanum olli; og einlægum vilja til að hefja sig upp yfir óbreytanlegar aðstæður og fyrirgefa sjálfum sér og öðrum sem hlut áttu að máli.
Það er það eina se veitir innri frið og vellíðan í sálina. Slíkt endist mikið lengur en peningar geta gert.
Telja bætur of lágar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2008 | 17:39
Braut Alþingi stjórnarskrána???????????????
Í fljótu bragði sýnist svo að Alþingi sjálft hafi brotið 57 gr. stjórnarskrár með því að loka dyrum sínum fyrir ljósmæðrum. Í 57. gr. segir svo:
Fundir Alþingis skulu haldnir í heyranda hljóði. Þó getur forseti eða svo margir þingmenn, sem til er tekið í þingsköpum, krafist, að öllum utanþingsmönnum sé vísað burt, og sker þá þingfundur úr, hvort ræða skuli málið í heyranda hljóði eða fyrir luktum dyrum. (leturbreyting G.J.)
Í stjórnarskrá er hvergi heimild til að takmarka fjölda áheyrenda; einungis heimild til að loka fundi og þá fyrir öllum áheyrendum. Fróðlegt verður að fá upplýsingar um hvaða þingmenn greiddu því atkvæði að fara svona út fyrir lagaheimildir og brjóta um leið 65 gr. stjórnarskrár, að... [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum. Þarna var takmörkunum og mismunun beitt án lagaheimildar.
Eins og málið lítur út, verður ekki betur séð en forseti Alþingis hafi brotið grundvallarreglu lýðræðisskipulags okkar. Eðlileg viðbrögð við slíku er tafarlaus afsögn og afsökunarbeiðni.
EKKERT MINNA ER ÁSÆTTANLEGT.
Lokað og læst á ljósmæður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nokkuð virðist ljóst að þetta framtak er í höndum manna sem ekkert vita hvað þeir eru að gera. Þeir gera enga tilraun til að opinbera hvað þeir meina; hvaða orkuauðlindir þeir eigi við, hvað eða hvernig þeir sjái fyrir sér að best sé að nýta þær.
Þetta eru greinilega kjánar sem treysta fyrst og fremst á að fólk rjúki til og skrifi undir þessa áskorun, án umhugsunar, vegna þeirrar spennu sem búið er að hlaða upp til uppbyggingar álvera.
Í því sambandi er athyglisvert að leiða hugann að síðasta ævintýri slíkrar fjárfrestingar, sem er Kárahnjúkavirkjun. Við upphaf þess verkefnis voru afar deildar meiningar um hvort það verð sem fékkst fyrir raforkusölu, dygði til greiðslu byggingakostnaðar virkjunarinnar. Flestir sem skoðuðu sögðu svo ekki vera, en Landsvirkjun sagði það sleppa.
Nú er ljóst að byggingakostnaður virkjunarinnar verður umtalsvert hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Það eitt og sér, þýðir að verðið fyrir raforkuna er of lágt. Þegar við það bætist fyrirsjaánleg lækkun á verði áls á komandi mánuðum og árum, vegna samdráttar á heimsvísu, mun Kárahnjúkavirkjun verða nokkuð þungur baggi á skattgreiðendum, nema finnist arðbærari sala orkunnar en sala til álvera er.
Fyrir liggur að 446 þúsund tonn af áli var selt úr landi á síðasta ári. Það var aðallega frá tveimur álverum, en Fjarðaál bættist við á árinu. Verðmæti þessa áls voru tæpir 80 milljarðar. Innflutningur rekstrarvara, súráls o. fl. var á bilinu 25 - 30 milljarðar. Annar erlendur kostnaður er áreiðanlega 10 milljarðar.
Í ljósi þessa eru þessi fyrirtæki að skila afar litlum gjaldeyristekjum inn í þjóðfélagið, því ljóst er að rafmagnið greiða þeir í dollurum, þar sem Landsvirkjun þarf að greiða af sínum erlendu lánum.
Ef við gefum okkur að 1.000 manns séu að vinna hjá þessum fyrirtækjum, er líklegt hámark á tekjum fyrirtækjanna u. þ. b. 30 milljónir á hvert ársverk, eða 2,5 milljónir á mann/mánuði.
Þegar við lítum til þess að þessi fyrirtæki eru í eigu erlendra aðila, er ekki nema hluti þessarar fjárhæðar sem í raun kemur inn í íslenskt efnahagslíf.
Af þessu má sjá að það er afar illa farið með verðmætar orkuauðlindir landsins að selja orkuna til álframeliðslu, burtséð frá því að áliðnaðurinn er fyrirsjáanlega á undanhaldi.
Skorað á ráðmenn þjóðarinnar að nýta orkuauðlindirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur