Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
21.1.2009 | 18:08
Þeir sem veitast að lögreglu..........
eru ekki að mótmæla ríkisstjórn eða alþingismönnum, bankamönnum eða öðrum þeim sem komið hafa þjóðinni í þá erfiðleika sem við erum nú í. Þeir sem veitast að lögreglunni eru aðilar sem leita eftir tækifærum fyrir ofbeldishneigð sína. Þeir bera enga virðingu fyrir eignum eða réttindum annarra, líkt og ljóst hefur orðið að undanförnu.
Ég vil ekki skipta úr því þjóðfélagi sem við höfum lifað undanfarið, yfir í það þjóðfélag sem þessi hópur kynnir fyrir okkur. Það er greinilega litla hamingju að finna í þannig þjóðfélagi.
Hættið að kasta sprengjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.1.2009 | 18:03
Augljós mistök við gerð skiptasamnings
Þarna verður héraðsdómi heldur betur á í messunni. Við skilnaðinn var stofnfjáreign skráð hjá Sp.Vestm. sem ákveðin XX upphæð í bókum sparisjóðsins. Það var ekki búið að ógilda þau, þess vegna voru þau í fullu gildi. Hvort seljanleg staða þeirra, á þeim tíma sem hjjónin voru að skilja, var lítil eða mikil skiptir ekki máli. Konan átti að fá helming eignaskráningarinnar yfir á sitt nafn, við helmingaskiptareglu skiptasamnings. Það var verið að skipta eignum og þarna var skráð eign, óháð því hvort hægt væri að selja hana.
Stundum vantar dómarana dómgreind.
Stofnfé í sparisjóði ekki til skipta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.1.2009 | 16:15
Skilur fólk ekki tröppunina í þroska mannsheilans ?
Ég vona að það vanti eitthvað í það svar sem sagt er að sé frá umboðsmanni barna. Rétt er að mikilvægt sé að börn fái tækifæri til að tjá sig. En mikilvægara er þó að þau séu ekki sett í aðstæður sem eru aldri þeirra og þroska ofviða, því slíkt getur valdið varanlegu tjóni.
Þroski mannsheilans tekur afar hægum framförum. Vegna hinnar takmörkuðu ályktunar- og skynjunarhæfni barnsheilans, hafa verið sett skýr lög um skyldur hins fullorðna til þess að verja börn gegn hverskonar vá.
Við eðlilegar aðstæður hefur 8 ára barn ekki hugarfarslegan þroska til að skilja flóknar aðstæður þjóðfélagsmála. Fullorðnir geta talað svo ógætilega í áheyrn barna að þau finni til hræðslu og óöryggis. Þau upplifa frekar að "veröld" sinni sé ógnað, frekar en að hættan beinist að þeim persónulega.
"Veröld" barnsins er hamingja og velferð heimilis þeirra og nærumhverfis. Hræðsla við "eitthvað sem fullorðna fólkið talar um sem ógn, vandræði eða vá", getur orðið mikil, líkt og myrkfælni áður fyrr, án þess að nokkur skilningur á hættunni sé til staðar.
Ég held að við fullorðna fólkið, þurfum að hafa þessa þætti í huga þegar við veitum sjálfum okkur útrás í lítt hugsuðum umræðum um hve aðrir hafi verið vondir við okkur.
Við höfum nú þegar tekið okkur 4 mánuði í að gæla við þessa þörf okkar fyrir berja á aðstæðum sem löngu eru komnar framhjá. Mesta þörfinnú fyrir orkuna okkar, er að beina henni að verkefnum morgundagsins, sem eru þau að finna farveg fyrir framhald þjóðlífsins.
Við vitum nógu vel hverjar aðstæður okkar eru nú. Þær aðstæður munu ekki breytast neitt á næstu mánuðum; alla vega ekki ef við förum ekki að skapa raunveruleikamynd af framhaldinu, í stað þess að endurtaka stöðugt hvað hinir óhæfu stjórnendur bankanna og þjóðfélagsins gerðu rangt.
Ég tel því fullkomlega tímabært að hætta þessum mótmælaaðgerðum gegn því sem gerðist, en sameina afl okkar á bak við hugmyndina sem Njörður P. Njarðvík o. fl. hafa verið að setja fram, um algjöra endursköpun lýðveldis okkar. Þegar náðst hefur samstaða um það, getum við sameinast í kröfu um kosningar. Fyrr sé ég ekki að um neitt nýtt sé að kjósa; einungis örlitla litabreytingu á sömu vanhæfissúpunni og verið hefur á Alþingi lengi.
Eiga að fá tækifæri til að tjá sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.1.2009 | 15:09
Samkv. ísl. lögum er óheimilt að veðsetja aflaheimildir.
Ég get vel skilið að bönkunum finnist ástæða til að hafa áhyggjur af, ef þeir hafa lánað út peninga með veði í aflaheimildum, því slíkt er með öllu bannað samkv. lögum, eins og nýlega var rakið vandlega í pistli hér á blogginu mínu.
Mér er ekki ljóst með hvaða heimildum nýju bankarnir ætla að yfirtaka þær skuldir sem þannig er til stofnað. Í fyrsta lagi eru þeir ríkisbankar og geta þar af leiðandi ekki tekið við lánum sem bera tryggingar sem eru bannaðar samkvæmt ísl. lögum. Í öðru lagi eru þessar skulir þegar tapaðar og eiginfjárstaða bankanna einungis fjármögnuð af ríkissjóði; sem þýðir að yfirtaka nýju bankanna á þessum skuldum sjávarútvegsins, er beinlínis ávísun á að þær verði greiddar úr ríkissjóði og þar með af skattgreiðslum almennings í landinu.
Til slíkra vinnubragða hafa stjórnendur nýju bankanna engar laga- eða siðferðisheimildir. Til að ríkisbankar mættu yfirtaka svona gjörsamlega tapaðar skuldir, þyrfti sérstaka lagaheimild frá Alþingi, sem ég læt mér ekki detta í hug að stjórnarflokkarnir myndu samþykkja við núverandi aðstæður.
Menn verða að gæta þess að gömlu bankarnir voru hlutafélög, sem ríkissjóður átti EKKERT í og hefur því engar skyldur til að BJARGA neinum ólögmætum útlánum þeirrar, né þeim hlutafélögum sem með sviksamlegum hætti véluðu út úr þessum bönkum lánsfé gegn veði í lögmætum eignum þjóðarinnar.
Það er til nægur mannafli og skipakostur til að veiða leyfðan heildarafla, þó nokkrir hrokafullir sægreifar fari á hausinn, með fullt fangið að ónýtum skuldapappírum sem þeir sviku út fé með, í því spillingarumhverfi sem þreifst hér undanfarin áratug, eða meira.
Sjávarútvegsfyrirtæki berjast fyrir lífi sínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2009 | 16:29
Varla voru þetta fyrstu framvirku samningarnir
Hvað skildu menn hafa verið búnir að stunda þessi framvirku gjadleyrisviðskipti lengi og hver var samanlagður hagnaður hvers um sig, af þessum viðskiptum. Varla hafa þeir verið að gera svona samninga á haustdögum ef lítill eða enginn hagnaður væri af slíkum samningum.
Hvernig væri að birta samtölur yfir hagnaðinn og sjá hvert hið raunverulega tap er af þessu gjaldeyrisbraski.
Eiríkur Tómasson: Blekktu eigendur bankanna starfsfólk sitt? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2009 | 16:03
Ígrunduð yfirvegun er oftast til bóta.
Það er athyglivert hve fólk tekur fljótfærnislegar ákvarðanir og hefur uppi stóryrði án þess að ígrunda vel hvers er verið að krefjast.
Fólki virðist almennt sjást yfir að Bretar beittu Íslenska ríkið ekki hryðjuverkalögum. Þeir beittu þeim lögum gegn sjálfstæðu hlutafélagi, Landsbanka Íslands hf., sem íslenska ríkið átti ekkert hlutafé í. Íslenska ríkið er því ekki aðili að því máli og getur því ekki haft uppi kröfur vegna þeirrar aðgerðar Breta, sem þarna um ræðir. Af þeirri ástæðu er líklegast að kröfum íslenska ríkisins á hendur Bretum, vegna beitingar hryðjuverkalaga gegn Landsbankanum, hefði verið vísað frá dómi vegna aðildarskorts að málinu.
Skilanefnd Landsbankans átti hins vegar aðildarrétt til slíkrar málssóknar. Ég tel víst að allir hinir erlendu kröfuhafar í bú gamla Landsbankans, sem hryðjuverkalögunum var beitt gegn, hafi notað alla sína lögfræðinga til að kanna möguleika á vinningslíkum slíkrar málssóknar. Að skilanefndin vildi ekki láta reyna á slíka málssókn, finnst mér benda til þess að eitthvað hafi ekki verið í lagi með viðskiptahætti Landsbankans í London, á síðustu vikum eða mánuðum fyrir hrunið.
Það er nauðsynlegt að gera kröfur á stjórnvöld um að gæta hagsmuna þjóðarinnar og réttar. En slíkar kröfur þurfa endilega að vera byggðar á traustri skynsemi, yfirvegun og raunsæi.
Til þess að ná hagstæðum árangri út úr allri þeirri orku sem notuð er til mótmæla, er nauðsynlegt að beina orkunni strax á skipulegan hátt að þeim breytingum sem nauðsynlegt er að gera á stjórnsýslu okkar, í stað þess að eyða allri okkar orku í reiði, og sitja svo eftir, uppgefinn og sár, í sömu súpu stjórnskipulegrar vitleysu, eins og við höfum verið að þróa upp hér undanfarna áratugi.
Það þarf að vera einhvert innihald í hugtakinu NÝTT ÍSLAND.
Væntu of mikils af dómsmáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.1.2009 | 20:52
Slæmt þegar sannleikur er notaður til að hylma yfir óheiðarleika
Það er rétt og satt hjá Friðrik J. Arngrímssyni, framkvæmdastjóra LÍÚ. að sjávarútvegurinn hafi lengi skuldað í útlöndum. Það sem hann sleppir hins vegar að geta, er að allt fram til tíunda áratugs síðustu aldar, voru þessar skuldir með traustum veðum í viðkomandi skipum, innan raunverulegs söluverðmætis þeirra.
Á tíunda áratugnum, þegar útvegsmenn tóku að selja eignir þjóðarinnar (kvótann), brustu fljótt möguleikar fyrirtækja og byggðarlaga til fjármögnunar slíkra kaupa. Yfirleitt voru skip það skuldsett að veðrými var ekkert innan eðlilegs söluverðs skipsins, til frekari lánveitinga. Fyrstu árin, í söluferli kvótans, lánuðu bankarnir þó fé til þessara viðskipta, þrátt fyrir skýra vissu um að útvegsmenn voru að selja það sem þeir höfðu ekki eignarrétta yfir.
Kvótagreifar LÍÚ börðust harðri og óvæginni baráttu fyrir því að sett yrðu lög sem heimiluðu bönkunum að taka veð í verðmætum kvótans. Hörð andstaða varð hins vegar í landinu, við því að útvegsmenn fengju að veðsetja kvótann. En þar sem útvegsmenn hafa ævinlega farið sínu fram, þó það væri andstætt heildarhagsmunum þjóðarinnar, þá tókst þeim að véla í gegn, við lagasetningu Alþingis sem kölluð eru "Lög um samningaveð, nr. 75/1997", nægar breytingar á lagatextanum til að geta skapað tostreitu um þýðingu hans.
Hart var barist um 3. gr. þessara laga, en sú grein hefur fyrirsögnina "Heimild til veðsetningar. Séreign hins veðsetta." Vísar fyrirsögnin beinlínis til þess að hið veðsetta, skuli vera séreign skuldarans (lántakandans). Niðurstaðan varð sú að sjávarútvegsráðherra þorði ekki að leggja fram frumvarpið með heimild til veðsetningar aflaheimilda og sátt varð um að 4. töluliður 3. gr. laganna orðaðist svo: (áhersluletur G.J.)
Eigi er heimilt að veðsetja réttindi til nýtingar í atvinnurekstri, sem skráð eru opinberri skráningu á tiltekið fjárverðmæti og stjórnvöld úthluta lögum samkvæmt, t.d. aflahlutdeild fiskiskips og greiðslumark bújarðar.
Þessa niðurstöðu gátu bankastjórar ríkisbankanna alls ekki sætt sig við, því þeir höfðu þá þegar lánað svo mikið fjármagn út á verðmæti kvótans; verðmæti sem útvegsmenn bjuggu sjálfir til, því kvótinn hefur ævinlega verið verðlaus frá hendi eigandans, ríkisins. Niðurstaðan varð því sú að ráðherrann rann á rassinn og heimilaði viðbót við 4. tölulið 3. gr. lananna, sem hljóar svo: (áhersluletur G.J.)
Hafi fjárverðmæti það, sem réttindin eru skráð á, verið veðsett er eiganda þess óheimilt að skilja réttindin frá fjárverðmætinu nema með þinglýstu samþykki þeirra sem veðréttindi eiga í viðkomandi fjárverðmæti.
Þarna var sett inn trygging fyrir bankana, að aflaheimildirnar yrðu ekki skildar frá skipunum, sem búið var að lána út á hærri fjárhæðir en nam söluverðmæti skipanna. Eins og þetta er orðað þarna, greinilega sett fram í þátíð, og átti eingöngu við um það sem gerst hafði fyrir samningu og gildistöku laganna, þá var þarna á ferðinni frávik frá hinni gildandi reglu, um að ekki mætti veðsetja aflahlutdeild fiskiskips.
Hvorki útvegsmenn né bankamenn fóru hins vegar eftir þeirri meginreglu laganna, að ekki mætti veðsetja aflahlutdeild fiskiskips. Þeir litu svo á, að þarna væri komin heimild til skráningar fjárkröfu á fiskiskip með aflahlutdeild, langt upp fyrir raunverulegt söluverðmæti skipsins.
Þarna var í raun búið að setja í gang næsta undarlega svikamillu, þar sem útvegsmenn gátu aukið veðsetjanlegar eignir sínar að eigin geðþótta, með því einu að verðleggja aflaheimildirnar svo hátt sem þörf þeirra var fyrir aukið lánsfé.
Líkt og bankamenn höfðu áður lánað út á aflaheimildir, sem ekkert verðgildi höfðu frá hendi eigandans, og útvegsmenn engar heimildir til að veðsetja, héldu þeir áfram að lána út á ímyndað veðgildi aflaheimilda, þrátt fyrir að skýrt stæði í lögunum að: Eigi er heimilt að veðsetja réttindi til nýtingar í atvinnurekstri, ...t.d. aflahlutdeild fiskiskips.
Hér hefur einungis verið opnuð smá rifa inn í svikamillu útgerða og bankamanna í sambandi við verðlagningu og óheimila veðsetningu aflaheimilda. Það er ógeðslegt að hugsa til þess að meðal okkar, í mikilvægum stöðum, skuli ganga svo óheiðarlegt fólk, að það sé tilbúið að ganga svo alvarlega gegn settum lögum landsins, eins og útvegsmenn og bankamenn hafa gert á undanförnum áratug, eða rúmlega það.
Ekkert nýtt að sjávarútvegur skuldi í útlöndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.1.2009 | 21:44
Lítur út fyrir að skjalafalsið standi eftir sem áður.
Þrátt fyrir þá frétt sem þarna er vísað til, virðist eitt vera ljóst. Glitnir hafi stofnað félag í útlöndum undir nafgninu "Haf Funding". Þangað hafi verið flutt skuldabréfasafn íslenskra fyrirtækja, m. a. skuldabréf sjávarútvegsfyrirtækja, þar sem bankinn hafi tekið veð í skipum langt upp fyrir raunvirði þeirra. Skýringin á þessu er sú að bankamenn hafa talið fiskveiðiheimildir þessara útgerðarfélaga vera EIGN þeirra, án þess að útgerðirnar hafi geta lagt fram nokkra eignapappíra, eða aðrar heimildir til veðsetningar veiðiréttarins, sem verðlagður er á 0 krónur frá hinum raunverulega eiganda.
Af fréttinni má lesa, að Glitnir hafi farið í slóð hinna Bandarísku svikamaskínu, sem gaf út skuldabréfavafninga með upplognum veðgildum sem aldrei yrðu innheimtufær. Með þessu fór bankinn út í afar alvarlega svikastarfsemi, sem engin leið er að sjá fyrir hvort skapa muni þjóðfélaginu meiri skell en þegar er orðinn.
Því miður tel ég mig vita að þetta er ekki eina tilvikið þar sem erlendum bönkum er talin trú um að aflaheimildir íslenskra fiskiskipa sé gilt veðandlag. Þetta gæti því allt eins verið upphafið að uppljóstrun á eldri svikamyllu en útrásarvíkingarnir spunnu; svikamyllu sem áreiðanlega verður þjóðinni ekki síður erfið viðureignar.
Það er ótrúlegur aumingjaskapur í stjórnmálamönnum okkar og þeirra leiðtogum, að þora ekki að opna svikamylluna og hreinsa almennilega út.
Það er líka undarlegt að Samfylkingin skuli enn sleppa með að svara spurningum um það, hvers vegna erlendar skuldir þjóðfélagsins nánast tvöfölduðust á þeim fáu mánuðum sem þeir voru í stjórn. Gáðu þeir ekkert að stöðu þjóðfélagsins í sigurgleðinni yfir því að vera LOKSINS komnir í hina eftirsóttu STÓLA og mega nú RÁÐA yfir þjóðinni?
Veðin færð með samþykki fyrirtækjanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2009 | 17:57
Þora Geir og Solla ekki að ráðast gegn hryðjuverkalögunum ?
Af fréttinni að dæma virðist eins og formenn stjórnarflokkanna ætli ekki að þora að standa með þjóð sinni gegn hryðjuverkalögum breta. Líklega er það engu minni smán en þegar Davíð og Halldór settu okkur á lista viljugra þjóða. Það virðist því að verða ljóst, að 3 af 5 stjórnmálaflokkum okkar hafa ekki einurð til að setja stolt þjóðarinnar í fyrsta sæti, heldur vilji vera taglhnýtingar ákveðinna yfirgangsafla í okkar heimshluta.
Eru klíkuöflin í þessum flokkum orðin svo úrkynjuð að ekkert víkingablóð sé eftir í æðum þeirra?
Ríkið styður málshöfðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2009 | 17:43
Undarlegt tómlæti og kæruleysi
Hvað sem líður afleiðingum neyðarlaganna sem sett voru á Alþingi, er líklega varla hægt að komast nær því að fremja landráð, en að láta málshöfðun á hendur bretum falla niður. Hagsmunirnir sem þarna eru í húfi, eru það miklir og varða þjóðina afar miklu. Þeir hagsmunir geta haft afgerandi áhrif á afkomumöguleika þjóðarinnar til fjölda ára. Þess vegna er engin leið að réttlæta það að höfða ekki skaðabótamál gegn bresku stjórninni.
Eins er það afar furðulegt ef hluthafar, sem áttu hlutafé í Kaupþingi fyrir aðför breta að því fyrirtæki, hefja ekki skaðabótamál gegn bretum. Láti þeir það hjá líða, er það beinlínis opinber staðfesting á því að þeim hafi verið ljóst að eignavirði hlutabréfa þeirra væri ekki neitt; eða svo lítið að ekki svari kostnaði að sækja réttarstöðu þeirra vegna. Varla hafa þessir hluthafar verið svo illa staddir fjárhagslega að þeir geti ekki lagt fjármuni í málssóknina.
Eru þeir kannski að bíða eftir því að við borgum það líka fyrir þá, eins og okkur er ætlað að borga lánafylliríið þeirra?
Vítaverð hagsmunagæsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur