Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
4.1.2009 | 22:20
Óhugnanleg frétt um ásetningsmorð á saklausum borgurum
Ef einhver hefur efast um ásetning ísraelsmanna um að drepa samklausa borgara annars ríkis, þá er staðfestingu þess að fá í þessari frétt. Í henni er staðfest að Ísraelsher lagði á sig umtalsverðan kostnað og fyrirhöfn, til að ÆFA innrás á annað menningarsamfélag, utan landamæra ríkis þeirra.
Í fréttinni segir að allt að 300 þúsund manns hafi særst á Gasa á fáeinum dögum. Athyglisvert, í ljósi þess að þetta er svipuð tala og fjöldi Íslendinga er. Þetta jafngildir því að Ísraelsher hafi sært eða limlest nánast ALLA Íslensku þjóðina á u. þ. b. tveimur vikum.
Eru Íslensk stjórnvöld tilbúin að horfa þegjandi á svona framkomu öflugs herveldis, gagnvart fólki sem það hefur kúgað í áratugi? Er það manngildið, sem býr í brjóstum stjórnmálamanna okkar og þá sérstaklega ráðherrana? Að rétt aðeins orða það, svona eins og fyrir siðasakir, að þetta sé óheppileg framkoma hjá Ísraelsher.
Ísraelar segjast vera Guðs útvalda þjóð. Er þetta skilningur þeirra á mannkærleika Guðs? EÐA - er ríki þeirra stjórnað af mönnum sem bera djúpt hatur til annarra kynþátta; og þá kannski sérstaklega þess kynþáttar, sem á árþúsunda sögulegan rétt til landsins sem þeim var fengið til afnota.
Heimsbyggðin getur ekki lengur horft á þessa atburði eins og leikmynd. Þarna er um raunveruleika að ræða, sem öllu siðuðu fólki er smán að, ef ekki verður VARANLEGA stöðvaður yfirgangur ísraela gagnvart Palestínumönnum.
Æfðu innrásina í átján mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.1.2009 | 23:42
Svona spá opinberar bara vanþekkingu.
Það er nú til lítils að birta svona spá, þegar ljóst er að gjaldeyrisframleiðsla okkar verður mikið minni en þarna er gert ráð fyrir. Það er líka kominn tími til að menn átti sig á að hætta hinni villandi framsetningu, að tala um "þjóðarframleiðslu", þegar í raun er verið að tala um veltu þjóðfélagsins.
Langur vegur er frá að í ljós sé komið hversu mikill samdráttur verður í verslun og viðskiptalífi. Gjaldeyrissköpun er einnig enn afar óljós, þannig að svona spá ER AFAR ÓHEPPILEG VEGNA ÞEIRRAR FALSVONAR SEM HÚN BYGGIR UPP.
HÆTTIÐ BULLINU OG FARIÐ AÐ TALA UM HINN JARÐBUNDNA RAUNVERULEIKA.
Ísland áfram í efstu deild þjóða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.1.2009 | 21:08
Að ná árangri með mótmælum krefst skipulags, rökfestu og hugsunar
Skemmdirnar á búðinni hjá Evu, ber að harma, af engu minni festu en yfirgang mótmælenda á gamlársdag gagnvart Hótel Borg og starfsmönnum Stöðvar 2. Það er sama að hverjum skemmdarverk beinast, þau eru ALDREI réttlætanleg.
Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina, að það þarf skipulag, rökfestu og slægð, til þess að ná árangri í mótmælum. Þetta var mér bent á, af fullorðnum manni, þegar ég var enn ungur og ákafur, þó ég hafi verið laus við ofbeldishneygð. Ég hef þó nokkrum sinnum beitt mér gegn óréttlæti gagnvart almenningi, og ævinlega gætt þess að hafa að leiðarljósi hin augljósu sannyndi gamla mannsins.
Á níunda áratug síðustu aldar, þegar hörmungar verðbólgu og verðtryggingar lánsfjár, hrifsaði fjölmörg heimili úr höndum fólks, var algjörlega óþekkt að fólk gæti fengið lánum sínum breytt með skuldbreytingu (lengingu lánstíma eða öðrum skilmálabreytingum). Lánastofnanir settu hnefann í borðið að sögðu. - Lánin á að borga á réttum tíma og ekkert kjaftæði með það. - Svo var gengið að veðunum og eignir seldar á smánarverði.
Með skipulögðum áróðri, ásamt því að leiða fram skýr rök fyrir því hvert tap lánastofnana var af þversumhætti þeirra, var hægt að vekja jákvæða athygli fjöldans á réttmæti skuldbreytigna. Þegar ég svo hóf störf í hagdeild banka, hamraði ég skuldbreytingaferlið í gang, sem allir njóta góðs af í dag; án þess að nokkru ofbeldi hafi verið beitt.
Annað tilvik má nefna frá síðari hluta níunda áratugar, þegar verulega var farið að þrengjast að fólki. Þá var iðulega gengið svo hart fram í innheimtum að allt innbú fjölskyldna var selt á nauðungaruppboði. Átti ég þar margar harðar glímur við lögmenn og fógeta og safnaði í þeim glímum saman atriðum þar sem farið hafði verið út fyrir heimildir laga. Öllum þessum brotum var raðað saman og rökstutt eftir atvikum hverju sinni. Síðan heimsótti ég nokra valinkunna menn, bæði þingmen og embættismenn og kynnti fyrir þeim raunveruleikan. Bauð þeim upp á opinbera umræðu um þessi lagabrot, þar sem menn gætu svarað fyrir sig, - eða að lögunum um nauðungasölur yrði breytt þannig að ekki mætti selja venjulegt innbú fólks á nauðungasölu.
Valin var sú leið að breyta lögunum og í dag er óheimilt að selja venjulegt innbú á nauðungasölu.
Ýmis fleiri dæmi mætti nefna, þar sem hugsun skipulag og rökfesta náði fram verulegum breytingum á högum og réttarstöðu fólks, án þess að nokkurt eignatjón eða skemmd hlytist af. Það eru hins vegar afar fá tilfellin sem uppþot, ofbeldi og skemmdir hafa skilað varanlegum úrbótum.
Mér finnst athugandi fyrir mótmælendur að hugleiða þetta.
Ráðist gegn Nornabúðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.1.2009 | 21:46
Mikilvægt fyrir framtíðina að læra að hlusta, hugsa og rökræða.
Eins og oft áður, mælist forseta vorum vel og bendir á marga góða þætti sem samfélagi okkar eru nauðsynlegir, til varanlegrar framþróunar. Grundvallarregla allrar framþróunar byggist á því, að þeir sem stýra för, hafi til að bera nauðsynlega þekkingu á verkefninu, skýra mynd af því hvert skuli stefna, og öruggan leiðarrita fyrir siglingaleiðina þangað. Þá er einnig nauðsynlegt að þeir sem stýra för, beri ríka umhyggju fyrir ÖLLUM áhafnarmeðlimum og framgangan við stjórnun, valdi engum þeirra skaða eða tjóni.
Samkvæmt stjórnarskrá okkar, er stjórnendum lýðveldisins ætlað að stýra eftir þar til greindu skipulagi. Um langt árabil hefur verið farið á skjön við þau grundvallarfyrirmæli sem stjórnarskráin tilgreinir. Ákveðnir hagsmunahópar fóru í valdakapphlaup, til að hafa ráðandi afl/völd, um það hvernig þjóðfélag okkar skildi þróast. Í því kapphlaupi gleymdist að horfa yfir alla áhöfn þjóðarskútunnar og gæta þess að enginn yrði fyrir skakkafalli eða tjóni af völdum stjórnvalda.
Hin síðari ár, hefur framkvæmdavaldið sífellt verið að taka sér meira vald en þeim er ætlað samkvæmt stjórnarskrá. Í stöðugt vaxandi eftirhermu af Bandarísku þjóðfélagi, hafa ráðherrar okkar verið að taka sér samskonar vald og ráðherrar Bandaríkjanna hafa, þó stjórnkerfi þar sé til muna frábrugðið okkar. Hefur þetta t. d. birst í því að ráðherra okkar TAKA SÉR VALD, sem þeir í raun hafa ekki. Þeir gefa loforð um framkvæmdir og útgjöld, án þess að Alþingi hafi fært þeim heimildir til að skuldbinda ríkissjóð að neinu leiti. Útgjalda heimildir ráðerra okkar ná EKKERT út fyrir fjárlög hvers árs fyrir sig en hafa jafnvel birst í áratuga óheimilum skuldbindingum, líkt og í sambandi við Tónlistar- og ráðstefnuhúsið.
Allir nústarfandi stjórnamálaflokkar okkar, eru í raun lokaðir hagsmunaklúbbar, sem ekki bjóða upp á opnar umræður (rökræður) um þjóðfélagsmál. Almennur félagsmaður á einungis kost á að tjá sig í 1 - 2 mínútur og samanlagður ræðutími almennra félagsmanna fer sjaldnast yfir 20 - 30 mínútur á þeim fáu fundum sem haldnir eru. Sé borin fram fyrirspurn til forystunnar, um frávik hennar frá mótaðri stefnu flokksins, er þeirri fyrirspurn annað hvort ekki svarað, eða að svarað er með útúrsnúning, sem ekki fæst leiðréttur.
Þetta er hyldýpisgjáin sem valdaklíkur stjórnmálaflokkanna hafa byggt upp í kringum sig, til varnar sérhagsmunum sínum og starfskjörum, fyrir óþægilegum spurningum og kröfum hins almenna félagsmanns. Kannski hafa forystusveitir stjórnmálaflokkanna ekki sterkari lýðræðisvitund en birtist í framkvæmd þeirra á lýðræðinu innan flokkanna. Getum við þá vænst meiri þroska af þeim í starfi fyrir þjóðarheildina?
Ég tel að fólk þurfi að átta sig á að breytingarnar felast ekki í því að hrópa á núverandi forystulið stjórnmálaflokkanna, sama hver þeirra á í hlut. Heldur felist bættar framtíðarhorfur í því að fólk geri sig meira gildandi í heilsteyptri afkomuhugsun fyrir þjóðarheildina. Það er ekkert flókið að hafa grundvallarhugsunina á því að við eyðum ekki meiri peningum en við öflum. Það er sama grundvallarhugsun og hver og einn ætti að hafa í eigin lífi; fjölskyldan einungis stækkuð.
Almenningur þar að venja sig á að krefjast einfaldari og auðskiljanlegri upplýsinga og uppgjöra, í stað þess að upplifa sig kafsilgda í óskiljanlegu talna- eða orðaflóði. Opinn skilningur og meðvitund sem flestra, er afar sterk vörn gegn óheiðarleika. Slíka vitund þarf að efla mjög mikið hjá okkar þjóð.
Þjóðarátak nýrrar sóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 165601
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur