Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Stórundarleg fréttamennska

Í þessari frétt er sagt frá því að á aðfangadag jóla, hafi barn dottið niður stiga, milli hæða, og fengið slæmt höfuðhögg. Greint er frá því að lögergla og sjúkralið hafi þurft aðstoð Vegagerðar til að komast á staðinn og barnið hafi verið komið á sjúkrahús á tíunda tímanum um kvöldið. Fjórum til fimm tímum eftir að slysið varð.

Þarna er sagt frá atburði sem gerðist fyrir 5 dögum, en þess í engu getið hvaða afleiðingar þetta hafði fyrir barnið.  Var barnið kannski algjört aukaatriði í fréttinni?  Var aðalfréttin um að ófært hafi verið milli Bíldudals og Patreksfjarðar?

Mér finnst það lágmarks kurteisi, bæði gagnvart fjölskyldu barnsins, sem og lesendum fréttarinnar, að greint sé frá hverjar afleiðingar slyssins urðu fyrir barnið.

Allt annað er hreinn dónaskapur.                 


mbl.is Barn datt á milli hæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru rétthafar aflaheimila að viðurkenna fjárkúgun sína á kvótalausum útgerðum ????

Það gleður mitt vestfirska hjarta að þorskeldi skuli ganga vel hjá Gunnvöru hf. 

Hins vegar finnst mér undarlegt að heyra útvegsmenn, rétthafa aflaheimilda, lýsa uppgjöf sinni og fyrirséðu gjaldþroti, þurfi þeir að gjalda sama verði fyrir aflaheimildir og þeir sjálfir krefja kvótalausar útgerðir að greiða til þeirra, fyrir framsal á þeim aflaheimildum sem þeir fengu úthlutað.

Af orðanna hljóðan má segja að þeir sjálfir, lýsi á hendur sjálfum sér alvarlegri fjárkúgun á kvótalausum útgerðum. Ég vona að sjávarútvegsnefnd og sjávarútvegsráðherra skilji rétt boðskapinn í þessum orðum þeirra útgerðarmanna, sem þeir hafa sérstaklega alið við brjóst sér, minnugir máltækisins að >Sjaldan launar kálfur ofeldið<.             


mbl.is Eldisþorskur fimmtungur alls hráefnis í vinnslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nákvæmlega eftir spillingarformúlunni

Ef þessi Jón Sigurðsson er sami maður og var áður viðskiptaráðherra, Seðlabankastjóri, bankastjóri Norræna fjárfestingabankans, síðar formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins og á sama tíma stjórnarmaður í Seðlabanka okkar, fæ ég ekki betur séð en þarna sé nákvæmlega farið eftir spillingaruppskriftinni sem fram kemur í bókinni hennar Evu Joly >Hversdagshetjur<.

Þar koma fram lýsingar á tengslaneti spillingaraflanna víða um Evrópu. Lýst er hvernig stjórnmálamenn eru leiksoppar í höndum spillingaraflanna, þannig að stjórnmálamenn leggi til hliðar hagsmuni skjólstæðinga sinna, til að fullnægja kröfum spillingaraflanna.

Einkar athyglisverð bók, sem einnig upplýsir okkur um að við erum mun verr á vegi stödd en flestar aðrar þjóðir, því svo virðist sem í flestum löndum séu til fjölmiðlar og blaðamenn sem raunverulega vilja, leggja líf sitt í hættu, til að fletta ofan af óþverranum. Hins vegar er staðan sú hér, að fjölmiðlar og blaðamenn sameinast um að berja niður, með samstilltri þöggun, alla rökstudda gagnrýni á spillinguna hér í landi. Almenningur fær því yfirleitt ekki að heyra raunveruleika þeirra málefna sem til umfjöllunar eru, heldur einungis mismunandi útfærslur af ósannindarugli, sem einungis er ætlað að rugla raunveruleikaskyn hins venjulega borgara þess lands.

Og enn gleypir almenningur þessa ósannindaþvælu sem heilagan sannleika. Við virðumst því eiga nokkuð langt í land, með að ná að draga verulega úr afli spillingaraflanna hér á landi. Mest öll framganga stjórnmálanna virðist benda til þess.                   


mbl.is Ný stjórn Íslandsbanka skipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverð viðhorf hjá Steingrími

Ég velti fyrir mér hvor VG hafi enga "alvöru" ráðgjafa í efnahagsmálum þjóðarinnar. Ég velti þessu ekki fyrir mér vegna þess að ég sé andsnúinn viðhorfum þeirra til samfélagsmála. Ástæða er sú að mér ofbýður það andvaraleysi sem sýnt er gagnvart hagsmunum þjóðarinnar í framgöngunni við IceSave samningana.

SJS talar um "búskussa" sem núverandi stjórnvöld hafi tekið við af. Svo er að sjá sem hann leggi þar meiningu í stjórnartíð Sjálfstæðiflokks og Framsóknarflokks.  Rétt er að margt fór úrskeiðis í stjórnartíð þeirra flokka. Þar á meðal að erlendar skuldir Íslendinga hækkuðu umtalsvert og voru við lok stjórnartíðar þessara flokka komnar yfir eðlileg þolmörk gjaldeyrisframleiðslu okkar. Skuldirnar höfðu, á nokkrum árum, hækkað um nokkur þúsund milljarða og voru við lok stjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknar, komnar yfir sjö þúsund milljarða og farnar að ógna afkomugrunni þjóðarinnar.

Það var hins vegar fyrst þegar Samfylkingin var komin að stjórnarborðinu með Sjálfstæðisflokknum, sem allt virtist fara úr böndunum. Á 17 mánaða tímabili jukust erlendar skuldir Íslendinga úr sjö þúsund milljörðum í rúma fjórtán þúsund milljarða. Um það bil tvöfölduðust, þó áður hafi þær þegar verið ornar of miklar. Af þessu má sjá að það er Samfylkingin sem ber mesta ábyrgð á því hve skuldastaða þjóðfélagsins hefur aukist mikið. Á þessu tilgreinda tímabili í stjórnartíð hennar, hafði hún ennfremur ráðuneyti bankamála undir sínum hatti.

Af þessu má glögglega sjá að SJS og VG gengu til lið við mesta "búskussa" síðust áratuga í íslenskri stjórnmálasögu, en leystu hann ekki af hólmi.

Í upphafi talaði ég um hvort stjórnvöld hefu enga "alvöru" efnahagsráðgjafa á sínum snærum.  Ástæða þess er að mér ofbýður skilningsleysi stjórnvalda á ýmsum ummælum þeirra svokölluðu "sérfræðinga" sem þau virðast helst vilja hlusta á.  Má þar t. d. nefna svonefnda IFS-greiningu. Eftir því sem fram kemur á Eyjunni, er áhættu mat IFS eftirfarandi:

Áhættumat IFS byggist á því að allar gjaldeyristekjur fari í að greiða niður erlendar skuldbindingar. „Gjaldeyristekjur munu ekki nægja til að greiða niður erlend lán fyrstu árin eftir að afborganir Icesave-samningsins hefjast og myndi erlend skuldastaða fara vaxandi þrátt fyrir að allar gjaldeyristekjur væru nýttar til að greiða af erlendum lánum,“ segja sérfræðingar IFS. Í mati IFS er gert ráð fyrir 90% endurheimtum á eignum Landsbankans. 

Nú er þess fyrst að geta að stjórnvöld hafa ekki forræði yfir ÖLLUM gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Einungis hluti tekan álveranna koma inn í íslenskt efnahagslíf, vegna þess að verulegur hluti framleiðslu- og rekstrarkostnaðar álveanna fellur til í erlendum gjaldeyri. Sjávarútvegurinn aflar heldur ekki gjaldeyris nema til landsins sé keyptar olíuvörur og ýmis annar rekstrarkostnaður, sem einungis verður keyptur fyrir gjaldeyri. Þá eru ýmis hugbúnaðar-, sprota- og ferðaþjónustufyrirtæki að afla gjaldeyris, sem stjórnvöld hafa ekki forræði yfir. Einnig ber að geta þess að ÖLL erlend starfsemi utanríkismála okkar er rekin með erlendum gjaldeyri.

Af þessu má glöggt sjá, að séu 10% líkur á greiðslufalli þjóðarbúsins, með því að ALLAR gjaldeyristekur þjóðarinnar fari í að greiða skuldir, ætti flestum að vera lsjóst að líkurnar á gjaldþroti eru umtalsvert hærri, líklega nálægt 50%, eða þar yfir. 

Af framansögðu virðist ljóst að mestu "búskussum" íslandssögunnar >Samfylkingunni< hefur bæst öflugur liðsauki með tilkomu VG að stjórnarborðinu.                   


mbl.is Tók við af „búskussa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brjóta Evrópureglur um hvíldartíma ????

Ætlar forseti Alþingis að brjóta Evrópureglur um hvíldartíma?   Vinnulota má ekki standa legnur en 13 tíma á sólahring. Eftir slíka lotu á fólk að fá 8 tíma hvíld, áður en það mætir aftur til starfa.

Er forseta Alþingis sama um þessar grundvallarreglur ESB ???????????????????


mbl.is Þingfundur þar til mælendaskrá er tæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband