Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
28.2.2009 | 19:19
Að lækna sjúkdóm, eða leysa frá þrautum.
Það mikilvægasta fyrir okkur, er að átta okkur á að í heilbrigðismálum höfum við ekkert heilstætt "kerfi". Af hverju skildi ég segja þetta. Jú ég segi þetta vegna þess að ef hér væri "kerfi", sem miðaði að því að hver sem ekki er heilbrigður og leitar læknis, snúi til baka frá "kerfinu" með lausn á sínu vandamáli, í hvaða formi sem sú lausn er, og sú lausn skili honum aftur heilbrigði sínu, sé þekking og tækjabúnaður til slíks tiltækur, þá gætum við talað um "KERFI".
Þannig er þetta ekki í dag. Sá sem finnur fyrir vanlíðan og leitar á heilsugæslustöð, eða til læknis, fær eftir einhverja bið stutt viðtal við lækni. Þar lýsir hinn sjúki upplifan sinni af því sem hrjáir hann. Læknir veltir lýsingum sjúklings fyrir sér, framkvæmir kannski lauslega skoðun, og skrifar svo resept á líklegt lyf, til að minnka vanlíðnina. Með það er hinn sjúki sendur heim, án þess að fá nokkrar upplýsingar um hvað valdi vanlíðan hans.
Þegar hinn sjúki gengur út frá lækninum á heilsugæslunni, veit læknirinn jafn lítið og sjúklingurinn um hvað olli vanlíðan þess sem hjá honum var. Hann hefur engan tíma til að velta því fyrir sér. Rekstrarafkoma læknastöðvarinnar byggir á því að hver læknir skili í gegn einum sjúkling á hverjum 20 mínútum. Hann losaði sig því við hinn sjúka, og sjúkdóm hans, með því að selja honum einn skammt af framleiðslu einhvers lyfjafyrirtækis, sem hugsanlega léti hann finna minna fyrir þeim sjúkleika sem væri að grassera í líkama hans. Læknirinn hugsar ekki meira um þann sem farinn er, því nú er komið að því taka á móti næsta sjúkling, og losa sig líka við hann með einum skammti af framleiðslu einhvers lyfjafyrirtækis.
Þetta er náttúrlega ekki "heilbrigðiskerfi", heldur sölustofnun lyfjaframleiðenda.
Það sem hér að ofan er lýst, er raunveruleiki sem alltof oft blasi við, í því sem við köllum í daglegu tali "heilsugæslu". Margir fara ítrekað í svona heimsóknir til lækna, í þeirri von að hitta einhvertíman á lækni sem hafi sannan áhuga á að finna hvað valdi vanlíðan sjúklingisns, og vinni að því að finna lausn á því. Ef vandamálið sé utan þess sviðs sem hann geti sjálfur annast, sendi hann sjúklinginn til einhvers sem hann treystir til að finna orsökina fyrir vanlíðaninni.
Þegar fundið væri, undir hvaða sérsvið sjúkleiki sjúklings heyrir, er honum úthlutað sérfræðilækni á því sviði, sem haldi utan um alla læknismeðferðina, og hafi hina faglegu ábyrgð á að skila sjúklingnum aftur út í lífið, eins heilbrigðum og þekking og tækjabúnaður geta best gert.
Ef það sem lýst er hér í lokin væri óbrigðult ferli, ef leitað væri læknis, væri hægt að tala um "kerfi" í heilsugæslu. En, því miður. Ekkert "kerfi" lækninga er til í dag í heilsugæslunni.
Hins vegar eigum við aldeilis frábært viðgerðarkerfi, sérsveitir skurðstofa og gjörgæslna, sem fyllilega standast samanburð við það besta sem gerist annars staðar í veröldinni. En, því miður er greiningardeildin, þ. e. heilsugæslan, ómarkviss og nánast ónothæf til "heilsugæslu"
Virðing þegar dauðinn nálgast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2009 | 13:53
Ingibjörg Sólrún og Davíð í sama stjörnumerki
Persónur í þessu stjörnumerki láta nú ekki hrifsa af sér þau völd sem þær hafa náð sér í. Þær láta ekki af völdum vegna álits einhverra annarra; allra síst ef beinlínis er ætlast til þess að þær geri það.
Svona er nú lífið.
Ingibjörg býður sig fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.2.2009 | 20:39
Vilja Sjálfstæðismenn geta rekið sömu svikamylluna áfram, án þess að sagt sé frá ?
Athygisvert viðtal við þessa tvo ungu menn á Alþingi. Annar vill ALLS EKKI að almenningur sé látinn vita ef fjármálamenn taka of miklar áhættur og stofni hagkerfinu í hættu aftur.
Hinn vill endilega hafa inni í lögunum allar þær traustustu varnir sem þekktar eru, til að fyrirbyggja að fjármálamenn vogi sér í aðra eins fjárglæfra og hér hafa verið stundaðir undanfarinn áratug, og rúmlega það.
Líklega sjá nú allir sem á þetta hlusta hvor aðilanna ber hagsmuni þjóðarinnar fyrir brjósti og hver það er sem hugsar fyrst og fremst um að halda opnum leiðum fyrir fjárglæframenn til að geta, með ábyrgðarlausum og óheiðarlegum hætti dregið að sér fjárstreymi sem ætti að fara til eflingar atvinnulífs í landinu. Það verður gama að fylgjast með í hvaða sæti Sigurður Kári lendir í prófkjöri Sjálfstæðismanna. Hann er greinilega góður mælikvarði á það hve margir eru í Sjálfstæðisflokknum sem vilja hagsmuni fjárglæframanna ofar hagsmunum þjóðarheildarinnar. Við sjáum hvað gerist.
Gæti kollvarpað fjármálalífinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2009 | 20:51
Ætlast stjórnvöld ekki til árangurs rannsókna eða ákæruþátta ?
Ég verð að viðurkenna að ég hef verið mjög hugsi yfir ákvörðun stjórnvalda, og þá sérstaklega þáverandi dómsmálaráðherra, Björns Bjarnasonar, að skipa þennan mann sem sérstakan saksóknara í málaflokki sem krefst sérstaklega yfirgripsmikillar þekkingar á bókfærslu og uppgjörsmálum.
Ég dreg ekki í efa að Ólafur getur verið ágætis maður, og haft fjölmarga góða kosti, en þekkingu á bókfærslu- og/eða uppgjörsmálefnum hefur hann enga. Það margsannaðist í framgöngu hans sem sérstaks saksóknara í málaferlum ríkisins gegn Eggert Haukdal.
Í því máli gengu maður undir manns hönd, endurskoðendur, prófessorar og doktorar í endurskoðunarfræðum, við að sýna hinum sérstaka saksóknara fram á að þeir sömu þættir sem ég benti á í skýrlsu minni til Hæstaréttar á árinu 2001, voru nákvæm og glögg lýsing á öllum þeim atriðum sem að ákærunum lutu. Allir þessir aðilar voru sammála um að ekkert saknæmt hafði verið gert í rekstri sveitarfélagsins, heldur væru hinir ákærðu þættir til komnir vegna ótrúlega litillar kunnáttu endurskoðanda sveitarfélagsins, í færslu og uppgjöri bókhalds sveitarfélaga. Við það bættist svo einkennilegur ásetningur endurskoðanda hjá KPMG, við að búa til saknæmt athæfi til að geta ákært Eggert, sem þá hafði ætlað að yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn og fara í framboð fyrir Frjálslynda flokkinn.
Engin fær leið fannst til að fá hinn sérstaka saksóknara til að lesa eðlilegt og rétt ferli út úr bókfærslu og uppgjörsgögnum sveitarfélagsins. Dómarar Hæstaréttar höfðu líka látið ginnast til að sakfella Eggert. Það var því ekki fyrr en gerð var krafa um að dómstóllinn Hæstiréttur yrði skipaður algjörlega nýjum dómurum, sem engin afskipti hefðu áður haft af málinu, sem niðurstaða dómstólsins varð í fullu samræmi við lög og vinnureglur um bókhaldsuppgjör. Dómurinn ógilti allar ákærur hins sérstaka saksóknara, þar sem engar þeirra byggðust á traustum lagagrunni.
Þegar til þess er litið, að þau atriði sem rannsaka þarf í sambandi við hugsanleg brot í tengslum við bankahrunið, byggjast nánast eingöngu á yfirgripsmikilli þekkingu á færslum viðskipa, bókhalds og reikningsskilum, átti fyrrverandi dómsmálaráðherra að hafa fulla yfirsýn yfir þekkingarleysi hins sérstaka saksóknara á þessu sviði.
Í ljósi þess sem hér hefur verið rakið, hef ég ítrekað spurt sjálfan mig, hvort það geti verið, að þessi maður hafi verið settur í þetta embætti, einmitt vegna þess hve litlar líkur væru á að hann mundi finna eitthvað saknæmt, þar sem þekking hans á viðfangsefninu væri svo lítil.
Eignir auðmanna verði kyrrsettar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.2.2009 | 17:08
Þjóðin var ekkert að hlusta á "úrtöluhópinn"
Það er athyglisvert að lesa viðbrögð margra við þessu viðtali við Margeir Pétursson. Flestir tala eins og enginn hafi sagt neitt, fyrr en eftir bankahrun. Að gagnrýni og aðvaranir skuli hafa farið svona gjörsamlega framhjá stærstum hluta þjóðarinnar er náttúrlega rannsóknarefni út af fyrir sig, því þegar allt væri tekið saman, sem reynt var til að aðvara þjóðina um óvitaskap bankamanna, kæmi fram knýjandi spurning um hvort ekki sé afar brýnt að breyta áherslum og boðleiðum innan þjóðfélagsins.
Athyglisvert er að Margeir kemur inn á þöggunina gagnvart gagnrýnendum óráðsíunnar, þar sem hann vísar til þess að í desember 2004 hafi hann reynt að benda á hvað í uppsiglingu væri, en enginn viljað hlusta á svoleiðis svartsýnisraus. Svipaða sögu má segja um marga aðra sem reyndu að aðvara, en enginn mátti vera að því að hlusta eftir aðvörununum.
Undir lok tíunda áratugar síðustu aldar, vakti ég athygli á einni af fyrstu svikamillunum sem upp voru settar, þegar þrjú hlutafélög virtust gera bandalag um að auka eiginfjárstöðu sína um rúmann milljarð, hvort fyrir sig, án þess að ein einasta króna kæmi inn í fyrirtækin sem aukið fé. Þar sem ég hef ekki fengið birtar greinar í dagblöðum í fjölda ára (vegna of rökfastrar gagnrýni), var eina leið mín til að láta rödd mína heyrast, að hringja inn á símatíma útvarps Sögu. Þar margvaraði ég við því innihaldsleysi sem væri í hækkun hlutabréfavísitölu Kauphallarinnar. Engir hagspekingar vildu þá taka undir að engin raunverðmæti væru í þessum vísitöluhækkunum, þó þeir bendi nú á að svo hafi verið.
Mikilvægast er, að núna strax verði lagst í vinnu við að finna leiðir til að setja reglur um skyldu fjölmiðla til að veita öllum rökstuddum sjónarmiðum jafna framgöngu í mikilvægum þjóðfélagsmálum. Hefði slíkt verið til staðar s.l. áratug, hefði verið hægt að koma aðvörunum mun betur á framfæri við þjóðina, og kannski vekja hana af velsældardvalanum. Þessir þættir eru ekki síður mikilvægir, en breytingar á stjórnarskrá og endurhæfing þjóðarinnar til eðlilegrar virðingar fyrir heiðarleika. Réttlæti, ásamt því að setja í forgrunn þau viðhorfa að heildarhagsmunir þjóðfélagsins, skuli vera fyrsti útgangspunktur allra þjóðfélagsmála, í stað þeirrar flokkspólitísku hagsmuna sem nú eru í forgrunni.
Hlutabréfaverði var haldið uppi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2009 | 21:34
Endurreisn Íslensks trúverðugleika
Mér finnst dálítið óþægilegt að horfast í augu við þá staðreynd, sem stöðugt er að koma betur í ljós, að hugmyndafræði margra hagfræðinga, virðist vera svo óþægilega lík þeirri hugmyndafræði "Ný-frjálshyggju", sem nýlega er búin að jarða meginhluta fjármálaumhverfis veraldarinnar.
Sterk sveifla fer um heiminn, sem gerir kröfu til þess að með afgerandi hætti, verði horfið frá þeirri stefnu sem leiddi til hrunsins. Og aftur verði horfið til gamalla gilda um raunverulega verðmætasköpun og viðskipti með raunveruleg verðmæti, en ekki ímyndaðar væntingar um síðari hagnað og hagsæld.
Á öðrum og þriðja fjórðungi síðust aldar, óx hagsæld á Íslandi meira en áður hafði þekkst. Erlendar lántökur voru þá takmarkaðar við nauðsynlega uppbyggingu þjóðarbúsins, en engar erlendar lántökur stundaðar til að stunda fjárhættuspil, byggingar óþarfra húsa, eða til að stunda lítt þarfa verslun og þjónustu.
Á framangreindu árabili óx upp sú kynslóð þjóðarinnar sem á síðustu árum hefur verið að taka við kyndlinum, til frekari uppbyggingar og velsældar í þjóðlífi okkar. Á s.l. áratug fékk þessi kynslóð að reyna hugmyndafræði sína, til framtíðaruppbyggingar þjóðlífsins, og í dag horfum við yfir árangur þeirrar hugmyndafræði, með þjóðfélagið í molum og hrunið viðskiptatraust.
Það er afar mikill misskilningur hjá Gylfa að viðskiptatraust okkar komi aftur með auknu lánsfjármagni. Enginn ALVÖRU viðskiptamaður í eðlilegu umhverfi, trúir því að viðskiptamenntaðir menn á Íslandi hafi ekki verið meðvitaðir um í hvað stefndi, í það minnsta þremur árum áður en hinar endanlegu þrengingar leiddu til falls bankanna.
Það eru því ekki peningarnir sem munu endurreisa viðskiptatraust okkar, heldur opinber og raunsæ stefnu- og viðhorfsbreyting viðskiptamenntaðra manna, sem og meginþorrar þjóðarainnar, varðandi heiðarleika og opna og falslausa umfjöllun um glæfraverk sem beinlínis stefna þjóðinni í vandræði.
Þjóðin sem slík, skuldar erlendum lánadrottnum ekki mikið fé. Erlendir lánadrottnar eiga hins vegar veruleg verðmæti inni hjá þeim bönkum sem lentu í þroti, vegna barnaskapar og græðgi stjórnenda þeirra. Samningar þessara aðila eru stjórnvöldum óviðkomandi, enda átti ríkið ekkert í þessum bönkum þegar þeir hrundu; og er þar af leiðandi óviðkomandi skuldastaða þeirra.
Við Gylfa vil ég segja þetta. Það eru sem betur fer margir menn hér á landi, sem hafa fulla trú á getu þjóðarinnar til að endurreisa efnahag sinn og viðskiptaálit á komandi áratugum og þekkingu til að skipuleggja slíkt. Það væri undarleg fyrirhyggja hjá forsjáraðila, sem fengi óvitanum aftur í hendur eldspítur, eftir að hann hefði kveikt í húsinu og brennt það næstum til grunna, með óvitaskap sínum.
Biddu því þjóðina ekki um að verða aftur hleypt í aðstæður til frekari erlendrar lántöku, til endurreisnar á "fjármálamarkaði" hér á landi, meðan fagmenn í rekstrarfræðum eru EKKERT farnir að koma í framkvæmd starfsemi sem skapar atvinnu og gjaldeyrir.
Það er ennþá til töluverður fjöldi manna í landinu, sem veit hvernig á að byggja upp raunveruleg verðmæti, velsæld og velferð, án þess að þurfa "fjármálamarkað" til að glata peningunum.
Gylfi Zoëga: Svartar horfur á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.2.2009 | 17:31
Hver á Austurhöfn ehf. ?
Í fyrirtækjaskrá er sagt að Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, eig Austurhöfn ehf. Hvergi í gögnum Alþingis er hins vegar að finna heimildir til að stofna þetta einkahlutafélag. Ríkið er því, án allra heimilda, skráð sem eignadi þessa hlutafélags og getur aldrei orðið greiðsluskylt gagnvart þeim skuldbindingum sem félagið hefur gengist undir fram til þessa.
Einnig er hvergi í gögnum Alþingis finnanleg heimild til handa menntamála- og fjármálaráðherrum, til að skuldbinda ríkissjóð vegna byggingar og reksturs tónlistahúss. Sá samningur sem á sínum tíma var gerður, og undirritaður af menntamála- og fjármálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins, er því enn algjörlega á persónulegum ábyrgðum þeirrar, þar sem Alþingi hefur hvorki veitt heimildir til slíkra skuldbindinga eða staðfest hinn gerða samning.
Þá er á það að líta, að viljayfirlýsing ráðherra, um framkvæmdir eða fjárskuldbindingar, hefur ekkert skuldbindandi gildi fyrir ríkissjóð, nema því aðeins að Alþingi hafi veitt ráðherranum heimild til að rita undir slíka skuldbindandi viljayfirlýsingu.
Það verður að segjast, að í þeirri stöðu sem þjóðfélag okkar er nú, og mun verða næsta áratuginn eða svo, er það afar gróf aðför að velferðinni hér í landinu að ætla að henda öllu þessu fjármagni í þetta hús, sem fyrirsjáanlegt er að mun aldrei geta borið sig rekstrarlega. Þegar einnig er til þess litið að samkvæmt áætlun mun í besta falli helmingur ætlaðra starfa verða hér á landi. Einnig mun stór hluti ætlaðra útgjalda verða aðkeypt erlent efni, sem greiða þarf með gjaldeyri sem við eigum ekki og höfum ekki lánstraust fyrir.
Svo virðist sem Alþingi hafi ekki enn tekið á sig neinar skuldbindingar gagnvart þessari húsbygginu. Í ljósi þeirrar stöðu sem fjármál þjóðfélagsins eru nú, væri það hreint brjálæði af alþingismönnum að veita slíka skuldbindingu nú, hvað þá að ljá máls á fjárútlátum vegna þessa óráðsdraums sem þetta hús er.
Allt að 600 störf vegna framkvæmda við Tónlistarhús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.2.2009 | 21:17
Af hverju er ESB með íslandsnefnd ?
Það vekur mér athygli að ESB skuli vera með Íslandsnefnd í gangi, þegar Ísland er ekki einu sinni farið að sækja um aðild að sambandinu. Er ESB búið að setja af stað áróðurspressu, til að véla hið skammsýna og ístöðulausa stjórnmálalið okkar til inngöngu í klúbbinn, áður en til gjaldþrots hans kemur?
Þessi blessaða austurevrópska kona, sem þessa grein skrifar væri ekki í þeirri stöðu sem hún er, nema vera sérstaklega röggsöm að setja fram tælandi veiðigildrur, því ESB er í sárri þörf fyrir ríki sem skapa mikil verðmæti og við erum nánast eina ríkið í Evrópu, utan ESB, sem hefur möguleika á að skapa meiri verðmæti en þjóðin þarf til framfærslu. Við yrðum því eitt af jákvæðu greiðsluríkjum Evrópu, þar sem við myndum greiða meira til ESB en við fengjum þaðan í styrki.
Í mörg ár hefur ESB gengið ágætlega að veiða til sín unga Íslendinga og gilla svo fyrir þeim sæluríkið, að heiðaþvottur Rússa, hér á árum áður í Gúlaginu, skilaði ekki nærri eins góðum árangri. ESB hefur lagt gífurlegt fjármagn í þennan heilaþvott og ég yrði ekki hissa þó í ljós kæmi að flestir af hörðustu baráttumönnum fyrir inngöngu í ESB, væru í einhverri fjármunalegri tengingu við sambandið, gegnum bein laun eða styrki, eða gegnum hliðarliggjandi stuðningsgreiðslur.
Það er alveg ljóst, að ESB er búið að setja stopp á inngöngu fleiri ríkja sem þýða myndu neikvæða greiðsluflæði fyrir ESB; að þeir þyrftu að greiða meira til inngönguríkisins í formi aðstoðar og styrkja, en þeir fengju þaðan í aðildargjald. Slíkt er eðlilegt í ljósi hinnar þröngu fjárhagsstöðu sambandsins.
Heilbrigð skynsemi ætti að segja okkur, nú þegar við erum að komast niður á jörðina í hugsun um fjármál, að í raun er ESB mun ver á vegi statt efnahagslega en við vorum, rétt fyrir hrun bankanna. Skuldir þeirra eru gífurlegar og að miklum hluta í skammtímalánum. Nú þegar þrengir að á fjármálmarkaði, liggur ekki nýtt lánsfé á lausu, til endurnýjunar á þeim skammtímalánum sem ekki verður hægt að greiða, vegna rekstrarhalla sambandsins, þar sem kostnaður er hærri en tekjur.
Það eru þó nokkur ár síðan ég fékk þá sýn að Evran yrði fyrir alvarlegu áfalli árið 2010 + - eitt ár í hvora átt, og að líklega muni ESB liðast í sundur ári síðar. Ekkert er enn sjáanlegt sem bendir til annars en að þetta muni ganga eftir, svo ég tel ráðlegast fyrir Íslendinga að fara sér hægt við að samningsbinda auðlindir okkar við þetta samband, því lánadrottnar ESB munu skipta á milli sín öllum tekjugefandi samningum þeirra, og þá vitum við ekkert hver verður eigandi að réttindum gagnvart auðlindum okkar.
Það er áreiðanlega betra að vera frjáls og fátækur, en vera alslaus og bjargarlaus þræll. Lýðveldið okkar og sjálfsforræðið er of ungt til að fórna því á ímyndaraltari veldishugsjóna.
Vill Ísland í Evrópusambandið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.2.2009 | 14:16
Hagsmunir Sjálfstæðisflokksins í fyrsta sæti
Það voru ríkari hagsmunir þjóðarinnar, á s.l. hausti, að fá upplýsingar um samskipti þáverandi forsætisráðherra Geirs H. Haarde við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn (AGS), en það er nú að fá upplýsingar um athugasemdir AGS við frumvarpið um Seðlabankann.
Af viðbrögðum Birgis nú, kemur hann afar ljóslega út úr skápnum og lýsir yfir að hagsmunir FLOKKSINS gangi fyrir öllu. Í útvarpi í morgun sagði hann berum orðum að það væru hagsmunir Sjálfstæðisflokksins fyrst og fremst að fá þessar upplýsingar.
Voru þá ekki jafn ríkir hagsmunir Sjálfstæðisflokksins að fá, á s.l. hausti, upplýsingar um samskipti Geirs við AGS? Fengu þeir þessar upplýsingar þá, þar sem Geir er formaður FLOKKSINS, þó þær ættu ekki að berast út? Af hverju varð enginn hávaði í haust út af meintum trúnaði vegna samskipta við AGS?
Er þjóðinni nauðsyn á að greiða svona mönnum há laun fyrir setu á Alþingi, þegar þeir yfirlýsa að þeir séu fyrst og fremst að þjóna hagsmunum pólitísks stjórnmálaflokks, en ekki hagsmunum þjóðarheildarinnar?
Þjóðhollusta nr. 1 á þinginu.
Birgir fær ekki gögn frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.2.2009 | 21:51
Var Geir að skrökva að okkur í haust"
Í haust fullyrti Geir margoft í fyrirspurnum hjá fjölmiðlum, að hann gæti ekki upplýst um hvað stæði í tillögum AGS, vegna þess að þeir hefðu krafist trúnaðar um þær upplýsingar.
Nú er svo að heyra, frá Þessum sama Geir, að AGS setji aldrei trúnaðarskyldu á það sem þeir láti frá sér. Það séu viðkomandi ríkisstjórnir sem setji trúnaðarskylduna.
Var það þá hann sem krafðist trúnaðar á samskiptin við AGS í haust, þannig að þjóðin fengi ekkert að vita hvað var í spilunum, fyrr en eftir að samningur hafði verið gerður?
Er þetta heiðarleikinn sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur að bjóða þjóðinni nú, þegar hann er kominn í stjórnarandstöðu?
Davíð og dularfulla bréfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 165580
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur