Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Það skýrist á næstu klukkutímum.....

...eða dögum hvort AGS beitir fjárkúgun gagnvart Íslendingum.  Það verður athyglisvert að fylgjast með því hvort svo verði.  Fari svo, væri réttast að fjölmenna að höfuðstöðvum AGS hér á landi og flytja fulltrúa hans suður á Keflavíkurflugvöll og segja honum að fara heim. Við þurfum ekki fleiri fjárglæframenn hér á landi, en  þann hóp heimamanna sem memrgsogið hafa þjóðina á undanförnum árum.

 Við þurfum menn sem hafa þekkingu til og SEM ÞORA að beita sér til varnar fjárkúgunarlininu.


mbl.is Bagalegt ef fyrirtaka AGS tefst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andið rólega. Við förum ekkert í ESB.

Þó búið sé að senda umsókn um aðild að ESB, er engin ástæða fyrir fólk að óttast aðild. Það mun enginn samningur koma út úr þessari umsókn, því upp úr miðju næsta ári mun ESB eiga nóg með sín eigin vandræði og ekki hafa getu til frekari stækkunar.

Ég hef lengi haft þá sýn á ESB, að það muni líða undir lok á árinu 2011. Og enn sé ég engin merki um að slíkt muni ekki gerast. Ef fólk íhugar vel það sem forystumenn ESB segja, má glögglega greina þar ótta þeirra við að endalokin séu á næsta leiti.

Upp úr miðju næsta ári munum við fara að fá tíðar fréttir af erfiðleikum ESB, bæði pólitískri sundrungu en einnig miklum fjárhagserfiðleikum. Styrkir munu verða verulega skertir, ásamt því að framlög til aðildarríkja munu verulega dragast saman. Nýjar lánveitingar verða nánast úr sögunni, því tekjur Seðlabanka ESB munu verulega dragast saman og engar þjóðir verða tilbúnar til að leggja fram meira fjármagn eða tryggingar, til prentunar meira magns af Evrum.

Myndin af hruni ESB er að sjálfsögðu stærri og flóknari en þetta, en það sem hér hefur verið sagt eru áhrifamestu þættirnir í ótvíræðum endalokum ESB, sem væntanlega verður formlega aflagt á seinni hluta ársins 2011.

Leggjum ESB glímuna til hliðar, að sinni, en einbeitum okkur að því að hrinda Icesave-samningnum af höndum okkar, svo bakslag okkar þurfi ekki að verða meira en þau 40 ár sem eru nú augljós.             


mbl.is Andsnúnir inngöngu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þessi bruni tákn um eitthvað ???

Athyglisvert að á sama tíma og tekist er alvarlega á um grundvöll lýðveldis okkar, skuli eitt helgasta svæði lýðveldisstofnunarinnar verða fyrir því að ein af skrautfjöðrum staðarins verður að öskurústum á örskots stundu.

Geta þetta verið skilaboð til okkar ???               


mbl.is Hrikaleg sjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Merkilegur ráðherra, hann Össur.

Össur er afar merkilegur RÁÐHERRA. Af einhverjum ásæðum hefur mér ævinlega fundist að ráðherra ríkisstjórnar okkar færu fremstir í flokki við að verja hagsmuni þjóðarinnar og beittu, sér til stuðninggs, færustu sérfræðingum þjóðarinnar hverju sinni.

Nú bregður hins vegar svo við að ráðherrar ríkisstjórnarinnar sniðganga af fullkominni ókurteisi álit færustu sérfræðinga þjóðarinnar en slá skjaldborg fáfræðingsins um vilja Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, til að binda þjóðinni klifjar örbirgðar á komandi áratugum.

Þegar ég er að hugsa um þetta, reyni ég að muna eftir einhverju tilfelli þar sem Össur hefur tekið einarða stöðu með málstað þjóðarinnar, gegn yfirgangi Breta, Hollendinga, ESB og AGS. 

Man einhver eftir því að Össur hafi gengt skyldu sinni í því að fylgja fram málstað þjóðarinnar í þessum málum?              


mbl.is Svarar ekki fræðilegum spurningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Markaðsstemming við höfnina

Það svæði sem þarna er rætt um er afar óhentugt fyrir svona markað. Þarna er afar þröngt; afar lítið um bílastæði og töluverð umferð þeirra sem reka þarna starfsemi og þeirra sem eiga erindi á Ægisgarð eða á Grófarbryggjur.

Svona markaður ætti betur heima t. d. á Miðbakkanum, þar sem tívolíið var hér áður fyrr. Þar er rýmra um fyrir streymi fólks auk þess sem auðveldara er fyrir fólk að losa sig við bíla sína, án verulegrar truflunar fyrir aðra starfsemi.

Hugmyndin er góð, en hún er staðsett á algjörlega vonlausum stað. Þar sem hún er hugsuð, gæti aldrei orðið friður um hana, vegna þess hve svona starfsemi mundi raska aðkomu að verbúðunum þarna, og annarri starfsemi á svæðinu.           


mbl.is Markaðsstemning við höfnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það hlaupa greinilega fleiri á sig en Davíð.

Ég velti fyrir mér hvort það geti verið, að eftir öll þessi ár á Alþingi, sé Steingrími J. enn ókunnugt um hvaða aðili það er sem skuldbundið geti ríkissjóð til fjárútláta? Óneitanlega benda tilsvör hans til slíks, eða þá að hann telji þjóðina það heimska að hún viti ekki hver ákveður fjárútlát.

Innan gæsalappa, er eftirfarandi haft eftir Steingrími í þessari frétt:

„Það er fyrst og fremst með vísan til þess í hvaða farveg málið var sett af hálfu fyrrverandi ríkisstjórnar með bréfum frá íslenskum ráðaneytum, með yfirlýsingu fyrrverandi forsætisráðherra, með undirritun minnisblaða og samstarfyfirlýsinga. Og þar á meðal er samstarfyfirlýsing við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í nóvember 2008 sem Davíð Oddsson seðlabankastjóri undirritar sem annar af tveimur fulltrúum íslenskra stjórnvalda.“    

Bréf frá íslenskum ráðaneytum skuldbinda ekki ríkissjóð.

-- yfirlýsingu fyrrverandi forsætisráðherra  skuldbindur ekki ríkissjóð.

-- undirritun minnisblaða og samstarfyfirlýsinga skuldbindur ekki ríkissjóð.

--  samstarfyfirlýsing við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í nóvember 2008 sem Davíð Oddsson seðlabankastjóri undirritar sem annar af tveimur fulltrúum íslenskra stjórnvalda.  skuldbindur ekki ríkissjóð til fjárútláta.

Einungis bein samþykkt Alþingis á því að ríkissjóður Íslands beri bótaábyrgð gagnvart einhverjum kröfum eða áhættuþáttum, geta talist skuldbindandi fyrir ríkissjóð.

Getur það verið að Steingrímur viti þetta ekki, eftir öll þessi ár á Alþingi?

Sé það svo, er varla von að vel fari fyrir þjóðinni, með svo litla þekkingu í svo mikilvægu embætti.    


mbl.is Ósvífin og ódýr afgreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru allir að verða á valdi taugaveiklunar

Það vita allir sem tekist hafa á við lífshættulegar aðstæður, að eina vonin til að komast lifandi frá slíku, er að forðast taugaveiklun og æsing. Greinilega hefur þessi hópur í Hollandi engan í sínum röðum sem gæti stýrt fari þeirra heilu í höfn, gegnum hafrót með mörgum straumröstum. Það vantar allt vit í þessi áform þeirra, svo varla þarf að óttast málshöfðun sem byggð er á slíku rugli.

Í fyrsta lagi voru Hollendingar á engan hátt þvingaðir til að leggja fjármuni sína inn á þessa reikninga, hjá erlendu bankaútibúi, sem hvorki seðlabanki né fjármálaeftirlit Hollands gáfu neina traustsyfirlýsingu. Engin Íslensk ríkisábyrgð var á starfsemi Landsbankans, eða neinna annarra íslenskra banka, hvorki á Íslandi eða í öðrum löndum. Landsbankinn bauð því Hollendingum áhættu, í hæsta áhættuflokki, sem þeir stukku á í von um aðeins meiri gróða en var hjá Hollenskum bönkum.  Áhættan var öll þeirra megin. Ríkissjóður hefur ALDREI átt neina löglega aðkomu að þessum IceSave málum, og á ekki enn.

Vilji Hollendingar reyna dómstólaleiðina, þurfa þeir að byrja á því að stefna Gamla Landsbankanum fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur, því þar er varnarþing hans. Náist enginn árangur út úr því, þurfa þeir næst að stefna Tryggingasjóði innistæðueigenda, sem er sjálfstæð stofnun og ríkissjóði með öllu óviðkomandi.

Nái þeir engum árangri þar, er næsta leið þeirra að stefna löggjafastofnun Evrópusambandsins, því tryggingakerfi innistæðueigenda hjá lánastofnunum er byggt á löggjöf frá þeirri stofnun.

Komi í ljós að lánastofnanir okkar, hafi brotið reglur um uppsöfnun fjár í tryggingasjóði innistæðueigenda, gæti ESB höfðað mál gegn þeim bönkum sem brotið hefðu reglurnar.

Kæmi í ljós að engar reglur hefðu verið brotnar, væru þessi tjón utan bótaskylds ferlis. Sem sagt, að fullu á ábyrgð hvers þess sem tæki þátt í þeim leik sem þarna var boðið upp í.

IceSave var í raun og veru LOTTÓ, þar sem engar reglur voru fyrir hendi um útdrátt vinninga.  Ríkissjóður Íslands hefur aldrei verið lögformlegur aðili að þessu IceSave máli og ráðherrar ríkisstjórnarinnar utan alla lögformlegra heimilda til afskipta af því, frá upphafi.            


mbl.is Undirbúa lögsókn gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svikamyllan afhjúpuð

Það er gott að þessi svikamylla skuli afhjúpast svona. Þegar ég var að benda á útþennslu Kaupþings, var ég bara sagður ruglaður. Því miður upplýsast ekki öll svik á jafn áberandi hátt og þessi, en með því að hafa nauðsynlega aðgát á undirstöðum þjóðfélagsins, koma svikin oftast áberandi í ljós, nokkrum mánuðum eða árum eftir að þau voru gerð.

Ég vil taka fram, að ég tel einstakir starfsmenn Kaupþings, sem skráðir voru fyrir þessum hlutafjárkaupum með lánsfé frá Kaupþingi, hafi ekki verið sér meðvitaðir um hvaða svikamyllu þeir voru að hjálpa til að setja af stað. Þeir heilluðust greinileg af miklum arðgreiðslum, sem þeir fengu af þessum hlutabréfum. Leikmyndin sem sett var upp fyrir þá, var áreiðanlega á þann veg að arðgreislurnar myndu gera meira en borga lánin, þannig að þeir væri bara að græða á þessu.

En hvernig gerast svona hlutir og hvar fékk Kaupþing allt þetta fé sem skráð var sem útlán, en notað til kaupa á hlutafé í bankanum sjálfum? Það er einfallt að segja það. Til svona verka þarf EKKERT FJÁRMAGN.

Aðferðin er sú, að bankinn lánar út af eiginfjárstöðu sinni. Sama dag eru skráð kaup á hlutafé upp á sömu fjárhæð. Sú aukning á hlutafé skráist inn sem nýtt hlutafé, og kemur fram sem hækkun á eiginfjárstöðu bankans; sem aftur gerir hann verðmætari á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar.

Þar sem bankinn þurfti ekki að taka nein utanaðkomandi lán, til að lánveitinga til starfsmanna, til hlutafjárkaupa í bankanum sjálfum, varð talnaleg viðskiptastaða bankans betri. Hún sýndi aukna eiginfjárstöðu, án þess að skuldir eða kostnaður hefðu aukist á móti. Bókfærslulega séð þýddi það hagnaður af rekstri. Stjórn bankans skildi greinilega ekki hvernig þessi svikamylla var búin til. Hún samþykkti hagnaðarniðurstöðuna og ákvað að greiða arð í samræmi við það.

Það er afar ólíklegt að ég hafi verið einn um að sjá þessa svikamyllu, en það eitt er nú orðið víst að ég var einn um að vekja athygli á henni, og talinn vitlaus fyrir bragðið. Ég held að ég þurfi ekkert að skammast mín fyrir mitt vit, en það eru margir í þessu þjóðfélagi sem ættu að biðjast afsökunar, í stað þess að vera með stórar yfirlýsingar um þjóðfélagsmál.                  


mbl.is 22 fengu 23,5 milljarða að láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju skrökvar Jóhanna?

Er það kannski vegna þess að hún sé hrædd við að horfast í augu við raunveruleikann?

Raunveruleikinn er nefnilega sá að það þau vandamál sem Framsóknarflokkurinn skapaði væri þjóðinni afar létt að leysa fram úr, því það voru svo fá hundruð milljarða.

Það var hins vegar fyrst eftir að Samfylkingin kom í stjórn með Sjálfstæðisflokknum sem hinn raunverulegi vandi varð til.

Við upphaf samstjórnar þessara flokka, voru erlendar skuldir þjóðarinnar rúmir 6.000 milljarðar (og þá orðnar allt of miklar). Þessar skuldir hækkuðu hins vegar á 18 mánaða stjórnartíð Samfylkingarinnar upp í rúmar 13.000 milljarða.

Samfylkingin tvöfaldaði því hinar erlendu skuldir þjóðarinnar. Og það var í stjórnartíð Samfylkingarinnar sem öllum aðvörunum, í hvaða formi sem þær voru, var stungið undir stól, og túrað með útrásarvíkingunum til þess að blekkja  fjármálamenn um víða veröld.

Var það ekki líka í stjórnartíð Samfylkingarinnar sem IceSave reikningarnir voru heimilaðir, bæði í Bretlandi og Hollandi?

Mér sýnist því Samfylkingin eiga stærstan þáttinn í óförum okkar og stærsti flórinn sé eftir þann flokk.          


mbl.is „Erum að moka þennan framsóknarflór“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarlega lítið upplýsandi frétt

Engin leið er að lesa, út úr þessari frétt á Mbl.is, heildarmynd hagsmuna þjóðfélags okkar af framleiðslu málma hér á landi. Ekki kemur fram heildarverðmæti útfluttra málma og því síður að fram komi hve mikið af þessu heildarverðmæti skilar sér sem gjaldeyristekjur til þjóðfélagsins.

Fyrir skömmu kom fram í fjölmiðlum, í sambandi við skoðun Seðlabanka á gjaldeyrisskilum útflutningsgreina, að vegna mikils erlends kostnaðar málmframleiðslufyrirtækjanna, væru þau með undanþágu frá fullum skilum gjaldeyris. Í þeirri frétt kom fram að hinn erlendi kostnaður þessara fyrirtækja væri u.þ.b. 80% af sölutekjum þeirra.  Í ljósi þessa eru það einungis 20% sölutekna þeirra sem koma til landsins sem gjaldeyristekjur.

Þegar litið er á hinar tilvitnuðu tölur Hagstofunnar um tekjur af útflutningi, kemur í ljós að flutt voru út 875 þúsund tonn af málmum, að verðmæti 196,547 milljarðar króna. Sé þessu skipt í samræmi við það skilahlutfall gjaldeyris sem fram kom í frétt um skoðun Seðlabankans, eru gjaldeyristekjur til þjóðfélagsins aðeins 20% af þessu söluverðmæti, eða kr. 39,309 milljarðar.

Í fréttinni er sagt að: Heildarverðmæti seldra framleiðsluvara árið 2008 var 545 milljarðar króna. Reyndar er talan hjá Hagstofunni 545,464 milljarðar og inn í heildartölu útflutnings vantar verðmæti vegna sölu á 18,8 milljónum lítra af bjór og öðru öli, og 62,160 milljónum lítra af vatni. Hvaða verðmæti er í þessum útflutningsvörum eru enn ekki ljós, en hækka væntanlega nokkuð tölu útflutningstekna. En á móti kemur að inn í uppgefnum útflutningstekjum er 157,238 milljarðar vegna sölu málma; tekjur sem aldrei koma inn í veltutölur þjóðfélags okkar, þar sem þar er um að ræða erlendan kostnað álfyrirtækjanna. Rétt færðar gjaldeyristekjur þjóðarinnar á árinu 2008 gætu því verið 388,226 milljarðar, plús þau verðmæti sem koma út úr útflutningi á vatni og bjór.

Það er afar mikilvægt að fjölmiðlar fari að átta sig á mikilvægi þess að setja fram sem gleggstar og réttastar fréttir af efnahagsmálum, því við erum illa stödd ef almenningur fær fulla vantrú á upplýsingagildi frétta í fjölmiðlum.                 


mbl.is Mikil aukning í framleiðslu málma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 165603

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband