Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009
31.8.2009 | 17:37
Hvert fara þá hækkanirnar sem verið hafa á lambakjötinu ???
Sé horft til þeirra miklu verðhækkana sem verið hafa á lambakjöti í verðslunum á þessu ári, sætir það nokkurri furðu að sláturleyfishafar skuli ekki geta greitt bændum neinar verðhækkanir, frá síðasta ári. Hvert fara þá allar þessar verðhækkanir sem við neytendur höfum verið að borga, á þessu ári, fyrir blessað lambakjötið ???
Sé það svo að milliliðirnir séu að gleipa sjálfir allar þessar hækkanir, er greinilega komin þörf á að endurskoða söluferli lambakjötsins, með það að markmiði að bændur geti sjálfir selt sem mest af afurðum sínum, beint til neytenda.
Ekki geta söluaðilar afsakað verðhækkanir með auknum kostnaði við markaðssetningu, því engin tilraun er af þeirra hálfu gerð til að gera lambakjötið að freistandi vöru, með framsetningu í verslunum. Má þar t. d. nefna að ævinlega er útilokað að fá smáseik, gúllas eða lambahakk í verðslunum.
Þá er einnig afar sérstakt að horfa á verslanir selja sama kjötbitann úr skrokki lambsins, á tveimur afar mismunandi verðum. Á ég þar við svonefndar "framhryggssneiðar", sem er sá hluti af lambaskrokknum, sem í verðlagsgrunni mun vera verðlagður sem "súpukjöt", sem er á umtalsvert lægra verði en framhryggssneiðarnar eru seldar.
Að lokum vil ég hér einnig leggja fram áskorun til framleiðenda unninnar kjötvöru, að hætta þessum austri eytur- og rotvarnarefna í vörurnar, því flestar unnar kjötvörur eru orðnar ókaupandi, vegna hins mikla magns aukaefna sem framleiðendur hlaða í þessar vörur. Ég hef sniðgengið eytur- og rotvarnarefni í matvörum í áraraðir og að sama skapi hefur meltingarstarfsemi líkama míns farið batnandi, og þar með líkamleg og andleg heilsa.
Er kannski besta leiðin að snúa aftur til einfaldleikans og hreinleikans í efnasamsetningu matvæla?
Lægra verð en bændur óskuðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.8.2009 | 11:36
Væri ekki gott að leiðrétta verðtrygginguna í leiðinni ??
Frá upphafi hafa útreikniforsendur svokallaðrar verðtryggingar (fyrst lánskjaravísitölu) verið vitlausar, með þeim hætti að þær margfalda endurgreiðslu lánsfjár, langt umfram eðlilegar vísitölubreytingar. Á þetta hefur oft verið bent, en þar sem þessi "vitleysa" í útfærslum, skilar lánastofnunum umtalsvert hærri endurgreiðslu en eðlilegur útreikningur mundi gera, hefur verið slegin öflug skjaldfborg um þessar "vitleysur".
Ég á allar þessar vitleysur skýrt útfærðar og bauð t.d. kastljósi þær í lok síðasta árs, en eitthvað stöðvaði þá á síðustu stundu að kynna sér málið.
Í áranna rás hef ég iðulega vakið máls á þessum vitleysum, en aldrei hefur skapast áhugi fjölmiðla eða félagshópa á að kynna sér þessa þætti rækilega. Ég hef þó marglýst því yfir að ég sé tilbúinn að mæta á fundi hjá hópum til að kynna þessar vitlausu forsendur, en til slíks þurfi ég annað hvort skjávarpa eða glæruvarpa.
Ef þjóðin gæti sameinast um að leiðrétta núverandi lög (vitleysan var sett inn í lögin þegar sást hve vel hún gaf af sér fyrir lánastofnanir) og einnig útreikniforsendur skuldabréfakerfis lánastofnana, þannig að útreikningar verðbóta væru í samræmi við hina upphaflegu hugmynd, myndu ALLAR höfuðstólsupphæðir verðtryggða lána lækka verulega og framtíðar-afborganir vera í fullu samræmi við eðlilegar verðbreytingar í landinu.
Hvort ætli sé betra, fyrir farsæla framtíðarþróun lánaviðskpta, að leiðrétta vitleysur í verðbótaútreikningum, eða afskrifa hluta af höfuðstól núverandi skulda?
Ráðherra vill afskrifa skuldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.8.2009 | 13:03
Stórhættulegt að samþykkja Icesave-ábyrgðina
Ég hef áhyggjur af því að mér finnst stjórnmálamenn ekki átta sig á mestu hættunni sem islensku samfélagi stafar af samþykkt ríkisábyrgðar þessa Icesave-samnings. Lítum á meginrökin.
Ríkissjóður er ekki, lögum samkvæmt, ábyrgðaraðili Landsbanka Íslands hf.
Ríkissjóður er ekki með neina beina ábyrgð á Tryggingasjóði innistæðueigenda og Tryggingasjóður kemur ekki til skjalanna fyrr en fyrirtækið (Landsbankinn) er komið í gjaldþrot.
Í stjórnarskrá okkar eru skýr ákvæði um að ALLIR skuli vera jafnir fyrir lögunum.
Fari nú svo að Alþingi samþykki ríkisábyrgð vegna skulda Landsbankans, myndast ófrávíkjanlegur kröfuréttur ALLRA kröfuhafa á íslensk fyrirtæki, vegna krafna sem þau ráða ekki við að greiða. Hvernig gerist það?
Taki ríkissjóður ábyrgð á skuld íslensks fyrirtækis, sem ekki hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta, er forsendan - ALLIR skuli vera jafnir fyrir lögunum - orðin dómtæk forsenda fyrir því að slíkt hið sama VERÐI að vera meginregla gagnvart ÖLLUM ÖÐRUM FYRIRTÆKJUM Í LANDINU.
Ef menn hafa ekki enn áttað sig á því, hvers vegna erlendir kröfuhafar eru svona tregir til að ganga frá samningum um niðurfellingar skulda, þá bendi ég mönnum á að þessi þáttur er einmitt meginástæðan fyrir þessari tregðu. Samþykki Alþingi ábyrgðina vegna Icesave-samningsins, þurfa engir erlendir kröfuhafar að afskrifa neitt af kröfum sínum, því jafnræðisregla stjórnarskrár veitir þeim rétt til að sækja greiðslur sínar til ríkisins, vegna samþykktar ríkisábyrgðar á skuld íslensks fyrirtækis, sem er komið í greiðsluþrot, en hefur ekki enn verið tekið til gjaldþrotaskipta, og skiptin kláruð.
Það þarf ekki fólkna speki til að sjá þetta, því þetta er fyrir framan augun á manni, ef maður einbeitir sér að einföldu beinu brautinni, undir öllu orðagjálfrinu, sem stjórnmaálamenn skilja ekki einum sinni sjálfir.
Frávísun myndi valda stjórnmálaóreiðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.8.2009 | 14:48
Fljótfærni, eða skortur á dómgreind ??
Tilvitnuð ummæli fjármálaráðherra Noregs, "að Íslendingar þyrftu að greiða reikninginn fyrir frjálshyggjutilraun hægrimanna" eru afar athyglisverð. Ber að skilja þessi ummæli þannig að Norska ríkisstjórnin, telji vera Norska ríkisábyrgð á fjárskuldbindingum allra hlutafélaga í Noregi?
Landsbanki Íslands hf. er eigandi Icesave reikninganna. Og ríkissjóður Íslands er ekki hluthafi í því hlutafélagi. Hann er hvorki með ábyrgð á hlutafélaginu né Tryggingasjóði innistæðueigenda. Hvaðan kemur Norska fjármálaráðherranum heimild til að kenna þessa skuldastöðu hlutafélagsins, við ALLA ÍSLENDINGA, eins og hún gerir í nefndu útvarpsviðtali?
Þessi ásökun Norska fjármálaráðherrans, á hendur almenningi á Íslandi er, vægt til orða tekið dónaleg. Þar sem þetta er rakalaus ósannindi í garð almennings á Íslandi, flokkast þetta vart vægar en sem ónauðsynleg, óverðskulduð og órökstudd, niðurlægjandi árás á Íslensku þjóðina.
Við svona framkomu á Norska ríkisstjórnin einungis eina útgönguleið. Þeir verða að láta fjármálaráðherrann biðja íslensku þjóðina opinberlega afsökuna og undanbragðalaust láta hana taka pokan sinn og hverfa úr ríkisstjórn Noregs. Að öðrum kosti er Norska ríkisstjórnin saþykk þessari órökstuddu árás á íslenskan almenning.
Það er sorglegt ef dómgreind stjórnmálamanna er almennt að verða svo lítil, að þeir geri ekki greinarmun á einstöku sjálfstæðum hlutafélögum, frá sameiginlegum sjóðum allra landsmanna. Sé það svo, er víðar en á Íslandi komin tími til að koma skynsömu fólki að við stjórnun þjóðfélaga.
Ég vænti þesss að sjá ÁBERANDI viðbrögð Norsku ríkisstjórnarinnar.
Axli ábyrgð á hægritilraun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.8.2009 | 12:59
Eyðileggingaröflin eins og englisprettufaraldur
Það er sorglegt að fylgjast með þeirri miklu heift sem ríkir í hugum afmarkaðs, en fyrirferðamikils hóps innan Borgarahreyfingarinnar. Það sorglega við þetta allt er, að þessir aðilar eru í hvert sinn að gefa ítarlegar yfirlýsingar um það hve illa þeim sjálfum lýði, innra með sjálfum sér.
Eftir að hafa lesið mikið af því sem þessi hávaðasami hópur hefur látið frá sér fara, er ljóst að þarna virðist á ferðinni hópur sem EKKERT hefur tileinkað sér hópvinnu, eða færar leiðir til farsælla breytinga. Þetta fólk virðist yfirhlaðið spennu; virðist upplifa sig kúgað, og þar sem það virðist hvorki hafa tengsl við reynslu eða jákvæðar tilfinningar, verða öll þeirra viðbrögð að árásum á þá sem þeir upplifa sem andstæðinga sína.
Það besta sem hent getur Borgarahreyfinguna, er að þessi hópur verði gerður áhrifalaus, með því að fólk sem hefur reynslu og þekkingu, þjappi sér saman í forystusveit, svo hægt verði að fara að vinna skipulega að þeim markmiðum sem grunnhugsun hreyfingarinnar er byggð á.
Æsingurinn út af bréfi Margrétar er svolítið dæmigerður fyrir það sem að framan er lýst. Ég get verið sammála því að óheppilegt var að Margrét skildi tjá þessar hugsanir sínar í bréfi (betra hefði verið að hringja) til vinkonu sinnar. Hún hefur gefið afar trúverðugar skýringar á hvers vegna bréfið fór til allrar stjórnarinnar.
Það sem hins vegar vekur mér meiri athygli, er að sumir stjórnarmanna mátu meira möguleikann á að eyðileggja fyrir Borgarahreyfingunni, með því að opinbera þessi mistök, en að eyðileggja bréfið og láta það falla í gleymsku.
Í þessu umrædda bréfi er á engan hátt vegið að mannorði neins, þó Þráinn kjósi að notfæra sér huleiðingar ótilgreinds sálfræðing, um þætti í fari Þráins sem honum sýndist bera einkenni tiltekins sjúkdóms, sem nokkuð hrjárir eldar fólk.
Sá sjúkdómur sem þarna er nefndur, er samnefni yfir mörg afbrigði af skerðingu á heilastarfsemi. Þessi sjúkdómur er að vísu ólæknandi enn, en með því að hann greinist tímanlega, er hægt að halda honum niðri með lyfjum, þannig að hann verði viðkomandi ekki til verulegra vandræða, um eitthvert árabil.
Af bréfi Margrétar mátti lesa umhyggju fyrir heilsu Þráins. Það var hins vegar hópurinn sem sá sér færi á að skapa illindi með því að dreifa bréfinu, sem vegna skorts á jákvæðum viðhorfum, hjartahlýju og mannkærleika, sá sér fært að fróa innri kvötum til að framkalla hjá öðrum sína eigin slæmu innri lýðan, sem í raun ætti að vera umræðuefnið i þessu tilviki.
Margrét er afar góður málsvari mannlegra og heiðarlegra vinnubragða í stjórnkerfi lands okkar. Ég vona því að hún láti ekki þennan hávaðasama og sjálfsóánægða hóp valda sér of miklu angri. Hún hefur ekkert gert af sér sem getur flokkast sem trúnaðarbrestur hennar gagnvat kjósendum sínum, þannig að ég sé enga ástæðu fyrir hana að stíga til hliðar; ekki sýst eftir að hafa lesið innslag varamanns hennar við þá frétt sem hér er til umræðu.
Ég hef trú á að Borgarahreyfingin verði sterk, að aflokinni endurskipulagningu.
Margrét kalli til varamann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.8.2009 | 21:45
Hættulegt þjóðinni að hafa eina megin pökkunarstöð mjólkur
Einræðisstefna MS, eins og hún hefur verið rekin á undanförnum árum, er í raun afar hættuleg þjóðinni, eins og lítið sýnishorn verður af þarna.
Hvar væri mjólkurvinnsla og pökkun á vegi stödd ef t. d. mjólkurvinnslan í Reykjavík eyðilegðist í eldi, eða af öðrum ástæðum?
Það er búið að leggja niður flestar mjólkurstöðvar á landinu. Með skömmum fyrirvara væri líklega hægt að standsetja MBF á Selfossi, en mjólkurstöðin í Borgarnesi verður ekki gangsett á skömmum tíma. Líkega ekki heldur, aðrar mjólkurstöðvar á landsbyggðinni.
Ég held að græðgisherrarnir í MS ættu að hugsa svolítið vitrænt, meðan tími er til slíks, því mjólk er ekki munaðarvara sem fólk getur hæglega verið án.
Mjólk er einn af grunnþáttum nauðsynlegrar daglegrar fæðu, sem nauðsynlega þarf að vera framleidd af fleirum en einum aðila.
Ef við þurfum fleiri en einn banka, einn bensínsala, einn kjötsala, einn fisksala og einn grænmetissala, þá þurfum við líka fleiri en einn heildsöluaðila að mjólk.
Þetta er bara heilbrigð skynsemi, en það er kannski lítið af henni í græðgishópi MS?
Bilun í mjólkurframleiðslu MS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.8.2009 | 18:51
Athyglisverð óvandvirkni dómstóla
Ég hef að vísu ekki kafað djúpt ofan í þetta mál, einungis lesið dóminn eins og hann birtist á vef Hæstaréttar. Af þeim lestri verður samt ekki komist hjá því að sjá að svo virðist sem lögfræðingur Borghildar og dómendur hafi af óafsakanlegu kæruleysi horft fram hjá mörgum mikilvægum atriðum, varðandi úrlausn málsins.
Í fyrsta lagi virðist sem bæði lögmaður Borghildar og dómarar horfi á málið sem forræðisdeilu, en ekki deilu um dvalarstað barnanna. Hér er ekki um forræðisdeilu að ræða, því fram kemur í dómnum að dómari í Kentucky ríki í Bandaríkjunum hafi ekki viljað úrskurða sækjanda málsins tímabundnu forræði yfir drengjunum. Ekkert kemur fram að dómari hafi leitað eftir frekari skýringum á því, hvers vegna dómari í Bandaríkjunum vildi ekki úrskurða Bandarískum föður barnanna, forræði til bráðabirgða, þar sem móðirin var flutt úr landi og hafði hvorki búsetuleyfi né húsnæði í Bandaríkjunum til að uppfylla foreldrishlutverk sitt þar, samkv. 1. mgr. 28. gr. barnalaga.
Í öðru lagi kom fram í málinu að gerðarbeiðandinn væri stöðugt á flakki milli herstöðva, búi þar í einu herbergi og hafi átt við áfalla-streituröskun (PTSD) og athyglisbrest og ofvirkni (ADHD) að stíða. Og að hætt hafi verið við að senda hann til Afganistan vegna þess að auka hafi Þurft hjá honum lyfjagjöfina.
Ekki er orð um það í dóminum að hvorki lögmaður Borghildar, né dómarinn sjálfur, geri kröfur til að nánari upplýsingar komi fram um þessa þætti, áður en úrskurður er upp kveðinn. Hér hafa börnin heimili og móður til að sinna sér, en í Bandaríkjunum virðist faðirinn ekkert fast heimili hafa, annað en herbergið í þeirri herstöð sem hann dvelur hverju sinni. Aðstæður hans til að taka við börnunum eru því langt frá því sem barnalög gera kröfu til, þó spurningamerki um andlegt jafnvægi til barnauppeldis sé líka MJÖG alvarlegt að horft skuli vera framhjá.
Í því úrlausnarefni sem þetta mál fjallar um, bar dómaranum að hafa fulla gát á ákvæðum barnalaga, en svo virðist ekki hafa verið gert. Í dómnum kemur fram að dómari hafi falið sálfræðingi að ræða við börnin. Í greiningu dómarans segir svo um þetta:
"Af þeim viðræðum verður ekki ráðið að eldri drengurinn sé andvígur afhendingu þótt hann segist vilja búa hjá móður hér á landi og ekki vilja fara til Bandaríkjanna nema með henni. Yngri drengurinn var of ungur til að tjá sig."
Glöggt má þarna greina að eldri drengurinn hefur engar væntingar eða langanir til að búa hjá föður sínum. Af lýsingum á lífi föðurins, sem fram koma í dómnum, hefði verið eðlilegt að dómari kannaði betur hver tengsl barnanna hefðu verið við föður sinn, áður en til sambúðarslita kom. Af því hefði mátt ráða hver hin raunverulegu tilfinningategsl væru, milli föðurs og barna.
Vafi leikur á hvort Borghildur hefur með ólögmætum hætti farið með börnin til Íslands, á þeim tíma sem það gerðist. Hún hafði slitið samvistum við gerðarbeiðanda og vegna skorts á búseturétti var hún í vonlausri stöðu í langvarandi skilnaðar-, skipta- og forræðisdeilum, svo eðlilegt var að hún kæmi sér til síns föðurlands, með börnin, þar sem faðirinn hafði enga aðstöðu (ekkert heimili) til að taka við foreldrishlutverkinu; enda upptekinn í starfi sínu í herstöðinni sem hann var í það sinnið.
Í 7. málsgr. 28. gr. barnalaga segir svo:
"Ef annað forsjárforeldra barns er hindrað í að sinna forsjárskyldum sínum eru nauðsynlegar ákvarðanir hins um persónulega hagi barns gildar."
Greinileg hindrun var á því að gerðarbeiðandi gæti tekið við forsjá barnanna á þeim tíma sem Borghildur fluttist til Ísalnds, þar sem hún hafði engan samastað lengur í Bandaríkjunum. Foreldrisskylduna gat hún ekki skilið við sig og var því nauðugur sá einn kostur að koma börnunum með sér til Íslands.
Af dómnum má ráða að hún hafi enga tilraun gert til að aftra föðurnum frá samskiptum við börnin; meira að segja boðið fram íbúð sína, þeim til handa.
Það er sorglegt að sjá að dómstólar hér skuli meðhöndla þetta mál eins og um barnarán sé að ræða. Er slík ENN EITT tilfellið þar sem dómstólum okkar verður það á að líta framhjá mkilvægustu atriðum máls, þegar kemur að því að fella úrskurð eða dóm. Lítum nánar á.
Dómstóll í Bandaríkjunum er búinn að hafna gerðarbeiðanda um að úrskurða honum tímabundnu fullu forræði yfir börnunum. Það þýðir í raun að hann getur ekki krafist þeirra einhliða, einungis krafist samskipta við þau, í viðurvist móður þeirra eða samráði við hana.
Við þessar aðstæður er afar sérstakt að Íslenskur dómstóll, skuli dæma Íslenskan ríkisborgara, til að fara til annars ríkis með börn sín, sem einnig eru Íslensir ríkisborgarar, einungis til að faðir þeirra geti haft samskipti við þau, sem hann vill ekki hafa við þau hér á landi, þó fullkomin aðstað til slíks sé í boði.
Eina færa leiðin sem dómari átti í þessu máli, miðað við þau gögn sem dómari mun hafa haft, var sú að úrskurða á þann veg að börnin yrðu hér áfam, á heimili sínu, meðan leyst væri úr forræðisdeilu forelda þeirra fyrir rétti í Bandaríkjunum. Félli sá dómur svo, að föðurnum yrði dæmt fullt forræði barnanna, hefði hann fullt leyfi til að flytja þau með sér til Bandaríkjanna, svo fremi að hann gæti sýnt fram á að hann byggi þar á heimili sem uppfylltu kröfur barnalaga um aðbúnað barna.
Með slíkri úrlausn hefði velferð barnanna verið tryggð, meðan dómstólar fjölluðu um skilnaðarmálin, en þar sem bandarískur dómstóll hafði HAFNAÐ kröfu gerðarbeiðanda um tímabundið fullt forræði, virðist augljóst að ÞAR hafi fyrst og fremst verið hugsað um velferð barnana, sé litið til atvinnu og heimilishaga föðursins.
Þessi dómur er því enn ein smánin fyrir Íslenskt réttarfar.
Fékk sms: Hæstiréttur staðfesti dóminn, sorry | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.8.2009 | 16:17
Getur verið skylda að leyna afbrotum ????
Það getur verið álitamál með opinberun allra lána í lánabók. Hins vegar er einnig hægt að spyrja, varðandi útlán hárra fjárhæða, til eigenda eða tengdra aðila, án fullnægjandi trygging, hvort þar sé um lánastarfsemi að ræða.
Á sérhverjum manni hvílir sú skylda að upplýsa um glæpi eða lögbrot, verði hann vitni að slíku, eða hafi rökstuddan grun um að afbrot hafi verið framið. Deila má um með hvaða hætti eigi að upplýsa um slíkt, en ef aðstæður hér eru skoðaðar í ljósi tregðu yfirvalda við að opinbera ótvíræða brotastarfsemi í lánastofnunum á undanförnum árum, er vel skiljanlegt að þeir sem vilja koma á framfæri upplýsingum um brotastarfsemi, noti netið til slíkra uppljóstrana.
Slíkir möguleikar til uppljóstrana eiga ekki að vera hamlandi fyrir þá sem frétta af brotastarfsemi sem hljótt átti að fara. Slíkir möguleikar eiga að virka sem hindrun á þá sem vilja stunda brotastarfsemi, og þar af leiðandi leiða þjóðfélagið í átt til heilbrigðra viðskiptahátta.
Tvímælalaust heimilt að birta upplýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.8.2009 | 11:47
Færðist barna- og óvitaskapurinn frá bönkunum inn í ráðuneytin ??
Athygisvert að forsætisráðherra skuli velja sér aðstoðarmann sem AUGLJÓSLEGA hefur EKKERT vit á efnahagsmálum, heldur hlýðir í blindni að gelta, þegar honum er sigað.
Ef forysta Samfylkingarinnar leggur blessun sína, afskiptaleysi eða þögn, yfir það óráðshjal sem aðstoðarmaður forsætisráðherra fjallar um á einkasíðu sinni, virðist augljóst að mat Evu Joly á þeim vanda sem þjóðin er stödd í, sé síst of svartsýnt.
Við skulum minnast þess að á þeim fáu mánuðum sem Samfylkingin var í ríkissjórn með Sjálfstæðisflokknum, u. þ. b. TVÖFÖLDUÐUST erlendar skuldir þjóðarinnar, úr 6.500, í 13.000 milljarða króna. Þegar Samfylkingin tók við stjórnarsetunni af Framsóknarflokknum, voru erlendar skuldir þjóðarinnar ÞEGAR orðnar all nokkuð hærri en þjóðin gæti ráðið við, án skerðingar á lífsgæðum.
Vit Samfylkingarfólks á þjóðfélagslegum efnahag, var því miður ekki meiri en svo, að ENGRAR varúðar var gætt. Meira að segja var óvitaskapur í þjóðfélagslegum efnahagsmálum svo mikill að forysta Samfylkingarinnar, gerðist leiguþí banka og útrásarvíkinganna, og ferðaðist til annarra landa til að reyna að draga meiri fjármuni út úr erlendum þjóðum.
Á þeim tíma vissu flestir, sem hafa einhvern snefil af þekkingu á efnahagsmálum, að ALLIR stóru bankarnir voru búnir að fjötra sig svo illilega í erlendum skammtímalánum, sem lánuð höfðu verið út til fjármálabrasks, að þeir ættu ekki nokkurn möguleika á að endurgreiða þegar fengið lánsfé.
Í þessari stöðu fór forysta Samfylkingarinnar, um lönd og álfur, til að dásama styrkleika þessara sömu banka.
Ef þetta er það efnahagsvit sem Hrannar telur þjóðinni til framdráttar, tel ég hann eiga sér fáa fylgendur. Maður var svo sem orðinn vanur barnaskap og hreinum óvitaskap starfsmanna fjármálastofnana. Einhvern veginn finnst manni skjóta skökku við nú, tæpu ári eftir bankahrun, að sami óvitaskapurinn hafi verið færður frá fjármálageiranum inn í stjórnarráðið.
Var ekki markmiðið að endurreisa gömlu góðu lífsgildin, endurvekja heiðarleika, opna umræðu og efla lýðræðisvitund?
Varla flokkast skrif Hrannars í þann flokk, því þau er beinlínis sniðin eftir handriti frjálshyggjunnar að þeir sem ekki hafa FENGIÐ LEYFI til að tjá sig um málefni. Þeir eigi bara að þegja og sinna sínu.
Hrannar sendir Joly tóninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 165580
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur