Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Er það gjaldeyisskapandi ???

Ég hélt að Framtakssjóður  hefði verið stofnaður, af lífeyrissjóðunum, til þess að efla fjárfestingu til gjaldeyrisöflunar, en ekki til að fjárfesta í þjónustustarfsemi.  Ég hélt að lífeyrissjóðirnir væru búnir að tapa nægu fé á slíkum fjárfestingum, í það minnsta til næstu 20 eða 30 ára.  Eru eigendur þessa fjármagns (greiðendur í viðkomandi lífeyrissjóði) sáttir við þessa heimsku stjórnenda lífeyrissjóðanna ??????????????????           
mbl.is Framtakssjóður bauð í Sjóvá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskt eða erlent lán, auðveld skilgreining

Vegna fyrri starfa minna í hagdeild banka, get ég sagt að afar auðvelt er að ákvarða hvort lánasamningur er í íslenskri- eða erlendri mynt.  Líta ber einungis á hið þinglýsta skjal, lánasamning eða skuldabréf, og sjá í hvaða mynt lánsfjárupphæðin er tilgreind.

Ef upphæð lánasamnings eða skuldabréfs er tilgreind í íslenskri mynt, er verið að lána íslenskar krónur.

Eins og vikið er að í dómnum sem hér er fjallað um, eru allar "myntkörfur" ólögmætar, sem ekki eru tilgreindar og útreiknaðar af Seðlabankanum og birtar mánaðarlega og vægigildi þeirra gagnvart ísl. krónu þar tilgreindar. 

Ef lán á að teljast vera í erlendri mynt, verður höfuðstóll skuldabréfs eða lánasamnings að vera tilgreint í þeirri mynt sem um er að ræða. 

Þannig að ef við tökum þetta umrædda dómsmál til viðmiðunar, hefði lánasamningurinn geta hljóðað upp á samtals 605.550 ísl.krónur, miðað við gengi samningsmynta á útgáfudegi. Að baki samningnum hefðu hins vegar þurft að vera 4 skuldabréf. Það fyrsta 50% samningsupphæðar í íslenskum krónum að fjárhæð kr: 302.775.  Annað að jafnvirði 15% samningsupphæðar í JPY, miðað við  gengi útgáfudags samnings.  Þriðja skuldabréfið að jafnvirði 20% samningsupphæðar í EUR, miðað við gengi útgáfudags samnings. fjórða skuldabréfið að jafnvirði 5% samningsupphæðar í CHF, miðað við gengi útgáfudags samnings.

Hefði verið gegnið frá fjármunahlið lánasamningsins með þessum hætti, hefði hann staðist skoðun sem margmynta lánasamningur.  Þar sem þetta var ekki gert, og skuldabréfið að baki lánasamningnum einungis eitt, með heildaupphæð lánasamnigsins sem höfuðstól í íslenskum krónum, er lánið ótvírætt veitt í íslenskum krónum.          


mbl.is Hæstiréttur þarf að skera úr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 165580

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband