Bloggfærslur mánaðarins, september 2010
30.9.2010 | 16:46
Eru lög um ráðherraábyrgð misskilin??
Af því sem ég get lesið út úr lögum um ráðherraábyrgð, fjalla þau eingöngu um ábyrgð starfandi ráðherra. Hvergi í lögum þessum er minnst á ábyrgð fyrrverandi ráðherra, enda heyra þeir, líkt og aðrir landsmenn, undir hið almenna dómskerfi.
En, hvenær eru menn þá orðnir "fyrrverandi" ráðherrar? Af 14. gr. laga um ráðherraábyrgð, má ráða að ráðherra sé friðhelgur vegna málshöfðunaar fyrir almennum dómstól í 6 mánuði eftir reglulegar alþingiskosningar. Það er, að í 6 mánuði eftir að látið er af ráðherraembætti.
Allt bendir því til þess að eftir að 6 mánuðir eru liðnir, frá því ráðherra lét af embætti, falli niður friðhelgi ráðherrans og eftir það sé hægt að sækja hann til ábyrgðar, fyrir almennum dómstól, gagnvart broti í opinberu starfi, sem ráðherra. Enda segir svo í 2. málsgrein 1. greinar laga um ráðherraábyrgð. - "Ákvæði almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi taka einnig til ráðherra eftir því, sem við getur átt."
Málshöfðun sú sem til umfjöllunar var á Alþingi að undanförnu, var tillaga rannsóknarnefndar sem Alþingi kaus, samkvæmt ákvæðum 39. greinar stjórnarskrár. Ákvæði 2. málsgreinar 14. greinar laga um ráðherraábyrgð hljóðar svo: (áhersluletur er mitt)
"Nú samþykkir Alþingi, áður en málshöfðunarfrestur er liðinn, að kjósa rannsóknarnefnd samkvæmt 39. gr. stjórnarskrárinnar til athugunar á störfum ráðherra, og getur Alþingi þá jafnan samþykkt málshöfðun innan árs frá kosningu rannsóknarnefndar."
Sé það svo, líkt og lagatextinn virðist segja, að friðhelgi ráðherra gegn málssókn fyrir almennum dómstól, nái 6 mánuði aftur fyrir almennar þingkosningar, þar sem kjörtímabili ráðherra lauk, líkur á sama tímapunkti lögsaga Landsdóms yfir hinum meintu brotum. Landsdómur er eingöngu til þess ætlaður, að hægt sé að sækja starfandi ráðherra til saka, þó hann sé friðhelgur gagnvart málssókn fyrir almennum dómstól.
Alþingiskosningar voru haldnar þann 25. apríl 2009. Sex mánaða friðhelgi þeirra ráðherra sem störfuðu á því kjörtímabili sem þar lauk, rann út þann 25. október 2009. Á þeim tíma var Alþingi ekki búið að kjósa viðkomandi rannsóknbarnefnd. Hún var ekki kosin fyrr en 30. desember 2009. Það er 66 dögum eftir að friðhelgi ráðherra rann út og hægt var að lögsækja þá fyrir almennum dómstól.
Ég sé ekki betur en allt tal um málshöfðun fyrir Landsdómi sé reist á misskilningi, óðagoti, eða pólitík. Síðan má víkja huganum að því að lög um ráðherraábyrgð eru fyrst og fremst hugsuð sem tæki í höndum stjórnarandstöðunnar, til öflugrar vaktgæslu gegn misnotkun ráðherra á embættisstöðu sinni. Því má spyrja hvar stjórnarandstaðan hafi verið, öll þau ár sem vitleysan á verðbréfa- og fjármagnsmarkaði var að hlaðast upp? Ég benti fyrst á þessa hættu árið 1997, og endirinn varð nákvæmlega eins og ég benti á þá.
Er alltaf jafn vitlaust að hugleiða það sem ég segi, þó þær hugleiðingar hafi iðulega orðið að raunveruleika nokkrum árum síðar?
Gátum ekki setið undir þessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.9.2010 | 15:08
Til hamingju með göngin
Ég óska Bolvíkingum sérstaklega til hamingju með nýju göngin. Vonandi verður þetta mikil lyftistöng fyrir samfélag þeirra, bæði sjónarhóli atvinnu- samgangna- og öryggismála.
Það var eftirtektarvert framtakið hjá Ögmundi, að vilja hafa Kristján Möller með við opnunina. Það mættu fleiri taka þetta til fyrirmyndar.
Bolungarvíkurgöngin opnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.9.2010 | 15:46
Kannski ekki sérhæfð, EN mikilvæg
Ég er kannski ekki endilega sammála því að starfið hennar Jussnam sé sérhæft, í skilningi laganna. En ég er ekki heldur á því að þarna sé nýr aðili að sækja um nýtt atvinnuleyfi hér á landi.
Atvinnuveitandinn er sá sami og verið hefur; virðist vilja hafa hana áfram í starfi og börnum á frístundaheimilinu virðist þykja vænt um hnana. Einu forsendubreytingarnar varðandi starfsleyfi hennar virðast vera þær, að Jussnam er að slíta hjónabandi við Íslending sem hún var gift.
Spurningin er því sú. Var atvinnuleyfið veitt manninum sem hún var gift, fyrir eiginkonu sína?? Einhvern veginn virðist eins og Jusnam sé ekki sjálfstæð og ábyrg persóna í því atvinnuleyfi sem hún hafði. Er þá kannski hægt að líta svo á, að með giftingunni hafi hún verið svipt sjálfstæði og sjálfsforræði og verið seld undir þrælkunarvald eignmannsins? Er hugsanlegt að svona mannréttindabrot séu framin á grundvelli íslenskra laga? Sem beinínis kveði á um svona vinnubrögð?
Kveði Íslensk lög á um þrælkunarvald eiginmanna á eiginkonum sínum af erlendum uppruna, eins og hér virðist vera, ætti það beinlínis að vera skylda þingmanna að bregðast hratt við og afnema svona vanvirðu úr lagasafni okkar.
Starf Jussanam er sérhæft | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.9.2010 | 16:09
Hefur Landsdómur lögsögu gegn almennum borgurum ???
Í 1. gr. laga um Landsdóm segir svo: "Landsdómur fer með og dæmir mál þau, er Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum út af embættisrekstri þeirra."
Í því tilfelli sem hér er um rætt, fyrirhugar Alþingi að höfða má gegn fyrrverandi ráðherrum, sem nú eru almennir borgarar utan þings. Eins og 1. gr. laga um Landsdóm hljóðar, er augljóst að lögsaga hans nær einungis til að dæma í málshöfðun Alþingis gegn starfandi ráðherrum. Ef ætlað hefði verið að lögin næðu einnig til fyrrverandi ráðherra, hefði það áreiðanlega verið tekið fram í 1. gr. laganna.
Ljóst er að Ríkissaksóknari getur ekki höfðað mál gegn starfandi ráherrum, vegna friðhelgi þeirra. Einungis Alþingi getur höfðað slíkt mál, sem þá verði dæmt fyrir Landsdómi.
Allir þeir einstaklingar sem talað er um að Alþingi ákæri, eru nú almennir borgarar og hafa því nú réttindi sem slíkir. Meðal þeirra réttinda er að mál gegn þeim verði höfðað fyrir almennum dómstól (héraðsdómi). Þar njóta þeir þeirra réttinda að geta áfrýjað niðurstöðu héraðsdóms til Hæstaréttar og jafnvel áfrýja þeim dómi til Mannréttindadómstóls Evrópu.
Öll þessi réttindi væru tekin af þessum núverandi almennu borgurum, þó þeir hafi áður gengt tímabundnu starfi ráðherra og lokið því starfi án ákæru Alþingis.
Eftir að hafa lesið lögin um Landsdóm, get ég ekki séð að Alþingi sé fært að höfða mál gegn þessum almennu borgurum, fyrir þeim Landsdómi. Í 13. gr. laga um Landsdóm segir að:
"Ákvörðun Alþingis um málshöfðun gegn ráðherra skal gerð með þingsályktun í sameinuðu þingi, og skulu kæruatriðin nákvæmlega tiltekin í þingsályktuninni, enda sé sókn málsins bundin við þau."
Þarna er hvergi minnst á heimild Alþingis til málshöfðunar gegn "fyrrverandi ráðherrum". Ég get því ekki betur séð en Alþingi sé á hreinum villigötum með allt þetta upphlaup, sem virðist byggt á takmarkaðri dómgreind.
Þegar litið er til 14. gr. laga um ráðherraábyrgð kemur glögglega í ljós að Landsdómi er einungis ætlað að fjalla um ákærur gegn starfandi ráðherrum. Í 14. greininni segir svo:
Málshöfðun eftir lögum þessum getur eigi átt sér stað, ef 3 ár líða frá því, er brot var framið, án þess að Alþingi hafi samþykkt ályktun um málshöfðunina. Sök fyrnist þó aldrei fyrr en 6 mánuðir eru liðnir frá því, að næstu reglulegu alþingiskosningar, eftir að brot var framið, fóru fram.
Þarna stendur það svart á hvítu. Alþingi hefði orðið að birta ákæru gegn þessum fyrrverandi ráðherrum áður en 6 mánuðir voru liðnir frá næstu kosningum eftir að afbrotið var framið.
Segja má að fráfarandi ráðherra beri, í 6 mánuði eftir lok embættistíma, refsiábyrgð á gjörðum sínum gagnvart Alþingi, en eftir það taki hið almenna dómskerfi við, líkt og segir í 2. málsgrein 1. greinar laganna um Ráðherraábyrgð, en þar segir svo:
Ákvæði almennra hegningarlaga um brot í opinberu starfi taka einnig til ráðherra eftir því, sem við getur átt.
Er virkilega svona mikill skortur á lagaþekkingu meðal allra lögfræðinganna á Alþingi ??????????
Pólitískt ákæruvald mjög varhugavert" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.9.2010 | 13:50
Voru gerð mistök við frágang niðurfellingar ????
Álíka tilfelli og þarna er fjallað um, komu upp í upphafi greiðsluaðlögunar og óformlegra nauðasamninga, þegar ég byrjaði þetta ferli fyrir um 20 árum síðan. Mér sýnist að sá sem stýrði greiðsluaðlögum skuuldara, í þessu dæmi, hafi ekki gengið eftir því hjá SPRON að fá staðfestingu þeirra á að skuldabréfið væri að fullu uppgreitt.
Slík staðfesting gerist ekki að sjálfu sér. Það þarf að ganga eftir að kröfueigandi gefi svona yfirlýsingu út. Fyrr hefur hann ekki viðurkennt lögformlega að krafan sé að fullu greidd. Og, einungis með því að geta framvísað slíkum pappír hjá sýslumani, er embættinu heimilt að fella niður veðbandaskráningu.
Ég hef óljósan grun um að þó nokkuð sé af ófrágengnum niðurfellingum; hvað varðar að kröfueigandi gefi út pappír um fullnaðaruppgjör kröfunnar. Hafi slíkur pappír ekki verið gefinn út, er engin trygging fyrir því að krafan verði ekki endurvakin, sjái kröfueigandi sér möguleika á að rukka hana inn.
Vönduð vinnubrögð í skuldauppgjörsmálum eru afar mikilvæg ef málin eiga til frambúðar að vera út úr heiminum.
Ekki í anda laganna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.9.2010 | 17:35
Virðing og traust á Alþingi vex ekki af peningum
Það er drenglindi og heiðarleiki í garð þjóðfélagsins sem eitt getur aukið sjálfstæði og áreiðanleika Alþingis. Augljósasta vísbendingin um að Alþingi ætli að halda áfram á spillingarbrautinni, er að auka fjárveitingar til þess, á sama tíma og fjárveitingar eru skornar niður í elli- og örorkulífeyri, sem og örðum velferðar og heilbrigðismálum.
Mér finnst þessi framsetning þingforseta bera með sér fátækt í félagslegum hugsunarhætti og áberandi sjálfhverfu. Gamla 2007 græðgishugsunin virðist lifa góðu lífi.
Tryggja þarf fjárhagslegt sjálfstæði þingsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er ekki erfitt að vorkenna Geir H. Haarde, að vera í þeirri stöðu sem hann er nú. Það er erfitt að standa frammi fyrir því að átrúnaðargoðið var ekki sá snjalli þjóðarleiðtogi sem haldið var, og að hans kröftugasta "jáhirð" virðist ekkert vit hafa haft á rekstrar- eða afkomumálum þjóðfélagsins; í það minnsta virðast þeir hafa þagað vandlega yfir slíkri vitneskju, og þegja enn.
Það er fjarri því að ég telji Geir vondan eða óheiðarlegan mann. Hann situr hins vegar í þeirri ömurlegu súpu að hafa látið ota sér í stöðu þar sem hann bar ábyrgð á gjörðum mikils fjölda fólks, víða í fjármála- stjórnsýslugeiranum. Með bankahruninnu varð ljóst að þetta fólk hafði, í blindu græðgisfíknar, láðst að gæta þess að áhættusækni þeirra og græðgi var á kostnað mannorðs hógværs, hægláts og vandaðs heiðursmanns, sem trúði í einlægni á að allir væru að vinna þjóðarheiildinni til hagsbóta.
Ef þessi staða sem nú er uppi vekur ekki sterk viðbrögð í stjórnsýslunni og fjármálageiranum, um afleiðingar gjörða þeirra á þjóðarheildina, er siðferði þjóðarinnar komið á verulega hættulegt stig.
Mér finnst að Geir eigi það inni hjá arkitektum og framkvæmdaaðilum hrunsins, að þeir stigi fram og biðji hann og þjóðina afsökunar, og standi ábyrgir gjörða sinna, en láti ekki sök sína lenda á herðum þeirra sem treystu þeim til vandaðra vinnubragða.
Röng niðurstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.9.2010 | 13:27
Ótrúlega kjánaleg ummæli æðstu manna
Það er alveg ótrúlegt að ráðherrar í ríkisstjórn landsins skuli ekki hafa meira skilning á samningatækni en fram kemur bæði hjá Árna Páli og Steingrími, varðandi Icesave málefnin.
Það, að láta frá sér slík ummæli, að okkur sé mikil nauðsyn að ljúka samningum um Icesave, ber þau skilaboð til gagnaðila okkar að gefa ekkert eftir í viðræðunum, því íslensk stjórnvöld séu að springa af tímaskorti og samþykki fljótlega það sem gagnaðilinn vill fá.
Þessi viðhorf eru löngu þekkt í samningatækni og stöðug tjáning ráðamanna í fjölmiðlum um nauðsyn okkar að ljúka samningum, er líklega helsta ástæða þess að Bretar og Hollendingar hafa ekki séð neina ástæðu til að gefa neitt af ráði eftir. Á venjulegu götumáli kallast svona framkoma ráðamanna, heimska og fullkominn skortur á samningatækni. Að láta gagnaðilann stöðugt vita að óþol sé vaxandi hjá stjórnvöldum okkar, eyðileggur algjörlega samningsstöðu okkar.
Hefur þetta fólk okkar enga ráðgjafa sem hafa vit á samningatækni?
Eða... eru aðrar ástæður fyrir því að þau keppast við að eyðileggja samningsstöðu þjóðarinnar í Icesave málinu?
Nauðsynlegt að ljúka Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.9.2010 | 15:13
Vísindamenn geta líka verið kjánalegir
Hugarflug þessa "vísindamanns" virðist ekki hafa mikla sjáfsprottna orku. Það er líklega ástæðan fyrir eftirfarandi orðum hans:
"Vegna þess að þyngdarlögmálið er til staðar þá gat og mun heimurinn skapa sjálfan sig úr engu." Afar athygivert. Flestir vita að þyngdarlögmálið byggist á rúmmáli þyngdar og þrýstingi þess lofts sem ferðast þarf um að uppsprettu þeirrar orku sem togar þyngdina til sín. En hvaðan koma þau öfl? Þau voru til á undan þyngdarlögmálinu, annars hefði það ekki geta orðið til. Og, hver skapaði þessi öfl og hver stýrði þeim?
Ef heimurinn hefði geta skapað sjálfan sig úr engu, þyrfti í raun engin tímgun að fara fram. Grundvallarlögmál lífssköpunar er tímgun, þannig að í raunveruleikanum verður ekkert til úr engu.
Líkja má hugsun þessa manns við að hann dvelji í jafnvægispunkti milli raunsæisveruleika og draumsýnar. Hann virðist skynja hrafl úr báðum áttum, en hefur ekki orku til að krygja hugmyndir sýnar til enda.
Ljóst að Guð skapaði ekki heiminn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur