Bloggfærslur mánaðarins, júní 2015
13.6.2015 | 01:05
Framkvæmdastjóri ABC á Íslandi í árásarham
Ég hafði ekki ætlað mér að láta þessar upplýsingar koma fram opinberlega, því sem fyrrverandi sjálfboðaliði hjá ABC hefur mér verið einkar hlýtt til starfseminnar, enda VAR hugsjónin fögur meðan hún snerist fyrst og fremst um að hlúa að börnum sem ættu bágt. En stöðugur ósannindaflaumur framkvæmdastjóra ABC um Þórunni Helgadóttur gerir það að verkum að héðan af er best að allur sannleikurinn komi fram á sjónarsviðið.
Áður en ég vissi nokkuð um að ósamkomulag væri milli ABC hér á landi og ABC Children's Aid í Kenya, var ég langt kominn með skoðun á starfsháttum ABC frá síðustu aldamótum til síðasta árs. Á árinu 2006 og 2007 fór ákveðið ferli í gang hjá ABC, sem var í raun að hætti útrásarvíkinga, enda var ætlunin um tíma að þeir tækju þátt en af því varð ekki.
Starf ABC hefur í meginatriðum gengið út á að hafa milligöngu um að fólk á Íslandi tæki að sér fjármögnun á framfærslu tilgreinds barns í tilteknu landi og greiddu mánaðarlega gjald til barnsins, þar sem ABC á Íslandi væri milliliður. Ég tók snemma eftir því í ársreikningum ABC, að öll þessi fjárframlög fólksins til barnanna úti í heimi, voru færð í bókhald ABC sem gjafir fólksins til ABC og fjármagn fólksins til barnanna var því bókfært sem TEKJUR ABC og þar með sem eign ABC, en ekki sem vörslufé til áframsendingar til rétts eiganda.
Á árinu 2006 urðu afgerandi breytingar á starfsemi ABC. Það var stofnað sem almennt FÉLAG á árinu 1988, af GEORG ÓLAFI TRYGGVASYNI og hét þá ABC HJÁLPARSTARF. Það virðist hafa verið rekið sem félag til ársins 2006 en þá er því breytt í Sjálfseignarstofnun í einkaeigu Guðrúnar Margrétar Pásdóttur og eiginmanns hennar, Hannesar Lentz. Hjá Sýslumanninum á Sauðarkróki er stofnunin skráð sem stóreignastofnun sem deili árlega út styrkjum á grundvelli ávöxtunar eigin sjóða. Í ársreikningum stofnunarinnar koma hins vegar ekki fram neinar eignir eða fastafjármunir aðrir en að stofnunin eigi kr. 230.000 sem stofnframlag í ABC barnahjálp International, sem einnig er eignalaus Sjálfseingastofnun, en eins og ABC, skráð sem stóreignastofnun sem árlega deili út styrkjum af ávöxtun eigin sjóða.
Ég hef reynt á hljóðlegan hátt að fá þessum vanköntum á eðlilegri skráningu breytt og var með væntingar um að svo gæti orðið. Þegar maður hins vegar sér, heyrir og les hinar ósvífnu árásir framkvæmdastjóra ABC á hendur Þórunni Helgadóttur, er öll framganga stjórnenda ABC eingöngu ANDKRISTIN viðhorf, sem einungis vinna að niðurrifi og að valda sem mestum skemmdum á því starfi sem Þórunn hefur verið að byyggja upp, með samstarfi við fleiri lönd en Ísland. Auk þess sem starf hennar í Kenya fékk frá einstakling gefna lóðina undir starfsaðstöðuna sem nú er verið að byggja.
Þórunn hefur af djúpum kærleiksanda tekið sér búsetu við eitt stærsta fátækrakverfi Nairobi í Kenya, lifað þar við lítil efni en mikið vinnuálag, þar sem hún hlúir af mikilli umhyggju og kærleika um stóran hóp barna og hugsar einungis um það eitt að láta þeim líða sem best og mennta þau til sjálfbærs lífs í framtíðinni
Vegna hinnar grófu ósvífni framkvæmdastjóra ABC, tók ég þá ákvörðun að birta þær greinargerðir sem ég sendi Sýslumanninum á Sauðárkróki og aðra er ég sendi Ríkisendurskoðanda, ásamt þeim fjárhagsúttektum sem ég gerði á starfsemi ABC barnahjálpar á Íslandi. Ég hef vakið athygli þessara aðila á augljósri svikastarfsemi í sambandi við ABC barnahjálp International, þar sem árlega eru taldar upp hundruðir milljóna í tekjur og útgjöld, þó í raun hafi aldrei nein slík starfsemi farið fram í þeirri stofnun.
Lítum aðeins á fáein dæmi varðandi söfnun fjár, aðallega frá stuðningsforeldrum barnanna og rekstur ABC barnahjálpar á Íslandi.
Frá árinu 2001 til og með árslokum 2013 er samtals safnað hjá ABC að stórum hluta frá stuðningsfjölskylædum til barnmastarfs í öðrum löndum en Íslandi kr. 2.662.992.090. Af þessu söfnunarfé er samkvæmt ársreikningum ABC skilað til starfslandanna, samtals kr. 2.572.022.962. Óútskýrður mismunum á söfnunarfé og því fé sem sent var til starfslandanna er kr. 90.969.128. Þegar rekstur ABC starfsins er skoðaður, samkvæmt ársreikningum, kemur fram að framlög til reksturs starfsins á þessum 13 árum, hafði einungis verið kr.42.351.028, eða að meðaltali kr. 3.257.771 á ári. Rekstrargjöld voru hins vegar samtals kr. 152.219.048. Útgjöld umfram rekstrartekur voru því samtals kr. 109.868.020.
Þó þær kr. 90.969.128 sem eftir voru af söfnunarfénu hefðu verið notaðar til að greiða hallarekstur upp á tæpar 110 milljónir og fjármagnstekjur tímabilsins einnig verið notaðar í slíkt, verður samt eftir óútskýrður hallarekstur upp á kr. 13.840.831, eða sem nemur rúmri einni milljón á hvert þessara 13 ára.
Hér hefur einungis verið drepið á fáeina þætti úr miklu fleiri atriðum sem dregin voru fram í greinargerðunum til Sýslumanns og Ríkisendurskoðanda. Þeir sem vilja kynna sér þetta nánar verða að hafa fyrir því að lesa greinargerðirnar og skoða gögnin. Þá sér fólk af hve einlægum Guðs kærleika starfsemi ABC hefur verið rekin undanfarin átta ár.
Sagt er að ABC hafi hugleitt að kæra Þórunni til efnahagsbrotadeildar, þó framkvæmdastjórinn hafi sagt beint við mig og í áhreyrn Guðrúmar Margrétar, að ekkert væri út á rekstur Þórunnar að setja.
Það sama var einnig sagt í utanríkisráðuneytinu varðandi skýrslu hennar um notkun þess opinbera styrks sem veittur var til skólabyggingar á lóð ABC Children's Aid í Kenya. Þar var mjög mikil ánægja með þau störf Þórunnar sem að þeim lutu.
Það er nokkuð merkilegt að verða vitni að því að staurblind eignarréttargræðgi fólks sem telur sig starfa á vegum Guðs kærleika, skuli ekki einu sinni fást til að fara eftir þeim samstarfssamning sem þau sjálf útbjuggu varðandi samstarf félaganna ABC á Íslandi og ABC Children's Aid í Kenya. Þegar sá samningur er lesinn kemur í ljós að þar er samningur á milli tveggja sjálfstæðra félaga með tvær óskildar stjórnir. Í þeim samningi er þriggja mánaða uppsagnarákvæði, af beggja hálfu en eftir þeim samningi er stjórn ABC á Íslandi ófáanleg til að fara. Þau ganga hins vegar fram af ótrúlegum fantaskap gagnvart börnunum í Kenya, sem líta á Þórunni og Samúle manninn hennar, sem einskonar foreldra sína og öryggisvörn.
11.6.2015 | 19:46
Frá Barnahjálpinni ABC Children´s Aid Kenya
Fréttatilkynning.
Frá Barnahjálpinni ABC Children´s Aid Kenya
Upp er komin sú staða að félögin ABC Barnahjálp og ABC Children´s Aid Kenya eiga ekki lengur samleið. Þó að félögin deili nafninu þá eru þetta tvö sjálfstæð félög, annað skráð í Kenýa og hitt á Íslandi, með hvort sína stjórn. Formaður félagsins í Kenýa er ég, Þórunn Helgadóttir. Síðustu ár hefur verið náið samstarf á milli félaganna tveggja um uppbyggingu starfsins í Kenía en nú skilja leiðir. ABC Barnahjálp á Íslandi hefur einhliða hætt samstarfi við ABC í Kenía. Það þýðir að ABC Barnahjálp sendir ekki lengur neinar greiðslur stuðningsaðila barna í Kenýa til félagsins í Kenýa.
Takið eftir: Engar greiðslur stuðningsaðila barna hjá ABC í Kenýa hafa verið sendar út frá ABC Barnahjálp á Íslandi til starfsins í Kenýa í Maí og í Júní.
Á heimasíðum ABC Barnahjálpar hefur einnig verið birt tilkynning sem segir að Þórunn Helgadóttir og Samuel Lusiru Gona séu hætt störfum í Kenýa en við stjórn starfsins séu tekin Samúel Ingimarsson og Ástríður Júlíusdóttir.
Þessi tilkynning er röng. Ég, Þórunn Helgadóttir og Samuel Lusiru eiginmaður minn erum enn við störf sem stjórnendur starfsins í Kenía.
Ástæðan fyrir þessum samstarfs slitum er fyrst og fremst sú að ABC á Íslandi hefur tekið þá ákvörðun að sameinast sænskum samtökum sem kallast Children´s Mission. Það þýðir að öll yfirstjórn verkefna og meðferð fjármuna mun færast til Svíþjóðar. Stjórn ABC Kenýa óskaði eindregið eftir því að fá að standa utan við þessa sameiningu við sænsku samtökin og því skilja leiðir.
Hugsjón okkar og hjarta slær enn heitt fyrir börnin í Kenýa. Við höfum helgað þessu starfi allt okkar líf síðustu 9 árin og hyggjumst halda því ótrauð áfram. Til að starfið geti haldið áfram hafa verið stofnað önnur samtök á Íslandi sem munu standa við bakið á starfinu í Kenýa í framtíðinni. Hið nýstofnaða félag heitir Íslenska Barnahjálpin og mun héðan af halda utan um allar greiðslur stuðningsaðila barna í Kenýa sem og aðra styrki og gjafir.
Við viljum beina þeim tilmælum til stuðningsaðila barna ABC í Kenýa að þið setjið ykkur í samband við Íslensku Barnahjálpina ef þið getið hugsað ykkur að halda áfram að styrkja börnin ykkar í Kenía. Netfangið er: postur@barnahjalpin.is. Vefsíðan er www.barnahjalpin.is. Eins er hjálp nýrra stuðningsaðila vel þegin eða einstakar gjafir á þessum tímamótum. Söfnunar reikningsnúmerið okkar er: Banki 0515-14-410660 Kt. 410615-0370
Þó að þessi viðskilnaður við ABC Barnahjálp á Íslandi sé okkur hjá ABC Kenýa mjög sár og ekki samkvæmt okkar óskum, þá erum við mjög þakklát fyrir það góða samstarf sem við höfum átt við samtökin ABC Barnahjálp á Íslandi síðustu ár. Við þökkum þeim hjartanlega fyrir þann tíma sem við höfum átt saman og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni. Sömuleiðis þökkum við ykkur stuðningsaðilum barnanna og öðrum velunnurum fyrir stuðningin undanfarin því án ykkar gætum við ekki starfað.
Virðingarfyllst,
Þórun Helgadóttir,
Formaður ABC Children´s Aid Kenya
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 165580
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur