Bloggfærslur mánaðarins, júní 2016
25.6.2016 | 18:18
Að ábyrgjast eigin skrif og orð.
Undanfarna mánuði hef ég verið afar hugsandi vegna þeirrar þróunar sem mér hefur fundist vera á siðferði og ábyrgð afmarkaðs hluta fjölmiðlafólks, sem þó er einna mest áberandi. Þessi hópur virðist umgangast mörg viðfangsefni sín af nokkru kæruleysi fyrir eigin orðspori og áberandi virðingarleysi gagnvart mannréttindum þeirra sem fjallað er um.
Ég býst við að það séu fleiri en ég sem finnst að framganga þessa hóps fjölmiðlafólks sé á tiltölulega hröðu breytingaferli, frá kurteislega yfirvegaðri frásögn byggðri á traustum heimildum, yfir í ábyrgðarlausan æsifréttastíl, þar sem ósannindum er flaggað sem traustum heimildum en varin gagnrýni undir hjúp lögverndar vegna nafnleyndar heimildarmanns.
Ólyginn sagði mér var sagnastíll Gróu á Leiti. Hún hélt vel hulinshjáp yfir meintum heimildarmönnum sínum og fannst það jafnast á við árás á sig sjálfa ef frásögn hennar var véfengd. Áþekk staða er fyrir hendi hjá umræddu fjölm iðlafólki nútímans, þar sem sögumanni (fjölmiðlamanni) finnst það nánast eins og árás á hans eigin persónu þegar efast er um sannleiksgildi orða hans, sem einungis styðjast við frásögn þriðja aðila, hins nafnlausa heimildarmanns.
Fréttamennska, í ætt við það sem hér hefur verið vikið að, einkennist iðulega af rætinni ósvífni í garð þolanda. Slíku viðhorfi virðist iðulega beitt þar sem frétt eða frásögn byggist eingöngu á frásögnum, með litlum eða engum dómtækum skjölum til sönnunar.
Kveikjan að því sem í slíkum tilvikum virðist stýra efnistökum fjölmiðlamannsins sem segir frá, virðist iðulega lenda í lægri hvötum en starfsreglur geri ráð fyrir að stjórni. Metnaður framsetningar virðist liggja í lítt duldum ásetningi að koma sem alvarlegustu höggi á þolanda umfjöllunar. Og í hita árásarinnar er í engu gætt laga eða siðferðisreglna eða annarri réttarstöðu þolanda.
Það sem hér að framan er dregið saman er ekki fljótfærnishugsun. Að baki þessu liggur langtíma skoðun á vinnubrögðum þess fjölmiðlafólks sem hvað mest hefur verið áberandi á undanförnum árum.
Nokkrum sinnum hefur undirritaður vakið máls á þessari þróun og þeim óhjákvæmilegu afleiðingum sem vaxandi virðingarleysi flestra fjölmiðla fyrir mannréttindum þolenda umfjöllunar hlýtur að hafa.
Einnig virðist vaxandi misnotkun á gildandi lögum um verndun heimildarmanna, hafa orðið til þess að auðveldlega er hægt að koma í umfjöllun fjölmiðla næsta ómenguðum ósannindum, í skjóli þess að gæta þurfi nafnleyndar heimildarmanns.
Þessari þróun verður að snúa við hið bráðasta áður en fleiri stórslys hljótast af. Já ég hika ekki við að taka svona sterkt til orða því engum vafa er undirorpið að næsta vísvitandi ósannindi fjölmiðla, eða alvarlegur þekkingarskortur fjölmiðlafólks, sem og afar alvarleg þöggun sömu fjölmiðla á mikilvægum og alvarlegum glæfraverkum gagnvart íslensku efnahagslífi og sjálfbærni samfélags okkar, hafa að mati undirritaðs valdið umtalsverðu tjóni á efnahag þjóðarinnar.
Tjáningarfrelsið er eitt mikilvægasta vopnið sem almenningur hefur til varnar kúgun og yfirgangi valdhafanna, er af tilteknum hópi fjölmiðlafólks alvarlega misnotað. Af þessu leiðir að tjáningarfrelsið, sem er fyrst og fremst mikilvægt fyrir almenning í landinu, er að verða almenningi algjörlega gagnslaus lagabókstafur.
Þróun mála hefur orðið sú undanfarna áratugi, að tjáningarfrelsi almennings hefur stöðugt verið að skerðast. Ástæða þess er sú að fjölmiðlafólk, í dægurmálum og fréttaflutningi, hefur sérstaklega tileinkað sér og sínu starfssviði ákvæði laga um tjáningarfrelsi og viðurkennir í litlu rétt almennings til slíks frelsins.
Það lítur afkáralegt út, frá sjónarhóli hins almenna borgara, þegar fjölmiðlafólk er svo upptekið af mikilvægi eigin notkunar á hugtakinu tjáningarfrelsi, að það beiti umfangsmikilli lokun og þöggun á heilbrigðar og eðlilegar gagnrýnisraddir gagnvart þeirra eigin efnistökum sem og á athafnir opinberra aðila.
Fjölmiðlafólk er yfir höfuð, án spursmáls um raunhæfa þekkingu á viðfangsefninu, sett í hlutverk móttakanda efnis, rannsakanda þess og síðan talandinn efnisins, út frá eigin þekkingarheimi. JÁ, tjáningsaðilinn til hlustenda, að nánast öllu sem fjölmiðillinn lætur frá sér fara til almennings í gegnum fréttir eða dægurmál.
Þrátt fyrir að mikil fjöldi fólks hafi á undanförnum áratugum farið í fjölþætta þekkingaröflun eftir þeim mörgu leiðum sem í boði eru til, er það einungis afar fámennur hópur svonefndra sérfræðinga sem fjölmiðlafólk kallar sér til ráðgjafar þegar því finnst þörf á að auka trúverðugleika þess sem það setur fram sem þann sannleika sem hlustendur eiga að tileinka sér og trúa.
Hinir tilkölluðu sérfræðingar leita jafnan engra upplýsinga frá þeim sem greiningarnar unnu. Í sjónhendingu fara þeir yfir samandregnar niðurstöður úr efnisöflun og úrvinnslu aðila sem þeir þekkja lítið eða ekkert til og fella þann úrskurð að niðurstöðurnar séu ekki raunhæfar og jafnvel að þær geti valdið skaða.
Þegar horft er yfir það ferli sem hér hefur verið lýst og það borið saman við hugarfar fjölmiðlamannsins, um mikilvægi þess að tjáningarfrelsið verði ekki skert gagnvart honum, er einkar athyglisvert að sjá hvert viðhorf þessa fjölmiðlamanns er gagnvart þeim niðurstöðum þekkingar sem fyrir hann eru lagðar en eru utan hans þekkingarsviðs.
Leiðir fjölmiðlamaðurinn fram þekkinguna frá þeim aðila sem lagði fram samandregnar niðurstöður yfirgripsmikillar rannsóknarvinnu, til fjölmiðilsins? NEI, fjölmiðlamanninum finnst tjáningarfrelsi þess aðila sem, þekkinguna hefur, ekki eiga að sitja við jafningjaborð með kröfu fjölmiðlamannsins um að hann sjálfur njóti óskerts tjáningafrelsis á hugsunum sínum og meintri þekkingu að mati hans sjálfs.
Getur þjóðfélag sem rekur samfélagsþætti sína af álíka virðingarleysi fyrir raunhæfri þekkingu og opnu tjáningarferli eins og að framan er lýst, með góðri samvisku kallað sig lýðræðislegt samfélag sem beri virðingu fyrir stjórnarskrá landsins og lögteknum fjölþjóðlegum mannréttindum?
Með kveðju, Guðbjörn
14.6.2016 | 17:11
GLÆFRALEG RÁÐGJÖF LANDSBANKANS Í LÚXUMBURG
Nokkurum sinnum hef ég látið í það skína að Anna Sigurlaug hefði allt eins geta tapað arfinum sínum hefði framvindan orðið með þeim hætti sem ráðgjafinn í Landsbankanum í Lúxumburg virðist hafa lagt upp með. Hvernig var hans plan.
Fram hefur komið hjá Önnu sjálfri að á þessum tíma hafi hún verið nýlega komin í bankaviðskipti við Landsbankann í Lúx. Þess vegna hafi hún snúið sér þangað til að fá ráðgjöf um hvernig hún kæmi væntanlegum arfi sínum í vinnu og ávöxtunarferli.
Hafa ber í huga að þetta er í nóvember 2007, í miðju þess tímabils þar sem skortur á lausafé hjá lánastofnunum fór stöðugt vaxandi. Á þessum tíma var einnig ákveðinn hópur manna sem talaði um að aldrei þyrfti að borga til baka þau lán sem tekin væru. Það yrðu bara tekin ný lán til að borga þau gömlu upp þegar komið væri að gjalddaga þeirra lána. Nokkur hópur fólks gekk í þessa gildru og tók milljarða og jafnvel tugi milljarða að láni með kúlulánum og nánast engum tryggingum til endurgreiðslu.
UPPHAFIÐ RAKIÐ
Samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu Sigmundar Davíðs, voru hann og Anna Sigurlaug á þessum tíma (árið 2007) búsett á Bretlandi og höfðu jafnvel hug á að búa þar eitthvað áfram. Á þessum sama tíma fær Anna Sigurlaug upplýsingar um að til hennar greiðist arfshluti hennar úr fjölskyldufyrirtæki foreldra hennar.
Á þeim tíma var Landsbankinn viðskiptabanki Önnu og Sigmundar. Því var af tilefni arfgreiðslunnar, haft samband við Landsbankann í Lúxumburg og óskað ráðgjafar.
Landsbankinn ráðlagði fyrirkomulag sem hann taldi henta til að hafa eignirnar aðgengilegar óháð búsetu eiganda. Yrði haldið utan um eignirnar og umsýslu þeirra á einum stað. Í samantekt Önnu og Sigmundar segir eftirfarandi í þessu sambandi:
Hvorugt okkar hafði neina sérstaka þekkingu á slíkum félögum en á þeim tíma var venjan sú að efnuðum viðskiptavinum bankanna var gjarnan ráðlagt að stofna slík félög til að halda utan um eignir sínar. Stjórn þessara félaga var oft í höndum umsýslufyrirtækis sem bankinn lagði til og slík umsýslufyrirtæki lögðu m.a. til stjórnarmenn fyrir félagið.
Landsbankinn ráðlagði að umsýsla fjármunanna færi fram í félagi á Bresku Jómfrúreyjum sem bankinn myndi leggja til, en lagaumhverfi eyjanna byggist á breskum félagarétti. Þeirri ráðgjöf var fylgt síðla árs 2007. Í framhaldi voru eignir færðar inn í félagið Wintris og Anna eignaðist þannig kröfu á það. Fjárvarsla fór í upphafi fram hjá Landsbankanum og stjórn félagsins var sem fyrr segir í höndum umsýslufyrirtækis sem bankinn lagði til.
HÆTTULEG RÁÐGJÖF.
Í því ferli sem hér að framan er lýst höfum við afar skýrt dæmi um það ábyrgðarleysi sem fór að einkenna bankana eftir einkavæingu þeirra. Fram til þess tíma höfðu stjórnendur bankanna ekki heimilað að bankinn veitti ráðgjöf í fjármálum, nema að í sæti ráðgjafa sæti þrautreyndur maður með yfirgripsmikla þekkingu á öllum þeim laga- og málaflokkum sem um væri að ræða. Alvarleg og afgerandi breyting varð á þessu eftir einkavæðingu, þar sem hrúgað var í ráðgjafastörf ungu reynslulausu fólki, sem nýkomið var úr námi. Ber ráðgjöf Landsbankans í Lúxumbúrg glöggt dæmi um slíkt.
Í því tilfelli sem hér er til umfjöllunar er vitað að fjárhæðir eru háar, þó upphæðir séu ekki tilgreindar. Glæfraskapur ráðgjafa Landsbankans er afar skýr og fellur alveg að því hugtaki sem ég fór að nota um nýju stjórnendur bankanna, að þar væru ÓVITAR á ferð. En lítum á hvaða vitleysur ráðgjafi Landsbankans gerir.
Í fyrsta lagi lýtur það að eignarhaldi á félaginu sem fara mun með þær eignir sem um ræðir. Eins og fram hefur komið litu þau Anna og Sigmundur þannig á útkomu úr samtali við ráðgjadfann í Landsbankanum í Lúx. að Landsbankinn mundi SKAFFA félagið til að halda utan um viðkomandi eignir. Tölvupóstur ráðgjafans í Landsbankanum til lögfræðiþjónustu Mossack Fonseca, sem fram kemur í Panamaskjölunum, bendir einnig til þess að félagið Wintris sé tekið frá fyrir Landsbankann.
Í ráðgjöf Landsbankans felst að bankinn muni fela lögfræðiþjónustu Mossack Fonseca að annast umsýslu Wintris og muni lögfræðiþjónustan leggja til þrjá menn í stjórn Wintris. Lítum þá aftur á stöðuna út frá sjónarhóli Önnu, sem á allar eignirnar sem í félaginu felast.
Ráðgjafi Landsbankans er þarna búinn að búa til félag og stjórnendur þess, til að annast um eignir Önnu, sem eru hrein eign hennar. Ráðgjafi Landsbankans ætlar Önnu að leggja hreina eign sína inn í Wintris, eignalaust skúffufyrirtæki, sem reynist hafa verið stofnað 9. október 2007, af lögfræðiþjónustu Mossack Fonseca. Félagið skiptist í 50.000 hluti, sem við stofnun eru allir í eigu Mossack Fonseca.
Anna er sögð hafa tryggingu fyrir eignum sínum í jafn hárri kröfu á hendur Wintris og nemur þeim eignum sem hún lagði fram. En hvaða gagn er í slíkri kröfu, ef á reynir? Ef Anna á ekki forgangskröfu á fjármunasjóðinn sem slíkann, heldur bara almenna kröfu á félgið Wintris, gætu eignir Wintris lent í gjaldþroti eiganda þess, án þess að Anna kæmi sínum kröfum að nema að litlu leyti.
Anna og Sigmundur standa í þeirri trú að Landsbankinn eigi Wintris og láti þeim það í té til reksturs eignasaafns Önnu. Landsbankinn heldur því fram gagnvart Önnu og Sigmundi að hlutirnir í félaginu séu 2.000 og sé þeim skipt jafnt á milli þeirra tveggja, sem þá eigi félagið að fullu. Hið rétta er að hlutirinir eru 50.000 og við það að ánafna Önnu og Sigmundi 2.000 hluti, á lögfræðiþjónusta Mossack Fonseca eftir 48.000 hluti í félagimu, eða 96% eignarhlut.
Þegar á það er litið að ráðgjöf Landsbankans til Önnu er sú að hún leggi eignir sínar inn í félag sem Anna heldur að Landsbankinnn hafi átt og látið þeim í té með útgáfu tveggja 1.000 hluta hlutabréfa í félaginu. Þar með hafi Anna full yfirráð yfir félaginu. Á árinu 2009 kom í ljós að þannig er það ekki.
Á árinu 2009 skrifar Landsbankinn í Lúxumburg bréf til Wintris, þar sem Landsbankinn tilkynnir Wintris, að hann (Landsbankinn) hafi falið Mossack Fonseca umsýslu Wintris.
Ekki fellur þetta vel að framvindu mála frá nóvember 2007, er Mossack Fonseca virðist að ósk Landsbankans í Lúx. afhenda honum Wintris félagið í tveimur 1.000 hluta hlutabréfum sem 100% eign, sem Landsbankinn virðist láta ganga áfram til Önnu og Sigmundar. Af þessu leiðir að eignarhlad á félginu er engan veginn skýrt og mikil áhætta undirliggjandi.
Ég skynja þessa áhættu fólgna í því að komi upp verulegur ágreiningur milli Landsbanka og Mossack Fonseca, gæti lögfræiþjónustan leitað aðstoðar dómstóla til að fá viðurkennda 96% eignastöðu sína í félaginu Wintris. Lögfræðiþjónustan gæti því með einni fundarákvörðun fellt úr gildi prókúruumboð Önnu og kosið nýja stjórn. Þar með væri Anna orðin sambandslaus við arfssjóðinn sinn.
Ég er ekki að segja að þetta gerist, en óljósir eignarþættir og eigendaáhrif í félagi sem fer með svona miklar eignir eins aðila eru veruleg áhættuatriði.
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 151
- Frá upphafi: 165757
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 141
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur