Eins og óþekkir krakkar í sælgætisbúð

Við upphaf þessara aðgerða atvinnubílstjóra benti ég á, hér á bloggsíðu minni, að þessar aðgerðir mundu ekki skila þeim árangri sem þeir væntu. Astæðurnar eru augljósar. Það eru ekki aðgerðir stjórnvalda sem valda hækkun eldsneytisverðs. Og stjórnvöld hafa engin tök á að hafa nein áhrif á þá þætti sem valda hækkun eldsneytis. Þessar staðreyndir lágu fyrir ÁÐUR en til aðgerða var gripið. Aðgerðirnar eru því byggðar á röngu mati á aðstæðum, eða skorti á dómgreind til að geta séð heildarmynd þessara aðstæðna. Hvorutveggja er slæmt.

Það sýnir ótrúlegan dómgreindarskort af hálfu skipuleggjenda þessara aðgerða, og virðingarleysi þeirra fyrir þeirri hættu sem þeir eru að skapa samborgurum sínum, að teppa umferð um stofnbrautir Í BÁÐAR ÁTTIR, þannig að langar raðir bíla myndist. Hættan sem af slíku skapast er beinlínis vítaverð og engar afsakanir til sem réttlæta slíkt.

Það er hægt að fyrirgefa slíkan asnaskap einu sinni, en þegar endurtekin er sama ógnin gegn almannaöryggi, er samúðin fljót að hverfa.

ÞIÐ ERUÐ BÚNIR AÐ TAPA ÞESSARI BARÁTTU MEÐ ÞESSUM ASNASKAP. 


mbl.is Mestu tafir hingað til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er yfirdrifið svigrúm til að lækka álögur á eldsneyti það þarf engan ráðgjafa til að sjá það.

 70-80% af verði´eldsneytis eru álögur ríkissins og álagning olíufélagana, það er nú svolítið svigrúm myndi maður ætla er það ekki? 

Glanni (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 11:24

2 identicon

Mér finnst það skjóta dálítið skökku við að jafn upplýstur maður og þú virðist vera skulir ekki vera með það á hreinu hverjar kröfur atvinnubílstjóra eru. Þeir vilja að álögur ríkisins á þá og eldneytisverð verði lækkaðar, ekki síst á meðan heimsmarkaðsverð á eldsneyti er svona hátt eins og raun ber vitni. Ennfremur vilja þeir að ríkið sjái til þess að þeir geti farið eftir svokölluðu vökulögum en það er sár skortur á aðstöðu á þjóðvegum úti til þess að bílstjórarar hreinlega geti farið eftir þeim lögum.Þannig að þetta hefur allt með stjórnvöld að gera og að mínum dómi er þeirra ábyrgðin vegna skeytingaleysis síns, að menn þurfi að grípa til svona aðgerða til þess að fá þau til þess að hlusta á þá.

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 11:27

3 identicon

Vinur, ég ætla bara að gera ráð fyrir því að þú ráðir yfir bíl eða öðru bensínknúnu faratæki, án þess að ég viti nokkuð um það.

Ef svo er að þú ráðir yfir slíku faratæki ættir þú að vera feginn að einhver gerir eitthvað til að reyna að lækka þetta fyrir OKKUR. Í staðinn fyrir að kvarta og kveina af þér rassgatið á NETINU afhverju ekki að leggja okkur lið og reyna að fá álanginu á bensíni lækkaða, hún er allt of há og ríkið má alveg við því að lækka þá upphæð sem þeir draga til sín. Tökum sem dæmi hvað N1 og fleiri eru að gera núna í dag. Þeir eru að fjarlægja megnið af þessari álagninu til að sýna fram á hvað bensín myndi kosta ef þessi álagning yrði lækkuð. Ég sé ekki að þeir hefðu gert þetta ef þessi mótmæli hefðu ekki átt sér stað, bæði í gær og núna í síðustu viku. Svo, það hlítur að vera að þetta sé að skila einhverju, ég veit að þessir ráðamenn sem hafa alveg drullu nægan pening eru ekkert að kippa sér upp við þetta bensínverð, enda þurfa þeir þess ekki, þeir finna voða lítið fyrir þessu vegan sinna háu launa og þar af leiðandi hugsa þeir bara um rassgatið á sjálfum sér og "gleyma" okkur hinum. Það sem N1 og hinir hafa verið að gera í dag er ekki bara að veita okkur "ódýrt" bensín, heldur líka að reyna að opna augun á þessum ráðamönnum og sína þeim jafnt og okkur eins og ég sagði áðan hvað þetta er svakaleg álangin á bensín sem ríkið dregur til sín.

Ég vona að þér snúist hugur um þetta og í staðinn fyrir að vera að væla eitthvað á einhverri bloggsíðu að bara koma þér út og hjálpa okkur hinum að koma þessu inní hausinn á ríkisstjórninni.

Ef þú vilt ræða þetta mál eitthvað frekar við mig, þá vil ég benda þér á netfandið mitt og senda mér e-mail á því þar, því það er frekar ólíklegt að ég muni kíka aftur inná þessa síðu þína.

Maggi (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 11:51

4 identicon

já, netfangið mitt er

trust_noone7_7@hotmail.com

Maggi (aftur) (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 11:53

5 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Glanni! Takk fyrir innlitið.  Greinilega hefur þú ekki fylgst vel með staðreyndum í þessu máli. Marg oft hefur komið fram að frá árinu 2003 hefur elsneytisgjald til ríkissjóðs verið föst krónutala á lítra en ekki prósentutala af verði.  Álagning olíufélaganna er ekki á valdssviði stjórnvalda, svo aðrar aðferðir þarf til að berjast gegn þeim þætti.

Sæll Sigurður! Takk fyrir innlitið og þínar athugasemdir.   Ég þekki vel kröfur atvinnubílstjóra enda sjálfur gamall vöruflutniga- og rútubílstjóri, auk þess sem fóstursonur minn er vöruflutningabílstjóri í dag.

Þegar við viljum vera ábyrg í andstöðu okkar við eitthvað sem gert er, þurfum við líka að geta bent á raunhæfar leiðir til úrbóta. Núverandi ástand er ekki tilkomið vegna aðgerða stjórnvalda, þess vegna er ekkert sem réttlætir harkaleg mótmæli, áður en á það reynir hvort leið finnist til að komast fram hjá hinum erlendu verðhækkunum. Ef stjórnvöld eiga að fella niður tekjur sínar af eldsneytisverði, tekjur sem ekkert hafa verið að breytast undanfarin 5 ár, þarf náttúrlega líka að hafa augastað á hvað af viðhaldi og nýbyggingu vega eigi að skera niður á móti. Samdráttur er fyrirsjáanlegur í þjóðfélaginu og þar með einnig tekjur ríkissjóðs.

Hvað vökulög ökumanna varðar, hefur einnig komið fram í fjölmiðlum að vinna við úrlausn þess verkefnis er langt á veg komin og einungis beðið eftir staðfestingu frá ESB um að þær breytingar sem við viljum gera, verði samþykktar frá þeirra hlið. Stjórnvöld geta ekkert flýtt þeirri afgreiðslu.

Því miður virðist mér menn hafa farið af stað að mótmæla án þess að greina vandann og finna á honum hugsanlega lausn, ásamt markvissri leið til að ná fram raunhæfum árangri með mótmælunum. Slíkt hefur ævinlega borið í sér misheppnað átak og lítinn árangur, því miður. Það breytir því hins vegar ekki að mér finnst eldsneytisverð verulega dýrt núna, en býst við að það gagni tiltölulega fljótt yfir, líkt og var í upphafi þessarar aldar, þegar verðbólgan fór upp og gengið niður. Athugun í byrjun mars, sýnir að meðalbreyting gengis s. l. 20  ára hafði verið nálægt 5% á ári, þrátt fyrir djúpu dýfuna sem við fórum í upphafi þessarar aldar.

Maggi minn!.  Ég held að ég geti ekki hjálpað þér í stuttu spjalli.  Gangi þér vel. 

Guðbjörn Jónsson, 2.4.2008 kl. 14:07

6 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Þetta var nákvæmlega það sama sem að ég hugsaði þegar ég sá þessa gríðarlegu stóru jeppa keyra hægt inn Lækjargötuna. Eins og ofdekraðir krakkar að grenja eftir meira sælgæti.

Afhverju er ég að mótmæla þessum mótmælum? Jú, ég varð illilega fyrir barðinu á þeim þegar ég beið eftir strætó sem kom ekki. Hvað hef ég gert þessum trukka bílstjórum og jeppamönnum? Ég vil taka það fram að ég hef ekkert á móti jeppa mönnum eða vörubílsstjórum. En þegar þessi óþekkt og frekja fer að bitna á mér þá getur maður ekki annað en mótmælt. Ef að Þið, ökumenn, finnst eldsneytiskostnaðurinn of hár þá eigið þið frekar að fá ykkur sparneytnari bíla eða að nota annan fararmáta.

Ég treysti þessari ríkisstjórn að gera ekki þá heimskulegu aðgerð að lækka álögur á eldsneyti. Það er glapræði að lækka skatta þegar verðbólgan er svona há. Hún fer á enn meira flug ef að ríkið lækkar skatta.

Ólafur Guðmundsson, 2.4.2008 kl. 14:31

7 identicon

jú rétt er það að eldsneytisgjaldið er föst krónutala og svo 24,5% vsk samtals er þetta 50-53 % af verðinu á lítranum, álanging olíufélganna er 25% Trukkar borga svo ennþá þungaskatt mig minnir að það sé 14 kr á km eða eitthvað nálægt því.

Lella mótmælandi (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 19:28

8 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Ég  skil samhengið há þér Leila, varðandi eldsneytisgjaldið og vsk. Vörubílaeigendum er skylt að leggja vsk ofan á tekjur sínar og greiða þann skatt til ríkissjóðs. Sá vsk sem eigandinn greiðir í aðföngum sínum t. d. eldsneyti, dregst frá þeirri upphæð sem hann þarf að greiða vegna vsk ofan á tekjur sínar.

Segjum nú að vsk væri afnuminn af eldsneyti og útgjöld vörubílseigandans lækka sem því nemur vegna eldsneytiskostnaðar. Hann væri engu betur settur fjárhagslega, því sömu upphæð og næmi lækkun á eldsneytisverði vegna afnáms vsk, þyrfti hann að borga til ríkisins sem hærri vsk af tekjum sínum, þar sem vsk af eldsneytinu kæmi ekki til frádráttar.

Af þessu má sjá að það eitt og sér að fella niður vsk af eldsneyti vörubíla, skilar engu til þeirra í betri rekstrarafkomu.

Ég dreg svolítið í efa að álagning olíufélaganna sé 25%. Það gengur illa upp á móti öðrum forsendum, með hliðsjón af heimsmarkaðsverði á olíu.

Ég vil taka fram að ég er mjög fylgjandi því að fundin verði leið til að bæta rekstrarafkomu þeirra sem reka þungaflutningabíla. Álögur á þá eru miklar og samkeppnin hörð á tekjuhliðinni. Grundvöll til slíkrar kröfugerðar þarf að finna ÁÐUR en farið er í harðar þvingunaraðgerðir. Og þá um leið finna leiðir sem skila árangri, samhliða samstillingu og samhug annarra þjóðfélagshópa.

Það mundi gleðja mig mjög ef finna mætti leið til að forða alvarlegum rekstrarvanda þungaflutningabíla. Og ekki mundi það spilla ánægjunni ef afleggjari af þeirri leið mundi skila lægra eldsneytisverði til almennings. 

Guðbjörn Jónsson, 2.4.2008 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband