Opið bréf til forstjóra Landhelgisgæslunnar

Forstjóri Landhelgisgæslunnar (LHG), hr. Georg Lárusson.

Í fréttum útvarps fyrir skömmu var sagt frá því að varðskipsmenn hefðu farið um borð í 6 báta úti fyrir Vestfjörðum, sem hefðu verið við veiðar með sjóstöng. Einnig var að skilja af fréttinni, að enginn um borð í þessum bátum hefði verið með skipstjórnarréttindi eða haft aðra tilskylda pappíra um þekkingar og öryggisþætti, til siglingar á fiskibátum af þessari stærð, (skráðum krókaaflamarksbátum).

Með vísan til fréttar um að LHG hafi vísað til lands, báti Ásmundar Jóhannssonar, sjómanns frá Sandgerði, sem og ákvæða stjórnarskrár um að ALLIR SKULI JAFNIR FYRIR LÖGUNUM, óska ég skýringa á eftirfarandi:

1.    Hvaðan hefur LHG þær heimildir sem nú virðast augljósar, til að mismuna aðilum við framkvæmd lögskipaðs erfitlits?

2.    Hvaðan hefur LHG heimildir til að sniðganga 65. gr. stjórnarskrár í framgöngu sinni gagnvart sjófarendum?

3.    Í 7. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006, segir orðrétt: “Krókaaflamark er óheimilt að nýta á annan hátt en við línu- og handfæraveiðar.”  Með vísan til þess að samkvæmt téðum lögum telst sjóstangaveiði hvorki línu- eða hanfæraveiði og eins og segir skýrt í lögunum að óheimilt sé að nýta krókaaflamark á annan hátt en við línu- og handfæraveiðar.”  óskast skýringar LHG á því hvers vegna rúmlega 40 fiskibátar frá Vestfjörðum, sem greinilega stunda ólöglegar veiðar úr krókaaflamarki, eru ekki þegar stöðvaðir, reknir í land og kærðir.

Vænti svara við þessum spurningum svo fljótt sem kostur er og minni á ákvæði stjórnasýslulaga þar um.

Virðingarfyllst

Reykjavík 7. ágúst 2008

Guðbjörn Jónsson 


mbl.is Bátur Ásmundar færður til hafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þú ert óbilaður Guðbjörn og vonandi óbilandi. Ég vænti þess að þú hafir sent forstjóranum þetta bréf eftir hefðbundinni og lögformlegri leið.

Bestu kveðjur!

Árni Gunnarsson, 8.8.2008 kl. 14:43

2 identicon

Heilir og sælir; Guðbjörn og Árni, sem aðrir skrifarar !

Árni ! Þakka þér; ábendinguna, á síðu hins fádæma drengs, Gísla Freys Valdórssonar, fyrir stundu, um þetta snöfurmannlega tilskrif Guðbjarnar.

Guðbjörn ! Hygg, að af öllum öðrum ólöstuðum, sért þú, eins og Árni segir réttilega, óskoraður ármaður íslenzkra almannahagsmuna, nú á dögum. Met mikils, varðstöðu þína alla.

Afsakið mig piltar; hversu seint ég tók við mér. Hefi verið með hugann, austur í Georgíu og Rússlandi, lunga dags, sökum þeirra óheilla, hver dunið hafa yfir, í þeim ágætu bræðra plássum okkar, því miður.

Með beztu kveðjum, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 20:20

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Takk fyrir innlitið og kommentin, bæði Árni og Óskar Helgi.  Já Árni, ég sendi forstjóranum þetta í tölvupósti og frumritið er á leið til hans í pósti.

Guðbjörn Jónsson, 8.8.2008 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 447
  • Frá upphafi: 165284

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 446
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband