Fékk svar frá Landhelgisgæslu og sendi fleiri spurningar

Í gær fékk ég svar frá Landhelgisgæslunni við spurningum mínu til forstjóra hennar. Svarið var í raun ekkert svar, en töluverð uppljóstrun um alvarlega spillingu í stjórnkerfi okkar.  Ég sendi LHG eftirfarandi bréf í morgun, í framhaldi af svarbréfi þeirra.

 Forstjóri Landhelgisgæslunnar (LHG), hr. Georg Lárusson.
b. t. einnig til Dagmarar Sigurðardóttur, lögfræðings.

ERINDI: Varðandi meint brot Landhelgisgæslunnar á 65. gr. stjórnarskrár, lögum nr. 30/2007 og lögum nr. 116/2006.

Ég hef móttekið svar þitt við bréfi mínu frá 7. ágúst s. l. Ég hefði gjarnan viljað fá þetta bréf sent sem ritvinnsluskjal, en ekki sem pdf. mynd. Það auðveldar vinnslu með skjalið. Einnig hefði ég viljað SVAR við spurningum mínum, en ekki upplýsingar um það hvað öðrum aðilum FINNST að þið ættuð að gera. Ég ítreka því spurningar mínar úr fyrra bréfi, og af tilefni þess sem í þínu bréfi stendur, óska ég afrits af þeim heimildum sem LHG hefur verið veitt til að sniðganga lög og stjórnarskrá landsins.

Af svari þínu að dæma, virðist þið ekki gera ykkur grein fyrir að LHG er framkvæmdaaðili að þeim lögum sem sett hafa verið á Alþingi, en ekki gæsluaðilar hugarfósturs einstakra stjórnmálamanna eða ráðuneyta. Í 1. mgr. bréfs þíns tala þú um "frístundafiskiskip" og vísar til þess að samkvæmt lögum nr. 30/2007 þurfi ekki réttindi til að sigla þessum bátum. Ég hef lesið þessi lög en finn hvergi þessar heimildir, og hvergi nefnda þessa tegund fiskibáta. Vinsamlegast sendið mér afrit af þeim kafla laganna þar sem þessara skipa er getið og að ekki þurfi réttindi til að sigla þeim.  Þekkt er, að þó frumvarp hafi verið lagt fram á Alþingi, en ekki verið tekið til umræðu, hefur það EKKERT lagagildi og alls óvíst að það verði nokkurn tíman að lögum. Tilvísun í slíkt er því óþægilegur barnaskapur af hálfu löggæsluaðila sjófarenda við Ísland.

Í 2. mgr. bréfs þíns segir þú:

"Fyrirtækin sem gera út frístundafiskiskipin gera það með fullri vitund Siglingastofnunar og Fiskistofu og fagráðuneyta samgöngu- og sjávarútvegsmála. Landhelgisgæslan fer ekki með ákæruvald. Ef Landhelgisgæslan kærir stjórnendur frístundafiskiskipa til lögreglu er kæran send fagstofnun til umsagnar áður en ákæra er gefin út. Miðað við afstöðu fagráðuneyta og stofnana siglinga- og sjávarútvegsmála er ljóst að engin ákæra yrði gefin út."

Ég er ekki viss um að þú gerir þér grein fyrir hve mikla siðspillingu þú upplýsir um í þessum kafla bréfs þíns. Lítum nánar á þetta. Þú segir:

 Fyrirtækin sem gera út frístundafiskiskipin gera það með fullri vitund Siglingastofnunar og Fiskistofu og fagráðuneyta samgöngu- og sjávarútvegsmála.

 Hefur þú staðfestar heimildir fyrir þessu, eða einungis sögusagnir?

Ef heimildirnar eru staðfestar óskast afrit af þeim. Þú segir einnig:

Ef Landhelgisgæslan kærir stjórnendur frístundafiskiskipa til lögreglu er kæran send fagstofnun til umsagnar áður en ákæra er gefin út.

Hvar í stjórnarskrá okkar eða almennum lögum er það VALKVÆTT, og undir hentistefnu stofnana stjórnkerfisins, hvort þeir sem uppvísir verða að því að brjóta lög landsins séu handteknir og leiddir fyrir dómara? Vinsamlegast upplýsið mig um þessi ákvæði stjórnarskrár og almennra laga og sendið mér afrit af þessum heimildum til að velja úr þá lögbrjóta sem hljóta ákæru.

Það leysir ekki LHG undan skyldum sínum að vísa til þess að lögreglustjórar hafi vald til að gefa út ákæru. LHG er lögæsluaðili á hafinu. Þið hafið vísað íslenskum sjómönnum í land sem ekki hafa tilskilin réttindi til siglinga, samkvæmt lögum. Þar af leiðandi, með vísan til 65. gr. stjórnarskrár. Þið vitið að hinir umræddu sjóstangaveiðibátar eru skráðir krókaaflamarksbátar að veiða úr krókaaflamarki. Þið vitið væntanlega hvað lögin nr. 116/2006 segja um heimila nýtingu krókaaflamarks. Þið eigið því enga undankomu í því að færa þessa báta til hafnar, ef réttindamenn eru þar ekki um borð, eða þeir séu að veiða úr krókaaflamarki með sjóstöng.

Með vísan til þess sem að framan er sagt, skal endurtekin óskin um að, telji LHG sig hafa heimildir til að mismuna sjómönnum í réttargæslu sinni, þá verði mér send afrit af þeim heimildum, ásamt öðru sem óskað hefur verið eftir.

Ég ítreka einnig 3. spurningu mína úr fyrra bréfinu, því það er ekki Fiskistofa sem hefur löggæsluna á hafinu. Það er LHG.

Vænti svara við þessum spurningum svo fljótt sem kostur er og minni á ákvæði stjórnasýslulaga þar um.

Virðingarfyllst

Reykjavík 12. ágúst 2008

Guðbjörn Jónsson


            


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Einhverjir eru farnir að svitna!

Jóhann Elíasson, 12.8.2008 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 447
  • Frá upphafi: 165284

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 446
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband