Umræðan um efnahagsmálin er dálítið samhengislaus

Ég velti fyrir mér hvers vegna umræðan um efnahagmálin er svo samhengislaus sem raun ber vitni. Er hugsanlegt að þeir hagfræðingar sem rætt hefur verið við hafi ekki heilstæða sýn á hvað veldur þeim efnahagsvanda sem við erum að fást við? Ég veit það ekki, en ég verð að viðukenna að ég er afar hissa á öllum þessum sundurlausu bútum sem fjölmiðlar eru að bera á borð fyrir lesendur/hlustendur sína.

Svo vitnað sé í nýjustu ummæli hagfræðingsins Jóns Steinssonar, dósents í hagfræði við Columbia-háskólann í New York, í blaðinu 24 stundir í dag, 19. ágúst, en þar segir hann:

Peningamálastefnan virkar ekki og því er ákjósanlegra að taka upp evru hér á landi til að tryggja verðstöðugleika.

Betra hefði verið að hann segði bara sannleikann, sem er að; peningamálastefna er engin hér á landi. Krónan okkar hrekst eins og haustlaufblað undan veðri og vindum vegna þess að stjórnvöld hafa enga, og hafa ekki haft í mörg ár, skýra stefnu um stjórnun peningamála þjóðarinnar. Þau hafa hagað sér eins og verðmæti þjóðfélagsins væri sjálfrennandi streymi, líkt og vatnið úr krananum. Krónan væri þeim einstöku hæfileikum gædd, umfram allar aðrar myntir jarðarinnar, að geta lagað sig að öllum þeim breytingum sem að henni steðja, jafnt innan frá úr þjóðfélagi okkar, sem og frá yrti aðstæðum.

Jón telur heppilegast að þjóðin taki upp evru til að tryggja verðstöðugleika. Þarna skjátlast honum hrapalega, því það er ekki myntin sem veldur óreglulegu verðlagi, heldur fólkið sem skapar verðgildi hennar og notar það.

Ef við snerum hugsun okkar og orku frá því að eyða eins miklu af peningum og við komumst yfir, og beindum álíka orku að því að skapa stöðugt vaxandi verðmæti þjóðfélagsins, yrði krónan okkar ein traustasta mynt sem völ væri á. Af þessu má sjá að í raun skiptir engu máli hvað myntin heitir. Það sem skiptir máli er það hvernig þjóðin lítur á og byggir upp verðmæti hennar.

Einn mesti friðarþjófur í hverri fjölskyldu er það ef fjölskyldumeðlimir hafa ekki rétt mynd af því hve miklum peningum þeir megi eyða á hverjum tíma, viku/mánuði/ eða ári. Hjá mörgum skapar það fíkniþátt að eyða peningum og allir vita að afar sterkan viljakraft og skynsemi þarf til að yfirvinna og hafa stjórn á fíkniþætti. Þjóðin er í raun ein stór fjölskylda, sem öll þarf að lifa af tekjum sínum; ekki bara einhverjir útvaldir gróðahyggjumenn eða aðrir sem láta stýrast af fíkniþætti peningaeyðslu. Með slíku verður ekki til friðsöm fjölskylda eða friðsöm samtaka þjóð.

Í 24 stundum var Jón var spurður að því hvað þyrfti helst að gera:

 Sagði hann vandamál sem íslensk stjórnvöld horfðu fram á vera tvenns konar; annars vegar að ná niður verðbólguvæntingum og hins vegar að auka trúverðugleika íslensks fjármálalífs.

Það er afar öfugsnúið þegar hagfræðingur talar um verðbólguvæntingar,   því í raun VÆNTIR engin verðbólgu. Hins vegar geta ranghugmyndir sem haldið er að þjóðinni, líkt og þegar henni var talin trú um að hér ríkti góðæri og við værum rík, skapað alvarleg vandamál. Og við stöndum einmitt frammi fyrir einu slíku núna.

Við þurfum því fyrst og fremst að hafa kjark til að segja þjóðinni satt um að þær blekkingar sem beitt var með "góðæristalinu", voru fyrst og fremst pólitískar blekkingar, til vinsælda fyrir ákveðna aðila. Þessar blekkingar voru notaðar til að trilla hinn veisluglaða hluta þjóðarinnar og skapa viðhorf og trylling hinna nýríku.

Veðsetttar voru framtíðartekjur núverandi barna og ungmenna þjóðarinnar, ásamt ímyndaðri ríkisábyrgð á skuldasukkinu. Ef við viljum sem mest auka möguleika afkomenda okkar til að taka þátt í því sem þá verður merkast og nýjast, ættum við að skilja innkaupakörfuna eftir heima og einbeita okkur að verðmætasköpun í stað eyðslu peninga. Það slekkur snarlega verðbólgubálið.

Jón virðist telja að það sé fyrst og fremst stjórnvalda að tryggja trúverðugleika íslensks fjármálalífs. Þetta er gömul hugsun ríkisforsjár sem lögnu er aflögð hér á landi. Bankar og aðrar lánastofnanir bera alla ábyrgð á trúverðugleika fjármálalífsins.

En þar sem þeir hafa sýnt af sér slíkt ábyrgðarleysi gagnvart fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar, tel ég einsýnt að stjórnvöld verði á komandi þingi, að skerpa verulega á ábyrgðar- og hæfniskröfum stjórnenda fjármálastofnana og jafnvel að skilyrða að ákveðið hlutfall útlánafjár þeirra fari til gjaldeyrisskapandi atvinnustarfsemi, svo ófarir undanfarinna áratuga endurtaki sig ekki.

Með slíku átaki sem hér hefur verið lýst, munu afkomendur okkar geta lifað með reisn í fjárhagslega sjálfstæðu þjóðfélagi      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég tek alveg undir það með þér að peningamálastefna, nú og undanfarin ár hefur verið og er afskaplega RÝR, svo ekki sé nú fastar að orði kveðið og það sem er nú einna alvarlegast, að mínu mati, er að það vantar allan hvata til almennings til sparnaðar. Þá er ég ekki að tala um þennan "löglega þjófnað", sem lífeyrissjóðirnir eru heldur hvata til "alvöru" sparnaðar sem ekki "brennur upp" í verðbólgubáli.

Jóhann Elíasson, 20.8.2008 kl. 08:41

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Takk fyrir þetta Jóhann.  Það er nú einfaldlega þanni að þegar stefnt er að einhverju marki eða markmiði, er reynt að halda stefnunni þangað, eins krókalaust og áfallalítið og hægt er. Slík viðleitni hefur ekki verið fyrir hendi hjá stjórnvöldum okkar. Þess vegna hafa bankarnir geta leikið lausum hala og sýnt af sér svo fullkomið ábyrgðarleysi og barnaskap sem staðreyndirnar sýna glögglega; þó fjölmiðlar þori ekki að opinbera sannleikann fyrir almenningi í landinu. Kannski vilja fjölmiðlar ekki ráða til sín fólk með þekkingu á þessu sviði?

Guðbjörn Jónsson, 20.8.2008 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 164822

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband