Í Guðs bænum, EKKI VEITA VEÐ Í ÍBÚÐUM VEGNA NEYSLULÁNA/BÍLALÁNA

Ég held að rekstraraðilar fjármálafyrirtækja ættu að hugsa vel sinn gang áður en þeir fara að kerfjast veðs í íbúðum fólks vegna bílalána, eða anarra neyslulána.

Í fyrri erfiðleikahrynunni, á árunum 1985 - 1992, var svo mörgum heimilum rústað með veði og fjárnámskröfum í íbúðir fólks,óhugnanlega mikill fjöldi barna lentu í alverlegri upplausn með lífsumhverfi sitt.

Árangur fjármálafyrirtækjanna af þessu fyrirkomulagi var sorglega lítill. Flestar þessar íbúðir voru veðsettar það hátt, vegna fasteignalánanna sjálfra, að þegar nauðungarsalan fór fram, var svo langur vegur frá því að fjármálafyrirtækin með fjárnámin vegna neyslulánanna, kæmust á blað með að fá einhverja greiðslu.  Eina sem þau höfðu upp úr því að EYÐILEGGJA HEIMILI FJÖLSKYLDNANNA, var lögfræði- og innheimtukostnaður sem þau urðu að afskrifa.

ÉG BIÐ YKKR!!!!!!!!!  Ekki fara aftur af stað með þessa hörmulegu eyðileggingu á lífsumhverfi fjölskyldna, þó einkanlega barnanna, sem ekkert hafa til saka unnið.

Við fjármálafyrirtækin vil ég segja. - Munið að það voruð þið sem lögðuð gilliboðin fyrir fólkið. Þið áttuð að hafa faglegu þekkinguna til að sjá hve vonlaus þessi stefna var til framtíðar. Þess vegna berið þið mikla ábyrgð, og þið verðið að axla hana.  


mbl.is Vildu að húsið yrði sett sem veð fyrir bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 116
  • Frá upphafi: 165300

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 115
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband