7.6.2008 | 13:40
Fyrir hvern var það óheppilegt???
Sigurði Kára finnst óheppilegt að Ingibjörg Sólrún gefi frá sér yfirlýsingu vegna niurstöðu Hæstaréttar í Baugsmálinu. Hann getur þess hins vegar ekki fyrir hvern það sé óheppilegt að Ingibjörg tjái sig um þetta.
Kannski eiga þessi ummæli hans að túlka, að það sé óheppilegt að samstarfsflokkur í ríkisstjórn skuli tjá sig um eitt af stóru axarsköftunum sem forystu Sjálfstæðisflokksins hefur orðið á í stjórnmálasögu okkar.
Nokkuð merkilegt, í ljósi þess að Sjálfstæðismenn hafa verið vanir að halda vel til haga því sem þeir kalla klúður vinstri manna, en þegar ofsókn þeirra sjálfra á hendur fáeinum einstaklingum í einni fjölskyldu, dæmist í Hæstarétti sem vindhögg, sem kostaði þjóðina samt mörg hundruð milljónir, þá er óheppilegt að á það sé minnst af formanni annars af stærstu stjórnmálaflokkum landsins.
Ef ályktunarhæfni hans og dómgreind er ekki meiri en þetta, er kannski hægt að velt fyrir sér hver hafi unnið fyrir hann lokaverkefnið í lögfræði; eða þarf kannski ekki meira en þetta til að ná lögfræðiprófi??
![]() |
Sigurður Kári: Yfirlýsing ráðherra óheppileg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.6.2008 | 11:31
Er útflutningur vonarljós Íslensks landbúnaðar???
Af þessari frétt má ráða að einn helsti kvati ráðherra til að leggja fram hið umrædda frumvarp, hafi verið tilraun til að efla útflutning á landbúnaðarvörum. Einnig kemur fram í fréttinni að sauðfjárbændur eigi mjög í vök að verjast.
Lambakjötið okkar vinsæla er ein helsta söluafurð sauðfjárbænda. Mig hefur hins vegar undrað hve lítill metnaður er setur í að selja þessa afurð í verslunum okkar. Þar er að finna í kæliborðum eða hillum kæla, svínakjöt, nautakjöt og kjúklinga í afar fjölbreyttum útfærslum til eldunar. En lambakjöt er í mesta lagi boðið heilum lærum eða hryggjum, lærasneiðum, kótelettum eða framhryggssneiðum. ALDREI er hægt að fá lambasmásteik, lambagúllas, lambahakk, lambasnitsel og fleiri útfærslur mætti telja upp.
Í fjölda ára hef ég margítrekað gert fyrirspurnir um þessa vöruflokka og ævinlega fengið sama svarið. - Það selst ekkert af þessu.
Nokkuð merkilegt, í ljósi þess að ég hef ekki hitt marga sem finnst lambakjötið ekki gott. Ég hef einstöku sinnum geta argað verslunarstjóra til að panta lambahakk. Í þeim tilfellum sem um ræðir seldist hið pantaða lambahakk upp á sama deginum og það kom í verslunina. Þrátt fyrir að svo væri, var það ekki pantað aftur. Hvað veldur þessu áhugaleysi verslunarstjóra fyrir þessum vörum og sauðfjárbænda fyrir sölu afurða sinna? Eru þeir fastir í einhverju munstri fórnarlambshugsunar, eða er enginn kvati í kerfi sauðfjárbænda sem gefur þeim kost á að þrýsta á og reka áróður fyrir sölu afurða sinna í aðgengilegum neytendapakkningum?
Þegar úrval matvæla er á boðstólnum í þjóðfélagi þar sem eitt helsta vandamál fólks er tímaskortur, verða menn að standa vaktina í samkeppnisfærni framboða á afurðum sínum, ef varan á að halda markaðshlutdeild sinni. Það hefur ekki verið gert í sambandi við lambakjötið.
Útflutningur á lambakjöti hefur verið á dagskrá í áratugi en ennþá með takmörkuðum árangri. Getur verið að mönnum sjáist yfir það hve lítil geta okkar er til umfram framleiðslu, fram yfir þarfir okkar sjálfra? Allt þjóðfélag okkar er álíka fjölmennt og lítið bæjarfélag eða lítið borgarhverfi í öðrum löndum. Við höfum ekki framleiðslugetu til að tvöfalda framleiðsluna fyrir þjóð okkar, 300 þúsund manns. Við gætum hugsanlega bætt við okkur 100 þúsund manna markaði, fyrir Íslenskt lambakjöt. Við höfum hins vegar verið að leggja í kynningar- og sölukostnað, eins og við værum að markaðssetja fyrir milljóna markað; en fyrir slíkan markað höfum við enga framleiðslugetu.
Ég held við þurfum ekki að leggja mikið á okkur til útflutnings á ekkert, eða lítt unnu lambakjöti. Við þurfum hins vergar að standa með bændum í kröfum á hendur vinnslu- og dreifingaraðila lambakjöts, að þeir nenni að leggja vinnu í framboð á lambakjöti; einnhvað í líkingu við það sem lagt er í framboð á svína- kjúklinga- og nautakjöti.
Við fáum hvergi betra hráefni til matargerðar og með því að auka framboðið getum við líka lækkað verðið, vegna þess að allar fjárfestingar eru til, til þess að auka framleiðsluna. Aukin sala getur því einungis þýtt lækkun verðs, þar sem fasti framleiðslukostnaðurinn dreifist á fleiri kíló kjöts.
Þegar menn taka að sér að stjórna, þurfa menn að geta séð út yfir heildina og nýtt arðsemi fjárfestingar. Það þarf sjávarútvegs- og lanbúnaðarráðherra okkar að læra sem fyrst.
![]() |
Breytingar á matvælalögum í þágu bænda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.6.2008 | 23:56
Eru menn jafnir fyrir lögunum?????????????
Er það ekki merkilegt á að horfa, að saksóknari og ríkisvaldið skuli leggja hundruði milljóna í að leita að sakarefnum og hundelta í dómskerfinu, mann sem í áraraðir hefur lagt sig í líma við að bjóða þjóðinni lægsta vöruverð sem fæst í landinu. En á sama tíma skuli þessir sömu aðilar, saksóknari og ríkisvaldið ganga fram fyrir skjöldu og verja þá aðila sem leggja sig í líma við að rífa niður og eyðileggja atvinnulíf og lífskjör í sjávarbyggðum í kringum landið, og svæla lífsbjörgina frá þessum svæðum með peningagjöfum til þeirra sem fengið hafa ókeypis úthlutað aflaheimildum til atvinnusköpunar í þessum byggðarlögum.
Þetta allt er til verulegrar smánar fyrir alla þá aðila sem í áraraðir hafa stungið höfðinu í sandinn og látið arðræna þjóðina um tugi, ef ekki hundruði milljarða, en á sama tíma beitt öllu afli saksóknar og réttarkerfis til að knésetja þá einstaklinga sem skapað hafa þá lífskjarabót sem þjóðin hefur upplifað í lægra vöruverði undanfarin ár. Kaupmáttaraukningin er ekki ríkisstjórninni að þakka. Hún er því að þakka að Bónus hefur haldið niðri vöruverði í landinu og með því bætt lífskjör almennings.
Ég mun fjalla meira um þetta síðar, þegar ég hef tínt betur saman óforskömmugheitin sem annars vegar hefur verið beitt gegn Baugs-fjölskyldunni og hins vegar gegn fólkinu í sjávarbyggðum landsins.
Sameiginlega eru þetta áreiðanlega ljótustu hryðjuverk Íslandssögunnar.
6.6.2008 | 20:43
Mikill fjöldi fyrirtækja mikið brotlegri en Jón Ásgeir
Ég held að dómarar Hæstaréttar hafi ekki gert sér grein fyrir afleiðingum þess að fella svona dóm yfir svo litlu tilefni sem notað var til að friða saksóknara með dómfellingu yfir Jóni Ásgeiri (J.Á.J).
Mikill fjöldi íslenskra fyrirtækja er í raun mikið brotlegri við bókhaldslög en sem nemur einum reikning, eins og mun vera í tilfelli J.Á.J. Mikil vanhöld eru á því að gefnir séu út löglegir sölureikningar við ýmsar sölur hér á landi. Á löglegum sölureikning á að vera tilgreint hvaða hlut er verið að kaupa, en í flestum tilvikum stendur einungis óskiljanleg talnaruna, eða eitthvað óskiljanlegt á reikningnum, þannig að eftir nokkrar vikur ertu búinn að gleyma hvað það var sem keypt var samkv. "þessum" reikning. Þetta er bæði brot á bókhaldslögum og söluskráningu samkv. virðisaukaskattslögum.
ALLIR kvótasalar eru brotlegir gagnvart bókhalds- og virðisaukaskattslögum, vegna sölu á óveiddum fiski í sjónum (kallað kvótaleiga eða kvótasala). Söluaðili verður að gæta þess að seljandinn hafi eignarforræði yfir því sem hann er að selja. En svo vill til að ENGINN söluaðili kvóta hefur eignarforræði eða söluheimild yfir því aflamagni sem þeir hafa einungis nýtingarheimild fyrir.
Þar til viðbótar er sala á fiski virðisaukaskattskyld frá ársbyrjun 1994. En allt frá þeim tíma hafa söluaðilar óveidds fisks aldrei skilað virðisaukaskatti af öllum þeim þúsundum tonna af fiski (í raunverulegri sameign þjóðarinnar), sem þeir hafa með ólögmætum hætti selt og tekið andvirðið í sína vörslu, þegar þeir framselja (afhenda öðrum) aflaheimildir.
Hingað til hafa seljendur óveidds fisks skotið sér bak við það að ekki sé tilgreindur virðisaukaskattur á þeim ólögmætu pappírum sem kvótasalinn gefur út við söluna. Um það er þetta að segja.
Sala á fiski er virðisaukaskattskyld. Þess vegna ber að tilgreina virðisaukaskatt með einingaverði (kílóverði) kvóta. Í lögum um virðisaukaskatt segir hins vegar, að ef við tilgreiningu verðs á virðisaukaskattskyldri vöru, er ekki tekin fram upphæð virðisaukaskatts til viðbótar verðinu, er virðisaukaskatturinn innifalinn í uppgefnu verði.
Allir sem keypt hafa kvóta, vita að virðisaukaskattur er ekki gefinn upp til viðbótar verði, sem segir, að þar sem verið er að tilgreina verð á virðisaukaskattskyldri vöru, er sá skattur innifalinn í verðinu. Söluaðilarnir hafa hins vegar ALDREI skilað ríkissjóði þessum skatti, heldur stungið honum í eigin vasa.
Já þetta er einungis lítið brot af öllum þeim lögbrotum sem framin eru við sölu á óveiddum fiski í sjónum, skráningu Fiskistofu á þessum ólögmætu viðskiptum og ólögmætri heimild Ríkisskattstjóra fyrir því að útgerðarfyrirtæki skrái þessa ólögmætu kaup sem eignarþátt í bókhaldi fyrirtækja sinna. Þarna eru framin lögbrot uppá marga tugi milljarða, undir verndarvæng Fiskistofu, Ríkisskattstjóra, Fjármálaráðherra og Alþingis, og áreiðanlega með vitund dómara við Hæstarétt.
Svo fella þessir blessuðu menn í Hæstarétti dóm vegna eins reiknings, upp á afar lága upphæð í samhengi við það sem hér hefur verið reifað; reiknings sem ágreiningur virðist um hvort hafi í raun verið lögmætur, eða ekki.
Allir eiga að vera jafnir fyrir lögunum. Ef það atriði sem er forsenda dómsins yfir J.Á.J. er ástæða brottvikningar hans úr opinberum stjórnum fyrirtækja sinna, er ljóst að miklar hreinsanir eru framundan í Íslensku viðskipta- og skattaumhverfi á komandi vikum og mánuðum.
Við skulum fylgjast vel með.
![]() |
Jón Ásgeir þarf að víkja úr stjórn Baugs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.6.2008 | 14:31
Þessi höfnun stenst ekki mannréttindi
Það er ljóst að þessi höfnun Hæstaréttar stenst ekki þau ákvæði mannréttinda sem Hæstarétti er skylt að virða, sem einn af aðilum valdstjórnar lýðveldis okkar. Alþingi hefur fullgilt mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og í ljósi þess að Hæstarétti ber að virða ákvarðanir Alþingis, brjóti þær ekki í bága við stjórnarskrá eða viðurkennda og staðfesta fjölþjóðasamninga hlýtur að vera einhver villa í ferlinu.
Mannréttindanefndin kemst að þeirri niðurstöðu að löggjöfin um fiskveiðistjórnun gangi gegn þeim mannréttindum sem okkur er skylt að virða. Það segir okkur í raun að íslensk stjórnvöld geta ekki beitt þessum lögum gegn íslenskum þegnum sínum og íslenskir dómstólar geta ekki úrskurðað sök á grundvelli þessara laga, fyrr en eftir að endurskoðun þeirra er lokið, þannig að þau standist þau viðmiðunargildi sem mannréttindanefndin kunngerði í úrskurði sínum.
Á þessum sama grunni er Hæstarétti skylt að endurákvarða þær dómsniðurstöður sem byggðar eru á þessum lögum, komi fram ósk um slíkt frá dómþolum, hvað varðar þau manréttindi sem Mannréttindanefndin hefur úrskurðað að lögin brjóti gegn.
Því verður hins vegar að halda til haga, að í dómum Hæstaréttar hafa mannréttindi yfirleitt verið neðarlega í forgangsröðinni, þegar ríkisvaldið vill koma fram áformum sínum gegn þegnum þjóðfélagsins. Sama á við þegar þegnar landsins þurfa að sækja mannréttindi sín gegn ríkinu. Þá gengur Hæstiréttur ískyggilega langt út fyrir réttláta málameðferð, til að brjóta niður getu manna til að leita réttlátra dómsniðurstaðna.
Til þess að Hæstiréttur hafi lögformlega heimild til endurupptöku máls, þurfa að koma fram ný gögn, sem ekki vori í fyrri málmeðferðinni. Verða þau að gefa annað sjónarhorn á réttarstöðu dómþola. Komi þau fyrir réttinn, megi leiða að því sterkar líkur, að niðurstöðu dóms á grundvelli þeirra, yrði á annan veg fyrir dómþolann.
Ekki fer á milli mála að úrskurður Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna var ekki til staðar þegar Hæstiréttur, á sínum tíma, kvað upp sinn dóm í þessu umrædda máli. Ekki fer heldur á milli mála að Alþingi okkar hefur undirgengist þá skyldu að hlýta niðurstöðum mannréttindanefndarinnar. Undir vilja Alþingis, gagnvart þessum skuldbindingum, er Hæstiréttur seldur, enda hefur hann ekki löggjafarvald, einsungis úrskurðarvald ágreiningsmála innan þeirra lagaheimilda sem Alþingi staðfestir.
Ég segi því við Örn Snævar og félaga hans. Farið aftur yfir forsendurnar sem þið senduð Hæstarétti. Finnið beinskeytta tilsvörun þar sem niðurstöður Hæastaréttar ganga þvert gegn þeim skilningi mannréttinda sem fram kemur í úrskurði nefndarinnar og sendið inn aðra áskorun um endurupptöku.
Neiti Hæstiréttur slíkri beiðni, er hann að segja sig úr lögsögusambandi við þjóðina og forseta ber að leysa alla dórmara hans frá störfum og skipa nýja dómara.
![]() |
Hæstiréttur hafnaði endurupptöku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.6.2008 | 21:25
Athyglisverð niðurstaða
Líklega var settur endapunktur við Baugsmálið í dag, með dómi Hæstaréttar. Ég hef ekki séð dóminn en af fréttum að dæma hefur ákæruvaldið farið afskaplega illa með valdheimildir sínar og fjármuni okkar, með þessum málaferlum. Samþykktir ákæruliðir eru afar fáir og lúta flestir að bókhladsþáttum, sem ekki virðast hafa valdið tjóni.
Hæstiréttur hefur margítrekað sannað á undanförnum árum, að þar innandyra er afar takmörkuð þekking á bókhaldi og bókhaldsreglum. Ítrekað hefur þessi réttur þrástagast á að dæma bókhaldsþætti í máli ákæruvaldsins gegn Eggert Haukdal. Stöðugt dæmir Hæstiréttur sekt í því máli, þó löngu sé búið að sanna fyrir dómnum, meira að segja af endurskoðandanum sem upphaflega bjó hið meinta sakarefni til, að fylgiskjölin sem eiga að innihalda ákæruliðina, séu ekki til í þeim bókhaldsgögnum sem ákæran er unnin úr.
Meðan ekki er áþreifanleg meiri þekking á bókhaldi og bókhaldsreglum í Hæstarétti, en bæði Eggertsmálið og fleiri mál sem ekki verða tiltekin hér, bera með sér, finnst mér líklegt að líta megi á niðurstöðuna í dag sem tilraun til að rétta ákæruvaldinu lítinn brauðmola svo þeir fari ekki allslausir frá borðinu eftir 6 ára þrotlausa tilraunir til að búa til sök á hendur Jóni Ásgeiri.
Í ljósi hinna tíðu og augljósu lögbrota ýmissa ráðherra undanfarin ár, er beinlínis hlálegt að heyra þessa meintu sakfellingu yfir Jóni Ásgeiri.
Svo að lokum má velta fyrir sér einu atriði.
Þegar saksóknari eða lögmenn flytja sóknar- eða varnarræður fyrir hérðasdómi, eru þær ræður tekna upp á segulband, þannig að dómarar geta, við ákvörðun um dómsniðurstöðu, hlustað aftur á ræðurnar til að glöggva sig betur á efni þeirra.
Þegar hins vegar sóknar- eða varnarræður eru fluttar fyrir Hæstarétti, eru ræðurnar EKKI teknar upp á segulband og hafa dómarar því EKKI möguleika á að skerpa athygli sína á einhverjum þáttum í málflutningi lögmanna, þegar þeir eru að vinna dómsniðurstöðuna, líklega nokkrum dögum eftir að málflutningurinn fór fram.
Þessi þáttur einn og sér setur afar stór spurningamerki við ýmsar dómsniðurstöður Hæstaréttar í umfangsmiklum málum, þar sem lögmenn flytja mál sitt í tiltölulega löngu máli.
Ég vík kannski betur að því síðar.
![]() |
Baugsmálinu lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur