28.5.2009 | 18:47
ESB sinnar - Í leit að nýju foreldrahúsi
Það er dapurlegt að horfast í augu við þá staðreynd hve fáir stjórnmálamenn okkar eru tilbúnir til að hugsa eins og fullþroska fullorðið fólk, sem tilbúið er til að taka ábyrgð á eigin lífi og axla sjálft þá ábyrgð sem því tilheyrir að vera sjálfstæður einstaklingur.
Allar helstu væntingar þeirra sem telja ESB aðild færa okkur einhverjar lausnir, eru í raun að segja að þeir séu ekki orðnir það þroskaðar persónur að þeir treysti sér til að taka ábyrgð á þeim aðstæðum sem fylgja því að vera sjálfstæður. Þeir leita því örvæntingarleit að nýju foreldrahúsi, til að skríða í skjól í, fyrir þeim aðsteðjandi erfiðleikum sem takast þarf á við í nánustu framtíð. En hverjir eru svo þessar miklu væntingar sem bera til ESB aðildar.
MEIRI STÖÐUGLEIKI: ESB sinnar segja að með því að ganga í ESB muni verða hér meiri stöðugleiki. Enginn þeirra hefur útskýrt með hvaða hætti slíkur stöðugleiki verði til, við það eitt að ganga í ESB.
Staðreyndin er hins vegar sú, að TIL ÞESS AÐ FÁ AÐ GANGA Í ESB, þurfum við sjálf að koma á stöðugleika í efnahagslífi. Við þurfum að sýna fram á, yfir nokkurra ára tímabil, að við getum haldið ríkisfjármálum innan tilskilinna jafnvægismarka, þannig að halli á ríkissjóði verði ekki nema tiltekin prósentuhlutfall af tekjum. Þetta þurfum við að gera sjálf, og ef við getum þetta til að gerast meðlimir í ESB, þá getum við þetta líka fyrir okkur sjálf, án aðildar að ESB.
Viðskiptajöfnuður við útlönd þarf að vera innan tilskilinna marka. Þeim árangri þurfum við sjálf að ná. Ef við getum það til að verða aðilar að ESB, þá getum við það líka, bara fyrir okkur sjálf.
LÆGRI VEXTIR: Ein af þeim gulrótum sem ESB sinnar beita óspart, er að með því að ganga í ESB, fáum við lægri vexti. Þetta er ekki rétt. Hins vegar þurfum við sjálf að lækka hjá okkur vextina til að fá inngöngu í ESB. Við þurfum líka sjálf, að koma jafnvægi á gjaldmiðilsmál okkar, þannig að tiltekin stöðugleiki sé á milli verðgildis krónunnar okkar og evrunnar. ESB yfirstjórnin gerir ekkert af þessu fyrir okkur; við verðum algjörlega að ná þessum árangi sjálf, með tilheyrandi aga á viðskiptalífi okkar og fjármálastarfsemi.
VIÐ GÆTUM FENGIÐ AÐ TAKA UPP EVRU: Það er á engan hátt sjálfgefið að þó við gerðumst aðilar að ESB, þá fengjum við að taka upp evru. Sú heimild er háð mörgum ströngum skilyrðum, m. a. um þá stöðugleikþætti sem að framan eru nefndir.
Nú er það svo, að þó við fengjum heimild til að kalla mynt okkar evru, þá fáum við einungis heimild til að prenta eða slá ákveðna upphæð í þeirri mynt, sem jafngilti verðgildi þess magns af krónum sem hjá okkur væri í umferð. Allar ESB þjóðir sjá sjálfar um útgáfu sinnar grunnmyntar, þó ein evra sé allstaðar ein evra innan ESB; þá eiga þær sér allar ákveðið upphafs og heimaland.
Sagt hefur verið að með því að taka upp evru, munum við losna við Seðlabankann okkar. Þetta er ekki rétt, eins og allir geta athugað sem áhuga hafa á. Því, allar evruþjóðirnar hafa sína egin Seðlabanka, þó Seðlabanki Evrópu sé samræmingarmiðstöð, sem hafi tiltekna möguleika til að veita einhverja skammtímaaðstoð, komist einhver af Seðlabönkum þjóða ESB í fjárhagsvanda. Seðlabanki Evrópu veitir enga styrki eða framlög, heldur einungis lán, sem tvímælalaust verður að endurgreiða.
Af máli margra ESB sinna má merkja, að með inngöngu í ESB og upptöku evru, fáum við aðgang að miklu fjármagni til allskonar verkefna sem okkur muni langa til að framkvæma. Raunveruleikinn er allt annar.
Eins og að framan segir, fengjum við einungis heimild til útgáfu ákveðinnar upphæðar af evrum, við inngöngu í evrusvæðið. Ef við vildum fá fleiri evrur í umferð, væru til þess aftirafandi leiðir.
Við gætum lagt fyrir hjá miðstjórn evrusvæðisins, umsókn um að fá að gefa út meiri upphæðir af evrumynt (seðlum eða sleginni mynt) en það sem við hefðum fengið. Slíkri umsókn þyrfti að fylgja skýr og traust röksemdafærsla, sem miðstjórn myntsambandsins tæki gilda til að heimila aukningu peningamagns í umferð.
Við gætum tekið tiltekið magn af evrum að láni, frá einhverjum aðila sem vildi lána okkur, en slíkt lán yrði að endurgreiða á tilteknum gjalddaga. Slíkt lán væri ekki hægt að nota til langtíma fjárbindinga eða neyslu, nema vera tilbúinn til að draga saman í útgjöldum yfir það árabil sem það tæki að endurgreiða lánið.
Við gætum framleitt hér innanlans, helst að sem mestu úr innlendu hráefni og sem minnstu af innfluttum aðföngum, vörur eða þjónustu sem við gætum selt öðrum þjóðum; hvort sem þær væru á evrusvæði eða utan þess. Þær evrur sem við fengjum þannig inn í fjármálaumhverfi okkar, væru okkar eign, með alveg sama hætti og sá gjaldeyrir sem við fáum nú fyrir útflutningsafurðir okkar.
Eins og hér hefur verið rakið, er mikilvægasti ókostur þess að hafa fyrir þjóðarmynt, gjaldmiðil sem við ráðum ekki sjálf, að við höfum ekki sjálfstætt vald eða heimilt til að auka peningamagn í umferð. Komi til þess að slíks sé brýn þörf, vegna utanaðkomandi áfalla eða þjóðfélagslegra hamfara, t. d. náttúruhamfara.
Ef við hefðum t. d. verið með evru, þegar Suðurlandsskjálftinn reið yfir núna síðast, hefðum við trúlega ekki geta brugðist eins hratt við til úrbóta og endurreisnar á svæðinu, því við hefðum þurft að sækja um heimilt til að auka svo mikið útgjöld þjóðfélagsins, fram yfir þær tekjur sem mynduðust (snarauka hallarekstur samfélagsins). Einhvern tiltekinn tíma hefði tekið að fá slíka heimild og á meðan hefði fólkið þurft að hafast við í þeim aðstæðum sem fyrir hendi voru, eftir skjálftann.
Hér hefur einungis verið drepið á fáein atriði sem þarf að hafa í huga, ef tekin verður ákvörðun um að sleppa fjárhagslegu sjálfsforræði þjóðarinnar. mörgum fleiri atriðum væri hægt að velta upp, en læt þetta nægja í bili.
![]() |
Sögulegur dagur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.5.2009 | 21:51
Heimskulegt og vitlaust að tala um erlendar skuldir þjóðarbúsins, sem hlutfall af vergri landsframleiðslu
Það vekur stöðugt hjá mér spurningar um raunverulega þekkingu á þjóðfélagslegri hagstjórn, þegar ég heyri svokallaða "fræðimenn" (t. d. hagfræðinga) tala um erlendar skuldir þjóðarbúsins sem ákveðið hlutfall af vergri landsframleiðslu. Ég velti fyrir mér hvort þessir aðilar geri ekki greinarmun hutakinu "landsframleiðsla" og hutakinu "gjaldeyristekjur þjóðfélagsins).
Það er útilokað að greiða erlendar skuldir þjóðarbúsins með landsframleiðslunni, því hún (landsframleiðslan) sýnir fyrst og fremst heildar veltu allrar starfsemi í þjóðfélaginu; sama hvort þar er um að ræða menntun, heilsugæslu, opinbera stjórnsýslu, verslun, eða jafnvel kostnað vegna skemmda af völdum jarskjálfta eða annarra hörmunga sem valda kostnaði í þjóðfélaginu.
Flestir ættu að sjá, að þess er tæplega að vænta að við greiðum erlendar skuldir með þeirri veltu sem fer í kostnaðar vegna hamfara eða slysa. Slíkt á þó að auðvelda okkur greiðslugetuna, að mati þeirra svokölluðu "sérfræðinga" sem stöðugt klifa á því að erlendar skuldir sé einhvert hlutfall af landsframleiðslu.
Við greiðum engar skuldir með öðru en tekjum. Þannig greiðsum við engar erlendar skuldir með öðru en gjaldeyristekjum. Af þeirri einföldu ástæðu á ALDREI að tala um erlendar skuldir á annan hátt en sem hlutfall af gjaldeyristekjum þjóðarinnar.
Uppgjörshugtakið "Verg landsframleiðsla" er komið frá Sameinuðu þjóðunum, til þess ætlað að fá samtóna upplýsingar frá öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, um dreifingu fjármagns um hinar ýmsu greinar þjóðlífs hverrar þjóðar. Með þessari aðferarfræði greina SÞ mismunandi áherslur ríkisstjórna á hina ýmsu þjónustuþætti sem þær veita þegnum sínum og einnig með hve frjálsum og óheftum hætti hið almenna viðskiptalíf þrífst og dafnar. Með því að fá sama uppgjörsformið frá öllum aðildarríkjum, fá SÞ fullkomlega sambærilegar upplýsingar um hlutfall menntunar heilsugæslu, velferðar og fleiri þátta, í öllum sínum aðildarríkjum.
Af þessari ástæðu er hugtakið "verg landsframleiðsla" ekki mælikvarði á efnahagslega eða viðskiptalega hagsmuni þjóðar, í viðskipum við aðrar þjóðir, hvort sem þar er mælt í vöru- eða þjónustuskiptum. Landsframleiðsla mælir ekki heldur með gagnlegum hætti bein eða óbeina áhrif gjaldeyrisskapandi atvinnu- eða þjónustustarfsemi á einstök atvinnusvæði, sem er grundvöllu þess að geta haldið jafnvægi í byggðum landsins.
Þetta hljóta þessir svokölluðu "fræðingar" að vita. Hins vegar virðast hagfræðingar víða í veröldinni, hafa sameinast um að forðast samanburð á erlendum skuldum og gjaldeyristekjum, eftir að skuldabréfa og og önnur verðbréfavelta í heiminum fór það langt út fyrir raunhæf greiðslumörk, að til verulegrar gangrýni horfði.
Ef hagfræðingar okkar, ætla að vinna með NÝJA ÍSLANDI í því að útrýma spillingu, opna og gera skiljanlegt opinbert upplýsingakerfi, verða þeir að þora að tala eðlilegt mannamál (alþýðumál) þegar þeir tala um eðlilega þætti er varða tekjur og útgjöld þjóðfélagsins. Annað gengur ekki til lengdar.
27.5.2009 | 14:02
Markaðslegt "frelsi" er löngu hrofið vegna glórulausrar skuldsetningar
Það er athyglisvert að sjá og heyra menn tala um "markaðslegt frelsi" í sambandi við verðlagningu á gjaldeyri okkar. Augljóslega horfa menn einungis á hugtakið "frelsi" út frá hugsuninni "mig langar til".
Hugtakið "frelsi" á sér ævinlega tvær hliðar. Annars vegar frelsið til að gera það sem maður vill. Hins vegar frelsi til að skapa sér þær aðstæður að maður geti gert það sem maður vill.
Mikill meirihluti Íslendinga hefur látið af hendi frelsi sitt, með því að skuldsetja sig svo mikið að frelsi þeirra til ráðstöfunar á tekjuöflun sinni er afar lítið; og sumstaðar ekki neitt. Þeir hafa því ekkert frelsi um það með hvaða hætti ráðstafa tekjum sínum. Þeir hafa ekki einu sinni frelsi til þess að ákveða sjálfir hvort þeir afli sér tekna eða ekki. Þeir hafa skuldbundið sig til að afla nægra tekna til að greiða vexti og afborganir af lánum sínum. Þeir eru í raun í ánauð, líkt og þrælarnir forðum.
Frelsi til eyðslu gjadleyris, getur þjóð einungis skapað sér með því að afla sér gjareyrisforða, sem hægt er að eyða. Hægt er að skapa sér svigrúm frá beinni gjaldeyriseign, með því að fá lánaðan gjaldeyri, sem þá þarf að greiða með tekjum sem síðar verður aflað. Með slíku er að vísu búið að skerða frelsið til ráðstöfunar þeirra tekna sem aflað verður á næstunni, því áður en frelsið skapast, þarf að draga frá þann gjaldeyri sem greiða þarf, vegna fyrri eyðslu.
Ég tel að frekar fáir Íslendingar séu það úr takti við það sem hér hefur gerst á undanförnum árum, að þeir álíti okkur hafa einhvert frelsi í gjaldeyrismálum á næstu árum. Þó skera sig þar úr fáeinir hagfræðingar, sem að mesti leiti virðast hafa tengsl við Háskóla Íslands. Hvort það er vísbending um kennslu þessara fagþátta í þeim skóla skal ósagt látið, en óneitanlega vekur athygli venþekking þeirra á hugtakinu "frelsi".
Með algjöru andvaraleysi okkar sjálfra, gagnvart framgöngu stjórnmálamanna okkar og stjórnenda lánastofnana á undanförnum árum, létum við af hendi frelsi okkar til að taka samtímaákvarðanir um ráðstöfun þeirra tekna sem þjóðfélagið aflar. Við leyfðum þessum aðilum, í skjóli þeirra tekna sem þjóðfélagið aflar sér, að skuldsetja fyrirtæki sín og þjóðfélagið allt svo rækilega, að það munu líða mörg ár þangað til við getum talað - af raunveruleika - um að við höfum frelsi til ráðstöfunar á tekjum þjóðarinnar.
![]() |
Ekki raunhæft að festa gengið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.5.2009 | 11:38
Er Mats Josefsson of hreinskilinn ? Hvað segir það okkar ?
Niðurlag þessarar fréttar er einkar athyglisvert. Einn þeirra sem sitja vinnufundi með Josefsson er sagður segja að: Ekki væru allir vanir slíkri hreinskilni þegar kæmi að vinnu sem þessari innan stjórnsýslunnar.
Getur verið að þarna hafi blessaður maðurinn einmitt sagt ástæðuna fyrir því að sú spilling sem nú virðist innan stjórsýslunnar, hefur blómstrað í langan tíma? Getur verið að óheiðarleiki og meðvirkni hafi verið vegabréf velgengni innan stjórnsýslunnar? Getur það verið ástæðan fyrir því að menn verða svona skelfdir þegar við þá er tala af fullri hreinskilni, sem fullþroska og menntaða menn, en ekki sem hirð hins fatalausa keisara.
Það sem ég hef heyrt til þessa Josefssons, hefur mér fundist vera þjóðfélagi okkar til framdráttar. Greining hans í Fréttablaðinu í dag 26/5 2009 er afar skýr, heiðarleg og raunsæ, en líklega of beinskeitt til þess að hrið hins fatalausa keisara fallist á hana. Geri þeir það opinberast einnig að menn sátu rólegir við veisluborðið, meðan þjóðin var rænd flestum verðmætum sínum.
Og hvernig lýsir Josefsson aðstæðum á Íslandi. Í Fréttablaðinu segir hann:
"Ég hef tekist á við margar bankakreppur en enga eins og þessa á Íslandi." Hann segir að eftir einkavæðinguna hér árið 2003 hafi bankarnir byrjað að kaupa fyrirtæki út um allt. Ekkert þessu líkt hafi nokkru sinni átt sér stað.
Hvað gerðist? Fannst einhver gullnáma á Íslandi eða jukust tekjur þjóðarbúsins einhver ósköp, sem gerðu bönkunum kleift að fara í stórauknar fjárfestingar?
Nei, ekkert af þessu gerðist. Hins vegar sáu þeir ungu menn sem komu til starfa í bönkunum að svikamilla hlutabréfaviðskipta, sem í smáum stíl, var sett af stað undir lok níunda áratugs síðustu aldar, hafði fengið að þróast í friði, þrátt fyrir að ég hefði bent rækilega á hvernig hún væri framkvæmd og hvaða áhrif hún hefði á eiginfjárstöðu þeirra fyrirtækja sem notuðu hana.
Og hvað sér Josefsson að hafi gerst á þessum árum, frá 2003?
Hlutabréfamarkaðurinn nífaldaðist, segir hann.
Þetta er alveg rétt, því vísitala hlutabréfamarkaðarins fór á þessu árabili í rúm 9000 stig, en er nú kominn niður fyrir 1000. Engin þjóðfélagsleg tekjuaukning, eða raunbreyting á rekstrarumhverfi neinna fyrirtækja, gat gefið eðlilegar skýringar á þessari verðmætaaukningu hlutabréfa. Verðmætaaukningin passað hins vegar fullkomlega inn í þá svikamillu sem ég hafði varað við, undir lok níunda áratugsins.
Ástæður þessarar svikamillu voru fyrst og fremst að fá skráða hærri eiginfjárstöðu fyrirtækjanna, einkanlega bankanna, í því augnamiði að gera þau veðhæfari til töku hærri lána. Bönkunum var þetta afar mikilvægt, því þeir fengu mikið af erlendu fjármagni, gegn afar lágum vöxtum, en gátu aftur lánað þetta fé út gegn hæstu vöxtum í heimi. Með réttri stýringu hefðu þeir geta hagnast umtalsvert á þessu, en greinilegt þekkingarleysi á heildaráhrifum snöggrar veltuaukningar í þjóðfélaginu, varð til þess að þeir festu fjármagnið á vitlausum stöðum.
Til þess að koma sínu mikla lánsfé í vaxtaberandi notkun, var heppilegast leiðin fyrir bankana að pressa á hækkun húsnæðisverðs. Þannig var fljótlegast að auka skuldastöðu fólks, til að fá frá því vaxtagreiðslur. Þetta sér Josefsson einnig og segir í Fréttablaðinu:
..húsnæðisverðið þrefaldaðist, efnahagur fjölskyldnanna þrefaldaðist og ríkið fékk miklar tekjur.
Þetta var það sem fólkinu í landinu var talin trú um að væri GÓÐÆRI. Aukningin á þjóðartekjunum var svo lítil að hún dugði ekki til að greiða aukninguna á innflutningi á neysluvörum, sem aftur varð þess valdandi að viðskiptahalli varð við útlönd. Við gátum ekki borgað nema hluta af því sem við keyptum, þó stjórnmálalegt átrúnaðargoð margra, talaði stöðugt um hið mikla GÓÐÆRI á Ísalndi; og hjörðin bergmálaði heimskuna, líkt og hirð hins fatalausa keisara, dásamaði nýju fötin hans.
Það er greinilega mikið verk fyrir höndum að hreinsa út úr stjórnsýslunni hirðina sem ekki þolir heiðarleikann, ef við eigum að geta vænst varanlegra úrbóða í efnahagsmálum okkar. Hvort það tekst, skal ósagt látið í bila, að minnsta kosti.
![]() |
Tafir á uppskiptingu milli nýju og gömlu valda titringi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.5.2009 | 18:47
Undarlegar forsendur hjá AGS
Maður getur nú ekki annað en undrast þær forsendur sem fulltrúar AGS setja fram á fundi sínum með fulltrúum Samstöðu. Sé það rétt sem sett er fram í Mbl. frétt um fundinn, virðist margt benda til að einhver vanþekking sé á ferðinni varðandi hagsmuni okkar.
Í fréttinni segir að: aðgerðaráætlun AGS og ríkisstjórnarinnar miði að þremur þáttum; endurreisn banka, endurreisn gjaldmiðilsins og að gera ríkisfjárhaginn sjálfbærann, þ.e að ná jafnvægi í ríkismálum.
Í fyrsta lagi er ekki verið að endurreisa bankana. Það voru stofnaðir þrír nýir ríkisbankar út úr rústum hlutafélagabankanna. Þessir nýju ríkisbankar geta einungis yfirtekið skuldir frá hlutafélagabönkunum að jafnvirði söluverðs þeirra veða sem tryggja lánin. Aðrar skuldir hafa þeir ekki heimild til að yfirtaka. Þeir geta hins vegar tekið að sér tímabundna innheimtu lána fyrir hlutafélagabankana (gömlu bankana), meðan efnahagsreikning nýju bankanna er ekki lokað. Mér hefur sýnst að ferlið sé enn í þeim farvegi, fyrst enn er verið að innheimta lánin samkvæmt upphaflegum höfuðstól þeirra, sem nú er sagður vera meira en tvöfallt verðgildi þeirra veða sem til tryggingar eru.
Mikilvægt er, að skilanefndir bankanna átti sig á að langur dráttur á að aðskilja efnahagsreikninga nýju ríkisbankana frá gömlu hlutafélagabönkunum, getur skapað ríkissjóði bótaábyrgð, verði liðinn svo langur tími frá hruninu að kröfuhafar í gömlu bankana nái ekki að leggja löghald á eignir stjórnamanna og stjórnenda gömlu bankana, til tryggingar á kröfum sínum. Þau tímamörk færast óðfluga nær. Af framgöngu AGS virðist augljóst að þeir aðilar eru fyrst og fremst að hugsa um að tryggja hagsmuni kröfueigendanna í gömlu bankana, en ekki hagsmuni atvinnulífs og einstaklinga þessa lands.
Af hverju segi ég þetta. Hvaða tákn sé ég sem bendir til þessara þátta? Þau tákn felast fyrst og fremt í hinum háu stýrivöxtum. Fulltrúar Samstöðu, spurðu AGS um umdeilda stýrivaxtasefnu. Svarið var:
Fulltrúar AGS sögðust telja að til að ná jafnvægi á útflutningstekjum þjóðarinnar og koma í veg fyrir algjört hrun á innflutningi til landsins væri nauðsynlegt að halda stýrivöxtum háum um stundarsakir auk gjaldeyrishafta. (áhersluletur er mitt)
Þessi rök ganga ekki upp og eru beinlínis í hrópandi andstöðu við hagsmuni þjóðarinnar, en eru fyrst og fremst hagsmunir fjármagnseigendanna, sem í þessu tilfelli eru að mestu erlendar lánastofnanir.
Ríkisbankarnir velta svo til eingöngu endurlánuðu erlendu fjármagni. Með því að halda stýrivöxtum svona háum, fá fjármagnseigendurnir því hæstu vexti sem fáanlegir eru í heiminum, af fé sem þeir eiga hér. Atvinnugreinar Útflutnings, eru afar háðar afurða- og rekstrarlánum til að geta skapað þjóðinni tekjur. Hátt vaxtastig heldur því uppi því háa hlutfalli sem erlendir fjármagsneigendur fá af útflutningstekjum okkar, sem vaxtagreiðslur. Þannig vinna háir stýrivextir beinlínis gegn hagsmunum þjóðarinnar, til umtalsverðra hagsmuna fyrir erlenda fjármagnseigendur.
Það er ótrúleg öfugmæli sem koma fram í svari AGS er þeir segja að háir stýrivextir séu til þess að: koma í veg fyrir algjört hrun á innflutningi til landsins. Ekkert ráð er betra til, til þess að láta allan innflutning hrynja, en að halda stýrivöxtum svo háum að verslanir geti ekki fjármagnað nauðsynlegan innflutning. Að þessu leit er AGS einnig að gæta hagsmuna erlendra fjármagnseigenda, því með því að hindra, og helst stöðva útsreymi gjaldeyris (til greiðslu á innflutningi) tryggja þeir batnandi gjaldeyrisstöðu þjóðarinnar, sem þeir stefna að svo meira verði til greiðslu skulda hinna erlendi fjármagnseigenda.
Með því að halda stýrivöxtum háum, er því AGS á afar opinskaán hátt Á ALLAN HÁTT, að vinna gegn grundvallarhagsmunum þjóðarinnar og gera efnahagsvanda okkar umtalsvert erfiðari og lengri en eðlilega atburðarás ætti að gefa tilefni til.
![]() |
Ætti að afþakka ráðgjöf AGS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.5.2009 | 18:50
Fyrning veiðiheimilda er vitlaus hugmynd
Það er ekki hægt að fyrna það sem ekki er til. Það sem kallað hefur verið "varanleg aflahlutdeild" hefur aldrei verið lögformlega til. Alþingi hefur ALDREI samþykkt neitt sem heitir föst aflahlutdeild til ákveðinna skipa. Þess vegna er EKKERT skip með RÉTT á hlutdeild umfram það magn sem skipið hefur veitt að meðaltali á síðastliðnum þremur árum.
Það er forkastanleg þrjóska, sem jaðrar við heimsku, að halda því fram að varanleg aflahlutdeild sé til, en hafa samt ekki geta framvísað lagaheimildum er styðji þá fullyrðingu. Ég hef í meira en áratug, svo tugum skiptir, óskað eftir að þessar lagaheimildir verði lagðar fram, en enginn hefur enn treyst sér til að opinbera þær.
Ég er svo sem vanur þessari þrjósku, því þau öfl sem knýja áfram þetta svífyrðilega ranglæti við framkvæmd fiskveiðistjórnunar, hafa á annan áratug verið á flótta undan rökfræði minni og fjöldamargar breytinga gert á framkvæmdinni þegar yfir vofði kæra frá mér. Þar má nefna fyrstu ábendingu mína um heimildarleysi til hárrar gjaldtöku fyrir veiðiheimildir, en þá var 18. gr. laga um fiskveiðistjórnun felld niður, en þar var gjaldtakan skilgreind.
Næst má nefna margar breytingar á lögunum um nytjastofna sjávar, þar sem hvert mannréttindabrotið tók við af öðru. Rokið var til að breyta þeim lögum eftir að ég hafði óskað eftir við Héraðsdóm Reykjavíkur að fá að höfða mál til ógildingar á lögunum sem heild.
Þá var Kvótaþing lagt niður á einni viku, þegar ég sendi inn kæru vagna ólögmætrar starfsemi. Þá var að ljúka deilunni um að greiða bæri virðisaukaskatt af ALLRI sölu (þar með talið svokallaðri leigu) veiðiheimilda. Sú deila hefur staðið í átta ár, en útkljáðist loks núna í upphafi ársins, þegar skattayfirvöld gáfust upp á þeirri vitleysu að ekki þyrfti að greiða virðisaukaskatt af kvótasölu, eftir 1. janúar 1994, þegar virðisaukaskattur var lagður á fisk. Frá þeim tíma BER að greiða VSK af ÖLLUM kvótaviðskiptum.
Það er í raun undravert, það afl sem kemur í veg fyrir að alþingismenn virði hagsmuni samfélagsins meira en einhvert afl sem heldur þeim í viðjum heimskulegs fáránleika í sambandi við framkvæmd fiskveiðistjórnunar.
Það þarf ekkert útgerðarfélag að fara á hausinn vegna breytinga í fiksveiðistjórnun; eða að sú breyting muni þýða að skip fái minni heimildir til veiða en þau hafi veitt fram til þessa. Að menn skuli halda slíku fram, sýnir fyrst og fremst þekkingarleysi þeirra á heildarmynd núverandi framkvæmdar og hvernig sú mynd passar inn í það lagaumhverfi sem stjórnunin á að fara eftir.
Það er meira en áratugur síðan ég lagði fram raunhæft plan um hvernig þjóðfélagið verði keyrt út úr þessari vitleysu, sem sjávarútvegurinn er kominn í. Það plan hefur sýnt sig að geta gengið upp, með tiltölulega litlum óþægindum, sé miðað við það sem við blasir með núverandi tillögum um fyrningu.
![]() |
Eigandinn heldur áfram að borga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur