Ég hélt að við værum með þokkalega menntað fólk á Alþingi og að í framvarðarsveit stjórnsýslunnar væri einnig vel menntað fólk. Reyndar má vel vera að svo sé, en opinberlega er nú orðið afar ljóst að sú menntun sem þetta fólk hefur hlotið, hefur ekki aukið skynsemi þess eða dómgreind.
Sífellt talar þetta fólk um "skuldir okkar Íslendinga", þegar fjallað er um glæfralega stjórnunarhætti stjórnenda sjálfstæðs hlutafélags. Að vísu er þetta hlutafélag skráð hér á landi, en AÐ ENGU LEITI á ábyrgð ríkissjóðs.
Þá er því ekkert haldið til haga, að Íslensk lög eða stjórnunarhættir, gilda ekki um starfsemi íslenskra fyrirtækja á erlendri grundu. Í slíkum tilvikum gilda lög hvers lands fyrir sig. Í tilfellum Landsbankans, varðandi IceSave reikningana, giltu lög Bretlands og Holands um starfsemi bankans í þeim löndum.
Eftirlitsskykldan var því ALFARIÐ á ábyrgð stjórnenda fjármálastarfsemi í þessum löndum, en á ENGAN hátt hægt að tengja hana ábyrgð ÍSLENSKS samfélags. Vankunnátta, vanþroski og helber aumingjaskapur svokallaðrar "menntaelítu" okkar, verður þess hins vegar valdandi að meginþorri þessara kunnáttulausu og vanþroskuðu aumingja, ÞORA EKKI að standa með þjóð sinni og verjast ódrengilegu áhlaupi þekktra ofbeldisafla.
Sagt hefur verið, að ef við Íslendingar stæðum á rétti okkar og færum með kröfu Breta og Hollendinga fyrir, til þess bæran dómstól, værum við að vega að undirstöðum Evrópska fjármálakerfisnins. Enginn þessara vanþroskuðu aumingja okkar virðast átta sig á að áhættan af slíku er ALLS EKKI hjá okkur Íslendingum, og því engin ástæða fyrir okkur að taka á okkur óþægindi vegna vitlausra lagaforsendna hjá ESB samsteypunni. Við áttum engan þátt í samningu slíkra laga og því verður engin sök felld á okkur vegna hættulegra áhrifa frá þeirri vitleysu, í þeirra eigin lögsögu.
Sú staðreynd, að öll áhætta málsóknar okkar vegna framkomu Breta, voru þau áhrif sem slíkt hefði haft á fjármálaumhverfi Breta sjálfra; sem og aðrar þjóðir innan Evrusvæðisins. sýnir þessi stað, lítið þjálfuðum skákmanni, hve gífurlega sterka stöðu við höfðum í þessu máli, starx í upphafi. Við höfum í raun afar litlu tapað af réttarstöðu okkar enn, því þær kröfur sem uppi eru, snerta á engan hátt ríkissjóð Íslands, heldur beinast ALGJÖRLEGA að Íslensku hlutafélagi, sem ríkissjóður á engan eignarhlut í, og bar ENGA ÁBYRGÐ á starfsemi þessa hlutafélags á erlendri grundu, þar sem Íslensk lög eða reglur náðu ekki til afskipta af daglegum rekstri þess.
Það er afar sorglegt, þegar maður hlustar ítrekað á helstu fyrirsvarsmenn þjóðfélags okkar, og flesta þá menntamenn sem fjölmiðlar ræða við, telja háskalega starfsemi Landsbankans á erlendri grundu, vera á ábyrgð ríkissjóðs okkar. Þessir menn opinbera svo alvarlega heimsku sína að þeim ætti ekki að vera treystandi fyrir ábyrgðarmiklu stjórnunarstarfi; og alls ekki til að fara með fyrirsvar eða ábyrgð ríkismálefna.
Það mætti skrifa langa greinargerð um þá heimsku sem viðgengist hefur í öllum þessum IceSave umræðum. Kannski verður það gert síðar, en hér verður látið staðar numið í bili.
6.6.2009 | 15:02
Seljendur eru greinilega þjálfaðir í svindlinu
Af því að Fiskbúðin okkar, hefur að undanförnu séð Bónus fyrir nýjum fiski í þægilegum pakkningum, ætlaði ég að fá mér nýja Ýsu í hádeginu. Þess má geta að fyrst þegar þessar pakningar komu á markaðinn, var í þeim ágætis fiskur, á eðlilegu verði. Ég er gamall sjómaður (Vestfirðingur) og horfi því gagnrýnum augum á þann fisk sem ég kaupi. Ég gat hins vegar ekki séð hvernig þessi fiskur leit út, því flöturinn sem roðið var á (áður en flakið var roðdregið) sneri upp. Þar sem ég hafði oft áður keypt svona pakkningu, og fengið þokkalega góða vöru, tók ég pakkninguna og fór heim.
Þegar ég opnaði pakninguna, komu í ljós nokkur smáflök, af undirmálsfiski, en slíkur fiskur er seldur á hálfvirði á Fiskmörkuðum. Þessi fiskur var orðinn svo gamall (þegar honum var pakkað) að flökin toldu ekki saman. Það var komið LOS í fiskinn og vökvi fisksins allur farinn úr honum. Þetta var sem sagt, það sem kallað er "gúanómatur". Þessi vöru seldi Fiskbúðin okkar, á verði fyrsta flokks gæðafisks; þó innkaupsverðið væri líklega 50% af gæðafisksverði. Og því til viðbótar var fiskurinn orðinn svo gamall, áður en honum var pakkað, að hann gat ALLS EKKI flokkast sem mannamatur.
Ég spyr mig hvor það sé hugsanlegt að ég lifi nógu lengi til að upplifa þokkalega heiðarlega framkomu viðskiptalífsins okkar, því það er jú undirstaðan sem við verðum að byggja endurreisn þjóðfélagsins okkar á.
Ef litið er til þess hve þjóðin var sofandi meðan óvitarnir í fjármálastofnunum okkar silgdu efnahag okkar í þrot, er þar kannski fundin skýring á hvers vegna fulltrúar AGS, telji þjóðina vera samansafn af heimskum fíflum, sem hægt sé að segja hvað sem er og skilji ekki kurteisireglur í samskiptum.
Ef þessir menn bæru til þjóðarinnar minnsta snefil af kurteisi og virðingu, hefðu þeir haldið hina sjálfsögðu grundvallarreglu erlendra aðila, að tjá sig ekki opinberlega um væntanleg áform stjórnvalda okkar. Þessa grundvallarreglu hafa fulltrúar AGS ekki geta haldið, sem einfaldlega sýnir á áberandi hátt, að þeir telja þjóð okkar ekki verða eðlilegra grundvallarreglna, varðandi sjálfstæði sitt og sjálfsstjórn.
Ég hef hvað eftir annað undrast hvað þessir aðilar tjá sig um áform um stjórnun þjóðfélags okkar; ekki síst í ljósi þess hve stjórnvöld okkar eru í erfiðri stöðu til að gera annað en það sem AGS gerir kröfur til. Rétt er þó að geta þess að AGS hefur enn ekki komið það heiðarlega fram gagnvart þjóðinni, að opinbera að fullu innihald skilyrða sinna fyrir veitingu þeirra lána sem sjóðurinn hefur lánað okkur. Laumaði hann kannski inn í lánaskilmála, í skjóli þeirrar neyðar sem þjóðin stóð frammi fyrir, heimildum til inngripa í stjórnun þjóðfélags okkar? Hafi slíkt verið gert, ber þegar í stað að kæra slíkt til Alþjóðadómstólsins, því þar er um ófyrirgefanlega hegðun að ræða.
Ekki fer á milli mála, að AGS hefur þvingað Seðlabankann til að falla frá áformum sínum um lækkun stýrivaxta, svo að hægt væri að koma atvinnustarfsemi fljótt í gang aftur. Sú þvingun kom opinberlega í ljós þegar fulltrúi AGS tjáði sig opinberlega gegn áformun Seðlabankans, áður en kom að þeim degi sem hin boðaða stýrivaxtalækkun átti að koma fram. Á götumáli heitir þetta að melludólgurinn hafi varað mellurnar sínar við, að gera ekkert sem væri honum á móti skapi.
Ef ég væri á Alþingi, hefði ég hiklaust lagt fram rökstudda kröfu um að þessum mönnum væri þegar vísað úr landi, vegna opinberra afskipta af stjórnun frjáls þjóðfélags, sem þeir hafa enga réttarstöði í, og þess krafist að yfirmenn þeirra ávíttu þá opinberlega, fyrir ókurteisi gagnvart Íslensku þjóðinni.
Ég bíð eftir opinberri afsökunarbeiðni þeirra, eða greinargerð um hvaða réttarheimildir þeir hafa til íhlutunar í Íslensk innanríkismál.
![]() |
Samstarf við AGS ekki í uppnám |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.6.2009 | 17:59
Athyglisverð ummæli, án sýnilegs innihalds eða raunskilnings á því hvað tölurnar segja
Mér finnst það dálítið léttúðugt hjá Jóhönnu að skauta í gegnum þessi málefni á ósamtengdum prósentuþáttum, sem löngu er vitað að segja EKKERT um raunveruleikann; en það er einmitt hann sem verið er að fjalla um.
Í fréttinni koma fram þessar sundurlausu upplýsingar:
tæplega 5.000 heimili séu með neikvæða eiginfjárstöðu upp á 5 milljónir kr. eða meira. Þau skuldi samanlagt tæplega 20% af öllum heildar húsnæðisskuldum.
Neðar í þessari upplýsingagjöf er talað um fjölda heimila í prósentutali, en þess er ekki getið hvað þessi 5.000 heimili eru mörg prósent af heimilum landsins.
Þarna er einnig talað um að skuldir þessara heimila séu 20% af öllum heildar húsnæðisskuldum. Ekki er hægt að vita hver upphæðin er, vegna þess að upphæð heildarskulda er ekki getið í krónutölu.
Jóhanna segir jafnframt, að 60% heimila séu með meira en 5 milljónir kr. í jákvæða eiginfjárstöðu og á þeim hvíli samtals um 44% af heildar húsnæðislánum.
Sama á við um þessar upplýsingar. Þarna er talað um 60% heimila en þess ekki getið hvað þessi 60% séu mörg heimili. Þessi fjöldi heimila skuldar 44% af heildar húsnæðislánum, en fjárhæðin er ekki gefin upp, hvorki þessi 44% hluti eða heildar húsnæðislánin.
En lítum örlítið betur á þær tölur sem þarna eru settar fram.
60% heimilanna, sem best eru stödd, skulda 44% heildar húsnæðislána.
5.000 heimil sem verst eru stödd, skulda 20% heildar húsnæðislána. Að vísu vitum við ekki hvað þessi 5.000 heimili er há prósenta af heildarfjölda heimila í landinu, en ef við gefum okkur að heildarfjöldi heimila sé u.þ.b. 120.000, eru þessi 5.000 heimili sem verst eru stödd, u.þ.b. 4% af heildinni.
Af þessum upplýsingum vitum við þá að samtals eru skuldir 60% heimila sem best eru stödd og 4% heimila sem verst eru stödd, með samanlagt 64% af heildarskuldum húsnæðislána.
Við vitum hins vegar ekkert um þau 36% heimila sem þarna eru á milli, og skulda samanlagt 36% af heildar húsnæðislánum. Þeirra er ekkert getið. Með sömu forsendum og að framan er getið um heildarfjölda heimila, gæti hér verið um að ræða 43.200 heimili, sem ekki er getið í upplýsingagjöf forsætisráðherra.
Er hægt að bera traust til þeirra sem ekki vanda betur upplýsingagjöf sína, svo skömmu eftir að hafa gefið fjálgleg fyrirheit um gagnsæi upplýsinga og opna stjórnsýslu og umræðu?
Ég held að fólk þurfi að vanda sig betur.
![]() |
Skuldavandinn minni en talið var |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.5.2009 | 20:54
Hvernig getur 4ra ára valdatími réttlætt 30 ára fjárskuldbindingu ????
Ég hef oft vakið athygli á því sérkennilega ástandi þegar stjórnendur sem kjörnir eða ráðnir eru til 4ra ára, binda hendur þeirra sem á eftir koma, t. d. með skuldbindingum um fjárútlát til margra ára, eftir að kjörtímabili þeirra lýkur.
Þetta á t. d. við um svokallaðan samning ríkisstjórnar um fjármögnun tónlistarhússins. Það er sagt að menntamálaráðherra hafi skuldbundið ríkissjóð til mörg hundruð milljóna króna útgjalda á ári, í 30 ár. Sá ráðherra sem þessa skuldbindingu gerði er ekki lengur við völd. Spurningin er því hver ber ábyrgð á svona samningum?
Í 40. grein stjórnarskrár kemur alveg skýrt fram að: - .. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið,.... nema samkvæmt lagaheimild.
Í 41. greins stjórnarskrár segir einnig að: - Ekkert gjald má greiða af hendi, nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum.
Þrátt fyrir þetta skýra ákvæði í stjórnarskrá, að ekki megi skuldbinda ríkissjóð nema með lagaheimild, eru ráðherrar sífellt að með meintar skuldbingar á ríkið, án þess að slíkt sé rætt eða samþykkt á Alþingi.
Eru þetta löggildar skuldbindingar ???????
Einnig eru ráðherrar sífellt að greiða út umtalsverðar fjárhæðir sem ekki eru neinar fjárheimildir fyrir, eins og margar fréttir eru um í fjölmiðlum.
Hvernig væri að gera skýra kröfu um að ráðherrar og aðrir opinberir stjórnendur ríkis og sveitarfélaga láti af valdhrokanum og fari að virða stjórnarskrá og önnur stjórnunarlög?
EÐA - eigum við bara að halda ruglinu áfram svo hrunið verði endanlegt gjaldþrot þjóðarinnar?
![]() |
50 milljarða skuldbindingar vegna leigu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.5.2009 | 21:35
Var nauðsynlegt að hækka skuldir landsmanna, til þess að ná mætti í 2,5 milljarða í tekjur fyrir ríkissjóð ???
Þegar maður horfir á síðustu aðgerðir núverandi ríkisstjórnar, vegna gífurlegs halla á ríkissjóði, fer ekki hjá því að maður velti fyrir sér heildarþekkingu stjórnmálamanna á þeim aðstæðum sem þjóðin setndur frammi fyrir.
Í þeim athugunum sem gerðar hafa verið, m.a. fyrir tilstuðlan stjórnvalda, hefur komið fram að umtalsverður fjöldi heimila - jafnvel ríflegur meirihluti þeirra - býr nú þegar við afar þröngan kost og horfir jafnvel fram á gjaldþrot. Greiðslustaðan er í molum og vaxandi örvænting er hjá þeim aldurshópum, sem eðlilegast væri að hefðu drifkraft og kjark, til þess að vinna þjóðina út úr erfiðleikunum.
Við þessar aðstæður, leggja þau sömu stjórnmálaöfl og gáfu fögur fyrirheit um mikilvirkar hjálparaðgerðir fyrir heimilin í landinu, nú umtalsverðar viðbótarálögur á þessi sömu heimili, til þess að létta á þann fjárhagsvanda sem ríkissjórnin þarf að finna lausn á. Raunverulegra lausna var ekki leitað, heldur teknir peningar frá þeim þegnum samfélagsins sem ekki gátu varið sig. Þeir þurftu ekki að borða; húsbóndinn vildi fá meiri mat.
Líkja má þeim Jóhönnu og Steingrími við hjón sem taka að sér hóp barna, sem þau lofa betra lífi og meiri umhyggju en þau höfðu áður. Þegar heim er komið, kemur í ljós að tekjur eru ekki nægar fyrir mat handa öllum. Jóhanna tekur því drjúgan skammt af diski hvers barns og setur á diskinn hjá Steingrími, svo hann fái svona langleiðina það sem hann vill fá. Börnunum er bara sagt að þegja og borða þessa mola sem eftir séu og vera ekkert að þenja sig. Það sé ekki hægt að gera þetta öðruvísi.
En er það raunveruleikinn?
Engum sem sér út yfir heildarsvið þjóðlífsins, getur dulist að mikið þarf að breyta hér starfsháttum og rekstri hins opinbera, til þess að þjóðfélagið geti notið nauðsynlegrar samfélagsþjónustu á komandi árum. Nýlegar aðgerðir ríkissjórnarinnar eru að engu leiti innlegg í þær breytingar, því í þeim aðgerðum er vandinn einungis færður frá stjórnvöldum yfir til einstaklinganna, sem fyrir höfðu enga möguleika á að bæta á sig byrgðum, líkt og teikning Halldórs í Morgunblaðinu í dag bendir á.
EN, var þá hægt að ná í þessa 2,5 milljarða í ríkissjóð, án þess að leggja auknar byrgðar á heimilin í landinu?
JÁ, það var hægt og meira að segja án þess að það gengi neitt verulega nærri þeim sem greiða myndu þá fjárhæð.
Frá 1. janúar 1994, hefur verið skylt að greiða virðisaukaskatt (VSK) af öllum fiski. Öllum sem selja fisk, er skylt að greiða þennan skatt og er sama í hvaða formi fiskurinn er; hvert selt kíló af fiski skal greiða X % VSK.
Sala aflaheimilda (Kvótasala) hefur alla tíð farið þannig fram að kvótahafi selur kvótalausum ákveðinn fjölda kílóa af ákveðinni fiskitegund, óveiddri í hafinu kringum Ísland; annað hvort á yfirstandandi fiskveiðiári, eða til lengri framtíðar. Verðið á kílóinu segir þar til um.
Án allra tilskilinna lagaheimilda, tók þáverandi ríkisskattstjóri (sá sem var á undan Indriða H. Þorlákssyni) þá ákvörðun að veita kvótasölum undanþágu frá því að greiða VSK af kvótasölu. Heimild til slíkrar undanþágu er ekki í höndum ríkisskattstjóra, því það er algjörlega óheimilt að gera neinar breytinga á skattheimtuþáttum, nema með samþykki Alþingis. Í 40 gr. stjórnarskrár segir svo: (Áhersluletur er mitt)
40. gr. Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum.
Þar sem Alþingi var búið að ákvarða að af allri sölu á fiski væri skylt að greiða VSK, þá hafði ríkisskattstjóri enga heimild til að breyta út af þeirri tilskipan. Þetta lét ég reyna á með beinum hætti og hafði mitt fram. Ríkið á að fá greiddan VSK af allri kvótasölu; hvort sem sú sala er kölluð leiga eða sala á heimildum.
Ef Stjórnvöld hefðu haft manndóm í sér til að innheimta þegar útistandandi VSK, vegna kvóta- sölu og leigu undanfarinna ára, hefði verið hægt að ná í ríkissjóða nokkuð á annan tug milljarða, frá mönnum sem tóku inn umtalsverðan fjölda milljarða fyrir sölu á eignum þjóðfélagsins. Sú innheimta hefði ekkert aukið útgjöld heimilanna og ekkert hækkað verðbólgu eða höfuðstól lánanna okkar.
Ég er á því að stjórnvöldum sé veruleg þörf á ráðgjöf og hjálp frá mönnum sem hafa yfirsýn til að geta unnið á vanda þjóðarinnar. Við leysum þann vanda ekki með ráðgjöf frá sama fólkinu og, annað hvort spilaði með í hrunadansinum, eða sat þegjandi hjá og gerði sér kannsi ekki fulla grein fyrir hvaða skelfingu var verið að leiða yfir þjóðina.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur