13.11.2008 | 16:11
Bretar vilja ekki óvilhallan úrskurð, sem þýðir??????
Það er afar athyglisvert að Bretar skuli ekki vilja óvilhallan úrskurð í deilum sínum við okkur. Athyglisvert er einnig, að allar þjóðir ESB skuli taka málsstað Breta, í ljósi þess að þeir VILJA EKKI úrskurð hlutlauss aðila.
Þarna birtist okkur umbúðalaust sú jafnræðisstaða sem við myndum mæta inna ESB, ef hagsmunir okkar stönguðust á við hagsmuni hinna stóru aðila innan þessa sambands. Er ekki tilhlökkun að komast í slíkar þrælabúðir?
Ég held að ESB hafi nokkuð sýnt sitt rétta andlit í þessum deilum. Frekja stóru þjóðanna ræður greinilega allri tjáningu. Þar er tvímælalaust skýringin á því hvers vegna Danir og Svíar hafa haldið sig til hlés í þessum átökum og ekkert látið hafa eftir sér sem kæmi okkur að haldi. Þrælsóttinn við þá stóru er afar augljós og lítt eftirsóknarvert að komast í þessar þrælabúðir.
![]() |
Enginn góður kostur í stöðunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.11.2008 | 15:42
Athyglisverðar yfirlýsingar
Það eru athyglisverðar upplýsingar sem þarna koma fram hjá formanni LÍÚ. Enn hefur ekki verið samþykkt heimild á Alþingi fyrir því að selja megi aflaheimildir. Þó segir formaðurinn að 87,5% aflaheimildanna hafir verið keyptar af núverandi útgerðaraðilum.
Það er algjörlega óhrekjanlegt að samkvæmt íslenskum lögum er ekkert til sem heitir "varanleg aflahlutdeild". Þess vegna er enginn varanlegur réttur til staðar hjá þessum 87,5% útgerðaraðila sem látið hafa af hendi peninga í skiptum fyrir aflaheimild. Sú peningagreiðsla færði þeim engan rétt til úthlutunar umfram það hlutfall heildarafla sem skip útgerðarinnar hafa fiskað síðastliðin 3 ár. Þeir hafa greinilega látið plata sig til peningaútláta vegna ímyndaðs réttar sem ekki er til í raunveruleikanum.
Í fréttinni segir einnig:
Adolf segir einnig að í umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið sé gjarnan ýjað að því að það sé sniðið að þörfum stærri útgerða. Í þeirri umræðu gleymist t.d. sú staðreynd að frá því að aflamarkskerfinu var komið á hafi 32% veiðiheimilda í þorski verið færðar frá aflamarksskipum til smærri báta auk þess sem umtalsverðar aflaheimildir í ýsu hafi verið fluttar til þeirra.
Gama væri ef Adólf svaraði því hvað varð um allar aflaheimildir vertíðarbáta, miðað við hlutdeild þeirra í heildaraflanum þegar kvótakerfið var sett á? Þá voru mörg hundruð vertíðarbáta að fá mikið magn af þorski og ýsu. Hvað varð af hlutdeild vertíðarbátanna úr heildaraflanum? Hvert skildi sá afli hafa verið færður? Hvað skildi vanta mikið á að togaraflotinn sé búinn að skila aftur til bátaflotans þeim aflaheimildum sem þeir soguðu til sín frá bátunum?
Það væri gagnlegt að formaður LÍÚ upplýsti okkur um þessa þætti.
![]() |
Svarar gagnrýni um gjafakvóta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.11.2008 | 13:58
Mikilvægt að þjóðin haldi þeirri virðingu sem hægt er
Það er gífurlegt sár í vitund sjálfsvirðingar hvers manns sem stendur á þeim krossgötum að engin vill lána honum meiri peninga, því allir meta skuldastöðu hans þannig, út frá tekjum litið, að hann geti ekki greitt af meiri lánum.
Sama á í raun við um þjóðfélag, nema að þar verða mörg og djúp sár í þjóðarvitund fólks sem ekkert hefur bruðlað með peninga eða fjármuni, og því ekkert til þess unnið að vera sært slíku sári.
Þó okkur sé mikilvægt að skipta út stjórnmálamönnum sem sýnt hafa svo mikla vanþekkingu á stjórnun þjóðfélags, sem nú er staðfest, er okkur ekki síður mikilvægt að sýna þessu saklausa fólki, sem og þegnum annarra þjóða, þá virðingu að þau skynji ábyrgð okkar og vilja til friðsamra og lýðræðislegra aðferða við þrýsting okkar til nauðsynlegra breytinga.
Mikilvægt er, að fjölmiðlar sýni þá yfirvegun og dómgreind, að leggja ekki höfuðáherslur á frásagnir af litlum hópi uppþotsaðila, sem einungis hafa þau meginmarkmið að valda sem mestum usla og með því fá frásagnir í fjölmiðlum af afrekum sínum. Með því að fjölmiðlar sniðgangi svoleiðis uppþot, hjálpa þeir hinum mikla fjölda friðsamra mótmælenda, að losna við þessa uppþotsaðila. Fái þeir enga athygli fjölmiðla, fá þeir enga umbun fyrir erfiði sitt og verða því fljótt orkulausir, líkt og bensínlaus bíll.
Mikilvægt er einnig fyrir okkur öll, að átta okkur á því að þar sem ekki verður fengið meira lánsfé til beinnar eyðslu, í beina neyslu og aukin lífsgæði, verður óhjákvæmilega mikill samdráttur í atvinnulífi okkar. Þetta hef ég, í vel á annan áratug, bent á sem óhjákvæmilegan tímapunkt, vegna þess að stjórnvöld gættu þess ekki að auka gjaldeyrisskapandi starfsemi í því hlutfalli sem þörf var á, til að standa undir þeim lífsgæðum sem búin voru til með lánsfé.
Óhjákvæmilega erum við á sama tímapunkti og einstaklingur sem stendur frammi fyrir gjaldþroti. Hann verður að laga líf sitt að þeim tekjum sem hann hefur, kyngja drambinu og birtast í þeirri raunveruleikamynd sem skapar sér sjálfur, sem ein af tönnunum í því tannhjóli sem drífur áfram þjóðfélagið.
Minnumst þess að það erum við sjálf sem búum til lífsgæði samfélagsins.
![]() |
Boða friðsamleg mótmæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.11.2008 | 13:00
Að spyrja spurningar sem er lögbrot að svara er þáttaka í lögbroti
Ágúst Ólafur er, að því er ég held, menntaður lögfræðingur. Hann á því að vita að stöðu sinnar vegna, getur hann orðið samsekur um lögbrot með því að setja fram spurningar sem væri lögbrot að svara. Ég geri mér ekki grein fyrir hvort þarna er á ferðinni reynsluskortur vegna ungs aldurs, eða aðrir þættir valda.
Einnig ætti hann, sem lögfræðingur, að gera sér grein fyrir því að ekki duga einföld tilmæli til nýju ríkisbankanna, um að raska ekki jafnvægi í samkeppnisumhverfi. Eigi fjármálastofnun að hafa slíka þætti til viðmiðunar við útlán sín, verður slíkt að fellast inn í lög um starfsemi fjármálastofnana.
Mér finnst það sem ég hef heyrt til Ágústs Ólafs vegna þessa máls, lýsa óþægilega lítilli heildaryfirsýn yfir þjóðfélagið og lítilli þekkingu á hvernig Alþingi þarf að vinna að setningu heildarreglna fyrir starfsemi atvinnu- og fjármálalífs í þjóðfélaginu. Einkanlega er þetta sláandi þar sem hér er um að ræða varaformann, núverandi stærsta stjórnmálaflokks landsins
![]() |
Dregur ekki ósk sína til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.11.2008 | 18:30
Íslendingar geta ekki greitt fyrir hryðjuverk Breta gegn eigin þjóð
Ef við drögum djúpt andann svo heilinn fái súrefni, munum við líklega greina eftirfarandi ferli atburða.
Útibú Landsbankans í London fékk heimild Breskra yfirvalda til að taka við innlánum þar í landi. Þar með var útibúið komið undir eftirlit Breska Fjármálaeftirlitsins. Því bar skylda til að gæta þess að eignastaða útibúsins væri ævinlega sú að eignir væru hærri en vörslufé og skuldir. Stjórnvöldum þar í landi ber því fyrst og fremst að áfellast Breska fjármálaeftirlitið hafi eignastaða útibús Landsbankans í London ekki verið nægjanleg.
Fram hefur komið að langt var komið ferli stofnunar Bresks dótturfélags Landsbankans, þar sem Icesave reikningarnir áttu að vistast. Svo er að skilja að eignir hefðu verið tilgreindar til vistunar í efnahag þessa Breska fyrirtækis; einungis eftir formleg frágangsvinna.
Í ljósi alls þessa virðist alveg ljóst að notkun Brown's á hryðjuverkalögum til að frysta eignir útibús Landsbankans í London bitnuðu harðast, og svo til eingöngu á innistæðueigendum í þessu útibúi, þ. e. Breksu þjóðinni. Með fullum rétti er því hægt að segja að Brown hafi beitt hryðjuverkalögum á sína eigin þjóð.
Ljóst virðist að hefði Brown dregið djúpt andann og þrýst á að útibúið yrði strax að Bresku fyrirtæki, hefði Breskur almenningur, sveitarfélög, líknarfélög og stofnanir, engum fjármunum tapað og endurgreiðsla hefði tekist með ágætum. Vandamálið sem búið var til er því ekki vandamál íslensku þjóðarinnar. Hins vegar er vel þekkt að hroki Breta er nægilega mikill til að reyna að kúga aðra til að greiða skaðann af þeirra eigin mistökum og misgjörðum.
Með þessum skrifum er ekki verið að afsaka fýfldirfsku stjórnenda Landsbankans í því ástandi sem verið hefur undanfarin tvö ár á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Þar sýndu þeir svo glögglega að þeir báru ekkert skynbrag á hvaða afleiðningar ofþensla bankakerfisins gat haft fyrir þjóðina okkar. Því miður var eins ástatt með stjórnmálamenn okkar og stjórnendur helstu eftirlitsstofnana, s.s. Fjármálaeftirlits, Fjármálaráðuneytis og Seðlabanka. Hvergi raunveruleg þekking eða ábyrgðartilfinning gagnvart rekstri sjálfstæðs þjóðfélags.
![]() |
Barroso: Ísland leysi deilumál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.11.2008 | 21:13
Hver er ábyrgð Bretanna sjálfra ?????
Fyrir utan það að setja eignir Landsbankans í herkví og bera þar með fulla ábyrgð á verðmæti þeirra eigna eða verðrýrnun, eru aðrir þættir þessa máls, sem tvímælalaust eru á ábyrgðarsviði Bretanna sjálfra.
Þar á ég við þá staðreynd að Landsbankinn hafði greinilega starfsleyfi í Bretlandi til að taka við innlánum þar í landi. Af því leiðir að Fjármálaeftirlit Bretlands bar fullkomna eftirlitsskyldu gagnvart þessum innlánum. Þeim bar að fullvissa sig um að nægar eignir væru fyrir hendi hjá útibúi Landsbankans í Bretlandi, til tryggingar þeirra innistæðna sem bankinn hafði tekið þar til ávöxtunar.
Hvers vegna spyrja fjölmiðlar ekki fjármálaráðherra Breta og forstöðumann Fjármálaeftirlits þeirra, hvað hafi valdið sinnuleysi þeirra vegna þeirra fjármuna sem landar þeirra lögðu inn á reikninga hjá Landsbankanum í Bretlandi? Mér finnst að við, almenningur á Íslandi, sem Bretar krefja um að greiði fyrir vanrækslu Fjármálaeftirlits þeirra, eigum fullan rétt á að fá þessi svör.
Snúum vörn í sókn.
![]() |
Stoltenberg ræddi um Ísland við Brown |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur