Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
1.7.2016 | 11:13
Biskup Íslands, Frú Agnes M. Sigurðardóttir
Reykjavík 1. júlí 2016
Með djúpa sorg í hjarta sat ég drjúga stund eftir að ég las ummæli þín og séra Sólveigar í Fréttatímanum í dag. Þar er fjallað um nýjustu sviðsetningar öfgahópsins NO BORDERS, gegn eðlilegum stjórnunarháttum í samfélagi sem að einhverju leyti, leitast enn við að sýna kurteisi í samskiptum. Það undrar mig MJÖG, að þú, sem æðsti leiðtogi þjóðkirkju lands okkar, skulir á svo vanhugsaðan máta skella sök á lögreglu landsins fyrir það eitt að gegna skyldustöfum sínum eins og lög mæla fyrir um.
Af ummælum þínum að merkja lítur helst út fyrir að þú, eða alla vega embætti biskups, hafi lagt blessun sína yfir fyrirætlun öfgahópsins um að brjóta gegn úrskurði, til slíks bærra yfirvalda. Ég þykist viss um að hugmyndin um að nota kirkju innan þjóðkirkjunnar, til að brjóta gegn fyrirmælum og afgreiðslu, til þess bærra yfirvalda, hafi ekki fæðst hjá embætti biskups, heldur hjá NO BORDERS.
Varla reikna ég með að biskupsembættið hafi aflað sér upplýsinga hjá réttum yfirvöldum, á hvaða stigi hin umrædda höfnun á landvist væri. Öll þau mál sem ég hef haft spurnir af, hefur viðkomandi einstaklingur fengið svör frá Útlendingastofnun. Og ef svarið er neikvætt, fær viðkomandi tiltekinn tíma til að fara sjálfviljugur úr landinu. Ef viðkomandi aðili fer ekki, fær hann aðvörun, boðun um að koma á lögreglustöð og tilkynna sig. Ef slíku er ekki svarað er handtöku beitt og viðkomandi fluttur í lögregflufylgd til þess lands sem hann kom frá.
Öll umgjörð þeirra aðgerða sem greinilega eru sprotnar úr hugmyndafræði öfgahóps NO BORDER, benda sterklega til þess að ætlunin hafi verið að niðurlægja Ísland og þjóðkirkju landsins á þann veg að ófyrirséð væri hvort erlendir öfgahópar og hryðjuverkaöfl ráðist á þjóðkirkjuna og stjórnkerfi landsins og brjóti það niður. Slíkt niðurbrot er tvímælalaust æðsta markmið NO BORDERS öfgahópsins.
Það er sárt til þess að vita að æðstu yfirmenn þjóðkirkjunnar skuli vera svo illa að sér um hið alda gamla hugtak sem kallað hefur verið kirkjugrið. Kirkjugrið var ætlað og yfirlýst á þeim tíma sem athvart fyrir þá sem ofsóttir voru til lífláts, án dóms eða lögmætra úrskurða um deiluatriði. Kirkjugrið átti að tryggja slíkum aðilum friðland meðan rétt yfirvöld úrskurðuðu um deiluatriðið. Eða að kirkjugriðsverndin hjálpaði viðkomandi aðila að komast úr landi án atbeina lögreglu eða yfirvalda.
Ekkert af þeim atriðum sem voru undirstaða kirkjugriða síns tíma, eiga við í málefni því sem þjóðkirkjan lét öfgahóp sem vill brjóta niður stjórnskipan landsins, plata sig til þátttöku í.
Það minnir óþægilega á söguna um nýju fötin Keisarans, þegar æðstu menn þjóðkirkjunnar saka lögreglu um ofbeldi. Gæti það stafað af því hve óþægilegt er að horfa í spegil liðinnar tíðar og sjá hve siðrænt uppeldi barna hefur farið hratt hnygnandi, án þess að þjóðkirkjan, æðsti merkisberi virðingar, heiðarleika og löghlýðni, hafi beitt sér gegn slíku niðurbroti á grunngildum kristinnar trúar?
Ég spyr þig því Biskup Íslands. Eigum við, almenningur í þessu landi, að búast við beinni þátttöku þjóðkirkjunnar í áformum öfgahópa á borð við NO BORDERS, í því verkefni að brjóta niður stjórnskipulag þjóðríkis okkar?
Ég get vel viðurkennt að mér er síður en svo skemmt, ber ugg í brjósti til komandi tíðar ef þjóðkirkjan bregst hraðar og skilvirkar við beiðni öfgahópa um hjálp við að brjóta á bak aftur löglegar ákvarðanir, til slíks bærra yfirvalda; JÁ umtalsvert hraðar en hún bregst við neyðarkalli aldraðra og öryrkja í þessu landi, sem hafa í hart nær áratug verið rændir lögboðnum hækkunum á lífeyri sínum. Slíkt ákall virðist ekki hræra hjörtu ykkar en ákall um hjálp við að brjóta á bak aftur eðlileg og lögmæta afgreiðslu, réttra yfirvalda; slíku ákalli svarar kirkjan um hæl.
Einhver hefði sagt að fólk sem þannig stendur að embættisverkum sínum, ætti nú að gæta virðingar embættisins, með tilheyrandi aðgerðum
Virðingarfyllst
Guðbjörn Jónsson, kt: 101041-3289
Kríuhólum 4, 111 Reykjavík.
25.6.2016 | 18:18
Að ábyrgjast eigin skrif og orð.
Undanfarna mánuði hef ég verið afar hugsandi vegna þeirrar þróunar sem mér hefur fundist vera á siðferði og ábyrgð afmarkaðs hluta fjölmiðlafólks, sem þó er einna mest áberandi. Þessi hópur virðist umgangast mörg viðfangsefni sín af nokkru kæruleysi fyrir eigin orðspori og áberandi virðingarleysi gagnvart mannréttindum þeirra sem fjallað er um.
Ég býst við að það séu fleiri en ég sem finnst að framganga þessa hóps fjölmiðlafólks sé á tiltölulega hröðu breytingaferli, frá kurteislega yfirvegaðri frásögn byggðri á traustum heimildum, yfir í ábyrgðarlausan æsifréttastíl, þar sem ósannindum er flaggað sem traustum heimildum en varin gagnrýni undir hjúp lögverndar vegna nafnleyndar heimildarmanns.
Ólyginn sagði mér var sagnastíll Gróu á Leiti. Hún hélt vel hulinshjáp yfir meintum heimildarmönnum sínum og fannst það jafnast á við árás á sig sjálfa ef frásögn hennar var véfengd. Áþekk staða er fyrir hendi hjá umræddu fjölm iðlafólki nútímans, þar sem sögumanni (fjölmiðlamanni) finnst það nánast eins og árás á hans eigin persónu þegar efast er um sannleiksgildi orða hans, sem einungis styðjast við frásögn þriðja aðila, hins nafnlausa heimildarmanns.
Fréttamennska, í ætt við það sem hér hefur verið vikið að, einkennist iðulega af rætinni ósvífni í garð þolanda. Slíku viðhorfi virðist iðulega beitt þar sem frétt eða frásögn byggist eingöngu á frásögnum, með litlum eða engum dómtækum skjölum til sönnunar.
Kveikjan að því sem í slíkum tilvikum virðist stýra efnistökum fjölmiðlamannsins sem segir frá, virðist iðulega lenda í lægri hvötum en starfsreglur geri ráð fyrir að stjórni. Metnaður framsetningar virðist liggja í lítt duldum ásetningi að koma sem alvarlegustu höggi á þolanda umfjöllunar. Og í hita árásarinnar er í engu gætt laga eða siðferðisreglna eða annarri réttarstöðu þolanda.
Það sem hér að framan er dregið saman er ekki fljótfærnishugsun. Að baki þessu liggur langtíma skoðun á vinnubrögðum þess fjölmiðlafólks sem hvað mest hefur verið áberandi á undanförnum árum.
Nokkrum sinnum hefur undirritaður vakið máls á þessari þróun og þeim óhjákvæmilegu afleiðingum sem vaxandi virðingarleysi flestra fjölmiðla fyrir mannréttindum þolenda umfjöllunar hlýtur að hafa.
Einnig virðist vaxandi misnotkun á gildandi lögum um verndun heimildarmanna, hafa orðið til þess að auðveldlega er hægt að koma í umfjöllun fjölmiðla næsta ómenguðum ósannindum, í skjóli þess að gæta þurfi nafnleyndar heimildarmanns.
Þessari þróun verður að snúa við hið bráðasta áður en fleiri stórslys hljótast af. Já ég hika ekki við að taka svona sterkt til orða því engum vafa er undirorpið að næsta vísvitandi ósannindi fjölmiðla, eða alvarlegur þekkingarskortur fjölmiðlafólks, sem og afar alvarleg þöggun sömu fjölmiðla á mikilvægum og alvarlegum glæfraverkum gagnvart íslensku efnahagslífi og sjálfbærni samfélags okkar, hafa að mati undirritaðs valdið umtalsverðu tjóni á efnahag þjóðarinnar.
Tjáningarfrelsið er eitt mikilvægasta vopnið sem almenningur hefur til varnar kúgun og yfirgangi valdhafanna, er af tilteknum hópi fjölmiðlafólks alvarlega misnotað. Af þessu leiðir að tjáningarfrelsið, sem er fyrst og fremst mikilvægt fyrir almenning í landinu, er að verða almenningi algjörlega gagnslaus lagabókstafur.
Þróun mála hefur orðið sú undanfarna áratugi, að tjáningarfrelsi almennings hefur stöðugt verið að skerðast. Ástæða þess er sú að fjölmiðlafólk, í dægurmálum og fréttaflutningi, hefur sérstaklega tileinkað sér og sínu starfssviði ákvæði laga um tjáningarfrelsi og viðurkennir í litlu rétt almennings til slíks frelsins.
Það lítur afkáralegt út, frá sjónarhóli hins almenna borgara, þegar fjölmiðlafólk er svo upptekið af mikilvægi eigin notkunar á hugtakinu tjáningarfrelsi, að það beiti umfangsmikilli lokun og þöggun á heilbrigðar og eðlilegar gagnrýnisraddir gagnvart þeirra eigin efnistökum sem og á athafnir opinberra aðila.
Fjölmiðlafólk er yfir höfuð, án spursmáls um raunhæfa þekkingu á viðfangsefninu, sett í hlutverk móttakanda efnis, rannsakanda þess og síðan talandinn efnisins, út frá eigin þekkingarheimi. JÁ, tjáningsaðilinn til hlustenda, að nánast öllu sem fjölmiðillinn lætur frá sér fara til almennings í gegnum fréttir eða dægurmál.
Þrátt fyrir að mikil fjöldi fólks hafi á undanförnum áratugum farið í fjölþætta þekkingaröflun eftir þeim mörgu leiðum sem í boði eru til, er það einungis afar fámennur hópur svonefndra sérfræðinga sem fjölmiðlafólk kallar sér til ráðgjafar þegar því finnst þörf á að auka trúverðugleika þess sem það setur fram sem þann sannleika sem hlustendur eiga að tileinka sér og trúa.
Hinir tilkölluðu sérfræðingar leita jafnan engra upplýsinga frá þeim sem greiningarnar unnu. Í sjónhendingu fara þeir yfir samandregnar niðurstöður úr efnisöflun og úrvinnslu aðila sem þeir þekkja lítið eða ekkert til og fella þann úrskurð að niðurstöðurnar séu ekki raunhæfar og jafnvel að þær geti valdið skaða.
Þegar horft er yfir það ferli sem hér hefur verið lýst og það borið saman við hugarfar fjölmiðlamannsins, um mikilvægi þess að tjáningarfrelsið verði ekki skert gagnvart honum, er einkar athyglisvert að sjá hvert viðhorf þessa fjölmiðlamanns er gagnvart þeim niðurstöðum þekkingar sem fyrir hann eru lagðar en eru utan hans þekkingarsviðs.
Leiðir fjölmiðlamaðurinn fram þekkinguna frá þeim aðila sem lagði fram samandregnar niðurstöður yfirgripsmikillar rannsóknarvinnu, til fjölmiðilsins? NEI, fjölmiðlamanninum finnst tjáningarfrelsi þess aðila sem, þekkinguna hefur, ekki eiga að sitja við jafningjaborð með kröfu fjölmiðlamannsins um að hann sjálfur njóti óskerts tjáningafrelsis á hugsunum sínum og meintri þekkingu að mati hans sjálfs.
Getur þjóðfélag sem rekur samfélagsþætti sína af álíka virðingarleysi fyrir raunhæfri þekkingu og opnu tjáningarferli eins og að framan er lýst, með góðri samvisku kallað sig lýðræðislegt samfélag sem beri virðingu fyrir stjórnarskrá landsins og lögteknum fjölþjóðlegum mannréttindum?
Með kveðju, Guðbjörn
14.6.2016 | 17:11
GLÆFRALEG RÁÐGJÖF LANDSBANKANS Í LÚXUMBURG
Nokkurum sinnum hef ég látið í það skína að Anna Sigurlaug hefði allt eins geta tapað arfinum sínum hefði framvindan orðið með þeim hætti sem ráðgjafinn í Landsbankanum í Lúxumburg virðist hafa lagt upp með. Hvernig var hans plan.
Fram hefur komið hjá Önnu sjálfri að á þessum tíma hafi hún verið nýlega komin í bankaviðskipti við Landsbankann í Lúx. Þess vegna hafi hún snúið sér þangað til að fá ráðgjöf um hvernig hún kæmi væntanlegum arfi sínum í vinnu og ávöxtunarferli.
Hafa ber í huga að þetta er í nóvember 2007, í miðju þess tímabils þar sem skortur á lausafé hjá lánastofnunum fór stöðugt vaxandi. Á þessum tíma var einnig ákveðinn hópur manna sem talaði um að aldrei þyrfti að borga til baka þau lán sem tekin væru. Það yrðu bara tekin ný lán til að borga þau gömlu upp þegar komið væri að gjalddaga þeirra lána. Nokkur hópur fólks gekk í þessa gildru og tók milljarða og jafnvel tugi milljarða að láni með kúlulánum og nánast engum tryggingum til endurgreiðslu.
UPPHAFIÐ RAKIÐ
Samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu Sigmundar Davíðs, voru hann og Anna Sigurlaug á þessum tíma (árið 2007) búsett á Bretlandi og höfðu jafnvel hug á að búa þar eitthvað áfram. Á þessum sama tíma fær Anna Sigurlaug upplýsingar um að til hennar greiðist arfshluti hennar úr fjölskyldufyrirtæki foreldra hennar.
Á þeim tíma var Landsbankinn viðskiptabanki Önnu og Sigmundar. Því var af tilefni arfgreiðslunnar, haft samband við Landsbankann í Lúxumburg og óskað ráðgjafar.
Landsbankinn ráðlagði fyrirkomulag sem hann taldi henta til að hafa eignirnar aðgengilegar óháð búsetu eiganda. Yrði haldið utan um eignirnar og umsýslu þeirra á einum stað. Í samantekt Önnu og Sigmundar segir eftirfarandi í þessu sambandi:
Hvorugt okkar hafði neina sérstaka þekkingu á slíkum félögum en á þeim tíma var venjan sú að efnuðum viðskiptavinum bankanna var gjarnan ráðlagt að stofna slík félög til að halda utan um eignir sínar. Stjórn þessara félaga var oft í höndum umsýslufyrirtækis sem bankinn lagði til og slík umsýslufyrirtæki lögðu m.a. til stjórnarmenn fyrir félagið.
Landsbankinn ráðlagði að umsýsla fjármunanna færi fram í félagi á Bresku Jómfrúreyjum sem bankinn myndi leggja til, en lagaumhverfi eyjanna byggist á breskum félagarétti. Þeirri ráðgjöf var fylgt síðla árs 2007. Í framhaldi voru eignir færðar inn í félagið Wintris og Anna eignaðist þannig kröfu á það. Fjárvarsla fór í upphafi fram hjá Landsbankanum og stjórn félagsins var sem fyrr segir í höndum umsýslufyrirtækis sem bankinn lagði til.
HÆTTULEG RÁÐGJÖF.
Í því ferli sem hér að framan er lýst höfum við afar skýrt dæmi um það ábyrgðarleysi sem fór að einkenna bankana eftir einkavæingu þeirra. Fram til þess tíma höfðu stjórnendur bankanna ekki heimilað að bankinn veitti ráðgjöf í fjármálum, nema að í sæti ráðgjafa sæti þrautreyndur maður með yfirgripsmikla þekkingu á öllum þeim laga- og málaflokkum sem um væri að ræða. Alvarleg og afgerandi breyting varð á þessu eftir einkavæðingu, þar sem hrúgað var í ráðgjafastörf ungu reynslulausu fólki, sem nýkomið var úr námi. Ber ráðgjöf Landsbankans í Lúxumbúrg glöggt dæmi um slíkt.
Í því tilfelli sem hér er til umfjöllunar er vitað að fjárhæðir eru háar, þó upphæðir séu ekki tilgreindar. Glæfraskapur ráðgjafa Landsbankans er afar skýr og fellur alveg að því hugtaki sem ég fór að nota um nýju stjórnendur bankanna, að þar væru ÓVITAR á ferð. En lítum á hvaða vitleysur ráðgjafi Landsbankans gerir.
Í fyrsta lagi lýtur það að eignarhaldi á félaginu sem fara mun með þær eignir sem um ræðir. Eins og fram hefur komið litu þau Anna og Sigmundur þannig á útkomu úr samtali við ráðgjadfann í Landsbankanum í Lúx. að Landsbankinn mundi SKAFFA félagið til að halda utan um viðkomandi eignir. Tölvupóstur ráðgjafans í Landsbankanum til lögfræðiþjónustu Mossack Fonseca, sem fram kemur í Panamaskjölunum, bendir einnig til þess að félagið Wintris sé tekið frá fyrir Landsbankann.
Í ráðgjöf Landsbankans felst að bankinn muni fela lögfræðiþjónustu Mossack Fonseca að annast umsýslu Wintris og muni lögfræðiþjónustan leggja til þrjá menn í stjórn Wintris. Lítum þá aftur á stöðuna út frá sjónarhóli Önnu, sem á allar eignirnar sem í félaginu felast.
Ráðgjafi Landsbankans er þarna búinn að búa til félag og stjórnendur þess, til að annast um eignir Önnu, sem eru hrein eign hennar. Ráðgjafi Landsbankans ætlar Önnu að leggja hreina eign sína inn í Wintris, eignalaust skúffufyrirtæki, sem reynist hafa verið stofnað 9. október 2007, af lögfræðiþjónustu Mossack Fonseca. Félagið skiptist í 50.000 hluti, sem við stofnun eru allir í eigu Mossack Fonseca.
Anna er sögð hafa tryggingu fyrir eignum sínum í jafn hárri kröfu á hendur Wintris og nemur þeim eignum sem hún lagði fram. En hvaða gagn er í slíkri kröfu, ef á reynir? Ef Anna á ekki forgangskröfu á fjármunasjóðinn sem slíkann, heldur bara almenna kröfu á félgið Wintris, gætu eignir Wintris lent í gjaldþroti eiganda þess, án þess að Anna kæmi sínum kröfum að nema að litlu leyti.
Anna og Sigmundur standa í þeirri trú að Landsbankinn eigi Wintris og láti þeim það í té til reksturs eignasaafns Önnu. Landsbankinn heldur því fram gagnvart Önnu og Sigmundi að hlutirnir í félaginu séu 2.000 og sé þeim skipt jafnt á milli þeirra tveggja, sem þá eigi félagið að fullu. Hið rétta er að hlutirinir eru 50.000 og við það að ánafna Önnu og Sigmundi 2.000 hluti, á lögfræðiþjónusta Mossack Fonseca eftir 48.000 hluti í félagimu, eða 96% eignarhlut.
Þegar á það er litið að ráðgjöf Landsbankans til Önnu er sú að hún leggi eignir sínar inn í félag sem Anna heldur að Landsbankinnn hafi átt og látið þeim í té með útgáfu tveggja 1.000 hluta hlutabréfa í félaginu. Þar með hafi Anna full yfirráð yfir félaginu. Á árinu 2009 kom í ljós að þannig er það ekki.
Á árinu 2009 skrifar Landsbankinn í Lúxumburg bréf til Wintris, þar sem Landsbankinn tilkynnir Wintris, að hann (Landsbankinn) hafi falið Mossack Fonseca umsýslu Wintris.
Ekki fellur þetta vel að framvindu mála frá nóvember 2007, er Mossack Fonseca virðist að ósk Landsbankans í Lúx. afhenda honum Wintris félagið í tveimur 1.000 hluta hlutabréfum sem 100% eign, sem Landsbankinn virðist láta ganga áfram til Önnu og Sigmundar. Af þessu leiðir að eignarhlad á félginu er engan veginn skýrt og mikil áhætta undirliggjandi.
Ég skynja þessa áhættu fólgna í því að komi upp verulegur ágreiningur milli Landsbanka og Mossack Fonseca, gæti lögfræiþjónustan leitað aðstoðar dómstóla til að fá viðurkennda 96% eignastöðu sína í félaginu Wintris. Lögfræðiþjónustan gæti því með einni fundarákvörðun fellt úr gildi prókúruumboð Önnu og kosið nýja stjórn. Þar með væri Anna orðin sambandslaus við arfssjóðinn sinn.
Ég er ekki að segja að þetta gerist, en óljósir eignarþættir og eigendaáhrif í félagi sem fer með svona miklar eignir eins aðila eru veruleg áhættuatriði.
7.5.2016 | 23:40
Panamaskjölin og árásin á Sigmund Davíð forsætisráðherra.
Þann 3. apríl s. l. sýndi Ríkissjónvarpið einn umdeildasta kastljósþátt sem sýndur hefur verið. Og vonandi verður aldrei aftur sýndur svo illa unninn þáttur í Íslenska sjónvarpinu.
Þátturinn byrjaði á því að kynnirinn, Helgi Seljan, yngri, upplýsti sem staðreynd að forsætisráðherra okkar, Sigmundur Davíð, væri á lista yfir eigendur félaga í skattaskjóli. Var í því samhengi sýnd mynd af honum með 11 öðrum aðilum sem tilnefndir voru. Helstu afrek þessara manna var að vera eigandi félaga í skataskjólum. Var í því semhnegi talin upp nokkuð fjölþætt glæpastarfsemi og í endan tiltekið að sá síðastnefndi afplánaði nú 9 ára fangelsi í Bandaríkjunum.
Það merkilega við þetta var að engar lesanlegar heimildir voru settar fram til staðfestingar á framangreindum meintum félagsskap sem þáverandi forsætisráðherra okkar væri tengdur. Ekkert var frekar getið um þann merkilaga lista sem forsætisráðherra okkar væri á. Ekkert nefnt hver hefði tekið þann lista saman eða á hvaða heimildum sá listi væri byggður.
Svo er að sjá sem Ríkisútvarpið, sjónvarp, telji ekki þörf á lesanlegum og traustum sönnunum fyrir því að tengja æðsta embættismann ríkisins við fjölþætta glæpastarfsemi. Verður það að teljast nokkuð sérstakt í ljósi þeirra lagareglna sem um starfsemi Ríkisútvarpsins gilda og með hliðsjón af siðareglum starfsmanna stofnunarinnar.
Þegar til þess er litið að aðalefni þessa tilnefnda þáttar kastljóss, var aðkeypt unnið efni, þykir mér afar athyglisvert að virða fyrir mér siðferði og lagaskilning dagskrárstjóra sjónvarps RÚV. Meginefni þáttarins er bein og lítt dulin árás á persónu forsætisráðherrans, en sú árás alls ekki studd neinum gögnum. Einnig virðist rökrænn skilningur framsögumanns efnisins vera af skornum skammti því hann virðist ekki skilja hvaða boðskapur felist í svonefndum Panamaskjölum.
Kjarni málsins virist hverfast um þann atburð að þáverandi sambýliskona Sigmundar Davíðs, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, fái fyrirfram greiddan arf frá föður sínum. Arfurinn er umtalsverð fjárhæð sem verður til þess að Anna leitar ráðgjafar um meðferð og ávöxtun fjárins hjá viðskiptabanka sínum, sem var Landsbankinn í Lúxumburg.
Hjá bankanum sínum fær Anna þá leiðbeiningu að stofna félag sem yrði skráð á eyjunni Tortóla á Bresku Jómfrúreyjum. Býðst ráðgjafinn í bankanum til að annast slíkt fyrir Önnu. Í tilnefndum kastljósþætti kemur fram að Landsbankinn í Lúxumburg hafi verið meðal öflugustu viðskiptaaðila lögfræðifyrirtækisins Mossack Fonseca í Panama. En meðal afreka þess fyrirtækis var tiltekið að þar væru stofnuð mikill fjöldi skúffufyrirtækja, þar sem vafasöm viðskipti fari fram.
Þá er komið að þeirri merkilegu atburðarás sem getur farið af stað þegar sá sem framkvæmir, þekkir ekki reglur um stofnun og skráningu fyrirtækja. Og sá sem setur fram skýringuna hefur ekki heldur þekkingu á þessu sviði.
Í þeirri atburðalýsingu sem sett er fram í umræddum kastljósþætti má glögglega greina nokkuð mikið samstarf Landsbankans í Lúxumburg og lögfræðifyrirtækis Mossack Fonseca. Má m. a. greina það af orðalagi ráðgjafans hjá Landsbankanum þegar hann sendir tilgreindan tölvupóst til Mossack Fonseca, þar sem hann segir: GETUM VIÐ TEKIÐ FRÁ. Þetta orðalag, VIÐ, bendir til opins viðskiptasambands milli fyrirtækisins og Landsbankans. Þegar slíkt er haft í huga skýrist ýmislegt sem sagt er í knöppum setningum tölvupósts sendinga.
Ráðgjafi Landsbankans virðist hafa vitað að Mossack Fonseca hafi í gagnagrunni hjá sér nokkurt safn stofnaðra skúffufyrirtækja, með formlegum stofnsamningum og skráðri stjórn, sem skipuð væri starfsmönnum Mossack Fonseca. Það er í sjálfu sér eðlilegt að starfsmenn fyrirtækisins skrái sig sem stjórnendur þeirra félaga sem stofnuð eru af vinnuveitanda þeirra. Félög þessi eru ekki í starfsemi heldur sett á lista og höfð í geymslu hjá Mossack Fonseca, svo fljótlegt sé að útvega viðskiptaaðilum skráð félag með skjótum hætti.
Skoðum nú aðeins samskiptin milli Landsbankans í Lúxumburg og lögfræðifyrirtækis Mossack Fonseca. Landsbankanum er af viðskiptavini falið, eins og í því tilviki sem hér um ræðir, að stofna félag á Tortóla. Ráðgjafinn í Landsbankanum sendir tölvupóst til samskiptaaðila síns hjá Mossack Fonseca, með orðsendingunni: Getum VIÐ tekið frá Wintris Inc. Í þessum tölvupósti er enginn tilgreindur sem umsóknaraðili, þannig að starfsmaður lögfræðistofunnar skilur eðlilega orðalagið þannig að það sé Landsbankinn sem óski eftir að fá Wintris til sín.
Allar líkur benda til þess að Landsbankinn hafi jafnan fengið öll nauðsynleg skjöl vegna svona skúffufyrirtækja löglega útfyllt frá lögfræðistofunni. Það sé ástæðan fyrir hinni einföldu ósk um hverjir eigi að vera skráðir prókúruhafar. Lögfræðistofan á sem sagt að setja nöfnin inn á skjalið sem síðan verði sent Landsbankanum í Luxumburg, þar sem það verði undirritað ásamt áritun rithandarsýnishorna prókúruhafa, svo sem reglur kveða á um. Að því loknu verði skjalið fært til skráningar. Ekkert slíkt skjal er hins vegar í skjölum Jóhannesar, enda Panamaskjölin frá Mossack Fonseca en ekki Landsbankanum í Lúsumburg, sem var að vinna fyrir Önnu. engar heimildir eru því til um það hvort eign var skráð á Önnu epa ekki.
Það sem ráðgjafinn hjá Landsbankanum virðist ekki hafa vitað, er að stofnsamningur er einungis lagður fram við upphaflega stofnun félags en aldrei þegar um er að ræða eigendaskipti á þegar stofnuðu félagi.
Sá blekkingaleikur sem viðhafður var í sambandi við Wintris, er mjög alvarlegur og hefði hæglega geta orðið orsök þess að Anna hefði misst arfinn í hendur eigenda Mossack Fonseca, án þess að geta borið fyrir sig neinum vörnum. Hvernig hefði það geta orðið?
Athugum hvert hefði geta orðið framhaldið ef stjórn Wintris Inc. hefði verið þrír starfsmenn Mossack Fonseca og formleg eigendaskipti á Wintris félaginu hefðu ekki farið fram. Engin vörn hefði verið í því fyrir Önnu að fá að hafa prókúruumboð við stofnun félagsins ef hún hefði ekki tryggt eignarhald á félaginu og tryggan stuðning meirihluta stjórnar.
Ef staðan hefði verið eins og Jóhannes vildi halda fram, að Wintris hafi verið stofnað af Mossack Fonseca, og verið þar tilbúið á lista með skráðri stjórn og stofnsamning, hefði Anna allt eins geta gefið lögfræðiþjónustunni arfinn eins og að leggja hann inn á bankareikning á nafni Wintris, sem hún hefði einungis prókúruumboð fyrir. Ef eitthvað hefði kastast í kekki á milli lögfræðistofunnar og Önnu, hefði lögfræðistofan geta kallað saman til fundar eigendur félagsins og stjórn þess, og samþykkt að fella úr gildi prókúruumboð Önnu og Sigmundar og setja prókúruumboðið á einhvern starfsmann lögfræðiþjónustunnar.
Við þessum ljóta leik hefði Anna ekki átt neitt svar, því þegar hún setti fjármunina í vörslu félags sem lögfræðiþjónustan Mossack Fonseca átti, hlaut hún að gera sér ljóst að hún átti allt undir þessu ókunna fólki, að fá að halda prókúruumboðinu. Stjórn félagsins hefði einnig geta hafnað áformum Önnu um fjárfestingaleiðir og t. d. samþykkt verðbréfakaup í starfsemi sem ætti sér engin lífsskilyrði til frambúðar. Anna hefði verið næsta áhrifalítil um eigin fjármuni, eða jafnvel lokuð alveg frá þeim.
Mikilvægt er að átta sig á því, sem virðist augljóst þeim sem þekkingu hafa á svona skjalavinnslu í bönkum, að gögnin í Panamaskjölunum eru líklega úr innanhúss gagnasafni hjá Mossack Fonseca og því líklega EKKERT þessara skjala raunveruleg og marktæk að öllu leyti. Einnig er afar undarlegt að heyra um innbrot í tölvu lögfræðifyrirtækis með starfsstöðvar í mörgum löndum, þar sem fyrir liggi gögn yfir 38 ára tímabil, endurhönnuð til að vera læsileg í þeim hugbúnaði sem í dag er notaður til gagnavistunar. Líklegast er að allt sem væri eldra en 5 ára sé komið á geysludiska sem geymdir eru utan tölvukerfa í skjalageymslu fyrirtækajnna.
Ef hins vegar, eins og mér finnst líklegast, að tölvuhakkarinn hafi geta hakkað sig inn á innanhúss gagnasafn vinnuskjala, gæti þar verið að finna skýringu á hinum gömlu skjölum. Þó er þar einnig fyrir hendi hindranir á að núverandi ritvinnslur eða gagnagrunnar, ráði við eldri formöt en 10 15 ára. Tímalengdin sem gefin er upp í sambandi við Panamaskjölin er afar ótrúverðug og set ég spurningamerki við hana þar til ég hef séð skjal úr þessu safni frá árinu 1977.
8.4.2016 | 00:55
ENN TEKST FJÖLMIÐLAMÖNNUM AÐ EYÐILEGGJA MANNORÐ SAKLAUSS MANNS.
Á meðan mesti hasar átaka stendur yfir eins og þeirra sem fram fóru hér síðustu daga, er afar vonlítið að koma á framfæri sjónarmiðum sem ekki falla að þeirri hugmyndalínu sem er undirstaða æsingsins. Það er því fyrst núna sem mögulegt er að fólk gefi sér andrúm til að skoða önnur sjónarmið, sem komust ekki að meðan hasarinn var mestur. En hvað var þá athugavert eða gæti talist vanhugsað í hasar undanfarinna daga?
Frá mínum sjónarhóli virðast meginátökin snúast um tvenn sjónarmið. Annars vegar að ríkir menn, eða auðmenn, eigi ekki að vera í pólitík vegna þess að þeir hafi öðruvísi hagsmuni en fólk almennt hefur. Hæfileiki til að láta gott af sér leiða hefur í raun ekkert með peningana að gera, heldur snýst um upplag og eðlislægan vilja viðkomandi einstaklings. Ríkur einstaklingur gæti t. d. náð umtalsvert betri árangri fyrir fólkið í landinu, gagnvart fjármálaöflunum, því þau gætu ekki ógnað honum með því að loka lántökuleiðum hans og gjaldfellingu lána. Hann skuldar bönkunum ekki neitt, frekar gæti verið að bankarnir skulduðu honum.
Hinn þátturinn sem mér virðist mjög ráða afstöðu fólks er sú fullyrðing sem sett hefur verið fram t. d. í sambandi við fyrrverandi forsætisráðaherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson og konu hans. Fullyrt er að fyrst SDG sé giftur og enginn kaupmáli sé í spilinu, þá EIGI SDG 50% í félagi konu sinnar, þó hann hafi afsalað hinum skráða eignarhluta til hennar árið 2009.
Þessi fullyrðing stenst ekki því í hjúskaparlögum er tekið mjög skýrt til orða varðandi sameiginlegar skyldur hjóna. Í 4. gr. laganna er ákvæði um Forræði eigna og skuldaábyrgð. Þar segir svo um eignir hjóna:
- gr. Hvort hjóna ræður yfir eign sinni og svarar til skulda sinna eftir því sem nánar er fyrir mælt í lögum.
Þarna kemur skýrt fram að hvort hjóna fyrir sig ræður yfir eign sinni. Það staðfestir fullkomlega það sem SDG hefur ítrekað haldið fram, að þegar mistökin við skráningu félagsins var loksins leiðrétt með því að hann afsalaði sér þeim eignarhlut sem á hans nafn var skráð. Þar sem engar eignir til hans höfðu greiðst inn til félagsins var eignastaða hans engin í félaginu. Ef hann hefði afsalað sér þeim hlut sem á hann var skráður fyrir 0 krónur, hefði það verið talin vera gjöf til Önnu, sem skatturinn hefði metið sem 50% af bókfærðu verðmæti félagsins. Skatturinn hefði síðan reiknað Önnu S. Pálsdóttur gjöfina til tekjuauka á árinu 2009. Með því að selja hlutinn á 1 dollar, fær salan viðskiptalega stöðu í framtalslegu tilliti hjá skattinum og færð Önnu til eignaaukningar en ekki til tekjuaukningar. Hver reynir ekki að fara ódýrustu leiðina í gegnum skattalega umhverfið? Það ætti þjóðin að þekkja því líkur benda til að undanskot frá skatti hér eru ótrúlega mikil.
En við vorum að skoða á hvaða vegu almenn fjárhagsleg tengsl hjóna eru. Heyrst hefur t. d. að fyrst SDG og Anna S. Pálsdóttir séu gift, teljist félagið og eignir þess vera sameign þeirra. Af þeirri ástæðu hafi SDG verið skylt að gefa upp til hagsmunaskrár Alþingis 50% eignarhlut sinn í félaginu.
Þetta er ekki rétt. 4. gr. hjúskaparlaga, sem vísað er í hér að framan, skýrir ótvíræð yfirráð annars hjóna yfir eignum sínum en sameiginleg skylda hjóna er t. d. skilgreind í 2. mgr. 2. gr. hjúskaparlaga, en þar segir eftirfarandi:
(áhersluletrun G.J.)
Hjón eiga í sameiningu að annast uppeldi barna sinna, sjá þeim farborða og hjálpast að við að framfæra fjölskylduna með fjárframlögum, vinnu á heimili og á annan hátt.
Einnig segir í 1. mgr. 3. gr. húskaparlaga að:
3. gr. Hjón skulu skipta milli sín verkefnum á heimili eftir föngum, svo og útgjöldum vegna heimilisrekstrar og framfærslu fjölskyldu.
Þarna kemur skýrt fram að við hjónaband myndast einskonar sjálfstætt fjárfélag sem hjónin bera ábyrgð á að jöfnu. Hjónunum ber að leggja þessu fjárfélagi til tekjur til greiðslu rekstrargjalda fjölskyldunnar, en þar fyrir utan getur hvort þeirra um sig átt eignir sem hinn aðilinn á engan rétt á aðgangi að.
Þegar grannt er skoðað kemur í ljós að SDG sagði í öllum aðalatriðum satt og rétt frá varðandi þau eigna eða hagsmunaréttindi sem að honum sneru og honum var skylt að upplýsa Alþingi um á árinu 2010.
Í öllum þessum árásum á æru og trúverðugleika SDG hefur aldrei verið reynt að tengja hann við annað félag í skattaskjólum en félagið Wintris, sem stofnað var til varðveislu og ávöxtunar á arfgreiðslu til Önnu S. Pálsdóttur. Fyrir mistök bankamanns hjá Landsbanka í Lux. var SDG skráður helmings eigandi félagsins þó ekki væri gert ráð fyrir neinum eignum frá honum inn í félagið og ekkert fjármálalegt samband milli SDG og sambýliskonu hans.
Það vekur sérstaka undrun mína hve mikil harka er lögð í að véfengja að framangreind skráning SDG sem helmingseiganda í Wintris hafi verið mistök bankastarfsmanns í Landsbanka Lux. Hins vegar hafa á engan máta verið véfengdar upplýsingar frá öðrum aðilum, sem einnig höfðu látið Landsbankann í Lux. stofna fyrir sig félög, en aðilar hafa stigið fram og upplýst um samskonar eða sambærileg mistök bankans og um ræðir í tilviki SDG. Engin skýring er gefin á því hvers vegna SDG sé talinn segja ósatt en hinir segi satt?
Í þeim kastljósþætti sem sýndur var sunnudaginn 3. apríl 2016, brutu kastljósmenn afar alvarlega, kurteisis, jafnræðis og sannleika regluna í lögum um Ríkisútvarpið. Jóhannes Kr. hjá Reykjavik Media gerði sig hins vegar brotlegan á svo mörgum sviðum, bæði séð frá lögum um blaðamenn og fjölmiðla, stjórnarskrá varðandi mannréttindi, hegningalög varðandi ærumeiðingar og Sakamálalög vegna óheimilar innrásar á lokaðan einkafund forsætisráðherra með sænskum fréttamanni. Þar veittist Jóhannes að forsætisráðherra með frekju og dónaskap sem vel líklega verður kennsluefni um það hvernig ekki eigi að koma fram við æðstu stjórnendur ríkis.
Í þessum pistli hefur einungis að litlu leyti verið raktar rangfærslur og bein ósannindi sem viðhöfð hafa verið í þessum árásum á SDG til að ræna hann ærunni, embættinu og fella ríkisstjórn sem allt benti til að mundi starfa til loka kjörtímabils. Ekki er óhugsandi að bótakrafa geti skapast á hendur Ríkisútvarpinu og Jóhannesi, ásamt hinum Þýska fréttamanni Þýsks stórblaðs, sem sagt er vera dreifingar- og aðal úrvinnsluaðili Panamaskjalanna. Þá verður athyglisvert að sjá hvernig Sænsk stjórnvöld líta þá staðreynd að Sænskur fréttamaður hafi greinilega aðstoðaði Jóhannes við ólögmæta innrás hans á lokaðan einkafund forsætisráðherra Íslands. Hann aðstoðaði Jóhannes við innrásina með því að víkja úr sæti spyrils og hleypa Jóhannesi þar að. Hinn sænksi fjölmiðlamaður braut einnig alvarlega af sér gagnvart forsætisráðherra með því að taka upp á myndband, án heimildar forsætisráðherra, yfirgang og frekju Jóhannesar gagnvart forsætisráðherra og dreifði þeirri upptöku til fjölmiðla, án heimilar forsætisráðherra. Við slíku broti hlýtur einnig að liggja umtalsverð refsing, sem vart getur annað en aukist þegar um erlendan fjölmiðlamann er að ræða sem aðstoðar við ólögmæta aðför að forsætisráðherra landsins.
Það mun koma í ljós hvernig ríkisstjórnir Þýskalands og Svíþjóðar meta slíka framkomu þegna sinna við forsætisráðherra vinaþjóðar.
Ágætu þingmenn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
16.3.2016 | 23:48
Sannleikurinn um hækkun lífeyris eldri borgara
Ég mikið búinn að velta vöngum yfir öllu því talnaflóði sem frá Hagstofunni kemur og undrast aðferðir til sundurliðunar og uppgjörs útgjaldaliða. Einkum er athyglisvert hvernig niðurstöðutölur breytast á hverju ári mörg ár aftur í tímann, þannig að ekki kemur fram nein áreiðanleg samantekt af rauntölum tekju- eða gjaldaliða fyrir samfélags okkar.
Þetta hefur oft valdið mér nokkru basli og einnig nú að undanförnu, því ég hef verið að leita að skýringum á því hvers vegna sagt er í kerfinu að t. d. eldri borgarar hafi fengið til baka þær skerðingar sem af þeim voru teknar eftir bankahrunið 2008.
Það ætti að vera hægt er að sjá vísbendingar um slíkt með því að skoða lykilþætti í rekstri samfélagsins okkar gegnum skráningu Hagstofunnar. Ég hef til glöggvunar verið að skoða tímabilið frá 1998 2015 varðandi skerðingar. En að hinu leytinu skoða fólksfjölgun á árunum frá 1955 2015, til að bera saman við spá Hagstofunnar um mannfjöldaþróun næstu 50 ára. Ýmislegt athyglisvert hefur þegar komið í ljós, sem greint verður frá síðar.
Hafa kjör eldri borgara verið leiðrétt.
Á myndinni hér til hliðar má sjá að nokkur hækkun varð á vísitölu neysluverðs á árabilinu 1998 - 2015. Er þar um að ræða álíka breytingu og varð einnig á heildar útgjöldum hins opinbera á sama tímabili, eins og næsta mynd sýnir.
Þegar myndin hér til hliðar er skoðuð kemur í ljós að báðar línurnar eru með sömu þætti heildarútgjalda 13 ár aftur í tímann. Árið 2015 sótti ég skrá inn á vef Hagstofunnar sem hafði að geyma mestu sundurliðun á útgjöldum stjórnvalda fyrir árabilið 1998-2013. Er það rauða línan. Þegar ég var að vinna þau gögn sem hér birtast fór ég aftur á vef Hagstofunnar til að sækja meiri upplýsingar, sem þá væru til ársloka 2014. Tók ég þá eftir því að aðrar tölur voru komnar í nákvæmlega sömu skrána sem ég hafði sótt upplýsingar í ári fyrr. Óheimilt á að vera, í öllum tilvikum, að breyta niðurstöðutölum útgjalda fyrri ára eftir að rekstrarreikningi ársins hefur verið lokað og Ársreikningur gefinn út. Engu að síður breytir Hagstofan niðurstöðutölum rekstrarliða fyrri ára, án áberandi athugasemda. Engin leið er að vera viss um, hvort þær upplýsingar sem koma fram í bláu línunni, muni vera á sömu skrá á næsta ári.
Af myndinni hér til hliðar má sjá hlutfallsleg útgjöld til Almannatrygginga og velferðar, sýnt með blárri línu. En hins vegar sama viðmið varðandi öldrun (rauða línan), örorku og fötlun (græna línan) og fjölskyldu og barna (fjólublá línan). Glögglega má sjá þarna að tilgreindir málaflokkar halda ekki hlutdeild sinni í heildarupphæð málaflokksins. Öldrun er einnig nokkuð víðtækur flokkur. Þess vegna leitaði ég frekari sundurliðunar hjá Hagstofunni.
Til frekari glöggvunar á lífeyrismálum eldri borgara, tengdi ég sundurliðun Hagstofunnar á safnliðnum ÖLDRUN, við þá sundurliðun Öldrunarliðar sem ég fékk senda. Ég setti upp línurit sem sýnir hvert sé hlutfallið af heildarútgjöldum sem fer til liðsins Almannatryggingar og velferð. Einnig er frá sama viðmiði heildarútgjalda skoðað hlutfall liðsins Öldrun og helstu sundurliðunarþættir þess liðar, sem eru: Ellilífeyrir, Tekjutrygging, Heimilisuppbót og Aðrar bætur vegna aldraðra. Allir þessir liðir voru teknir út sem hlutfall af heildarútgjöldum.
Á myndinni hér til hliðar má sjá það hlutfall heildarútgjalda hin Opinber sem fara annars vegar til liðsins Almannatryggingar og velferð (Blá lína), en hins vegar til liðsins Öldrun (Rauð lína). Heildar útgjöldum hins opinbera á árinu 2014 námu 908,2 milljörðum króna.
Samkvæmt þessum virðist málaflokkurinn Öldrun vera rétt um eða yfir 5% af heildarútgjöldum hins opinbera. Lífeyrisgreiðslur til eldri borgara eru líklega nálægt helmingi af kostnaðarliðnum ÖLDRUN og því líklega nálægt 2,5- 3% af heildarútgjöldum.Varla er það hlutfall útgjalda óyfirstíganlegt.
Ef við lítum hins vegar til mikils vaxtar margra útgjaldaliða undanfarinna ára, t. d. á safnliðnum Almannatryggingar og velferð, þar sem liðurinn Öldrun er undirflokkur, virðist ljóst að aldraðir hafi ekki haldið hlutdeild sinni í heildarútgjöldum. Kemur það glöggtt fram þegar borið er saman vöxtur liðsins Almannatrygginga og velferð og vöxt liðsins ÖLDRUN, sem er undirflokkur Almannatrygginga.
Hér til hliðar gefur að líta í meginatriðum hvernig uppgjörsliðurinn Öldrun sundurliðast sem hlutfall af heildarútgjöldum liðsins Öldrunar.
Eins og fyrri myndin sýndi var liðurinn Öldrun rétt rúm 5% af heildarútgjöldum. Af þessari sundurliðun hér til hliðar má sjá að heildarútgjöld Tekjutryggingar hafi verið að hækka aðeins að undanförnu. Þegar skoðað er hver breytingin hafi orðið á hvern mann sem nýtur slíkra greiðslna, virðist breytingin ekki vera mikil.
Svona segir Hagstofan skiptinguna vera á hvern bótaþega. Þarna er tekið saman ellilífeyrir, tekju-trygging, heimilisuppbót og aðrar greiðslur vegna öldrunar. Þarna sést að árið 2014 var upphæð á hvern mann að verða svipuð og á árinu 2003. En á það hefur verið bent að frá árinu 2003 hefur vísitala neysluverðs hækkað töluvert, eins og sjá má á fyrstu myndinni. Þannig að greiðsla á mann nú, sem nær álíka verðgildi og 2003, ætti að vera umtalsvert hærri en þarna sýnir.
Ef heildarútgjöld hefðu verið svipuð upphæð og á árinu 2003, væri ekki mikið hægt að setja út á þetta. Hins vegar er ljóst að launakjör og verðlag hafa hækkað umtalsvert frá árinu 2003 en þær hækkanir hafa eldri borgarar ekki fengið bættar ennþá. Á þessari síðustu mynd má sjá hve lítið hlutfall af heildarútgjöldum er verið að tala um. Það ætti ekki að vera mönnum ofviða að leiðrétta kjör eldri borgara strax.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.3.2016 kl. 01:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2016 | 11:04
1. Athugasemd við Frumvarpsdrög um náttúruauðlindir
Ég velti fyrir mér hvort geti verið að það skorti málskilning og málvitund í þann hóp sem samdi textann í hina nýju væntanlegu 79. gr. stjórnarskrár Íslands? Þegar litið er til þess sem segir í 2. kafla greinargerðar með frumvarpinu, vakna enn fleiri spurningar því þar segir eftirfarandi: (Ath. feitletrun og litabreytingar texta eru undirritaðs.)
Við undirbúning frumvarpsins hefur verið lagt til grundvallar að markmið auðlindaákvæðis yrði að setja löggjafanum skýr mörk varðandi nýtingu og ráðstöfun á náttúruauðlindum og réttindum til þeirra.
Þegar maður les svo hina væntanlegu lagagrein, eins og hún birtist í frumvarpinu, og ber það saman við markmiðin um að setja löggjafanum skýr mörk, fer um mann ónotalegur hrollur. Lítum á 1. mgr. hinnar væntanlegu 79. gr. stjórnarskrár. Þar segir eftirfarandi:
Auðlindir náttúru Íslands tilheyra íslensku þjóðinni. Þær ber að nýta ၠsjálfbæran hátt og til hagsbóta landsmönnum öllum. Ríkið hefur eftirlit og umsjón með meðferð og nýtingu auðlindanna í umboði þjóðarinnar.
Hvað skildi orðið tilheyra eiga að merkja þarna í 1. málslið 1. mgr. Ég tilheyri t. d. íbúum fjölbýlishússins sem ég bý i. Ég tilheyri einnig tiltekinni fjölskyldu, en ég hef ákvörðunarvald í fjölbýlishúsinu í samræmi við eignarhlut minn en EKKERT ákvörðunarvald innan fjölskyldunnar. Ég verð að viðurkenna að ég skil alls ekki hugtakið tilheyra þarna í 1. málslið, því augljóst er að ef náttúruauðlindirnar eru innan 200 sjómílna efnahagslögsögu þjóðarinnar, þá tilheyra þær íslensku þjóðinni.
Í 2. málslið 1. mgr. er einnnig verið að tala um auðlindirnar en þar segir að þær beri að nýta á sjálfbæran hátt og: til hagsbóta landsmönnum öllum. Hagsmunir landsmanna eru áreiðanlega svo tugþúsundum skiptir og einnig ólíkir að umfangi og gerð. Því verður að telja víst að markmiði 2. málsliðar 1. mgr. verði ógerningur að koma í framkvæmd. Líklegast er að stjórnunarþáttur sé þar með brostinn. Í 3. málslið 1. mgr. þykir mér þó sett eftirtektarvert met í skilningsskorti á eðli og stjórnskýringu stjórnarskrár. Í frumvarpinu er málsliðurinn svohljóðandi:
Ríkið hefur eftirlit og umsjón með meðferð og nýtingu auðlindanna í umboði þjóðarinnar.
Hvernig skildu textahöfundar þessa 3. málsliðar 1. mgr. hinnar væntanlegu 79. gr. stjórnarskrár sjá þetnnan 3. málslið 1. mgr. fyrir sér í framkvæmd. Hvaða skilning skildu þeir hafa lagt í orðið Ríkið? Hvernig sjá þeir fyrir sér að Ríkið hafi eftirlit og umsjón í umboði þjóðarinnar? Hvaða merkingu leggja þessir textasmiðir í orðið Ríkið? Lítum aðeins á hvað segir um þetta orð á VIKIPEDIA, frjálsa alfræðiritinu. Þar segir eftirfarandi um orðið RÍKIÐ:
Ríki eru stjórnmálalegar einingar ábúenda tiltekinna landsvæða sem eru fullvalda. Skilgreining Max Webers um að ríki hafi einokun á lögmætri valdbeitingu á afmörkuðu landsvæði er viðtekin. Innlent fullveldi hefur ríki ef íbúar þess líta á það sem lögmætt. Alþjóðlegt fullveldi hefur ríki hljóti það einnig slíka viðurkenningu frá samfélagi þjóðanna.
Af því sem hér hefur verið skoðað virðist ljóst að RÍKIÐ, hefur hvorki sjálfstæða skynjun, eftirtekt eða huglæga getu til að hafa umsjón með nokkrum sköpuðum þáttum. Ljóst virðist að RÍKIÐ getur ekki gætt hagsmuna þjóðarinnar. Sú hugmyndafræði er álíka og að hús eigi að gæta hagsmuna íbúa sinna. Það mundi treglega ganga upp.
En hvernig gæti þá 1. mgr. væntanlegra 79. gr. stjórnarskrár litið út, í ljósi þeirra fyrrnefndu markmiða sem sett eru fram í greinargerð með frumvarpinu. Skoðum dæmi:
Auðlindir náttúru ́slands utan þinglýstra eignamarka og/eða lögmætra samninga, einstaklinga eða lögaðila, skal teljast ótvíræð eign íslensku þjóðarinnar. Slíkar auðlindir ber að nýta ၠsjálfbæran hátt til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð, eða til samfélagslegra verkefna, samkvæmt nánari ákvæðum þar um í almennum lögum.
Alþingi setur lög og staðfestir reglur sem viðkomandi ráðherra setur um nýtingu auðlindanna. Ráðherra eða undirstofnun ráðuneytis hans hefur umsjón með meðferð og nýtingu auðlindanna í umboði Alþingis og þjóðarinnar. Eftirlit til lands verður í höndum Ríkislögreglustjóra og lögreglu í hverju umdæmi en til sjávar verður eftrlit í höndum Landhelgisgæslunnar.
Með hliðsjón af því útþynnta og tilgangslausa orðavali sem notað er í 1. mgr. væntanlegrar 79. gr. stjórnarskrár okkar læt ég staðar numið í bili við frekari skoðun á þeim texta sem þarna hefur verið lagður fram sem lagatexti fyrir stjórnarskrá Íslands. Reynist áhugi fyrir bættu orðfæri og beinni meiningu í væntanlegan lagatexta gæti e. t. v. komið fleiri athugasemdir. M.bk. Guðbjörn
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2015 | 01:05
Framkvæmdastjóri ABC á Íslandi í árásarham
Ég hafði ekki ætlað mér að láta þessar upplýsingar koma fram opinberlega, því sem fyrrverandi sjálfboðaliði hjá ABC hefur mér verið einkar hlýtt til starfseminnar, enda VAR hugsjónin fögur meðan hún snerist fyrst og fremst um að hlúa að börnum sem ættu bágt. En stöðugur ósannindaflaumur framkvæmdastjóra ABC um Þórunni Helgadóttur gerir það að verkum að héðan af er best að allur sannleikurinn komi fram á sjónarsviðið.
Áður en ég vissi nokkuð um að ósamkomulag væri milli ABC hér á landi og ABC Children's Aid í Kenya, var ég langt kominn með skoðun á starfsháttum ABC frá síðustu aldamótum til síðasta árs. Á árinu 2006 og 2007 fór ákveðið ferli í gang hjá ABC, sem var í raun að hætti útrásarvíkinga, enda var ætlunin um tíma að þeir tækju þátt en af því varð ekki.
Starf ABC hefur í meginatriðum gengið út á að hafa milligöngu um að fólk á Íslandi tæki að sér fjármögnun á framfærslu tilgreinds barns í tilteknu landi og greiddu mánaðarlega gjald til barnsins, þar sem ABC á Íslandi væri milliliður. Ég tók snemma eftir því í ársreikningum ABC, að öll þessi fjárframlög fólksins til barnanna úti í heimi, voru færð í bókhald ABC sem gjafir fólksins til ABC og fjármagn fólksins til barnanna var því bókfært sem TEKJUR ABC og þar með sem eign ABC, en ekki sem vörslufé til áframsendingar til rétts eiganda.
Á árinu 2006 urðu afgerandi breytingar á starfsemi ABC. Það var stofnað sem almennt FÉLAG á árinu 1988, af GEORG ÓLAFI TRYGGVASYNI og hét þá ABC HJÁLPARSTARF. Það virðist hafa verið rekið sem félag til ársins 2006 en þá er því breytt í Sjálfseignarstofnun í einkaeigu Guðrúnar Margrétar Pásdóttur og eiginmanns hennar, Hannesar Lentz. Hjá Sýslumanninum á Sauðarkróki er stofnunin skráð sem stóreignastofnun sem deili árlega út styrkjum á grundvelli ávöxtunar eigin sjóða. Í ársreikningum stofnunarinnar koma hins vegar ekki fram neinar eignir eða fastafjármunir aðrir en að stofnunin eigi kr. 230.000 sem stofnframlag í ABC barnahjálp International, sem einnig er eignalaus Sjálfseingastofnun, en eins og ABC, skráð sem stóreignastofnun sem árlega deili út styrkjum af ávöxtun eigin sjóða.
Ég hef reynt á hljóðlegan hátt að fá þessum vanköntum á eðlilegri skráningu breytt og var með væntingar um að svo gæti orðið. Þegar maður hins vegar sér, heyrir og les hinar ósvífnu árásir framkvæmdastjóra ABC á hendur Þórunni Helgadóttur, er öll framganga stjórnenda ABC eingöngu ANDKRISTIN viðhorf, sem einungis vinna að niðurrifi og að valda sem mestum skemmdum á því starfi sem Þórunn hefur verið að byyggja upp, með samstarfi við fleiri lönd en Ísland. Auk þess sem starf hennar í Kenya fékk frá einstakling gefna lóðina undir starfsaðstöðuna sem nú er verið að byggja.
Þórunn hefur af djúpum kærleiksanda tekið sér búsetu við eitt stærsta fátækrakverfi Nairobi í Kenya, lifað þar við lítil efni en mikið vinnuálag, þar sem hún hlúir af mikilli umhyggju og kærleika um stóran hóp barna og hugsar einungis um það eitt að láta þeim líða sem best og mennta þau til sjálfbærs lífs í framtíðinni
Vegna hinnar grófu ósvífni framkvæmdastjóra ABC, tók ég þá ákvörðun að birta þær greinargerðir sem ég sendi Sýslumanninum á Sauðárkróki og aðra er ég sendi Ríkisendurskoðanda, ásamt þeim fjárhagsúttektum sem ég gerði á starfsemi ABC barnahjálpar á Íslandi. Ég hef vakið athygli þessara aðila á augljósri svikastarfsemi í sambandi við ABC barnahjálp International, þar sem árlega eru taldar upp hundruðir milljóna í tekjur og útgjöld, þó í raun hafi aldrei nein slík starfsemi farið fram í þeirri stofnun.
Lítum aðeins á fáein dæmi varðandi söfnun fjár, aðallega frá stuðningsforeldrum barnanna og rekstur ABC barnahjálpar á Íslandi.
Frá árinu 2001 til og með árslokum 2013 er samtals safnað hjá ABC að stórum hluta frá stuðningsfjölskylædum til barnmastarfs í öðrum löndum en Íslandi kr. 2.662.992.090. Af þessu söfnunarfé er samkvæmt ársreikningum ABC skilað til starfslandanna, samtals kr. 2.572.022.962. Óútskýrður mismunum á söfnunarfé og því fé sem sent var til starfslandanna er kr. 90.969.128. Þegar rekstur ABC starfsins er skoðaður, samkvæmt ársreikningum, kemur fram að framlög til reksturs starfsins á þessum 13 árum, hafði einungis verið kr.42.351.028, eða að meðaltali kr. 3.257.771 á ári. Rekstrargjöld voru hins vegar samtals kr. 152.219.048. Útgjöld umfram rekstrartekur voru því samtals kr. 109.868.020.
Þó þær kr. 90.969.128 sem eftir voru af söfnunarfénu hefðu verið notaðar til að greiða hallarekstur upp á tæpar 110 milljónir og fjármagnstekjur tímabilsins einnig verið notaðar í slíkt, verður samt eftir óútskýrður hallarekstur upp á kr. 13.840.831, eða sem nemur rúmri einni milljón á hvert þessara 13 ára.
Hér hefur einungis verið drepið á fáeina þætti úr miklu fleiri atriðum sem dregin voru fram í greinargerðunum til Sýslumanns og Ríkisendurskoðanda. Þeir sem vilja kynna sér þetta nánar verða að hafa fyrir því að lesa greinargerðirnar og skoða gögnin. Þá sér fólk af hve einlægum Guðs kærleika starfsemi ABC hefur verið rekin undanfarin átta ár.
Sagt er að ABC hafi hugleitt að kæra Þórunni til efnahagsbrotadeildar, þó framkvæmdastjórinn hafi sagt beint við mig og í áhreyrn Guðrúmar Margrétar, að ekkert væri út á rekstur Þórunnar að setja.
Það sama var einnig sagt í utanríkisráðuneytinu varðandi skýrslu hennar um notkun þess opinbera styrks sem veittur var til skólabyggingar á lóð ABC Children's Aid í Kenya. Þar var mjög mikil ánægja með þau störf Þórunnar sem að þeim lutu.
Það er nokkuð merkilegt að verða vitni að því að staurblind eignarréttargræðgi fólks sem telur sig starfa á vegum Guðs kærleika, skuli ekki einu sinni fást til að fara eftir þeim samstarfssamning sem þau sjálf útbjuggu varðandi samstarf félaganna ABC á Íslandi og ABC Children's Aid í Kenya. Þegar sá samningur er lesinn kemur í ljós að þar er samningur á milli tveggja sjálfstæðra félaga með tvær óskildar stjórnir. Í þeim samningi er þriggja mánaða uppsagnarákvæði, af beggja hálfu en eftir þeim samningi er stjórn ABC á Íslandi ófáanleg til að fara. Þau ganga hins vegar fram af ótrúlegum fantaskap gagnvart börnunum í Kenya, sem líta á Þórunni og Samúle manninn hennar, sem einskonar foreldra sína og öryggisvörn.
11.6.2015 | 19:46
Frá Barnahjálpinni ABC Children´s Aid Kenya
Fréttatilkynning.
Frá Barnahjálpinni ABC Children´s Aid Kenya
Upp er komin sú staða að félögin ABC Barnahjálp og ABC Children´s Aid Kenya eiga ekki lengur samleið. Þó að félögin deili nafninu þá eru þetta tvö sjálfstæð félög, annað skráð í Kenýa og hitt á Íslandi, með hvort sína stjórn. Formaður félagsins í Kenýa er ég, Þórunn Helgadóttir. Síðustu ár hefur verið náið samstarf á milli félaganna tveggja um uppbyggingu starfsins í Kenía en nú skilja leiðir. ABC Barnahjálp á Íslandi hefur einhliða hætt samstarfi við ABC í Kenía. Það þýðir að ABC Barnahjálp sendir ekki lengur neinar greiðslur stuðningsaðila barna í Kenýa til félagsins í Kenýa.
Takið eftir: Engar greiðslur stuðningsaðila barna hjá ABC í Kenýa hafa verið sendar út frá ABC Barnahjálp á Íslandi til starfsins í Kenýa í Maí og í Júní.
Á heimasíðum ABC Barnahjálpar hefur einnig verið birt tilkynning sem segir að Þórunn Helgadóttir og Samuel Lusiru Gona séu hætt störfum í Kenýa en við stjórn starfsins séu tekin Samúel Ingimarsson og Ástríður Júlíusdóttir.
Þessi tilkynning er röng. Ég, Þórunn Helgadóttir og Samuel Lusiru eiginmaður minn erum enn við störf sem stjórnendur starfsins í Kenía.
Ástæðan fyrir þessum samstarfs slitum er fyrst og fremst sú að ABC á Íslandi hefur tekið þá ákvörðun að sameinast sænskum samtökum sem kallast Children´s Mission. Það þýðir að öll yfirstjórn verkefna og meðferð fjármuna mun færast til Svíþjóðar. Stjórn ABC Kenýa óskaði eindregið eftir því að fá að standa utan við þessa sameiningu við sænsku samtökin og því skilja leiðir.
Hugsjón okkar og hjarta slær enn heitt fyrir börnin í Kenýa. Við höfum helgað þessu starfi allt okkar líf síðustu 9 árin og hyggjumst halda því ótrauð áfram. Til að starfið geti haldið áfram hafa verið stofnað önnur samtök á Íslandi sem munu standa við bakið á starfinu í Kenýa í framtíðinni. Hið nýstofnaða félag heitir Íslenska Barnahjálpin og mun héðan af halda utan um allar greiðslur stuðningsaðila barna í Kenýa sem og aðra styrki og gjafir.
Við viljum beina þeim tilmælum til stuðningsaðila barna ABC í Kenýa að þið setjið ykkur í samband við Íslensku Barnahjálpina ef þið getið hugsað ykkur að halda áfram að styrkja börnin ykkar í Kenía. Netfangið er: postur@barnahjalpin.is. Vefsíðan er www.barnahjalpin.is. Eins er hjálp nýrra stuðningsaðila vel þegin eða einstakar gjafir á þessum tímamótum. Söfnunar reikningsnúmerið okkar er: Banki 0515-14-410660 Kt. 410615-0370
Þó að þessi viðskilnaður við ABC Barnahjálp á Íslandi sé okkur hjá ABC Kenýa mjög sár og ekki samkvæmt okkar óskum, þá erum við mjög þakklát fyrir það góða samstarf sem við höfum átt við samtökin ABC Barnahjálp á Íslandi síðustu ár. Við þökkum þeim hjartanlega fyrir þann tíma sem við höfum átt saman og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni. Sömuleiðis þökkum við ykkur stuðningsaðilum barnanna og öðrum velunnurum fyrir stuðningin undanfarin því án ykkar gætum við ekki starfað.
Virðingarfyllst,
Þórun Helgadóttir,
Formaður ABC Children´s Aid Kenya
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 165605
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur