Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Þegar illvilji beitir sér, fær sannleikur litla áheyrn.

Ég hef undrast verulega að Ríkissaksóknari skuli ekki hafa tekið til rannsóknar afar fólskulega árás Sænska ríkissjónvarpsins s. l. vor, á eitt æðsta embætti stjórnkerfis Íslands. Árásin var hönnuð æfð og undirbúin af sjónvarpsmanninum Sven Bergman, starfsmanni Sænska ríkissjónvarpsins. Hann viðurkenndi í viðtali við Morgunblaðið að hafa hannað þessa árás til að hjálpa vini sínum.

Að undanförnu hafa borist fregnir af því að einhver blaðamannasamtök í Svíþjóð og Evrópu hafi veitt þessu GLÆPAVERKI Sænska sjónvarpsins viðurkenningu fyrir fagleg vinnubrögð og vel unnið verk. Ég ætla fyrst um sinn að leyfa mér að vona að verðlaun þessi hafi verið veitt vegna þess að umræddum samtökum hafi ekki verið rétt greint frá aðstæðum, frekar en að þessi samtök séu að leggja blessun sína yfir svo fólskulega árás á eitt æðsta embætti stjórnkerfis annars lands; árás sem að öllu leyti var byggð á aumkunarverðri lygasögu, sem meira að segja mátti greina í sjónvarpsþætti um málið, að rangt væri farið með mikilvægustu málsástæðurnar.

Í kastljósþættinum í byrjun apríl 2016 var því haldið fram að þáverandi forsætisráðherra Íslands, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), ætti leynifélag á aflandseyju, þar sem hann geymdi mikil auðæfi til að komast hjá skattgreiðslu. Þær heimildir sem sagðar voru fyrir þessum ásökunum voru ekki margar. Meðal annars hefur verið sýnt fram á fullar skattgreiðslur af öllum tekjum svo ekki er ljóst hvað átti að vera í felum.

Athyglisverðast við umfjöllun kastljóssins var þó að allar heimildir, um eign SDG á félagi á aflandseyju, voru birtar ólæsilegar. Þar var birt skjal sem átti að sýna að Lögfræðiþjónustan Mossak Fonseca (MF) hefði í nóvember 2007, að beiðni Landsbankans í Lux. tekið frá fyrir Landsbankann félagið Wintris Inc. Var þar um að ræða eitt þeirra félaga sem MF hafði stofnað rúmum mánuði fyrr, eða um miðjan október 2007. Landsbankinn gerði þá kröfu til MF að félagið yrði skráð þannig að SDG ætti 50% hluta í félaginu á móti sambýliskonu sinni, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur (ASP), sem ætti hinn 50%. eignarhlutann.

Þegar skjalið sem kastljós sýndi ólæsilegt, var sótt í gagnasafn Panamaskjala, kom í ljós að þetta var afrit af stofnsamning Wintris félagsins, þegar MF stofnaði félagið um miðjan október 2007, eða rúmum mánuði fyrr en kastljósmenn tilgreindu, sem var 27. nóvember 2007, Skjalið hafði verið falsað.

Það einkennilega við umfjöllun kastljóss um þetta meinta félag SDG, var að í sumum tilvikum var talað um að hann hefði keypt félagið af MF en í öðrum tilvikum var talað um að MF hefði stofnað félagið fyrir SDG og ASP. Hvorug tilvísunin var staðfest í þættinum vegna þess að ENGAR heimildir voru lagðar fram til staðfestingar þess að SDG hefði óskað aðstoðar MF við kaup eða stofnun slíks félags. Engar heimildir voru lagðar fram um að SDG hefði keypt félag.

Hins vegar var hið falsaða skjal sýnt án þess að hægt væri að lesa nokkuð af því. Átti það að sýna stofnsamning að félagi sem SDG og ASP hefðu stofnað. Skjalið var ekki undirritað af hvorugu þeirra. Skjalið var undirritað af þeim sem stofnuðu félagið um miðjan október 2007. Inn í reitinn þar sem rita átti nafn eiganda félagsins, hafði nafn stofnanda verið strokað út en í þess stað skrifað, með allt annarri leturgerð og leturstærð en var á öðru ritmáli skjalsins, nafn SDG. Nafn ASP var ritað á samskonar skjal.

Tvennt til viðbótar þessu vakti athygli mína og stórar efasemdir um heiðarleika þáttagerðarfólks í vinnubrögðum. Annars vegar að RÚV skyldi stilla SDG upp meðal þekktra einræðisherra og jafnað honum við glæpamann sem sæti í fangelsi. Slíkt ofstæki vekur upp hjá manni spurningar um andlegt heilbrigði þeirra sem vinna svona umfjöllun.

Hins vegar, var fullyrt að SDG ætti 50% í aflandsfélaginu Wintris á móti ASP. Engin eignaskjöl voru lögð fram með undirskrift SDG. Eina sönnunin sem lögð var fram var ólæsilegt form af hlutabréfi þar sem nafn SDG hafði verið skrifað inn á, án allra staðfestinga um að SDG hefði óskað eftir kaupum á nefndu félagi. Þegar formið að þessu hlutabréfi var sótt í gagnasafn Panamaskjala, kom ýmislegt merkilegt í ljós, sem aðalhöfundurinn Jóhannes Kr., hinn sænski Sven Bergman og kastljósmenn hafa klárlega allir vitað.

Í forminu að hlutabréfi í Wintris Inc. stóð skráð að stjórn félagsins hefði heimilað að hlutir í félaginu væru 50.000. Í umfjöllun kastljóss kom þetta ekki fram. Þar var sagt að SDG og ASP hefðu keypt 2.000 hluti í félaginu, og að með því hefðu þau keypt sitt hvor 50% í félaginu og ættu því allt félagið.

Sannleikur málsins var sá, að ef um kaup hefði verið að ræða, keyptir hefðu verið 2.000 hlutir í félaginu Wintris Inc., þá hefðu þau SDG og ASP verið að kaupa samanlagt 4% af heimiluðum hlutum félagsins, en ekki 100%, eins og kastljósmenn vildu halda fram, án allra haldbærra sannana. Og það sem meira var. Í texta hlutabréfsins kom einnig fram að þeir hlutir sem þar væru nefndir, tækju ekki gildi fyrr en kaupandinn hefði undirritað stofnsamninginn og skilað inn til skráningaraðila nýjum og undirrituðum samþykktum félagsins, eftir eigendabreytingar. Þessum skjölum var aldrei skilað inn til hins opinbera skráningaraðila. Þess vegna var umrætt félag aldrei skráð sem eign SDG og ASP.

Í kastljósþættinum var mikið mál gert úr því að SDG hefði átt aflandsfélag þegar hann hóf störf á Alþingi haustið 2009. Sýnir það best hve raunþekking var lítil hjá rannsakendum, á því málefni sem þeir voru að fjalla um. Þeir gerðu sér enga grein fyrir því að þeir söguð frá því í þættinum, að vorið 2009, átti Landsbankinn í Lux félagið Wintris Inc. og hann tók einn ákvarðanir um meðferð félagsins.

Vorið 2009, voru SDG og ASP einnig að flytja öll sín viðskipti frá Landsbanknum í Lux. til Credit Suiss, bankans í London, en þar voru þau búsett á þeim tíma. Samið var við Credit Suiss bankann í London um vistun og rekstur arfssjóðsins. Einnig var KPMG á Íslandi fengið til að sinna uppgjörum og skattframtali fyrir ASP, þannig að fagaðilar væru við hverja ákvörðun.

Á árinu 2008 virðist einhver ágreiningur hafa komið upp við Landsbankann í Lux. sem olli þeirri ákvörðun SDG og ASP að flytja bankaviðskipti sín annað. Þeir sem velta miklum fjárhæðum í viðskiptum sínum færa viðskipti sín ekki á einum eða tveimur dögum milli banka. Líklegast er að slíkt taki einn til þrjá mánuði. Hafi ákvörðun um færslu viðskipta verið tekin um áramótin 2008/2009, hafi uppgjöri og tilfærslu fjármagnsins lokið vorið 2009.

Komið hefur fram að vorið 2009 er öllum viðskiptum SDG og ASP lokið við Landsbankann í Lux. Viðskipti og fjárvörslu höfðu þau þá flutt til Credit Suiss bankans í London. Þar með lauk tilraun sem Landsbankinn í Lux. setti af stað undir lok nóvember 2007, í samvinnu við lögfræðistofu MF, að skipuleggja farveg til vörslu, ávöxtunar og fjárfestinga fyrir arfssjóðs ASP, var því einnig endanlega úr sögunni vorið 2009.

Í ársbyrjun 2009 var SDG kosinn formaður fyrir Framsóknarflokkinn. Á haustdögum sama ár 2009, tekur SDG sæti á Alþingi. Er það u. þ. b. hálfu ári eftir að viðskiptum hans lauk við Lansbankann í Lux. og viðskiptin flutt til Credit Suiss bankans í London.

AF HVERJU SELT Á 1 DOLLAR

Í kastljósþættinum var mikið lagt upp úr því að SDG hafði undir árslok 2009 undirritað skjal þar sem sagt var að hann seldi ASP sinn hlut í Wintris á 1 dollar. Í því sambandi var talað um að Wintris væri margra milljarða virði. Er það eitt gleggsta dæmið um að þeir sem þóttust vera að rannsaka þessi meintu aflandsskjöl kunnu ekkert að lesa saman aðstæður. Hver var þá ástæðan fyrir þessu skjali um 1 dollars sölu, sem SDG undirritar.

Uppruni þeirrar ástæðu er að fulltrúi Landsbankans í Luxumburg, sem var að skipuleggja viðskiptastöðu fyrir ASP, taldi best að stofna aflandsfélag, líkt og oft hafði verið gert fyrir fólk sem var að flytja peninga og koma þeim í skjól. Þar misskildi fulltrúi Landsbankans beiðni ASP, sem var ekki að leita að felustað fyrir peningana. En þegar fulltrúinn var að skoða þetta, er ASP komin heim til sín í London og veit því ekkert hvað fulltrúinn hefst að.

Fulltrúinn hins vegar skoðar viðskiptauppsetningu ASP í viðskiptaskrá bankans og sér að hún og SDG eru með sama bankareikninginn. Af því ályktar hann að þau séu hjón og í því ljósi sé eðlilegt að skrá félagið á þau bæði. Fulltrúi Landsbankans spyr hvorugt þeirra, SDG eða ASP, leyfis fyrir þessari ákvörðun sinni. Og þar sem aldrei var gengið frá eignarskráningu félagsins til þeirra, vissu þau hvorugt að í skjölum Landsbankans í Luxumburg og lögfræðistofu MF væru þau bæði skráð eigendur Wintris. Þau vissu að þau höfðu aldrei undirritað nein skjöl þar að lútandi, því gat félagið ekki verið skráð eign þeirra hjá hinum opinbera skráningaraðila. Eingfærslan var hins vegar skráð í bókhaldi Landsbankans, sem var fyrir hrun. Sú eignaskráningin hafði yfirfærst yfir í nýja bankann, með yfirtöku allra bókhaldslykla viðskiptaaðila bankans. Og þar hafði yfirfærst sú skráning að SDG ætti helming í félaginu Wintris; færsla sem ekki var hægt að breyta með venjulegri leiðréttingarfærslum.

Þegar bókhaldslega er staðið frammi fyrir svona aðstæðum er í raun ekkert annað hægt að gera en búa til færsluskjal þar sem eignaskráningunni er breytt. Til að skjalið teljist löglegt fylgiskjal í bókhaldinu þarf skjalið að vera í formi sölusamnings, þar sem skráður eigandi selur öðrum aðila sinn skráða hlut. Verðgildið má ekki vera núll, því tölvukerfið tekur ekki viðskiptafærslu upp á núll krónur. Þar sem ekkert sjálfstætt félag, með sjálfstæða kennitölu, var í raun til og því ekkert verðmæti að selja, var sölutalan sett á einn dollar, svo tölvan tæki við færslunni og hin vitlausa skráning mundi leiðréttast. Undir þessa færslu urðu bæði SDG og ASP að skrifa svo hún væri lögleg ef til endurskoðunar kæmi.

JÁ EN, WINTRIS FÉLAGIÐ ER TIL?

En nú segja eflaust einhverjir. Já en Wintrisfélagið er til, þau þræta ekkert fyrir það. Hvernig getur það passað við það sem hér hefur verið sagt.

Lítum enn einu sinni til upphafsins. Arfurinn er greiddur ASP síðla haust 2007 og lagður inn á hennar reikning í viðskiptabanka hennar, sem var á þeim tíma Landsbankinn í Lux. Þó ekki væri búið að ganga frá stofnun sjálfstæðs hlutafélags til að annast ávöxtun og rekstur arfssjóðsins, þá varð strax að koma einhverju bráðabirgða formi á svo viðskiptin þyrftu ekki að fara fram á nafni ASP. Fyrst Landsbankinn í Lux. hafði sótt um að fá nafnið Wintris á hlutafélgið, sem ætlunin var að stofna, var náttúrlega alveg tilvalið að nefna einkafélag ASP, sem hefja mundi reksturinn, sama nafni og hlutafélagið mundi bera. Þá þyrftu engar nafnabreytingar að fara fram á þeim viðskiptum sem í gang yrðu komin þegar hlutafélagið yrði klárt.

Einkafélög eru algeng hjá fólki sem ekki er að hugsa um skattahagræði af því að hafa hlutafélag til að lækka skattana og færa tapáhættuna frá eigin tapi eiganda. Ég þekki til nokkuð margra slíkra og m. a. átti konan mín slíkt félag í nokkur ár, áður en einkahlutafélag var stofnað. Fyrirkomulag einkafélags passar algjörlega við þær lýsingar sem þau hafa gefið varðandi skráningu eigna og skulda slíks félags. Slíkt félag er ekki sjálfstæður skattaðili, heldur er rekstur þess gerður upp með sérstökum rekstrarreikningi, innan skattframtals eiganda, í þessu tilefni ASP.

Þær lýsingar sem þau gefa á því hvernig eignir ASP séu færðar inn í félagið sem eignfærsla þess en sem mótfærsla færist skuld félagsins við ASP, upp á nákvæmlega sömu upphæð. Formlega hliðin á þessu er sú að ASP lánar einkafélaginu (sem hún á sjálf) ákveðna X upphæð, sem félagið á að ávaxta og fjárfesta til hagsbóta fyrir eiganda félagsins. Þar sem ASP hefur látið félagi sínu í té megnið af eignafé sínu, er skráð hjá félginu sama upphæð sem skuld við ASP. Slík krafa frá henni, sem eiganda félagsins, er líklega þinglýst sem fyrsta krafa á hendur félaginu. Engir kröfuaðilar geta því komist í forgangskröfu á hendur félaginu og fengið þannig aðgang að fjármagni sem félagið væri með í veltu sinni.

Á sama máta gerist ef eignaaukning verður hjá félaginu á árinu, þá hækkar eignfærsla eiganda. Ef tekjuafgangur verður á árinu hjá einkafélagi, þýðir það að hagnaður hefur orðið af rekstri þess. Færist sá hagnaður þá sem tekjur í skattframtal hjá eiganda félagsins. Ef hins vegar yrði taprekstur hjá félaginu á árinu, færðist það sem tap í skattframtal eiganda. Þar sem hlutafélagið Wintris var aldrei formlega stofnað, er reksturinn enn að öllu leyti innan skattframtals eiganda, sem nú er orðin eiginkona SDG, eftir að þau giftu sig árið 2010.

ER ÞAÐ HEILBRIGT AÐ LAUNA GOTT MEÐ ILLU?

Það er afar sorglegt að hugsa til þess að í þjóðfélagi okkar skuli vera til svo illviljandi fólk að það spinni upp mikinn lygavef gagnvart eina manninum sem hafði kjark, styrkleika og þekkingarlega getu, til að standa svo í vegi fyrir risavöxnum fjármálaöflum, sem höfðu sett stefnuna á að knésetja þjóðina og hirða af henni allar tekjugefandi auðlindir og leigja henni svo aftur nýtingarrétt þeirra á okurverði. Með slíku hefði hér orðið til frambúðar fátæktarríki, einskonar þrælanýlenda fjármagnsaflanna, sem hirða mundu allan afrakstur af erfiði þjóðarinnar.

Fólk virðist vera búið að gleyma því að þessi maður stóð um tíma einn gegn því ofurefli sem að þjóðinni sótti. Það ofurefli var nógu öflugt til að setja Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, Evrópusambandið, frændþjóðir okkar á Norðurlöndum o. fl. í slíkan gapastokk að ekki nokkur aðili þorði að rétta okkur hjálparhönd, nema Færeyingar. Þeir létu ekki múta sér. Þessi maður sem umtalsverður hluti þjóðarinnar grýtir nú, og vill ekki að hann komi nálægt landsmálum, fór aleinn á fund Lávarðardeildar Breska þingsins þegar forsætisráðherra Breta skellti á land okkar hryðjuverkalögum og setti okkur á bekk með hryðjuverkaöflum heimsins. Sagt var að hann hefði fengið þrefaldan fundartíma hjá lágvarðardeildinni og í framhaldi af því beygði forsætisráðherra Breta af leið sinni.

Þessi maður steig fram og mótmælti IceSave samningum. Upphafleg ætlun vogunarsjóðanna með þeim samning var, að skapa hér einskonar þrælanýlendu, þar sem endurgreiðslukröfur vegna erlendra lána yrðu hærri en við ættum möguleika á að greiða. Samfélag okkar mundi því ekkert gera annað en moka til þeirra megninu af þeim peningum sem við öfluðum.

Þarna var þjóðin aðeins farin að þora að fylgja í kjölfar hans og hafnaði IceSave samningum, ekki bara einu sinni, heldur þrisvar. Þá voru vogunnarsjóðirnir komnir í þrönga stöðu. Einungis var einn möguleiki eftir til að ná tökum á auðlindum landsins, en það var í gegnum slitabú gömlu bankanna. Þar töldu þeir sig eiga rétt á hundruðum milljarða í bætur, þó þeir hefðu engri krónu fórnað í bankahruninu, því þeir komu inn í hóp kröfuhafa eftir hrunið er þeir keyptu eins marga eignarhluti og þeir gátu komist yfir, fyrir langt innan við 10% af raunvirði þeirra.

Þegar þeir höfðu náð að kaupa allt sem til sölu var, hófu þeir grimmilegar verðgildishækkanir hluta sinna. Þegar þeir náðu ekki lengra þar, vildu þeir fá verulega miklar bætur frá ríkinu í ofanálag. Aðeins einn maður í stjórnmálunum var af einurð ósammála þessu. Hann fullyrti að slitabúin ættu að greiða ríkinu og Vogunarsjóðirnir að skila verulegum hluta þeirra verðmæta sem þeir höfðu margfaldað eignastöðu sína. Fáir trúðu á þessi orð unga og óreynda mannsins, sem þarna þó var orðinn forsætisráðherra. Hann stóð hins vegar ókvikull að baki þeirri samninganefnd sem hann skipaði og hvatti þá til að ganga eins langt og þeir gætu, og helst aðeins lengra. Aldrei lét hann á því bera að svona hörð framganga gagnvart slitabúnum og vogunarsjóðum mundi kosta konu hans meira tap en ella hefði verið. Og sannanlega tapaði hún á harðri framgöngu manns síns, en þjóðin græddi.

MÚGSEFJUN OG LINNULAUST EINELTI

Blekið var hins vegar ekki þornað á samkomulagi við vogunarsjóðina um umtalsvert hærri greiðslur til ríkissjóðs en nokkur hafði þorað að vona, þegar mikið írafár greip um sig meðal þjóðarinnar. Mannfjöldi hópaðist saman í Austurvelli til að hrópa á afsögn ríkisstjórnar vegna spillingar, sem aðallega var tengd við þann sem áður hafði bjargað þjóðinni frá örbirgð. Sigur á vogunnarsjóðunum upp á rúmar 600 milljarða skipti nú engu máli vegna þess að maður, sem fyrir u. þ. b. ári var rekinn frá RÚV, líklega vegna óvandaðra vinnubragða, var nú allt í einu orðinn sannleiksgyðja þjóðarinnar, sem enginn sá ástæðu til að véfengja. Rannsókn var óþörf, dómstólakerfið var óþarft, mannréttindi voru bara fyrir. Ekkert af því sem maðurinn hafði gert fyrir þjóð sína kom til álita sem málsbót, eða þó ekki væri annað en smá umburðarlindi meðan málið væri rannsakað.

Þegar heimsþekktur samningamaður um bætur milli þjóða vegna hruns fjármálakerfa, lét þau orð falla að hann hefði aldrei upplifað slíkan samning. Að þjóð næði öllu til baka sem hún hefði látið af mörkum. En þjóðin leit ekki við slíkum fréttum. Það var ekkert sem hún þurfti að gleðjast yfir.

Skyndilega varð allt sem þessi maður hafði áorkað fyrir þjóð sína, einskis virði, vegna þess að einn ógæfumaður, sem virðist nærast á því að ræna fólk æru og trúverðugleika, bjó til svo útsmogna lygasögu, sem hann reyndar sannaði meira að segja sjálfur í frásögn sinni að væri lygasaga, eins og að hluta er rakið hér að framan.

Það hefur verið hrein viðurstyggð að upplifa þá heimsku, mannvonsku, já og hreinan illvilja, sem tröllriðið hefur fjölmiðlum og samfélagsmiðlum þessa lands undanfarna mánuði. Því miður hefur sá hópur sem biður um sannleika og opinbera rannsókn á þessu máli orðið undir, því fjölmennið hefur verið mikið í þeim herskáa hópi sem rænt hefur þennan mann æru og starfi, án þess að geta stutt árás sína eða dómhörku með einu einasta dómtæku sönnunarskjali. Ég hef spurt marga úr árásarhópnum hvort þeir væru sáttir við svona sönnunarfærslu gagnvart ærunýði eða útskúfunardómi á þá sjálfa? Enginn hefur enn svarað því til hvort þeir myndu samþykkja andmælalaust slíkum dómi. Samt er haldið áfram þó löngu sé orðið ljóst að þessi maður mun ekki beygja sig fyrir lygi. Til slíks hefur hann enga ástæðu. Og fjandmenn hans hafa engin haldbær rök eða sannair fyrir máli sínu. Þeir geta bara öskrað úr fjarlæg, oft nafnlaust, því þeir treysta sér ekki að standa undir eigin óþverraskap, vegna hugleysis.

Það er í raun mjög alvarlegt mál fyrir þjóðfélag, þegar hugsunarlaus illvilji meðal þegnanna er kominn á svo alvarlegt stig sem sýnt hefur sig í þessu máli. Upphafsmaður lyginnar var látinn hætta störfum hjá RÚV í kjölfar alvarlegrar árásar á fjölskyldu, er hann rústaði mannorði þeirra og lífsstarfi. Hvers vegna Ríkisútvarpið lagði í þá vegferð að taka trúanlega sönnunarlausa lygasögu þess manns, sem þeir voru nýbúnir að reka vegna óheiðarlegrar starfsemi, verður trúlega seint svarað. En meðan það fólk sem þessu réði og átti að ráða, breiðir verndarhjúp yfir þennan glæp, er Ríkisútvarpið algjörlega svipt öllum trúverðugleika og hefur að fullu fyrirgert rétti sínum til að vera til.

Ekkert getur héðan af bjargað RÚV frá þessari smán, annað en algjör hreinsun úr öllum stjórnunarstörfum sem ábyrgð bera, eða eiga að bera, vegna svona glæps. Nýr menntamálaráherra verður spurður út í þessi atriði. Einnig verður nýr Innanríkisráðherra spurður út í afskiptaleysi Ríkissaksóknara. Dálítið merkilegt er, að Ríkissaksóknari skuli hafa brugðist hratt við einfaldri lítilli fjárkúgun á heimili þessa manns. En þegar erlend sjónvarpsstöð í eigu vinaþjóðar, ræðst með undirferli, blekkingum og hreinum óþverraskap á þennan sama mann, í embætti forsætisráðherra, og dreifir því til flestra landa jarðarinnar, þá kemur Ríkissaksóknara málið ekki við. Innanríkisráðherra verður spurður út í þessa mismunun. Að eitt æðsta embætti stjórnkerfis okkar eigi sér ekki neitt nálægt því jafn trausta vörn í réttarkerfi landsins og einkaheimili embættismanna. Er það ekki eitthvað sem verður að skýra með traustum rökum?

Guðbjörn Jónsson kt. 101041-3289  Fyrrv. ráðgjafi


Nú skal troða Sigmund undir, hvað sem það kostar.

Líklega er kominn tími til að horfa opnum augum á það hvernig Íslenskir stjórnmálaflokkar velja forystusveit sína, þ. e. formann, varaformaður og miðstjórn. Á s.l. vori tókst Framsóknarflokkurinn á við eitt mikilvægasta hlutverk sem stjórnendur stjórnmálaafls geta lent í, þegar opinberuð var fyrir almenningi gróf, ókurteis og óhugnanlega illgirnisleg aðför að æðsta embætti Íslenska Ríkisins, forsætisráðherra Íslands, Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins.

Aðför sú sem um ræðir var opinberuð þjóðinni í kastljósþætti þann 3. apríl 2016. Aðförin hafði hins vegar verið framkvæmd um miðjan mars s. á. undir stjórn Sænska Ríkissjónvarpsins, sem hannaði og sviðsetti upplognar ásakanir sem Jóhannes Kr. Kristjánsson, fyrrverandi starfsmaður kastljóss við fréttastofu RÚV, hafði undirbúið. Sænska Ríkissjónvarpið annaðist einnig upptöku aðfararinnar og veitti þannig með framangreindum hætti afar þýðingarmikið liðsinni við undirbúning sjónvarpsútsendingar á órökstuddri lygasamsuðu um þann einstakling sem gengdi embætti forsætisráðherra Íslands.

Þeirri lygasamsuðu var ætlað, að sögn Sænsku sjónvarpsmannana, að fella réttkjörna ríkisstjórn Íslands og skaða svo pólitíska framtíð forsætisráðherrans, formanns Framsóknarflokksins, að hann ætti ekki afturkvæmt til forystu í Íslenskri pólitík.

Segja má að ætlunarverk þeirra hafi tekist. Æsifréttastíll frásagnarinnar var vel uppskrúfaður, flakkað óskipulega fram og til baka í tíma og fléttað inn í frásögn óskyld atriði, allt til að rugla áhorfandann. Örfá skjöl voru sýnd úr slíkri fjarlægð eða svo bjöguð að ekki var mögulegt að lesa það sem á þau var ritað. Sönnunargildi skjalanna var því ekkert. Æsifréttastíllinn dugði þó til að umtalsverður fjöldi fólks ærðist og sakfelldi manninn, án þess að hafa séð eitt einasta skjal því til stuðnings.

Það merkilega var að engir þeirra aðila sem lögum samkvæmt áttu að gæta öryggis æðstu embættismanna þjóðarinnar, virtist finnast aðfinnsluvert að erlend Ríkisstofnun skyldi hanna, skipuleggja og framkvæma grófar sviksamlegar blekkingar til að tæla æðsta embættismann Ríkisins til viðtals í viðhafnar húsakynnum Ríkisins, með það að markmiði að niðurlægja hann fyrir framan myndbands upptökuvél, með sögusögnum sem engar rökheldar sannanir voru fyrir.

Sænska sjónvarpsfólkið fékk að fara í viðhafnarhús Ríkisstjórnarinnar til að „stilla upp“ fyrir myndatöku í viðtalinu. Uppstillingin var ekki venjubundin viðtalsupstilling, heldur þekkt uppstilling þar sem sakamenn eru yfirheyrðir. Komið var fyrir einum stól úti á miðju gólfi og sterkt ljós látið lýsa í augu forsætisráðherrans. Sænski sjónvarpsmaðurinn var utan ljósgeislans, að baki ljóskastaranum.

Sænski sjónvarpsmaðurinn kom aldrei inn á það umræðuefni sem hafði verið pantað viðtal um. Sænski sjónvarpsmaðurinn hafði heldur ekki kynnt það fyrir forsætisráðherra að annar spyrill mundi taka þátt í viðtalinu. Forsætisráðherrann var því með öllu óviðbúinn því að hinn brottrekni starfsmaður kastljóss settist í stól spyrils en Sænski sjónvarpsmaðurinn, sem pantaði viðtalið, viki til hliðar og þvingaði þannig forsætisráðherrann til viðtals sem hann hafði ekki samþykkt.

Jóhannes Kr., en sá var maðurinn sem Sænski sjónvarpsmaðurinn neyddi forsætisráðherra Íslands til að tala við fyrir framan gangandi myndbands upptöku, tók þar með forsætisráðherra Íslands í gíslingu aðstæðna sem forsætisráðherrann hafði ekki samþykkt. Afar sérstæður kurteisisþáttur fyrir að vera boðið í viðhafnarhús ríkisstjórnar Íslands.

Þar sem Jóhanes Kr. hafði ekki verið kynntur fyrir forsætisráðherra sem spyrill, var Jóhannes í sæti spyrilsins algjörlega á ritstjórnarlegri ábyrgð Sænska Ríkissjónvarpsins. Frá fyrstu mínútu sýndi Jóhannes að hann ætlaði í engu að virða kurteisireglur í viðtalinu, heldur talaði ofan í mál forsætisráðherrans og krafði hann svara um málefni sem forsætisráðherrann hafði enga heimild til að ræða opinberlega, því hann hafði enga eignatengingu við það sem Jóhannes krafðist að hann svaraði. Ekki þarf að lýsa þeirri svívirðu er Jóhannes réðist með fullkominni ókurteisi á Íslenska forsætisráðherrann, undir fullri sakaferlisábyrgð Sænska Ríkissjónvarpsins. Ósvífni og ruddaskapur Jóhannesar leiddi til þess að forsætisráðherrann neyddist til að flýja úr sínu viðhafnarhúsi, því Jóhannes hafnaði með öllu að sýna eðlilega kurteisi í framgöngu

Að mati undirritaðs, er það með öllu óviðunandi að samskiptaháttum fjölmiðlafólks skuli hafa hnignað svo mjög að æðstu embættismenn ríkisins skuli ekki lengur geta treyst orðum þeirra starfsmanna sem ríkisstjórnin greiðir laun. Undirritaður telur næsta ljóst að sú framkoma undirferlis, óheiðarleika frekju og hreinnar illgirni, sem fjöldi fjölmiðlafólks hefur tileinkað sér á undanförnum árum, muni fyrr en seinna leiða yfir fjölmiðla hömlur á tjáningarfrelsi, þannig að allt efni sem þeir ætla að birta verði að fara í gegnum tiltekið síunarferli, áður en birting á því verði heimiluð. Ef fjölmiðlafólk færir sig ekki sjálfviljugt aftur inn í venjubundið heiðarleika og kurteisiumhverfi, verður það eingöngu að sakast við sjálft sig um þær hömlur sem á það verða lagðar. Engin leið er að krefjast þess mikið lengur að fólk láti það þegjandi yfir sig ganga að óheiðarleiki og ókurteisi fjölmiðlafólks, taki meginþorra lesenda sinna í einskonar óheiðarleikagíslingu og misbjóði þannig réttar- og réttlætisvitund fólks.

En víkjum aftur að málefni dagsins, sem er árás Sænska Ríkissjónvarpsins á embætti forsætisráðherra Íslands. Eftir árásina 3. apríl 2016 var forstjóra Sænska Ríkissjónvarpsins skrifað bréf og óskað skýringa á framkomu þeirra. Ekkert svar hefur borist frá þeim. Þar sem þessari grein er ætlað að vera að hluta til skýringar fyrir Sænska Ríkissaksóknarann, sem fær þetta skjal með erindi sem sent verður því embætti, ásamt Sænska forsætisráðherranum og Öryggis og samvinnustofnun Evrópu, til umsagnar. Ég get ekki með nokkru móti fallist á að neytendur séu svo réttlausir gagnvart óheiðarleika fjölmiðla að við verðum bara að láta óhróðurinn og óheiðarleikann yfir okkur ganga. Slíkt getur með engu mótið verið rétt eða ásættanlegt í því mannréttindaumhverfi sem við eigum að teljast tilheyra.

Það sem hér á eftir verður vakin athygli á, er fyrst og fremst andvaraleysi varaformanns Framsóknarflokksins, varðandi árás Sænska Sjónvarpsins á æðsta embætti Íslenska Ríkisins, á liðnu vori, eins og að framan hefur verið lýst og einnig er sýnt í umræddum kastljósþætti frá 3. apríl 2016. Varaformaður flokksins gerði sér auðsjáanlega ekki grein fyrir alvarleika málsins. Einnig má segja að miðstjórn flokksins hafi sýnt andvaraleysi gagnvart því að um var að ræða ólögmæta aðför að æðsta embætti Ríkisins, sem flokkurinn bar ábyrgð á. En aðför þessa hannaði, skipulagði og kvikmyndaði Sænska Ríkissjónvarapið og bar alla ritstjórnarlega ábyrgð á, ásamt þeim spyrli sem var boðið að spyrja forsætisráðherrann, án þess að leita fyrst heimilda hjá honum.

Í viðtölum við Sænsku sjónvarpsmennina, kom ítrekað fram að það hafði verið markmið með aðförinni að forsætisráðherra Íslands, að fella réttkjörna ríkisstjórn Íslands. Þeim flokki sem hverju sinni er trúað fyrir embætti forsætisráðherra, æðsta embætti Ríkisins, er í raun fenginn lykill að sjálfstæði og lýðræðisvitund landsins. Ólíklegt er að nokkur stjórnmálaflokkur hafi búið sig undir að beitt yrði slíkum ruddaskap, óheiðarleika og yfirgangi sem þarna var gert. Sama andvaraleysi er því tvímælalaust einnig til staðar í öllum öðrum stjórnmálahreyfingum á landinu.

Þetta er sett fram hér til að vekja fólk til umhugsunar um að umhverfi umburðalyndis, kurteisi og tillitssemi er ekki lengur sjálfgefin regla. Út um allan heim ganga fram smærri sem stærri hópar, drifnir áfram af allskonar sjónarmiðum, í leit að einhverju öðru en því sem er, án þess að vita hvernig eigi að nálgast það. Hvenær, eða hvort, Ísland fær slíka heimsókn vitum við ekki, en undirrituðum þykir forystufólk stjórnmálaflokka okkar vera í einhverjum löngu liðnum raunveruleika.

Ef við horfum opnum augum á viðfangsefnið býst undirritaður við að flestir sjái það nánast sem ókleift verkefni að kjósa forystusveitir stjórnmálaflokka, með það í huga að þeir sem til stjórnunar veljist, á hverjum tíma, geti axlað þá ábyrgð að verja stjórnskipan okkar fyrir ófyrirséðri og óvæntri aðför. Undirritaður telur því heppilegra, fljótvirkara og betur til árangurs fallið, að velja t. d. tiltekna sveit fólks, með hliðsjón af „sérsveit Ríkislögreglustjóra“, sem hefði það verksvið að gæta lögmætrar framgöngu, við gestaheimsóknir og viðtöl ráðherra í mikilvægustu ráðuneytum stjórnkerfisins við fjölmiðlafólk. Eftirlitsaðilar þessir gætu lagt fyrir Ríkissaksóknara að taka til rannsóknar öll atriði sem þeim finndist á mörkum lögmætis- eða kurteisireglna, þannig að hlutlaus úrskurður lægi fljótt fyrir um öll mikilvægustu vafaatriðin.

Þó einhver slík sveit væri stofnuð, sem hér var drepið á, þykir undirrituðum það ekki leysa stjórnmálaöflin í landinu undan þeirri skyldu að innleiða þá reglu í íslensk stjórnmál, að forystusveit hvers flokks verði meðvitaðari um skyldu sína gagnvart lýðveldinu og lýðræðinu, þegar tekið er sæti í forystu flokksins. Undirrituðum finnst í raun þurfa að skapa, á landsvísu, skipurit forystu stjórnmálaafla, sem verði meðvituð bakvakt, að baki formanninum.

Alvarleiki þeirra atburða sem opinberaðir voru þjóðinni í kastljósi RÚV, þann 3. apríl s. l. eru kannski helstir þeir hve varaformaður og miðstjórn voru algjörlega ómeðvituð um að þeim bæri að stíga fram og krefjast rannsóknar og setja einskonar varnarmúr í kringum formanninn meðan frumrannsókn færi fram.

Ef þarna hefði verið um vopnaða árás að ræða, þar sem formaðurinn hefði særst hættulega, bendir allt til þess að sú framvarðarsveit sem fyrst og fremst hefði átt að gæta að virðingu, sjálfstæði og lýðræði þjóðarinnar, hefði skriðið í skjól og skilið formanninn særðan eftir á vígellinum, án þess að rétta fram hendi honum til hjálpar og varnar. Innleiða þarf það sem skyldu varaformanns eða miðstjórnar að krefja Ríkissaksóknara opinberrar rannsóknar á þeim atburðum eða aðför að æðsta embætti Ríkisins, sem varðað geti deilum um lögmæti eða heiðarleika forystumanna flokksins í opinberum embættum eða störfum.

Þegar svo ber undir sem þarna var, að með hrottafengnum hætti var ráðist að æru forsætisráðherrans, hlýtur að hvíla mikil skylda á varaformanni þess stjórnmálaafls sem fer með ábyrgð á æðsta embætti Ríkisins, að hann krefjist rannsóknar Ríkissaksóknara. Ekki hvað síst þegar yfirlýst er af hálfu erlendra skipleggjenda aðfararinnar, að markmið hennar hafi verið að fella sitjandi ríkisstjórn, sem var lýðræðislega réttkjörin Ríkisstjórn landsins.

Strax og hin ósvífna og hrottafengna aðför að forsætisráðherranum var gerð opinber, með sýningu kastljóss 3. apríl 2016, varð undirrituðum ljóst, að ekki væri hægt að búast við að formaðurinn brygðist við slíkri óvæntri og ruddalegri framkomu af nauðsynlegri festu og einurð. Til þess var höggið of mikið og margháttuð verkefni í húfi. Hins vegar hefur það vakið alveg sérstaka sýn á hugarfar íslensku þjóðarinnar, hve margir voru sammála þeirri framkomu sem þarna var viðhöfð.

Árásinni var í raun ekki beint að honum sem einstaklingi, heldur var henni beint að embættinu og honum sem embættismanni. Ekki hafði verið leitað samskipta við hann í hans persónulega frítíma, heldur ráðist á hann í sínu embættishlutverki. Þar með var árásin fyrst og fremst á embættið. Það er með sorg í hjarta sem ég hugsa til þeirra óhjákvæmilegu afleiðinga sem það mun hafa fyrir þá sem samþykktu eða glöddust yfir þeirri gífurlega óréttlátu aðför sem þarna fór fram. Hið óhjákvæmilega er, að á einhverjum tíma mæta allir eigin viðhorfum til alvarlegra atburða.

Það er inni í mér þungur beygur að fjölmiðlar á Íslandi skuli vera eins miklir aumingjar í mannvirðingu og raunveruleikinn virðist nú hafa leitt í ljós. Að þeir skuli láta það viðgangast, að æðsta embætti Ríkisins sé troðið niður í svaðið með svo afburða sóðalegum vinnubrögðum sem þarna voru viðhöfð. Og það sem þyngst er að horfast í augu við, er að svo virðist sem illa hugsandi fólk, ráði framvindu mála á fréttastofu þjóðarfjölmiðilsins.

Það er meira en furðulegt  að Ríkissjónvarpið okkar skuli gera árás á æðsta embætti Ríkisins. En að þar skuli eingöngu byggt á sögusögnum umdeilds fyrrverandi starfsmanns RÚV, sem virtist hafa verið látinn fara í kjölfar kæru og málssóknar á hendur honum vegna óheiðarleika. Það eitt og sér ætti að vera sjálfstætt rannsóknarefni Saksóknara, við hlið rannsóknar hinnar óhugnanlegu aðfarar að æðsta embætti Ríkisins. 

Í huga undirritaðs er stóra málið að fjölmiðlafólk skuli vera svo ómerkilega hugsandi, gagnvart grunnskipulagi lýðræðis í lýðveldi okkar, að farið sé á hausaveiðar í æðsta embætti ríkisins, ÁN ALLRA SÖNNUNARGAGNA EÐA HEILSTÆÐS SÖGUÞRÁÐAR. Hvers konar aumingjasamfélag er verið að byggja upp hér á Íslandi? Ég vona að raunin verði ekki sú.

Reykjavík 13.sept. 2016

Með kveðju,

Guðbjörn Jónsson, fyrrv. Ráðgjafi


ALDRAÐIR MEÐHÖNDLAÐIR EINS OG NIÐURSETNINGAR FYRRI TÍMA.

Það er athyglisverð lífsreynsla að vera algjörlega háður öðrum um fjármuni til greiðslu á nauðsynjum til venjulegs lífs. Meðan maður hafði heilsu til að vinna sér fyrir lifibrauði, gat maður ekki gert sér í hugarlund hvernig það væri að vera algjörlega upp á aðra kominn með einföldustu lífsgæði.

Á unga aldri las ég bókina Niðursetningurinn, eftir Jón Mýrdal. Þrjár persónulýsingar úr þeirri bók hafa alla tíð verið mér minnisstæðar. Eru það stórmennin Páll sýslumaður, mikið prúðmenni sem hafði réttlætisviðhorfin alltaf að leiðarljósi. Einnig stórvinur hans og mikið prúðmenni, Þorgrímur bóndi, með alla sína hóværð, drenglindi og höfðingsskap. Þriðji aðilinn sem er minnisstæður var Sigríður húsfrú Þorgríms, drambsöm mjög með lítinn viskuforða. Lagði hún bókstaflega allt í sölurnar til að kaupa sér álit mektarmanna. Hún skar jafnframt við nögl allan viðurgjörning, handa þeim sem henni var ætlað að ala önn fyrir.

Engin vandi er að sjá samsvörun í persónulýsingum bókar Jóns Mýrdal, við ýmsa aðila nú í samtímanum. Framkoma Alþingis og ríkisstjórna (fyrr og nú), gagnvart eldri borgurum og öryrkjum, er svo lík framgöngu húsfrú Sigríðar að fátt skilur þar á milli.

Alla jafnan virðast nægir fjármunir vera til þegar greiða þarf gæluverkefni eða ónauðsynlegar sérþarfir betur staddra aðila. Nærtækast er að vísa til Alþingismanna sjálfra, varðandi þeirra eigin ákvörðun um skattfrjálsar sérstakar mánaðarlegar viðbótargreiðlur til þeirra sjálfra, sem nemur u. þ. b. tvöföldum útborguðum lífeyri til eldri borgara. Nei, þingmenn eru ekki illa launaðir. Þeir hafa, fyrir utan bílastyrk, rétt um eina milljón á mánuði, sem þeir borga skatta af. Jú, að sjálfsögðu þarf eldri borgarinn að borga skatta af lífeyri sínum, sem þó er bara rétt um helmingur þeirrar upphæðar sem þingmenn hafa skammtað sér, skattfrjálsri. Alþingismönnum þykir eldri borgarar ekki of góðir til að borga skatta til ríkisins, af upphæð sem dugar ekki fyrir nauðsynlegum lágmarks útgjöldum til lífsviðurværis, meðan þeir skammta sjálfum sér tvöfaldri þeirri upphæð skattfrjálsri.

Svo er nú ekki beinlínis skorið við naglarrætur það sem er fyrir ættingja, vildarvini eða þá sem kaupa þarf velvild frá. Slíkum aðilum væri ekki boðin svo lítil greiðsla, sem þó væri tvöfallt hærri en Alþingi og stjórnvöldum þykir sómasamleg greiðsla til Lífsviðurværis fyrir þá sem lokið hafa þjónustu sinni á vinnumarkaði. Eða til þeirra sem hlotið hafa örorku eða fötlun vegna slyss eða sjúkdóma. Allir þessir aðilar eru algjörlega upp á Alþingi og stjórnvöld komnir með fjármögnun til framfærslu sinni og lífsgæðum.

Sá lífeyrir sem Alþingi ætlar þessum hópum til greiðslu allra sinna lífsgæða, er hins vegar skorið svo við nögl að slíkt telst ekki bjóðandi unglingum fyrir unglingavinnu. Unglingum sem þó lifa við frítt fæði og húsnæði í foreldrahúsum. Það er svolítið sérstakt að á Alþingi skuli ekki lengur finnast drenglunduð höfðingsluns, líkt og þeir Páll sýslumaður og Þorgrímur bóndi voru gæddir. Er sá möguleiki virkilega fyrir hendi að slík óeigingjörn höfðingslund hafi nánast horfið; hrökklast út í horn undan sjálfhverfu, græðgi og vaxandi ókurteisi í almennum samskiptum fólks?

 


AÐ VERA ÞINGMAÐUR Á LÖGGJAFARÞINGI.

Framundan eru kosningar til setu á LÖGGJAFARÞINGI þjóðarinnar næstu 4 árin. Fregnir herma að mikill fjöldi fólks gefi kost á sér til þingmennsku, sem aftur hlýtur að útleggjast þannig að margir telji sig til þess hæfa að taka þátt í að setja landinu lög.

Fjölmiðlafólk hefur verið að taka smá fréttaskots viðtöl við væntanlega frambjóðendur og inna þá eftir, hvað sé helst sem fólk vilji vinna að sem þingmaður. Nokkuð margir nefna stjórnarskrána, að þeir vilji breyta henni. Ekki kemur fram í þessum viðtölum hvað fólki finnist að núverandi stjórnarskrá eða hvað þurfi helst að taka breytingum frá því sem er í núverandi stjórnarskrá.

Flestir nefna þó sem verkefni einhverja þætti af félagsmálasviðinu eða einstök verkefni sem viðkomandi hefur mikinn áhuga á og vill berjast fyrir framgangi þess. Þarna er á ferðinni sá bagalegi misskilningur sem stöðugt hefur verið að verða fyrirferðarmeiri í störfum Alþingis. Eru það hin ýmsu málefni sem í raun eiga að vinnast í stjórnmálaflokkum landsins, þar sem fyrsta skoðun á að fara fram á því hvort tímabært sé orðið að setja málið til afgreiðslu á Alþingi, þar sem sett yrðu lög um starfsemina. Það er í raun hlutverk Alþingi að setja lög um samskiptalegar leikreglur, samneyslu og samfélagslega starfsemi, en ekki að þrasa í rándýrum þingtímanum um það hvort eða hvort ekki, eigi að stofna einhvert fyrirtæki eða stofnun, sem ekki rúmast innan fyrirsjáanlegs fjárstreymis.

Setning löggjafar á að vera meginverkefni Alþingis. Því miður verður maður, ár eftir ár, fyrir vonbrigðum með hve lítið af starfstíma Alþingis fer í mikilvægustu skyldustörf þess, svo sem umræður um lagafrumvörp og setning laga. Einhvern veginn finnst mér sú grundvallarskylda Alþingis vera á undanhaldi. Já eiginlega á flótta undan allskonar tímaþjófum sem ekki einu sinni ættu að eiga rétt á að vera settir á dagskrá þingfundar.

Afleiðingar þessara víkjandi þátta í frumskyldu Alþingis, hafa líka leitt til þess að Alþingismenn virðast stöðugt vita minna og minna um grundvallarþætti lagasetningar. Afleiðingarnar hafa orðið þær að afar fá lög eru sett á Alþingi sem hafa ásættanlega skýra meiningu fyrir lagatexta. En einnig kemur fyrir að nýsett lög stangist á við þau lög sem fyrir eru, eða hreinlega gangi gegn ákvæðum stjórnarskrár.

Líklega hefur vitleysan þó aldrei verið eins ríkjandi og við setningu laga um Lögmenn, nr. 77/1998. Merkilegt hve margar villur er hægt að tiltaka í þessum lagabálk, sem sérstaklega er er ætlað að skýra og skilgreina þá ábyrgð og skyldur sem sérnám hópsins, sem ætla má að fjalli um heiðarleika, sannleika og virðingu. En líklega verður þó seint slegið metið sem sett er í 21. grein laganna. Lítum á hvað þar stendur:

„21. gr. Nú sækir lögmaður eða fulltrúi hans dómþing fyrir aðila, og skal hann þá talinn hafa umboð til að gæta þar hagsmuna aðilans, nema það gagnstæða sé sannað.

Í þessari einu grein laga um lögmenn, tekst Alþingi að koma fyrir tvöfölldu broti á einu mikilvægasta ákvæði stjórnarskrár okkar. Þarna á ég við 65. gr. stjórnaskrár, þar sem segir að:

„65. gr. Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.“

Í 21. gr. lögmannalaga ákveður Alþingi að þegar tveir aðilar mætast í réttarsal, setur Alþingi þá skyldu á dómara málsins, að trúa einungis orðum lögmanns varnaraðila ef hann SEGIST hafa umboð þess stefnda, til að mæta fyrir hans hönd við þingfestingu.

Vilji málshefjandi, eða stefnandi, ekki trúa orðum þess lögmanns sem SEGIST mættur fyrir stefnda, skyldar Alþingi stefnanda, samkvæmt 21. gr. lögmannalaga, til að sanna það fyrir réttinum, að lögmaður stefnda hafi ekki það umboð sem hann SEGIST hafa.

Þarna eru tveir aðilar að sama málinu staddir í réttarsal fyrir framan dómara málsins. Annar aðilinn SEGIST vera fulltrúi stefnda en hinn aðilinn SEGIST ekki trúa því. Samkvæmt ákvörðun Alþingis er dómaranum SKYLT að trúa þeim sem SEGIST hafa umboði. Alþingi skyldar hins vegar dómarann til að trúa ekki hinum aðilanum, sem SEGIST ekki trúa orðum lögmanns stefnda.

Með framangreindu ákvæði laganna, skyldar Alþingi dómarann til að úrskurða að sá sem ekki trúir, skuli sanna að hinn aðilinn hafi ekki umboð. Sá aðili sem SEGIST hafa umboð, þarf hins vegar ekki að mati Alþingis að sanna að hann hafi umboðið. Það á sá aðili að gera sem segist ekki trúa. Með þessari mismunun á trúverðuleika á orðum aðila máls, SKYLDAR Alþingi dómarann til að brjóta 65. og 70. gr. stjórnarskrár, með ákvæði 21. gr. lögmannalaga.

En þetta var bara 1. málsgrein 21. greinar laganna. Greinin öll er 6 málsgreinar, hver um sig með sín sérkenni. Lítum því næst á 2. málsgrein 21, greinar laga um Lögmenn:

Sé ekki sýnt fram á annað felur umboð aðila til lögmanns í sér heimild til að gera hvaðeina sem venjulegt má telja til að gæta hagsmuna fyrir dómi. Innan þeirra marka er umbjóðandi bundinn af ráðstöfun lögmanns þótt hann fari út fyrir þá heimild sem umbjóðandi hefur veitt honum.“

Í þessari 2. málsgrein 21. greinar er verið að tala um framhald frá 1. málsgrein þar sem sagt var að lögmaður sem sæki dómþing fyrir aðila, skuli talinn hafa umboð, þó hann hafi það ekki. Vilji stefnandi ekki trúa því, beri honum að sanna að lögmaðurinn hafi ekki umboð. Þá segir í upphafi 2. málsgreinar að: - Sé ekki sýnt fram á annað -. Ekki er þarna um það getið hvor aðila málsins eigi að sýna fram á eitthvað. En lítum á framhald 2. málsgreinar. Þar segir: - felur umboð aðila til lögmanns -. Hugum aðeins að samhenginu í þessu. Í 1. málsgrein er sagt að sæki lögmaður dómþing fyrir aðila SKAL hann (lögmaðurinn) TALINN HAFA UMBOÐ.

Þarna sviptir löggjafinn í raun ótilgreinda einstaklinga sjálfsákvörðunarvaldi um það hverir fái umboð þeirra, þar sem löggjafinn ákvarðar að viðkomandi lögmaður ákvarði það sjálfur. Það er hins vegar merkilegt að lesa 3. málsgrein 21. greinar, en þar segir:

Lögmaður getur ekki tekið við greiðslu svo bindandi sé gagnvart umbjóðanda nema hann hafi til þess sannanlegt umboð.“

Afar einkennileg ráðstöfun hjá löggjafanum. Þarna segir að „Lögmaður getur ekki tekið við greiðslu svo bindandi sé gagnvart umbjóðanda nema hann hafi til þess sannanlegt umboð.“. Alveg virðist sama hversu lág greiðslan er. Lögmaðurinn hefur ekki heimild til móttöku hennar án umboðs. Hins vegar þarf hann ekki umboð til að mæta fyrir rétti þar sem hann getur skuldbundið aðila um milljónir króna í ótilgreindan árafjölda.

Í 4. málsgrein 21. greinar segir einnig:

Lögmanni er skylt inna sjálfur af hendi þau störf fyrir dómi sem honum eru falin nema umbjóðandi hans samþykki annað. Lögmaður getur þó falið fulltrúa sínum eða öðrum lögmanni að sækja fyrir sig dómþing, enda sé það ekki háð til aðalmeðferðar máls eða munnlegrar sönnunarfærslu.

Þarna gengur löggjafinn enn lengra á stjórnarskrárvarinn rétt einstaklings. Það er ekki nóg með að löggjafinn ákvarði að lögmaður þurfi ekki að sýna umboð og sanna þannig vilja aðila málsins til afskipta lögmannsins af málinu, heldur skuli hann TALINN HAFA UMBOÐ. Þessi lögmaður sem TALINN ER hafa umboð, þarf ekki að mæta sjálfur fyrir dóminn, heldur segir löggjafinn honum heimilt að senda fulltrúa eða annan lögmann fyrir sig, þó í fyrri hluta málsgreinarinnar sé ákvæði um að lögmaður skuli sjálfur inna af hendi það verk sem hann tekur að sér.

Ekkert er hins vegar á það minnst, á hvern veg þeir fulltrúar eða lögmenn sem lögmaðurinn fær til að mæta fyrir sig, færi fram sönnur um að þeir hafi umboð frá hinum umboðslausa lögmanni sem löggjafinn telur hafa umboð. Og þá má nátúrlega spyrja hvernig umboðslaus lögmaður, sem TALINN ER hafa umboð, gefið út umboð til anars aðila, til að mæta í máli sem hann hefur ekki umboð fyrir, heldur bara er af Alþingi TALINN HAFA ÞAÐ. Skrautlegt í meira lagi.

Þá skulum við líta á hvað segir 5. málsgrein 21. greinar. Þar segir eftirfarandi:

„Umbjóðanda er ætíð heimilt að kalla aftur umboð sitt til lögmanns. Ákvæði um annað í umboði eru ekki skuldbindandi.“

Þetta er náttúrlega gott og blessað að löggjafinn skuli heimila málsaðila að afturkalla umboð sem hann hafi veitt lögmanni. Hins vegar stendur ekkert um það í þessari málsgrein, hvernig málsaðili losi sig við lögmann sem LÖGGJAFINN hefur TALIÐ HAFA UMBOÐ FRÁ HONUM? Hinn lögvarði gagnkvæmniþáttur, - ef þú ræður einhvern, hefur þú einnig heimild til að reka hann er þarna eðlilega virkur.

Enginn hefur hins vegar heimild til að reka aðila sem hann hefur ekki ráðið eða gert neina samninga við. Ekki verður því betur séð en löggjafinn verði að setja í lög hvernig viðkomandi málsaðili losar sig við lögmann sem löggjafinn hefur TALIÐ HAFA UMBOÐ. Slíkt er alls ekki á hreinu.

Lítum þá á 6. og síðustu málsgrein 21. greinar laga um lögmenn. Þar segir eftirfarandi:

„Lögmaður getur á öllum stigum sagt sig frá verki sem honum hefur verið falið, en gæta verður hann þess að umbjóðandi hans verði ekki af þeim sökum fyrir réttarspjöllum.“

Þarna mismunar löggjafinn alveg herfilega málsaðilum. Löggjafinn gefur enginn fyrirheit um hvernig málsaðili losnar við lögmann sem löggjafinn TELUR HAFA UMBOÐ. Hins vegar getur lögmaður á öllum stigum sagt sig frá verki sem honum hefur verið falið.“ Svo er að sjá sem þetta gildi jafnt um þá sem málsaðili semur við, eins og hina sem löggjafinn TELUR HAFA UMBOÐ.

En lögmaðurinn getur ekki rétt sí svona gengið í burt. Hann verður að gæta þess að umbjóðandi hans verði ekki af þeim sökum fyrir réttarspjöllum. Þá vaknar spurningin um hver sé umbjóðandi hans. Það liggur væntanlega á hreinu varðandi þá lögmenn sem gera málflutningssamning við málsaðila. Það er hins vegar ekki eins ljóst með þá lögmenn sem löggjafinn TELUR HAFA UMBOÐ. Beinast liggur við að telja löggjafann vera umbjóðanda slíks lögmans, því það er löggjafinn sem setur hann til verka.

 

Ég legg ekki meira á lesendur að þessu sinni. Þarna held ég hins vegar að sé nokkuð talandi dæmi um afleiðingar þess þegar löggjafinn sjálfur, þingmennirnir, virðast hafa afar takmarkaða þekkinu á mikilvægi þess að lagatexti sé skýr og segi skýrt til um hvað er verið að meina.

Ég fæ ekki séð hvernig á að vera hægt að halda áfram á þeirri braut sem réttarfar og löggjafarþekking hefur verið á undanförnum áratugum, með stöðugri hnignun. Sumir tala um 18 manna Öldungadeild með neitunarvald en í aðaldeild yrðu 45 þingmenn. Aðrir tala um stjórnlagadóm eða álíka hreinsunarsíu sem lagafrumvörp þyrftu að fara í gegnum áður en þau teldust hæf til þingtöku. Hvort um sig hefur jákvæða eiginleika sem mætti skoða.


HVER VAR EIGANDI WINTRIS Inc. ????

Flest þekkjum við, líklega að einhverju leyti, söguna um félagið Wintris Inc. eins og hún var sögð í kastljósþætti RÚV í apríl 2016. Spurning er hins vegar hvort sú saga hafi verið byggð á raunveruleika. Þeir sem sögðu söguna, virtust hafa takmarkaða þekkingu á sögusviðinu og af þeim sökum ekki hæfni til að lesa samhengi löngu liðinnar atburðarásar, út úr sundurlausum vinnuskjölum úr innbroti í tölvukerfi lögfræðistofu.

Flest þekkjum við, líklega að einhverju leyti, söguna um félagið Wintris Inc. eins og hún var sögð í kastljósþætti RÚV í apríl 2016. Spurning er hins vegar hvort sú saga hafi verið byggð á raunveruleika. Þeir sem sögðu söguna, virtust hafa takmarkaða þekkingu á sögusviðinu og af þeim sökum ekki hæfni til að lesa samhengi löngu liðinnar atburðarásar, út úr sundurlausum vinnuskjölum úr innbroti í tölvukerfi lögfræðistofu.

Aðal heimildir sögunnar voru sóttar í mjög óljós skjöl úr innbroti í tölvukerfi lögfræðiþjónustunnar Moosack Fonseca (MF) á Panama. Þegar skjölin eru lesin saman í tíma og atburðarás, má greinilega merkja að um er að ræða uppkast af hugsanlegri framvindu þess ef viðskiptavinur Landsbankans léti verða af því að fela Landsbankann í Luxemburg að annast fyrir sig vörslu og ávöxtun sjóðs sem væntanlega yrði stofnaður innan tíðar.

Það virðist eins og þessi skjöl veki upp hæfileika glæpasagnahöfundar, í sögumanni kastljóssins. Í gögnum sem rænt var af lögfræðistofunni fann hann skjöl með nafni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra Íslands. Þar fannst sögumanni hann vera kominn með uppáhalds mómentið sitt í hendurnar, þar sem ríkur og voldugur maður skýtur fjármunum undan eignskráningu og skatti í heimalandi sínu. Sagt var að sögumaðurinn hefði rannsakað þessi skjöl í marga mánuði og teldi sig með sitt stærsta plott í höndunum. Samkvæmt fregnum af undirbúningi virðist hann hafa ætlað að búa til úr þessu stórfrétt ársins, jafnvel þó hann hefði engin skjöl sem í raun staðfestu efnistök hans.

Sögumaðurinn var viss um að sjónvarpsáhorfendur myndu ekkert spá í það þó nánast engin skjöl væru sýnd þannig að hægt væri að lesa hvað á þeim stóð. Sumir mundu reyndar lenda í sjokki vegna þeirrar ógnar sem stefnt væri gegn forsætisráðherranum. Aðrir mundu fyllast fögnuði yfir því að verið væri að fella höfuðandstæðing þeirra í pólitík. Mann sem hafði verið í forystu fyrir því að ræna þá tveimur mikilvægum baráttumálum sínum á liðnu kjörtímabili. Þarna virtist komið tækifærið til að losna við hann. Engin ástæða væri til þess að velta sér upp úr því hvort ásakanirnar væru sannar og réttar. Aðalatriðið var að aðförin gerði það gagn sem henni hafði verið ætlað.

HINN RAUNVERULEGI SÖGUÞRÁÐUR.

Á sínum tíma vakti það enga sérstaka athygli í þjóðfélaginu þó fregnir kæmu af því að Anna Sigurlaug Pálsdóttir (AS)(ÖS), væri að fá fyrirfram greiddan arfshluta sinn úr erfðasjóði fjölskyldunnar. Var sá sjóður tilkomin vegna sölu á fyrirtæki sem faðir ÖS hafði rekið í mörg ár. Söluandvirðið varð að arfssjóði fjölskyldunnar og sátt hafði orðið um að AS fengi sinn hlut greiddan út sem fyrirfram greiddan arf.

Það mun hafa verið undir árslok 2007, sem hyllti undir sátt um fyrirfram greiðslu arfsins til ÖS. Þegar sú niðurstaða liggur fyrir, fer AS að líta í kringum sig varðandi vörsluaðila og ávöxtunarleiðir á þeim arfssjóði sem hún muni væntanlega fá greiddan fljótlega. Á þeim tíma bjó AS á Bretlandi og alveg óvíst hvort hún væri á leið að flytja til Íslands á næstu árum. AS hafði því samband við bankann sinn, sem reyndist vera Landsbankinn í Luxemburg og óskaði aðstoðar við að hanna og skipuleggja vörslu- og rekstrarumhverfi fyrir svona sjóð eins og arfgreiðslan væri.

Bankinn hennar mælti með stofnun félags í alþjóðlegu umhverfi, þar sem alltaf væri opinn aðgangur að fjármagninu. AS fól bankanum að vinna undirbúning að stofnun slíks félags. AS fer svo heim en starfsmaður bankans hefur samband við aðal tengilið sinn í svona málum, sem var lögfræðistofan Moosack Fonseca (MF), sem var með höfuðstöðvar á Panama en starfsstöðvar víða um heim. Starfsmaður Landsbankans kynnir áætlanir ÖS fyrir lögfræðistofunni, sem spyr fyrst að því hvort AS hafi ekki verið með lögfræðiráðgjafa með sér. Svarið við því varð nei, einungis hefði verið með henni eiginmaður hennar, sem ekkert hefði lagt til málanna.

Skömmu síðar leggur lögfræðistofan fram hugmynd sína, sem fólst í því að AS stofnaði félag, í gegnum MF á Tortóla, sem annast mundi vörslu og ávöxtun arfssjóðs hennar. Félagið sem MF mælti með að AS stofnaði, yrði í vörslu og umsjá MF, sem jafnframt skipaði stjórn félagsins en AS yrði sjálf prókúruhafi. Svo virðist sem MF hafi bent Landsbankanum á tiltekið félag, sem MF hefði nýlega stofnað, eða 9. október 2007. Taldi MF það félag henta einkar vel til þeirra verka sem spurst var fyrir um.

Það voru líklega liðnir nokkurir mánuðir af árinu 2008 þegar starfsmaður Landsbankans kynnir fyrir ÖS hugmyndir um félag á Tortóla sem heiti Wintris Inc, sem hafi aðsetur og lögheimili á Tortóla. Félagið hafi verið stofnað í október 2007 og það sé því tilbúið þegar hún fái arfinn greiddan.

Í upphafi, (í fyrsta viðtalinu við Landsbankann 2007) lýst ÖS ekki ílla á þá hugmynd sem starfsmaðurinn varpar fram. En á árinu 2008 eru vaxandi vandamál í fjármálaheiminum, svo líklega hafa áætlanir riðlast, meðal annars varðandi greiðslu arfsins. Og líklega hefur AS ekki látið bankann sinn vita af mögulega breyttum dagsetningum á greiðslu arfsins.

Af þeim skjölum sem sést hafa úr innbrotinu í tölukerfi MF, m. a. skjöl sem voru sýnd í umræddum kastljósþætti, er svo að sjá sem bankinn hafi látið MF sjá um að hanna og ganga frá þeim skjölum sem skrifa þyrfti undir til að ganga frá lögmætri skráningu áður en greiðslur gætu borist inn á fyrirhugaða reikninga Wintris félagsins á Tortóla. Bankinn virðist hafa mælt með við ÖS að hún yfirtaki félagið sem MF mælti með.

Af ferlinu virðist mega ráða að þegar starfsmaður Landsbankans taldi ljóst að AS mundi samþykkja hugmyndasmíði bankans og MF, varðandi yfirtöku á Wintris með útgáfu tveggja hlutabréfa upp á 1.000 hluti, eða 50% eignarhald hvort (=2.000 hlutir 100% eignarhald), sendi starfsmaður Landsbankans MF svohljóðandi tölvupóst:

„Getum VIÐ tekið frá Wintris Inc.“?

Orðið VIÐ í þessum skilaboðum virðist benda til óskilgreinds og í raun óleyfilegs samstarfs milli viðskiptabanka ÖS og þess lögfræðifyrirtækis sem Landsbankinn hafði valið til samstarfs við að skapa traust umhverfi um vörslu og rekstur arfssjóðsins.

Þegar horft er til þessa mögulega samstarfs Landsbankans og MF, kemur upp óþægileg tilfinning gagnvart ætluðu fyrirkomulagi á rekstri arfssjóðsins. Hvort fyrirkomulagið hafði eitthvað með það að gera að AS var ekki með lögfræðing við hlið sér í viðræðum við bankann, verður ósagt látið. Hins vegar er afar ámælisvert að bankinn hennar ÖS, skildi ekki aðvara hana um mögulega áhættu sem væri því fylgjandi að MF væri mikið stærri viðskiptaaðili bankans. Það gæti hugsanlega valdið árekstrum við hagsmunagæslu beggja aðila ÖS og MF, ef slík staða kæmi upp. Það kæruleysi sem starfsmaður Landsbankans virðist sýna þarna, ber vott um alvarlegan þekkingarskort starfsmanns bankans, eða óafsakanlegt kæruleysi gagnvart mögulegu tjóni ÖS sem viðskiptamanns. En hvað er hér verið að gefa í skyn.

Áhættan fyrir ÖS, sem fólst í skipulagi MF var nokkur. Í fyrsta lagi var AS ekki að fá 100% eignarhald á félaginu Wintris Inc á Tortóla með því að fá í hendur tvö hlutabréf upp á samtals 2.000 hluti. Hlutirnir í félaginu Wintris voru skráðir 50.000 í einum hlutabréfaflokki og ekkert grunnverðgildi skyldi sett á hlutina. Þannig hefðu 2.000 hlutir veitt ÖS aðeins 2/50, eða 4% eignarstöðu í félaginu, en ekki 100%. Við slíkar aðstæður var afar hættulegt fyrir aðila með þetta mikla hreina eign í lausafjármunum, sem lagðir væru inn á reikning slíks félags, að stjórn Wintris ætti að vera skipuð starfsmönnum lögfræðistofunnar til frambúðar, en AS einungis hafa prókúruumboð að reikningum félagsins. Þetta fyrirkomulaga fól í sér möguleika þess að ef MF vildi ná til sín arfssjóðnum, væri þeim innan handar að boða stjórnarfund í félaginu, þar sem prókúruumboð ÖS væri fellt úr gildi en starfsmaður MF skipaður sem nýr prókúruhafi. AS hefði ekki átt neina vörn gegn slíku.

Í öðru lagi hafði sú stjórn sem MF skipaði þegar félagið Wintris var stofnað í október 2007, skráð þá reglu að félagið Wintris skildi skiptast í 50.000 jafna hluti, í einum hlutabréfaflokki, og ekkert nafnverð skildi vera á hlutum. Þessi ráðstöfun þýddi að til þess að ná meirihlutavaldi í félaginu þyrfti að ná yfirráðum yfir meira en 25.000 hlutum í félaginu. Slíkt gæti orðið snúið því eigandi hlutanna, MF, réði sjálfur hvort hann seldi eða ekki. Meðan slíkt fyrirkomulag væri til staðar, yrði því ekki raskað að MF væri ótvíræður meirihlutaaðili í félaginu, og í krafti þess réði hann stjórnarkjöri og allri starfsemi félagsins. Hinn raunverulegi eigandi fjármagnsins í félaginu, AS, væri í raun áhrifalaus og réttlaus, ef MF væri ekki sammála ákvörðunum hennar.

ÁGREINIGUR AS OG MF Á ÁRINU 2009

Það sem að framan er lýst, var staðan á árinu 2009 þegar virðist koma upp ágreiningur milli ÖS og stjórnar Wintris. Ferli sem AS hefur sagt frá í skrifum sínum. Þar taldi AS sig vera 100% eiganda Wintris. Leysti hún úr stöðunni með því að víkja stjórnarmönnum MF frá en taka sjálf við stjórn félagsins.

Líkleg skýring á þessum ágreiningi gæti verið sú að um svipað leyti hafi arfgreiðslan verið lögð inn á reikning hjá Credit Zuisse bankanum í London, en þar hafi MF ekki haft nein viðskipti. AS hefur sagt í skrifum sínum að hún eigi 100% félag með nafninu Wintris, sem skráð sé á Íslandi. Svo virðist sem þar sé um að ræða annað félag en það sem MF stofnaði og skráð er á Tortóla.

Af því sem lesa má út úr skrifum ÖS, ásamt því sem komið hefur frá KPMG endurskoðun (sem annast skattaskil ÖS), virðist félagið sem skráð er á Íslandi og kemur fram sem rekstrarreikningur í skattframtali ÖS, ekki vera rekið sem sjálfstætt félag og skattaðili. Heldur sé þar um að ræða „einkafélag“, innan persónulegs skattframtals ÖS. Fyrst sú leið var farin að setja peningana á reikning einkafélags í virtri fjármálastofnun eins og Credit Zuisse er, og jafnframt semja við þá stofnun um vörslu og rekstur sjóðsins, bendir það til að AS hafi verið orðin tortryggin í garð MF og Landsbankans.

Þegar sú staða er skoðuð sem komin var upp á árinu 2009 þegar MF virðist verða ljóst að peningarnir væru ekki á leið til Tortóla, eða á annan reikning þar sem MF hefði einhver áhrif, hafa þeir líklega orðið áhyggjufullir. Hætta var á að AS mundi ekki fara að tilmælum viðskiptabanka síns og því ekki klára formlega að stofna félagið á Tortóla.

Það mundi þýða að Wintris félagið og MF næðu ekki því valdi yfir peningunum, sem eignar- og stjórnarvald þeirra á Wintris félaginu virðist hafa átt að færa þeim.

Svo er að sjá sem MF hafi gert samkomulag við starfsmann Landsbankans í Lúx., sem þar hafði leitað fyrirkomulags rekstursins fyrir hönd ÖS. Í því skipulagi virðist hafa átt að leggja peningana inn á reikning skráðan á félagið Wintris á Tortóla og MF hafa umsýslu og sjá um rekstur sjóðsins. Miðað við þá stöðu sem virðist hafa verið uppi snemma árs 2009, var mikilvægt fyrir MF að leika millileik sem ekki kallaði fram tafarlaust slit á samskiptum.

Það samkomulag sem MF virðist hafa gert við Landsbankann, fyrir hönd ÖS, var að MF mundi afhenda henni 2.000 hluti í félaginu Wintris. Sagt var að þessir 2.000 hlutir væri allt félagið 100%, sem augljóslega var ekki rétt. Vegna þess að starfsmaður Landsbankans hélt að AS og Sigmundur væru hjón, setti starfsmaðurinn fram ósk til MF, án samráðs við ÖS, að hlutirnir yrðu skráðir á nöfn beggja, 1.000 hlutir á hvort nafn.

Um þessa skiptingu hafði hann ekkert samráð við ÖS og því síður Sigmund Davíð, sem ekkert var inni í þessum viðskiptum. Lögfræðiþjónusta MF hafði þó látið útbúa form hinna nýju hlutabréfa, með nöfnum hinna væntanlegu eigenda, en ný útgáfa af stofnsamningi félagsins eða samþykktum (lögum) þess, sem bíða hefðu átt þess að AS og Sigmundur Davíð kæmu til að skrifa undir; þau skjöl hafa hvergi komið fram, líklega aldrei verið búin til.

Hvergi hefur bólað á neinum staðfestingum þess að Sigmundur Davíð hafi í raun vitað að starfsmaður Landsbankans hafi skráð hans nafn fyrir 1/50 hlut eða 2% eignaraðildar að félaginu Wintris Inc á Tortóla. Fram hefur komið hjá bæði ÖS og SDG, að þau hafi fyrst orðið áskynja um slíkt á árinu 2009, þegar átök virðast verða um eignarhald á félaginu Wintris á Tortóla. Hvorugt þeirra virðist þó hafa verið búin að skrifa undir stofnsamning eða samþykktir, svo sem lög kveða á um. Því hafi þau ekki verið orðin löglegir eigendur að Tortólafélaginu og ekki heldur orðin meðvituð um að 2.000 hlutirnir skiluðu þeim einungis 4% eignarhlut í félaginu.

PENINGARNIR FÓRU ALDREI TIL TORTÓLA

Öll áform virðast breytast þegar í ljós kom að peningarnir höfðu verið lagðir inn á reikning hjá Credit Zuisse bankann í London. AS sjálf eða einhver sem á þessum tíma var ráðhollari henni en starfsmaður Landsbankans í Lúx, hafði séð til þess að arfurinn yrði greiddur inn á reikning Credit Zuisse bankans í London. Einnig hefur komið fram að samið hafi verið við þann banka um varðveislu fjármagnsins, stjórnun fjárfestinga og rekstur sjóðsins. Einnig hefur komið fram að samið hafi verið við KPMG endurskoðun á Íslandi að annast fyrir AS bókhalds- og uppgjörsmál, þar með talið ársuppgjör og skattframtöl, þar sem arfssjóðurinn var innifalinn á rekstrarreikningi, eins og algengt er um einkafélög skattgreiðenda.

Þegar þarna var komið virðist einnig eins og einhver innan Landsbankans í Lúx. hafi áttað sig á að bankinn gæti verið þarna í vondum málum. Hugsanlega hafa orðið mannaskipti í þessari deild bankans við endurreisn hans eftir bankahrunið. Lítur því út fyrir að stefnt hafi verið að breytingum á samskiptum bankans við MF. Má merkja það af því t. d. að í upphafi vildi Landsbankinn fá félagið Wintris Inc tekið frá fyrir sig, vegna ÖS, en snemma árs 2009 virðist Landsbankinn vilja hætta afskiptum af frágangstilraunum varðandi þetta Wintrisfélag á Tortóla. En til að loka engum dyrum fyrir MF þá er þeirri meintu stjórn Wintris, sem AS taldi sig hafa, skrifað bréf í júlí 2009. Þar tilkynnir Landsbankinn að hann hafi falið MF alla umsýslu Wintris. Landsbankinn tekur þarna einhliða ákvörðun eins og hann eigi Wintris félagið 100% einn.

Af því sem gerist í framhaldinu má greina taktbreytingu hjá ÖS í samskiptum við MF, því eins og fram kom í kastljósþættinum fræga, svaraði AS sjálf ekki bréfinu frá Landsbankanum heldur fékk lögmann, Sigurð Atla Jónsson til að skrifa bréf til MF.

Bréfið skrifaði hann 10. júlí 2009, fyrir hönd stjórnar Wintris (ÖS) og óskaði upplýsinga frá MF um það hvernig þeir hygðust framkvæma fyrirhugaða umsýslu Wintris félagsins í framtíðinni. Ekki hafa neinar fregnir borist af því að MF hafi svarað því bréfi. Á það var ekki minnst í kastljósinu og ekki finnanlegt í Panamaskjölunum.

FÆR RAUNVERULEG ATBURÐARÁS ATHYGLI ??

Þegar illvilji ræður för, eiga sannleikur og raunveruleiki erfitt uppdráttar. Maður spyr sig hvort sjálfhverfa í samfélgi okkar sé orðin slík að um leið og einhver fer að tala illa um t. d. forystufólk í stjórnmálum, virðist fólk hætta að hlusta á hverskonar andmæli. Eftir það er eins og allir missi hæfileikann til að lesa eða skilja, annað en það sem kemur frá þeim sem færði fram svona krassandi fréttir.

Á síðasta vori gekk þjóðin hreinlega af göflunum vegna þess að afar umdeildur fjölmiðlamaður, hélt því fram í sjónvarpi að forsætisráðherra Íslands ætti aflandsfélag í skattaskjóli þar sem hann geymdi mikla fjármuni sem hann hefði skotið undan eignskráningu og skattgreiðslu á Íslandi. Ekkert skjal var sýnt með undirritun Sigmundar Davíðs vegna kaupa eða stofnunar slíks félags. Samt hélt sjónvarpsmaðurinn því fram að ráðherrann ætti tiltekið félag, sem samkvæmt gögnum sem sjónvarpsmaðurinn sýndi, var eign lögfræðistofu á Panama, sem hafði stofnað félagið 9. október 2007.

Engin gögn voru reidd fram um að lögfræðistofan hefði selt hið umrædda félag. Sjónvarpsmaðurinn sagðist hins vegar hafa undir höndum hlutabréf upp á 1.000 hluti í félaginu, sem sagt var að væri 50% eign á móti núverandi konu sinni sem ætti hinn helminginn, samtals 2.000 hluti.

Fjölmiðlamaðurinn sem í marga mánuði rannsakaði skjölin, sem sögð voru sanna eign Sigmundar Davíðs á helmings hlut í aflandsfélagi, hafði greinilega ekki lesið eina skjalið sem var með nafni Sigmundar Davíðs á. Það var formið að hlutabréfinu fyrir 1.000 hlutunum. Á því formi stóð greinilega ritað að leyfilegt hámark útgefinna hluta í félaginu væri 50.000, allt í einum bréfaflokki og hlutirnir bæru ekkert grunnverðgildi.

Það stóð því greinilega letrað á skjalið sem sjónvarpsmaðurinn sagði sanna 50% eignarhlut Sigmundar Davíðs í nefndu félagi, að hlutabréfið hljóðaði einnungis upp á 2% hluta í félaginu en ekki 50%. Þessu til viðbótar stóð á skjalinu að hlutirnir tækju ekki gildi sem eign kaupanda fyrr en kaupandi hefði undirritað stofnskrá og samþykktir (lög) félagsins, og það skráð hjá skráningaraðila.

Þar sem Sigmundur Davíð vissi ekkert um, fyrr en á árinu 2009, að nafn hans hefði verið tengt hinu umrædda félagi, var náttúrlega augljóst að hann hafði ekki undirritað áðurnefnd skjöl svo hlutabréfið gæti orðið löglegt og gilt.

En hver skildi raunveruleikinn vera, eftir því sem hægt er að komast næst honum.

Ríkisútvarpið sjónvarp, er 100% á ábyrgð mennta- og menningarmálaráðherra þjóðarinnar, sem fer með allt hlutafé í RÚV ohf. Hann var ekki ábyrgur fyrir því að sýndur var kastljósþáttur þar sem forsætisráðherra ríkisstjórnar hans, var með rakalausum ósannindum rændur æru og trúverðugleika. Menntamálaráðherrann er hins vegar ábyrgur fyrir þeirri þöggun sem ríkt hefur í þessu stærsta lögbroti Ríkisútvarpsins frá stofnun þess. Engin rannsókn hefur verið sett af stað til rannsóknar á því hvort fullyrðingar eins manns í ríkisfjölmiðli, sem ekki eru studdar neinum sönnunargögnum, víki til hliðar þeirri réttarvernd sem stjórnarskrá og mannréttindasáttmálar Evrópu og Sameinuðu þjóðanna eiga að veita? Er raunveruleiki þjóðfélags okkar sá, að orð þessa eina manns, víki til hiðar allri réttarvernd fólks í þessu landi? Óskað var viðtals við ráðherra menntamála um þessa framvindu. Ráðuneyti menntamála svaraði erindinu með eftirfarandi hætti:

„Það tilkynnist yður hér með að ráðuneytið hefur ekki tök á að koma til móts við málaleitan yðar.“

Þarna er það skráð á skýrri íslensku að ráðuneyti menntamála hefur ekki tök á andsvari gegn því að EINN maður ræðst, í ríkisfjölmiðli, að æru æðsta embættismanns ríkisins, án þess að færa fram eina einustu sönnun fyrir máli sínu. EN, ráðuneyti menntamála treystir sér ekki til að ræða málið opinberlega. Er raunveruleikinn virkilega sá að „héraháttur sé búinn að ná svona algjörri yfirhönd í æðstu stjórnunarstofnunum lýðveldis okkar?

ER ÞETTA RAUNVERULEIKINN?

Á sama tíma og fólk talar um að mikilvægast sé að fá nýja stjórnarskrá, virðist afar lítill áhugi á að fara eftir meginreglum núverandi stjórnarskrár. Meira að segja á hinu háa Alþingi okkar.

Eru líkur á að siðferði breytist með nýrri stjórnarskrá?

Ég hafði haldið að mannréttindum væri nokkuð vel komið fyrir í núverandi stjórnarskrá, en sú virðist ekki raunin. Þegar réttarkerfið okkar getur ekki einu sinni varið æðsta embættismann ríkisins fyrir rugli eins fjölmiðlamanns, rugli sem ekki er byggt á neinum haldbærum heimildum, þá verður vart komist neðar í virðingu mannréttinda.

Embætti Ríkissaksóknara var send greinargerð um hina fordæmalausu árás ríkisfjölmiðils á starfandi forsætisráðherra, æðsta embættismann ríkisins. Í þeirri greinargerð voru talin upp nálægt 20 atriði þar sem brotin var stjórnarskrá, almenn lög, lög ríkisútvarpsins, starfsreglur og siðareglur starfsmanna. Ríkissaksóknari sá enga ástæðu til að taka málið til skoðunar.

Svo er að sjá, sem nýr staðall hafi verið settur á fyrir heiðarleikaviðmið fjölmiðlafólks, sem ég vona að sem fæstir notfæri sér. Þessi nýi staðall felst í því að fjölmiðlafólk þurfi ekki að óttast opinber ámæli eða málssókn þó það ráðist að æðstu embættismönnum þjóðarinnar með upplognum ærumeiðingum, sem ræni þá sem ráðist er að trúverðuleika sínum á heimsvísu. Fjölmiðlafólk stærri fjölmiðla er oftast með tengingar við fjölda miðla víða um heim, sem dreifa efni þeirra sem mest.

Ég velti fyrir mér, í fyllstu alvöru, hvort þessi þjóð hafi eitthvað að gera með nýja stjórnarskrá, meðan lítill er vilji embættismanna til að virða mannréttindi núverandi stjórnarskrár. Hvergi hefur t. d. komið fram opinber gagnrýni á að RÚV ráðist með ófyrirleitnum hætti á æðsta stjórnanda ríkisins, sem er 100% eigandi Ríkisútvarpsins.

Það hlýtur að merkja að FLESTIR samþykki þau vinnubrögð sem þar voru viðhöfð, sem eðlilegar samskiptareglur.

 

Ps: Meðfylgjandi er ljósrit af formi 1.000 hluta hlutabréfs með nafni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Hvergi hafa fundist staðfestingar á, að þó lögfræðistofan gengi frá formi hlutabréfsins, að gengið hafi verið frá kaupum Sigmundar Davíðs á þessum 1.000 hlutum, eða 2% í félaginu Wintris Inc.

-------------------------------------

Það skal tekið fram að hvorki Sigmundur Davíð eða Anna Sigurlaug hafa óskað eftir þessari vinnu minni við að rekja þessa atburðarás. Um það bil hálfu ári áður en kastljósþátturinn var sýndur, fékk ég að vita að á árinu 2016 þyrfti ég að sinna máli sem væri afar erfitt og fáir mundu, í fyrstu vilja hlusta á það sem hefði fram að færa. Ég mætti samt ekki gefast upp því óheiðarleikinn yrði vart dýpri. OG ef þjóðin léti bjóða sér þetta, gæti enginn mannlegur máttur fært henni veginn til kærkeikans og sannleikans. Þegar kastljósþátturinn var sýndur, var mér sagt að þetta væri verkefnið. Á þeim tíma sem liðinn er, hef ég verið leiddur áfram, frá áfanga til áfanga og frá skjali til skjals.

Mínu hlutverki er lokið með þessari samantekt. Nú ræðst framhaldið af hvort þjóðin haldi áfram veginn til glötunar kærleiksviðhorfa og trúar á heiðarleika og sannleikann. Hver framvindan verður á þeim vettvangi vitum við ekki í dag. Það afl sem veit það, er allt umliggjandi okkur og tilbúið til hjálpar, ef þjóðin vill.

Með von til vegsemdar heiðarleika og kærleika

Mánudaginn 8. ágúst 2016

Guðbjörn Jónsson

 

 


Hafa þeir eignarrétt á kvótanum?

(Upphaflega birt í apríl 2010)

Jóhann J. Ólafsson skrifar grein í Morgunblaðið þ. 18. mars 2010, undir heitinu “Kjarninn undir yfirborði kvótaumræðunnar”. Meginefni greinarinnar gengur út á að færa rök fyrir því að aflaheimildir séu varanleg eign núverandi handhafa þeirra og að breytingar þar frá geti kallað á miklar skaðabótakröfur á hendur ríkissjóði.

Til stuðnings áliti sínu vitnar hann til álita og greinaskrifa nokkurra fræðimanna. Þar á meðal til álitsgerðar Guðrúnar Gauksdóttur, lagaprófessors og blaðagreinar hennar um sama efni í afmælisriti Guðrúnar Erlendsdóttur, hæstaréttardómara.

Bæði þessi ritverk Guðrúnar Gauksdóttur, lagaprófessors eru vel rituð og góðar heimildir, svo langt sem þær ná. Á þeim er þó einn alvarlegur annmarki, líkt og er um skrif fleiri fræðimanna, sem hún vísar til. Annmarkinn er sá, að hvergi er vísað til lagaheimilda, eða annarra heimilda, um að þau skip og þær útgerðir sem nú hafa aflaheimildirnar, hafi með lögformlegum hætti fengið þær til framtíðar varðveislu eða eignar.

Rökstuðningur lagaprófessorsins byrjar frá þeim grunni að núverandi handhafar aflaheimilda, hafi varanlegan umráðrétt þeirrar hlutdeildar sem úthlutun þeirra byggir á. En fyrir þeirri staðhæfingu eru ekki færð nein rök.

Þó hlutverk fræðimannsins í opinberri umræðu sé einn af hornsteinum upplýstrar umræðu í lýðræðissamfélagi, getur það hlutverk einnig orðið einn erfiðasti myllusteinn sannleikans, sé fræðimaðurinn ekki fullkomlega sannur og heiðarlegur í þeim grunni sem hann byggir á.

Styrkur fræðimannsins liggur í faglegri nálgun og vísindalegri aðferðafræði en jafnframt ber honum skylda til að kryfja og rökstyðja þann grundvöll sem álit hans byggir á, svo enginn vafi leiki á að álitið sé byggt á fullkomlega löglegum og sönnum heimildum. Vilji hann deila niðurstöðum sínum með öðrum, eða leggja þær fram sem grundvöll til lýðræðislegrar umræðu, mun hann kynna niðurstöður sínar og leggja þær fram til skoðunar, umræðu og gagnrýni, líkt og þeir fræðimenn gerðu sem hér er vísað til.

Hvaða forsendur fræðimanna eru svo veikar að niðurstöður þeirra birta ekki hinn djúpa sannleika þess máls sem þeir fjalla um? Það eru þær forsendur sem lúta að lögformlegum yfirráðum yfir þeim auðlindum sem hér er fjallað um. Engin fræðimaður hefur enn lagt fram lagaforsemdur fyrir því að Alþingi hafi afsalað eignar- eða yfirráðarrétti þjóðarinnar, yfir auðlindum hafsins innan efnahagslögsögunnar, í hendur tiltekinna skipa eða útvegsmanna.

 Í lögum um landhelgi og efnahagslögsögu Íslands, nr. 41/1979, segir svo í upphafi 4. gr. (áhersluletur frá G. J.)

“4. gr. Innan efnahagslögsögunnar hefur Ísland:

  1. fullveldisrétt að því er varðar rannsóknir, hagnýtingu, verndun og stjórnun auðlinda, lífrænna og ólífrænna, á hafsbotni og í honum, í hafinu yfir honum svo og aðrar athafnir varðandi efnahagslega nýtingu og rannsóknir innan svæðisins, svo sem framleiðslu orku frá sjávarföllum, straumum og vindi,.....”

Ótvírætt kemur þarna fram að Alþingi Íslands hefur á hendi allt vald varðandi hagnýtingu, verndun og stjórnun auðlinda, innan efnahagslögsögunnar og fer að öllu leiti með það vald, þar til það sjálft afsalar því til einhvers annars.

Alla jafnan má í 1. gr. laga, merkja grundvallartilgang lagabálksins. Þannig er og með 1. gr. laga um stjórnun fiskveiða í efnahagslögsögu Íslands. Þar segir eftirfarandi:   (Áhersluletur G. J.)

“1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.”

Eins og sjá má þarna, staðfestir Alþingi í upphafi þessarar lagasetningar að nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Ef ætlun Alþingis hefði verið að hleypa að einhverjum efasemdum um forræði nytjastofnanna, hefði þessi umrædda staðhæfing verið sett fram með öðrum hætti.

Meginmarkmið lagasetningar um fiskveiðistjórnun er sögð vera til að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu nytjastofnanna og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Færa má fram afar gild rök fyrir því að ekki hafi verið gætt sjónarmiða um hagkvæmni í veiðum, virðisaukningu þess afla sem dregin var úr sjó og atvinnusköpunar í dreifðum byggðum landsins, sem greinilega eru meginmarkmið setningar laganna um stjórn fiskveiða.

Þörfin sem skapaðist til takmörkunar veiða í fiksveiðilögsögunni, var vegna minnkandi fiskgengdar á hefðbundnum veiðisvæðum okkar. Helstu vísbendingar sem sýnilegar voru, um að afkoma lífríkis nytjastofnanna ætti í vök að verjast, mátti greina á minnkandi holdarfari fisksins sem dregin var úr sjó, auk vaxandi tilfella þar sem fiskur var með selskít í maganum auk vaxandi hringormamyndunar. Allt benti til þess að æti vantaði fyrir fiskinn.

Var eitthvað í umgengni okkar við lífríki nytjastofna efnahagslögsögu okkar sem gæti verið ástæða, eða áhrifavaldur í þeim breytingum sem þarna voru greinilega að verða? Þegar grant er skoðað má líklega sjá nokkur atriði, þar sem við höfðum neikvæð áhrif á lífríkið.

Við gengum það hart fram í síldveiðum að síldargöngur hurfu frá landinu. Þar fór ekki einungis síldin. Líklega fór hún vegna þess að ætið sem hún elti, fór aðrar gönguleiðir. Hugsanlega vegna skilyrða í hafinu, og/eða vegna sívaxandi áreitis frá síldveiðibátum og nótum þeirra.

Þegar síldin var farin, var aukin áhersla lögð á veiði loðnu. Hún var þekkt sem uppistaða í fæðu þorsksins og annarra nytjastofna. Þegar megnið af þeim stofni var veitt, á ári hverju, byrjaði fiskurinn líka fyrir alvöru að horast.

Síðan verða breytingar á útgerðarháttum okkar. Togurum fer hratt fjölgandi, auk þess sem þeir stækkuðu líka mikið. Veiðarfæri þeirra verða stærri og þyngri, auk þess sem flottrollið kemur til sögunnar. Í þessum nýju skipum voru líka öflugri fiskileitartæki, þannig að auðveldara varð að finna hinar fækkandi fiskitorfur og ná þeim í veiðafærin.

Á þessum tíma varð einnig umtalsverð breyting á samsetningu fiskiskipaflota okkar. Hefðbundnir vertíðarbátar, sem aðallega veiddu með kyrrstæðum veiðarfærum, voru rændir aflaheimildum sínum og þær fluttar yfir til togskipanna. Á ótrúlega fáum árum þurrkaðist nánast út skipastóll kyrrstæðra veiðarfæra, og meginhluti heildaraflans var nú tekinn með þungum og lífríkisskemmandi togveiðarfærum.

Á þessum tíma gerðu útvegsmenn engar kröfur til eignarréttar á aflaheimildunum. Þeir gerðu hins vegar háværar kröfur á hendur ríkissjóði, að standa betur að fiskirannsóknum, leggja meiri peninga og mannafla í rannsóknir, auk þess að eflt væri stórlega eftirlit með fiksikbátum grunnslóða, svo þeir væru ekki að svindla á kerfinu.

Þeir höfðu hins vegar engan áhuga á að eftirlitið með togurnunum yrði eflt með því að auka mannafla og úthald Landhelgisgæslunnar, svo togarar sættu einnig ófyrirséðu og óvæntu eftirliti. Nei slíkt fannst þeim ekki við hæfi. Betra væri að þeir tækju bara eftirlitsmann um borð, sem fylgdist með veiðunum. Þannig kom eftirlitið þeim aldrei að óvörum.

Það er sama hvort skoðað er síðastliðið 25 ára tímabil fiskveiðistjórnunar, eða 25 ára tímbilið þar á undan, að meginþorri útvegsmanna og skipstjóra umgangast nytjastofna sjávar fyrst og fremst út frá sjónarmiði eiginhagsmuna, en ekki út frá hagsmunum þjóðarheildarinnar.

Hver fyrir sig, kepptist við að ná til sín sem mestu af því sem hægt var að ná. Veiðiaðferðir, eða þau heildarverðmæti sem hægt væri að skapa úr því sem drepið var og er, vék og víkur yfirleitt enn fyrir hagsmunum hvers skips, hverrar áhafnar, hverju sinni. Lítið er talað um hvert tap þjóðarbúsins sé af þessari græðgi, sem og af slæmri umgengni um nytjastofnana.

Í fæstum tilfellum fellur í líkan farveg, umgengni útvegsmanna og skipstjóra um varanlega eignir sínar og verðmæti í landi, miðað við vandvirkni þeirra við nýtingu og verðmætasköpun úr auðlindum nytjastofna sjávar. Ég vek athygli á að ég alhæfi ekki, því ég þekki til manna sem hafa glöggt auga fyrir snyrtimennsku í umgengni um nytjastofnana, þó þeir aðilar séu afar fáir af allri heildinni.

Þegar ítarlega er skoðað, má glöggt sjá að almenn umgengni útvegsmanna og skipstjóra um auðlind nytjastofna sjávar, hefur ekki verið með þeim hætti að þeir væru að umgangast sitt eigið forðabúr framtíðartekna. Fram til þessa hefur umgengnin einkennst af þeim hroka, að þeim sé heimilt að drepa allt sem á vegi þeirra verður, en nýta einungis verðmætustu bitana, hverju sinni. Öðru er hent, þar sem það passar ekki í pakkningar eða vinnslulínur, án tillits til þeirra gjaldeyristekna sem það gæti skapað, væri það flutt í land.

Á sama tíma og þessir blessuðu menn sýna af sér framangreinda hegðun, gera þeir háværar kröfur um að teljast eigendur aflaheimildanna. Eignarréttarskyldur gera þeir hins vegar engar gagnvart sjálfum sér, eða þjóðinni. Þeir ætla sér ekki að bera kostnaðinn af rannsóknum, eftirliti með lífríki eða veiðum á fiskimiðunum. Þeir hafa ekki enn opinberað á hvaða grundvelli þeir gera eignarréttarkröfur sínar, því hvergi er í lögum vikið að forræði þeirra yfir aflaheimildum úr auðlindinni.

Í ljósi alls þess ábyrgðarleysis sem útvegsmenn og skipstjórar hafa sýnt af sér, í umgengni við mikilvægustu nytjastofna þjóðar-auðlindarinnar, verður ekki betur séð en afar djúpstæð og mikilvæg varnaðarhyggja felist að baki þriðju málsgrein 1. gr. fiksveiðistjórnunarlaganna, þar sem segir svo:

Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.

Með því að undirstrika, með þeim hætti sem þarna er gert, eignarrétt og forræði þjóðarinnar yfir aflaheimildunum, er tekin af öll tvímæli um að úthlutun veiðiréttar er einungis nýtingaréttur, til eins árs í senn, án alls varanleika eða óbreytileika þess magns sem til úthlutunar verði.

Til undirstrikunar öllu þessu er svo afar skýrt ákvæði 40 gr. stjórarskrár, en þar segir svo: (Áhersluletur G. J.)

“Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.”

Í ljósi þess að nytjastofnar fiskveiðilögsögu okkar eru, með skynsamlegri nýtingu sjálfbær auðlind, sem stendur undir verulegum hluta gjaldeyristekna þjóðarinnar, verður ekki hjá því komist að líta á þessa auðlind sem varanlega fasteign landsins (þjóðarinnar), sem falli undir 40. gr. stjórnarskrár.

Af þessum ástæðum, sem og þeim að sjósókn og útgerð fiskiskips, flokkast undir almenna atvinnusköpun, sem þó er háð fjöldatakmörkunum, er alveg ljóst að einstök skip eða einstakir útvegsmenn geta ekki , án beinnar lagasetningar frá Alþingi, orðið FYRIRFRAM lögformlegir eigendur einhverrar tiltekinnar hlutdeildar í aflaheimildum þjóðar-auðlindarinnar. Engin slík lög hafa enn verið sett á Alþingi.

Þá er að síðustu rétt að líta til þess hvort ráðherra gæti hafa haft heimild til að gera samninga við útvegsmenn um að þeir ættu einhvern varanlegan forgangsrétt að úthlutun aflaheimilda. Slíkt hefur heyrst, þó það hafi aldrei verið staðfest með óyggjandi hætti.

Um slíkt er það að segja að útvegsmenn telja sig hafa forgangsrétt byggðan á ákvæðum fyrstu laganna um stjórn fiskveiða, sem samþykkt voru á 106. löggjafarþingi árið 1983. EKKERT ákvæði er í fyrstu lögunum um bindingu aflaheimilda við skip sem gerð voru út á ákveðnu árabili. Fyrstu lögin sem takmörkuðu aðgang að nytjastofnum okkar, innnihéldu breytingar á 10. - 13. – 14. og 18. greinum laga nr. 81/1976 um stjórn veiða í fiskveiðilandhelgi Íslands.

Hins vegar var fylgiskjal með þessu fyrsta frumvarpi sem lagt var fram um fiksveiðistjórnun. Þar var tilgreind einskonar þjóðarsátt, sem náðst hafði milli hagsmunaaðila, á Fiskiþingi árið 1983, um ýmsa mikilvægustu þætti fiskveiðistjórnunar. Lítum hér á fyrstu 5 liði þess samkomulags sem þarna var gert, og var lagt til grundvallar lagasetningar um almenna fiskveiðistjórnun.

“Fylgiskjal

Á 42. Fiskiþingi 1983 var samþykkt gerð um stjórnun fiskveiða, sem fylgir hér með. Ef breyta á stjórnun fiskveiða í þá átt sem þar er lagt til er ljóst að breyta verður núgildandi lögum.

  1. Fiskiþing samþykkir að stjórnun fiskveiða á árinu 1984 verði með eftirfarandi hætti:
  2. Við ákvörðun um hámarksafla einstakra fiskitegunda á árinu 1984 verði þess gætt, að fiskistofnarnir vaxi til aukinna veiðimöguleika í framtíðinni.
  3. Allar veiðar verði leyfisbundnar.
  4. Kvótaskipting verði á öllum aðalfiskitegundum á öll skip yfir 12 brúttórúmlestum, en sameiginlegur heildarkóti á skip undir 12 rúml og minni.
  5. Aflamagn síðustu þriggja ára verði lagt til grundvallar við skiptingu aflakvóta milli skipa.

Við úthlutun veiðikvóta til báta sem hafa sérstök leyfi til veiða skelfisktegunda, loðnu og síldar verði tekið tillit til heildaraflaverðmætis, miðað við samskonar skip á almennum fiskveiðum.

Öllum frávikum, sem gerir kvótaskiptingu óeðlilega fyrir einstök skip verði vísað til ráðgjafanefndar sbr. 9. lið.

  1. Úthlutun aflakvóta verði til eins árs í senn. Heimild verði gefin til þess að flytja úthlutaðan aflakvóta á milli skipa.”  

Eins og sjá má af því sem þarna var sett á blað, voru menn vel meðvitaðir um að þó þau lög sem þarna var verið að setja, giltu einungis til ársloka 1984 og féllu þá úr gildi, yrðu áfram í gildi þær grundvallarreglur sem aðilar kæmu sér saman um. Því var orðavalið haft með þeim hætti að ártöl spiluðu þar engin hlutverk, samanber upphaf 4 liðar, þar sem segir að  Aflamagn síðustu þriggja ára verði lagt til grundvallar við skiptingu aflakvóta milli skipa.

Hér hefur verið sýnt fram á að í fyrstu lögunum um fiskveiðistjórnun var hvergi minnst á sérstaka réttarstöðu tiltekinna útgerða umfram aðrar. Fyrstu lögin giltu einungis til ársloka 1984 og féllu þá úr gildi. Sama er að segja um þau lög sem samþykkt voru vegna fiskveiðistjórnunar árið 1985. þar var hvergi vikið að sérréttindum einstakra útgerða eða skipa, sem gæti flokkast sem eignaígildi. Þessi lög giltu einungis til ársloka 1985 og féllu þá úr gildi.

Þá tóku við lög er giltu fyrir fiskveiðistjórnun áranna 1986 og 1987. Í þeim lögum var ekki heldur nein ákvæði sem gætu gefið einstökum útgerðum sérréttindi umfram aðrar sem veiðar höfðu stundað. Lög þessi giltu til ársloka 1987 og féllu þá úr gildi.

Tóku þá við lög um fiskveiðistjórnun fyrir árin 1988, 1989 og 1990. Í þeim lögum er ekki heldur nein ákvæði um sérréttindi tiltekinna útgerða. Þetta er rakið hér vegna lífseigrar sögu um að einungis skip sem stunduðu veiðar árin 1981 til 1983 ættu réttinn til úthlutunar aflaheilda, sem þannig flokkaðist sem varanleg hlutdeild þessara skipa í heildarkvótanum. Þetta á ekki við nein rök að styðjast, eins og glöggt kemur fram í 6. gr. laga nr. 3/1988, um stjórn fiskveiðar 1988 – 1990. Þar segir aftirfarandi:

“Við úthlutun aflamarks skv. 5. gr. skal leggja til grundvallar úthlutun fyrir árið 1987 eins og hún var ákveðin samkvæmt reglugerð nr. 518 22. desember 1986, um stjórn botnfiskveiða 1987, þó með hlutfallslegum breytingum sem leiðir af breyttu heildaraflamarki milli ára, sbr. 2. gr., og að teknu tilliti til ákvæða 11. gr.

     Skip sem eigendaskipti urðu að á árinu 1986 eða 1987 eiga kost á botnfiskleyfi með aflamarki skv. 1. mgr. með þeirri takmörkun sem leiðir af 2. mgr. 14. gr.”

Eins og þarna er sýnt fram á, var í ársbyrjun 1988 ekki um að ræða sérstakan eignarrétt þeirra skipa og útgerða sem stunduðu veiðar á árunum 1981 til 1983, á því aflamarki sem úthlutað var fyrir árið 1988. Þá var í gildi í lögum, að úthluta mætti NÝRRI AFLAHLUTDEILD til skipa sem skipt höfðu um eigendur á árunum 1986 og 1987, án þess að aflamark fylgdi þeim við söluna.

Hvaða takmörkun er það sem felst í 2. mgr. 14. gr.? Þarna er verið að stíga fyrstu skrefin í að skilja aflaheimildirnar eftir hjá útgerðinni sem átti skipið, þó það sé selt til nýrra aðila. Eins og fram kemur í 2. mgr. 6. gr., hér að framan, geta þeir sem keyptu skip á árunum 1986 og 1987, án þess að aflamark fylgdi þeim, fengið úthlutað nýju aflamarki fyrir skipið. Annmarki 14. gr. var sá að slíkt aflamark gat ekki orðið hærra en meðaltal sama skipaflokks á sama svæði.

Var Alþingi þarna að opna fyrir mögulega verðmætaskráningu aflaheimilda, sem auka mundi eignavirði og söluvirði skipa? Hvað skyldu skýringar frumvarpsins, með einstökum lagagreinum, segja um það sem fram kemur í 2. mgr. 14. gr. Þar segir eftirfarandi:   (Áhersluletur G. J.)

“Í 2. mgr. þessarar greinar er lagt til að nýrri skipan verði komið á þegar eigendaskipti verða á skipi. Í gildandi lögum segir að við eigendaskipti á skipi skuli næsta ár á eftir úthluta skipinu botnfiskleyfi með sóknarmarki. Í frumvarpi þessu er lagt til að seljendur og kaupendur geti komið sér saman um hvort og þá að hve miklu leyti veiðiheimildirnar fylgi fiskiskipinu. Þó er sú takmörkun hér gerð á að aldrei fylgir skipi hærra aflamark en sem nemur meðalaflamarki sambærilegra skipa í sama flokki og á sama veiðisvæði. Gert er ráð fyrir að samráðsnefnd meti þessi atriði. Telja verður þessa takmörkun eðlilega því ella er aflareynsla viðkomandi skips orðinn hluti af söluverðinu.”  

Þarna koma athyglisverðir þættir fram, sem eru í beinni þversögn við það sem útvegsmenn og handbendi þeirra halda fram. Þeir hafa haldið því fram að einungis þær útgerðir sem gerðu út skip á árunum 1981 til 1983 ættu rétt á úthlutun aflamarks. Þarna sést að slík var raunin ekki því: Í gildandi lögum segir að við eigendaskipti á skipi skuli næsta ár á eftir úthluta skipinu botnfiskleyfi með sóknarmarki.

Þarna sést að þegar t. d. útgerðaraðili selur skip, sem hann átti og gerði út á árunum 1981 til 1983, til aðila sem ekkert skip átti á þessum árum, fær skipið rétt til að ávinna sér aflareynslu hjá hinum nýja eiganda, án þess að vera háð velvilja eða verðlagningu einhverra “meintra eigenda” aflamarksins.

Þá sést einnig á framangreindri umsögn um 2. mgr. 14. gr., að á þessum tíma hafi sjávarútvegsráðuneytinu verið mjög andsnúin sú hugsun að aflakvóti eða aflamark reiknaðist til verðgildisauka fyrir skip eða útgerðir. Það sést greinilega á umsögninni, þar sem segir: Telja verður þessa takmörkun eðlilega því ella er aflareynsla viðkomandi skips orðinn hluti af söluverðinu.

Eins og hér hefur verið rakið, er augljóst að Alþingi hafði aldrei ljáð máls á því, fram til ársloka 1990, að aflamark væri eingöngu úthlutað til útvegsmanna sem gerðu út skipa á árunum 1981 til 1983. Hér hefur en fremur verið bent á að fram til ársloka 1990, var Alþingi algjörlega mótfallið því að aflamark eða aflakvóti eignfærðist eða yrði á nokkurn hátt til verðmætisaukningar skipa. Hvort lögmæt breyting varð á þessari afstöðu Alþingis, eftir 1990, verður skoðað síðar.

En er þá sá möguleiki fyrir hendi að sjávarútvegsráðherra hafi geta gert sérstakt og bindandi samkomulag við útvegsmenn, um aðra tilhögun úthlutunarreglna en samþykkt var á Alþingi? Lítum á hvað Ríkisendurskoðandi hefur um sambærilegt mál að segja, þar sem einkaaðili taldi sig hafa gert samkomulag við ráðherra um vatnsréttindi, sem voru í eigu þjóðarinnar. Í því samhengi segir í skýrlsu Ríkisendurkoðunar: (Áhersluletur G. J.)

“Skilyrði fyrir ráðstöfun ríkiseigna er víðar að finna í löggjöfinni en í framangreindu ákvæði 40. gr. stjórnarskrár. Helstu fyrirmælin hér að lútandi er að finna í fjárreiðulögum nr. 88/1997. Rifja má upp að eitt af markmiðunum, sem bjuggu að baki þessum lögum, var að undirstrika fjárstjórnarvald Alþingis, sbr. einkum 40. og 41. gr. stjórnarskrárinnar, og efla eftirlit og aðhald löggjafans með framkvæmdavaldinu og ráðstöfun þess á fjármunum ríkisins. Í samræmi við þessi markmið er í 29. gr. þeirra mælt fyrir hvernig standa skuli að ráðstöfun þeirra eigna ríkisins, sem eru á forræði ríkisaðila í A-hluta ríkisreiknings.

Samkvæmt 1. mgr. þessarar greinar skulu ríkisaðilar í A-hluta ríkisreiknings hverju sinni afla heimilda í lögum til að kaupa, selja, skipta eða leigja til langs tíma fasteignir, eignarhluta í félögum, skip, flugvélar, söfn og safnhluta, sem hafa að geyma menningarverðmæti, og aðrar eignir, sem verulegt verðgildi hafa. Í athugasemdum við þessa grein í frumvarpi að fjárreiðulögum sagði m.a. að með lögum í þessu samhengi sé átt við almenn lög, fjárlög eða fjáraukalög.

Jafnframt er tekið fram að leiga til langs tíma miðist við samning til lengri tíma en árs. Þá segir svo orðrétt í athugasemdunum: Með þessu er reynt að tryggja að hvorki sala á veigameiri eignum ríkisins né kaup, skipti eða leiga á slíkum eignum geti átt sér stað nema Alþingi samþykki viðskiptin fyrir fram. Liggi slík heimild ekki fyrir verður að semja um viðskiptin með fyrirvara um samþykki Alþingis. Þó slíkur fyrirvari sé ekki gerður í einstökum samningum breytir það engu um það að samningurinn er ekki bindandi fyrir ríkið nema Alþingi veiti samþykki sitt fyrir honum. Heimildir framkvæmdarvaldsins til ráðstöfunar eigna eru gerðar nokkru þrengri en núgildandi lög kveða á um.“”

Hér skal áréttað að ráðherrar, ráðuneyti og undirstofnanir þeirra, eru að þessu leiti ríkisaðilar í A-hluta ríkisreiknings, eins og segir hér að framan í álitsgerð Ríkisendurskoðunar. Það er því ekki á valdssviði ráðherra að haga ráðstöfun ríkiseigna (þjóðareigna) með öðrum hætti en þeim sem Alþingi hefur ákvarðað, þó honum sé fengið vald til útfærslu framkvæmdarinnar, innan þess ramma sem Alþingi setti.

Af þessu leiðir að ráðherra, eða undirmenn hans, geta ekki veitt einkaaðilum heimildir til gjaldtöku vegna framsals þjóðareignar, til annars jafnrétthás þjóðfélagsþegns. Í þessu sambandi er rétt að vitna til ofangreindra ummæla í skýrslu Ríkisendurskoðanda, þar sem vísað er til laga um fjárreiður ríkisins, en þar segir svo:

“Þá segir svo orðrétt í athugasemdunum: Með þessu er reynt að tryggja að hvorki sala á veigameiri eignum ríkisins né kaup, skipti eða leiga á slíkum eignum geti átt sér stað nema Alþingi samþykki viðskiptin fyrir fram.”

Og þar sem engar samþykktir Alþingis finnast fyrir sölu eða leigu aflaheimilda, eru þær enn í dag utan allra lagaheimilda.

Í öllum lögum um fiskveiðistjórnun, sem sett voru frá 1983 til 1990, er hvergi að finna ákvæði um að þær útgerðir og skip sem stunduðu veiðar á árunum 1981 til 1983, eigi að hafa sérstakan forgang að úthlutun aflamarks. Af því leiðir að sú fullyrðing útvegsmanna og framangreindra fræðimanna standast ekki rökræna lögskýringu, enda væntanlega um pantaðar álitsgerðir að ræða.

Hvort lagaheimildir finnist frá og með setningu laga nr. 38/1990 fram til þessa árs, um ákvæði eða ígildi ákvæðis um eignarrétt eða eignfærslurétt aflaheimilda, mun koma í ljós í næsta kafla. Margoft hef ég kallað eftir afriti slíkra lagasetninga, en enginn getað framvísað þeim enn. Hvenær næsti kafli verður tilbúinn, verður bara að koma í ljós hvenær honum verður lokið, vonandi innan ekki mjög langs tíma.

Guðbjörn Jónsson

Höfundur bókarinnar “Stjórnkerfi fiskveiða í nærmynd”


LEYFIÐ ÞIÐ PRESTINUM AÐ GASPRA

Reiðilestur séra Davíðs Þórs Jónssonar, fyrir fáeinum dögum fannst mér bæði innihaldsrýr og illa ígrundaður af jafn mælskum manni og Davíð er að öllu jöfnu þegar gífuryrðum og sleggjudómum sleppti.  Það hefur ævinlega angrað mig þegar fólk er rakkað niður án efnislegra raka og málefnalegra ástæðna. Þar sem ég hef lesið yfir málefnaskrá Íslensku þjóðfylkingarinnar og finnst mjög margt þar forvitnilegt og áhugavert, fannst mér rétt að skrifa nokkrar sthugasemdir til að draga úr þessari reiði prestsins. Þau skrif eru hér meðfylgjandi sem pdf skjal, undir sömu fyrirsögn og er á þessari bloggfærslu. Ef eitthvað er rétt af stóryrðum Davíðs Þórs, varðandi málefni Ísl. Þjóðfylkingarinnar, þá hefur mér yfirsést það. Það kemur þá síðar í ljós ef svo verður.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bréf til Ríkisskattstjóra vegna fyrirvaralausrar breytingar á framtali

Meðfylgjandi færslu þessari er pdf. skjal sem er bréf til Ríkisskattstjóra vegna fyrirvaralausrar tilkynningar um breytingu á framtali mínu 2016, vegna tekjuársins 2015. Það merkilega við svona lagað er að Ríkisskattstjóri skuli framkvæma svona breytingu án þess að andmælaréttur sé virtur.  Athugasemd þessa geri ég einnig til að fullreyna hvort Ríkisskattstjóri geti fallist á að styrkir frá Tryggingastofnun, til kaupa á nauðsynlegum hjálpartækjum, eigi ekki að greiðast sem launagreiðsla og þar með skattleggjast, heldur greiðast styrkir vegna útlagðs kostnaðar.

Ég set þessa færslu á vefinn vegna þess að ég tel víst að margir séu að fást við sambærileg málefni gagnvart Tryggingastofnun. Ef bréfið getur orðið sýnishorn fyrir einhverja að leiðréttingarkröfu, er það bara hið besta mál.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Lög nr. 100/2007 Almannatryggingar

pdf skjal með athugasemdum við 1. kafla laganna.

Þær athugasemdir sem ég geri eru innan ramma og með rauðu letri


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Engin landamæri, er markmið NO BORDERS öfgahópsins.

Líklega eins og margir fleiri, hef ég oft heyrt nokkuð einfelningslegar upphrópanir öfgahóps sem kallar sig NO BORDERS  Iceland. Ég taldi litlar líkur á að hætta gæti skapast frá svona augljósum barnaskap eins og flestar þær upphrópanir hafa verið sem hópurinn hefur staðið fyrir. Það var því ekki fyrr en ég sá glitta í að friðhelgi trúarlífs okkar Íslendinga, í þjóðkrikjum okkar, væri stefnt í voða með afar kjánalegri samjöfnun milli aldagamalla hátta um að ofsóttir menn í beinni lífshættu eða alvarlegri árásarhættu, með yfirvofandi örkuml, gátu í sumum hinna gömlu samfélaga, leitað á náðir presta til að fá inni í kirkju svo þeir fengju grið frá ásækjendum sínum þar til viðurkenndur dómstóll eða viðeigandi yfirvald hefði fjallað um réttarstöðu þess sem ofsóttur var.

Mér þótti því með ólíkindum það dómgreindarleysi sem við blasti þegar í ljós kom að safnaðarprestar Laugarneskirkju höfðu í raun verið göbbuð í þá gildru að telja tvo erlenda menn, sem hingað höfðu komið án heimilda og alla vega annar þeirra reynt að villa á sér heimildir, væru í líkri stöðu og ofsóttur maður til forna, þar sem ætla mátti að líf hans yrði tekið ef hann næðist, án þess að ágreiningurinn yrði leiddur til lykta fyrir til þess bærum yfirvöldum.

Þeir útlendingar sem hér um ræðir höfðu dvalist hér, í friði og við það frelsi sem þeir gátu skapað sér, meðan til þess bær yfirvöld í landinu skoðuðu hvort þeim yrði veitt landvistarleyfi. Svarið sem þeir fengu var þeim ekki jákvætt og fengu þeir uppgefið um leið hvenær þeir ættu í síðasta lagi að vera farnir frá landinu. Líkur benda til að NO BORDERS hópurinn hafi staðið að baki ákvörðun þeirra að hlýðnast ekki opinberum fyrirmælum viðkomadi stjórnvalds. Og líkur benda einnig til þess að sviðsetningin í kirkjunni hafi einnig verið úr hugmyndasmiðju hópsins.

Frelsi fyrir ALLA og ENGIN landamæri.

Þegar ég rekst á sérkennilegan hugsunarhátt sem ekki getur gengið upp í raunverulegri framkvæmd, legst ég stundum í rannsóknir á hvaðan hin umræddu sérkenni eru komin og hverju hafi verið sleppt á leiðinni að niðurstöðunum.

Ég fór því inn á Facebook-síðu NO BORDERS og staldraði að lokum þar við pistil sem ber heitið ENGIN LANDAMÆRI. Þar kemur fram nokkur lýsing á hugsunargangi hugmyndasmiða hópsins. Hópurinn skilgreinir meginmarkmið sín á eftirfarandi hátt í nefndum pistli:     (feitletrun og litabreytingar leturs eru undirritaðs, til áhersluauka.)

Þegar lesið er í gegnum hugmyndafræði NO BORDERS, er ljóst að grunnstef draumsins er algjört frelsi fyrir alla, til að gera allt sem hver og einn vill og velur, án tillits til nokkurs annars. Eitt af meginstefum þess að ná fram þessu algjöra frelsi, telur hópurinn vera að losna við öll landamæri og fyrirkomulag þjóðríkja. Lítum á sýnishorn úr pistli hópisins. Þar segir:

„Landamæri geta verið skilgreind á ólíkan hátt af ólíkum hópum fólks. Margir Vesturlandabúar líta á landamæri sem eitthvað sem auðvelt er að komast yfir með því að veifa vegabréfi og fara í gegn um málmleitartæki. Fyrir aðra merkja landamæri lífshættu, ófrelsi, örbirgð og dauða.

Á sama hátt merkir afnám landamæra misjafna hluti. Fyrir þau okkar sem hafa alist upp við forréttindi vestrænna samfélaga, merkir afnám landamæra vegabréfslaus ferðalög og eru því fyrst og fremst lúxus.“

Þarna er dregin fram nokkuð ungæðisleg lýsing á landamærum. Á það ber að líta að svo, virðist sem felstir sem aðhillast hugmyndafræði hópsins sé ungt vestrænt fólk, sem alið er upp við frjálsræði en lítið samband við raunveruleika daglegs lífs. Aðallega eru dregnar upp tvær myndir af landamærum. Er þar dregin upp mynd af landamærum lífshættu, ófrelsi, örbirgð og dauða. Í þessari upptalningu er sleppt að tala um landamæri sem verndi tilverurétt tiltekinna ríkja og vernd gegn því að ráðist sé á landsvæði tiltekins ríkis. Landamæri vernda líka auðlindir ríkja og svæða. Mér sýnist að væru landamæri vegin á hefðbundinni vogarskál þjóðarhagsmuna, væru jákvæðu hagsmunirnir margfaldir á við neikvæðu viðhorf NO BORDERS hópsins.

En lítum þá á viðhorf hópsins til hinna vestrænu forréttinda sem um tíma hafa verið í gildi innan Evrópusambands og EES svæðis, um vegabréfalaust ferðalag milli landa. Hópurinn metur það fyrirkomulag fyrst og fremst lúxus.“ En svo virðist sem hópurinn hafi ekkert rennt huganum að öllum þeim vandamálum sem upp munu koma þegar allri skráningu yrði hætt um það hvar hver og einn væri staddur. Hvar heimilisfesti hans yrði skráð, hvar hann greiddi skatta sína.

Þá eru ótaldir ókostir þess, ef ættingjar hætta að fá fregnir af einhverjum fjölskyldumeðlim, að vita hvar á jarðarkúlunni eigi helst að leita mannsins. Landamæraleysi yrði líka líkt og veisluborð fyrir allskonar glæpahópa sem ekki þyrftu að óttast að verða stöðvaðir á landamærum ríkis þar sem þeir hefðu náð sér í drjúgan fjársjóð.

Hér hefur einungis verið í fljótheitum drepið á fáeinum mikilvægum atriðum sem væru ókostir landamæraleysis. Óksostirnir eru mikið fleiri en ekki verður eytt tíma lesenda í slíka upptalningu.

Segja má að frelsi, sem þarna er vísað til, sé sagt vera grunn mannréttindi sem allir eigi að njóta.

Hvað varðar hugmyndir um frelsi, vill hópurinn fara verulega út fyrir sköpunarverk mannsins, þar sem hið áskapaða frelsi einstaklingsins, nær aldrei lengra en að þeim stað sem það skerðir frelsi annars einstaklings, reglur nærsamfélagsins eða landslög. Það er því ævinlega fyrsta val einstaklings, þegar hann verður sjálfstæð og sjálfráð persóna, að velja hvort hann vilji lifa í samfélagi og samneyti við aðra einstaklinga og virða einstaklingsrétt hvers og eins að sama skapi og þeir virði einnig einstaklingsfrelsi hans.

Engin leið í lífinu er svo einföld og skýr, að einstaklingur geti farið allra sinna ferða eingöngu eftir eigin ákvörðun og hvergi kvikað frá henni. Aðstæður skapast sem einstaklingurinn þarf að læra af, bæði til að auðga lífsgæði augnabliksins en einnig til að eiga möguleika á að njóta lífsgæða í framtíðinni. Lítum á litla dæmisögu, sem gæti verið um mann í NO BORDER hópnum, sem telur það rétt sinn að fara þá leið sem hann vill og ákveður. Og enginn hafi rétt til að hindra hann í því áformi sínu. Sagan fjallar um ungnn mann, sem á kærustu í næsta þorpi. Sagan er svona:

Dag nokkurn tekur ungi maðurinn þá ákvörðun að fara að heimsækja kærustu sína. Hann er ákveðinn í að ganga eftir þröngum göngustíg sem liggur í gegnum skóginn milli þorpanna, skammt frá vatnsbakka á stóru stöðuvatni. Ákvörðun unga mannsins var skýr. Þennan göngustíg ætlaði hann að fara og engin frávik voru í þeim ásetning. Þegar hann var kominn rúmlega hálfa leiðina og var í skóginum þar sem hann var þéttastur, varð allt í einu á veginum stór krókódíll, með gapandi kjaftinn. Héri stökk upp er ungi maðurinn nálgaðist. Krókódíllinn sveiflaði hausnum til og gleipti hérann í einum bita, leit því næst til unga mannsins og beið nú með opinn kjaftinn eftir að hann stigi svolítið nær, svo hann gæti stokkið á hann og gleipt hann.

Þarna var komin hindrun sem tók ekkert tillit til ákvarðana unga mannsins, sem hefði aldrei hitt kærustu sína ef hann hefði haldið fast við ófrávíkjanlega ákvörðun sína að fara skógarstíginn. Ef hann gengi einum metra lengra gæti hann orðið næsta bráð krókódólsins.

Saga þessi sýnir í einfaldri mynd að maðurinn getur ályktað en hann tapar lífi sínu ef hann ber ekki fullkomna virðingu fyrir öllum aðstæðum í lífshlaupi sínu. Vilji einstaklingsins nær ekki lengra en að endimörkum þess sem hann ræður við aðstæður. Og ef hann ögrar aðstæðum annarra í umhverfi sínu, getur það kostað hann líf eða limi.

Í lokamálsgrein pistilsins Engin landamæri, gerir hópurinn frekari grein fyrir sér og áformum sínum. Þar segir eftirfarandi:

No Borders Iceland er hluti af alþjóðlegri hreyfingu sem stefnir ekki bara að afnámi landamæra í þeim skilningi orðsins, heldur einnig að afnámi þjóðríkisins og niðurbroti ýmissa múra milli fólks, bæði efnislegra og hugmyndafræðilegra múra. Því stefna No Borders einnig að fjölmenningarlegu samfélagi og endalokum þjóðernishyggju og rasisma. No Borders Iceland stefna að fullu ferðafrelsi fyrir alla.“

Það er skýrasta vitnið um skort á rökrænni hugsun hjá hópi þessum að tileinka sér lykilatriði úr hugmyndafræði alþjóðlegra efnahags-hryðjuverkahópa um afnám þjóðríkisins. Á undanförnum áratug hafa slík öfgaöfl reynt að auðvelda sér fjárþjófnað víða um heim, með kvatningu um landamæralaust flæði fjármagns, helst allt í kringum hnöttinn. Slíkt segja þeir að skapi sem fjölbreyttasta möguleika til skráningar og uppgjörsdaga verðbréfa. Einnig verði sem fjölbreyttastir möguleikar á hindrunarlausri tilfærslu fjármagns milli landa og heimshluta. Slíkt auðveldi líka hraða tilfærslu fjármagns, vegna skoðana lánastofnana á veðstöðu lántaka og fleiri slíkum þáttum er lúta að flæði lausafjár.

Til að þetta verði mögulegt, þarf að skapa krefjandi viðfangsefni fyrir helstu stjórnmálamenn og aðra sem berjast þurfa fyrir starfi sínu og stöðu. Halda þarf þeim uppteknum við að leysa úr knýjandi viðfangsefnum sem herja á fólk og fyrirtæki. Meðan framangreindir vinnuþrælar landa, sveitarfélaga og fyrirtækja, eru uppteknir við að bjarga löndum og heimshlutum út úr t. d. skuldakreppu, sem hin umræddu öfl sköpuðu sér til hægðar og tekjuauka, eru stórar fjárfúlgur teknar úr umferð og í staðin settir inn í veltuna verðmætilausir pappírar sem greiðast eiga eftir 10 ár, eða svo. Afleiðingin er, eins og þekkt hefur verið á heimsvísu frá árinu 2007, skortur á lausafé og óviðráðanlegar skuldir.

Þegar rýnt er af yfirvegun í hugmyndaheim NO BORDERS vakna spurningar um hvort aðal hugmyndasmiðirnir séu ekki sömu vestrænu fjárplógsöflin og hönnuðu svonefnda „Alþjóðavæðingu“ fjármálakerfa heimsins. Margt er líkt og markmiðin virðast þau sömu, að gera núverandi stjórnun landa eða myntsvæða háða lánveitingum frá örðum löndum. Til að slíkt gerist hratt og örugglega þarf að eyða hindrunum sem nú eru vegna kerfisbundinna skráninga fjárflutinga milli jafnvægishólfa um myntframboð.

Einn anginn úr þessum viðhorfum birtist í hugmyndaskrá NO BORDERS, þar sem fjallað er um ferðafrelsi milli landa og svæða og leyfi eða heimildir til að setjast að þar sem aðilinn óskar sér.

Fyrir marga aðra þýðir afnám landamæra að þau geti sest að þar sem þau vilja í heiminum, hvort sem það felur í sér einhverja skriffinsku eða ekki. Margir Íslendingar átta sig til dæmis ekki á því hversu erfitt það er fyrir manneskju sem er upprunin utan EES svæðiðsins að fá leyfi til að búa á Íslandi. Afnám landamæra gæti til dæmis þýtt að hver sem er mætti setjast hér að og þeirri mismunun á grundvelli uppruna sem nú er stunduð yrði hætt.“

Í þessu sér maður þá einhliða hugsun sem fylgir oftast ungu fólki sem alist hefur upp við að öllum þörfum þeirra er svarað af öðrum en þeim sjálfum. Á ég þar t. d. við að ungmenni í uppvexti eru ekki alin upp við umræðu um hvað það kosti að lifa sem sjálfstæður einstaklingur eða sem fjölskylda. Ungmennin venjast því að þeim sé séð fyrir herbergi, það þrifið og skipt á rúmi, fötin tínd upp af gólfinu, þvegin og sett samanbrotin inn í fataskáp. Ungmennið venst því að fá frá foreldrunum ríflega vasapeninga og af því vasapeningar eru rúmir verða þeir matvandir heima og borða bara það sem þeim finnst gott, annars fara þeir í sjoppuna og kaupa sér einhvern skyndibita. Hugarheimur ungmenna nemur því ekki hvaða skyldur fylgja því að vera sjálfstæð og sjálfráð og sjálfbær mannvera. Þau eru í raun alin upp við að þurfa bara að rétta út hendina eftir því sem þau vilja. Þar þarf skaffarinn að vera til staðar því í hugarheimi ungmenna hefur ekki vaxið hugtakið að afla sjálfur til eigin þarfa.

Allir þessir þættir kristallast rækilega í síðustu tilvísunum þar sem segir að afnám landamæra þýði, að þau geti sest að þar sem þau vilja í heiminum. Engin hugsun er um vilja eða getu þeirra sem fyrir væru á þeim svæðum sem þau kynnu að vilja setjast á. Engin spurning um hvort þau geti, á hinum útvöldu svæðum, aflað sér húsaskjóls atvinnu og ýmissa þarfa til framfærslu.

Við skulum enda þetta á sýn Íslendinganna í NO BORDERS á framvindu mála ef landamæri yrðu felld niður.

Afnám landamæra gæti til dæmis þýtt að hver sem er mætti setjast hér að og þeirri mismunun á grundvelli uppruna sem nú er stunduð yrði hætt.

Þeir sem fyrir eru hér hafa byggt upp öflugt menntakerfi og heilbrigðiskerfi, sem í augnablikinu líður fyrir fjárskort. Þeir sem fyrir eru hér hafa einnig byggt upp nokkuð margslungið velferðarkerfi. Hvergi bólar á hugsun hjá NO BORDERS hópnum hvort, eða hvernig nýkomna fólkið tengist þeim kerfum sem þeir hafa byggt upp sem fyrir voru. Enginn býr heldur á Íslandi án þess að hafa upphitað íbúðarhúsnæði til afnota. Telur hópurinn að einhver eigi að leggja nýkoma fólkinu til húsnæði eða þarf það sjálft að afla sér húsnæðis, vinnu til greiðslu þess kostnaðar sem fylgir því að búa á svona norðlægum sjóðum?

Ég sé ekki ástæðu til að rekja lengra í þessum óábyrgu hugmyndaþáttum sem hvergi virðast hafa fótfestu í framkvæmanlegum þáttum. Almennt verður fólk að tileinka sér að geta þekkt framkvæmanlegan raunveruleika frá ójarðbundnum ímyndarheimi, ef fólk vill í raunveruleika öðlast friðsæld og farveg til betra lífs. Af rugli og ójarðbundnum hugmyndum verður alltaf nóg og alltaf verður til fólk með sefjandi sannfæringarkraft, sem glapið getur þá sem sleppa tökunum á jarðneskum raunveruleika. Slík tjúnnun óraunveruleika hefur verið í þessu þjóðfélagi um nokkuð langa tíð, enda ber almennt heilsufar fólk glögg merki um slíkt.

Hugmyndafræði NO BORDERS mun því augljóslega ekki búa til betri heim eða berti samfélög. Til þess vantar í þau meginkjarna gagnkvæmrar virðingar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband