Færsluflokkur: Vefurinn
6.5.2014 | 09:47
Skilur héraðsdómur Reykjavíkur ábyrgð sína?
Í gær, mánudaginn 5. maí 2014, barst mér tilkynning frá dómara við héraðsdóm Reykjavíkur, að málið mitt nr. E-500/2014, yrði tekið fyrir þann 13. maí n. k. Var þá ætlunin að málflutningur yrði um kröfu Íbúðalánasjóðs, um frávísun málsins.
Ég varð dálítið hissa en fannst þetta þó nokkuð í takti við þann hroka sem héraðsdómur virðist sýna almenningi. Ég gerði alvarlegar athugsasemdir við alla framgöngu dómstólsins í mínu máli, frá upphafi þess. EN svo virtist eins og þau afbrot sem dómstóllinn framdi skiptu engu máli, eða raunar að afstaða mín skipti engu máli. Málið yrði bara tekið fyrir þarna og því vísað frá, sama hvað ég segði.
Ég svaraði því dómaranum með eftirfarandi tölvupósti:
Guðbjörn Jónsson
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2014 | 11:00
Bréf til Innanríkisráðherra vegna dómstóla
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2014 | 16:04
Til umhugsunar vegna ESB umræðna
Ég bið þig kæri þingmaður að hugleiða að ALDREI FRÁ STOFNUN LÝÐVELDIS OKKAR, hefur þjóðinni verið mikilvægara að sýna samstöðu og sameiginlega meginstefnu sjálfstæðs ríkis hér á landi, en þörf er á nú meðan endanlega er náð tökum á að hreinsa landið af vitlausri stjórnun - og stjórnleysi - fyrri ára og landið hreinsað af fjármagni erlendra græðgisafla sem hingað stefndu peningum sínum meðan heimskuleg hávaxtastefna Seðlabankans var hér og hvergi í heiminum var hærri ávöxtun fyrir þessi grægisöfl. Auðvitað hópuðust þau hingað, lífsgæði þjóðarinnar skiptu þau engu, aðeins að þeir fengju góða ávöxtun á auð sinn.
Svo getur farið, kæri þingmaður, að ég æski viðtals við þig um þessi málefn i, sem tekið verði upp á myndband, því ég er að vinna samantekt um það sem ég kalla - Fljótandi samstöðu milli þings og þjóðar. - Mér eru þessi málefni einkar hugleikin, ásamt þeim alvarlegu skuggahliðum sem virðast hvíla yfir réttlætiskennd réttarkerfisins hjá okkur. Mun trúlega einnig koma inn á það verkefni samhliða hinu.
Ég óska ykkur öllum farsældar í starfi, þjóðinni allri til heilla
Virðinarfyllst,
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2014 | 13:39
Opið bréf til Dómstjóra héraðsdóms Reykjavíkur
23.3.2014 | 21:58
Er alþjóðasamfélagið samkvæmt sjálfu sér ???
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.3.2014 | 10:28
Hvað segir EES samningurinn um frjálst flæði fjármagns?
Alment er talað um ákvæði EES samnings um frjálst flæði fjármagns, eins og engar hömlur séu á flutningi fjármagns milli lands. Er þetta eitt af mörgum dæmum um Íslendinga, þar sem fólk nennir ekki að kynna sér raunveruleika mála, en bítur sig í fullyrðingar einhverra sem það vill trúa og gerir þær fullyrðingar að sannfæringu sinni. Þetta fólk situr fast í staðhæfingum sem hvergi eiga sér samastað í raunveruleika og lifir stöðugt í þeirri tilfinningu að verið sé að brjóta á réttindum þess þegar ekki er farið eftir hinum ranga hugarheimi þess En lítum aðeins á hvað EES samningurinn segir um frjálst flæði fjármagns.
Í III. hluta EES samningsins, 4. kafla, segir eftirfarandi um frjálst flæði fjármagns:
40. gr.
Innan ramma ákvæða samnings þessa skulu engin höft vera milli samningsaðila á flutningum fjármagns í eigu þeirra sem búsettir eru í aðildarríkjum EB eða EFTA-ríkjum né nokkur mismunun, byggð á ríkisfangi eða búsetu aðila eða því hvar féð er notað til fjárfestingar.
Eins og þarna kemur glöggt fram, nær frelsi til flutnings fjármagns einungis til þess fjár sem viðkomandi á sem hreina skuldlausa eign. Fjármagnið sem flytja á, má ekki vera tekið að láni og það má ekki heldur verða til þess að viðkomandi bresti greiðslufærni gagnvart því lánsfé sem hann skuldar í landinu.
41. gr.
Gengar greiðslur í tengslum við þjónustustarfsemi, vöruflutninga, fólksflutninga eða fjármagnsflutninga milli samningsaðila innan ramma ákvæða samnings þessa skulu lausar við öll höft.
Þarna kemur glöggt fram að greiðslur vegna hverskonar viðskiptsamninga, skuli vera lausar við öll höft.
42. gr.
1. Ef beitt er innlendum reglum um fjármagnsmarkað og lánsviðskipti í fjármagnsflutningum sem höftum hefur verið létt af samkvæmt ákvæðum samnings þessa skal það gert án mismununar.
2. Lán til beinnar eða óbeinnar fjármögnunar aðildarríkis EB eða EFTA-ríkis eða sveitarstjórna þess skulu ekki boðin út eða tekin í öðrum aðildarríkjum EB eða EFTA-ríkjum nema viðkomandi ríki hafi gert með sér samkomulag um það.
Í 1. málsgrein 42. gr. er kveðið mjög greinilega á um að hvert ríki getur sett sínar reglur um höft á lánsfjármagni milli landa. Einnig er vert að vekja athygli á því sem fram kemur í 2. málsgr. 42. gr. varðandi lántökur í öðrum löndum en búsetulandi. Þarna kemur fram að slíkar lántökur eru ekki heimilar nema viðkomandi ríki hafi gert með sér samkomulag um það. Þessum reglum var greiniulega ekki fylgt á árunum fyrir bankahrunið, þar sem skuldasöfnun erlendis kom stjórnvöldum í svo opna skjöldu sem raun bar vitni. En í 43. gr. EES samningsins segir eftirfarandi:
43. gr.
1. Kunni munurinn milli gjaldeyrisreglna aðildarríkja EB og EFTA-ríkjanna að verða til þess að menn, búsettir í einu þessara ríkja, færi sér í nyt þær rýmri yfirfærslureglur á yfirráðasvæði samningsaðila sem kveðið er á um í 40. gr. til þess að fara fram hjá reglum einhvers þessara ríkja um fjármagnsflutninga til eða frá þriðju löndum getur viðkomandi samningsaðili gert viðeigandi ráðstafanir til að ráða bót á því.
Þarna kemur glöggt fram að stjórnvöld hvers lands geta bæði sett skorður viðerlendum lántökum, sem og misnotkun á reglum sem auðvelda eðlilegt viðskiptaferli. Einnig segir eftirfarandi í 4. mgr.:
4. Eigi aðildarríki EB eða EFTA-ríki í örðugleikum með greiðslujöfnuð eða alvarleg hætta er á að örðugleikar skapist, hvort sem það stafar af heildarójafnvægi í greiðslujöfnuði eða því hvaða gjaldmiðli það hefur yfir að ráða, getur hlutaðeigandi samningsaðili gripið til verndarráðstafana, einkum ef örðugleikarnir eru til þess fallnir að stofna framkvæmd samnings þessa í hættu.
Þarna kemur glögglega fram að hverju ríki er heimilt að bregðast við hverskonar innlendum aðstæðum sem stjórnvöld þess ríkis telja að geti stofnað efnahagslegu jafnvægi ríkisins í hættu. Það vekur hins vegar undrun hve þessum atriðum er lítið haldið á loft. Hins vegar er mjög haldið á lofti hinum röngu sjónarmiðum um að í EES samningnum séu ákvæði um fullt og óskilyrt frelsi til flutnings fjármagns milli landa. Eins og sést á því sem ég hef þarna birt úr ákvæðum EES samnings um flutninga fjármagns milli landa, er það langt frá því að vera þetta FULLA FRELSI sem áróðursöflin halda svo mjög á lofti.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2014 | 00:48
Umsókn Íslands um ESB aðild
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2014 | 18:25
Opið bréf til Samfylkingar
25.2.2014 | 23:52
Þingsályktun 2009 umsókn um ESB aðild
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 165530
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur