Færsluflokkur: Vefurinn

Elsta þjóðaríþrótt íslendinga

Segja má að einn sterkasti grunntónn í eðlisþáttum Íslendinga sé útúrsnúningur og sniðganga laga og reglna, sem eru til þess ætluð að stýra samfélagi okkar. Þennan grunntón virðist bæði mega rekja til hinnar norsku arfleyfðar okkar, þar sem norski stofninn í okkur flúði lög og reglur sem stjórna áttu samfélaginu. Þeir vildu ekki una slíkri stjórnun. Þess vegna flúðu þeir frá Noregi og héldu til Íslands.

Írski þátturinn í okkur er af svipuðum grunni. Af því leiðir að eitt sterkasta aflið í grunneðli okkar er, eins og að framan segir, að  ganga gegn reglum og lögum sem sett eru til margvíslegrar stjórnunar samfélagsins. Eitthvað, í undirtón grunneðlis okkur, finnst á einhvern hátt að slíkar reglur skerði frelsisvitund okkar. 

Af þessu að merkja virðist vera afar veik vitund í grunneðli okkar fyrir samhygð samfélags- vitund og ábyrgð, þegar ætlast er til að við gjöldum slíkum þáttum skattgreiðslur. Hins vegar virðist næsta ótæmandi tilætlunarsemi í okkur, til samfélgsins, að það greiði sem mest af hugmyndum okkar um eigin lífsþægindi, án þess að við spyrjum hvaðan peningar til slíks komi.

Það sem ég hef hér lýst má alveg líkja við heilkenni. Það er ekkert þekkt lyf til við svona heilkenni og ekkert tölvuforrit eða tæknilausn til sem getur hjálpað, snöggvast, með úrlausn í þessum málum. Vegna einhverrar djúpt liggjandi minnimáttakenndar, erum við haldin þeirri streitu að við höfum ekki tíma til að þroska undirvitund okkar, sem í raun er “harði diskurinn” í þeim hugbúnaði sem við göngum fyrir. Við erum svo viss um að við séum alveg að missa af lestinni til að verða, snöggvast, rík og fræg.

Hvað skildi liggja að baki því að ég set það á blað sem hér að framan er skrifað? Grunnástæðan er sú að um allnokkurt skeið hef ég verið að leita skýringa á því hvers vegna mennta- og fræðasamfélag þjóðar okkar hafi svo ríka hvöt til að sniðganga sannleika og réttlæti, eins og raunin hefur verið um all nokkurt skeið, eða á fjórða áratug. Ég tel sterkar líkur á að höfuðástæðu þeirra þátta megi rekja til framangreinda grunneðlisþátta í undirvitund okkar. Hina ósjálfráðu hvöt til að berjast gegn öllu sem ætlar að stjórna okkur á annan veg en við viljum sjálf, hvert og eitt, því við erum sjaldan samstíga.

Nýjasta sönnun þess hve ríkur eðlisþáttur er í okkur að snúa útúr og rangtúlka lög og reglur, var mér sýnd nýlega í svari Fjármála- og efnahagsráðuneytis vegna tvísköttunar Ríkisskattstjóra (RSK) á lífeyrisgreiðslu, sem Íslendingur fær greidda frá einu Norðurlandanna.

Í samningi Norðurlandanna til að komast hjá tvísköttun, að því er varðar skatta á tekjur og eignir, segir eftirfarandi skýrum stöfum í 1. mgr. 18. gr. samningsins:

“1. Eftirlaun og lífeyri, sem greiddur er frá samningsríki og greiðslur frá samningsríki samkvæmt almannatryggingalöggjöf þess til aðila heimilisfasts í öðru samningsríki, skal einungis skattleggja í fyrrnefnda ríkinu.”  

Eins og kemur fram í samningnum, er ekki litið á eftirlaun og lífeyri sem launatekjur. Eru þær greiðslur því ekki flokkaðar með mörgum samningsgreinum er lúta að meðferð hinna ýmsu þátta tekjuumhverfis. Eftirlaun og lífeyrir er flokkað í sér samningsgrein, vegna þess, að hjá því Norðurlandi sem hér um ræðir, eru eftirlaun og lífeyrir í lægra skattþrepi en venjulegar launatekjur. Slíkt virðist hins vegar ekki alls staðar eins og t. d. hér á landi þar sem lífeyrir er skattlagður með launatekjum.

Í framangreindri tilvísun í 1. mgr. 18. gr. samningsins kemur fram  að eftirlaun og lífeyri skal einungis skattleggja í fyrrnefnda ríkinu, þ. e. í ríkinu sem greiðir lífeyrinn. Fjármálaráðuneytið bendir á að þessu ákvæði hafi verið breytt samkv. V. gr. bókunar um breytingu á tvísköttunarsamningnum, sem undirritað var í Helsinki 4. apríl 2008. Þar verður sú breyting á 1. mgr. 18. gr. samningsins að í stað þess sem staðið hafði að: lífeyri skal einungis skattleggja í fyrrnefnda ríkinu, breyttist þetta ákvæði þannig að  nú væri það að: lífeyri skattleggja í fyrrnefnda ríkinu.

Eina breytingin sem þetta hefur í för með sér er sú að ekki er lengur SKYLDA (skal) ríkis í greiðslulandi að skattleggja greiðsluna. Nú er einungis um heimildarákvæði að ræða að greiðsluríkið MÁ skattleggja greiðslu lífeyrisins.

Í því tilfelli sem hér um ræðir, breytir þessi breyting 1. mgr. 18. gr. tvísköttunarsamnings Norðurlanda engu, varðandi heimildarleysi RSK á Íslandi til að skattleggja hina erlendu lífeyrisgreiðslu. Þrátt fyrir að engin SKYLDA sé lengur til skattlagningar í greiðslulandi, er heimildin skír, að greiðslulandið MÁ skattleggja greiðsluna, sem það og gerir. Þar með er einnig skírt að RSK á Íslandi er með öllu óheimilt að skattleggja hina sömu erlendu lífeyrisgreiðslu, því í greiðslulandi er BÚIÐ AÐ SKATTLEGGA HEILDARGREIÐLSUNA. Og þegar RSK skattleggur hina erlendu lífeyrisgreiðslu er verið að skattleggja sömu fjárhæðina öðru sinni, á sama árinu.

Réttlætingu sína fyrir þessari framkvæmd sækir RSK í 4. mgr. 25. gr. tvísköttunarsamningsins, en þar segir svo í a) lið:

Hafi aðili heimilisfastur á Íslandi tekjur eða eigi hann eign sem einungis skal eða má skattleggja samkvæmt ákvæðum þessa samnings í öðru samningsríki, skal Ísland, nema ákvæði b-liðar leiði til annars, lækka íslenska tekju- eða eignarskattinn með því að draga frá þann hluta tekju- eða eignarskattsins sem reiknaður er af þeim tekjum sem aflað er eða eign sem er í hinu ríkinu .

Það þarf yfirgripsmikið þekkingarleysi á eðlilegum vinnubrögðum til að misnota framangreint ákvæði tvísköttunarsamnings eins og RSK gerir. Í fyrsta lagi má glögglega sjá að regla sú sem þessi tiltekna málsgrein byggir á, gengur út frá því að verið sé að skattleggja TEKJUR SEM AFLAÐ ER og þeirri ástæðu sé skattprósenta álíka í öllum löndunum. Því komi álíka upphæð í frádreginn skatt af heildarupphæð ef greidd staðgreiðsla í greiðslulandi lífeyris er dregin frá heildarálagningu skatts hér á landi.

Því miður yfirsést starfssmönnum RSK afar mikilvæg sannindi í þessu máli. Skattlagning lífeyris hér er að lágmarki 37,3% af tekjustofni, því lífeyrir hér er skattlagður eins og um launatekjur sé að ræða.  Í greiðslulandinu er hins vegar skattlagning lífeyris einungis 8,24%, sem gerir umtalsverðan mismun, sem með vinnubrögðum RSK eru SKATTLEG réttindi aðilans í greiðslulandinu gerð upptæk, án dómsúrskurðar.  Þessi réttindi eru hluti af eftirlauna- eða lífeyriskjörum sem áunnin hafa verið á langri starfsævi. Að gera slík réttindi upptæk án sérstkrar lagasetningar þar um eða dómsúrskurðar, er MJÖG alvarlegt brot á stjórnarskrárbundnum manréttindum. Vinnubrögð sem RSK og Fjármála- og efnahagsráðuneyti verða hér uppvís að, ættu að vera á algjörum bannlista. Lítum aðeins nánar á dæmi þar sem berum saman áhrif þessarar ósvífnu eignaupptöku RSK hjá viðkomandi aðila, með því að blanda saman skattlagningu í tveimur ólíkum skattþrepum. Sjáum hvað kemur út.

Gefum okkur að íslenskur aðili eigi að fá greitt úr erlendum lífeyrissjóði árlega,  þegar greiðslunni hefur verið breytt í íslenska mynt, c. a. kr. 4.400.000 á ársgrundvelli. Íslenska skatthlutfallið á þessa upphæð væri að lágmaki 37,3%, en erlenda skatthlutfallið ER einungis 8,24%. Svona liti dæmið út.

Höfuðst. 4.400.000 skattur 8,24% sem gerir 362.560. Að skatti frádr. útb.  4.037.440.

Höfuðst. 4.400.000 skattur  37,3% sem gerir 1.641.200. frádregið og  útb.  2.758.800.

             Tvískattaði hluti lífeyrisgreiðslna mannsins væri því kr.          1.278.640.

Þeir sem ekki skilja þetta eiga ekkert erindi í störf hjá RSK, yfirskattanefnd eða Fjármálaráðuneyti. Fólk verður að átta sig á að það er algjörlega óheimilt að færa greiðslur milli skattréttindaflokka, einungis til að geta komið fram sérkennilegum vilja til að skaða fjárhagsstöðu skattgreiðandans.

Heildarfjárhæð hinnar erlendu lífeyrisgreiðslu var réttilega skattlögð í greiðsluríkinu, eins og tvísköttunarsamningurinn heimilar. ÞAÐ getur ekki þýtt annað en að RSK  ER MEÐ ÖLLU ÓHEIMILT að skattleggja þær upphæðir aftur, með allt annarri skattprósentu, því FULLUR SKATTUR var greiddur af lífeyrinum í greiðslulandinu.  Á heilbrigðu viðskiptamál heita þau vinnubrögð sem RSK beitir hér FJÁRDRÁTTUR, sem skattayfirvöld er algjörlega óheimilt að beita í svona málum. Afar sérkennilegt og alvarlegt er að svona afbrot skuli, að því er mér skilst, vera nokkuð algeng hjá starfsmönnum RSK.

Ég sé ekki ástæðu til að kafa dýpra í þá vitleysu sem starfsmenn RSK gera sig seka um í umræddu tilviki. Helst lítur út fyrir að þeir hafi hýrudregið og gert upptæk eignvarin réttindi hér umrædds þegns samfélagsins, um c. a. 2,6 milljónir á tveimur árum. Hve stórt hlutfall það er af heildarlífeyrisgreiðslum til Íslendinga frá öðrum Norðurlöndum er mér ekki ljóst. Ég hef heyrt af nokkuð mörgum tilvikum sem öll virðast með sömu vitleysunni reiknuð hjá RSK.  Af því verður vart annað ráðið en verulegur þekkingarskortur sé innanhúss hjá RSK á grundvallarreglu skattlagningar. Þeim virðist um megn að skilja að sama krónan verður ekki með lögmætum hætti skattlögð af tveimur aðilum á sama árinu. Þegar greiðslan berst hingað til lands er búið að skattleggja greiðsluna. Viðbótar skattlagning RSK, sem kemur eftir fyrstu skattlagningu, er því ólögmæt.

EN, svo er það spurningin um vilja til að gera rétt, fara á siðrænan og heilbrigðan máta eftir settum reglum í stað þess að iðka  hina öldnu þjóðaríþrótt okkar að snúa útúr og sniðganga lögin og reglurnar. Enn virðist því miður ekki vera til staðar í hinu opinbera kerfi vilji til að láta einstaklinginn njóta réttlætis. Þarf virkilega að láta leiðrétta svona augljósa vitleysu, með því að ríkið greiði c. a. eina milljón á hvert mál í málskostnað fyrir dómstólum?

        

Þjóð án fyrirhyggju

Það virðist sitt af hverju hafa mallað í hausnum á mér fyrir rúmum aldarfjórðungi, miðað við það erindi sem ég fann í gömlum gögnum hjá mér. Ég tók þetta fyrst saman sem hluta af lokaverkefni eftir kúrsinn sem ég tók í þjóðhagfræði. Flutti þetta einnig í nokkrum fundum, þar sem ég var beðinn að segja frá þessu.

Af þessu að dæma virðist ljóst að ferlið frá upphafi vitleysu í efnahagsstjórnun til hrunsins 2008, er lengra en menn hafa hingað til verið að horfa á. OG það sorglega er, að allar forsendur vitleysunnar eru enn við lýði og annað hrun því fyrirsjáanlegt, verði engar breytingar á efnahagslegri hegðan þjóðarinnar.         

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Hjálparbeiðnin heyrist ekki

Það er enginn að hlusta á þessari bylgjulengd.  Þannig mundi talvélin líklega svara, ef um slíkt væri að ræða. En í þessu tilfelli er ekkert slíkt til staðar.  Hvers vegna skildi ég byrja þennan pistill svona?

Þegar ég var ungur maður, var ég til sjós á bát, sem í dag væri kallaður lítill. Við sóttum þó á þessum bát 40 - 50 mílur út í haf til að afla fisks fyrir frystihúsið í landi.  Það var svo eitt haustið, fáeinum dögum fyrir jól, að við voru að klára að draga línuna í norðan kaldaskít. Við áttum fyrir höndum siglingu í 4 klst. til að ná í fjarðarmynnið. Greinilega var í uppsiglingu norðan skot því kólgubakki var í norðrinu.  Því var gengið vel frá öllu á dekkinu, lestalúgur skálkaðar og lensport opnuð og báturinn gerður eins hæfur og hægt var, til að takast á við mikinn sjógang.

Ferðin gekk vel þar til við áttum eftir u.þ.b. 1. klst. í fjarðarmynnið. Þá skellti á, eins og hendi veifað, norðan fárviðri með tilheyrandi snjókomu. Enginn radar var á bátnum en við með nokkuð góða þekkingu á sjávardýpi á þessu svæði og inn í fjarðarmynnið. Vorum því ekki kvíðnir fyrir að lenda í strandi.

Fljótlega var kominn haugasjór og við í kröppum dansi að verja bátinn áföllum. Í talstöðinni heyrðum við að aðrir bátar voru líka í basli. Í einni rokunni fengum við ólag yfir bátinn og við það slitnaði niður loftnetið af talstöðinni. Þar með vorum við orðnir sambandslausir við umheiminn. Enginn mundi heyra þó við kölluðum á hjálp og við myndum enga utanaðkomandi hjálp fá til að komast lifandi í land.

Með  harðfylgi og samstöðu okkar 5 sem á bátnum voru, náðum við landi. Sama varð því miður ekki sagt um áhöfn helmingi stærri báts sem var að veiðum á svipuðum stað og við. Hann fórst með allri áhöfn og skyggði það mikið á gleði okkar yfir að ná landi.

Að ég segi þessa sögu hér er til að undirstrika að ég þekki af eigin raun þá tilfinningu sem fylgir því að enginn heyri þó kallað sé á hjálp. Í slíkum tilvikum finnur einstaklingurinn sig afar máttvana. En með heilsteyptri samstöðu allra sem í sömu stöðu eru, er hægt að sigrast á næsta óyfir-stíganlegum erfiðleikum, og halda lífi.

Eldri borgarar og öryrkjar eru sem sundurlaus hjörð búnir að kalla sig hása á hjálp síðan hrunið skall á þjóðinni. Staðreyndin sýnir hins vegar að það er enginn að hlusta á bylgulengd mannúðar og kærleika. Allir eru að hlusta á öðrum bylgjulengdum, því heyrir enginn köll þessara hóps.  Lífskjör þessa hóps hafa verið skorin niður um c. a. 40% á tímabilinu, með ýmsu misheiðarlegu móti. Nægir peningar hafa hins vegar virst vera til hjá stjórnvöldum til ákveðinna síður mikilvægra málefna.  Lífskjör þeirra sem ekki geta varið sig, þurftu því ekki að skerðast vegna fjárskorts.

Þetta leiðir hugann að því hvar hlustun fjöldans er. Hver og einn hlustar fyrst og fremst á það sem hjarta hans er næst. Á sjó er það undanbragðalaus skylda hvers skips að hlusta á neyðarbylgju og hverjum sem neyðarkall heyrir, er skylt að láta skipstjóra (æðsta stjórnvald á svæðinu) vita þegar í stað og vera tilbúinn að veita alla þá hjálp sem mögulega er hægt að veita.

Í þjóðfélaginu hins vegar er enginn að hlusta eftir neyðarköllum og þeir fáu sem heyra þau, finnst þeim ekkert koma það við; það sé ekki þeirra mál.

Það er svolítið skrítið að horfa á þjóðfélag okkar svona ofan frá og sjá þá sundurlindu hjörð sem telur sig vera þjóð, án þess að sýna í verki að hún skilji hvað í orðinu felst. Meginþorri fjöldans virðist á harða hlaupum eftir ímyndaðri velsæld, en árangurinn minnir mig á þegar ég sem drengur var að láta kisuna mína elta geislann frá vasaljósi. Ákafinn var mikill en afraksturinn engin annar en erfiðið við að elta hið ímyndaða. Er dómgreind þjóðarinnar virkilega að færast niður á svona lágt plan? Er samábyrgðin alveg horfin?   


Hvað vilja undirskriftir vegna veiðigjalds varðveita?

Þegar safnað er undirskriftum til áskorunar á forseta, um að beita 26. gr. stjórnarskrár, er afar áríðandi að málefnið sé þjóðinni mikilvægt. Söfnun undirskrifta til varðveislu núverandi laga um veiðigjöld nr. 74/2012, hlýtur að vera á algjörri vanþekkingu byggð því varla getur það verið markmið stórs hluta þjóðarinnar að viðhalda lögum sem á margvíslegan máta brjóta stjórnarskrá okkar, auk þess sem þau brjóta greinilega EES samninginn og ýmis lög um bókhald, reikningisskil og aðild.  Ég skora á fólk að lesa af gaumgæfni það bréf sem hér fylgir með, sem sent er sjávarútvegráðherra og öllum þingmönnum. Múgsefjun er alltaf hættulegt fyrirbæri, það sýndi sig hér fyrir fáum árum í sambandi við LÚKASAR-málið.         
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Skildu stjórnvöld ætla að drepa mig hægt og kvalafullt ?????

Ég þarf að taka lyf 6 sinnum á sólahring til að lifa og lýða þokkalega. Ég hef einungis skertan lífeyri til að lifa af. Ég á því enga peninga til að kaupa lyf upp á tugi þúsunda, sem ég hef haft frítt fram að þessu. Þess vegna skrifaði ég nýjum heilbrigðisráðherra meðfylgjandi bréf nú í kvöld og fer svo í ráðuneytið í fyrramálið að sækja svar.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Efnahagslífið verði tekið í gegn ????

Í Fréttablaðinu í dag, fimmtudaginn 9. maí 2013 er umfjöllun um svonefnda Samráðsnefnd sem komið var á fót af stjórnmálamönnum og forsætisráðuneytinu. Formaður þessa verkefnis Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, er áreiðanlega vel valin. Hins vegar vekur nokkra furðu að margfaldur áróðursmeistari fyrir því að útgerðin fái kvótann, Friðrik Már Baldursson, skuli hafa verið ráðinn verkefnisstjóri. Nema öll þessi skrautsýning séu umbúðir utan um endanlega afhendingu kvótans til útgerðanna. Af fyrstu tillögunum gæti maður svo sem ætlað að svo væri, en það kemur fram síðar.

Af  fyrstu tillögunum er ljóst að þeir sem stjórna framsetningu efnis frá hópnum, bera ekkert skynbrag á hvernig þarf að standa að efnahagslífi sjálfstæðs eyríkis sem lifa þarf sjálfbæru lífi af sveiflukenndum tekjustofnum. Hvergi er reynt að leggja mat á mánaðarlega eða árslega fjárþörf ríkissjóðs til að reka það þjónustusamfélag sem þjóðin getur orðið sammála um að sé nauðsynlegt að hafa. Er þá bæði átt við landsbyggðina sem sjálfbærar einingar, eftir landshlutum og síðan höfuðborgarsvæðið sem eina sjálfbæra einingu.  Þetta væri mikilvægasta undisrstaðan undir allt sem á eftir þessu kæmi.

Þegar framangreindar stærðareiningar væru ljósar, væri komið marktæk áætlun um heildarveltu þjóðfélagsins, það sem háskólamenn kalla "þjóðarframleiðslu".  Næsta skref væri að áætla árlega gjaldeyrisöflun þjóðarinnar og hve mikið af þeim gjaldeyri færi í innflutning erlendis frá, til reksturs þeirra fyrirtækja sem gjaldeyristeknanna afla.  Næst væri að áætla hve mikið af gjaldeyri fari í innflutning á nauðsynjavöru til viðunandi lífskjara.

Þegar þessar niðurstöður væru fengnar hefðu menn í höndunum nokkurn veginn þá nettóstöðu gjaldeyrisöflunar (tekjuöflunar) sem til ráðstöfunar væri til fjárfestinga og almennrar eyðslu.  Líkt og fjölskylda þarf að vera meðvituð um það svigrúm sem tekjuöflun heimilis gefur fjölskyldunni til annarrar eyðsu en nausynlegrar framfærslu, er einnig mikilvægt að almenningi sé ávalt ljós efnahagsleg staða þjóðarbúsins, svo forðast megi svo sem kostur er aðstæður sem kalla á verðbólgu og tilheyrandi gengisfellingar.

Þegar þessir þættir væru orðnir sæmilega ljósir, væri komið að því að setja ramma utan um fjármálastofnanir og verðbréfamarkaði.  Ekkert sjálfstætt þjóðfélag getur gengið áfallalaust nema hafa sterkan ríkisbanka sem annars vegar sé kjölfesta undirstöðuatvinnulífs þjóðarinnar og í gegnum þá stöðu veiti hann öðrum fjármálastofnunum nauðsynlegt aðhald svo eðlilegu fjárstreymi verði ekki raskað; það haldist eðlilegt til allra meginstoða þjóðlífsins, með tekjuöflunargreinarnar í merkjanlegum forgangi.

Næst á eftir bankastofnunum væri grundvallaratriði að setja skýran ramma um verðbréfaveltu og setja skýrar reglur um verðmætisaukningu slíkra skuldarviðurkenninga og hlutabréfa.  Verðbréfaumsýsla er sá þáttur heimsveltunnar sem hvað oftast hefur farið úr böndunum og valdið hruni efnahagskerfa víða um heim. Verðmætisaukning í þessum kerfum hefur alla tíð verið byggð á ímyndun, valdabaráttu og græðgi. Afar lítill hluti verðbréfaveltu heimsins hefur til langframa verið rekinn með yfirvegun og alvöruþunga, en þau dæmi er þó til sem betur fer, því annars væri þessi vettvangur hreinlega fjárhættuspil og einskonar lostafíkn.  Binda verður útgáfuheimild verðbréfa við eignfæranlegan rekstrarafgang fyrirtækja og verðmætisaukning verðbréfa ráðist eingöngu af 50% af eignfærðum rekstrarhagnaði, hin 50% færu í fjárfestingasjóð og til greiðslu arðs til eigenda.

Þegar búið væri að ná þokkalega skýrri mynd á þessa framangreindu þætti, væri komið að því að hugsa um þá innri þætti sem m.a. er fjallað um í tillögum Samráðshópsins, sem kynnt var í fjórum liðum í Fréttablaðinu. Ég vík síðar að þeim þáttum, hverjum fyrir sig, en enda þetta núna með athugasemdum við markmið samráðsvettvangsins sem er í þremur liðum:

MARKMIÐ SAMRÁÐSVETTVANGSINS

1. Meðalhagvöxtur nemi 3,5% á ári fram til ársins 2030 sem samsvarar 2,6% vexti á hvern íbúa. 

2.  Skuldahlutfall hins opinbera verði komin niður fyrir 60% af vergri landsframleiðslu fyrir 2030.

3.  Stöðugleiki náist í verðlagi og meðalverðbólga verði 2,5% til 2030.

Engin grein er gerð fyrir því út frá hvaða forsendum áætlum 1. liðar um Meðalhagvöxtur nemi 3,5% á ári er sett fram. Líklega er þar miðað við útfærslu Hagstofunnar sem hingað til hefur kallað hreina veltuaukningu sem hagvöxt, sama hvort sú veltuaukning hafi orðið af völdum náttúruhamfara eða annarra tjónvalda í þjóðarbúskapnum, eða veltuaukningin fengin með auknu lánsfé, jafnvel til beinnar eyðslu en ekki tekjuskapandi fjárfestinga. Sé þessi 3,5% veltuaukning þannig fengin, er fyrirsjáanlegt að slík aukning skilar ekki 2,6% aukningu til hvers íbúa.

2.  Skuldahlutfall hins opinbera verði komin niður fyrir 60% af vergri landsframleiðslu fyrir 2030. 

Það er vitlausara en tárum taki að fólk sem full ástæða er til að ætla að hafi þokkalega heilbrigða skynsemi, skuli tala um skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af landsframleiðslu.   Hvað er landsframleiðsla? Landsframleiðsla er mæling á ÖLLUM viðskiptum í landinu, sama hvaða nafni þau nefnast. Hver einast árekstur eykur landsframleiðsluna, hvert slys eykur landsframleiðsluna, hver eldsvoði eykur landsframleiðsluna, allar náttúruhamfarir auka landsframleiðsluna. Svona mætti lengi telja varðandi kostnaðarþætti, sem auka útgjöld okkar og gera okkur þar af leiðandi síður greiðslufær til greiðslu lánsfjár. Enginn greiðir af lánum með því fjármagni sem fer í kostnaði við að vera til.  Gosið í Eyjafjallajökli olli til dæmis mörgum milljörðum í auknum kostnaði fyrir okkur. Að áliti snillinganna sem ráða ferð í samráðshópnum gerði sá kostnaðarauki okkur stórum færðari um að vera greiðslufær fyrir hærra lánsfé. Landsframleiðslan jókst af völdum gossins, það jók færni okkar til að taka meira fjármagn að láni.

3.  Stöðugleiki náist í verðlagi og meðalverðbólga verði 2,5% til 2030.

Stöðugleiki ræðst fyrst og fremst af þeim þáttum sem að framan eru taldir upp. Stöðugleiki verður að nást í ímyndarheimi verðmætisaukninga á verðbréfamarkað. Stöðugleiki verður að nást í hringrás fjármagns um allar æðar þjóðlífsins og að enginn dragi til sín fjármagn sem honum er ekki ætlað, eða dragi það út úr hringrás fjármagnsins til að safna því í sjóð, utan samfélagsveltunnar, handa sjálfum sér. Stöðugleiki fæst einungis með yfirgripsmikilli þekkingu almennings á meginþáttum tekjuöflunar okkar og hvernig þeim tekjum er ráðstafað. Ógegnsæi og ósýnileiki geta aldrei skapað stöðugleika og enn hefur samráðshópurinn engar hugmyndir lagt fam um hvernig sá stöðugleiki sem þeir boða, verði laðaður fram.

Eins og ég gat um í upphafi, virðist flest benda til að þessi stöðugleikahópur hafi fyrst og fremst verið myndaður til að koma sjávarauðlindinni endanlega og varnalega í hendur útgerðarmanna. Það er eini markvissi punkturinn í fram komnum tillögum hópsins til þessa.  


Hvað þarf mikla peninga til reksturs þess samfélags sem við viljum hafa??

Það er í raun verulega grátlegt að heyra flesta sem tjá sig um efnahagsmál okkar leggja megináherslu á að afnema gjaldeyrishöt. Afnám gjaldeyrishafta þýðir í raun að ALLIR SEM VILJA, geta gengið frjálst í tekjur þjóðarinnar og eytt þeim eftir eigin geðþótta, án hugsunar um hvað þurfi mikið fé til að greiða fyrir þá samfélagsþjónustu sem við viljum hafa. Ungt fólk krefst námslána, félagslegra úrræða fyrir alkahólista og fíkla, og félagslegan stuðning við tómstundaiðkun, svo eitthvað sem talið.  Fjölskyldufólk vill betri menntun, betra heilbrigðiskerfi, fæðingarorlof, frelsi til að eiga viðskipti hvar sem er í heiminum, þegar því sjálfu hentar og geta þá gengið óhindrað í tekjusjóð þjóðrinnar og sótt sér gjadleyri.

Smækkum myndina niður í eitt heimili.  Allir sem tekna afla á heimilinu láta allar tekjur sínar í eina skál á eldhúsborðinu og í þessa skál geta allir íbúar heimilisins, og gestir þeirra, gengið og sótt sér þá peninga sem telja sig þurfa til að kaupa það sem þá langar í hverju sinni. Fjölskyldan er hvorki forsjál né samhent og hefur sýnt að hver hugsar eingöngu um sjálfan sig og enginn telur sig bera einhverjar skyldur gagnvart öðrum.

Eru líkur á að tekjur þessarar fjölskyldu dugi fyrir nauðsynlegum útgjöldum til viðbótar við eyðslu þeirra sem ganga um heimilið?

Það er einmitt af þessum framangreindu atriðum sem við hlustuðum á í þættinum Ísland í dag, að unga manninum sem veitti forstöðu heilbrigðistofnun Vestfjarða, datt ekki í hug að skerða greiðslur til fólks sem hafði líkamlegt heilbrigði til að taka á móti skammtíma mótlæti, heldur sá þann eina valkost til sparnaðar að ráðast að öldruðu fólki sem ekki hefur lengur orku til að berjast gegn því ranglæti sem yfir það gengur, og hefur gengið undanfarin ár.  Þetta gamla fólk er einmitt fólkið sem skapaði það velsældarsamfélag sem síðustu áratugi hefur verið að tapast vegna sjálfselsk, græðgi og algjört þekkingarleysi afkomenda þeirra, m. a. á skyldum samfélagsins ganvart þessu fólki.   Það vill flytja inn fjöldan allan af hljómsveitum, og öðrum skemmtikröftum, sem fara með mörgum sinnum 8 milljónir úr landi af tekjum okkar fyrir ímyndaða skemmtun hóps sem enga ábyrgð tekur á sig gagnvart afkomu þeirra sem gáfu þeim lífið.

Það er hægt að halda langa ræðu um sérhyggju fólks sem, þrátt fyrir langa skólagöngu og fjölda titla og gráða, meistaranáms, eða hvað eigi að kalla þá ímynduðu "menntun" sem margir telja sig hafa, eru algjörir ÓVITAR á því sviði að vita hvað þarf mikla peninga til að framfleyta þeirri samfélagsþjónustu sem flest þetta fólk krefst að fá í sinn hlut, af tekjum samfélagsins.

Lokaspurningin er þessi. > Hvað hefur fólk verið í mörgum kennslustundum í efri hluta grunnskóla og gagnfræðiskóla, þar sem kennd var mikilvægi tekjuöflunar og greiðslu fyrir sína eigin framfærslu? <  (Raunveruleg lífsleikni)

Hugsið um þetta og veltið svo fyrir ykkur hvaðan þekking á þessum mikilvægustu menntaþáttum mannlegs lífs hefði átt að koma inn í líf hvers ykkar. Kannski verðið þið þá ekki hissa þó búið sé að eyðileggja þá uppbyggingu sem gamla fólkið byggði upp, sem nú er látið mæta algjörum afgangi í fjárútlátum samfélagsins .


Máli vegna verðtryggingar vísað frá dómi

Þá stöndum við frammi fyrir þeirri staðreynd sem ég óttaðist að yrði niðurstaðan. Ég hefði óþægilega tilfinningu fyrir þeim forsendum sem lagðar voru til grundvallar málinu.        
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Skýrsla um greiðsluvanda frá árinu 1991

Þar sem ég tel orðið útséð að ég fái ekki að kynna sjónarmið mín í fjölmiðlum, set ég hérna inn skýrslu sem ég tók saman í árslok 1991 og sendi stjórnvöldum og alþingismönnum.  Það merkilega er að efni skýrslunnar er nánast eins og hún hefði verið skrifuð í gær.        
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Alvarlegt Mannréttindabrot

Nú er einungis tæp vika þar til rennur út frestur til að leggja fyrir Yfirkjörstjórnir framboð til Alþingiskosninga sem fram fara 27. apríl n.k. Í meðfylgjandi afriti af bréfi sem mér barst í þríriti, fyrst með tölvupósti, sama kvöld sent heim með stefnuvotti og svo daginn eftir í venjulegum pósti, eru aumkunnarverðir útúrsnúningar varðandi erindi mitt.  Einnig læt ég hér fylgja afrit af svari mínu til Yfirkjörstjórnar.  Nú þarf ég að taka endanlega ákvörðun um hvort ég fylgi þessu framboði eftir til enda og tilnefna þá tvo varamenn, því samkvæmt kosningalögum verða að vera minnst 3 á lista.  Ég er reyndar ekkert farinn að leita fyrir mér með þessa varamenn en látum sjá hvað setur.  Vildi bara leyfa ykkur að lesa þennan skollaleik sem lögfræðimentaðir menn leika, þegar  þeir eiga engin lögleg svör
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband