Færsluflokkur: Dægurmál
6.7.2009 | 18:01
Markaðsstemming við höfnina
Það svæði sem þarna er rætt um er afar óhentugt fyrir svona markað. Þarna er afar þröngt; afar lítið um bílastæði og töluverð umferð þeirra sem reka þarna starfsemi og þeirra sem eiga erindi á Ægisgarð eða á Grófarbryggjur.
Svona markaður ætti betur heima t. d. á Miðbakkanum, þar sem tívolíið var hér áður fyrr. Þar er rýmra um fyrir streymi fólks auk þess sem auðveldara er fyrir fólk að losa sig við bíla sína, án verulegrar truflunar fyrir aðra starfsemi.
Hugmyndin er góð, en hún er staðsett á algjörlega vonlausum stað. Þar sem hún er hugsuð, gæti aldrei orðið friður um hana, vegna þess hve svona starfsemi mundi raska aðkomu að verbúðunum þarna, og annarri starfsemi á svæðinu.
![]() |
Markaðsstemning við höfnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2009 | 18:10
Það hlaupa greinilega fleiri á sig en Davíð.
Ég velti fyrir mér hvort það geti verið, að eftir öll þessi ár á Alþingi, sé Steingrími J. enn ókunnugt um hvaða aðili það er sem skuldbundið geti ríkissjóð til fjárútláta? Óneitanlega benda tilsvör hans til slíks, eða þá að hann telji þjóðina það heimska að hún viti ekki hver ákveður fjárútlát.
Innan gæsalappa, er eftirfarandi haft eftir Steingrími í þessari frétt:
Það er fyrst og fremst með vísan til þess í hvaða farveg málið var sett af hálfu fyrrverandi ríkisstjórnar með bréfum frá íslenskum ráðaneytum, með yfirlýsingu fyrrverandi forsætisráðherra, með undirritun minnisblaða og samstarfyfirlýsinga. Og þar á meðal er samstarfyfirlýsing við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í nóvember 2008 sem Davíð Oddsson seðlabankastjóri undirritar sem annar af tveimur fulltrúum íslenskra stjórnvalda.
Bréf frá íslenskum ráðaneytum skuldbinda ekki ríkissjóð.
-- yfirlýsingu fyrrverandi forsætisráðherra skuldbindur ekki ríkissjóð.
-- undirritun minnisblaða og samstarfyfirlýsinga skuldbindur ekki ríkissjóð.
-- samstarfyfirlýsing við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í nóvember 2008 sem Davíð Oddsson seðlabankastjóri undirritar sem annar af tveimur fulltrúum íslenskra stjórnvalda. skuldbindur ekki ríkissjóð til fjárútláta.
Einungis bein samþykkt Alþingis á því að ríkissjóður Íslands beri bótaábyrgð gagnvart einhverjum kröfum eða áhættuþáttum, geta talist skuldbindandi fyrir ríkissjóð.
Getur það verið að Steingrímur viti þetta ekki, eftir öll þessi ár á Alþingi?
Sé það svo, er varla von að vel fari fyrir þjóðinni, með svo litla þekkingu í svo mikilvægu embætti.
![]() |
Ósvífin og ódýr afgreiðsla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.7.2009 | 17:29
Eru allir að verða á valdi taugaveiklunar
Það vita allir sem tekist hafa á við lífshættulegar aðstæður, að eina vonin til að komast lifandi frá slíku, er að forðast taugaveiklun og æsing. Greinilega hefur þessi hópur í Hollandi engan í sínum röðum sem gæti stýrt fari þeirra heilu í höfn, gegnum hafrót með mörgum straumröstum. Það vantar allt vit í þessi áform þeirra, svo varla þarf að óttast málshöfðun sem byggð er á slíku rugli.
Í fyrsta lagi voru Hollendingar á engan hátt þvingaðir til að leggja fjármuni sína inn á þessa reikninga, hjá erlendu bankaútibúi, sem hvorki seðlabanki né fjármálaeftirlit Hollands gáfu neina traustsyfirlýsingu. Engin Íslensk ríkisábyrgð var á starfsemi Landsbankans, eða neinna annarra íslenskra banka, hvorki á Íslandi eða í öðrum löndum. Landsbankinn bauð því Hollendingum áhættu, í hæsta áhættuflokki, sem þeir stukku á í von um aðeins meiri gróða en var hjá Hollenskum bönkum. Áhættan var öll þeirra megin. Ríkissjóður hefur ALDREI átt neina löglega aðkomu að þessum IceSave málum, og á ekki enn.
Vilji Hollendingar reyna dómstólaleiðina, þurfa þeir að byrja á því að stefna Gamla Landsbankanum fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur, því þar er varnarþing hans. Náist enginn árangur út úr því, þurfa þeir næst að stefna Tryggingasjóði innistæðueigenda, sem er sjálfstæð stofnun og ríkissjóði með öllu óviðkomandi.
Nái þeir engum árangri þar, er næsta leið þeirra að stefna löggjafastofnun Evrópusambandsins, því tryggingakerfi innistæðueigenda hjá lánastofnunum er byggt á löggjöf frá þeirri stofnun.
Komi í ljós að lánastofnanir okkar, hafi brotið reglur um uppsöfnun fjár í tryggingasjóði innistæðueigenda, gæti ESB höfðað mál gegn þeim bönkum sem brotið hefðu reglurnar.
Kæmi í ljós að engar reglur hefðu verið brotnar, væru þessi tjón utan bótaskylds ferlis. Sem sagt, að fullu á ábyrgð hvers þess sem tæki þátt í þeim leik sem þarna var boðið upp í.
IceSave var í raun og veru LOTTÓ, þar sem engar reglur voru fyrir hendi um útdrátt vinninga. Ríkissjóður Íslands hefur aldrei verið lögformlegur aðili að þessu IceSave máli og ráðherrar ríkisstjórnarinnar utan alla lögformlegra heimilda til afskipta af því, frá upphafi.
![]() |
Undirbúa lögsókn gegn Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.7.2009 | 12:53
Svikamyllan afhjúpuð
Það er gott að þessi svikamylla skuli afhjúpast svona. Þegar ég var að benda á útþennslu Kaupþings, var ég bara sagður ruglaður. Því miður upplýsast ekki öll svik á jafn áberandi hátt og þessi, en með því að hafa nauðsynlega aðgát á undirstöðum þjóðfélagsins, koma svikin oftast áberandi í ljós, nokkrum mánuðum eða árum eftir að þau voru gerð.
Ég vil taka fram, að ég tel einstakir starfsmenn Kaupþings, sem skráðir voru fyrir þessum hlutafjárkaupum með lánsfé frá Kaupþingi, hafi ekki verið sér meðvitaðir um hvaða svikamyllu þeir voru að hjálpa til að setja af stað. Þeir heilluðust greinileg af miklum arðgreiðslum, sem þeir fengu af þessum hlutabréfum. Leikmyndin sem sett var upp fyrir þá, var áreiðanlega á þann veg að arðgreislurnar myndu gera meira en borga lánin, þannig að þeir væri bara að græða á þessu.
En hvernig gerast svona hlutir og hvar fékk Kaupþing allt þetta fé sem skráð var sem útlán, en notað til kaupa á hlutafé í bankanum sjálfum? Það er einfallt að segja það. Til svona verka þarf EKKERT FJÁRMAGN.
Aðferðin er sú, að bankinn lánar út af eiginfjárstöðu sinni. Sama dag eru skráð kaup á hlutafé upp á sömu fjárhæð. Sú aukning á hlutafé skráist inn sem nýtt hlutafé, og kemur fram sem hækkun á eiginfjárstöðu bankans; sem aftur gerir hann verðmætari á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar.
Þar sem bankinn þurfti ekki að taka nein utanaðkomandi lán, til að lánveitinga til starfsmanna, til hlutafjárkaupa í bankanum sjálfum, varð talnaleg viðskiptastaða bankans betri. Hún sýndi aukna eiginfjárstöðu, án þess að skuldir eða kostnaður hefðu aukist á móti. Bókfærslulega séð þýddi það hagnaður af rekstri. Stjórn bankans skildi greinilega ekki hvernig þessi svikamylla var búin til. Hún samþykkti hagnaðarniðurstöðuna og ákvað að greiða arð í samræmi við það.
Það er afar ólíklegt að ég hafi verið einn um að sjá þessa svikamyllu, en það eitt er nú orðið víst að ég var einn um að vekja athygli á henni, og talinn vitlaus fyrir bragðið. Ég held að ég þurfi ekkert að skammast mín fyrir mitt vit, en það eru margir í þessu þjóðfélagi sem ættu að biðjast afsökunar, í stað þess að vera með stórar yfirlýsingar um þjóðfélagsmál.
![]() |
22 fengu 23,5 milljarða að láni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.7.2009 | 22:39
Af hverju skrökvar Jóhanna?
Er það kannski vegna þess að hún sé hrædd við að horfast í augu við raunveruleikann?
Raunveruleikinn er nefnilega sá að það þau vandamál sem Framsóknarflokkurinn skapaði væri þjóðinni afar létt að leysa fram úr, því það voru svo fá hundruð milljarða.
Það var hins vegar fyrst eftir að Samfylkingin kom í stjórn með Sjálfstæðisflokknum sem hinn raunverulegi vandi varð til.
Við upphaf samstjórnar þessara flokka, voru erlendar skuldir þjóðarinnar rúmir 6.000 milljarðar (og þá orðnar allt of miklar). Þessar skuldir hækkuðu hins vegar á 18 mánaða stjórnartíð Samfylkingarinnar upp í rúmar 13.000 milljarða.
Samfylkingin tvöfaldaði því hinar erlendu skuldir þjóðarinnar. Og það var í stjórnartíð Samfylkingarinnar sem öllum aðvörunum, í hvaða formi sem þær voru, var stungið undir stól, og túrað með útrásarvíkingunum til þess að blekkja fjármálamenn um víða veröld.
Var það ekki líka í stjórnartíð Samfylkingarinnar sem IceSave reikningarnir voru heimilaðir, bæði í Bretlandi og Hollandi?
Mér sýnist því Samfylkingin eiga stærstan þáttinn í óförum okkar og stærsti flórinn sé eftir þann flokk.
![]() |
Erum að moka þennan framsóknarflór |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.7.2009 | 12:22
Undarlega lítið upplýsandi frétt
Engin leið er að lesa, út úr þessari frétt á Mbl.is, heildarmynd hagsmuna þjóðfélags okkar af framleiðslu málma hér á landi. Ekki kemur fram heildarverðmæti útfluttra málma og því síður að fram komi hve mikið af þessu heildarverðmæti skilar sér sem gjaldeyristekjur til þjóðfélagsins.
Fyrir skömmu kom fram í fjölmiðlum, í sambandi við skoðun Seðlabanka á gjaldeyrisskilum útflutningsgreina, að vegna mikils erlends kostnaðar málmframleiðslufyrirtækjanna, væru þau með undanþágu frá fullum skilum gjaldeyris. Í þeirri frétt kom fram að hinn erlendi kostnaður þessara fyrirtækja væri u.þ.b. 80% af sölutekjum þeirra. Í ljósi þessa eru það einungis 20% sölutekna þeirra sem koma til landsins sem gjaldeyristekjur.
Þegar litið er á hinar tilvitnuðu tölur Hagstofunnar um tekjur af útflutningi, kemur í ljós að flutt voru út 875 þúsund tonn af málmum, að verðmæti 196,547 milljarðar króna. Sé þessu skipt í samræmi við það skilahlutfall gjaldeyris sem fram kom í frétt um skoðun Seðlabankans, eru gjaldeyristekjur til þjóðfélagsins aðeins 20% af þessu söluverðmæti, eða kr. 39,309 milljarðar.
Í fréttinni er sagt að: Heildarverðmæti seldra framleiðsluvara árið 2008 var 545 milljarðar króna. Reyndar er talan hjá Hagstofunni 545,464 milljarðar og inn í heildartölu útflutnings vantar verðmæti vegna sölu á 18,8 milljónum lítra af bjór og öðru öli, og 62,160 milljónum lítra af vatni. Hvaða verðmæti er í þessum útflutningsvörum eru enn ekki ljós, en hækka væntanlega nokkuð tölu útflutningstekna. En á móti kemur að inn í uppgefnum útflutningstekjum er 157,238 milljarðar vegna sölu málma; tekjur sem aldrei koma inn í veltutölur þjóðfélags okkar, þar sem þar er um að ræða erlendan kostnað álfyrirtækjanna. Rétt færðar gjaldeyristekjur þjóðarinnar á árinu 2008 gætu því verið 388,226 milljarðar, plús þau verðmæti sem koma út úr útflutningi á vatni og bjór.
Það er afar mikilvægt að fjölmiðlar fari að átta sig á mikilvægi þess að setja fram sem gleggstar og réttastar fréttir af efnahagsmálum, því við erum illa stödd ef almenningur fær fulla vantrú á upplýsingagildi frétta í fjölmiðlum.
![]() |
Mikil aukning í framleiðslu málma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hér er fyrirsögnin stór orð, en eiga fullan rétt á sér. Hvers vegna?
1. Icesave reikningarnir eru eign gamla Landsbankans sem er sjálfstætt hlutafélag. Alþingi hefur ekki ENN staðfest yfirtöku ríkisins á þeim banka, en Fjármálaeftirlitið hefur í krafti svonefndra neyðarlaga, nr. 125/2008, skipað bankanum skilanefnd, sem fari með öll völd stjórnar og hluthafafundar í bankanum, vegna þrotauppgjörs hans. Gamli Landsbankinn er því EKKI EIGN RÍKISINS, og skuldbindingar hans ríkinu algjörlega óviðkomandi.
2. Ríkissjóður er EKKI ÁBYRGUR FYRIR INNISTÆÐUTRYGGINGASJÓÐI, því samkvæmt lögum um þann sjóð, nr. 98/1999 er sá sjóður sjálfstæð stofnun, með eigin fjárhag og sjálfstæða stjórn OG HVERGI Í LÖGUNUM NEFND ÁBYRGÐ RÍKISSJÓÐS Á AÐ FJÁRMAGNA SJÓÐINN AÐ NEINU LEITI.
Hvað segir um þetta í lögum um innistæðutryggingar? Í 2. gr. segir svo:
Með tryggingar samkvæmt lögum þessum fer sérstök stofnun er nefnist Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta, hér eftir nefndur sjóðurinn. Sjóðurinn er sjálfseignarstofnun og starfar í tveimur sjálfstæðum deildum með aðskilinn fjárhag og reikningshald, innstæðudeild og verðbréfadeild, sbr. þó ákvæði 12. gr.
Í 3. grein segir svo um þá sem eiga aðild að sjóðnum:
Viðskiptabankar, sparisjóðir, fyrirtæki í verðbréfaþjónustu og aðrir sem nýta sér heimildir laga til að stunda viðskipti með verðbréf í samræmi við lög um verðbréfaviðskipti, sem hafa staðfestu hér á landi, skulu eiga aðild að sjóðnum. [Hið sama gildir um útibú þessara aðila á Evrópska efnahagssvæðinu, í aðildarríkjum stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu og í Færeyjum.]1) Þessi fyrirtæki, hér eftir nefnd aðildarfyrirtæki, bera ekki ábyrgð á skuldbindingum hans umfram lögbundin framlög til sjóðsins, sbr. ákvæði 6. og 7. gr. Fjármálaeftirlitið skal halda sérstaka skrá um aðildarfyrirtæki.
Þar sem feitletrun eða öðrum áherslum er beitt í tilvitnuðum lagatextum, er það verk höfunar þessa pistils.
Eins og sjá má hér að ofan, er EKKI gert ráð fyrir eignaraðild ríkissjóðs að þeirri sjálfseignarstofnun, sem Tryggingarsjóður innstæðueigenda er. Þó er gert ráð fyrir að viðskiptaráðherra skipi 2 af 6 stjórnarmönnum, vegna eftirlitshlutverks síns með starfsemi fjármálafyrirtækja.
Komi til það hárrar greiðslu úr sjóðnum að eignir hans dugi ekki fyrir kröfum, segir svo í 2. málsgr. 10. gr. laganna um hvað gera skuli. Þar segir:
Hrökkvi eignir sjóðsins ekki til og stjórn hans telur til þess brýna ástæðu er henni heimilt að taka lán til að greiða kröfuhöfum.
Í 3. málsgr. 10. gr. er kveðið á um réttarstöðu þeirra krafna sem Tryggingasjóður innistæðna borgar. Þar segir svo:
Komi til greiðslu úr sjóðnum yfirtekur hann kröfu kröfuhafa á hendur hlutaðeigandi aðildarfyrirtæki eða þrotabúi. [Krafa sjóðsins nýtur rétthæðar í samræmi við 1. mgr. 112. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. við gjaldþrotaskipti, en ella er hún aðfararhæf án undangengins dóms eða sáttar.]1)
Eins og hér hefur verið rakið er það Tryggingarsjóður innstæðueigenda sem sjálfstæð sjálfseignastofnun, sem er í ábyrgðum fyrir innistæðum í bönkum og sparisjóðum. Hvergi er minnst á ábyrgð að skyldur ríkissjóðs vegna krafna um endurgreiðslu innistæðna. Það er því afar greinilega alvarlegur misskilningur hjá ráðamönnum þjóðarinnar að ríkissjóður sé í forgrunni ábyrgðar fyrir greiðslum innistæðna hinna hrundu banka.
Auk þess má benda á að bæði Bretar og Hollendingar hafa allan tímann haldið rangt á réttarstöðu sinni, því ENN eru eir ekki farnir að gera kröfu á hendur sínum eiginlega kröfuaðila, sem er hlutafélag Landsbankans. Í framhaldi af því hefðu þeir geta gert kröfu á Tryggingarsjóður innstæðueigenda en hvorki er réttarfarsleg eða siðferðisleg réttarstaða þeirra að gera opinberar þvingunarkröfur á hendur ríkissjóði Íslands vegna innistæðna í Landsbankanum.
Ef þingmenn þjóðarinnar ætla að samþykkja hinn fyrirliggjandi þvingunarsamning vegna Icesave reikninganna, er það tvímælalaust afar gróf landráð, þar sem EGNGAR lögfræðilegar forsendur eru fyrir kröfugerð á hendur ríkissjóði Íslands, vegna starfsemi hlutafélags Landsbankans.
![]() |
Tortryggni í samfélaginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.6.2009 | 13:49
Tæplega von mikils áhuga erlendra aðila á að reka banka hér.
Það væri nánast óskiljanlegt ef erlendir aðilar sýndu því raunverulegan áhuga að hefja bankastarfsemi hér. Innanlandsmarkaður er afar lítill og viðskiptasiðferðið það lægsta sem þekkist í því sem kallast siðuð samfélög.
Núverandi bankakerfi er alltof stórt fyrir þá tekjusköpun sem þjóðfélagið hefur upp á að bjóða. Erlendar skuldir þjóðarinnar gleipa alla greiðslugetu hennar næstu áratugina, svo veltuaukning viðskiptaumhverfisins verður afar lítil á því tímabili. Útlánum til tekjuskapandi stórframkvæmda gætu þessir erlendu bankar tekið þátt í, án rekstrarkostnaðar hér á landi.
Varla er við því að búast að erlendur banki setji hér upp starfsstöð eða útibú, til þess að stunda meirihluta viðskipta sinna á erlendri grundu. Slíkan kjánaskap væri einungis hægt að ætla Íslenskum "sérfræðingum" í fjármálum.
![]() |
Bankar einkavæddir innan 5 ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.6.2009 | 11:54
Eiður eins og nátttröll í upplýstu nútímasamfélagi
Þessi grein hans Eiðs er afar skýrt dæmi um hina pólitísku "þöggunaráráttu" sem einkennt hefur umræður - undanfarna áratugi - er lúta að opinberri stjórnsýslu hér á landi. Skilaboðin eru þessi. - Á æðstu stöðum í stjórnsýslu okkar er litið svo á að þú hafir rangt fyrir þér. Ef þú reynir að bera hönd fyrir höfuð þér, eða tjá opinberlega þessar skoðanir þínar, mun það hafa afleiðingar fyrir þig í framtíðinni. -
Þetta eru í raun meginatriðin sem felast í þessari grein Eiðs. Raunveruleg efnisatriði, eins og ágætlega eru rakin í innslagi Ómars Geirssonar, við þessa grein, eru hreint aukaatriði, því það er fyrst og fremst hin pólitíska "þöggun" sem lesast á út úr greininni.
Á svipaðan hátt og gerð var tilraun til að þagga niður í gagnrýni Evu Joly, á grundvelli þess að hún mætti ekki tjá sig um heilstæða efnisþætti svikamála, af því að hún væri að rannsaka bankahrunið, reynir Eiður að telja þjóðinni trú um að óeðlilegt sé að hæstaréttardómari tjái sig á þann veg sem Jón Steinar gerði.
Jón Steinar fjallaði EKKERT um efnisatriði deilumálsins. Hann skýrði einungis ferliþátt til úrlausnar deilumáli og að kröfur Hollendinga og Breta sneru að ÍSLENSKU HLUTAFÉLAGI, en ekki að íslenska ríkinu.
Rétta leiðin í þessu Icesave máli er sú, að fyrst tæmi Bretland og Holland réttarfarsúrræði sín gagnvart því hlutafélagi sem þeir telja að þeir eigi kröfur á - ásamt stjórn þess og stjórnendum -. Að þeirri réttarúrlausn lokinni, kemur fyrst til álita hvort hugsanlega sé til staðar ábyrgðarkrafa á hendur ríkissjóði Íslands, en ekki fyrr en að tæmdri innheimtuaðför að viðkomandi hlutafélagi, stjórn þess og stjórnendum.
Ég ætla ekki að elta frekar óvitaskapinn sem fram kemur í grein Eiðs. Hann verður að eiga það við sjálfan sig hvaða mynd hann vill láta lifa með þjóðinni um þekkingu sína og dómgreind.
![]() |
Eiður: Dómstóllinn ekki til |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2009 | 14:21
Gleggsta dæmið um að stjórnvöld hafa ekki heildarsýn á stöðuna og finna þess vegna ekki leiðina til viðhalds atvinnulífinu
Í ljósi þessara frétta virðist sem stjórnvöld hvorki skilji né hafi yfirsýn yfir það sem gerðist hér við bankahrunið. Það var ekki bara það að bankarnir hefðu skuldsett sig, með skammtímalánum, út fyrir öll mörk greiðslugetu. Heldur lánuðu þeir þessa fjármuni út frá sér af yfirþyrmandi ábyrgðarleysi og barnaskap, svo lítillar endurgreiðslu útlána var að vænta.
Hinn þáttur þess sem gerðist; og sá þáttur sem nánast EKKERT hefur verið ræddur, var uppþurkun bankanna á meginþorra þess fjármagns sem þarf að vera í gangi í þjóðfélagi okkar, svo eðlilegt efnahagslíf geti þrifist. Svo fyrirtæki, stofnanir og heimilin hafi eðlilegt rekstrarfé til að drífa þjóðfélagið áfram.
Þessi þáttur lagast ekki með upptöku nýrrar myntar, inngöngu í ESB, eða auknum erlendum lántökum. Við þessum vanda hefði þurft að bregðast STRAX s.l. haust, með því að frysta allar eigur eigenda og stjórnenda bankanna og frysta allar eignatilfærslur sem áttu sér stað, vegna tilfærslu fjármuna í gegnum bankana, síðustu þrjá mánuði fyrir hrun bankanna. Með þeim hætti hefði verið hægt að ná tangarhaldi á megninu af því fé sem virðist hafa verið rænt frá þjóðinni, og erlendir kröfuhafar fengið meira til baka af sínum útlánum en nú virðist verða raunin.
Eina raunhæfa leið þjóðarinnar út úr því öngþveiti sem hún er nú stödd í, er að taka ákvörðun um að auka peningamagn í umferð um 500 til 800 milljarða (tilað byrja með) og binda þetta fé notkun til aukningar á innlendu fjárstreymi, með því að tilkynna EES og ESB að vegna efnahagshruns verði stöðvað um ótiltekinn tíma, frjálst flæði fjármagns milli landa, þar til þjóðin hafi náð enduruppbyggingu gjaldeyrisskapandi atvinnustarfsemi, sem geri meira en að standa undir býnustu nauðþurftum þjóðarinnar.
Þessi aðferðarfræði mundi kalla á nokkurra ára handstýringu peningamála. En ef við ætlum að byggja grunnfjárþörf eðlilegs efnahagslkífs þjóðarinnar á erlendum lántökum, til öflunar eðlilegs rekstrarfjár fyrir atvinnulíf og heimili, erum við að tala um verulegar þrengingar og fátækt í landinu í hart nær 40 ár. Því miður virðist mér þekkingarleysi stjórnamálamanna og helstu "svokallaðra fræðimanna" stefna þjóðinni í síðarnefnda kostinn.
![]() |
Hætt við öll útboð í vegagerð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur