14.10.2008 | 23:59
Það eru margar aðvaranir undir stólnum
Á undanförnum árum hafa margar aðvaranir verið látnar í ljós, bæði af Alþjóða gjaldeyrissjóðnum Alþjóðabankanum og fleiri aðilum. Þessir aðilar voru utan hlustunar, því þeir voru ekki að tala um hve góð stjórnun væri á fjármálum okkar.
Greinilega þarf þjóðin að slaka verulega á streitunni, því spenna og æðibunugangur veldur yfirleitt heyrnarleysi á þætti sem gætu minnkað spennuna og skapað betra mannlíf. Það er hins vegar ekki það vinsælasta hjá þeim öflum sem þrífast best á því að almúginn sé yfirspenntur og æði áfram í óyfirvegaðri neyslu.
![]() |
Bankaskýrsla undir stól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2008 | 17:19
Með markvissu átaki má forða óþarfa niðurbroti heimila
Mikill fjöldi heimila eru verulega skuldsett í ýmiskonar lánum sem eru ekkert tengd fjárfestingu í íbúðarhúsnæði. Iðulegast er það þannig, að þeim hlutum eða verðmætum, sem fengin eru út á slík lán, er sjaldnast hægt að skila. Sala slíkra hluta eða verðmæta er sjaldnast fyrir hendi, nema fyrir lítið brot af því verðmæti sem keypt var fyrir. Iðulegast eru slíkar lán til 3ja, 5, eða 7, ára.
Oftast eru það þessar skuldir sem verða ókleifi hjallinn sem veldur vanskilaferli, því í þessum skuldum er yfirleitt tekin áhætta að ystu mörkum þess mögulega. Minnkun tekna, aukin útgjöld eða önnur óvænt inngrip í hið yfirspennta umhverfi verður iðulega til þess að ekki verður hægt að greiða allar mánaðarlegar afborganir og nýr útgjaldaliður bætist við, sem er dráttarvextir og vanskilakostnaður.
Mikilvægast er, að þeir sem finna greiðslubirgði af lánsfé vera að sliga fjölskylduna, leiti strax leiða til að forðast dráttarvexti og vanskilakostnað, því slíkt er tvímælalaust oftast upphafið að endalokunum; einungis spurning um tíma.
EN, hvað er til ráða?
Mikilvægast er að fara strax í gegnum heimilisútgjöldin og strika út alla ónauðsynlega eyðslu peninga. Ekki er þar með verið að tala um einhvert sultarlíf, en samt gæta verulegrar hagkvæmni, því átakið gæti staðið jafn lengi og stysta lánið er að greiðast upp.
Dugi þetta ekki til, er mikilvægt að taka saman skrá yfir ALLAR afborganir eða aðrar greiðslur af lánsfé, og leggja saman heildar greiðslubirgðina. Þegar það liggur fyrir, ásamt nauðsynlegum útgjöldum heimilisins, er hægt að sjá hvað greiðslurnar eru mikið hærri en þær tekjur (útborguð laun) sem inn á heimilið koma. Með þá niðurstöðu í höndunum er t. d. hægt að nota reiknivél Íbúðalánasjóðs, til útreiknings á afborgunum lána, til að reikna út möguleikana til lækkunar á greiðslubirgði, lengingu lánstímans. Munið bara að setja inn áætlaða verðbólgu fyrir tímabilið sem útreikningurinn nær yfir.
Möguleikarnir sem skapast með slíku, er að sjá hvort hægt er að komast hjá vanskilum með því að lengja lánin eða fá lækkaða vexti. Mikilvægt er að átta sig á að það er ekki síður mikilvægt fyrir lánveitandann að vita strax af því ef greiðsluvandi er að skapast, því sveigjanleikinn er mestur áður en vanskil greiðanda fara að skapa lánveitandanum vanda í hans greiðsluumhverfi.
Ef staðan er svo slæm að ekki er hægt að ná viðunandi árangri með lengingu láns, eða vaxtalækkun, er einungis ein leið eftir, sem kallast "óformlegir nauðasamningar". Slíka tilraun þarf ævinlega að fá einhver utanaðkomandi til að framkvæma, því ef skuldarinn reynir slíkt sjálfur, munu skuldareigendur þvæla honum í tilslakanir sem skilar óásættanlegri niðurstöðu, þannig að greiðslubirgði lækkar ekki nóg til að skuldari geti staðið í skilum.
Þó erfiðleikar séu framundan, er mikilvægast að gefast ekki upp. Þeir sem sigra erfiðleikana uppskera birtuna, gleðina og hamingjuna sem fylgir tilfinningunni um að hafa sigrað. Þið sjáið þessa orku í íþróttafólkinu sem sigrar í keppni. Sú tilfinning er eftirsóknarverð, til viðbótar við tilfinningu frelsis, að vera ekki með kvöð um að vinna eitthvað X mikið fyrir afborgunum af lánsfé, sem ekki var brýn nauðsyn að taka.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2008 | 10:55
Er ESB næsti sýndarveruleiki sem við tökum kollsteypu í ???
Á undanförnum áratugum hef ég oft oðað það svo, að við Íselndingar séu einkennilega háðir því að lifa einlægt í einskonar "sýndarveruleika".
Á ég þar við einskonar múgsefjun sem einlægt verður að einskonar þráhyggju, sem fram til þessa hefur, í raunveruleikanum, ævinlega reynst allt annað en sá sýndarveruleiki sem boðaður var, og blessaður í hástert.
Það vekur óþægilegar spurningar um raunveruleikaskyn þeirra sem enn sjá framtíðarljós Íslands einungis loga glatt, sé því stjórnað frá Brussel. Nú síðustu daga höfum við áþreifanlega orðið vör við ósamstöðu stærstu og sterkustu ríkja ESB, þegar þau gátu ekki orðið samstíga í vörnum gegn fjármálakreppunni, heldur fóru hvert sína leið, eins og ESB væri ekki til.
Vitað er, að ESB er í botnlausu skuldafeni og það hefur ekki geta fengið endurskoðaða ársreikninga sína í mörg ár (nálgast áratuginn). Í því efnahagsástandi sem öflugustu ríki ESB eru að fást við núna, er afar ólíklegt að þau finni sig aflögufær, til aukins stuðnigs við fjármálastöðu ESB, hvað þá til að auka útgjöld vegna reksturs samsteypunnar.
Í þeirri stöðu sem fjármál hins þróaða heims eru nú, þar sem ríkissjóðir flestra landa þurfa að leggja fram ævintýralegar fjárhæðir til að bjarga bankakerfum sinna landa, er afar ólíklegt að þessar ríkisstjórnir verði nú (fyrst það hefur ekki verið samþykkt á undanförnum árum) tilbúnar til að veita ESB samsteypunni auknar ábyrgðir vegna langtímalána, til lækkunar þeirra óreiðuskulda, sem greinilega eru að hindra endurskoðendur í að skrifa upp á ársreikningana.
Ég minnist þess ekki, að hafa heyrt fréttir frá hinu eftirsótta hringborði ESB ríkjanna, að þaðan komi einhverjar niðurstöður sem eigi upptök sín hjá fulltrúum hinna smærri ríkja Evrópu, þó þau séu umtalsvert margfeldi þjóðar okkar; auk þess að vera á meginlandi Evrópu en ekki lítið eyland, í mörg hundruð mílna fjarlægð frá meginlandinu.
Ég vil síður en svo gera lítið úr þeim sem horfa á heimsmynd komandi áratuga, í gegnum hin lítt gegnsæju ESB gleraugu. En mér finnst óþægilega lík röksemdafærsla þeirra, þeim röksemdafærslum sem settar voru fram fyrir þeirri miklu útþennslu bankakerfisins, sem uppi voru fyrir fáeinum árum.
Í ljósi alls þessa, og miklu fleiri alvarlegra atriða, spyr ég hvort íslenska þjóðin sé reiðubúin að stiga sér í enn einn drullupollinn, þar sem þeir verði að öllum líkindum meðhöndlaðir með sömu hugmyndafræðinni og lýst er í sögunni um naglasúpuna góðu.
![]() |
Innganga í ESB eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 14. október 2008
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 166181
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
alla
-
framtid
-
mammzan
-
hallgrimurg
-
huldumenn
-
jaxlinn
-
johanneliasson
-
maggij
-
photo
-
haukurn
-
runar-karvel
-
sigrunsigur
-
skodunmin
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
athb
-
thjodarsalin
-
seiken
-
skinogskurir
-
bjarkitryggva
-
bjarnimax
-
brahim
-
gattin
-
einarhardarson
-
einarorneinars
-
bofs
-
dramb
-
haddi9001
-
heimssyn
-
tofraljos
-
don
-
hordurvald
-
fun
-
visaskvisa
-
huxa
-
jonasphreinsson
-
jonl
-
jobbi1
-
jonvalurjensson
-
jonthorolafsson
-
josefsmari
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kolbrunerin
-
kristbjorg
-
liu
-
skrafarinn
-
maggiraggi
-
markusth
-
os
-
raksig
-
rosaadalsteinsdottir
-
fullvalda
-
siggileelewis
-
duddi9
-
siggith
-
saemi7
-
tryggvigunnarhansen
-
vga
-
thjodarheidur