19.11.2010 | 10:47
Skynsamleg afstaða hjá Marinó
Ég verð að segja að ég skil vel þessa afstöðu Marinós í ljósi þess hvernig fjölmiðlar hér á landi hafa iðulega haldið á málefnum þeirra sem gagnrýna stjórnvöld og lánastofnanir. Ég þekki þessa aðferðarfræði mjög vel, því henni var beitt gegn mér árið 1991, þegar ég var að berjast fyrir réttarstöðu fólks í fjárhagserfiðleikum.
Gerð var dauðaleit að skuldum eða misferlismálum, en höfðu ekki erindi sem erfiði. Þá var skrifuð um mig ófræingargrein í eitt af sorpritum landsins, sem tekin var til umfjöllunar í öllum fjölmiðlum, en mér varnað heimildar til að svara fyrir mig. Viku síðar sendi lögmaður hér í borginni kærðu til Ríkislögreglstjóra, þar sem ég var kærður fyrir misferli. Enga nánari skýring fékk ég á því, í hverju misferlið væri fólgið. Þetta dugði hins vegar til að loka fyrir samstarf bankanna við mig, og rústa þannig mikilvægu hjálparstarfi við lausn á greiðsluvanda heimila.
Fjórum árum síðar, fékk ég óformlegar upplýsingar um hvaða misferli hafði verið tilgreint í kærunni. Ég hafði nefnilega aldrei verið kallaður til yfirheyrslu og beiðnum mínum um afrit af kærunni var ekki svarað.
Í kærunni var það misferli tilgreint, að ég hefði farið með, og ekki skilað, lykli að póskassa í andyri þess húsnæðis, þar sem ég hafi haft skrifstofu. Hið skondna við kæruna var, að allan þann tíma sem ég leigði þarna húsnæði, hafði ALDREI verið læsing á þeim póstkassa sem ég hafði.
Enn í dag, 20 árum síðar, er enginn farinn að biðjast afsökunar á þessu framferði. Enn er reynt að halda því á lofti að ég sé sérstaklega varasamur maður, og þá sérstaklega í peningamálum. Ég er löngu kominn yfir reiðina út af þessu, en vorkenni þeim aumkunnarverðu sálum sem ekki hafa enn manndóm í sér til að viðurkenna ódrengskap sinn.
Í ljósi reynslu minnar skil ég Marinó vel, en vona engu að síður að hann verði áfram í baklandi framvarðarsveitar Hagsmunasamtaka heimilanna.
Ekki greint frá skuldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Fjármál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Ég er ekki sammála. Hvar liggja hagsmunir? Annarsvegar hjá þeim sem skulda og eiga í vandræðum og hinsvegar við þá sem ekki skulda og búast við tapi vegna lægri vaxta eða þá fjármálastofnanir sem ekki vilja taka þátt í leiðréttingu skulda.
Það er jafn vitlaust að setja út á það að Marinó skuldi, eins og að setja út á það að hinir aðilarnir skuldi ekki!
Auðvitað átti hann bara að bjóðast til að birta skuldir sínar strax og aðrir sem koma að málinu byrti sína stöðu ífjármálum, það væri fróðlegt.
Nils Gíslason 8474
Nils Gíslason (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 11:53
Sæll vert þú Níls! Af skrifum þínum má ætla að þú takir ekki mikið tillit til annarra, og því líklega ekki kominn með fjölskyldu. Alla vega er afar mikill reynsluskortur augljós í þessum orðum þínum. En, það þýðir ekki að þú sért eitthvað verri maður fyrir það. Reynslan kemur með árunum, lífbaráttunni, áföllum, vonbrigðum og sigrum. Þá lærist manni líka að kveða ekki upp úrskurði fyrir aðra, sem maður veit engin deili á, til að falla úrksuði. Gangi þér vel í lífinu.
Guðbjörn Jónsson, 19.11.2010 kl. 12:07
Góður pistill hjá þér. Þekki svona mál sjálfur í smæstu smáatriðum og hjá fullt af öðru fólki. Ef þetta er sá Níls frambjóðandi sem lætur ljós sitt skína, þá vona ég vara að honum endist aldurinn til að verða fullorðin einhverntíma...
Óskar Arnórsson, 19.11.2010 kl. 23:17
Góður pistill og svo sannur, hér á landi er sjaldan deilt um málefnin sem einhver setur fram, það er strax farið að berja á þeim sem setur það fram, persónulegt níð, en málefnið látið liggja á milli hluta.
Hvað Marinó varðar skil ég hann mög vel, hann hefur ekki verið að berjast fyrir eigin hagsmunum (skulda) heldur fjöldans og því koma mér eða almenningi ekkert við hans persónulegu fjármál.
Ég gæti verið fúll yfir hærri sköttum sem ég þarf að borga (afleiðingar hrunsins), ég skuldaði engum neitt, var ekki með nein lán, hvorki bíla né húsnæðis, en þarf samt að taka þátt í að borga. Hvar eru þau sjónarmið? á opinberum vettvangi, ég gæti haldið að þeir sem koma að borðinu frá hinum opinberu aðilum séu í sömu stöðu og ég og skilji því ekki vandann.... og meðan svo er gerist ekkert réttlátt í málefnum heimilanna....
ps. ég hef ekki nennt að skipta um mynd enn...
Sverrir Einarsson, 21.11.2010 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.