19.12.2007 | 16:15
Er hafin barátta um feitan bita?
Augljóslega er hafin barátta um staðsetningu olíuhreinsunarstöðvar. Í fljótu bragði virðist áróðurinn beinast geng því að stöðin verði reist í Hvestu í Arnarfirði.
Nokkuð er ljóst, að á sama hátt og hægt var að skapa mannafla fyrir álver í Reyðarfirði, væri hægt að skapa vinnumarkað fyrir olíuhreinsunarstöð í Hvestu. Það yrði t. d. gert með því að grafa göng milli Bíldudals og Tálknafjarðar og þaðan yfir á Patreksfjörð. Einnig þyrfti jarðgöng frá Bíldudal út í Hvestu, því vegurinn þangað liggur um brattar hlíðar, með grjóthruni, og við innra horn Hvestunnar er hamraveggur sem gengur í sjó fram. Vegalengdir innan slíks vinnusvæðis yrðu ekki meiri en yrði á svæðinu frá Dýrafirði til Ísafjarðar.
Með hliðsjón af því að framangreint svæði yrði gert að einu atvinnusvæði með jarðgöngum væri nokkuð ljóst að einungis ein leið kæmi til greina sem samtenging norður- og suðursvæðis Vestfjarða, en þessi svæði skiptast um Arnarfjörð. Sú leið væri að gera jarðgöng undir Hrafnseyrarheiði, frá Dyrafirði til Arnarfjarðar og síðan jarðgöng innan Arnarfjarðar, frá Borgarfirði yfir í Geirþjófsfjörð. Síðan yrði lagður vegur með ströndinni út á Bíldudal. Jarðgöng undir Arnarfjörð yrðu mikið dýrari framkvæmd því fjörðurinn er bæði djúpur og breiður. Ferjuleiðin yrði einnig kostnaðarsöm, með hafnaraðstöðu beggja vegna fjarðarins.
Ef vilji stjórnvalda stendur til þess að byggja upp atvinnulíf og mannlíf á sunnanverðum Vestfjörðum r umrædd olíuhreinsunarstöð eflaust einn af þeim valkostum sem til greina koma.
Jarðgöng undir Arnarfjörð? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Heill og sæll, Guðbjörn !
Tek undir; með þér. Mörg þjóðþrifaverkin, sem bíða framkvæmda í Vestfirðingafjórðungi.
Sakna afbragðs þátta þinna, á Útvarpi Sögu, á sínum tíma. Þér tókst vel, að hrífa viðmælendur þína, með skemmtilegum fléttum, í orðræðu, hverju sinni.
Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.