Spéspegill ársins?

Ég er einn þeirra sem sakna þess að skaupið skuli ekki vera spéspegill þjóðþekktra atburða hins liðandi árs, sýndir í hinni rómuðu Íslensku fyndni. Að þessu leiti fannst mér skaupið nú bregðast, rétt eins og komið hefur fyrir nokkur undanfarin skaup.

Mér virtist skaupið nú eiga að birta mynd af einhverjum atburðum og dagskrárliðum fjölmiðla sem lítið sem ekkert hefur að gera með spegil samfélagsins. Þegar svo við bætist að atriðin eru birt með aulafyndni líkt og mjög er þekkt úr Bandarískum sjónvarpsþáttum, þarf sérstakt metnaðarleysi gagnvart samfélagi okkar til að finna til skemmtunar.

Ef ég ætti að bera fram eina ósk, Íslensku gaman-listafólki til handa, mundi ég óska þess að það hætti að bera fram efni sitt með þeim aulahætti sem einkennt hefur undanfarin ár. Við eigum djúpar rætur í Íslenskri fyndni, sem hæfir okkar lundarfari mikið betur en þessi Bandaríska aulafyndni.

Mér finnst líka að velja þurfi handritshöfuna að spéspegli ársins, út frá þeirri forsendu að þeir þekki vel til sem flestra þátta þjóðlífsins og hafi þroska til að sjá fyndnu þættina í atburðum ársins með augum Íslendingsins.

Ég hef engann hitt enn sem fannst skaupið skemmtilegt.

Með ósk um að nýja árið færi ykkur góða heilsu, fögnuð, fengsæld og kærleika. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

sammála

Hallgrímur Óli Helgason, 1.1.2008 kl. 18:09

2 identicon

Gröfum Flosa upp. Hann kunni þetta.

Kannski fólk átti sig á því núna a Næturvaktin var tilgerðarleg og misheppnuð. Sömu aðilar á bakvið og alveg ónýtt efni.

Ólafur M (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 08:13

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég hef reyndar aldrei verið neitt sérlega hrifin af íslenskri fyndnir. Finnst breski húmorinn til muna skemmtilegri. En það er nú bara ég...

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.1.2008 kl. 23:56

4 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Ég er sammála þér Greta Björg um breska húmorinn. Það er fátt sem slær honum við. Ég held hins vegar að hér á höfuðborgarsvæðinu sé fólk búið að tína taktinum í íslensku fyndninni. Maður kemst betur í takt við slíkt á stærri skemmtunum á landsbyggðinni, þar sem hvert svæði fyrir sig setur upp skaup síns svæðis. Þar nær fólk yfirleitt að hlæja dátt, jafnvel í nokkra daga.

Guðbjörn Jónsson, 3.1.2008 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband