Dómgreind barnaverndarnefnda?

Ég horfði á kastljósið í gær og nú í kvöld, þar sem fjallað var um málefni stúlku frá Mosfellsbæ sem orðið hafði fyrir kynferðislegu áreiti á barnsaldri. Ég verð að viðurkenna að ég varð hálf lamaður af undrun yfir framgangi barnaverndarnefndarinnar og hrottaskap meðferðaraðilanna.

Tilvist barnaverndarnefnda á að vera til þess að vernda börn sem lenda í andlegum eða veraldlegum erfiðleikum. ALLT þeirra starf á að snúast um að hjálpa barninu að komast yfir erfiðleika sem að því steðja og ná sem fyrst, sem eðlilegustu sambandi við uppalendur sína. Barn sem lendir í erfiðleikum getur ALDREI orðið sökudólgur sem þarf að refsa. Það fólk sem sæti á í barnaverndarnefndum eða sem félagsmálastjórar, sem hefur slík viðhorf til erfiðleika barna, á þegar í stað að láta af afskiptum sínum að slíkum málum og leita sér sálfræðilegrar hjálpar.

Það er mörg þúsund ára gömul þekking að baki því að barn tjáir andlega eða líkamlega erfiðleika sína m. a. með ýmiskonar mótþróa sem sumir kalla óþekkt. Barnið er aldrei ábyrgt fyrir því umhverfi sem líf þess hrærist í, heldur leikur það lífsgöngu sína í þeirri leikmynd sem uppalendurnir skapa því.

Í því dæmi sem kastljósið fjallaði um, hafði barnið orðið fyrir líkamlegu og andlegu ofbeldi. Það hafði tekið barnið langan tíma að safna kjarki til þess að opinbera hremmingar sínar. Fyrstu viðbrögð barnaverndarnefndar eru að svipta barnið þeirri einu manneskju sem því fannst það geta treyst; móðurinni sem áreiðanlega var líka í miklu andlegu ójafnvægi eftir að hafa frétt af hörmungum barnsins síns, auk annarra svika sem hún hafði greinilega orðið fyrir. Hvorug þessara aðila var því í þörf fyrir enn eina sársaukafulla árás til viðbótar.

Það er einungis ein fær leið í svona tilfellum; þegar leita þarf sannleikans í gegnum vitneskju barns. Sú leið er að skapa slíkt traust hjá barninu, á hjálplandanum, að það trúi honum fyrir sínum innstu og leyndustu leyndarmálum. Slíkt traust kemur ekki með því að rífa barnið frá þeirri einu manneskju sem því finnst það geta treyst á þeim tímapunkti; sem í þessu tilfelli var greinilega móðirin.

Það fólk sem vinnur með þeim hætti sem þarna var lýst og hefur þau viðhorf sem fram komu í viðtalinu við félagsmálastjóra Mosfellsbæjar í Kastljósinu; það fólk á þegar í stað að víkja úr hjálparstarfi vegna barna og leita sér sálfræðilegrar hjálpar. Eitthvað hlýtrur að hafa komið fyrir það í lífinu sem lokaði svona gjörsamlega fyrir kærleiksflæði hjá því, eins og þetta mál  bendir til.

Ég bið þessu aumingja fólki Guðs blessunar í framtíðinni. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 164811

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband