7.6.2008 | 11:31
Er útflutningur vonarljós Íslensks landbúnaðar???
Af þessari frétt má ráða að einn helsti kvati ráðherra til að leggja fram hið umrædda frumvarp, hafi verið tilraun til að efla útflutning á landbúnaðarvörum. Einnig kemur fram í fréttinni að sauðfjárbændur eigi mjög í vök að verjast.
Lambakjötið okkar vinsæla er ein helsta söluafurð sauðfjárbænda. Mig hefur hins vegar undrað hve lítill metnaður er setur í að selja þessa afurð í verslunum okkar. Þar er að finna í kæliborðum eða hillum kæla, svínakjöt, nautakjöt og kjúklinga í afar fjölbreyttum útfærslum til eldunar. En lambakjöt er í mesta lagi boðið heilum lærum eða hryggjum, lærasneiðum, kótelettum eða framhryggssneiðum. ALDREI er hægt að fá lambasmásteik, lambagúllas, lambahakk, lambasnitsel og fleiri útfærslur mætti telja upp.
Í fjölda ára hef ég margítrekað gert fyrirspurnir um þessa vöruflokka og ævinlega fengið sama svarið. - Það selst ekkert af þessu.
Nokkuð merkilegt, í ljósi þess að ég hef ekki hitt marga sem finnst lambakjötið ekki gott. Ég hef einstöku sinnum geta argað verslunarstjóra til að panta lambahakk. Í þeim tilfellum sem um ræðir seldist hið pantaða lambahakk upp á sama deginum og það kom í verslunina. Þrátt fyrir að svo væri, var það ekki pantað aftur. Hvað veldur þessu áhugaleysi verslunarstjóra fyrir þessum vörum og sauðfjárbænda fyrir sölu afurða sinna? Eru þeir fastir í einhverju munstri fórnarlambshugsunar, eða er enginn kvati í kerfi sauðfjárbænda sem gefur þeim kost á að þrýsta á og reka áróður fyrir sölu afurða sinna í aðgengilegum neytendapakkningum?
Þegar úrval matvæla er á boðstólnum í þjóðfélagi þar sem eitt helsta vandamál fólks er tímaskortur, verða menn að standa vaktina í samkeppnisfærni framboða á afurðum sínum, ef varan á að halda markaðshlutdeild sinni. Það hefur ekki verið gert í sambandi við lambakjötið.
Útflutningur á lambakjöti hefur verið á dagskrá í áratugi en ennþá með takmörkuðum árangri. Getur verið að mönnum sjáist yfir það hve lítil geta okkar er til umfram framleiðslu, fram yfir þarfir okkar sjálfra? Allt þjóðfélag okkar er álíka fjölmennt og lítið bæjarfélag eða lítið borgarhverfi í öðrum löndum. Við höfum ekki framleiðslugetu til að tvöfalda framleiðsluna fyrir þjóð okkar, 300 þúsund manns. Við gætum hugsanlega bætt við okkur 100 þúsund manna markaði, fyrir Íslenskt lambakjöt. Við höfum hins vegar verið að leggja í kynningar- og sölukostnað, eins og við værum að markaðssetja fyrir milljóna markað; en fyrir slíkan markað höfum við enga framleiðslugetu.
Ég held við þurfum ekki að leggja mikið á okkur til útflutnings á ekkert, eða lítt unnu lambakjöti. Við þurfum hins vergar að standa með bændum í kröfum á hendur vinnslu- og dreifingaraðila lambakjöts, að þeir nenni að leggja vinnu í framboð á lambakjöti; einnhvað í líkingu við það sem lagt er í framboð á svína- kjúklinga- og nautakjöti.
Við fáum hvergi betra hráefni til matargerðar og með því að auka framboðið getum við líka lækkað verðið, vegna þess að allar fjárfestingar eru til, til þess að auka framleiðsluna. Aukin sala getur því einungis þýtt lækkun verðs, þar sem fasti framleiðslukostnaðurinn dreifist á fleiri kíló kjöts.
Þegar menn taka að sér að stjórna, þurfa menn að geta séð út yfir heildina og nýtt arðsemi fjárfestingar. Það þarf sjávarútvegs- og lanbúnaðarráðherra okkar að læra sem fyrst.
Breytingar á matvælalögum í þágu bænda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Vefurinn, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:40 | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Vandamálið við útflutninginn á lambakjöti hefur verið að verðin hafa ekki verið nógu há. Undanfarin 2 ár hefur neyslan innanlands verið að aukast, þannig að útflutningþörfin er minni ef oft áður.
Það getur auðvitað verið að útflutningu sé framtíðin, en ég tel það þó frekar ólíklegt nema verðið hækki allverulega á heimsmarkaði.
Skákfélagið Goðinn, 7.6.2008 kl. 11:40
Sæll Guðbjörn
Mér heyrist þið búa við sama vandamál og við búum við hérna á mörgum stöðum í ESB. Skortur á samkeppni og mikil fákeppni í dreifingarliðnum. Lítið úrval og sama gamla tuggan um að "þetta selst ekki". Hér í því landi sem ég bý í eru það tvær persónur sem stjórna því hvað öll þjóðin borðar. En það eru innkaupastjórar Dansk Supermarked og Coop Nordic. Manni fallast alltaf hendur þegar maður er að reyna að kaupa inn. Matarinnkaup eru orðin það leiðinlegasta sem ég geri
Ég held að landbúnaðurinn þurfi að rífa sig lausann úr svefn-álögum styrkja og fara alveg sínar eigin leiðir. Skapa sér nýjan tilveru- og samkeppnisgrundvöll því öll samkeppni og vöruþróun verður að aukast. Stórrekstur er ekki allsherjarlausnin því sú lausn tilheyrir gömlum tímum þegar matvælaskortur var helsta viðfangsefni landbúnaðarins hérna í Evrópu í lok seinni heimsstyrjaldar, og það var þá sem gullöld styrkjakerfa embættismanna eyðilagði landbúnað og fjölbreytileika hanns. Núna hefur landbúnaður miklu stærri möguleika á að verða nýskapandi.
Hið lága matvælaverð undanfarinna áratuga er því miður búið að eyðileggja neytendur að sumu leyti. Þetta hefur svo haft þær afleiðingar að fjárfestingar í landbúnaði hafa verið allt allt og litlar því framlegðin er orðin svo léleg.
Persónulega hef ég aldrei beðið um ódýran mat, því ég veit að gæði og fjölbreytileiki kosta. En ég hef hinsvegar beðið um betra vöru og fjölbreyttara úrval. En það fæ ég ekki.
Gunnar Rögnvaldsson, 7.6.2008 kl. 12:29
Sæll Gunnar og þakka þér fyrir innslagið þitt. Það má líka segja hér, að fákeppnin er og hefur yfirleitt verið vandamál okkar. Áður var það samtök heildsala á móti innflutningsdeild SÍS. Nú eru það AÐFÖNG, innflutningssamsteypa Bónus, Hagkaup, 10-11 og fleiri, á móti samsteypu Nóatúns, Krónunnar, 11-11 og fleiri. Allt þetta ár hefur vöruúrval verslana verið að dragast saman og Nóatún búið að tilkynna lokun 3ja búða. Iðulega er einungis til ein tegund innan hvers vöruheitis.
Ég er sammála þér að landbúnaðurinn þarf að rífa sig lausan úr því kerfi sem hann er í. Það er ekki uppörvandi að heyra stöðugt af því hve lítið af því verði sem maður borgar fyrir vöruna, fer til bóndans sjálfs. Kerfiskostnaður og milliliðakostnaður er orðinn svo mikill að framleiðandinn sjálfur fær einungis afganginn, ef einhver er. Þess vegna eru t. d. lífsjör sauðfjárbænda afar slæm.
Ég er sammála þér um að lágt matvælaverð hafi skemmt skynvitund neytenda um raunverulegan framleiðslukostnað. Kerfisbundnar niðurgreiðslur, millifærslur og svokallað "heimsmarkaðsverð" sem sett er á offramleiðslu ýmissa svæða, tel ég að hafi stórskaðað eðlilega stýringu á magni og gæðum framleiðslu hvers svæðis og búið til ranga mynd af kostnaðarverði einstakra vöruflokka. Svokallað "heimsmarkaðsverð" reynist oftast vera langt undir framleiðslukostnaði vörunar og af ásetningi, sett svo lágt að það skapi pressu frá neytendum annarra svæða að fá svona ódýra vöru. Tilgangurinn er sá einn að koma offramleiðslunni út fyrir einhvern pening, í stað þess að þurfa að farga henni. Undarlegt að þessi offramleiðsla skuli ekki vera gefin til hungursvæða heimsins.
Í lokin tek ég undir með þér að ég skoða fyrst gæði vörunnar og kaupi út frá þeim staðli. Það sem hefur hins vegar stöðugt verið að verða erfiðara, er að flestir vöruflokkar eru orðnir hlaðnir ýmsum eytur- og aukaefnum, fyrir svo utan sykur og önnur kolvetnaefna, sem gera margar matvörur nú orðið algjörlega ónothæfar og beinlínis heilsuspillandi.
Það er hreint óhugnanlegt að sjá hve við neytendur höfum látið flækja okkur í óheilsusamlegt neyslumunstur. Ég hef mikið flúið aftur í gamla tíman; kaupi sem mest óunnar og ómengaðar hrávörur og vinn þær sjálfur til matargerðar. Þá veit ég hvað ég er að borða.
Með kveðju. G.J.
Guðbjörn Jónsson, 7.6.2008 kl. 14:25
mælt þú manna heilastur Guðbjörn!!
Þessi umræða er með því skynsamlegra sem maður les um sauðfjárbændur og þeirra framleiðslu á blogginu, hér virðast nefnilega ótrúlega illa upplýst fólk vera tilbúið að þenja sig digurbarkalega um hluti sem það hefur ekki hundsvit á. Staðreyndin er nefnilega sú að þeir sem helst tárast yfir kjötborðum stórmarkaðanna eru ekki neytendur, nei það eru nefnilega sauðfjárbændur. Bæði er það að vöruúrvalið er til skammar eins og þú bendir á og ekki síður er verðlagningin eitthvað sem við þekkjum ekki, það er ótrúlegt að sjá lærin undan lambinu verðlögð á sama prís og við fáum fyrir allann skrokkinn!!
Sauðfjárbændur eru svo fastir í fátækragildru, reksturinn hjá flestum svo gjörsamlega í járnum að ekki má mikið koma uppá svo illa fari. Við þessar aðstæður er ekki mikið bolmagn hjá bændum til að berja á afurðasölufyrirtækjunum, þau gráta svo undan verslunarveldinu sem allt virðist hafa í vasanum. Sá tími þarf að renna upp að neytendur átti sig á því að það eru ekki bændurnir sem eru "óvinurinn" í þessu dæmi, heldur eru það stóru verslunarkeðjurnar sem eru ekki að gera neinum greiða. Það eru þær sem við eigum að krefja um vöruúrval og verð.
Tekið hefur verið dæmi frá kartöflubónda sem sjálfur þvær og pakkar sínum kartöflum, keyrir þær í búðina og raðar þeim upp í búðinni, hann þarf sjálfur að fylgjast með hvort vantar og bæta á eftir þörfum. Búðin lætur hann ekki einusinni vita þegar kartöflurnar klárast!! bóndinn fær 80 kr/kg en búðin selur kartöflurnar út á 120 kr/kg, einn þriðja af verðinu hirðir búðin fyrir það eitt að lána einn fermerter af plássi, vinnan enginn.
Nokkuð sambærileg er staðan með lambakjötið.
Bestu kveðjur úr Eyjafirðinum
Ásta F. Flosadóttir
Ásta F. (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 21:11
Verðið á kjöti myndi lækka ef stórkeðjurnar hjá Kaupási og Baugi myndu ekki hafa 100% skilarétt. Hvaða starfsmaður sem er, er látin panta inn kjötið og það skiptir ekki máli hvað hann pantar svo lengi sem það er nóg vegna þess að það sem selst ekki er skilað tilbaka sem gerir það að verkum að kjötið hækkar.
Lambagúllash og lambahakk. Það er staðreynd að það selst ekki vel, því viðskiptavinir taka nautið hakkað eða skorið í bita framyfir lambið. Hinsvegar selst lambahakk og lambagúllash vel ef það er á góðu tilboði, sem verslunarmenn ættu að reyna meir til að kynna og venja fólk á.
Hinsvegar mæli ég eindregið með að fólk hunsi Nýsjálenska hakkið og hamborgarana hjá Bónus, það eru þeir sem standa harðast að því að fá innflutningi á erlendu kjöti í gegn.
Fólk farið í Krónuna og kaupið eðal íslenskt kjöt frá Goða/Norðlenska, þar merkja þeir vöruna rétt!
reynzi (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 01:47
Sæl Ásta! Þakka þér fyrir innlitið og innslagið þitt. Já ég þekki nokkuð vel til afkomu bænda, var um tíma verslunarstjóri í kaupfélagi og síðar nokkur ár í hagdeild Samvinnubankans, með afurða- og rekstrarlán á mínu verksviði. Ég fékk því allt landbúnaðarumhverfið beint í æð.
Það er rétt hjá þér að bændur hafa lengi verið hnepptir í fátæktargildru sem líklega stafar mest af öfgafullum kröfum vegna slátrunar, sem hleypir óþarflega mikið upp sláturkostnaði, en einnig vegna þess að óþarfar hömlur hafa verið settar á sölu og vinnslu bændanna sjálfra á afurðum sínum fyrir neytendamarkað, til þess að verkefnatryggja stóru úrvinnslustöðvarnar, bæði fyrir mjólk og kjötvörur. Það yrði löng grein ef rekja ætti alla þá vitleysu sem viðgengist hefur í málefnum bænda á Íslandi.
Því miður hefur pólitískum aðilum og fjölmiðlafólki, liðist það um margra ára skeið, að tala illa um bændasamfélagið af aumkunnarverðum þekkingarskorti á því um hvað þeir eru að tala. Opinberar tölur sem kallaðar eru styrkur við landbúnaðinn, fara nú ekki nema að litlu leit til bændasamfélagsins. Þetta gætu gasprarnir hæglega kynnt sér, ef þeir hefðu einhvern áhuga á að vita um hvað þeir eru að gaspra. En slíkt er nú í frekar lítið í tísku hér á landi.
Það er vægast sagt þjóðarböl hvað verslunarmenn eru farnir að sýna framleiðendum og viðskiptavinum mikla ókurteis og iðulega óskiljanlegan hroka. Ég vona að þetta fari að breytast þegar þrengir að og fólk fer að gera eðlilegar kröfur um tillitsemi og kurteisi.
Bestu kveðjur í fallega fjörðinn ykkar.
G. J.
Guðbjörn Jónsson, 8.6.2008 kl. 02:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.