Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
25.12.2007 | 15:11
Jólahugleiðing
Í kyrrð og fegurð þessa jóladagsmorguns velti ég því fyrir mér hve margir leiði hugann að því hvers vegna við fögnum jólunum. Sumir nefna hátið ljóssins í mesta skammdeginu; en það passar ekki við samskonar hátið í Ástralíu þar sem nú er hásumar.
Flestir tengja þessa hátið fæðingu Jesú og árleg hátíðarhöld eru eins og afmælisfagnaður. Flestir þekkja áreiðanlega þá tilfinningu að vilja gleðja þann sem á afmæli og vilja gjarnan, í afmælisfagnaðinum, færa honum eitthvað sem vekur honum gleði. Þá kemur hin klassiska spurning um hvað afmælisbarnið langi í og hvað því finnist mikilvægt í lífsgöngu sinni.
Þegar ég les um lífsgöngu Jesú, sé ég fyrir mér barn og síðar ungmenni, sem er nokkuð skapmikið en jafnframt skapfastur og lætur ekki hrekjast af þeirri braut sem hann vill ganga. Manndómsvígslu sína tók hann út með því að dveljast langan tíma einn í auðninni, fjarri öllu því sem heimurinn gat gefið til lífsgæða og framfærslu. Það eina sem hann hafði með sér var trúin á kraft Guðs og einlægur ásetningur hans að elska, virða og opinbera þann kraft meðal mannanna.
Frá upphafi vega mannsins, hefur freistarinn verið innan seilingar hans. Svo var einnig við manndómsvígsludvöl Jesú í auðninni. Freistarinn vitjaði hans ítrekað og bauð honum ýmislegt sem hann taldi að Jesú gæti hugsanlega langað í. Freistarinn veit nefnilega að erfiðasta þolraun hvers manns er að stjórna væntingum sínum og löngunum. Einmanna maður í auðninni, svangur og þreyttur, var því álitleg bráð.
En, Jesú hafði næga staðfestu og viljastyrk til að vísa þessum freistingum frá sér í hvert skipti sem þeim var haldið að honum. Hann vissi að þessar freistingar væru ekki komnar frá Guði og þær voru ekki heldur þess eðlis að þær mundu gleðja Guð. Freistingarnar byggðust á því að hann gæti miklað sjálfan sig og tignað þann sem bar fram freistingarnar. Slíkt vissi Jesú að mundi ekki gleðja Guð því hann gleðst ekki yfir gjöfum eftir verðmati eða sýndargildi, heldur eftir kærleikanum í hjarta gefandans og lífsnæringargildi gjafarinnar fyrir þyggjandann.
Í ljósi þess sem hér hefur verið skirfað og með hliðsjón af lífsgöngu okkar undanfarna áratugi, sem segjumst flest vera kristin, velti ég fyrir mér hvort áherslan á ferlsi einstaklingsins og vaxandi sjálfhverfa, sé á leið með að rjúfa tengsl hátíðleika við kærleika, hjartahlýju, virðingu og auðmýkt? Ég vona svo sannarlega að svo sé ekki og verði ekki, en hættumerkin eru sýnileg á sama hátt og loftslagsbreytingarnar.
Guð blessi ykkur og gefi ykkur kærleika og frið í hug og hjarta á þessari jólahátið og um alla ykkar framtíð.
19.12.2007 | 16:15
Er hafin barátta um feitan bita?
Augljóslega er hafin barátta um staðsetningu olíuhreinsunarstöðvar. Í fljótu bragði virðist áróðurinn beinast geng því að stöðin verði reist í Hvestu í Arnarfirði.
Nokkuð er ljóst, að á sama hátt og hægt var að skapa mannafla fyrir álver í Reyðarfirði, væri hægt að skapa vinnumarkað fyrir olíuhreinsunarstöð í Hvestu. Það yrði t. d. gert með því að grafa göng milli Bíldudals og Tálknafjarðar og þaðan yfir á Patreksfjörð. Einnig þyrfti jarðgöng frá Bíldudal út í Hvestu, því vegurinn þangað liggur um brattar hlíðar, með grjóthruni, og við innra horn Hvestunnar er hamraveggur sem gengur í sjó fram. Vegalengdir innan slíks vinnusvæðis yrðu ekki meiri en yrði á svæðinu frá Dýrafirði til Ísafjarðar.
Með hliðsjón af því að framangreint svæði yrði gert að einu atvinnusvæði með jarðgöngum væri nokkuð ljóst að einungis ein leið kæmi til greina sem samtenging norður- og suðursvæðis Vestfjarða, en þessi svæði skiptast um Arnarfjörð. Sú leið væri að gera jarðgöng undir Hrafnseyrarheiði, frá Dyrafirði til Arnarfjarðar og síðan jarðgöng innan Arnarfjarðar, frá Borgarfirði yfir í Geirþjófsfjörð. Síðan yrði lagður vegur með ströndinni út á Bíldudal. Jarðgöng undir Arnarfjörð yrðu mikið dýrari framkvæmd því fjörðurinn er bæði djúpur og breiður. Ferjuleiðin yrði einnig kostnaðarsöm, með hafnaraðstöðu beggja vegna fjarðarins.
Ef vilji stjórnvalda stendur til þess að byggja upp atvinnulíf og mannlíf á sunnanverðum Vestfjörðum r umrædd olíuhreinsunarstöð eflaust einn af þeim valkostum sem til greina koma.
Jarðgöng undir Arnarfjörð? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.12.2007 | 15:19
Sala aflaheimilda ER ólögmæt
Í hart nær tvo áratugi hafa staðið yfir deilur við framkvæmdavaldið um meðferð þess á eignum ríkisins, þ. e. auðlindum fiskimiða okkar. Þau svör sem fengist hafa hjá sjávarútvegs- og fjármálaráðuneytum vegna kvartana um ólögmæta gjörninga, hafa ekki borið gott vitni um menntunarstig og þroska þeirra sem þau svör unnu. En nú er að birta til með óbeinni aðstoð Ríkisendurskoðunar (Rsk), sem nú á haustdögum kom fram með skýrslu um lögmæti afhendingar eignarréttinda ríkisins á auðlindum.
Í skýrslu Rsk, er fjallað um afhendingu auðlinda í vatnsföllum til virkjanafram- kvæmda. Þar kemur fram skýr skilningur Rsk á því hvað lög heimili um meðferð eigna ríkisins. Fram hefur komið að þessi skilningur sé ekki umdeildur, þannig að nú er loksins komnir fram rökfastir þættir sem styðja þær ádeilur sem verið hafa í sambandi við úthlutun aflaheimilda.
Þar hefur verið deilt um heimildir sjávarútvegsráðuneytis til svokallaðrar varanlegrar úthlutunar hlutdeildar í veiðistofni fiskimiða okkar til einstakra útgerða, óháð veiðireynslu þeirri sem lögin um fiskveiðistjórnun tilgreina. Þar er átt við að einstakar útgerðir geti keypt til sín aukin veiðikvóta frá öðrum útgerðum og með því aukið svokallaða varanlega hlutdeild sína í heildarafla ársins. Við sem gagnrýnt höfum þetta fyrirkomulag höfum haldið því fram að þetta stæðist ekki lög og nú virðist sem Rsk sé með sama skilning og við hvað varðar lagaumhverfi við ráðstöfun ríkiseigna.
Í skýrslu sinni fjallar Rsk um skilyrði fyrir ráðstöfun ríkiseigna. Þar segir svo á bls. 17:
Skilyrði fyrir ráðstöfun ríkiseigna er víðar að finna í löggjöfinni en í framangreindu ákvæði 40. gr. stjórnarskrár. Helstu fyrirmælin hér að lútandi er að finna í fjárreiðulögum nr. 88/1997. Rifja má upp að eitt af markmiðunum, sem bjuggu að baki þessum lögum, var að undirstrika FJÁRSTJÓRNARVALD ALÞINGIS, sbr. einkum 40. og 41. gr. stjórnarskrárinnar, og efla eftirlit og aðhald löggjafans með framkvæmdavaldinu og ráðstöfun þess á fjármunum ríkisins. Í samræmi við þessi markmið er í 29. gr. þeirra mælt fyrir hvernig standa skuli að ráðstöfun þeirra eigna ríkisins, sem eru á forræði ríkisaðila í A-hluta ríkisreiknings. Samkvæmt 1. mgr. þessarar greinar skulu ríkisaðilar í A-hluta ríkisreiknings HVERJU SINNI afla heimilda í lögum til að kaupa, selja, skipta eða leigja til langs tíma fasteignir, eignarhluta í félögum, skip, flugvélar, söfn og safnhluta, sem hafa að geyma menningarverðmæti, og AÐRAR EIGNIR SEM VERULEGT VERÐGILDI HAFA.
Í athugasemdum við þessa framangreindu grein í frumvarpi að fjárreiðulögum er tekið fram að leiga til langs tíma miðist við samning til lengri tíma en eins árs.
Hér er ljóst að fiskveiðiheimildir okkar falla klárlega undir skilgreininguna AÐRAR EIGNIR SEM VERULEGT VERÐGILDI HAFA Verðmæti þeirra er skráð hjá Fiskistofu. Þó stjórnvöld úthluti þeim endurgjaldslaust, eru þessar heimildir seldar rándýru verði á svo kölluðum markaði. Fiskistofa, sem er undirstofnun sjávarútvegsráðuneytisins, heldur nákvæma skrá yfir magn og verð seldra aflaheimilda, þannig að verðgildi og verðmæti eru stjórnvöldum vel ljós.
Í þessu sambandi er rétt að benda á það sem hér á undan er rakið úr 29. gr. fjárreiðulaga, þar sem segir að: Samkvæmt 1. mgr. þessarar greinar skulu ríkisaðilar í A-hluta ríkisreiknings HVERJU SINNI afla heimilda í lögum til að kaupa, selja, skipta eða leigja til langs tíma fasteignir, eignarhluta í félögum, skip, flugvélar, söfn og safnhluta, sem hafa að geyma menningarverðmæti, OG AÐRAR EIGNIR SEM VERULEGT VERÐGILDI HAFA.
Þetta þýðir í raun að HVERJU SINNI sem sjávarútvegsráðherra úthlutar útgerð varanlegri aflahlutdeild, þarf hann að leggja þá skrá fyrir Alþingi til samþykktar, þar með talið verðmæti úthlutunarinnar. Sama á við ef aðili sem hefur nýtingarrétt á aflahlutdeild vill selja þann rétt til annars aðila, þarf sjávarútvegsráðherra að leggja það fyrir Alþingi til samþykktar, áður en hann staðfestir flutninginn samkvæmt fiskveiðistjórnunarlögum.
Þessi niðurstaða er byggð á því sem segir orðrétt í athugasemdum framangreinds frumvarps til fjárreiðulaga, en þar segir um það sem að framan er rakið um ráðstöfun ríkiseigna:
Með þessu er reynt að tryggja að hvorki sala á veigameiri eignum ríkisins né kaup, skipti eða leiga á slíkum eignum geti átt sér stað NEMA ALÞINGI SAMÞYKKI VIÐSKIPTIN FYRIR FRAM. Liggi slík heimild ekki fyrir verður að semja um viðskiptin með fyrirvara um samþykki Alþingis. Þó slíkur fyrirvari sé ekki gerður í einstökum samningum breytir það engu um það að samningurinn er EKKI BINDANDI fyrir ríkið nema Alþingi veiti samþykki sitt fyrir honum.
Þarna liggur þetta skýrt fyrir. Enginn sem fylgst hefur með verðlagningu aflaheimilda, veltist í vafa um að þar er verið að versla með veigamiklar eignir ríkisins. Málið er hins vegar að það er gert án allra heimilda og ríkissjóður fær ekkert af því fjármagni sem fyrir ríkiseignina er greitt. Þetta er í raun grafalvarlegt mál. Þarna eru menn að selja ímyndaðan eignarrétt yfir viðurkenndri ríkiseign, eignarrétt sem aldrei hefur verið samþykktur eða staðfestur að neinu leiti af Alþingi og framkvæmdavaldið tekur þátt í þessari fjárkúgun og í raun stýrir henni. Er hægt að brjóta meira en þetta gegn þjóð sinni?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2007 | 17:08
Prestar í skólastarfi?
Mikið hefur verið rætt og ritað um aðkomu presta að starfsemi leik- og grunnskóla okkar. Af misjafnri þekkingu er mikið fjallað um meintan tilgang kirkju og presta en engin tilfelli nefnd þar sem barn hafi verið látið taka þátt í starfsemi presta gegn vilja sínum. Því síður er bent á atriði þar sem farið er út fyrir eðlileg kurteisis eða siðferðismörk. Þrátt fyrir allt þetta er mikið talað um mannréttindabrot án þess að slík brot séu tilgreind sem raunveruleiki en stöðugt talað um ætluð eða ímynduð slík brot.
Ég velti fyrir mér hvort hin mikla áhersla, undanfarinna áratuga á fresli einstaklingsins, sé að skila okkur þeim árangri að við séum að verða að hjörð einstaklinga sem hver hugsar um sig sem óháða öllum hinum, en þjóðarvitund og þjóðarsamstaða að hverfa. Hvað getur valdið því að mér finnst vera vaxandi harka í einstaklingkröfum eða kröfum fámennra hópa, sem gera kröfur til þess að meginþorri þjóðarinnar láti af venjum sínum og undirgangist ok þeirra. Er þetta kannski vísbendin um að fræðsla um lýðræðisvitun hafi lítið verið sinnt í skólum undanfarna áratugi?
Sjálfur naut ég þess á skólaárum mínum að prestur kenndi mér kristnifræði og fleiri fög. Engin þvingandi boðun var í þeirri fræðslu heldur eingöngu talað um kærleikann mikilvægi þess að viðra sannleikann og hvað það væri gott að vera góður við aðra. Frá þeim tíma sem ég var í skóla, hefur iðulega verið um það talað að kristnifræðsla hafi verið á miklu undanhaldi í skólastarfi. Sé það rétt, er langt frá því að slíkt hættuástand sé ríkjandi sem nokkrir einstaklingar hafa haldið fram að undanförnu.
En, ég hef tekið eftir öðru hættuástandi á undanbförnum árum. Það er vaxandi fjöldi barna sem birta í augum sínum depurð, einmannaleika, innri tómleika og sorg. Sjáið þið þetta ekki líka. Horfið í augun á börnum þegar þau eru ekki að takast á við einhver úrlausnarefni. Höfum við kannski verið svo upptekin í lífsgæðakapphlaupinu að við höfum ekki tekið eftir því að hið eðlilega æskublik og forvitni er að verða sjaldgæfari sjón í augum barna?
Ég velti því líka fyrir mér hvort þeir sem mest tjá sig gegn starfi presta í skólum, hafi í raun leitt hugann að því hvernig hugur barna starfar. Hvað muna þeir sjálfir mikið af því sem sagt var við þá á skólaárum þeirra, af atriðum sem ekki vöktu með þeim forvitni? Ég sjálfur man t.d. afar líðið af því sem presturinn talaði um. Ég man að mér fundust margar sögurnar fallegar en ég man ekkert úr efni þeirra. Ég á þarna minningu um mann sem var einstaklega lipur að tala við okkur þannig að okkur leið vel og okkur hefur öllum þótt einstaklega vænt um þennan mann, alla tíð síðan.
Í ljósi þessa má þá einnig spyrja: Hvaðan kemur foreldri vald til að meina barni sínu að vera með í hópi jafnaldra sem hlusta á sögur og syngja hlýlega söngva? Hafi barnið ekki innri áhuga fyrir sögunum eða því sem fram fer, dvelur hugur þess ekki lengi við það sem fram fór. Hömlun foreldrisins á því að barnið fylgdi hópnum getur hins vegar fylgt barninu alla ævi og orðið því til travala og varanlega skemmt sambandið milli foreldris og barns.
Látum börnin ekki gjalda þess þó okkur finnist Guð hafa brugðist okkur eða við fengið minni skammt af kærleika en við hefðum viðjað. Sýnum umburðarlyndi og það sem kalla mætti fjölmenningarleg viðhorf.
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 165769
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur