Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
31.8.2008 | 22:19
Svona hringekja hefur gengið í áratug eða meira.
Svona hringekja er ekki uppfyndning Jóns Ásgeirs, Hannesar eða Pálma. Ég þekki trúlega upphafið og hef margoft bent á þessa hringekju í íslenskri fyrirtækjafjármögnun síðastliðinn áratug, og rúmlega það. Benti á hvernig fyrirtæki hækkuðu eiginfjárstöðu sína með innihaldslausu hlutafjárútboði, til að ná erlendri fjármögnun. Síðan þegar Kauphöllin fór af stað, fóru menn að stunda þá hringekju sem myndbandið lýsir.
Ef fólk hefur haldið að raunverulegt verðmæti fyrirtækja okkar hafi hækkað í líkingu við hækkun úrvalsvísitölu Kauphallarinnar, ja, þá er fólk ekki með mikla skynjun á raunverulega verðmætisaukningu.
Ég er alveg klár á því að það er ekkert pólitískt afl til á Íslandi núna, sem hefur kjark til að taka á þessu máli. Mjög sterk skjaldborg hefur verið slegið upp til varnar þessari eyðileggingu á fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar.
Raunveruleikinn mun verða sá að lífsgæði okkar og afkoma færist u. þ. b. 40 ár aftur í tímann og það taki okkur u. þ. b. 20 ár að ná aftur jafnvægi þeirra lífsgæða sem við höfðum áður en fjárglæframennskan tók hér völdin.
Því miður held ég að þetta sé ekki grín sem ég segi þarna.
Nýtt myndband um FL Group | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.8.2008 | 11:47
Talaðu við útibússtjórann í bankanum þínum
Skoðar bankareikning án leyfis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.8.2008 | 12:47
Verð lítið við bloggheima til 6. sept.
28.8.2008 | 23:02
Þeir skamma Seðlabankann fyrir skammarstrik þeirra sjálfra
Sjaldan hefur birst á prenti betri staðfesting á að stjórnendur Kaupþings hafa ekki skilning á hvað það er að reka, til langs tíma litið, fjármálastofnun í litlu hagkerfi.
Þeir láta eins og aldrei hafi komið aðvaranir um ógætilegar erlendar lántökur og of mikil útlán, miðað við tekjur hagkerfisins, þrátt fyrir að Seðlabanki hafi í mörg ár hvatt bankana til að draga úr útlánum og lántökum. Einnig hafa um nokkurra ára skeið borist aðvaranir frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum um ofþennslu hagkerfisins, vegna of mikilla útlána bankanna. Spurningin er því: - Voru stjórnendur bankanna ekki að hlusta, eða skildu þeir ekki að það var verið að tala við þá????
Það er svo margt sérkennilega heimskulegt í þessum háf fimm fréttum Kaupþings að því verður ekki svarað til fullnustu í stuttum pistli. Nægir þar að nefna undrun þeirra á að samdráttur skuli verða í veltu þjóðfélags okkar, þegar ljóst er að þeir hafa mokað milljörðum af erlendum lántökum í steindauðar og óarðbærar fjárfestingar, sem allir heilbrigt hugsandi menn vissu að gætu með engu móti greitt þessi lán til baka.
Lánastofnanir á Íslandi geta ekki fært ábyrgð af eigin mistöku yfir á Seðlabanka okkar og skattgreiðendur. Þeir verða að vera menn til að horfast í augu við eigin mistök og misgerðir og sýna í verki að þeir séu þeir sérfræðingar sem þeir hafa þegið laun fyrir á undanförnum árum. Þeir verða sjálfir að leggja fram áætlanir, hvernig þeir sjálfir ætla að greiða úr sínu eigin óvitaskap og bjarga sér sjálfum og þjóðinni úr hröðum samdrætti niður til raunverulegrar getu hagkerfis okkar. Það eru þeir sjálfir, (bankarnir okkar) sem efla eða veikja hagkerfið, ekki ríkisstjórnin. Menn verða að átta sig á að við erum í frjálsu hagkerfi, frjálsu flæði fjármagns milli landa, sem jafnframt þýðir að hver og einn verður að bera sjálfur ábyrgð á lántökum sínum og endurgreiðslu þeirra lána. Ógætilegri lántöku er ekki hægt að vísa til ríkis eða skattgreiðenda, enda lántakendur sjálfstæð fyrirtæki, með snillinga við stjórn, sem hafa þegið milljarða fyrir færni sína til stjórnunar.
Nú er komið að því að sýna þá snilli sem launakjörin bentu til að verið væri að greiða fyrir.
Greiningardeild Kaupþings gagnrýnir Seðlabankann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.8.2008 | 10:57
Er þetta ekki hinn dæmigerði stjórnmálamaður nútímans???
Það þarf ákveðið virðingarleysi fyrir eigin sjálfsmynd, sem og gagnvart fólkinu í landinu, til að koma fram eins og Guðni gerir. Hann er búinn að sitja á þingi og í ríkisstjórn í áraraðir og þegjandi horfa á að þjóðinni sé steypt í þær ógöngur sem hún er nú komin í.
Þær tillögur sem hann hefur lagt fram, lúta að því að þjóðnýta tapið og óráðsíuna sem bankarnir hafa viðhaft síðustu árin, með því að Seðlabankinn taki erlent stórlán til að fjármagna töpuð útlán, vegna gengisfallinna verðbréfa; lán sem skattgreiðendur munu síðar þurfa að borga.
Ætli þetta flokkist ekki undir að tala mikilúðlegur og með spekingssvip um málefni sem engin þekking er að baki. Er ekki hugsanlegt að álíka þekkingarleysi sé að baki núverandi málflutningi hans?
En, af hverju skyldu Þingeyingar einblína svona á álver, þegar fyrirsjáanlegt er að olíuleit er að hefjast á Drekasvæðinu. Slík starfsemi þarf áreiðanlega mikla þjónustu frá landi; hvað þá ef olía eða gas finnst þarna í vinnanlegu mæli. Þau umsvif yrðu tvímælalaust meiri framtíðarmúsik fyrir atvinnulíf á svæðinu, því álið verður á undanhaldi eftir örfá ár, vegna nýrra léttmálma sem eru í uppsiglingu.
Fyrir fáum áratugum sátum við uppi með stórfjárfestingar í síldabræðslum, nokkuru síðar með ónýtar fjárfestingar í loðdýrabúum, þá tóku við tugir milljarða í fiskeldisævintýrinu, framundan er margra milljarða afskriftir vegna offjárfestingar í fiskiskipum sem ekki geta borið sig af eigin tekjum og í nálægri framtíð verðum við með miklar fjárfestingar í ónothæfum álverum, vegna verðhruns og minnkandi notkunar á áli.
Hafa stjórnmálamenn okkar ekki verið einstaklega glöggir á uppbyggingu gjaldeyrisskapandi starfsemi þjóðarinnar???????
Sagt er að sporin hræði. Hvaða spor hafa stjórnmálamenn okkar skilið eftir sig? Pólitískt óðagot hefur aldrei skilað þjóðinni hagnaði.
Kreppa af völdum ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.8.2008 | 22:29
Er raunveruleikafælni ástæða álits Ingólfs??
Það er greinilega rétt hjá Ingólfi að erlendir fjármagnseigendur setja á íslenska banka sérstakt áhættuálag. Ástæðurnar sem hann nefnir fyrir þessu eru hins vegar hlaðnar miklum misskilningi. Af þeim mætti ráða að hagkerfi þjóðarinnar eigi að vera eins og hækja, eða stuðningsaðili bankanna, en raunveruleikinn er einmitt alveg á hinn veginn.
Í fréttinni er haft eftir Ingólfi:
Annars vegar mótast álagið af þeirri skammtímasveiflu sem hagkerfið er að ganga í gegnum...
Það er ákveðin alkahólísk afneitun fólgin í því að kalla lausafjárþurrð vestræns fjármálaumhverfis skammtímasveiflu, því yfir heildina hafa rekstraraðilar fjármálafyrirtækja farið of gáleysislega og reynt að auka eigin vöxt hraðar en nýmyndum fjármagns hefur vaxið. Við núverandi aðstæður er því fátt sem bendir til að þessar þrengingar verði skammtímasveifla.
Og áfram segir ingólfur:
...og hins vegar hvernig hagkerfið er upp byggt og þá sérstaklega hversu smátt kerfið er í samanburði við stærð bankanna.
Það er náttúrlega afar mikilvægt að þeir sem stjórna peningastreymi um hagkerfi þjóðar, geri sér grein fyrir uppbyggingu þess og stærð, áður en stærð bankanna er aukin með erlendum lántökum. Bankarnir gera þá kröfu til þeirra sem taka lán hjá þeim, að þeir geri sér grein fyrir hvernig þeir ætli að standa skil á greiðslu lánsins til baka. Er óeðlilegt að gera sömu kröfur til bankanna sjálfra? Ef þeir taka erlend lán, umfram það sem nýmyndun gjaldeyristekna getur staðið undir, er mikilvægast að útlán þeirra peninga sé til starfsemi sem eykur gjaldeyristekjur, til að standa straum af greiðslum lánanna. Að nota slík lán til fjárfestinga í hlutabréfum sem á óraunhæfan hátt hafa verið blásin upp í verði, eða fjárfestinga í þjónustustarfsemi, ber vott um ábyrgðarleysi og dómgreindarskort.
Leiðirnar tvær sem Ingólfur nefnir til að losa íslensku bankana við "Íslandsálagið", eru jafn óraunhæfar og það sem á undan hefur farið í þessari frétt. Útskýringar á því krefjast hins vegar meira rýmis en þessi pistill átti að vera, en verður áreiðanlega rætt ítarlega síðar.
Íslandsálagið staðreynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.8.2008 | 18:22
Ófullnægjandi upplýsignar á íslensku
Hinar samanþjöppuðu tölur sem MP setur fram á íslensku eru algjörlega ófullnægjandi. Allar sundurliðanir og skýringar vantar. Ætli þeir séu eingöngu á erlendum markaði? Það er eitthvað að þeim mönnum sem birta uppgjör íslensks gjaldmiðils, ritað á enska tungu.
Ætli fjármálaeftirlitið samþykki svona vinnubrögð?????
Hagnaður MP fjárfestingarbanka eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.8.2008 | 18:15
Skrítið að leggja fram á ensku, uppgjöri í íslenskum krónum?
Hagnaður Eyris dregst saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.8.2008 | 17:08
Enn ein staðfestingin á dómgreindarleysi þingmanna
Það er því miður að verða vonlítið að þingmenn verði öðrum til fyrirmyndar í umgengni um fjárreiður ríkisins. SLÍKUR HROKI OG HEIMSKA, sem birtist í því atferli þingamnna sem þarna er lýst, væri líklegast næg ástæða til útskúfunar í flestum siðferðislega meðvituðum samfélögum.
Þessi framkoma sýnir glögglega hversu nákvæmlega sama þingmönnum okkar er um álit almennings; eða þeir eru þegar orðnir það siðspilltir að þeim finnist allt í lagi að láta skattgreiðendur borga fyrir sig gistingu, í sama bæjarfélagi og heimili þeirra er.
Er hægt að komast lægra í dómgreindarleysi???????
Gisting á kostnað skattgreiðenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.8.2008 | 10:28
Óttast að þekkjast en samt er birt af henni mynd
Undarlegt ósamræmi í þessari frétt. Stúlkan óttast að þekkjast og það hafi afleiðingar í heimalandi hennar. En samt ákveður blaðið að birta mynd af henni, þar sem hún er vel þekkjanleg.
Sé saga hennar sönn, vona ég að hún fái hér hæli og að þessi kjánalega framganga blaðamannsins verði henni ekki til tjóns eða skaða.
Þarf ekki peninga heldur vernd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur