Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
12.8.2008 | 21:50
Vegna ummæla í bréfi LHG skrifaði ég Siglingastofnun
Í bréfi Landhelgisgæslu kom fram að Siglingastofnun að réttindalausir menn væru skipstjórar á fiskibátum við sjóstandaveiði. Slíkt er langt utan allra laga, þess vegna var stofnuninni skrifað eftirfarandi bréf
Siglingastofnun Ísalnds,
Hr. Hermann Guðjónsson, siglingamálastjóri.
Vegna fyrirhugaðrar fyrirspurnar til Umboðsmanns Alþingis, vegna umdeildra fiskveiða hóps krókaleyfisbáta frá Vestfjörðum, í eigu fyrirtækjanna Hvíldarkletts ehf. og Sumarbyggðar ehf. er óskað eftirfarandi upplýsinga.
Í svari frá Landhelgisgæslunni með bréfi dags. 11. ágúst 2008, vegna fyrirspurnar þangað, komu eftirfarandi upplýsingar fram.
"Fyrirtækin sem gera út frístundafiskiskipin gera það með fullri vitund Siglingastofnunar og Fiskistofu og fagráðuneyta samgöngu- og sjávarútvegsmála."
"Landhelgisgæslan hafði samband við Siglingastofnun og samgönguráðneytið vegna frístundafiskiskipanna og afstaða ráðuneytisins var sú að frístundafiskveiðimenn þyrftu ekki réttindi skv. 30/2007 til að sigla þessum bátum."
Hér með óskast staðfesting Siglingastofnunar á því hvort það sem fram kemur í bréfi Landhelgisgæslunnar sé rétt.
1. Er það rétt að allir bátar þessara fyrirtækja, sem um er rætt, og eru, hver um sig, meira en 6 metra fiskibátar, skráðir hjá Fiskistofu sem krókaleyfisbátar, með veiðileyfi í krókaaflamarki, séu með vitund og samþykki Siglingastofnunar gerðir út sem "frístundafiskiskip"?
2. Frístundafiskiskip, sem flokkun skipa, finnst ekki í neinum lögum. Á hvaða lagaheimildum byggir Siglingastofnun samþykki sitt fyrir útgerð þessara skipa. Útskýringar óskast ásamt afriti viðkomandi lagaákvæðis.
3. Á grundvelli hvaða lagaákvæðis er byggð sú afstaða Siglingastofnunar að á bátum Hvíldarkletts ehf. og Sumarbyggðar ehf. þurfi ekki skipstjórnar- vélstjórnar- eða öryggisréttindi til siglingar á bátum, sem allir eru yfir 6 metra langir hver?
Vænti svara við þessu hið fyrsta. Svarið má senda á netfangið gudbjornj@internet.is
Reykjavík 12. ágúst 2008
Guðbjörn Jónsson
12.8.2008 | 13:39
Fékk svar frá Landhelgisgæslu og sendi fleiri spurningar
Í gær fékk ég svar frá Landhelgisgæslunni við spurningum mínu til forstjóra hennar. Svarið var í raun ekkert svar, en töluverð uppljóstrun um alvarlega spillingu í stjórnkerfi okkar. Ég sendi LHG eftirfarandi bréf í morgun, í framhaldi af svarbréfi þeirra.
Forstjóri Landhelgisgæslunnar (LHG), hr. Georg Lárusson.
b. t. einnig til Dagmarar Sigurðardóttur, lögfræðings.
ERINDI: Varðandi meint brot Landhelgisgæslunnar á 65. gr. stjórnarskrár, lögum nr. 30/2007 og lögum nr. 116/2006.
Ég hef móttekið svar þitt við bréfi mínu frá 7. ágúst s. l. Ég hefði gjarnan viljað fá þetta bréf sent sem ritvinnsluskjal, en ekki sem pdf. mynd. Það auðveldar vinnslu með skjalið. Einnig hefði ég viljað SVAR við spurningum mínum, en ekki upplýsingar um það hvað öðrum aðilum FINNST að þið ættuð að gera. Ég ítreka því spurningar mínar úr fyrra bréfi, og af tilefni þess sem í þínu bréfi stendur, óska ég afrits af þeim heimildum sem LHG hefur verið veitt til að sniðganga lög og stjórnarskrá landsins.
Af svari þínu að dæma, virðist þið ekki gera ykkur grein fyrir að LHG er framkvæmdaaðili að þeim lögum sem sett hafa verið á Alþingi, en ekki gæsluaðilar hugarfósturs einstakra stjórnmálamanna eða ráðuneyta. Í 1. mgr. bréfs þíns tala þú um "frístundafiskiskip" og vísar til þess að samkvæmt lögum nr. 30/2007 þurfi ekki réttindi til að sigla þessum bátum. Ég hef lesið þessi lög en finn hvergi þessar heimildir, og hvergi nefnda þessa tegund fiskibáta. Vinsamlegast sendið mér afrit af þeim kafla laganna þar sem þessara skipa er getið og að ekki þurfi réttindi til að sigla þeim. Þekkt er, að þó frumvarp hafi verið lagt fram á Alþingi, en ekki verið tekið til umræðu, hefur það EKKERT lagagildi og alls óvíst að það verði nokkurn tíman að lögum. Tilvísun í slíkt er því óþægilegur barnaskapur af hálfu löggæsluaðila sjófarenda við Ísland.
Í 2. mgr. bréfs þíns segir þú:
"Fyrirtækin sem gera út frístundafiskiskipin gera það með fullri vitund Siglingastofnunar og Fiskistofu og fagráðuneyta samgöngu- og sjávarútvegsmála. Landhelgisgæslan fer ekki með ákæruvald. Ef Landhelgisgæslan kærir stjórnendur frístundafiskiskipa til lögreglu er kæran send fagstofnun til umsagnar áður en ákæra er gefin út. Miðað við afstöðu fagráðuneyta og stofnana siglinga- og sjávarútvegsmála er ljóst að engin ákæra yrði gefin út."
Ég er ekki viss um að þú gerir þér grein fyrir hve mikla siðspillingu þú upplýsir um í þessum kafla bréfs þíns. Lítum nánar á þetta. Þú segir:
Fyrirtækin sem gera út frístundafiskiskipin gera það með fullri vitund Siglingastofnunar og Fiskistofu og fagráðuneyta samgöngu- og sjávarútvegsmála.
Hefur þú staðfestar heimildir fyrir þessu, eða einungis sögusagnir?
Ef heimildirnar eru staðfestar óskast afrit af þeim. Þú segir einnig:
Ef Landhelgisgæslan kærir stjórnendur frístundafiskiskipa til lögreglu er kæran send fagstofnun til umsagnar áður en ákæra er gefin út.
Hvar í stjórnarskrá okkar eða almennum lögum er það VALKVÆTT, og undir hentistefnu stofnana stjórnkerfisins, hvort þeir sem uppvísir verða að því að brjóta lög landsins séu handteknir og leiddir fyrir dómara? Vinsamlegast upplýsið mig um þessi ákvæði stjórnarskrár og almennra laga og sendið mér afrit af þessum heimildum til að velja úr þá lögbrjóta sem hljóta ákæru.
Það leysir ekki LHG undan skyldum sínum að vísa til þess að lögreglustjórar hafi vald til að gefa út ákæru. LHG er lögæsluaðili á hafinu. Þið hafið vísað íslenskum sjómönnum í land sem ekki hafa tilskilin réttindi til siglinga, samkvæmt lögum. Þar af leiðandi, með vísan til 65. gr. stjórnarskrár. Þið vitið að hinir umræddu sjóstangaveiðibátar eru skráðir krókaaflamarksbátar að veiða úr krókaaflamarki. Þið vitið væntanlega hvað lögin nr. 116/2006 segja um heimila nýtingu krókaaflamarks. Þið eigið því enga undankomu í því að færa þessa báta til hafnar, ef réttindamenn eru þar ekki um borð, eða þeir séu að veiða úr krókaaflamarki með sjóstöng.
Með vísan til þess sem að framan er sagt, skal endurtekin óskin um að, telji LHG sig hafa heimildir til að mismuna sjómönnum í réttargæslu sinni, þá verði mér send afrit af þeim heimildum, ásamt öðru sem óskað hefur verið eftir.
Ég ítreka einnig 3. spurningu mína úr fyrra bréfinu, því það er ekki Fiskistofa sem hefur löggæsluna á hafinu. Það er LHG.
Vænti svara við þessum spurningum svo fljótt sem kostur er og minni á ákvæði stjórnasýslulaga þar um.
Virðingarfyllst
Reykjavík 12. ágúst 2008
Guðbjörn Jónsson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í þessu tilfelli á umhverfisráðherra ekkert val. Framkvæmdastjórinn brást skyldum sínum. Valið er framkvæmdastjórans, að segja upp og hverfa frá starfi, eða verða rekinn úr starfi fyrir augljósa yfirhylmingu með alvarlegu broti á lögum.
Augljóst, ekki satt?
Stóð 40 tonna bíla að utanvegarakstri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.8.2008 | 10:23
Varla vandamál að selja íslenskan þorsk
Miðað við þann samdrátt sem orðið hefur á framboði og framleiðslu íslensks þorsks á undanförnum áratug, eru varla erfiðleikar að selja þessi kíló sem Svisslendingar vilja ekki.
Það er athyglisverð opinberun um litla þekkingu á meginstoðum atvinnulífs í viðskiptalandi, ef innflytjendur og seljendur íslenska fisksins í Sviss vita ekki að fiskveiðar á Íslandi hafa verið stundaðar með sjálfbærum hætti alla tíð. Mér finnst þessir viðskiptaaðilar sýna athyglisverða fáfræði og ótrúlega lítinn vilja til að kynna sér og kynna neytendum hvaða gæðavöru þeir eru að selja.
Getur verið að þeir séu búnir að fyrirgera trausti neytenda á þeim upplýsingum sem þeir gefa sjálfir um þær vörur sem þeir eru að selja? Sé það svo, ættu þeir fyrst og fremst að líta í eigin barm, en ekki gera kröfur á þá þjóð sem í áratugi hefur verið þekkt er fyrir að vera bestu fiskframleiðendur í heimi, um að þeir láti aðila sem takmarkaða þekkingu hafa, fá að leggja gjald á framleiðsluna fyrir stimpil sem engu breytir um áratuga gæði íslenska fisksins.
Það er nægur markaður fyrir þorskinn okkar í heiminum þó Svisslendingar vilji hann ekki.
Lokað á villtan þorsk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.8.2008 | 00:05
Áskorun til Gísla Freys Valdórssonar
Í gær og í dag hefur Gísli Freyr haft uppi stór orð um kvótakerfið, ágæti þess og blessun, en ekki treyst sér til að svara málefnalegum athugasemdum. Hann hefur einnig verið þungorður í garð Ásmundar Jóhannssonar, sjómanns frá Sandgerði. Ég ætla ekki að gefa mig út sem sérstakan talsmann eða varnaraðila hans, en finnst óþarfi að skrökva upp á hann kvótasölu. Slíkur æsingur lýsir helst slæmu andlegu jafnvægi og einhverri fíkn í að reyna að skaða aðra, án haldbærra sannana.
En, eftirfarandi athugasemd skrifaði ég á bloggsíðu Gísla Freys nú í dag, og vænti þess fastlega að hann birti þessar umbeðnu upplýsingar. Ég hef þrábeðið sjávarútvegsráðuneytið og fjölmarga alþingismenn um þessar upplýsingar, en enn hefur enginn geta sent mér afrit af þeim. Kannski veit Gísli um þær; svo mætti ætla af skrifum hans..
Sæll Gísli Freyr! Það vakti athygli mína að þú skildir ekki treysta þér til að svara neinu um athugasemdir mínar í gær. Af því tilefni ætla ég að skora á þig hér, á þinni eigin síðu, að birta eftirfarandi samþykktir Alþingis Íslendinga.
1. Samþykki Alþingis fyrir svokallaðri "varanlegri aflahlutdeild". Það er hið fasta hlutfall skips í úthlutuðu aflamarki hvers árs.
2. Samþykkt Alþingis fyrir því að fyrstu árin ætti þessi "varanlegi kvóti" eingöngu að falla til skipa sem voru í útgerð árin 1980 - 1983, eins og LÍÚ hefur haldið fram.
3. Samþykkt Alþingis fyrir því að handhafar þess sem kallað er "varanlegur kvóti" megi selja hina ímynduðu hlutdeild sína sem sína eign.
4. Samþykki Alþingis fyrir því að selja megi aflamark innan ársins (kallað kvotaleiga).
5. Frá 1. janúar 1994 hefur verið virðisaukaskattur á allri sölu fisks, í hvaða formi sem er. Seldur kvóti er seldur óveiddur fiskur. Í stjórnarskrá okkar segir að sköttum verði ekki breytt nema á Alþingi. Því óska ég eftir að þú birtir á síðu þinni heimildir Alþingis fyrir því að virðisaukaskattur sé ekki greiddur af sölu aflaheimilda.
Ég gæti bætt við að biðja þig að rökstyðja hvaða útgerðir eru reknar með yfir 50% hagnaði, en öll kvótasala innan ársins (kvótaleiga) hefur verið hærri en 50% hlutfall af söluverði fisksins. Í lögum nr. 71/1936 getur þú lesið um refsinguna fyrir það að notfæra sér neyð annarra.
Og í lokin vegna ummæla um að Ásmundur hafi selt kvóta; þó ég ætli ekki að gefa mig út sem varnaraðila fyrir hann, þá er óþarfi að ljúga upp á hann.
Framsalsheimildir komu fyrst inn í lögin um stjórn fiskveiða 15. maí 1990. Heimildir þeirra laga til framsals voru í 12. grein og voru á þessa leið: (Leturbreytingar eru mínar)
Heimilt er að færa aflamark milli skipa sömu útgerðar eða skipa sem gerð eru út frá sömu verstöð eftir því sem hlutaðeigandi aðilar koma sér saman um enda hafi skip, sem fært er til, aflahlutdeild af þeirri tegund sem millifært er. Sama gildir um skipti á aflamarki milli skipa sem ekki eru gerð út frá sömu verstöð, enda sé um jöfn skipti að ræða að mati ráðuneytisins.
Tilkynna skal sjávarútvegsráðuneytinu fyrir fram um flutning aflamarks milli skipa og öðlast hann ekki gildi fyrr en ráðuneytið hefur staðfest móttöku tilkynningar um flutninginn frá þeim sem hlut eiga að máli.
Annar flutningur á aflamarki milli skipa er óheimill nema með samþykki ráðuneytisins og að fenginni umsögn sveitarstjórnar og stjórnar sjómannafélags í viðkomandi verstöð.
Eins og hér má sjá var raunveruleg sala aflaheimilda ekki komin á skrið á árinu 1990; en mér skilst að á því ári hafi Ásmundur selt hlut sinn í bátnum. Hin raunverulega kvótasala fór ekki fyrir alvöru að verða einhver verðmæti, fyrr en eftir setningu laga nr. 75/1997, um samningsveð.
Kæri Gísli! Það er yfirleitt betra að hafa einhverja þekkingu á því sem sett er fram opinberlega, því þeir sem þú heldur þig trúlega vera að ganga í augun á með þessu rugli, þeir munu ekki taka af þér blak þegar ruglið opinberast.
Það er þörf fyrir heiðarlegt fólk í samfélagsumræðuna, því hvet ég þig til að vanda þig. (Ég birti þetta líka á mínu bloggi)
Gangi þér vel.
7.8.2008 | 15:46
Opið bréf til forstjóra Landhelgisgæslunnar
Forstjóri Landhelgisgæslunnar (LHG), hr. Georg Lárusson.
Í fréttum útvarps fyrir skömmu var sagt frá því að varðskipsmenn hefðu farið um borð í 6 báta úti fyrir Vestfjörðum, sem hefðu verið við veiðar með sjóstöng. Einnig var að skilja af fréttinni, að enginn um borð í þessum bátum hefði verið með skipstjórnarréttindi eða haft aðra tilskylda pappíra um þekkingar og öryggisþætti, til siglingar á fiskibátum af þessari stærð, (skráðum krókaaflamarksbátum).
Með vísan til fréttar um að LHG hafi vísað til lands, báti Ásmundar Jóhannssonar, sjómanns frá Sandgerði, sem og ákvæða stjórnarskrár um að ALLIR SKULI JAFNIR FYRIR LÖGUNUM, óska ég skýringa á eftirfarandi:
1. Hvaðan hefur LHG þær heimildir sem nú virðast augljósar, til að mismuna aðilum við framkvæmd lögskipaðs erfitlits?
2. Hvaðan hefur LHG heimildir til að sniðganga 65. gr. stjórnarskrár í framgöngu sinni gagnvart sjófarendum?
3. Í 7. gr. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006, segir orðrétt: Krókaaflamark er óheimilt að nýta á annan hátt en við línu- og handfæraveiðar. Með vísan til þess að samkvæmt téðum lögum telst sjóstangaveiði hvorki línu- eða hanfæraveiði og eins og segir skýrt í lögunum að óheimilt sé að nýta krókaaflamark á annan hátt en við línu- og handfæraveiðar. óskast skýringar LHG á því hvers vegna rúmlega 40 fiskibátar frá Vestfjörðum, sem greinilega stunda ólöglegar veiðar úr krókaaflamarki, eru ekki þegar stöðvaðir, reknir í land og kærðir.
Vænti svara við þessum spurningum svo fljótt sem kostur er og minni á ákvæði stjórnasýslulaga þar um.
Virðingarfyllst
Reykjavík 7. ágúst 2008
Guðbjörn Jónsson
Bátur Ásmundar færður til hafnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.8.2008 | 14:03
Samtrygging um að brjóta niður skoðana og tjáningarfrelsi
Skipt um fulltrúa í skipulagsráði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.8.2008 | 13:52
Getur verðgildi gjaldmiðils verið misjafnt milli tveggja viðskiptaaðila í sama landi
Í hart nær þrjá áratugi höfum við reynt, það sem kallað er, að tryggja ákveðnum aðilum verðgildi gjaldmiðils okkar með tilteknum aðferðum. Þessar aðferðir hafa aldrei verið raunprófaðar, eða áhrif þeirrar á afkomu þjóðarinnar rannsakað. Hvers vegna ætli það sé svo? Ég tel mig vita það, en geri það ekki opinskátt meðan fólk er að brýna sellurnar.
Byrjum á því að velta fyrir okkur hver eru hin raunverulegu verðmæti krónunnar okkar; og hvort nauðsynlegt sé að verðgildið sé bara eitt, eða hvort þjóðin geti haft mörg verðgildi krónunnar. Kannski líkt og þegar ærgildi voru verðmætisviðmið. Þá gat eitt ærgildi haft mismunandi verðgildi, eftir landshlutum, héruðum eða jafnvel bændum.
Í fjölþættu viðskiptasamfélagi nútímans, er nauðsynlegt að verðgildi gjaldmiðilsins sé aðeins eitt, og það gildi um öll viðskipti sem gjaldmiðillinn er notaður við. Mikilvægt er að allir viti fyrirfram hvert verðmæti hverrar krónu er; sama hvort hún er að koma inn á heimili / fyrirtæki, eða hún sé að fara út.
Þó við höfum talið okkur reka nútímalegt fjölþætt viðskiptasamfélag undanfarna þrjá áratugi, höfum við ekki haft eitt og sama verðgildið á krónunni fyrir alla landsmenn og þar með líklegast brotið stjórnarskrá um að allir skuli jafnir fyirr lögunum. Við höfum veitt þröngum afmörkuðum hópum lagaheimild til að krefjast hærra verðs en almennt gerist í viðskiptum manna í milli innan samfélagsins, fyrir hverja krónu sem þeir geyma í banka eða lána. Lítum hér á litla dæmisögu:
Fyrirtæki sem smíðar skrifstofuhúsgögn, annarskonar húsgögn og innréttingar, var að endurnýja vélakost sinn. Til að fjármagna það fengu þeir 6 milljóna króna lán í bankanum sínum til fimm ára, (60 mánaða) með mánaðarlegum afborgunum, (að frádregnum lántökukostnaði 5.780.000). Skömmu eftir að nýja vélasamstæðan er komin í gang, ákveður bankanum að skipta um skrifstofuhúsgögn og innréttingar í nokkrum útibúum. Þeim lýst vel á framleiðsluna hjá þessu umrædda fyrirtæki og gera samning um kaupin hjá þeim. Vörurnar átti að afhenda í fjórum áföngum á tveimur árum. Samningurinn var 5,8 milljónir króna, eða nánast sama upphæð og lánið sem þeir höfðu fengið til að kaupa vélarnar sem þeir endurnýjuðu, svo þetta leit bara vel út.
Í 36. mánuði eftir lántökuna, er afgreiddur síðasti hluti pöntunarinnar til bankans og lokareikningur gerður til greiðslu á síðasta fjórðung samningsins, kr. 1.450.000. Rífandi gangur hafði verið hjá fyrirtækinu eftir komu nýju vélanna og á þessum tíma hafði safnast lausafjárstaða hjá því uppá 1,1 milljón. Þar sem 3,6 milljónir höfðu verið greiddar af láninu (upphaflega 6 milljónir) ákvað eigandi fyrirtækisns að greiða bara upp þessar 2,4 milljónir sem eftir væru af láninu, en þá kom babb í bátinn. Krónurnar sem hann hafði fengið að láni hjá bankanum höfðu gengisfallið um 11% á þessum tveimur árum, þannig að í stað þess að borga 2,4 milljónir sem eftirstöðvar lánsins, yrði hann að borga 3.062.000. það værum eftirstöðvar lánsins nú.
Eigandi fyrirtækisins varð hissa og spurði:
Fyrst gengi krónunnar rýrnaði þetta á þessum tíma, þá hljóta krónurnar í samning mínum við bankann líka að hafa rýrnar um 11% og lokagreiðslan ætti því að vera 660 þúsundum hærri.
Bankamaðurinn sagði svo ekki vera. Þessi gengislækkun krónunnar hefði eingöngu orðið hjá bönkum og öðrum lánastofnunum.
-------
Þetta er svolítið öðruvísi vinkill á vitleysuna sem kölluð er verðtrygging. Kannski væri betra að tala um þetta sem gengisfellingu lánastofnana á krónunni, frekar en tala um þessa vitleysu sem verðtryggingu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2008 | 12:02
Ætli þeim takist að þvinga Ásmund til að kaupa kvóta???
Þetta er nokkuð merkilegur slagur sem einstaklingur tekur þarna við kerfi sem ekki byggir framkvæmd sína á lagaheimildum.
Það er gott og blessað, og alveg nauðsynlegt, að hafa stjórn á því magni sem veitt er. Það er einnig alveg nauðsynlegt að þeir sem eiga að hafa eftirlit með að lögum sé framfylgt, séu ekki sjálfir staðfastir gerendur í lögbrotum, en því miður er það svo um Fiskistofu.
Samkvæmt lögum um fiskveiðistjórnun, skal Fiskistofa hafa eftirlit með framkvæmd laganna. Þar segir að flutningur aflamarks milli skipa taki ekki gildi fyrr en Fiskistofa staðfesti flutninginn.
Athygli er vakin á því að lögin tala ekki um SÖLU aflamarks milli skipa. þau tala einungis um FLUTNING aflamarks milli skipa. Af hverju skildi það vera.
Í þessu tilfelli erum við að tala um svokallað krókaaflamark, því bátur Ásmundar er krókaaflamarksbátur. Í lögunum er skýrt tekið fram hvernig megi nýta svonefnt krókaaflamark. Þar segir svo í 7. gr. laganna:
Krókaaflamark er óheimilt að nýta á annan hátt en við línu- og handfæraveiðar.
Þetta er afar skýrt. Það er sem sagt algjörlega óheimilt að nýta úthlutað krókaaflamark á þann veg að SELJA aflamark til annars báts, sjálfum sér til tekjuöflunar. Krókaaflamarkið má einungis nýta til veiða með línu eða handfærum.
Athygli vekur að sölur á krókaaflamarki hafa lengi farið fram, staðfestar og skráðar af Fiskistofu, sem á að sjá til þess að lögin um fiskveiðistjórnun séu virt.
Er það ekki svolítið skondið að þeir sem virðast stunda það að brjóta þessi ákvæði laganna um fiskveiðistjórnun, skuli hugsanlega verða ákærendur Ásmundar fyrir sínar fiskveiðar?
Ásmundur mótmælir enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.8.2008 | 11:05
Treysta ekki stjórnendum bankanna.
Varla er hægt að reikna með að erlend matsfyrirtæki gefi skýrari merki um að stjórnendum íslensku bankanna sé ekki treystandi. Þeir eru greinilega að ögra stjórnum og eigendum bankanna til að skipta út þessum stjórnendum og setja hæfari menn, með virkari heildar- og langtímahugsun í forgrunni athafna sinna.
Kannski hafa stjórnir eða eigendur bankanna okkar ekki dómgreind til að skilja þessi skýru skilaboð.
Matsfyrirtæki pynta íslenska banka" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur