Bloggfærslur mánaðarins, október 2009
29.10.2009 | 16:51
Þetta eru nú meiri rugludallarnir
Það væri fróðlegt að vita hvaða tölugildi fyrir landsframleiðslu þeir eru að nota. Eru þeir að miða við þá landsframleiðslu sem var í fyrra (þegar hrunið varð) ? Eða eru þeir að miða við þá landsframleiðslu sem er nú? Eða eru þeir að miða við þá landsframleiðslu sem fyrirsjaanleg tekjuöflun þjóðfélagsins muni bera á næstu árum, að frádregnum þeim stóra hluta gjaldeyristekna sem fara þarf í greiðslu erlendra skulda?
Mér finnst svona framsetning beinlínis benda til fákunnáttu á mati hæfis til skuldaþols, eða að þeir álíta þjóðina samansafn rugludalla, sem hægt sé að segja hvað sem er.
Hver ástæðan er fyrir svona heimskulegu tali manna sem eiga að teljast "sérfræðingar" á þessu svið, er ekki gott að segja. Þetta er alla vega ekki álitsauki, í framhaldi af fyrri kjánaskap þeirra í málefnum okkar.
Skuldirnar ekki óviðráðanlegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.10.2009 | 14:22
Aðalsteinn hefur lengi verið rödd hins almenna verkamanns
Möguleikar almennra félagsmanna verkalýðsfélaga til að hafa áhrif á kjör forystumanna ASÍ er hverfandi lítlir. Ákveðinn forystukjarni kemur sér saman um hvaða fólki skuli vera stillt upp á framboðslista og látið vita hvaða fólk er forystuliðinu þóknanlegt.
Þetta er þekkt fyrirkomulag "ráðstjórnarhugsunar", sem er afar útbreitt í þjóðfélagi okkar. Sama "ráðstjórnarhugsun" veldur því að þeir sem ekki eru forystunni sammála, eru óæskilegir því forystan getur ekki alltaf rökstutt vilja sinn og ákvarðanir. Hún er því afar sjaldan reiðubúin til rökræðna um málefnin, enda búið að taka hina endanlegu ákvörðun um niðurstöðuna, áður en málið kemur til almennrar umræðu, eins og það er kallað.
Það eru mörg ár síðan ESB fór að bjóða forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar til svokallaðrar "nám og kynningardvalda" í höfuðstöðvum sínum í Brussel. Þangað hafa flestir forystumenn ASÍ farið til dvalar og komið til baka heilaþvegnir fylgendur aðildar að ESB. Gylfi hefur verið þarna, einnig Skúli, framkvæmdastjóri Starfsgreiansambandsins, svo einhverjir séu nefndir.
Ég hef lengi fylgst með framgöngu Aðalsteins og þekki vel að hann fylgir fram hagsmunum hins vinnandi vekamanns, líkt og fleiri verkalýðsforingjar á landsbyggðinni. Forystu ASÍ hefur hins vegar tekist afar vel að fækka í þessum foringjahópi verkafólks, með markvissum áróðri fyrir sameiningu stéttarfélaga. Með þessum sameiningum varð forysta verkafólks af landsbyggðinni minnihlutahópur innan ASÍ og þar á bæ er markvisst unnið að því að losna við þessar raddir verkafólks úr mikilvægum valdastöðum.
Í lýðræðisskipulagi eru málefni til úrlausnar kynnt og rædd skipulega, og sameiginleg niðurstaða fundin, sem síðan verður gildandi ákvörðun.
Í ráðstjórnarskipulagi er niðurstaðan fundin í þröngum hópi valdhafa. Þar er niðurstaðan hönnuð í búning sem lítur trúverðuglega út í augum hins almenna félagsmanns, er honum verður á fundi heimilað að tala um, í 1 - 2 mínútur hver maður. Síðan á fólk að greiða atkvæði með fram kominni tillögu forystunnar, því það er hvort sem er búið að ákveða að svona verði framkvæmdin.
Þessi niðurlæging verkafólks, innan verkalýðshreyfingarinnar er ekkert ný af nálinni. Hún hefur staðið yfir í meira en áratug. Þessi framganga hefur hugsanlega náð svona langt, vegna þess að okkur hættir svo mjög til að afgreiða úrlausnarmálin eftir yfirborðsútliti, þó það sem er undir hinu fallega yfirborði sé bæði vont og jafnvel okkur skaðlegt.
Af löngum ferli og samskiptum við mikinn fjölda fólks, hefur mér virst sá hópur afar stór, sem telur að það sé einhver annar en þau sjálf, sem eigi að gæta hagsmuna þeirra. Þeir hafi svo mikið að gera að þeir hafi ekki tíma til að standa í svoleiðis málum. Finnst þeir hafa eytt nægum tíma í svoleiðis með því að mæta einu sinni á ári á fund, til að kjósa "formann" sem eigi að sjá um slíka hluti, að þeir séu í lagi og séu ekki að angra fólk.
Ætli sú herdeild inni stóra sigra sem sendi foringjann einan fram á vígvöllinn, meðan allir hinir gerðu það sem þá langaði, án afskipa af því hvernig foringjanum vegnaði?
En ætlast samt til að foringinn vinni orrustuna.
Segir að ólíkar skoðanir séu bannaðar innan ASÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.10.2009 | 21:23
"íslensk stjórnvöld verða ávallt reiðubúin að standa vörð um hagsmuni þjóða í þessum heimshluta."
Líklegt þykir mér að flest heilbrigt hugsandi fólk brosi út í annað, þegar það heyrir þessi ummæli frá íslenskum pólitíkusi. Líklega leiðir fólk hugann að því hve kröftuglega þessir pólitíkusar stóðu vörð um hagsmuni sinnar eigin þjóðar, í mikilvægasta hagsmunamáli hennar, sem upp hefur komið á sögulegum tíma.
Fyrst þessir pólitíkusar höfðu ekki manndóm í sér til varnar sinni eigin þjóð, sem ekkert hafði til saka unnið, annað en að trúa þeim fyrir stjórnun landsins, er afar ótrúlegt að heilbrigt hugsandi fólk, í öðrum löndum, vænti mikillar forystu eða skeleggri málafylgni, frá þessu hrædda "hýenuliði" sem stjórnar íslenskri pólitík.
Það er grátlegt að fólk skuli vera svona blint á eigin hæfileika og getu. Enn grátlegra er að svo mikið skuli vera af blindu fólki í þjóðfélaginu, að svona innihaldslausir blaðrarar skuli ná þingmeirihluta á Alþingi okkar.
Aukið samstarf smærri aðildarríkja mikilvægt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.10.2009 | 20:55
Framkvæma meira með lánsfé, þó þjóðin sé upp fyrir axlir í skuldum
Það er mjög greinilegt að þjóðin hefur ekki látið Sjálfstæðisflokkinn skilja hvaða ábyrgð hann ber á því ástandi sem nú er í efnahagsmálum okkar. Vilhjálmur Egiilsson og forysta SA eru greinilega enn á fullu í frjálshyggjuhugsuninni - að fá lán til að gera þetta og hitt - án hugsunar um með hvaða hætti sé hægt að borga þau lán til baka.
Í hart nær tvo áratugi jók Sjálfstæðisflokkurinn stöðugt veltuna í þjóðfélagi okkar, með stöðugt auknum erlendum lántökum. Þessi erlendu lán voru að mestu notuð í fjárfestignar sem ekki skiluðu þjóðféalginu neinum tekjum. Þess vegna var aldrei hægt að greiða þessi lán til baka, heldur tekin ný og hærri lán, þegar gömlu lánin komu á gjalddaga.
Sama ábyrgðarleysið virðist enn vera við lýði hjá Samtökum atvinnulífsins. Þó Vilhjálmur og SA hafi hrópað hátt yfir IceSave skuldunum og sagt þjóðina ekki hafa efni á svona miklum greiðslum, hóta þessir aðilar nú, að setja þjóðfélagið í efnahagslegt uppnám verði ekki farið að kröfum þeirra um að fara í kostnaðarsamar stórframkvæmdir á næsta ári, sem allar verða að framkvæmast fyrir erlent lánsfé, sem auka skuldir þjóðfélagsins enn frekar.
Ef þetta eru ekki pólitísk hryðjuverk, þá eru hryðjuverk einfaldlega ekki til.
Staðan hefur lagast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2009 | 15:20
Mjög mikilvægt að vel takist þessi endurskoðun
Sé horft til þeirra "ráðstjórnarhátta" sem ráðherrar lýðræðislegrar þingskipaðrar ríkisstjórnar hafa leyft sér að viðhafa á undanförnum árum, er mikilvægt að endurskoðunin sé á grundvelli réttrar tröppunar í lýðræðis þjóðfélagi verði skýr og ótvíræð.
Af gefnum tilefnum, er mikilvægt að skýra mun betur en nú er, valdamörk ráðherra og heimildir þeirra til sjálfstæðrar ákvarðanatöku í málefnum sem ekki hafa komið til umræðu á Alþingi. Mikilvægt er að minna skýrlega á að ráðherrar eru framkvæmdaaðilar að vilja og ákvörðunum Alþingis, en ekki sjálfstæður valdsaðili.
Þá er einnig mikilvægt að huga að þeim ákvarðanatökum ráðherra, sem ná út fyrir valdstímabil þeirra (kjörtímabilið). Með því að taka ákvarðanir sem komi, að einhverju eða öllu leiti, til framkvæmda eftir að kjörtímabili er lokið, er ráðherra á margþættan máta að taka ákvörðun utan umboðs síns; einkanlega ef málefnið hefur ekki hlotið afgreiðslu frá Alþingi.
Má í þessu sambandi minna á ákvarðanir ráðherra um meiriháttar fjárútlát ríkissjóðs, án heimilda frá Alþingi. Við slíku verður að vera algjört bann í nýjum lögum um stjórnarráðið.
Lög um Stjórnarráðið endurskoðuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2009 | 14:29
Þegar búið að skipuleggja byggingasvæði fyrir allar þessar íbúðir
Augljóslega eru þarna á ferð heilaþvegnir verktakaþrælar, sem virðast ekki hafa burði til að hugsa sjálfstætt. Á Höfuðborgarsvæðinu er þegar búið að skipuleggja mörg hverfi, grunnvinna gatnakerfi og leggja lagnakerfi, sem að öllum líkindum mun duga fyrir því sem byggja þarf næstu 40 árin.
Ef í fréttinni hefði verið fjallað um hugsanlega byggingaþörf frá árinu 2051 til ársins 2100, hefði verið hægt að brosa að þessu. En að leggja tíma fé og fyrirhöfn í þessar vangaveltur nú, vekur alvarlegar spurningar um heilaskemmd þeirra sem að slíkum vangaveltum standa.
Byggja þarf 30 þúsund íbúðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.10.2009 | 22:08
Að meta erlendar skuldir sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, er vægt til orða tekið KJÁNALEGT.
Þegar maður heyrir hagfræðinga og annað menntafólk tala um erlendar skuldir þjóðarbúsins sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, veltir maður fyrir sér þekkingargrunni þeirra sem kenna þjóðfélagsgrunn hagfræðinnar hér.
Fyrir rúmum tveimur áratugum átti ég í bréfaskiptum við fjármálaráðuneytið okkar, vegna þessa sérkennilega samanburðar sem farið var að beita, þegar erlendar skuldir þjóðarbúsins fóru að fara yfir þau mörk gjaldeyristekna, sem sagt hafði verið algjört hámark sem slíkar skuldir mættu fara.
Ráðuneytið svaraði því til að þetta væri gert svona samkvæmt ósk Sameinuðu þjóðanna. Ég leitaði upplýsinga um þetta, því ég gat ekki, og get ekki enn fundið skynsemisglóru í þessu viðmiði. Það gátu þeir hjá Sameinuðu þjóðunum ekki heldur, því þeirra forsenduþættir væru EKKI TIL STJÓRNUNAR EFNAHAGSMÁLA.
Hlutfallakerfið, prósenta af þjóðarframleiðslu, væri sett fram til að fá raunsanna hlutfallaskiptingu allrar veltu í hverju þjóðfélagi fyrir sig. Þannig fengist raunsönn mynd af því hve hátt hlutfall þjóðarframleiðslu (veltu) þjóðfélagsins, færi til heilbrigðismála, menntamála, velferðarmála, til hinna ýmsu greina stjórnsýslunnar og til atvinnusköpunar o.fl. o. fl.
Með þessu fyrirkomulagi skipti ekki máli hver heildarvelta þjóðfélagsins væri, hlutfallsleg skipting gæðanna kæmi alls staðar fram eins, óháð fjárhæðum.
Fákunnátta þeirra hagfræðinga sem mest eru áberandi í fjölmiðlum, um hagstjórn þjóðfélags, hefur verið grátlegt að hlusta á. Þeir hafa ekki náð heildarmynd þjóðfélagsins í sínum vangaveltum, heldur fyrst og fremst verið bundnir með hugann við fjármunaveltu. Örfáir aðilar, oftast erlendis frá aðrir en Gunnar Tómasson, hafa litið á heildarmyndina. Þá verða hinir oftast vandræðalegir og fara nánast í slóðina hans Ladda,
JÆJA HEMMI MINN. - ALLTAF Í BOLTANUM ??
Ætli þeir kunni ekki að ræða heildarmynd efnahagshreyfinga þjóðfélags ????
Hlutfall skulda af þjóðarframleiðslu ofmetið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.10.2009 | 18:12
Er Landsvirkjun ekki tekjulega sjálfbær ???
Það hefur lengi verið vitað að raforkusala til stóriðju hefur ekki verið arðbær fyrir Landsvirkjun. Sennilega mun þó Kárahnjúkavirkjun hafa þar metið, því sá möguleiki er afar fjarlægur að raforkusala þaðan muni bera allan þann kostnað sem þar var lagt út í.
Fáeinum dögum fyrir hrun Kaupþings, sögðu stjórnendur þess banka að fjárhagsstaða hans væri slík að hann væri full-fjármagnaður meira en ár fram í tímann. Fáeinum dögum síðar var hann í greiðsluþroti.
Nú segir fjármálaráðherra, um Landsvirkjun, að staða fyrirtækisins væri góð miðað við önnur fyrirtæki, sem segir ekkert um Landsvirkjun, því mikill fjöldi fyrirtækja stefnir í gjaldþrot. Það er í það minnsta ákveðin þversögn í því að "staða fyrirtækisins væri góð" en samt þurfi ríkissjóður að leggja því til 25 milljarða styrk á fjárlögum næsta árs; einmitt á þeim tíma sem mest kreppir að í ríkisfjármálum.
Engin haldbær rök er hægt að færa fyrir því að Landsvirkjun hafi verið vel og skynsamlega stjórnað undanfarinn áratug, eða rúmlega það. Lánastaða hefur vaxið skuggalega mikið og tekjugrundvelli, til endurgreiðslu afborgana og vaxta, ekki gætt svo sem vera skildi. Af þeim sökum draga lánveitendur í efa gjaldfærni Landsvirkjunar, vegna þegar tekinna lána. Og nú, þegar skuldastaða ríkissjóðs og aðrar ábyrgðir s.s. IceSave, lánamál sveitarfélaga og fleira er komið upp á yfirborðið, er ljóst að ríkissjóður verður ekki aflögufær með fjármagn næstu áratugina, til fjármögnunar á taprekstri Landsvirkjunar.
Ljóst er, að þeir orkusölusamningar til stóriðju sem þegar hafa verið gerðir, verða ekki endurskoðaðir eða hækkaðir á næstu árum. Aukna tekjuþörf Landsvirkjunar verður því að sækja til annarrar starfsemi í landinu og heimilanna. Annars staðar eru engar tekjur í sjónmáli fyrir Landsvirkjun.
Mikið lifandis ósköp á þjóðin snillingum Sjálfstæðisflokksins mikið að þakka, fyrir alla þá fjárglæfra og spillingu sem sá flokkur hefur leitt yfir þjóðina á undanförnum áratugum. Það er engin furða þó sá flokkur mælist stærsti sjórnmálaflokkur landsins í skoðanakönnunum. Það ber glöggt merki um samfélagsvitund okkar og ábyrgð.
Tekist á um Landsvirkjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2009 | 17:55
Er þetta sú birtingarmynd.........
....sem ungt fólk á Íslandi vill að birtist af lýðræðisvitund þess, rökrænni skynsemi, virðingu fyrir sjálfum sér, þjóð sinni og almennri kurteisi?
Sé það svo, er varla mikil ástæða fyrir okkur sem eldri eru að leggja mikið á okkur vegna framtíðar-velvilja annarrar þjóða. Afar litlar líkur eru á að það sem á myndbandi þessarar fréttar sést, verði eftirsóknarvert að mati þeirra þjóða sem alast upp við kurteisi og mannvirðingu í samskiptum.
Hvað segja nemendasamfélög framhaldsskólanna og háksólanna við svona framkomu á fjölþjóðlegri samkomu?????
Ég bíð spenntur eftir að sjá viðbrögð þeirra; bæði hver þau verða og hve margir skólar telja þessa framkomu innan kurteisismarka.
Gerðu hróp að ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2009 | 17:22
Innstreymi vændis og glæpa, í boði skattgreiðenda ???
Um nokkurra ára skeið hefur verið talað um aukningu glæpastarfsemi erlendra aðila hér á landi. Einkum telja menn sig hafa merkt aukningu eftir að við gengum í svonefnt "Schengen" landamæra samstarf Evrópuríkja.
Af þessu samstarfi hefur þjóðin afar lítið gagn, en hins vegar alveg gífurlegan kostnað. Við, þessi litla örþjóð (lítið þorp á Evrópu mælikvarða) höfum opnað fyrir frjálst aðgengi ógæfufólks og skipulagðra glæpahópa, frá hundruð milljóna íbúasvæðum. Við þessi litla þjóð, með 50 - 60 lögreglumenn á vakt, bjóðum slíku ógæfufólki frjálsan aðgang að landi okkar, verðmætum, lífsgæðum og lífi.
Ég velti fyrir mér dómgreind þess fólks sem ábyrgð ber á að slíku veisluborði sé haldið opnu, þar sem allt eins gætu verið líkur á að á einum sólahring yrðu veiðslugestir umtalsvert fjölmennari en þeir heimamenn sem varnað gætu glæpum og ránum.
Við þekkjum dómgreindarskort þeirra sem komu þessu ábyrgðarleysi á. Spurningin er bara hvort það fólk sem nú situr við stjórnvölinn sé jafn ábyrgðarlaust gagnvart þeirri hættu sem haldið er opinni?
Fram til þessa höfum við engan merkjanlegan ávinning haft af þessu landamærasamstarfi. Hins vegar hefur þetta samstarf kostað okkur hærri fjárhæðir en þægilegt er að horfast í augu við. Þetta hefur einnig kostað okkur ófriðsamara umhverfi, þar sem innbrot, þjófnaðir og litlir sem stórir glæpir hafa verið framdir. Og þjóðin sjálf orðið fyrir ofbeldi, líkamsmeiðingum og jafnvel lífláti, af hendi þessa ógæfufólks.
Ef við látum okkar fögru höfuðborg þróast út í það að verða álíka öruggt svæði og hættuleg glæpahverfi stórborga, erum við jafnframt að loka fyrir hingað komu heiðarlegs ferðafólks, sem ferðast hingað til að skoða friðslæt land með fallegum- náttúruperlum, byggðum og mannlífi.
Taki ráðamenn ekki af skarið, verður þjóðin að taka til sinna ráða, eigi að vera von um endurheimt hins friðslæa samfélags sem hér ríkti, fyrir rúmum 20 árum, eða svo. Það er útilokað að skattgreiðendur þessarar fámennu þjóðar, geti staðið undir þeim kostnaði sem þessu Schengen veisluborði fylgir, svo ekki sé minnst á öll óþægindin sem af þessu stafa fyrir friðsama landsmenn.
Tilkynningum um vændi hefur fjölgað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 151
- Frá upphafi: 165757
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 141
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur