Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Undarlegur óvitaskapur í forystuliði Samtaka verslunar og þjónustu.

Af þeirri frétt sem hér er vísað til, virðist greinilegt að forystufólk SVÞ hefur ekkert lært af þeirri vitleysu sem keyrð var áfram í þessu þjóðfélagi undanfarinn áratug, eða jafnvel lengur, þrátt fyrir allt það hrun sem hér hefur orðið.  Meginhluti útþennslu þjóðfélagsins var á sviði verslunar og þjónustu. Og til þess að geta þanið þessa starfsemi eins mikið út og gert var, var þjóðfélagið skuldsett sífellt meira og viðskiptahalli við útlönd keyrður upp úr öllu valdi.

Maður hefði geta vænst þess að fólk sem valið væri til forystu í jafn þýðingarmiklum þjóðfélagshóp og þessi samtök eru, gengju fram af meiri ábyrgðartilfinningu, og auðsýnilegri meiri þekkingu á grundvallarþáttum efnahagslífs okkar.

Það er barnalegur kjánaskapur að setja fram þá fullyrðingu sem hér er vísað til, en þar segir:

„Það er ljóst að það er undir okkur komið að skapa þau 20.000 störf sem vantar, þau munu verða til í verslun, þjónustu og iðnaði frekar en í öðrum greinum, eins og til dæmis sjávarútvegi,“ segir Margrét. Til þess þarf lægri vexti og nothæfan gjaldmiðil. 

Nú þegar vantar mikið upp á að gjaldeyrisskapandi atvinnustarfsemi beri uppi þá verlsunar- og þjónustustarfsemi sem nú er fyrir hendi í landinu. Þannig er ljóst að það er ávísun á ófarnað að ætla sér að fjölga störfum í verslun og þjónustu, án þess að auka fyrst gjaldeyrisskapandi starfsemi, sem fjármagnaði þá aukningu í verslun og þjónustu sem þarna er boðuð.

Fer óvitaskapnum og vitleysunni ekki senn að ljúka hjá þeim sem teljast í forystusveitum þjóðfélags okkar?              


mbl.is Blöskrar vinnubrögð Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krafan um að Sigríður víki sæti, bendir til órólegrar samvisku

Mér finnst nokkuð athyglisvert að Jónas skuli vera svona viðkvæmur fyrir þeim ummælum sem þarna virðast hafa birst. Á engan hátt er vikið að óheiðarleika  einstakra aðila, í starfi eða starfsháttum. Auk þess er um margar stofnanir að ræða og sumar þeirra með stærra ábyrgðarhlutverk en sú stofnun sem Jónas veitti forstöðu. 

Margar staðreyndir, um starfshætti lánastofnana okkar, hafa nú þegar verið bornar fram í fjölmiðlum, sem engin skynsamleg skýring er til á önnur en öfgakennd græðgi. Ég efa ekki að sú skoðun er afar víðtæk á fræðasviði viðskipta- og fjármála um víða veröld. Sigríður er því einungis afar lítill minnihluti þeirra sem nú þegar eru með afar sterka tilfinningu fyrir að framangreind orsök sé ástæða hrunsins.

Tómlátt andavaraleysi, getur annað hvort stafað af illa skilgreindir lagaumgjörð um fjármálastarfsemina, eða frá því að þeir sem áttu að framkvæma lögin, hafi hugsanlega ekki haft fullan skilning á mikilvægi embættis síns eða sínu hlutverki í heildarmyndinni. Hvergi er vikið að óheiðarleika. Um það hver þessara þátta sé ástæða hinnar mjög svo útbreyddu skoðunar, sem Sigríður setur varfærnislega í orð, segir hún ekkert um. Það bíður hinnar faglegu niðurstöðu.

Staðreyndin er engu að síður sú; og á vitorði flestra sem til þekkja í viðskipta- og fjármálum, að á undanförnum 5 árum, eða svo, var starfsemi fjármálastofnana í þessu landi ekki í neinum takti við rauntölu efnahagslífs þjóðarinnar og víðs fjarri því að eftirlit með fjármákerfinu hafi miðað að því að sjá um fjármálalegan stöðugleika í landinu.

Þetta er á vitorði flestra nú þegar; og var löngu áður en Sigríður lét sín orð falla um umræddu blaðaviðtali. Hún var því ekki að ljóstra neinu upp.

         


mbl.is Hefur engin áhrif á vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afnema STRAX fæðingarorlof karla

Eins og nú er ástatt fyrir efnahag þjóðarinnar, hefur hún ekki efni á þeim flottræfilshætti sem felst í því að greiða karlmönnum fæðingarorlof. Slíkt skilar engu til barnsins og karlinn hefur heldur ekkert út úr því hvað varðar tengingu við barnið, því áreiðanlega finnst enginn maður sem man einhver tengsl á fyrsta ári sínu.

Enginn vafi leikur á að tengsl ungabarns á fyrsta ári, eru eingöngu við móður sína, enda byrjar barnið ekki að mynda sjálfstæði einstaklingsins fyrr en á þriðja ári. Þetta er löngu vitað, en því miður lítið fjallað um, af ástæðum sem ekki verða raktar hér.

Skilningur ungabarns á umhverfi sínu er afar takmarkaður. Það getur ekki þekkt umhverfi á sama hátt og við, fullorðna fólkið. Það skynjar umhverfi sitt eftir orkunni sem umhverfið sendir frá sér og þess öryggis sem það finnur fyrir í slíku umhverfi, frá fólki sem orkulega sendir frá sér kærleika og ástúð.

Afar fáir karlar hafa þá tilfinningadýpt að ungabarn finni til þess umvefjandi trausts sem gerir það rólegt og öruggt. Eðli okkar karla er frekar á þeim þætti að vera varðhundur hreiðursins, sem skapar móður og barni frið og öryggi. Þennan eðlisþátt má sjá víða í dýraríkinu, þar sem náttúrutalentur hafa ekki tapast í tilbúnum þörfum.

Fæðingarorlof karla var og er óttaleg sýndarmennska og óafsakanlegt bruðl eð almannafé; uppfundið af aðilum sem ekkert virðast hugsa um hvað þarf til að greiða út háar fjárhæðir úr ríkissjóði, svo ungt og fullfrískt fólk geti gert það sem það langar til. Ekkert er hugsað um hvort séu til peningar til að sinna sjúkum, öryrkjum og öldruðum; já, öldruðum sem hugsanlega lögðu allan sinn lífskraft í að skapa þessu unga fólki viðunandi uppvaxtarskilyrði þegar það var að vaxa og fullorðnast að árum talið.

Við þær aðstæður sem nú eru uppi í þjóðfélagi okkar, finnst mér einn fyrsti niðurskurðurinn eiga að beinast að afnámi á fæðingarorlofi karla, en svo fljótt sem kostur er, vildi ég sjá hugað að lengingu á fæðingarorlofi mæðra, sem mætti alveg ná til tveggja ára aldurs barnsins.              


mbl.is Lækka á hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér sýnist augljóst að stjórnvöld og stjórnendur ráðuneyta, skilji ekki grundvallarþætti ábyrgðar í þessum málum og ætli að setja ríkissjóð í ábyrgð sem hann á alls ekki að bera

Ég hef ekki trú á að Steingrímur hafi orðið óheiðarlegur við að setjast í ráðherrastól. Ég óttast frekar að hann skilji ekki flókna réttarstöðu okkar í málinu og treysti um of á ráðgjafa sem hugsa meira um fjármunalegan hreyfanleika en heildarhagsmuni samfélags okkar og þjóðarinnar sem heildar.

Mér blöskraði líka alveg þegar ég heyrði í þættinum "Ísland í dag" á Stöð2, er Ólafur Arnarson, kynntur sem hagfræðingur, lagði að jöfnu réttarstöðu innlánseigenda hjá Landsbanka og réttarstöðu almennra kröfuhafa, sem höfðu lánað bankanum peninga.

Innlán eru alltaf forgangskrafa, vegna þess að þau eru einungis í geymslu hjá bankanum á fullri skilaábyrgð hans, en peningar sem bankinn hefur fengið að láni, gegn útgáfu skuldabréfs, verða að eignarfé bankans. Í stað peninganna fær lánveitandinn skuldabréfið sem ávísun á endurgreiðslu peninganna síðar.

Á þessum tveimur formum er reginmunur, réttarfarslega og afar hjákátlegt að heyra menn fjalla um jafnstöðu almennra kröfuhafa, við hlið innlánseigenda.

 
Er virkilega svona lítið til af heiðarlegu fólki, með heilbrigð sjónarmið, á þessu fallega landi okkar?                


mbl.is Blekkingar, heimska og hótanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnisblað, hefur ekkert ákvörðunargildi, er einungis áminning um hugsanlegan áfanga að endamarki.

Á undanförnum árum hef ég æði oft talað um óvitaskap hjá stjórnendum fjármálafyrirtækja. Sá óvitaskapur hefur nú heldur áþreifanlega sannað sig, þó orðum mínum hafi ekki verið veitt nein athygli þá. Ég vænti því ekkert meiri athygli nú, þegar ég vek athygli á skelfilegum óvitaskap stjórnmálamanna, varðandi skuldsetningu þjóðarinnar út af IceSave reikningum Landsbankans.

Eins og málið virðist liggja fyrir; ég segi VIRÐIST, því fjölmiðlar hafa ekki enn leitað nothæfra skýringa á þeim kröfugerðum sem Bretar og Hollendingar leggja fram. En svo virðist sem hvorug þessara þjóða hafi lagt fram kærur eða kröfur á hendur stjórnendum eða stjórn Landsbankans, vegna þess tjóns sem þessir aðilar ollu í viðkomandi löndum. Svo virðist sem stjórnvöld þessara þjóða hafi EINGÖNGU lagt fram kröfur gagnvart Íslenska ríkinu, en ríkissjóður Íslands ER EKKI AÐILI AÐ ÞESSU MÁLI.

Íslensk  stjórnvöld hafa ALDREI VERIÐ KRAFIN UM AÐ UPPLÝSA um, hvaðan þeim kemur sá réttur að telja ríkissjóð Íslands bera skaðabótaábyrgð gagnvart þriðja aðila, vegna starfsemi Landsbankans í öðrum löndum. Hvers vegna voru Bresk og Hollensk stjórnvöld algjörlega ófáanleg til að leggja þessa deilu fyrir, þar til bæran hlutlausan dómstól?  Svarið er mjög augljóst.

Ríkissjóður Íslands er ekki aðili að því tjóni sem fólk í þessum löndum varð fyrir.  Ekki frekar en stjórnvöld annarra landa eru ekki ábyrg fyrir því tjóni sem Íslendingar verða fyrir, af völdum einstaklinga eða fyrirtækja (gervifyrirtækja), sem skráð eru í öðrum löndum, látum við glepjast af gilliboðum þeirra fjárglæframanna sem bjóða okkur skjótfenginn gróða. Við berum sjálf skaðann þegar í ljós kemur að innihald gilliboðanna var ekkert. Þessa grundvallarreglu þekktu ráðgjafar Breskra og Hollenskra stjórnvalda vel, og voru því fullviss um að hlutlaus dómstóll mundi sýkna Íslenska ríkið af öllum kröfum þeirra.

Sá aðili sem hótar að taka nauðbjargir frá þeim sem hann gerir vafasamar kröfur á; kröfur sem hann þorir ekki með fyrir hlutlausan dómstól, er ekki að leita réttlætis. Hann væri vís til að drepa eða ointa börnin til að fá föðurinn til að greiða.  Er þetta ekki sama aðferðin og glæpaheimurinn notar til að ná sér í peninga?

Hver skildi svo vera ástæðan fyrir því að þeir bjóða afborgunarleysi á þessum lánum í mörg ár?  Hún er afar augljós.  Þeir vita sem er, að ef hægt verður að pressa í gegn formlega samþykkt fyrir þessum lánum, og fólkið í landinu verður ekki vart við áhrif frá láninu um einhvern tíma, fennir í slóð þeirra sem beittu óheiðarlegum og ódrengilegum aðferðum við þvingunarsamningana. Þegar svo kemur að því að greiða þarf af lánunum, og hinar alvarlegu afleiðingar koma í ljós, er liðinn svo langur tími frá samningsgerðinni að endurupptaka eða áfrýjun er útilokuð. Afkomendur okkar sitja því uppi með þessa vitleysu stjórnvalda, í ofanálag við hörmulegar vitleysur hinna óvitanna, í fjármaláheiminum.

Eins og staðan er í dag, sé ég ekki fram á að lýðveldi á Íslandi nái því að veraða 100 ára; stór spurning hvort það verði 80 ára, nema þjóðin hristi af sér aumingjaskapinn og hreinsi alvarlega til að pólitíkinni og stjórnsýslunni.                  


mbl.is Minnisblaðinu stöðugt veifað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er heilbrigð skynsemi í löngu fríi frá opinberri stjórnsýslu hjá okkur ????

Ég hélt að við værum með þokkalega menntað fólk á Alþingi og að í framvarðarsveit stjórnsýslunnar væri einnig vel menntað fólk. Reyndar má vel vera að svo sé, en opinberlega er nú orðið afar ljóst að sú menntun sem þetta fólk hefur hlotið, hefur ekki aukið skynsemi þess eða dómgreind.

Sífellt talar þetta fólk um "skuldir okkar Íslendinga", þegar fjallað er um glæfralega stjórnunarhætti stjórnenda sjálfstæðs hlutafélags. Að vísu er þetta hlutafélag skráð hér á landi, en AÐ ENGU LEITI á ábyrgð ríkissjóðs.

Þá er því ekkert haldið til haga, að Íslensk lög eða stjórnunarhættir, gilda ekki um starfsemi íslenskra fyrirtækja á erlendri grundu. Í slíkum tilvikum gilda lög hvers lands fyrir sig. Í tilfellum Landsbankans, varðandi IceSave reikningana, giltu lög Bretlands og Holands um starfsemi bankans í þeim löndum.

Eftirlitsskykldan var því ALFARIÐ á ábyrgð stjórnenda fjármálastarfsemi í þessum löndum, en á ENGAN  hátt hægt að tengja hana ábyrgð ÍSLENSKS samfélags. Vankunnátta, vanþroski og helber aumingjaskapur svokallaðrar "menntaelítu" okkar, verður þess hins vegar valdandi að meginþorri þessara kunnáttulausu og vanþroskuðu aumingja, ÞORA EKKI að standa með þjóð sinni og verjast ódrengilegu áhlaupi þekktra ofbeldisafla.

Sagt hefur verið, að ef við Íslendingar stæðum á rétti okkar og færum með kröfu Breta og Hollendinga fyrir, til þess bæran dómstól, værum við að vega að undirstöðum Evrópska fjármálakerfisnins. Enginn þessara vanþroskuðu aumingja okkar virðast átta sig á að áhættan af slíku er ALLS EKKI hjá okkur Íslendingum, og því engin ástæða fyrir okkur að taka á okkur óþægindi vegna vitlausra lagaforsendna hjá ESB samsteypunni. Við áttum engan þátt í samningu slíkra laga og því verður engin sök felld á okkur vegna hættulegra áhrifa frá þeirri vitleysu, í þeirra eigin lögsögu.

Sú staðreynd, að öll áhætta málsóknar okkar vegna framkomu Breta, voru þau áhrif sem slíkt hefði haft á fjármálaumhverfi Breta sjálfra; sem og aðrar þjóðir innan Evrusvæðisins. sýnir þessi stað, lítið þjálfuðum skákmanni, hve gífurlega sterka stöðu við höfðum í þessu máli, starx í upphafi. Við höfum í raun afar litlu tapað af réttarstöðu okkar enn, því þær kröfur sem uppi eru, snerta á engan hátt ríkissjóð Íslands, heldur beinast ALGJÖRLEGA að Íslensku hlutafélagi, sem ríkissjóður á engan eignarhlut í, og bar ENGA ÁBYRGÐ á starfsemi þessa hlutafélags á erlendri grundu, þar sem Íslensk lög eða reglur náðu ekki til afskipta af daglegum rekstri þess.

Það er afar sorglegt, þegar maður hlustar ítrekað á helstu fyrirsvarsmenn þjóðfélags okkar, og flesta þá menntamenn sem fjölmiðlar ræða við, telja háskalega starfsemi Landsbankans á erlendri grundu, vera á ábyrgð ríkissjóðs okkar. Þessir menn opinbera svo alvarlega heimsku sína að þeim ætti ekki að vera treystandi fyrir ábyrgðarmiklu stjórnunarstarfi; og alls ekki til að fara með fyrirsvar eða ábyrgð ríkismálefna.

Það mætti skrifa langa greinargerð um þá heimsku sem viðgengist hefur í öllum þessum IceSave umræðum. Kannski verður það gert síðar, en hér verður látið staðar numið í bili.                   


Seljendur eru greinilega þjálfaðir í svindlinu

 Við eigum greinilega langt í land enn, með ásættanlegt siðferði í viðskiptum. Ég fékk tvö áþreifanleg dæmi um slík nú í morgun, er ég skrapp út í Bónus til að kaupa í matinn. Ég keypti kjúklingalæri frá Ali, og gat ekki varist brosi er ég las af umbúðunum að í þessum lærum væri EKKERT VIÐBÆTT VATN. Mér varð hugsað til þess hvort það gæti verið að siðferði framleiðenda væri orðið svo lélegt, að það þyrfti sérstaklega að taka það fram, að ekki væri verið að selja manni VATN á yfir þúsund krónur kílóið. Erum við virkilega svona illa stödd?

Af því að Fiskbúðin okkar, hefur að undanförnu séð Bónus fyrir nýjum fiski í þægilegum pakkningum, ætlaði ég að fá mér nýja Ýsu í hádeginu. Þess má geta að fyrst þegar þessar pakningar komu á markaðinn, var í þeim ágætis fiskur, á eðlilegu verði. Ég er gamall sjómaður (Vestfirðingur) og horfi því gagnrýnum augum á þann fisk sem ég kaupi. Ég gat hins vegar ekki séð hvernig þessi fiskur leit út, því flöturinn sem roðið var á (áður en flakið var roðdregið) sneri upp. Þar sem ég hafði oft áður keypt svona pakkningu, og fengið þokkalega góða vöru, tók ég pakkninguna og fór heim.

Þegar ég opnaði pakninguna, komu í ljós nokkur smáflök, af undirmálsfiski, en slíkur fiskur er seldur á hálfvirði á Fiskmörkuðum. Þessi fiskur var orðinn svo gamall (þegar honum var pakkað) að flökin toldu ekki saman. Það var komið LOS í fiskinn og vökvi fisksins allur farinn úr honum. Þetta var sem sagt, það sem kallað er "gúanómatur". Þessi vöru seldi Fiskbúðin okkar, á verði fyrsta flokks gæðafisks; þó innkaupsverðið væri líklega 50% af gæðafisksverði. Og því til viðbótar var fiskurinn orðinn svo gamall, áður en honum var pakkað, að hann gat
ALLS EKKI flokkast sem mannamatur.

Ég spyr mig hvor það sé hugsanlegt að ég lifi nógu lengi til að upplifa þokkalega heiðarlega framkomu viðskiptalífsins okkar, því það er jú undirstaðan sem við verðum að byggja endurreisn þjóðfélagsins okkar á.
   

Það er kannski eðlilegt að fulltrúi AGS telji okkur fífl, en samt ókurteisi

Ef litið er til þess hve þjóðin var sofandi meðan óvitarnir í fjármálastofnunum okkar silgdu efnahag okkar í þrot, er þar kannski fundin skýring á hvers vegna fulltrúar AGS, telji þjóðina vera samansafn af heimskum fíflum, sem hægt sé að segja hvað sem er og skilji ekki kurteisireglur í samskiptum.

Ef þessir menn bæru til þjóðarinnar minnsta snefil af kurteisi og virðingu, hefðu þeir haldið hina sjálfsögðu grundvallarreglu erlendra aðila, að tjá sig ekki opinberlega um væntanleg áform stjórnvalda okkar. Þessa grundvallarreglu hafa fulltrúar AGS ekki geta haldið, sem einfaldlega sýnir á áberandi hátt, að þeir telja þjóð okkar ekki verða eðlilegra grundvallarreglna, varðandi sjálfstæði sitt og sjálfsstjórn.

Ég hef hvað eftir annað undrast hvað þessir aðilar tjá sig um áform um stjórnun þjóðfélags okkar; ekki síst í ljósi þess hve stjórnvöld okkar eru í erfiðri stöðu til að gera annað en það sem AGS gerir kröfur til. Rétt er þó að geta þess að AGS hefur enn ekki komið það heiðarlega fram gagnvart þjóðinni, að opinbera að fullu innihald skilyrða sinna fyrir veitingu þeirra lána sem sjóðurinn hefur lánað okkur. Laumaði hann kannski inn í lánaskilmála, í skjóli þeirrar neyðar sem þjóðin stóð frammi fyrir, heimildum til inngripa í stjórnun þjóðfélags okkar? Hafi slíkt verið gert, ber þegar í stað að kæra slíkt til Alþjóðadómstólsins, því þar er um ófyrirgefanlega hegðun að ræða.

Ekki fer á milli mála, að AGS hefur þvingað Seðlabankann til að falla frá áformum sínum um lækkun stýrivaxta, svo að hægt væri að koma atvinnustarfsemi fljótt í gang aftur. Sú þvingun kom opinberlega í ljós þegar fulltrúi AGS tjáði sig opinberlega gegn áformun Seðlabankans, áður en kom að þeim degi sem hin boðaða stýrivaxtalækkun átti að koma fram. Á götumáli heitir þetta að melludólgurinn hafi varað mellurnar sínar við, að gera ekkert sem væri honum á móti skapi.

Ef ég væri á Alþingi, hefði ég hiklaust lagt fram rökstudda kröfu um að þessum mönnum væri þegar vísað úr landi, vegna opinberra afskipta af stjórnun frjáls þjóðfélags, sem þeir hafa enga réttarstöði í, og þess krafist að yfirmenn þeirra ávíttu þá opinberlega, fyrir ókurteisi gagnvart Íslensku þjóðinni.

Ég bíð eftir opinberri afsökunarbeiðni þeirra, eða greinargerð um hvaða réttarheimildir þeir hafa til íhlutunar í Íslensk innanríkismál.            


mbl.is Samstarf við AGS ekki í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverð ummæli, án sýnilegs innihalds eða raunskilnings á því hvað tölurnar segja

Mér finnst það dálítið léttúðugt hjá Jóhönnu að skauta í gegnum þessi málefni á ósamtengdum prósentuþáttum, sem löngu er vitað að segja EKKERT um raunveruleikann; en það er einmitt hann sem verið er að fjalla um.

Í fréttinni koma fram þessar sundurlausu upplýsingar:

tæplega 5.000 heimili séu með neikvæða eiginfjárstöðu upp á 5 milljónir kr. eða meira. Þau skuldi samanlagt tæplega 20% af öllum heildar húsnæðisskuldum.  

Neðar í þessari upplýsingagjöf er talað um fjölda heimila í prósentutali, en þess er ekki getið hvað þessi 5.000 heimili eru mörg prósent af heimilum landsins.

Þarna er einnig talað um að skuldir þessara heimila séu 20% af öllum heildar húsnæðisskuldum. Ekki er hægt að vita hver upphæðin er, vegna þess að upphæð heildarskulda er ekki getið í krónutölu.

Jóhanna segir jafnframt, að 60% heimila séu með meira en 5 milljónir kr. í jákvæða eiginfjárstöðu og á þeim hvíli samtals um 44% af heildar húsnæðislánum.

Sama á við um þessar upplýsingar. Þarna er talað um 60% heimila en þess ekki getið hvað þessi 60% séu mörg heimili. Þessi fjöldi heimila skuldar 44% af heildar húsnæðislánum, en fjárhæðin er ekki gefin upp, hvorki þessi 44% hluti eða heildar húsnæðislánin.

En lítum örlítið betur á þær tölur sem þarna eru settar fram.

60%  heimilanna, sem best eru stödd, skulda 44% heildar húsnæðislána.

5.000 heimil sem verst eru stödd, skulda 20% heildar húsnæðislána. Að vísu vitum við ekki hvað þessi 5.000 heimili er há prósenta af heildarfjölda heimila í landinu, en ef við gefum okkur að heildarfjöldi heimila sé u.þ.b. 120.000, eru þessi 5.000 heimili sem verst eru stödd, u.þ.b. 4% af heildinni.

Af þessum upplýsingum vitum við þá að samtals eru skuldir 60% heimila sem best eru stödd og 4% heimila sem verst eru stödd, með samanlagt 64% af heildarskuldum húsnæðislána.

Við vitum hins vegar ekkert um þau 36% heimila sem þarna eru á milli, og skulda samanlagt 36% af heildar húsnæðislánum. Þeirra er ekkert getið.  Með sömu forsendum og að framan er getið um heildarfjölda heimila, gæti hér verið um að ræða 43.200 heimili, sem ekki er getið í upplýsingagjöf forsætisráðherra.

Er hægt að bera traust til þeirra sem ekki vanda betur upplýsingagjöf sína, svo skömmu eftir að hafa gefið fjálgleg fyrirheit um gagnsæi upplýsinga og opna stjórnsýslu og umræðu?

Ég held að fólk þurfi að vanda sig betur.        


mbl.is Skuldavandinn minni en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 164727

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband