Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012

Erindi sent dómstólaráði í nóvember 2011

Eftirfarandi erindi var sent Dómstólaráði, Hæstarétti, Héraðsdómi Reykjavíkur og Innanríkisráðuneyti í nóvember 2011, þegar mér ofbauð vitleysan sem fólk í mikilvægum embættum lætur frá sér fara. Svona var erindið og greinargerðin í viðbótarskrá.

--------- 

Ég heilsa ykkur, æðstu gæslumenn réttlætis heiðarleika og lýðræðis.

Oft hefur mig undrað hve mikla óvandvirkni og beinan óheiðarleika er að finna í dómum í svona litlu samfélagi, sem auðveldlega ætti að vera hægt að rækja sem einskonar frændgarð. En með þeirri vanvirðingu sem réttarkerfi okkar sýnir dýpstu gildum mannlegs samfélags, er þjóðfélag okkar farið að ramba á barmi borgarauppreisnar. Slíkt ástand er á engan hátt á ábyrgð alþýðu fólks, sem meira að segja hefur verið seinþreytt til vandræða, þó það hafi verið rænt tiltrú á að heiðarleiki og kærleikur væri finnanlegur á þeim æðstu stöðum sem varðstöðu réttlætis og heiðarleika ætti að vera að finna. Ég hef oft áður gagnrýnt óheiðarleika í réttarkerfinu. Harðasta atlagan til þessa var í málaferlunum gegn Egggert Haukdal, þegar óheiðarleika réttarkerfisins linnt ekki fyrr en gerð var krafa um að ALLIR dómarar Hæstaréttar vikju sæti, í von um að óspilltir aðilar gætu séð raunveruleikann og réttlætið í því máli. Það tókst og varð endanleg niðurstaða eins nálægt réttlætinu og hægt var að komast, svo mörgum árum eftir að Eggert var rændur mannorðinu. Ég ætlast til þess að ég þurfi ekki að fara aftur í þá hörku sem þarf til að hreinsa réttarkerfið okkar, en verði það óumflýjanlegt, verður sú orrusta háð, eins og hinar fyrri. Sú forsmán réttarfars, sem hér fylgir með, sviptir alla gerendur hennar æru heiðarlegs fólks, þar til þessi ósvinna hefur verið máð út úr lögum og dómar afturkallaðir. Þið megið kalla að það sé gert vegna nýrra upplýsingar eða hvað sem þið viljið, en virðing ykkar er undir því komin að það verk verði unnið, að ykkar frumkvæði. Meðfylgjandi er greinargerð sem ég setti saman, sem ég vona að þið lesið af yfirvegun.

 Guð útdeilir gæfu og kærleika, í þeim mæli sem slíkir eiginleikar hans eru gefnir til annarra. Með kveðju, Guðbjörn Jónsson


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Önnur sýn á verðtrygginguna Lausnir, ekki sögur

Samtökin - Ný framtíð -  hafa opnað heimasíðu "nyframtid.is"  og eru að fara af stað með upplýsinga og umræðufundi um málefni þjóðfélagsins. Við höfum ákveðið að leggja ekki fundartímann undir lýsingar á því sem liðið er og flestir hafa heyrt lýsingar á mörgum sinnum. Við munum leggja áherslur á að benda á hvers vegna ástandið sé eins og það er og hvernig hægt er að keyra þjóðfélagið út úr þeirri óstjórn sem verið hefur hér undanfarna áratugi.

Sem stikkorð eru sett fram á heimasíðu okkar, undir fyrirsögninni - Fyrstu skrefin - uppsláttur okkar vegna 17 atriða sem við setjum í SÉRSTAKANN FORGANG, þeirra þjóðfélagsmála sem við viljum berjast fyrir. Ef margir verða okkur sammála, mun vönduð stefnu- og verkefnaskrá verða samin á væntanlegum vorfundi, þar sem línur verða lagðar fyrir framtíðina.

Við leggjum áherslu á heiðarleika, fyrirhyggju og gjörbreytta forgangsröðun í verkefnaskrá ríkisvaldsins. Hlustið eftir lausnum. Ekki sögum af nútíðinni eða því liðna. Því verður ekki breytt. Við getum breytt framtíðinni, þannig að úr verði NÝ FRAMTÍÐ.

EN kíkið á auglýsinguna sem fylgir hér með sem skrá.

            


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 165580

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband