Undarlegt tómlæti og kæruleysi

Hvað sem líður afleiðingum neyðarlaganna sem sett voru á Alþingi, er líklega varla hægt að komast nær því að fremja landráð, en að láta málshöfðun á hendur bretum falla niður.  Hagsmunirnir sem þarna eru í húfi, eru það miklir og varða þjóðina afar miklu. Þeir hagsmunir geta haft afgerandi áhrif á afkomumöguleika þjóðarinnar til fjölda ára. Þess vegna er engin leið að réttlæta það að höfða ekki skaðabótamál gegn bresku stjórninni.

Eins er það afar furðulegt ef hluthafar, sem áttu hlutafé í Kaupþingi fyrir aðför breta að því fyrirtæki, hefja ekki skaðabótamál gegn bretum. Láti þeir það hjá líða, er það beinlínis opinber staðfesting á því að þeim hafi verið ljóst að eignavirði hlutabréfa þeirra væri ekki neitt; eða svo lítið að ekki svari kostnaði að sækja réttarstöðu þeirra vegna. Varla hafa þessir hluthafar verið svo illa staddir fjárhagslega að þeir geti ekki lagt fjármuni í málssóknina.

Eru þeir kannski að bíða eftir því að við borgum það líka fyrir þá, eins og okkur er ætlað að borga lánafylliríið þeirra?                       


mbl.is Vítaverð hagsmunagæsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 164805

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband