Ekki hægt að gera skuldbindandi samninga við börn eða ungmenni undir fjárráða aldri

Ég skil nú ekki hvers vegna er verið að fara í kringum glæpaverk sem framin eru fyrir allra augum, að því er virðist.

Það á að vera ljóst, öllum sem hafa aldur, vit og þroska til að reka fyrirtæki, að það er með öllu óheimilt að gera skuldbindandi samning við ófjárráða einstakling, án þess að fjárráðamaður hans geri samninginn fyrir hans hönd.

Slík sölustarfsemi, sem lýst er í fréttinni, er afar alvarlegt lögbrot. Slíkt ætti umsvifalaust að kæra, t. d. til umboðsmanns barna, sem og til viðskiptaráðuneytis, sem hefur alla möguleika á að svipta svona fyrirtæki starfsleyfi.

Það er oft búið að fjalla um álíka mál á liðnum árum, en svo virðist sem virðing sumra fyrirtækja, fyrir sjálfum sér og öðrum, sé af svipuðum þroska og hjá forföllnum fíkniefnaneytendum, sem gera hvaða óhæfuverk sem er, til að ná sér í peninga.

Svona fyrirtæki á að sniðganga að öllu leiti og engin viðskipti að eiga við þau. Sú refsing ætti að duga, nú í vonandi batnandi heimi.             


mbl.is Gagnrýnir símasölu fjarskiptafyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í ljósi þess að við búum við stjórnhætti skrifræðis og ráðstjórnar: ofurforsjárhyggju, þá ríkir hér engin sígild frjálshyggja. Þess vegna er ábyrgðin á ríkjandi stjórnarherrum að koma lögum yfir þessa aðila.

Eins ætti þetta að gilda almennt [ein og í sígildri frjálshyggju]  þegar verið er að spila með almenna vanþekkingu fólks á fjármálum, óháð fjárræðisaldri.

Júlíus Björnsson, 2.2.2009 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 164805

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband