Hann nefnir ekkert íslenska kvótakerfið

"Góð reynsla af notkun kvótakerfa við fiskiveiðistjórnun í heiminum" segir hinn svokallaði "fiskihagfræði- prófessor", en nefnir ekkert íslenska kvótakerfið. Hann segir einnig að: „Kvótakerfi með framseljanlegum aflaheimildum er samnefnari þeirra framfara sem orðið hafa í fiskveiðum og stjórnun þeirra,“  Einnig segir hann í næstu málsgrein:  Þannig beittu 15 af helstu fiskveiðiþjóðum heims kvótakerfi til þess að stýra heildaraflamagni. Nærri léti því að um 20-25% alls heildarafla í heiminum væri veiddur með kvótakerfi sem stjórntæki. Lítum aðeins nánar á þetta.

Athyglisvert er að hann skuli tilgreina  "15 af helstu fiskveiðiþjóðum heims". Hve margar þessara 15 þjóða eru í Evrópusambandinu, og þar með þátttakendur í hinu vonlausa stjórnkerfi þeirra, að þeirra eigin sögn. Líklega er Nýja Sjáland líka í þessum 15 ríkja hópi, með það árangursleysi sem þegar hefur verið sýnt í sjónvarpi. Við þekkjum árangurinn af íslenska kvótakerfinu, og þurfum því ekki að undrast þó Ragnar nefni það ekki mikið í erindum sínum, því ALDREI hefur hann geta rökstutt þær vitleysur sem hann hefur sett á prent um það kerfi, þó ítrekað hafi verið eftir því leitað.

Athyglisvert væri að fá sundurliðun þessara 15 þjóða, eftir hlutfalli fiskafla í heildartekjum þjóðfélagsins (gjaldeyristekjum), og hins vegar eftir því hve mörg byggðarlög (sem hlutfall af heild) hafa, að meira en 40% hlutfalli byggt afkomu sína af fiskveiðum og vinnslu fiksafurða; segjum svona 60 ár aftur í tímann.

Ragnar blessaður, er þekktur að því að vera alveg sama um afkomu þjóðfélagsins, þegar fiskveiðar eru annars vegar. Hann horfir eingöngu ógagnrýnum augum á arðrán ákveðinna útvegsmanna, sem þó hafa ekki geta rekið fyrirtæki sín án umtalsverðrar skuldasöfnnar, samhliða því að selja gegn brjálæðislegu verði, þær aflaheimildir sem þeir sjálfir fengu gjaldfrjálst frá ríkinu; og skila engu af því fjármagni til rísksins, ekki einu sinni viðrðisaukaskattinum af þeirri fisksölu, sem sala aflaheimilda er.

Íslensk fiskveiðistjórnun hefur einnig byggst á því að útrýma - svo sem kostur er - veiðum með kyrrstæðum veiðarfærum, samhliða því sem umtalsverð sóknaraukning hefur orðið með MJÖG þungum og eyðileggjandi togveiðarfærum, sem vinna umtalsverð spjöll á lífríki hafsbotnsins, líkt og ítrekað hefur verið sýnt fram á. Og enn er haft eftir Ragnari:

Ragnar sagðist telja að með framseljanlegum aflaheimildum í kvótakerfi væri í raun búið að leggja grunn að því að sjávarútvegurinn bæri sjálfur ábyrgð á stjórn veiða. Sambærilegt sjónarmið kom einnig fram í erindi Stan Crothers, fyrrum starfsmanns nýsjálenska sjávarútvegsráðuneytisins, á ráðstefnunni.    

Ef útvegsmenn gætu lært að þekkja mismuninn á hugtakinu "seljanleg" auðlind og "framseljanleg" auðlind, væri vel husanlegt að hafa þá með í ráðum við stjórn fiskveiða. En meðan þeir þekkja ekki muninn á þessum tveimur mikilvægu hugtökum, og komast upp með að ræna milljarðatugum frá ríkissjóði, er varla von til að þjóðin treysti þeim verði fyrir þessari mikilvægu auðlind, sem þjóðin byggir afklomu sína á.

Athyglisvert er, í ljósi þess hve mikið hefur verið fjallað um mistök við fiskveiðistjórnun nýsjálendinga, að fiskveiðistjórnun okkar skuli jafnan nefnd í sömu andrá þegar ábyrga og árangursríka fiskveiðistjórnun ber á góma.  Að sjálfsögðu er ekki nefnt að talað sé um jákvæðan árangur. En af því að fiskveiðistjórnun okkar er jafnan nefnd í sömu andrá og fiskveiðistjórnun Nýja Sjálands, þarf ekki mikla stærðfræðikunnáttu til að skilja samhengið.

Því miður hefur þessi blessaður maður, sem kallar sig "prófessor í fiskihagfræði", ekki enn látið í ljós þekkingu á þýðingu fiskveiða og vinnslu, fyrir íslenskt atvinnu- og efnahagslíf.  Ástæða þess er að hann hefur aldrei horft út fyrir hagsmuni LÍÚ, í sínum "prófessorsmerktu" rangfærslum.

Því verður ekki neitað að það er veruleg smán að því fyrir Háskóla Íslands, að það rugl sem Ragnar hefur látið frá sér fara um fiskveiðistjórnun, skuli vera sett fram undir merkjum stofnunar sem ÆTLA MÁ að beri fyrst og fremst hag þjóðarheildarinnar fyrir brjósti, en stefni ekki opinberlega að því að ræna helstu tekjuauðlind þjóðarinnar og koma henni í hendur aðila sem, frá upphafi, hafa sýnt fullkomið ábyrgðarleysi, gagnvart þjóðinni, í tilraun til að auðgast sjálfir.

Það þarf greinilega að lúsahreinsa Háskólann. 


mbl.is Almennt góð reynsla af kvótakerfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 164822

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband