Virðing og traust á Alþingi vex ekki af peningum

Það er drenglindi og heiðarleiki í garð þjóðfélagsins sem eitt getur aukið sjálfstæði og áreiðanleika Alþingis. Augljósasta vísbendingin um að Alþingi ætli að halda áfram á spillingarbrautinni, er að auka fjárveitingar til þess, á sama tíma og fjárveitingar eru skornar niður í elli- og örorkulífeyri, sem og örðum velferðar og heilbrigðismálum.

Mér finnst þessi framsetning þingforseta bera með sér fátækt í félagslegum hugsunarhætti og áberandi sjálfhverfu. Gamla 2007 græðgishugsunin virðist lifa góðu lífi.                


mbl.is Tryggja þarf fjárhagslegt sjálfstæði þingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er erfitt að koma fyrir sjórétt, eftir að hafa stranda skipi af gáleysi

Það er ekki erfitt að vorkenna Geir H. Haarde, að vera í þeirri stöðu sem hann er nú. Það er erfitt að standa frammi fyrir því að átrúnaðargoðið var ekki sá snjalli þjóðarleiðtogi sem haldið var, og að hans kröftugasta "jáhirð" virðist ekkert vit hafa haft á rekstrar- eða afkomumálum þjóðfélagsins; í það minnsta virðast þeir hafa þagað vandlega yfir slíkri vitneskju, og þegja enn.

Það er fjarri því að ég telji Geir vondan eða óheiðarlegan mann. Hann situr hins vegar í þeirri ömurlegu súpu að hafa látið ota sér í stöðu þar sem hann bar ábyrgð á gjörðum mikils fjölda fólks, víða í fjármála- stjórnsýslugeiranum. Með bankahruninnu varð ljóst að þetta fólk hafði, í blindu græðgisfíknar, láðst að gæta þess að áhættusækni þeirra og græðgi var á kostnað mannorðs hógværs, hægláts og vandaðs heiðursmanns, sem trúði í einlægni á að allir væru að vinna þjóðarheiildinni til hagsbóta.

Ef þessi staða sem nú er uppi vekur ekki sterk viðbrögð í stjórnsýslunni og fjármálageiranum, um afleiðingar gjörða þeirra á þjóðarheildina, er siðferði þjóðarinnar komið á verulega hættulegt stig. 

Mér finnst að Geir eigi það inni hjá arkitektum og framkvæmdaaðilum hrunsins, að þeir stigi fram og biðji hann og þjóðina afsökunar, og standi ábyrgir gjörða sinna, en láti ekki sök sína lenda á herðum þeirra sem treystu þeim til vandaðra vinnubragða.                   


mbl.is „Röng niðurstaða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlega kjánaleg ummæli æðstu manna

Það er alveg ótrúlegt að ráðherrar í ríkisstjórn landsins skuli ekki hafa meira skilning á samningatækni en fram kemur bæði hjá Árna Páli og Steingrími, varðandi Icesave málefnin.

Það, að láta frá sér slík ummæli, að okkur sé mikil nauðsyn að ljúka samningum um Icesave, ber þau skilaboð til gagnaðila okkar að gefa ekkert eftir í viðræðunum, því íslensk stjórnvöld séu að springa af tímaskorti og samþykki fljótlega það sem gagnaðilinn vill fá.

Þessi viðhorf eru löngu þekkt í samningatækni og stöðug tjáning ráðamanna í fjölmiðlum um nauðsyn okkar að ljúka samningum, er líklega helsta ástæða þess að Bretar og Hollendingar hafa ekki séð neina ástæðu til að gefa neitt af ráði eftir.  Á venjulegu götumáli kallast svona framkoma ráðamanna, heimska og fullkominn skortur á samningatækni. Að láta gagnaðilann stöðugt vita að óþol sé vaxandi hjá stjórnvöldum okkar, eyðileggur algjörlega samningsstöðu okkar.

Hefur þetta fólk okkar enga ráðgjafa sem hafa vit á samningatækni?

Eða... eru aðrar ástæður fyrir því að þau keppast við að eyðileggja samningsstöðu þjóðarinnar í Icesave málinu?                       


mbl.is Nauðsynlegt að ljúka Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísindamenn geta líka verið kjánalegir

Hugarflug þessa "vísindamanns" virðist ekki hafa mikla sjáfsprottna orku. Það er líklega ástæðan fyrir eftirfarandi orðum hans: 

"Vegna þess að þyngdarlögmálið er til staðar þá gat og mun heimurinn skapa sjálfan sig úr engu."   Afar athygivert. Flestir vita að þyngdarlögmálið byggist á rúmmáli þyngdar og þrýstingi þess lofts sem ferðast þarf um að uppsprettu þeirrar orku sem togar þyngdina til sín. En hvaðan koma þau öfl? Þau voru til á undan þyngdarlögmálinu, annars hefði það ekki geta orðið til. Og, hver skapaði þessi öfl og hver stýrði þeim?  

Ef heimurinn hefði geta skapað sjálfan sig úr engu, þyrfti í raun engin tímgun að fara fram. Grundvallarlögmál lífssköpunar er tímgun, þannig að í raunveruleikanum verður ekkert til úr engu.

Líkja má hugsun þessa manns við að hann dvelji í jafnvægispunkti milli raunsæisveruleika og draumsýnar. Hann virðist skynja hrafl úr báðum áttum, en hefur ekki orku til að krygja hugmyndir sýnar til enda.      


mbl.is Ljóst að Guð skapaði ekki heiminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finnbogi samur við sig

Það er slæmt þegar maður getur ekki verið viss um hvort menn eru heiðarlegir. Ummæli Finnboga eru með þeim hætti að annað hvort skrökvar hann, eða stjórnendur lífeyrissjóðanna séu enn undir áhrifum "2007 stefnunnar", að taka óþarfa áhættu með fé lífeyrissjóðanna.

Mikilvægt er að lífeyrissjóðirnir hætti ekki því fjármagni sem eftir er, í kaup á fyrirtækum innan þjónustugeirans. Þar hefur útþennsla undanfarins áratugar farið langt út fyrir eðlilegar þarfir þjóðfélags okkar og hlýtur því óhjákvæmilega að dragast verulega saman á næstu mánuðum og árum. Lífeyrissjóðirnir eiga því ekki að láta fé í slíka starfsemi, nema gegn afar traustum veðum í fasteignum.

Í fréttinni segir Finnbogi: "Sjóðurinn var beinlínis stofnaður í þeim tilgangi að taka þátt í endurreisn íslensks efnahagslífs, sem hefur átt undir högg að sækja..."  Rétt er að efnahagslífið átti undir högg að sækja, en ekki vegna þess að þjónustugeirinn og slík starfsemi byggi við sérstaklega kröpp kjör, vegna vanstarfsemi. 

Íslenskt efnahagslíf skorti verulega starfsemi fyrirtækja sem sköpuðu gjaldeyri, til aukningar þjóðartekjum. Ef menn hefðu í raun ætlað að efla efnahagslíf landsins, hefðu þeir lagt fjármagnið í að auka tekjur þjóðarinnar, í stað þess að efla þjónustufyrirtæki, sem standa höllum fæti, í samkeppni við önnur fyrirtæki í sama þjónustuþætti.

Framganga Finnboga virðist benda til þess að samtök atvinnurekenda, sem virkir stjórnendur lífeyrissjóðanna, telji sig ekki þurfa að standa ábyrgir gerða sinna, varðandi meðferð fjármuna lífeyrissjóðanna. Tilsvör Finnboga eru á nákvæmlegaa sama rökfræðigrunni og þær ákvarðanir voru sem ollu lífeyrissjóðunum umtalsverðu eignatapi í bankahruninu.

Þessir menn telja sig í engu þurfa að breyta stefnu sinni eða framkvæmd, því þeir tapi engu þó allt fari á versta veg.                


mbl.is Ályktun á misskilningi byggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstaða fjórflokksins augljós

Það er ahyglisvert að enginn skuli vera farinn að blogga gagnrýni á þá samstöðu fjórflokksins, um eigin hagsmunamál, sem fram koma í þessari frétt. Þarna er þó augljóslega verið að véla um helsta drifkraft spillingar í stjórnkerfi okkar.

Kannski er þetta, líkt og þögnin um það þegar fjárfestingasjóður lífeyrissjóðanna keypti verðlaust eignarhaldsfélagið af Landsbankanum, að fólk almennt skilji ekki þegar verðmætum þess er bísað frá þeim, fyrir framan nefið á þeim.

SÉ þetta rétt, er að sjálfsögðu borin von um að heiðarleiki eða réttsýni aukist í þessu þjóðfélagi. Þá er þjóðin líka jafnframt að færa sönnur á að hin svokallaða "menntun" þjóðarinnar er innantómt orðskrípi til að fóðra minnimáttarkennd og hugsunarleysi.

Sorglegt fyrir þær kynslóðir sem eru að taka við keflinu á komandi árum.                    


mbl.is Gagnrýna afgreiðslu allsherjarnefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband