Færsluflokkur: Bloggar

Það er erfitt að koma fyrir sjórétt, eftir að hafa stranda skipi af gáleysi

Það er ekki erfitt að vorkenna Geir H. Haarde, að vera í þeirri stöðu sem hann er nú. Það er erfitt að standa frammi fyrir því að átrúnaðargoðið var ekki sá snjalli þjóðarleiðtogi sem haldið var, og að hans kröftugasta "jáhirð" virðist ekkert vit hafa haft á rekstrar- eða afkomumálum þjóðfélagsins; í það minnsta virðast þeir hafa þagað vandlega yfir slíkri vitneskju, og þegja enn.

Það er fjarri því að ég telji Geir vondan eða óheiðarlegan mann. Hann situr hins vegar í þeirri ömurlegu súpu að hafa látið ota sér í stöðu þar sem hann bar ábyrgð á gjörðum mikils fjölda fólks, víða í fjármála- stjórnsýslugeiranum. Með bankahruninnu varð ljóst að þetta fólk hafði, í blindu græðgisfíknar, láðst að gæta þess að áhættusækni þeirra og græðgi var á kostnað mannorðs hógværs, hægláts og vandaðs heiðursmanns, sem trúði í einlægni á að allir væru að vinna þjóðarheiildinni til hagsbóta.

Ef þessi staða sem nú er uppi vekur ekki sterk viðbrögð í stjórnsýslunni og fjármálageiranum, um afleiðingar gjörða þeirra á þjóðarheildina, er siðferði þjóðarinnar komið á verulega hættulegt stig. 

Mér finnst að Geir eigi það inni hjá arkitektum og framkvæmdaaðilum hrunsins, að þeir stigi fram og biðji hann og þjóðina afsökunar, og standi ábyrgir gjörða sinna, en láti ekki sök sína lenda á herðum þeirra sem treystu þeim til vandaðra vinnubragða.                   


mbl.is „Röng niðurstaða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlega kjánaleg ummæli æðstu manna

Það er alveg ótrúlegt að ráðherrar í ríkisstjórn landsins skuli ekki hafa meira skilning á samningatækni en fram kemur bæði hjá Árna Páli og Steingrími, varðandi Icesave málefnin.

Það, að láta frá sér slík ummæli, að okkur sé mikil nauðsyn að ljúka samningum um Icesave, ber þau skilaboð til gagnaðila okkar að gefa ekkert eftir í viðræðunum, því íslensk stjórnvöld séu að springa af tímaskorti og samþykki fljótlega það sem gagnaðilinn vill fá.

Þessi viðhorf eru löngu þekkt í samningatækni og stöðug tjáning ráðamanna í fjölmiðlum um nauðsyn okkar að ljúka samningum, er líklega helsta ástæða þess að Bretar og Hollendingar hafa ekki séð neina ástæðu til að gefa neitt af ráði eftir.  Á venjulegu götumáli kallast svona framkoma ráðamanna, heimska og fullkominn skortur á samningatækni. Að láta gagnaðilann stöðugt vita að óþol sé vaxandi hjá stjórnvöldum okkar, eyðileggur algjörlega samningsstöðu okkar.

Hefur þetta fólk okkar enga ráðgjafa sem hafa vit á samningatækni?

Eða... eru aðrar ástæður fyrir því að þau keppast við að eyðileggja samningsstöðu þjóðarinnar í Icesave málinu?                       


mbl.is Nauðsynlegt að ljúka Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísindamenn geta líka verið kjánalegir

Hugarflug þessa "vísindamanns" virðist ekki hafa mikla sjáfsprottna orku. Það er líklega ástæðan fyrir eftirfarandi orðum hans: 

"Vegna þess að þyngdarlögmálið er til staðar þá gat og mun heimurinn skapa sjálfan sig úr engu."   Afar athygivert. Flestir vita að þyngdarlögmálið byggist á rúmmáli þyngdar og þrýstingi þess lofts sem ferðast þarf um að uppsprettu þeirrar orku sem togar þyngdina til sín. En hvaðan koma þau öfl? Þau voru til á undan þyngdarlögmálinu, annars hefði það ekki geta orðið til. Og, hver skapaði þessi öfl og hver stýrði þeim?  

Ef heimurinn hefði geta skapað sjálfan sig úr engu, þyrfti í raun engin tímgun að fara fram. Grundvallarlögmál lífssköpunar er tímgun, þannig að í raunveruleikanum verður ekkert til úr engu.

Líkja má hugsun þessa manns við að hann dvelji í jafnvægispunkti milli raunsæisveruleika og draumsýnar. Hann virðist skynja hrafl úr báðum áttum, en hefur ekki orku til að krygja hugmyndir sýnar til enda.      


mbl.is Ljóst að Guð skapaði ekki heiminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finnbogi samur við sig

Það er slæmt þegar maður getur ekki verið viss um hvort menn eru heiðarlegir. Ummæli Finnboga eru með þeim hætti að annað hvort skrökvar hann, eða stjórnendur lífeyrissjóðanna séu enn undir áhrifum "2007 stefnunnar", að taka óþarfa áhættu með fé lífeyrissjóðanna.

Mikilvægt er að lífeyrissjóðirnir hætti ekki því fjármagni sem eftir er, í kaup á fyrirtækum innan þjónustugeirans. Þar hefur útþennsla undanfarins áratugar farið langt út fyrir eðlilegar þarfir þjóðfélags okkar og hlýtur því óhjákvæmilega að dragast verulega saman á næstu mánuðum og árum. Lífeyrissjóðirnir eiga því ekki að láta fé í slíka starfsemi, nema gegn afar traustum veðum í fasteignum.

Í fréttinni segir Finnbogi: "Sjóðurinn var beinlínis stofnaður í þeim tilgangi að taka þátt í endurreisn íslensks efnahagslífs, sem hefur átt undir högg að sækja..."  Rétt er að efnahagslífið átti undir högg að sækja, en ekki vegna þess að þjónustugeirinn og slík starfsemi byggi við sérstaklega kröpp kjör, vegna vanstarfsemi. 

Íslenskt efnahagslíf skorti verulega starfsemi fyrirtækja sem sköpuðu gjaldeyri, til aukningar þjóðartekjum. Ef menn hefðu í raun ætlað að efla efnahagslíf landsins, hefðu þeir lagt fjármagnið í að auka tekjur þjóðarinnar, í stað þess að efla þjónustufyrirtæki, sem standa höllum fæti, í samkeppni við önnur fyrirtæki í sama þjónustuþætti.

Framganga Finnboga virðist benda til þess að samtök atvinnurekenda, sem virkir stjórnendur lífeyrissjóðanna, telji sig ekki þurfa að standa ábyrgir gerða sinna, varðandi meðferð fjármuna lífeyrissjóðanna. Tilsvör Finnboga eru á nákvæmlegaa sama rökfræðigrunni og þær ákvarðanir voru sem ollu lífeyrissjóðunum umtalsverðu eignatapi í bankahruninu.

Þessir menn telja sig í engu þurfa að breyta stefnu sinni eða framkvæmd, því þeir tapi engu þó allt fari á versta veg.                


mbl.is Ályktun á misskilningi byggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstaða fjórflokksins augljós

Það er ahyglisvert að enginn skuli vera farinn að blogga gagnrýni á þá samstöðu fjórflokksins, um eigin hagsmunamál, sem fram koma í þessari frétt. Þarna er þó augljóslega verið að véla um helsta drifkraft spillingar í stjórnkerfi okkar.

Kannski er þetta, líkt og þögnin um það þegar fjárfestingasjóður lífeyrissjóðanna keypti verðlaust eignarhaldsfélagið af Landsbankanum, að fólk almennt skilji ekki þegar verðmætum þess er bísað frá þeim, fyrir framan nefið á þeim.

SÉ þetta rétt, er að sjálfsögðu borin von um að heiðarleiki eða réttsýni aukist í þessu þjóðfélagi. Þá er þjóðin líka jafnframt að færa sönnur á að hin svokallaða "menntun" þjóðarinnar er innantómt orðskrípi til að fóðra minnimáttarkennd og hugsunarleysi.

Sorglegt fyrir þær kynslóðir sem eru að taka við keflinu á komandi árum.                    


mbl.is Gagnrýna afgreiðslu allsherjarnefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverð frétt og boðskapur

Ekki er hægt annað en vera sammála Trichet um nauðsyn þess að ríki og þjóðir dragi úr skuldum og temji sér að lifa af nútímatekjum, en ekki fyrir lánsfé.

Það vekur mér hins vegar nokkra undrun að seðlabankastjóri Evrópu hafi ekki tekið eftir því að á undanförnum árum hefur umtalsverður hagvöxtur Evrópulanda (líkt og margra annarra) verið drifin áfram af erlendu lánsfé, fram og til baka milli landa.

Í ljósi þessa er fyrirfram vonlaus sú von Trichet um að minnkandi skuldir þjóða komi ekki niður á hagvexti. Það á einnig að vera ljóst, öllum sem af einlægni og alvöru horfast í augu við afleiðingar vitleysisgangs í fjármálastjórnun undanfarinna tveggja áratuga, að veruleg niðursveifla hagvaxtar sé óhjákvæmileg þegar dregur úr flæði lánsfjár.

Ástæður þess eru að flestar þjóðir hafa beint meginorku sinni að því að ná til sín peningum (lánsfé) frá öðrum, með fjölbreytilegum lánum. Þær hafa hins vegar næsta lítið hirt um að efla verðmætasköpun (sjálfbæran hagvöxt) eigin lands, þar sem hægt var að auka veltu (og þar með gerfihagvöxt) með þessum erlendu lánum. Nú er staðan orðin sú að það lausafé sem fjárglæframenn hafa ekki dregið til sín og falið í skattaskjólum, er að mestu fast í dauðum fjárfestingum, sem ekkert nýtast og eru óseljanlegar.                


mbl.is Ríki verða að draga úr skuldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðferði stjórnmála hnignar hratt

Fyrir rúmum tveimur áratugum, í forsætiráðherratíð Þorsteins Pálssonar, varð Albert Guðmundsson, þáverandi fjármálaráðherra, að segja af sér sem ráðherra, vegna þess að endurskoðandi hans gerði mistök við ársuppgjör og framtal fyrir heildsölu Alberts.

Nokkru síðar, var gerð aðför að Guðmundi Árna Stefánssyni, þáverandi heilbrigðisráðherra, vegna meintra einna mistaka hans í starfi.

Þegar Jóhanna myndaði núverandi stjórn, voru það fyriheit hennar að bæta siðferði í stjórnarháttum og gera framkvæmdina opnari og lýðræðislegri.  Eitthvað virðast þessi áform hennar hafa farið fram hjá Flokksráði og ráðherraliði Samfylkingarinnar, því ég held að hægt sé að fullyrða að aldrei í lýðveldissögunni hafi ráðherrar ríkisstjórnar sýnt lögum og lýðræðislegum stjórnarháttum meiri óvirðingu en í núverandi stjórn. Mistökin eru þegar orðin það mörg að þau verða ekki talin á fingrum annarrar handar. Bæta þarf hinni hendinni við, og jafnvel tánum líka, ef fram heldur sem horfir.

Meistari mistakanna, og óvirðingar við lög og stjórnarskrá landsins, er tvímælalaust lögfræðingurinn Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra. Axarsköft hans eru þegar orðin fleiri en fingur annarrar handar. Samt leggur Samfylkingin blessun sína yfir mistök hans og þykist ekki sjá þau. Það er mikil siðferðisleg hnignun frá þeim tíma er þessari sömu stjórnmálahreyfingu (reyndar undir öðru nafni) fannst ótækt annað en Guðmundur Árni segði af sér, vegna einna lítilsháttar mistaka í starfi.

Felist siðbót stjórnmála í landinu, að mati núverandi forsætisráðherra, í því að þykjast ekki sjá né skilja þá óvirðingu sem ráðherrar í stjórn hennar sýna þjóðinni, Alþingi, lögum og stjórnarskrá landsins, er það líklegast kröftugasta öfugmælavísa sem kveðin hefur verið í landi sem telur sig siðað.

Hvað skildi svona ósvífni þurfa að ganga lengi, til að þjóðin rísi upp og hreinsi út úr stjórnarráði og Alþingi, svo heilbrigð hugsun og framkvæmd komist að við stjórnun landsins????            


mbl.is Segir ráðherra sýna vanvirðingu á lögum og Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gagnrýni þarf að vera heiðarleg

Líkt og Jón Gnarr hoppaði ekki inn í starf borgarstjóra með rekstrar- eða pólitíska- reynslu í farteskinu, sýnir Hanna Birna að, þrátt fyrir góðan vilja hennar, hoppar hún ekki út úr pólitísku þrasumhverfi, án þjálfunar.

Engin leið er að ásaka Hönnu Birnu fyrir þessi viðbrögð, því hún er það ung að hún þekkir ekki öðruvísi stjórnmálaumræður. Slíkar umræður hafa fyrst og fremst snúist um að hamra á andstæðingnum, jafnvel þó þeir erfiðleikar sem hann er að fást við, séu afleiðingar stjórnunar þess sem nú er að gagnrýna.

Þetta einkenni sést afar vel í ummælum Hönnu Birnu, í þeirri frétt sem hér er til umfjöllunar.  Hún er ósammála og hafnar þeirri leið að hækka gjaldskrár og skatta, sem nauðsynlegt er að gera þar sem hún og Sjálfstæðisflokkurinn leiðréttu ekki rekstrarstöðuna áður en þeir yfirgáfu stjórnunarstöðuna.

Þannig upplýsir hún þarna, að þau séu að berja á Besta flokknum með þeim vanefndum á rekstrarjafnvægi, sem þau sjálf skildu eftir sig.  Er það svona stjórnmála-umræður og viðhorf sem við viljum sjá í heiðarelgri stjórnun borgarinnar?  

Ef Sjálfstæðismenn hefðu komið heiðarlega fram og viðurkennt yfirsjón sýna varðandi viðskilnað á rekstri borgarinnar, og bent á aðrar leiðir til tekjuaukningar, svo ekki þyrfti að hækka gjaldskrár og skatta, hefði fréttin litið betur út. Þá hefði verið hægt að tala um ný pólitísk viðhorf hjá Sjálfstæðismönnum.

Við þekkjum það öll, að allir stjórnmálaflokkar beita þeirri aðferðarfræði við gagnrýni sína, að tala um málefnin sem persónuleg mistök viðkomandi andstæðings, en ekki að hagstæðara og betra hefði verið, fyrir heildina, að fara þessa eða hina leiðina, sem útskýrð væri í grófum dráttum.

Ef stjórnmálamenn breyttum vinnubrögðum sínum í slíka átt, yrði umræðan opnari, heiðarlegri og málefnalegri en við eigum að venjast í dag.                         


mbl.is Tekur pólitískri gagnrýni of persónulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverð viðbrögð

Mér finnst athyglisvert að lesa viðbrögð fólks, hér á blogginu, við þeirri einlægni sem birtist í færslu borgarstjóra.  Að vísu er fólk óvant svona einlægni, því pólitískt hanaat hefur viðgengist hér svo lengi að einungis elsta fólkið man eftir einlægni og hreinskilni í opinberri umræðu.

Rétt er, sem fram kemur hjá sumum bloggurum, að Hanna Birna sýndi af sér aðra mynd en Sjálfstæðisflokkurinn er vanur að birta. Það fór vafalaust ekki fram hjá fólki hve mikil ró færðist yfir borgarmálefnin eftir að hún tók við. Auk þess virtist hún nokkuð sönn þeim hugsjónum sem hún birti í orðum. Mikilvægt er þó að átta sig á að aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins birtu ekki í orðum sínum sömu einlægni og samvinnuvilja.

Ég býst við að flestir gagnrýnendur Jóns Gnarr yrðu hikandi og jafnvel með óöryggissvip, við þær aðstæður sem Jón er að takast á við. Fólk virðist gleyma því að borgarsamfélagið er rekið eftir fyrirfram gerðri áætlun, sem samþykkt er ári fyrr. Jón og félagar eru því enn að keyra rekstrarplan Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, sem samþykkt var í fyrra haust.

Einn bloggari gat þess að fólk lýsti sjálfu sér í skrifum sínum. Mikill sannleikur virðist fólginn í þessu, því engir bloggara við þessa frétt gátu þeirra góðu verka sem unnin hafa verið í borginni, síðan Jón og félagar tóku við. Þeir sem hafa þekkingu til gagnrýni á svona rekstrarmál, vita hve erfitt er að breyta á miðju rekstrarári. Svo eru aðrir sem gelta, án þess að vita til hvers þeir eru að því, einungis til þess að vera í hópi "mótmælenda", vegna þess að það sé svo mikið INN núna.

Mér sýnist þjóð mín vera verr á vegi stödd en ég vonaði, þegar hún ræðst á heiðarleika og hreinskilni, að því er virðist til að ekkert breytist frá þeirri spilltu framgöngur og orðræðu, sem stjórnmálamenn hafa viðhaft undanfarna áratug, með vaxandi spillingu og óheiðarleika.

Vill fólk að borgarfulltrúar Besta flokksins birti síg í sömu frösum, yfirlæti óheiðarleika, og stjórnmálamenn undanfarinna ára hafa viðhafat????                  


mbl.is Sýni auðmýkt en fæ töffaragang á móti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðlögun að ESB áður en samningur er tilbúinn

Þó rétt sé hjá Árna Þór, að samþykkt hafi verið á Alþingi að leita samninga við ESB, þá var EKKI samþykkt að breyta starfsemi þjóðfélags okkar, til samræmis við reglur ESB, áður en samningur væri tilbúinn og samþykktur af þjóðinni.

Hvar verðum við stödd, ef búið verður að breyta þjóðskipulagi á þann veg að það falli að reglum ESB, þegar samningur verður tilbúinn? Felli þjóðin þann samning, og vilji halda sínu fyrri skipulagi, yrði sú breyting til baka umtalsverður kostnaður, sem þjóðin yrði að greiða sjálf.  Ég tel engan vafa leika á að ESB mundi ekki veita okkur fjárstyrk til að breyta, til baka, því sem breytt var með því fjármagni sem þeir láta nú af hendi til að framkvæma breytingarnar.

Mér finnst það með ólíkindum hve stjórnmálamenn opinbera oft einfeldni sína, skammsýni og andvaraleysi gagnvart mikilvægum hagsmunum þjóðarinnar.                    


mbl.is Verri kostur að hætta núna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband