Færsluflokkur: Dægurmál

Afar athyglisverð frétt

Athyglisvert, ef rétt er: - að norrænu ríkin séu ekki lengur fjárráða, heldur hafi fært Bretum og Hollendingu forræðisvald yfir meðferð þeirra á fjármunum sínum. Hvaða ógnarvald hafa Bretar og Hollendingar á norrænu ríkjunum? En slíkt vald má lesa út úr þessum ummælum  Iikka Kajaste, yfirmanns í finnska fjármálaráðuneytinu.  Ber okkur þá að líta svo á að norrænu ríkin séu ekki lengur fjár síns ráðandi?  Hvaða ákvarðanir eru þá norrænu ríkistjórninrar færar um að taka, án samráðs við Breta og Hollendinga?

Þýðir þetta þá að hið norræna samstarf sé ekki lengur fyrir hendi?

Þetta þarf greinilega frekari útskýringa við og kemur verulega á óvart ef rétt reynist.                     


mbl.is Mun væntanlega fresta norrænum lánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin í átökum við eigin ríkisstjórn

Það hefur vakið athygli mína hve þjóðkjörnir fulltrúar okkar (þjóðarinnar), er ófúsir að hlusta á sterkan vilja þeirra sem hinir kjörnu fulltrúar eiga að vera að vinna fyrir. Á örfáum árum hafa tveir af stærstu stjórnmaálflokkum landsins reynt að keyra, með ógnarvaldi, í gegnum Alþingi lagasetningu sem andstæð reyndist vilja meirihluta þjóðarinnar.

Við þessa staðreynd er ekki óeðlilegt að leiða hugann að virku sjálfstæði hinna kjörnu >fulltrúa< þjóðarinnar, sem sæti taka á Alþingi, til að móta samstöðu meðal þjóðarinnar um lög og reglur sem þjóðin muni lifa eftir.

Stöðugildið >fulltrúi< felst í því að viðkomandi er talsmaður þeirra er fá honum titilinn í hendur. Þannig er kjörinn þingmaður >fulltrúi< einhvers tiltekins hóps kjósenda, sem kusu hann til þingsetu. Út frá hinu lýðræðislega hlutverki >fulltrúa<, ber honum fyrst og fremst að hlusta eftir vilja þeirra sem hann er fulltrúi fyrir, og minnast þess ætíð að hann er ekki í þessari stöðu og starfi sem sjálfstæður einyrki, heldur >fulltrúi< tiltekins hóps þjóðarinnar.

Þessari einföldu grundvallarstaðreynd virðast flestir stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar vera búnir að gleyma. Reyndin virðist orðin sú að stjórnmálaflokkar telja sig hærra setta í valdapíramíta lýðveldisins en þjóðina (lýðinn), sem í raun er æðsta vald lýðveldisins samkvæmt stjórnarskrá þess, sem staðfest er af u. þ. b. 90% kosningabærra manna, á þeim tíma sem hún var staðfest.

Þetta er alvarleg afvegaleiðing lýðstjórnunar, sem í raun er grunnþáttur stjórnarskrár Íslenska lýðveldisins. Í því plaggi er stjórnmálaflokka, stöðu þeirra eða valds, hvergi getið. Þignmenn hafa því enga stjórnskipulega skyldu gagnvart stjórnmálaflokki, sem slíkum, en bera skyldu til að lúta skírum vilja yfirboðara sinna, sem eru kjósendur þess kjördæmis sem kaups þá sem fulltrúa sína á Alþingi Íslendinga.

Þegar við (þjóðin) stöndum nú í annað skipti á einum áratug í þeim sporum að hafa þurft að virkja neyðarvald stjórnarakrár okkar, til að stöðva framgöngu >fulltrúa< okkar, í málum sem okkur fannst sérlega óásættanleg, teldi ég vert að endurvekja þá grundvallarskyldu hins þjóðkjörna þingfulltrúa, ef það mætti verða til þess að við þyrftum ekki innan fárra ára að lenda í álíka átökum við eigin þingfulltrúa og gerst hafa í tvígang á einum áratug.

Í því fjármálahruni sem yfir þjóðina gekk á síðasta ársfjórðungi ársins 2008, hlýtur það að líta undarlega út, gagnvart öðrum siðuðum þjóðum, að æðsta vald lýðveldisins skuli þurfa að standa í hörðum deilum við þingfulltrúa sína, um aðferðir og leiðir til lausnar þeim vanda sem þingfulltrúar skópu sjálfir, með andvara- eða þekkingarleysi sínu, í fulltrúastörfum sínum við stjórn þjóðfélagsins.

Þetta finnst mér vera djúpstæðustu vandmál okkar tíma. Túlkunardeiluna við Breta og Hollendinga um það hver greiðsluskylda þjóðarinnar er, verður ekki leyst annars staðar en fyrir til þess bærum dómstólum, fyrst svo mikill meiningarmunur er á túlkun þeirra laga sem þar að lúta. Engin leið er fyrir þjóð okkar, sem sjálfstæða og siðmenntaða þjóð, að lúta í auðmýkt einhliða túlkun Breta og Hollendinga á réttarstöðu okkar, sem þeir hvorki geta fært lagaheimildir fyrir, eða þora að leggja í úrskurðarvald til þess bærs dómstóls.  

Framganga þeirra sýnir einungis yfirgangsfrekju og valdhroka, líkum þeim sem Hitler beitti þá sjálfa í síðari heimsstyrjöldinni. Þá vildi þeir ekki lúta þeim vinnubrögðum sem þeir beita nú sjáfir. Hví skildum við þá ferkar lúta slíkri hrokabrjálsemi frá þeim?       

 

                


mbl.is Endurreisnaráætlun í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipstjóri í taugalosti - á þurru landi.

Ekki vildi ég eiga líf mitt undir hugarró og rökréttri hugsun og ákvarðanatöku þessa manns, sem skipstjóra við siglingu á hættuslóð. Þvílík endemis þvæla sem út úr þessum manni getur komið er með ólíkindum.

Icesave lögin hafa ekkert með fjármálamarkaði að gera. Það lýsir ekki mikilli dómgreind að láta annað eins frá sér fara, sem varaformaður fjárlaganefndar Alþingis hefur verið að birta á þessu ári. Hvað skildi margir hlæja, vítt og breitt um heiminn, yfir því að svo dómgreindarsnauður maður skuli vera varaformaður fjárlaganefndar Alþingis Íslendinga? Þeir eru áreiðanlega margir.

Svo er fólk að tala um að við eigum ekki að aulýsa okkur sem óáreiðanlega jólasveina.  Ég segi nú bara eins og Bjarnfreðarson > Eigum við að ræða þetta eitthvað nánar????    


mbl.is Nauðsynlegt að fá niðurstöðu fljótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rökfræði glæpaafla

Þekkt eru þau rök handrukkara og annarra glæpaafla, að betra sé að borga strax (semja strax) en að eiga á hættu allar þær ófarir sem því fylgi að borga ekki.  Einnig er þekkt að þessi öfl útskýra ekki í hverju þær ógnir felast, sem komi yfir fólk sem borgar ekki.

Nákvæmlega þessa sömu taktík nota stjórnvöld til að berja ótta inn í landsmenn gagnvart Icesave skuldum Landsbankans. Handrukkarar okkar tíma (ráðherrar og stjórnarþingmenn), koma til foreldranna (þjóðarinnar) og hóta þeim ótilgreindum ógnum ef þau borgi ekki umyrðalaust óráðsíuskuld vandræðaunglingsins (Landsbankans).

Þetta getur seint kallast landsföðursleg aðferð til að réttlæta lagasetningu sem hafa mun alvarleg áhrif á framtíð flestra fjölskyldna í landinu á komandi áratugum.  Ekki síst þegar til þess er litið að afar veikar lagastoðir eru fyrir slíkri lagasetningu.

Er þessi svokallaða >vel menntaða þjóð< búin að missa kjarkinn til að standa sjálfstæð og sterk í ólgusjó alþjóðlegs efnahagsumhverfis?         


mbl.is Undirskriftir gegn Icesave vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eru Bretar að hóta okkur.

Á undanförnum 50 árum, eða svo, hafa Bretar oft hótað okkur diplómatískri útilokun, viðskiptaþvingunum og ég veit ekki hverju þeir hafa ekki hótað, fari Íslenska þjóðin ekki að vilja þeirra. Ekkert af þessum hótunum hefur bitið á Íslendingum, fram til þessa.

Deilur okkar við Bresk stjórnmálaöfl, um landhelgi og fiskveiðilögsögu ættu að hafa fært okkur trausta sýn á ósanngirni og ósvífni þeirra í samskiptum þjóanna. Þeir virðast ekki kunna að vinna diplómatískt gagnvart smáþjóðum. Þar sýnir saga að þeir beita ofbeldi, að ystu mörkum þess sem þeir komast.

Hvaða diplómatísku aðgerðum geta Bresk stjórnvöld beitt gegn Íslendingum, verði nýju Icesave  lögin felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir gætu neitað að kaupa af okkur fisk, en það mundi bitna meira á þeirra eigin þjóð en okkur Íslendingum. Þegar bankahrunið varð, reyndu þeir að stöðva innflutning af fiski frá Íslandi, en hagsmunaaðilar í þeirra eigin landi risu harkalega upp gegn stjórnvöldum. Nú á tímum er ekki fjölbreytt úrval af þeim fiskitegundum sem Bretar aðhillast, svo við þurfum ekki að óttast aðgerðir þeirra á þeim vetvangi.

Þeir gætu beitt sér gegn því að Ísalnd fengi lánafyrirgreiðslu hjá Erópskum lánastofnunum.  Á það ber að líta að Bretland er afar skuldsett og ef stærri þjóðir beittu þá sömu fantabrögðum og þeir beittu Íslensku þjóðina í upphafi hrunsins, væru þeir litlu betur settir en Ísland.  Skuldir þeirra vaxa dag frá degi með þeim gífurlega hraða að, enn sem komið er, hafa stjórnvöld þar ekki sýnt fram á að þau séu að ná tökum á skuldasöfnuninni. Stutt er því í að Bretland verði að lúta þvingunum kröfuhafa lánsfjár, og vonandi fá þeir sanngjarnari meðferð en þeir beittu okkur.

Færi svo að Bretland og ESB beittu Ísland pólitískum þvingunum á fjármálasviðinu, væri ekkert sjálfsagðara fyrir Íslendinga en að snúa sér til þess eina ríkis í heiminum sem á næga peninga, þ.e. Kínverja, og óska eftir lánasamningum við þá. Í ljósi þess að Norður-siglingaleiðin er að opnast, tel ég engan vafa leika á að Kinverjar myndu vilja taka upp samvinnu við Íslendinga um umskipunarhöfn á Íslandi og fleiri þætti er lúta að efnahagslífinu.  Evrópa er það illa stödd fjárhagslega og atorkulega, að þar verða ekki miklar framfarir á komandi áratugum.

Helstu sóknarsvæði fyrir afurðir okkar munu tvímælalaust verða á suðlægari og austlægari slóðum. Þar mun Kína verða stór aðili, því þar munu opnast miklir markaðir þegar efnahagur fólks þar fer að aukast.

Af öllu þessu má sjá að það væri Bretum sjálfum verst, ef þeir færu að leika einhvern útskúfunarleik gagnvart okkur, því síðar á þessu ári, eða snemma á því næsta, verða þeir í sömu stöðu og við, að geta ekki borgað, á réttum tíma, þær erlendu skuldir sem lánastofnanir þeirra og atvinnulíf hafa steypt yfir þjóð þeirra.

Brosum því að þessum hótunum Bretanna, líkt og við brosum við hótunum óvita, sem hótar í máttvana reiði eða hroka, vegna þess að hann kann ekki diplómatisk samskipti.                  


mbl.is Gæti endurvakið diplómatíska deilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert útsýni til flugeldanna

Ég bý nú þannig að dags daglega hef ég útsýni yfir allt höfuðborgarsvæðið og undanfarin ár hef ég notið vel þess sjónarspils sem áramót eru hjá okkur. Nú brá hins vegar svo við að útsýni til flugelda var ekkert. Einungis sást til flugelda frá næstu húsum, ef þeir fóru ekki of hátt. Dimm reykjarþoka lág yfir umhverfinu, svo ógreinilega sást til næstu blokka.

Ég er þeirrar skoðunar að þær hundruðir milljóna sem skotið var upp í loftið um þessi áramót, hafi skilað ansi takmarkaðri ánægju, hvað sjónræna sviðið varðar.

 
Engu að síður óska ég öllum lesendum þessa pistils glegðilegs árs, friðar og farsældar á komandi ári.            


mbl.is Mikilfengleg flugeldasýning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórundarleg fréttamennska

Í þessari frétt er sagt frá því að á aðfangadag jóla, hafi barn dottið niður stiga, milli hæða, og fengið slæmt höfuðhögg. Greint er frá því að lögergla og sjúkralið hafi þurft aðstoð Vegagerðar til að komast á staðinn og barnið hafi verið komið á sjúkrahús á tíunda tímanum um kvöldið. Fjórum til fimm tímum eftir að slysið varð.

Þarna er sagt frá atburði sem gerðist fyrir 5 dögum, en þess í engu getið hvaða afleiðingar þetta hafði fyrir barnið.  Var barnið kannski algjört aukaatriði í fréttinni?  Var aðalfréttin um að ófært hafi verið milli Bíldudals og Patreksfjarðar?

Mér finnst það lágmarks kurteisi, bæði gagnvart fjölskyldu barnsins, sem og lesendum fréttarinnar, að greint sé frá hverjar afleiðingar slyssins urðu fyrir barnið.

Allt annað er hreinn dónaskapur.                 


mbl.is Barn datt á milli hæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru rétthafar aflaheimila að viðurkenna fjárkúgun sína á kvótalausum útgerðum ????

Það gleður mitt vestfirska hjarta að þorskeldi skuli ganga vel hjá Gunnvöru hf. 

Hins vegar finnst mér undarlegt að heyra útvegsmenn, rétthafa aflaheimilda, lýsa uppgjöf sinni og fyrirséðu gjaldþroti, þurfi þeir að gjalda sama verði fyrir aflaheimildir og þeir sjálfir krefja kvótalausar útgerðir að greiða til þeirra, fyrir framsal á þeim aflaheimildum sem þeir fengu úthlutað.

Af orðanna hljóðan má segja að þeir sjálfir, lýsi á hendur sjálfum sér alvarlegri fjárkúgun á kvótalausum útgerðum. Ég vona að sjávarútvegsnefnd og sjávarútvegsráðherra skilji rétt boðskapinn í þessum orðum þeirra útgerðarmanna, sem þeir hafa sérstaklega alið við brjóst sér, minnugir máltækisins að >Sjaldan launar kálfur ofeldið<.             


mbl.is Eldisþorskur fimmtungur alls hráefnis í vinnslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nákvæmlega eftir spillingarformúlunni

Ef þessi Jón Sigurðsson er sami maður og var áður viðskiptaráðherra, Seðlabankastjóri, bankastjóri Norræna fjárfestingabankans, síðar formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins og á sama tíma stjórnarmaður í Seðlabanka okkar, fæ ég ekki betur séð en þarna sé nákvæmlega farið eftir spillingaruppskriftinni sem fram kemur í bókinni hennar Evu Joly >Hversdagshetjur<.

Þar koma fram lýsingar á tengslaneti spillingaraflanna víða um Evrópu. Lýst er hvernig stjórnmálamenn eru leiksoppar í höndum spillingaraflanna, þannig að stjórnmálamenn leggi til hliðar hagsmuni skjólstæðinga sinna, til að fullnægja kröfum spillingaraflanna.

Einkar athyglisverð bók, sem einnig upplýsir okkur um að við erum mun verr á vegi stödd en flestar aðrar þjóðir, því svo virðist sem í flestum löndum séu til fjölmiðlar og blaðamenn sem raunverulega vilja, leggja líf sitt í hættu, til að fletta ofan af óþverranum. Hins vegar er staðan sú hér, að fjölmiðlar og blaðamenn sameinast um að berja niður, með samstilltri þöggun, alla rökstudda gagnrýni á spillinguna hér í landi. Almenningur fær því yfirleitt ekki að heyra raunveruleika þeirra málefna sem til umfjöllunar eru, heldur einungis mismunandi útfærslur af ósannindarugli, sem einungis er ætlað að rugla raunveruleikaskyn hins venjulega borgara þess lands.

Og enn gleypir almenningur þessa ósannindaþvælu sem heilagan sannleika. Við virðumst því eiga nokkuð langt í land, með að ná að draga verulega úr afli spillingaraflanna hér á landi. Mest öll framganga stjórnmálanna virðist benda til þess.                   


mbl.is Ný stjórn Íslandsbanka skipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverð viðhorf hjá Steingrími

Ég velti fyrir mér hvor VG hafi enga "alvöru" ráðgjafa í efnahagsmálum þjóðarinnar. Ég velti þessu ekki fyrir mér vegna þess að ég sé andsnúinn viðhorfum þeirra til samfélagsmála. Ástæða er sú að mér ofbýður það andvaraleysi sem sýnt er gagnvart hagsmunum þjóðarinnar í framgöngunni við IceSave samningana.

SJS talar um "búskussa" sem núverandi stjórnvöld hafi tekið við af. Svo er að sjá sem hann leggi þar meiningu í stjórnartíð Sjálfstæðiflokks og Framsóknarflokks.  Rétt er að margt fór úrskeiðis í stjórnartíð þeirra flokka. Þar á meðal að erlendar skuldir Íslendinga hækkuðu umtalsvert og voru við lok stjórnartíðar þessara flokka komnar yfir eðlileg þolmörk gjaldeyrisframleiðslu okkar. Skuldirnar höfðu, á nokkrum árum, hækkað um nokkur þúsund milljarða og voru við lok stjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknar, komnar yfir sjö þúsund milljarða og farnar að ógna afkomugrunni þjóðarinnar.

Það var hins vegar fyrst þegar Samfylkingin var komin að stjórnarborðinu með Sjálfstæðisflokknum, sem allt virtist fara úr böndunum. Á 17 mánaða tímabili jukust erlendar skuldir Íslendinga úr sjö þúsund milljörðum í rúma fjórtán þúsund milljarða. Um það bil tvöfölduðust, þó áður hafi þær þegar verið ornar of miklar. Af þessu má sjá að það er Samfylkingin sem ber mesta ábyrgð á því hve skuldastaða þjóðfélagsins hefur aukist mikið. Á þessu tilgreinda tímabili í stjórnartíð hennar, hafði hún ennfremur ráðuneyti bankamála undir sínum hatti.

Af þessu má glögglega sjá að SJS og VG gengu til lið við mesta "búskussa" síðust áratuga í íslenskri stjórnmálasögu, en leystu hann ekki af hólmi.

Í upphafi talaði ég um hvort stjórnvöld hefu enga "alvöru" efnahagsráðgjafa á sínum snærum.  Ástæða þess er að mér ofbýður skilningsleysi stjórnvalda á ýmsum ummælum þeirra svokölluðu "sérfræðinga" sem þau virðast helst vilja hlusta á.  Má þar t. d. nefna svonefnda IFS-greiningu. Eftir því sem fram kemur á Eyjunni, er áhættu mat IFS eftirfarandi:

Áhættumat IFS byggist á því að allar gjaldeyristekjur fari í að greiða niður erlendar skuldbindingar. „Gjaldeyristekjur munu ekki nægja til að greiða niður erlend lán fyrstu árin eftir að afborganir Icesave-samningsins hefjast og myndi erlend skuldastaða fara vaxandi þrátt fyrir að allar gjaldeyristekjur væru nýttar til að greiða af erlendum lánum,“ segja sérfræðingar IFS. Í mati IFS er gert ráð fyrir 90% endurheimtum á eignum Landsbankans. 

Nú er þess fyrst að geta að stjórnvöld hafa ekki forræði yfir ÖLLUM gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Einungis hluti tekan álveranna koma inn í íslenskt efnahagslíf, vegna þess að verulegur hluti framleiðslu- og rekstrarkostnaðar álveanna fellur til í erlendum gjaldeyri. Sjávarútvegurinn aflar heldur ekki gjaldeyris nema til landsins sé keyptar olíuvörur og ýmis annar rekstrarkostnaður, sem einungis verður keyptur fyrir gjaldeyri. Þá eru ýmis hugbúnaðar-, sprota- og ferðaþjónustufyrirtæki að afla gjaldeyris, sem stjórnvöld hafa ekki forræði yfir. Einnig ber að geta þess að ÖLL erlend starfsemi utanríkismála okkar er rekin með erlendum gjaldeyri.

Af þessu má glöggt sjá, að séu 10% líkur á greiðslufalli þjóðarbúsins, með því að ALLAR gjaldeyristekur þjóðarinnar fari í að greiða skuldir, ætti flestum að vera lsjóst að líkurnar á gjaldþroti eru umtalsvert hærri, líklega nálægt 50%, eða þar yfir. 

Af framansögðu virðist ljóst að mestu "búskussum" íslandssögunnar >Samfylkingunni< hefur bæst öflugur liðsauki með tilkomu VG að stjórnarborðinu.                   


mbl.is Tók við af „búskussa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband