Færsluflokkur: Dægurmál

Braut Alþingi stjórnarskrána???????????????

Í fljótu bragði sýnist svo að Alþingi sjálft hafi brotið 57 gr. stjórnarskrár með því að loka dyrum sínum fyrir ljósmæðrum.   Í 57. gr. segir svo:

Fundir  Alþingis skulu haldnir í heyranda hljóði. Þó getur forseti eða svo margir þingmenn, sem til er tekið í þingsköpum, krafist, að öllum utanþingsmönnum sé vísað burt, og sker þá þingfundur úr, hvort ræða skuli málið í heyranda hljóði eða fyrir luktum dyrum.  (leturbreyting G.J.)

Í stjórnarskrá er hvergi heimild til að takmarka fjölda áheyrenda; einungis heimild til að loka fundi og þá fyrir öllum áheyrendum. Fróðlegt verður að fá upplýsingar um hvaða þingmenn greiddu því atkvæði að fara svona út fyrir lagaheimildir og brjóta um leið 65 gr. stjórnarskrár, að... [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum. Þarna var takmörkunum og mismunun beitt án lagaheimildar.

Eins og málið lítur út, verður ekki betur séð en forseti Alþingis hafi brotið grundvallarreglu lýðræðisskipulags okkar.  Eðlileg viðbrögð við slíku er tafarlaus afsögn og afsökunarbeiðni.

EKKERT MINNA ER ÁSÆTTANLEGT.             


mbl.is Lokað og læst á ljósmæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikilvægast að nýta allar auðlindir skynsamlega og með hámarks arði fyrir þjóðina.

Nokkuð virðist ljóst að þetta framtak er í höndum manna sem ekkert vita hvað þeir eru að gera. Þeir gera enga tilraun til að opinbera hvað þeir meina; hvaða orkuauðlindir þeir eigi við, hvað eða hvernig þeir sjái fyrir sér að best sé að nýta þær.

Þetta eru greinilega kjánar sem treysta fyrst og fremst á að fólk rjúki til og skrifi undir þessa áskorun, án umhugsunar, vegna þeirrar spennu sem búið er að hlaða upp til uppbyggingar álvera.

Í því sambandi er athyglisvert að leiða hugann að síðasta ævintýri slíkrar fjárfrestingar, sem er Kárahnjúkavirkjun. Við upphaf þess verkefnis voru afar deildar meiningar um hvort það verð sem fékkst fyrir raforkusölu, dygði til greiðslu byggingakostnaðar virkjunarinnar. Flestir sem skoðuðu sögðu svo ekki vera, en Landsvirkjun sagði það sleppa.

Nú er ljóst að byggingakostnaður virkjunarinnar verður umtalsvert hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Það eitt og sér, þýðir að verðið fyrir raforkuna er of lágt. Þegar við það bætist fyrirsjaánleg lækkun á verði áls á komandi mánuðum og árum, vegna samdráttar á heimsvísu, mun Kárahnjúkavirkjun verða nokkuð þungur baggi á skattgreiðendum, nema finnist arðbærari sala orkunnar en sala til álvera er.

Fyrir liggur að 446 þúsund tonn af áli var selt úr landi á síðasta ári. Það var aðallega frá tveimur álverum, en Fjarðaál bættist við á árinu. Verðmæti þessa áls voru tæpir 80 milljarðar. Innflutningur rekstrarvara, súráls o. fl. var á bilinu 25 - 30 milljarðar. Annar erlendur kostnaður er áreiðanlega 10 milljarðar.

Í ljósi þessa eru þessi fyrirtæki að skila afar litlum gjaldeyristekjum inn í þjóðfélagið, því ljóst er að rafmagnið greiða þeir í dollurum, þar sem Landsvirkjun þarf að greiða af sínum erlendu lánum. 

Ef við gefum okkur að 1.000 manns séu að vinna hjá þessum fyrirtækjum, er líklegt hámark á tekjum fyrirtækjanna u. þ. b. 30 milljónir á hvert ársverk, eða 2,5 milljónir á mann/mánuði.

Þegar við lítum til þess að þessi fyrirtæki eru í eigu erlendra aðila, er ekki nema hluti þessarar fjárhæðar sem í raun kemur inn í íslenskt efnahagslíf.

Af þessu má sjá að það er afar illa farið með verðmætar orkuauðlindir landsins að selja orkuna til álframeliðslu, burtséð frá því að áliðnaðurinn er fyrirsjáanlega á undanhaldi.           


mbl.is Skorað á ráðmenn þjóðarinnar að nýta orkuauðlindirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki meiri pólitíska vanþekkingu takk.

Það hlýtur að flokkast sem afar alvarleg tíðindi þegar utanríkisráðherra sjálfstæðrar þjóðar og formaður stærsta stjórnamálaflokks landsins, opinberar svo alvarlega vanþekkingu sína, eins og ISG gerir í þessari frétt.

Bankana skortir ekki lánsfé. Þeir hafa nú þegar verulegar upphæðir lánsfjár, umfram mögulega vaxta og afborgunargetu, sé horft á stöðuna út frá gjaldeyristekjum þjóðfélagsins. Þeir eru því í sömu stöðu og aðrir yfirskuldsettir aðilar, meiri lán eru ekki þeirra rétta leið.

Eiginfjárstaða bankanna, að uppgerðum öllum skuldum þeirra og innlánum, er að stærstum hluta uppreiknað yfirverð hlutafjár þeirra. Verðmæti slíkra talna sem "eiginfjár" er afar lítið, því fáir munu vilja breyta þeim tölum í peninga, kæmi til uppgjörs nú.

Fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar er afar mikilvægt nú að stjórnmálamenn þegi frekar en gaspra af þekkingarleysi um skuldastöðu þjóðarbús vegna lántök lánastofnana. Stjórnmálamenn verða að koma niður á jörðina og tala af skynsemi við þjóðina, svo samstaða myndist til að sigla frá hinum óraunverulega draumi sem kallað hefur verið "góðaæri", til þess raunveruleika sem tekjur þjóðarinnar bjóða okkur uppá, sem hin raunverulegu lífsgæði,  er við sköpum okkur.

Á svona tímum er pólitískur fagurgali stórhættulegt BÚMMERANG.               


mbl.is Ekki meiri bankabónus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími upphrópana er liðinn

Ég held að þjóðinni væri mun meira gagn að því að talað væri heilstætt og skynsamlega um það sem úrskeiðis hefur farið undanfarinn áratug og út frá þeirri heildarmynd ræddir möguleikar okkar til rökrænna úrbóta.

Allir sem eitthvað fylgjast með þjóðmálum vita hverjir hafa stýrt landinu undanfarna áratugi og vita að þeir bera sameiginlega ábyrgð á því hörmungarástandi sem nú er að skapast.

Upphrópanir bæta ekkert úr þeim vitleysum sem gerðar hafa verið; hver sem gerði þær, eða hver sat hjá, horfði á og þagði.        


mbl.is Lýsir ábyrgð á hendur Sjálfstæðisflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju með verkefnið Ísfirðingar

Afskaplega er það notaleg tilhugsun að Ísfirðingar gætu fengið heitt vatn til upphitunar á húsum sínum og til að auka fjölbreytni í atvinnulífi.

Vona að við sem eigum góðar minningar frá búsetu á þessum stað, sameinumst í bæn um að þetta verkefni skili tilætluðum árangri og síðar meir getum við heimsótt hitaveitubæinn á Vestfjörðum.

Fram til sigurs bormenn Íslands.            


mbl.is Bjartsýnir á að heitt vatn finnist í Tungudal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varla opnað á deilumálin

Mér finnst nú ólíklegt að á meðan formenn nefndana ráða sjálfir hvaða fundir verða opnir, þá sé nú ólíklegt að þeir hafi opna fundi þar sem fjallað verður um viðkvæm deilumál eða mál sem eru undir pólitískri pressu.

En allavega er þetta góð byrjun og næsta skref gæti verið að allir fundir deilda yrðu opnir.

Helst ætti náttúrlega að útvarpa frá þessum fundum deildanna.                  


mbl.is Hægt að fylgjast með fundum fastanefnda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona hringekja hefur gengið í áratug eða meira.

Svona hringekja er ekki uppfyndning Jóns Ásgeirs, Hannesar eða Pálma. Ég þekki trúlega upphafið og hef margoft bent á þessa hringekju í íslenskri fyrirtækjafjármögnun síðastliðinn áratug, og rúmlega það. Benti á hvernig fyrirtæki hækkuðu eiginfjárstöðu sína með innihaldslausu hlutafjárútboði, til að ná erlendri fjármögnun. Síðan þegar Kauphöllin fór af stað, fóru menn að stunda þá hringekju sem myndbandið lýsir.

Ef fólk hefur haldið að raunverulegt verðmæti fyrirtækja okkar hafi hækkað í líkingu við hækkun úrvalsvísitölu Kauphallarinnar, ja, þá er fólk ekki með mikla skynjun á raunverulega verðmætisaukningu.

Ég er alveg klár á því að það er ekkert pólitískt afl til á Íslandi núna, sem hefur kjark til að taka á þessu máli. Mjög sterk skjaldborg hefur verið slegið upp til varnar þessari eyðileggingu á fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar.

Raunveruleikinn mun verða sá að lífsgæði okkar og afkoma færist u. þ. b. 40 ár aftur í tímann og það taki okkur u. þ. b. 20 ár að ná aftur jafnvægi þeirra lífsgæða sem við höfðum áður en fjárglæframennskan tók hér völdin.

Því miður held ég að þetta sé ekki grín sem ég segi þarna.                   


mbl.is Nýtt myndband um FL Group
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Talaðu við útibússtjórann í bankanum þínum

Ég vil segja við þessa konu.  Talaðu strax við útibusstjórann í bankanum þínum. Hann hefur möguleika á að loka fyrir aðgang þessa manns að bankareikningum þínum.  Hvort hann gerir eitthvað frekar gagnvart þessum manni, eða ekki, er hans mál, en eftir að lokað hefur verið fyrir aðganginn að þinni kennitölu, ertu laus við þetta eftirlit.  Kæra til lögreglu getur tekið langan tíma; en viljir þú láta refsa honum er það svo sem gott framhald af því að tala við útibússtjórann.                    
mbl.is Skoðar bankareikning án leyfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir skamma Seðlabankann fyrir skammarstrik þeirra sjálfra

Sjaldan hefur birst á prenti betri staðfesting á að stjórnendur Kaupþings hafa ekki skilning á hvað það er að reka, til langs tíma litið, fjármálastofnun í litlu hagkerfi.

Þeir láta eins og aldrei hafi komið aðvaranir um ógætilegar erlendar lántökur og of mikil útlán, miðað við tekjur hagkerfisins, þrátt fyrir að Seðlabanki hafi í mörg ár hvatt bankana til að draga úr útlánum og lántökum. Einnig hafa um nokkurra ára skeið borist aðvaranir frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum um ofþennslu hagkerfisins, vegna of mikilla útlána bankanna. Spurningin er því: - Voru stjórnendur bankanna ekki að hlusta, eða skildu þeir ekki að það var verið að tala við þá????

Það er svo margt sérkennilega heimskulegt í þessum háf fimm fréttum Kaupþings að því verður ekki svarað til fullnustu í stuttum pistli. Nægir þar að nefna undrun þeirra á að samdráttur skuli verða í veltu þjóðfélags okkar, þegar ljóst er að þeir hafa mokað milljörðum af erlendum lántökum í steindauðar og óarðbærar fjárfestingar, sem allir heilbrigt hugsandi menn vissu að gætu með engu móti greitt þessi lán til baka.

Lánastofnanir á Íslandi geta ekki fært ábyrgð af eigin mistöku yfir á Seðlabanka okkar og skattgreiðendur. Þeir verða að vera menn til að horfast í augu við eigin mistök og misgerðir og sýna í verki að þeir séu þeir sérfræðingar sem þeir hafa þegið laun fyrir á undanförnum árum. Þeir verða sjálfir að leggja fram áætlanir, hvernig þeir sjálfir ætla að greiða úr sínu eigin óvitaskap og bjarga sér sjálfum og þjóðinni úr hröðum samdrætti niður til raunverulegrar getu hagkerfis okkar. Það eru þeir sjálfir, (bankarnir okkar) sem efla eða veikja hagkerfið, ekki ríkisstjórnin. Menn verða að átta sig á að við erum í frjálsu hagkerfi, frjálsu flæði fjármagns milli landa, sem jafnframt þýðir að hver og einn verður að bera sjálfur ábyrgð á lántökum sínum og endurgreiðslu þeirra lána. Ógætilegri lántöku er ekki hægt að vísa til ríkis eða skattgreiðenda, enda lántakendur sjálfstæð fyrirtæki, með snillinga við stjórn, sem hafa þegið milljarða fyrir færni sína til stjórnunar.

Nú er komið að því að sýna þá snilli sem launakjörin bentu til að verið væri að greiða fyrir.              


mbl.is Greiningardeild Kaupþings gagnrýnir Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ekki hinn dæmigerði stjórnmálamaður nútímans???

Það þarf ákveðið virðingarleysi fyrir eigin sjálfsmynd, sem og gagnvart fólkinu í landinu, til að koma fram eins og Guðni gerir. Hann er búinn að sitja á þingi og í ríkisstjórn í áraraðir og þegjandi horfa á að þjóðinni sé steypt í þær ógöngur sem hún er nú komin í.

Þær tillögur sem hann hefur lagt fram, lúta að því að þjóðnýta tapið og óráðsíuna sem bankarnir hafa viðhaft síðustu árin, með því að Seðlabankinn taki erlent stórlán til að fjármagna töpuð útlán, vegna gengisfallinna verðbréfa; lán sem skattgreiðendur munu síðar þurfa að borga.

Ætli þetta flokkist ekki undir að tala mikilúðlegur og með spekingssvip um  málefni sem engin þekking er að baki. Er ekki hugsanlegt að álíka þekkingarleysi sé að baki núverandi málflutningi hans?

En, af hverju skyldu Þingeyingar einblína svona á álver, þegar fyrirsjáanlegt er að olíuleit er að hefjast á Drekasvæðinu. Slík starfsemi þarf áreiðanlega mikla þjónustu frá landi; hvað þá ef olía eða gas finnst þarna í vinnanlegu mæli. Þau umsvif yrðu tvímælalaust meiri framtíðarmúsik fyrir atvinnulíf á svæðinu, því álið verður á undanhaldi eftir örfá ár, vegna nýrra léttmálma sem eru í uppsiglingu.

Fyrir fáum áratugum sátum við uppi með stórfjárfestingar í síldabræðslum, nokkuru síðar með ónýtar fjárfestingar í loðdýrabúum, þá tóku við tugir milljarða í fiskeldisævintýrinu, framundan er margra milljarða afskriftir vegna offjárfestingar í fiskiskipum sem ekki geta borið sig af eigin tekjum og í nálægri framtíð verðum við með miklar fjárfestingar í ónothæfum álverum, vegna verðhruns og minnkandi notkunar á áli.

Hafa stjórnmálamenn okkar ekki verið einstaklega glöggir á uppbyggingu gjaldeyrisskapandi starfsemi þjóðarinnar???????

Sagt er að sporin hræði.  Hvaða spor hafa stjórnmálamenn okkar skilið eftir sig? Pólitískt óðagot hefur aldrei skilað þjóðinni hagnaði.             


mbl.is Kreppa af völdum ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband