26.10.2008 | 14:12
Er Sjálfstæðisflokkurinn trúarbrögð, en ekki stjórnmálahreyfing ???
Þetta er afar athyglisverð niðurstaða. Annað hvort eru tæp 30% þjóðarinnar sem er alveg sama hvernig farið er með hagsmuni þjóðfélagsins, eða að Sjálfstæðisflokkurinn er trúarbrögð, sem eru að öllu leiti óháð athöfnum á stjórnamálasviði.
Yfirgnæfandi meirihluti kapítalískra hugsuða í hinum siðvædda heimshluta, hafa látið í ljós fullkomna vantrú á þeirri hugmyndafræði sem hefur verið meginstofn stjórnmálastefnu Sjálfstæðisflokksins undanfarna tvo áratugi. Þrátt fyrir þessa staðreynd, til viðbótar við gjöreyðileggingu á uppbyggingu síðustu kynslóða í íslensku viðskipta- og athafnalífi, virðist þriðjungur þjóðarinnar enn tilbúinn til að hjálpa Sjálfstæðismönnum að eyðileggja meira.
Það eru miklar líkur á að svona skoðanakönnun veki umtalsverða athygli, því hún er afar glöggt vitni um hörmulega siðferðisvitund; að þriðjungi þjóðarinnar sé sama um þær hörmungar sem yfir þjóðina hafa verið leiddar.
Miðað við það sem fram er komið, hefði verið eðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn fengi svoa 5% í þessari könnun, en ynni sig á næstu tveimur árum upp í svona 15%, stæðu þeir sig vel í endurbyggingu lífsgæða þjóðarinnar.
Minnihluti styður stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Vefurinn, Viðskipti og fjármál | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Sjálfstðisflokkurinn virðist vera trúarhreyfing satt er það
Hólmdís Hjartardóttir, 26.10.2008 kl. 14:15
Sjálfstæðismenn eru Heiladauðir Kjósendur
Æsir (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 14:17
Óákveðnir voru óvenju margir og staðan er því mjög óljós. Hægri menn eiga fáa valkosti því þeim hugnast ekki að flykkja sér um forystulausan Frjálslynda flokkinn. Mín tilfinning er sú að það séu helst gamlir Sjálfstæðismenn sem endanlega hafi gefist upp á flokknum. Útrásarelítan og aðrir þeir sem hafa keypt þingmennina sitja óhaggaðir en særðir. Ungt lærdómsfólk með frjálshyggjuinnrætingu úr Háskólum er heilaþvegið og safnast saman í hópa og "vitnar" um að sósíaliskar flumbruaðgerðir í BNA hafi komið óorði á frjálshyggjuna á örlagastund.
Athygliverð var ályktun Jóhannesar Björns Lúðvíkssonar í Sifrinu í dag, að frjálshyggjan væri ekki stjórnmálaafl heldur trúarskoðun. Þá skoðun hef ég óhikað látið þráfaldlega í ljós mörg undngengin ár enda á það að vera augljóst öllu andlega heilbrigðu fólki.
En umræddur maður sagði margt fleira sem kom mér til að sperra eyrun. Eins og það að greiningardeildir bankanna væru öflugustu auglýsingastofur samfélagsins.
B.kv.
Árni Gunnarsson, 26.10.2008 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.