Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
25.6.2008 | 10:28
Hvenær lækka bankarnir vextin???????
Nú hefur Íbúðalánasjóður afsannað þau ummæli bankamanna, að vextirnir séu svona háir hér á landi vegna hárra stýrivaxta Seðlabankans. Bent hefur verið á að bankarnir SJÁLFIR ákveði sína vexti; stýrivextir Seðlabanka komi því máli ekkert við.
Ef lánastofnunum væri skylt að fara eftir vöxtum Seðlabanka, hefði Íbúðalánasjóður ekki geta lækkað vexti sína, eins og hann gerði nú á dögunum. Með þessari lækkun vaxtanna fletti Íbúðalánasjóður þeirri lygagrímu af bönkunum, að þeir geti ekki lækkað vexti fyrr en Seðlabankinn lækki stýrirvexti.
Hvernig væri ef allir tölvutengdir landsmenn sendu daglega fyrirspurn, í tölvupósti, til allra banka landsins, með fyrirspurn um hvenær þeir lækki vextina til samræmis við það sem tíðkast í samanburðarlöndum okkar.
Bankarnir eiga leikinn. Þeir eru fljótir að hækka en líklega þarf að þrýsta þeim til að lækka, líkt og fleirum.
24.6.2008 | 15:20
Bankastjórarnir vilja meiri lán og meiri framkvæmdir????????
Í hádegisfréttunum heyrði ég viðtal við Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóra Landsbankans. Hann var að vandræðast yfir því að Seðlabankinn kæmi ekki með lánið sem Alþingi hefði heimilað honum að taka. Skilningur hans var sá að lánið hefði átt að taka til að bæta gjaldeyrisstöðu bankanna og til að auka framkvæmdir.
Það var merkilegt að hlusta á þetta frá bankastjóra næst stærsta einkabanka landsins; banka sem jafnframt er með lægsta skuldatryggingaálag allra banka á Íslandi. Það var eins og honum væri ókunnugt um að erlendar skuldir okkar séu komnar langt upp fyrir mögulega getu okkar til endurgreiðslu þeirra og þessar skuldir eru til komnar vegna ákvarðana þessara sömu manna, þ. e. bankastjóra einkabankanna. Í vandræðum sem þeir sköpuðu sér sjálfir, láta þeir eins og ríkið bera ábyrgð á heimskupörum þeirra. Og þeir biðja ekki um hjálp til að bjarga sér frá vitleysunni. Nei, þeir HEIMTA að ríkið KOMI STRAX MEÐ PENINGA til að bjarga þeim frá eigin vitleysu.
Í langagn tíma hefur það verið skýr stefna Sjálfstæðisflokksins, að grípa ekki til SÉRTÆKRA AÐGERÐA til bjargar einkafyrirtækjum eða einstöku atvinnugreinum. Það er grundvallarreglan á bak við það að Sjálfstæðisflokkurinn lét sjávarútvegsfyrirtækin á landsbyggðinni brenna upp í vitlausum hagstjórnaraðferðum, sem enn eru viðhafðar hér á landi.
Hagfræðin sem hér er kennd getur ekki gengið upp fyrir litla eyþjóð með sjálfstæða gjaldmiðil. Ásæðan er sú að sá grunnur og hugtök sem notuð eru, er grunnur sem byggir á að gjaldmiðillinn sé heimsviðskiptamynt, sem ekki byggir gengi sitt fyrst og fremst á framleiðslu eins samfélags, heldur byggist gengi gjaldmiðilsins á fjölþjóðlegu viðskiptaumhverfi. Í slíku gjaldmiðilsumhverfi getur móðursamfélagið sýnt tiltölulega mikið kæruleysi gagnvart undirstöðum myntarinnar, vitandi það að mörg ríki eiga ríka hagsmuni í því að viðhalda gengi gjaldmiðilsins í ákveðnu jafnvægi, svo þeirra eigin efnahagskerfi fari ekki úr jafnvægi.
Hér er ég að vísa til þeirra hagfræðihugmynda sem kenndar hafa verið í Bandaríkjunum síðustu áratugina, sem ýmsir eldri og virtir hagfræðingar hafa kallað "hagfræði heimskunnar". Ekki verður hér reynt að tína til mörg atriði þessarar umræddu "heimsku", en þó ætla ég að geta hér eins, vegna nýlegra aðstæðna hér á landi sem glöggt sýna hvað átt er við.
Nú nýlega fengum við yfir okkur mikla jarðskjálfta á Suðurlandi. Vegna þeirra urðu miklar skemmdir á húsum og innanstokksmunir skemmdust og eyðilögðust. Fyrirsjáanlegt er að öll þessi tjón munu valda miklum útgjöldum, en um leið auka vinnu og viðskipti vegna lagfæringa og kaupa á nýjum húsmunum.
Samkvæmt þeim hagfræðikenningum sem við notum (hagfræði heimskunnar), mun þetta teljast hafa aukið hagvöxt um einhverja mælanlega einingu, vegna þess að veltuaukning varð á svæðinu. Samskonar "hagvaxtaraukning" mælist líka ef við tökum mikið af erlendum lánum og festum það fjármagn í húsbyggingum, sem engin þörf er fyrir; þá reiknast það skapa þjóðinni aukinn hagvöxt.
HAGVÖXTUR, er auðvitað hugtak yfir aukinn hag, eða betri afkomu, heldur en það sem verið hefur. Stórtjón, hamfarir, eða skuldaaukning, þar sem peningarnir eru festir í byggingum sem ekki auka tekjur til greiðslu lánanna, skapa að sjálfsögðu EKKI AUKINN HAGVÖXT, þó það teljist vera, samkvæmt hugmyndafræði í "hagfræði heimskunnar".
Allir ættu að geta litið í eigin barm og fundið tilfinninguna fyrir því þegar miklar skemmdir eða tjón henda fjölskylduna. Ég held að fáir finni til þess að hagur þeirra hafi aukist mikið við að fjárfesta í lagfæringum.
Svona lítur þetta út í samfélagið sem eitt og sér stendur að verðgildi gjaldmiðils síns. Atvinnu- og viðskiptaaukningin á Suðurlandi mun að vísu auka umsvif og bæta hag þeirra sem atvinnu og viðskiptanna njóta. Það mun hins vegar þurfa að greiðast úr sameiginlegum sjóðum okkar og því ekki teljast hafgvöxtur heildarinnar, heldur aukning útgjalda, sem við verðum ein að standa undir.
Hefði þetta hins vegar gerst í Bandaríkjunum, hefðu Bandaríkin ein ekki þurft að standa undir útgjöldunum, þar sem allar þjóðir sem nota Dollar í sínum viðskiptasamningum þurfa að gæta að og verja verðgildi hans. Þess vegna hafa hin svonefndu IÐNVELDIN SJÖ, og margir Seðlabankar heimsins, iðulega þurft að kaupa Dollara í miklu magni, til,að forða hruni hans. Slíkur bakhjarl er ekki gagnvart "heimskulegri" efnahagsstjórnun okkar íslendinga, þó við högum okkur eins og svo sé.
24.6.2008 | 11:31
Einkennileg fyrirsögn á frétt.
Af fréttinni má skilja að fyrst innlendir og erlendir fjárfestar séu áhættufælnir, eins og það er orðað, lækki gengi krónunnar og sé í "frjálsu falli" eins smekklega og það er orðað gagnvart 3% breytingu á gengi.
Einhver öfugmæli eru í þessari frétt. Áhættufælni GETUR EKKI verið ástæða fyrir lækkandi gengi krónunnar. ÖLL áhættufælni á að virka til styrkingar krónunnar, því eftir því sem áhætta í viðskiptum með peninga minnkar, minnka möguleikar þess að fjárhæðir tapist út úr hringrás viðskiptanna.
Gengið gæti hins vegar verið að falla vegna áhættu sem BÚIÐ VÆRI AÐ TAKA. Sem þýðir að einhverjir bankar hafi farið offari í áhættu og standi frammi fyrir vanskilum og gjaldfalli lána. Það gæti lýst sér í því að bankarnir hefðu tekið meira af erlendum skammtímalánum en þeir geti endurgreitt, og fái nú ekki nógu mikið af íslenskum krónum, eða erlendumm gjaldeyri, til að greiða þessi skammtímalán sín.
Áreynsla á gengi krónunnar, til lækkunar, skapast einvörðungu út frá því að VIÐ (þjóðin), viljum nota meira af gjaldeyri en við sköpum með gjaldeyristekjum okkar. Einnig getur of mikil lántaka erlendis, með afborgunum sem eru hærri en gjaldeyristekjur okkar leyfa haft sömu áhrif.
Dæmigert munstur sem flestir þekkja úr eigin fjármálum, þegar afborganir af lánum verða hærri en tekjuafgangur að frádreginni framfærslu, ræður við að greiða. Þá gæti þér verið boðið lán með afföllum, sem jafngildir gengisfalli krónunnar.
Við þessar aðstæður skapast eftirspurn eftir þeim gjaldeyri sem þarf að nota. Við slíkar aðstæður segja þeir sem eiga þennan gjaldeyri, - Ja, nú eru forsendur breyttar. Nú er ekki lengur um að ræða skipti á 1 á móti 58. Nú er verðið 1 á móti 82. - Og ef við viljum ekki þetta verð, verða engin viðskipt.
Ef okkur vantar gjaldeyrinn til að greiða afborgun af þegar teknu láni, eigum við í raun ekkert val um að taka á okkur þessa lækkun á verðgildi krónunnar.
Ef við hins vegar værum að afla gjaldeyris til kaupa á einhverjum vörum sem ekki væri búið að loka samningum um, gætum við afþakkað viðskiptin og leitað annarra leiða, sem ekki mundu fella gengi krónunnar.
Fréttin ber öll með sér að það er ekki verið að segja satt; og þá er ég ekki að meina að blaðamaðurinn sé að skrökva. Hann geldur þess einungis að hafa hugasnlega ekki næga þekkingu og visku til að sjá sannleikann í þeim aðstæðum sem bornar eru á borð fyrir hann.
Það er erfitt að þekkja sannleikann þegar flestir ljúga.
Áhættufælni ríkir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2008 | 14:08
Kunna stjórnmálamenn ekki að stjórna þjóðfélaginu??????
Ég fæ ekki betur séð en stjórnmálamenn okkar, aðallega er þar átt við stjórnarflokkana, hafi nánast enga þekkingu á því hvað þarf til að sjálfstætt þjóðfélag geti blómstrað hér á landi. Hér er ég ekki að tala um vel sjáanlegt skilningsleysi þeirra á núverandi ástandi; heldur einnig horft aðeins aftur í tímann, þó ekki of langt.
Flestum, sem hafa til að bera eðlilega visku, ætti að vera ljóst að afla þurfi fjármuna fyrir því sem kaupa á. Einnig því að hafa þau varúðarmörk að skuldsetja sig ekki nema hafa þokkalega örugga vissu fyrir að nægar tekjur falli til á greiðslutíma lánsins, svo það verði endurgreitt á réttum tíma.
Í ljósi þessarar einföldu staðreyndar, er litið á aðgerðir og plön stjórnarflokkannna vegna svonefndra "mótvægisaðgerða" vegna niðurskurðar á þorskkvóta á síðasta ári. Mikilvægustu áhrif þess niðurskurðar var minnkun tekna þjóðarinnar. Önnur árhif urðu samdráttur í atvinnu þeirra er störfuðu við sjávarútveginn, sem er undirstaða atvinnulífs víða á landsbyggðinni. Þriðju áhrifin voru hugsanlegir rekstrarerfiðleikar útgerðarfyrirtækja.
Þeir sem að framan eru taldir, sáu fram á samdrátt í tekjum og sendu út ákall til ríkisstjórnar og Alþingis, að grípa til aðgerða til að bæta afkomu þeirra sem fyrir skerðinguni urðu.
Seint og um síðir komu tilkynningar um hjálparaðgerðir (mótvægisaðgerðir) stjórnvalda og Alþingis, vegna þessara skerðinga á tekjum þjóðfélagsins og gjaldeyrisskapandi atvinnustarfsemi sjávarútvegsins.
Aðgerðirnar fólust allar í aukinni lántöku til greiðslu ýmisssa verklegra þjónustuframkvæmda á kjörtímabilinu. Ekki til að auka atvinnulíf á þeim stöðum þar sem samdrátturinn varð; heldur til að halda einhverjum hópi stórvirkra vinnuvéla við verkefni og skaffa aðilum utan þeirra svæða sem fyrir skerðingunum urðu, meiri tekjur en áformað hafði verið.
Hvergi bólaði á raunverulegri þekkingu á vandamálinu, eða visku til að bæta aðstæður þeirra sem fyrir áfallinu urðu. Óvitaskapurinn var algjör.
Fram eftir öllu síðasta ári, töluðu flestir stjórnmálamenn okkar (ekki einungis stjórnarflokkarnir) um að við værum svo rík að við gætu eiginlega hvað sem okkur dytti í hug. Kröfur um aukin útgjöld heyrðust úr hverju horni og fáir þorðu að mótmæla því peningaflóði sem óvitar lánastofnana okkar létu eftirlitslítið streyma yfir þjóðina okkar. Meira að segja sprenglærðir hagfræðingar fóru á þvílíkum kostum við að byggja skýjaborgir að venjulegt fólk stóð með hangandi kjálka af undrun og fögnuði.
Nú, örfáum mánuðum síðar boða þessir sömu hagspekingar mikla vá vera að skella á okkur; alveg óviðbúið og án nokkurs fyrirvara. Enginn þessara hagspekinga hefur útskýrt fyrir þjóðinni hvers vegna þeir sáu þetta ekki, fáum mánuðum fyrr, þegar þeir voru að dásama hvað við værum rík þjóð.
Hinn kaldi raunveruleiki er sá, að fyrir meira en áratug fóru alþjóðlegar eftirlitsstofnanir eins og Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, að vara Íslensk stjórnvöld við að skuldasöfnun okkar væri komin á hættulegt stig. Við sinntum þessu ekkert en margfölduðum einungis skuldirnar. Við sinntum ekkert aðvörunum um að tekjugrunnur þjóðarinnar bæri ekki svona mikla skuldsetningu. Stjórnmálamenn okkar horfðu einungis á skuldirnar hlaðast upp, ímyndað eignasafn stækka og sungu í vímurugli sönginn um að við værum svo rík.
Það kemur því ekkert á óvart þó þessir blessaðir óvitar sitji nú flemtri slegnir og ruglaðir, þegar raunveruleikinn tekur allt í einu upp á því að sprengja fyrir þeim ímyndarheiminn og gerð er krafa til þeirra að fara nú með raunverulegum aðgerðum að stjórna því þjóðfélagi sem tóku að sér að stjórna.
Líkt og með aðra grúttimbraða vímusjúklinga, hrærðu þeir í þekkingu sinni og visku til að finna leið sem stoppaði áreitið sem að þeim beindist. Þeir ákváðu að bæta enn við skuldirnar, hrærðu nýja eyðslusúpu og skömmtuðu hana á diska þeirra sem mest grenjuðu. Vandinn er einungis sá, að súpan eykur frekar vandann en að bæta ástanið fyrir þjóðarheildina.
En það skilja blessaðir óvitarnir okkar ekki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Í dag, miðvikudaginn 18. júní 2008, er grein í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins, skrifuð af Ásgeir Jónssyni, forstöðumanni greiningardeildar Kaupþings. Undanfarnar vikur hef ég iðulega tekið þannig til orða að stjórnendur lánastofnana sýni "óvitaskap". Í því sambandi er fyrst og fremst verið að vísa til ábyrgðar þeirra sem stjórnenda fjárstreymis um þjóðfélagið.
Stærstu lánastofnanir í litlu þjóðfélagi, geta ekki haga sér líkt og fjárhættuspilarar, að hugsa fyrst og fremst um að hámarka eigin skyndihagnað en skeyta engu um viðgang, vöxt og uppbyggingu tekjuskapandi atvinnustarfsemi í þjóðfélaginu. En, því miður hefur reyndin orðið sú síðar bankarnir voru einkavæddir.
Nafnið á áðurnefndir grein Ásgeir er - "Biðstaða á gjaldeyrismarkaði". - Nafnið eitt bendir til að hann sé að gagnrýna sjálfan sig og aðra stjórnendur stærsta banka landsins.
Á Íslandi eru engar sjálfrennandi uppsprettuæðar gjaldeyris. Allan gjaldeyri verðum við að búa til, með sölu á vörum eða þjónustu til erlendra aðila. Ef biðstaða er á gjaldeyrismarkaði, bendir það fyrst og fremt til þess að stjórnendur lánastofnana hafi brugðist þeirri grundvallarskyldu sinni að örva gjaldeyrisskapandi atvinnustarfsemi í landinu; í það minnsta til jafns við starfsemi sem eyðir- eða bindur gjaldeyri fastan, með fjárfestingum í íbúðabyggingum, verslunar-, atvinnu- eða skrifstofuhúsnæði og öðrum slíkum ráðstöfunum sem festir fjármagn utan starfsemi gjaldeyrissköpunar. Skeytingaleysi bankanna um stöðu og afkomu þjóðarbúsins má lesa úr eftirfarandi hluta úr grein Ásgeirs:
Því hefur stundum verið haldið fram að viðskiptahalli síðustu ára hafi verið fjármagnaður með útgáfu krónubréfa og annarri stöðutöku erlendra fjárfesta. Þetta er þó aðeins hálfur sannleikurinn. Bein erlend lántaka og erlend fjárfesting hafa fjármagnað hallann allt fram á þetta ár og gott betur.
Þarna opinberar Ásgeir beinlínis það sem að framan er sagt, um að lánastofnanir hugsi fyrst og fremst um eigin hag, en láti heildarhagsmuni þjóðfélagsins lönd og leið. Þarna segir hann að bankarnir hafi hjálpað viðskiptalífinu að eyða meiri gjaldeyri en þjóðfélagið skapaði. Til þess að það væri hægt, þurftu þeir að skapa sér opnara aðgengi að erlendum gjaldeyri. Og hvernig gera bankamenn slíkt?
Þeir koma á hér vaxtastigi út- og innlánslánavaxta, sem er umtalsvert hærri en hægt er að fá í helstu viðskiptalöndum. Með því móti gera þeir físilegt fyrir erlenda aðila sem leita eftir skyndigróða, að kaupa hér skuldabréf til skamms tíma, sem bera umtalsvert hærri vexti en þeir geta fengið í öðrum löndum. Þessir aðilar létu af hendir gjaldeyri, en fengu í staðinn skuldabréf í Íslenskum krónum, með verðtryggingu og vöxtum eins og eðlilegir teljast hér. Þannig varð bankinn sér úti um gjaldeyri sem þjóðin var alls ekki búin að afla og engar horfur voru á að tækist að afla áður en þessi umræddu skuldabréf kæmu til greiðslu á gjalddaga sínum. Þarna var bankinn afar greinilega fyrst og fremst að hugsa um eigin hag og setti hagsmuni þjóðarinnar með áberandi hætti til hliðar.
Á öðrum stað í grein sinni opinberar Ásgeir einnig að hagsmunir þjóðarinnar hafi verið settir til hliðar svo þeir næðu auknum viðskiptum og opnuðu leið fyrir okurfjárfesta, sem hann kallar "vaxtamunarfjárfesta", til að hagnast á Íslensku viðskiptalífi. Hann segir þar:
Skiptasamningar eru einnig helsta leiðin fyrir erlenda vaxtamunarfjárfesta að ná íslenskum vöxtum. Íslenskt fjármálakerfi er að stærstum hluta verðtryggt.
Þarna upplýsir hann að með þessum háu vöxtum sem bankar hér píndu atvinnulíf og heimili, gátu þeir opnað leið fyrir erlenda okurfjárfesta til að leggja fram gjaldeyri, sem engin innistæða var fyrir, og þeir notið á móti íslenskra vaxta og verðtryggingar, sem var umtalsvert hærri ávöxtun en þeim bauðst í öðrum löndum. Enn frekar segir hann:
Sá nafnvaxtamarkaður sem verðmyndun á gjaldeyri hvílir alla jafna á í flestum öðrum löndum er ákaflega grunnur hérlendis. Í hans stað hefur gengi krónunnar hvílt á skiptamarkaði sem er háður fjármögnun af hálfu viðskiptabankanna.
Þarna opinberar Ásgeir í raun að það eru viðskiptabankarnir sem bera alla ábyrgð á því hvernig gegni krónunnar hefur verið skráð undanfarin ár. Skiptasamningar þeirra hafa ráðist af hagsmunum viðskiptalífsins en ekki hagsmunum gjaldeyrisskapandi atvinnustarfsemi.
Þó enn væri hægt að hlda árfram í svipuðum dúr, ætla ég að hætta hér. Ég tel mig vera búinn að renna styrkum stoðum undir þá staðhæfingu mína að stjórnendur stóru bankana hér hafi sýnt ótúlegan óvitaskap á undanförnum árun; óvitaskap sem þjóðin þarf að gjalda fyrir á komandi árum/áratugum.
Svo; líkt og aðrir óvitar, pressa þeir á Alþingi og ríkissjórn að leggja fram fjármuni til að bjarga þeim úr sjálfskaparvíti sínu.
Vandi okkar er fyrst og fremst að auka sem fyrst gjaldeyrisskapandi framleiðslu og hvers konar atvinnu í þeim geira. Við höfum enga þörf fyrir að taka meira fjármagn að láni erlendis til að halda óvitunum gangandi í spilavítum stóru bankanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.6.2008 kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.6.2008 | 11:21
Það er tvær hliðar á öllum svona málum
Í fyrsta lagi þurfum við að átta okkur á að staða efnahagsmála hjá okkur er ekki BARA útrásinni að kenna. Aðalvandamál okkar stafa af greinilegum þekkingarskorti stjórnmálamanna og stjórnenda lánastofnana, á grundvallarþáttum til reksturs sjálfstæðs og sjálfbærs þjóðfélags.
Líkt og einstaklingur þarf að takmarka fjárfestingar sínar og aðra eyðslu fjármuna, við þann tekjuafgang sem verður eftir, þegar eðlileg framfærsla hefur verið greidd, þarf þjóðfélag að horfa til þess að útvíkkun verslunar, þjónustu, og fjárfestinga yfirkeyri ekki tekjuöflun þjóðarinnar (gjaldeyristekjurnar).
Þessari grundvallarhugsun hafa stjórnmálamenn og stjórnendur lánastofnana ekki sinnt undanfarna u. þ. b. þrjá áratugi. Atvinnugreinar gjaldeyrisöflunar hafa tekið afskaplega litlum breytingum, með afar litlum viðbótum, en á sama tíma hafa stjórnmálamenn nánast eingöngu barist fyrir auknum útgjöldum og meiri umsvifum í verslun og þjónustu. Stærsta vandamál okkar í dag er því gífurlega ofþennsla allskonar fjárfestinga- og þjónustustarfsemi, sem enginn grundvöllur er fyrir í gjaldeyristekjum þjóðarinnar; starfsemi sem haldið hefur verið gangandi með stöðugu innstreymi erlends lánsfjár, sem nú er á þrotum.
Þar sem stjórnvöld hafa sofið allan þennan tíma á verðinum, er í raun EKKERT sem getur komið í veg fyrir alvarlegan samdrátt í bygginga-, verslunar-, og þjónustugreinum. Auk þess er okkur afar þröngur stakkur skorinn til eflingar gjaldeyrisskapandi starfsemi, þar sem lánastofnanir hafa nú þegar nánast tæmt alla lánshæfismöguleika þjóðarinnar og hent þeim peningum í óraunhæfar skýjaborgir. Að sigla þjóðinni fjárhagslega sjálfstæðri út úr þeim skerjagarði sem hún er nú komin í, er mjög vandasamt og ekki gert með neinum vanhugsuðum patentúrræðum.
Ágúst Ólafur, sem mun vera menntaður hag- og lögfræðingur hvetur til þess, samkvæmt þessari frétt, að fyrirtæki hér á landi, selji fjárfestingar sínar í útlöndum. Æskilegt hefði verið að hann skýrði þetta betur, því þessi leið er ekki einhlít. Ef rekstrartekjur fjárfestingarinnar eru að skila rekstrinum arðsemi, væri í raun neikvætt fyrir þjóðina að fyrirtæki seldi slíka fjárfestingu. Ef hins vegar er um að ræða eignarfjárfestingu sem þarlendar rekstrartekjur bera ekki uppi, þá gæti það létt á stöðu fyrirtækisins að selja slíka fjárfestingu.
Af þessu má sjá að engin leið er að setja einhver algildismörk í þessu sambandi, en þegar skera þarf niður verður að skoða alla útgjaldaliði af raunsæi.
Það er verulega óráðlegt í núverandi horfum á atvinnumarkaði að stjórnvöld standi fyrir aðgerðum til að hvetja fólk til frekari skuldsetningar. Ljóst er að verulega hefur verið byggt, umfram þarfir, af íbúðarhúsnæði undanfarin ár og með hliðsjón af hinni gífurlegu skuldsetningu okkar undanfarin ár, sem og versnandi lánakjörum og þess að við eigum eftir að greiða út verulegar fjárhæðir í svonefndum "jöklabréfum" Þá þarf að finna aðrar leiðir til að framlengja lánum byggingaaðila íbúðarhúsnæðis en þá að flækja einhvern fjölda einstaklinga í vafasamar fjárfestingar, meðan núverandi óvissa er um tekju- og atvinnumál á komandi árum.
Er virkilega ekki hægt að vekja stjórnmálamenn og stjórnendur banka, atvinnulífs og stéttarfélaga til yfirvegaðrar hugsunar um það alvarlega ástand sem við stöndum frammi fyrir????
Fyrirtæki selji eignir í útlöndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2008 | 18:32
Er hann að lýsa sínu fyrirtæki????
Erfiðleikar blasa við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.6.2008 | 15:50
Við getum líklega aldrei orðið rík þjóð því við virðumst ekki kunna að huga rökrétt
Við virðumst alveg dæmigert "ráðstjórnarsamfélag", því flestir bergmála einungis þau viðhorf sem ráðamenn hverju sinni bera fram fyri þjóðina. Að þessu leiti tökum við fram flestum einræðisríkjum, þar sem fólk gæti goldið fyrir með lífi sínu ef það væri á annarri skoðun en ráðamenn þjóðarinnar. Sem betur fer hvílir engin slík ógn yfir Íslendingum enn, en ferlið stefnir þó í þá átt.
Nú um stundir er SKOÐUNIN sú, að álver sé lykillinn að framtíðar auðlegð þjóðarinnar. Fyrir u. þ. b. 30 árum var það loðdýrarækt sem átti að vera lykillinn að auðlegðinni. Þá ætluðu ráðmenn þjóðarinnar, á fáeinum árum, að gera hana ríka af loðdýrarækt, en gleymdu að taka skynsemina með í reikninginn. Og þjóðin tapaði miklum fjárhæðum á ævintýrinu.
Fyrir rúmum 20 árum ætluðu ráðamenn þjóðarinnar, með fljótum hætti, að gera okkur rík af laxeldi, en eins og fyrr, gleymdu þeir að hafa rökræna skynsemi með í hugarheimi sínum. Og enn tapaði þjóðin umtalsverðum fjárhæðum.
Og nú er það ÁLIÐ, sem á að gera okkur rík og ánægð. Gallinn er hins vegar sá, að ENN gleymist að haf rökræna skynsemi með í útreikningum framtíðarinnar. Þessar væntingar eru því álíka traustar og væntingarnar hjá greiningadeildum bankanna, að verðmætavísitala skráðra fyrirtækja gæti vaxið úr 2000 stigum í rúm 9000 stig, án þess að slíks yrði vart í raunverulegri aukningu tekna fyrirtækjanna.
Þeir sem raunverulega hafa orðið ríkir á því að sjá fyrir sér hvað gerist í framtíðinni, eru fyrir nokkru farnir að spá því að Álið sé á útleið í mörgum framleiðslugreinum. Einkanlega er talað um þetta í sambandi við flugvélasmíði, en þar er að ryðja sér til rúms efni sem er bæði léttara og sterkara en ál. Fregnir herma að Alcoa hafi þurft að pressa fram endurnýjun á samning við Bandaríka fulgvélasmiðju, á sama tíma og þeir voru að fjármagna nýja álverksmiðju hér á landi. Hér væri svo gott að reysa álver því raforkuverð væri svo lágt og stjórnvöld svo þægilega kröfulítil.
Virtur hagfræðingur var nú í vor spurður að því hvort gjaldeyristekjur þjóðarinnar færu nú ekki að aukast fyrir álverksmiðjan fyrir austan væri komin í fullan gang. Hann þagði við nokkra stund en sagði svo að hugmyndir okkar um gjaldeyristekjur af þessu væru nokkuð ofmetnar. Við (þjóðin) ættum ekkert af þessum tekjum. Fyrirtækið sem ætti þetta væri erlent, það skuldaði alla uppbygginguna í erlendum bönkum, Landsvirkjun fengi greitt fyrir rafmagnið í erlendri mynt og þyrfti einnig að greiða erlendu skuldirnar vegna Kárahnjúka. Álverið þyrfti líka að kaupa erlendir frá hráefnið til vinnslunnar og ólíklegt væri að mikill hagnaður yrði af rekstrinum fyrstu árin.
Á þessum hagfræðing var að skilja að inn í okkar þjóðfélag kæmi nú lítið annað en laun starfsmanna og greiðslur til þjónustuaðila. Við þetta má svo bæta að óvíst er að aðrar greiðslur sem frá svona álveri berast, fyristu árin, dugi til greiðslu afborgana af lánum sem sveitarfélög á svæðinu hafa þurft að taka vegna framkvæmda og aukinnar þjónustu á svæðinu.
Ég verð að segja að það hryggir mig hve margir virðast tilbúnir að fórna þeirri lítt menguðu náttúruperlu sem landið okkar og fiskimiðin eru, til þess að ENN EINU SINNI, geta talið sér trú um að við séum að verða rík. Með slíkum hugsunarhætti og minnimáttartframgöngu, verðum við stöðugt fyrir vonbrigðum, því miður.
Margir hafa bent á, margar tegundir iðnaðar, sem ekkert menga umhverfið og skapa margfaldar gjaldeyristekjur á við álver; auk þess að falla vel að framtíðarþróun fjölþættra framleiðsluþátta. Til þess að sjá framtíðina í mörgum þessara verkefna þurfa menn að kunna að hugsa rökrænt fram í tímann, en slíkir menn hafa ekki enn komist til áhrifa í Íslenskum stjórnmálum.
Meðan þjóðin iðkar ekki lýðræðislegan hugsunarhátt og gagnrýnið aðhald að stjórnvöldum, verður varla breyting þar á. Ég á aðeins eina eða tvær óskir til handa þjóð minni.
Að henni takist að útrýma úr huga sér hugsunarmunstri ráðstjórnarríkja (að bergmála ráðamenn án skilnings á málefninu) og að henni takist að reka af höndum sér þrælsóttann, sem innleiddur hefur verið hér undanfarin ár og lamar alla eðlilega skoðanamyndun.
Lifið heil.
Barnalegt að hækka koltvísýringslosun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.6.2008 | 21:08
Geir! Hvar eru peningarnir????
Ég velti fyrir mér hvert samskiptahættir í þessu þjóðfélagi okkar eru að stefna. Fátítt er orðið að menn komi saman til knattspyrnuleiks án þess að stóryrði, hroki og önnur óíþróttamannsleg iðja sé áberandi og dómarar þurfi að veifa gulum og rauðum spjöldum til að refsa fyrir skort á samskiptahæfni.
Gunnar Smári er nýbúinn að lýsa skemmtana ogbæjarlífinu svo engur er þar við að bæta.
Stjórnmálamenn eru hættir að kunna málefnalegar rökræður en snúast gjarnan til varnar með persónulegum árásum á þá sem andmæla þeim. Þeim finnst orðið aukaatriði hvort farið er eftir lögum og mannréttindum og séu þeir spurðir beint um lagaheimildir, svara þeir ekki.
Fjölmiðlafólk er alls ekki undanskilið að þessu leiti og kannski mætti segja að einmitt það gæti gefið ákveðna fyrirmynd á hegðunarmynstur í samskiptum. Eitt neikvætt dæmi um slík samskipti sáum við í hádegirfréttum Stöðvar 2 í dag, föstudaginn 13 júní. Mynd var sýnd af fréttamanninum Sindar Sindrasyni, þar sem hann gekk á mót Geir, forsætisráðherra, kastaði á hann kveðju og spurði: Hvar eru peningarnir Geir?
Ekki óskaði Sindri eftir viðtali og hvorki fyrir eða eftir þetta innskot skýrði hann fyrir hlustendum hvaða peninga hann var að spyrja Geir um.
Í þessu sambandi var ókurteisi Sindra tvöföld. Bæði veitast að Geir með hljóðnema og myndavél án þess að hafa fengið fyrirfram samþykki fyrir viðtalinu (mannréttindi Geirs). Hins vegar að upplýsa ekki hlustendur/áhorfendur um það hvaða peninga hann var að spyrja Geir um.
Er ekki þörf á að pakka niður svolitlu af frekjunni og milda samkiptin til jákvæðari árangurs fyrir alla?
12.6.2008 | 11:14
Enn eitt dæmið um óvitaskap stjórenda lánastofnana
Það eru nú nokkur ár síðan ég byrjaði að benda á að offjárfest væri í byggingu íbúða- og skirfstofuhúsnæðis hér á landi. Augljóst var að alvarlegur dómgreindarbrestur var hjá stjórnendum lánastofnana, þar sem tekin voru erlend lán til að fjárfesta í byggingu íbúða- skrifstof- og verslunarhúsnæði. Hins vegar var ekkert af þessu lánsfé notað til að efla gjaldeyrisskapandi varanleg atvinnutækifæri, sem skapað gætu gjaldeyri til að greiða þessi erlendu lán sem verið var að taka og festa í steinsteypu.
Það er einnig afar merkilegt að heyra forystumenn þjóðfélagsins og framámenn úr svonefndum "greiningardeildum" bankanna, tjá sig hvað eftir annað um að lausafjárkreppan, niðursveiflan , eða hvað menn vilja kalla skort á innstreymi lánsfjár frá útlöndum, hafi skollið á skyndilega.
Þetta er því lík fyrra og sýnir einungis hve þessir menn er óralangan veg frá því að skynja þá ábyrgð sem nauðsynlegt er að viðhafa í fjárstreymi heils þjóðfélags. Menn verða að átta sig á, að hér gjósa ekki upp nein auðæfi án þess að eiga sér einhverja rökræna uppsprettu. Þetta benti ég á fyrir mörgum árum þegar svonefnd "úrvalsvísitala" verðbréfa fyrirtækja fór að stíga hér, langt upp fyrir raunverulegan hagnað fyrirtækjanna eða væntingavonir í viðmiðunarlöndum okkar.
Einnig benti ég á óraunveruleika þessarar vísitölu, þar sem hún var að of miklu leiti byggð á þjónustufyrirtækjum; en slík fyrirtæki geta ekki orðið langlíf nema því aðeins að gjaldeyrisöflun þjóðarinnar aukist það mikið að pláss sé fyrir alla þessa þjónustuþætti innan tekjuramma þjóðarinnar.
Skuggalegur hallarekstur (viðskiptahallinn), á undanförnum áratugum, átti að geta sýnt "alvöru" stjórnendum lánastofnana, að ekki væri svigrúm fyrir miklar erlendar lántökur, til annarra þátta en að auka gjaldeyrissköpun. Þekking þeirra á afleiðingum ofskuldsetningar, fyrir velferð, varanlega og yfirvegaða uppbyggingu þjóðfélagsins, var svo lítil sem við höfum nú fyrir augunum. Dómgreind til að skynja slíkt höfðu þeir ekki öðlast, vegna afmarkaðrar og lítillar lífsreynslu. Þetta eru ekki slæmir menn.
Á bls. 20, í 24 stundum í dag, er frétt af því að 1.600 milljarðar af hinni ímynduðu eign óvitagengisins í fjármála- og stjórnmálaheimi okkar, er horfið út í vindinn og kemur aldrei til baka. Þar er sagt að svonefnd "úrvalsvísitala" hafi á 11 mánuðum hrapað úr 9.016,45 stigum niður í 4.481 stig, í gær; og enn sé þessi vísitala að hrapa.
Í þessari frétt 24 stunda segir að hinn 31. mars s. l. hafi Geir H. Harde, forsætisráðherra, sagt í fréttum hjá stöð 2, að vísbendingar væru um að botni efnahagslægðarinnar væri náð. Þá var úrvalsvísitalan í kringum 5.000 stig.
Í ljósi þessa skilningsleysis stjórnvalda og þar með seinagangs í að efla hér gjaldeyrisskapandi atvinnutækifæri, er ekki anað fyrirsjáanlegt að að þessi svonefnda "úrvalsvísitala", verði komin niður undir 2.700 stig á þriðja til fjórða ársfjórðungi næsta árs. Þá verðum við aftur farin að nálgast raunveruleikann sem við flúðum þegar Davíð og félagar komu þjóðinni til að halda að við værum svo rík, að við gætum gert, eða keypt hvað sem var, óháð tekjum eða efnahag.
Kannski væri vit í því að gera kröfur til þess að þingmenn okkar hefur eitthvert vit á sjáfstæðum og sjálfbærum rekstri þjóðfélags, áður en þeim verði veitt heimild til að taka sæti á framboðslistum til Alþingiskostninga.
Það væri öflugt skref fram á við.
Stofna húsaleigufélög vegna skulda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 165580
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur