Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
15.9.2009 | 17:26
Bein sönnun um vitlausa vísitölu
Vísitala sem mælir verðhækkanir fasteigna við þær aðstæður þegar þúsundir íbúða eru tómar eða á mismunandi byggingastigum, og fast fjármagn í slíku umframhúsnæði skiptur tugum milljarða, er svo arfa vitlaus að þjóð sem kallar sig, "vel menntaða" ætti ekki að láta slíka vitleysu spyrjast um sig. Slíkt er einungis til staðfestingar á þeirri heimsku sem svona rugl sýnir erlendum aðilum.
Erum við ekki að reyna að líta vitsmunalega út í augum viðskiptalífs heimsins?
Þetta er stórt aðhláturefni allra heilbrigt hugsandi aðila, sem eitthvert vit hafa á viðskiptaumhverfi.
Fasteignaverð hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.9.2009 | 17:14
Hörð krafa um heiðarleika
Án þess að vilja fríja íslendinga af sínum hlut svona afbrota, hafa fregnir af innbrotum og þjófnuðum undanfarinna mánaða einkennst af fregnum af erlendum afbrotahópum, sem hér virðast hafa numið land.
Viðbrögð við slíku verða að vera harkaleg og afgerandi, því við höfum hvorki mannafla lögreglu, húsnæði í fangelsum, eða afgangs fjármagn, til að ala afbrotalýð annarra þjóða, við iðju þeirra hér.
Lausnin gæti verið þessi.
Þegar erlendur aðili hefur verið staðinn að afbroti er varðar refsilöggjöf (með myndbandsupptöku eða öðrum beinum sönnunum ), skal samstundis flytja hann fyrir dómara. Þar skal samdægurs kveðinn upp refsi- og brottvísunardómur og aðilanum samstundis vísað úr landi. Lágmarks endurkomubann í slíkum tilvikum verði 50 ár.
Sá refsidómur sem upp verði kveðinn, verði látinn fylgja aðilanum til þess lands er hann kom frá, er hann kom hingað, og lögreglu og dómsyfirvöldum þar látið eftir hvort refsingunni verði framfylgt eða ekki.
Með svona einbeittri og hraðri málmeðferð mun sú óáran sem hér hefur ríkt undanfarna mánuði fljótt fjara út, og við eiga sjáanlega von um að geta aftur endurheimt okkar gamla friðsæla kunningjasamfélag, þar sem alvarlegir glæpir verði fátíðir.
Um undirheima heimsbyggðarinnar eru fljótar að berast fregnir af því að hér á landi séu nánast engar varnir gegn svona afbrotum, og hér séu mikil verðmæti til að stela, og undankomuleiðir ótrúlega margar, þó um eyju sé að ræða. Við gætum því hæglega orðið í verulegum erfliðleikum hér, auk þess sem við höfum ekki efni á að borga (með aukinni álagningu á vöruverð eða hærri tryggingagjöld) það eignatjón sem þessir aðilar valda hér.
Við munum aldrei geta byggt upp slíkt varnarkerfi llögreglu, eða annarra eftirlitsaðila, að við getum varist erlendum afbrotahópum sem hingað vilja koma, til athafna sinna. Eina vitraæna leiðin er sú neyðarlausn sem ég bendi á hér að ofan, og að henni verði fylgt eftir af réttsýni, ákveðni, hraða og langtíma endurkomubanni. Öðruvísi er samfélag okkar á hraðri glötunarbraut.
Bíræfnir búðarþjófar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.9.2009 | 17:50
Þetta eru engar upplýsingar.
Það vantar allar upplýsingar í þessa frétt svo hægt sé að velta vöngum yfir hvort eitthvert vit sé í þessum viðskiptum. Það vantar upphæð skulabréfsins, fjölda gjalddaga og vaxtakjör; hvort það er vísitölutryggt eða gengistryggt.
Það vanta einnig upplýsingar um heildarupphæð yfirtekinna lána og heildarupphæð hlutafjár.
Þetta er í raun og veru ekki frétt, heldur ábendingar um spurningar sem blaðamaðurinn hefði átt að spyrja, svo hann gæti sagt hvað fréttir fælust í því sem verið væri að gera.
Samið við kröfuhafa Glitnis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.9.2009 | 15:22
Meira af kappi en þekkingu og forsjá
Eins og margir aðrir, hef ég fylgst með átökunum í Borgarahreyfingunni og undrast þá hörku sem greina hefur mátt í skrifum tiltekins hóps félagsmanna. Þar sem ég bjóst ekki við að fá raunhæfar fréttir frá fjölmiðlum, um gang mála á landsfundinum, skráði ég mig sem félagsmann í ágúst s. l. til að eiga rétt til setu á fundinum.
Strax við komu á fundinn, var ljóst að þarna var mætt herská fylking sem ekki var í sáttahug. Friðrik Þór Guðmundsson tók að sér að vera fundarstjóri, og að mínu mati leysti hann það hlutverk afar vel af hendi, við þær erfiðu aðstæður sem þarna voru. Tókst honum - að mestu - að koma í veg fyrir persónuárásir, þó einstöku ræðumenn létu sér ekki segjast fyrr en hann URRAÐI á þá.
Í "skýrslu stjórnar" tókst fráfarandi formanni vel að sneiða hjá öllum hasarnum sem verið hafði en lagði þeim mun meiri áherslu á þann samstöðukraft sem myndast hafði í kosningabaráttunni. Greinilegt var að hann var beinlínis að auglýsa eftir þessum samstöðukrafti, til þeirra verka sem nú biðu hreyfingarinnar.
Á sama hátt fluttu allir þrír þingmennirnir gott yfirlit yfir það mikla umrót sem varð á lífi þeirra á þessu ári og þá miklu áskorun sem það var að læra að fóta sig í þessu nýja starfsumhverfi sem þingið er, sem og þeim miklu átökum sem urðu í þjóðmálunum á sama tíma.
Byrjunin var því góð, en það var líka bara byrjunin. Fljótlega kom í ræðustól fólk sem var fyrst og fremst í árásarham, ýmist á einstakar persónur eða þann hóp sem vildi halda grasrótarstarfinu áfram. Þetta var einkar athyglisverð upplifun, sem lítið fékk þó útrás í ræðustól, vegna frábærrar festu og jafnvel harðrar framgöngu fundarstjórnans.
Í upphafi fundarins vakti athgyli mín hve mikill óróleiki var meðal hinnar herskáu fylkingar. Mikið ráp, ráðabrugg og símahringingar. Fljótlega fór svo að fjölga á fundinum og voru jafnvel komnir á fundinn aðilar sem ekki höfðu verið skráðir félagsmenn. Fundurinn varð þó samhljóða um að leyfa þeim að taka þátt í kosningum.
Þegar tillögurnar að lögum hreyfingarinnar eru skoðaðar, er helsti munur þeirra sá að tillögur hópsins sem þingmennirnir styðja gera ráð fyrir frjálsu hópastarfi, sem finni leiðir til jákvæðra breytinga á framkvæmd lýðræðis hjá þjóðinni, en byggi á lítilli valdstjórn. Tillögur herskáa hópsins byggir hins vegar á viðamikilli valdstjórn, þar sem ýmis fyrirmæli eru um hlýðni og einnig óútskýrðar heimildir til refsinga og brottreksturs.
Lagabálkur þessi er mikill, samtals 10 og hálf blaðsíða. Hins vegar er samhæfing engin, og því valdheimildir virðast liggja víða, en engin leið að vita hver á að fara með valdið á hverjum stað.
Í sjötta kafla laganna, um vinnuhópa og málefnasvið, segir að á aðalfundi skuli kosinn umsjónamaður hvers málefnahóps, og annar til vara, en í dagskrá aðalfundar er ekkert minnst á þessa kosningu.
Í fimmta kaflanum, um félagsfundi, eru mörg afgerandi valds-hugtök, sem gera stjórnina eiginlega óþarfa. Þar segir að félagsfundir skuli leysa úr ágreiningsmálum, sem í sjálfu sér er gott mál. Hins vegar er bætt við að félagsfundur hafi vald til að skipa sáttanefnd. Sýnist félagsfundi sáttaleið ófær, hefur félagsfundur heimild til að áminna félagsmenn, lýsa á þá vantrausti og víkja þeim úr hreyfingunni.
Þá segir einnig í fimmta kafla. Til að ákvarðanir félagsfundar séu lögmætar skulu að lágmarki fimmtán meðlimir sitja fundinn. Á öðrum stað í fimmta kafla segir að: Félagsfundir geti boðað einstaka félagsmenn á sinn fund. Skulu þingmenn, varaþingmenn, stjórnarmeðlimir, varastjórnarmeðlimir, umboðsmenn málefnahópa, tengiliðir vinnuhópa og aðrir sem gegna trúnaðarstöðu innan hreyfingarinnar hlíta boðinu ef þeir hafa tök á.
Þarna er í lögunum tilgreindar miklar heimildir til handa félagsfundi. Gallinn er hins vegar sá, að aðalfundur, sem er æðsta vald hreyfingarinnar og kýs þá aðila sem fara með vald hans milli aðalfunda, veitir félagsfundi ekki þetta vald. Hann hefur aldrei úthlutað þessu valdi til félagsfunda, því á aðalfundi er einungis kosin stjórn og varastjórn. Engir umboðsmenn málefnahópa eða tengiliðir vinnuhópa, eru kosnir á aðalfundi. Þess vegna er fullkomlega óljóst hvert þessir aðilar sækja vald sitt.
Og enn segir í fimmta kaflanum, um félagsfundi: Tillögur um áminningu, vantraust og brottvikningu skulu vera skriflegar,útskýra ástæður og undir hana skulu skrifa þeir sem eru með og þeir sem eru á móti. Stjórnin skal framfylgja ákvörðun fundarins.
Þarna er óhætt að segja að herskái hópurinn sé kominn eins langt frá grasrótarhugsun, lýðræði og mannréttindum og hægt er með góu móti að komast. Í lögunum er ekkert ákvæði um það hver skuli boða féalgsfundi, né hvernig slíkir fundir skuli boðaðir. Í lögunum segir að lágmarki fimmtán meðlimir sitja fundinn til að ákvarðanir félagsfundar séu lögmætar.
Svo virðist sem hvaða félagsmaður sem er geti boðað félagsfund, með hvaða hætti sem honum sýnist og tekið fyrir þau mál sem honum sýnist. gefum okkur nú að einhverjum væri illa við einhvern félagsmann eða sjórnarmann. Hann gæti safnað í kringum sig 15 félagsmönnum sem tilbúnir væru til að styðja tillögu hans um brottrekstur. Hann boðar því félagsfund; boðar einungis þá sem hann veit að eru honum sammála. Fundurinn ákveður svo samhljóða (með 16 atkvæðum) að reka hinn tilgreinda einstakling úr hreyfingunni og: Stjórnin skal framfylgja ákvörðun fundarins.
Nú er það náttúrlega svo, að í öllum lagabálknum eru engin ákvæði eða heimildir til refsinga fyrir að hlíta ekki lögunum. Spurningin er því hvert félagsundir, sem ákvæðu áminningar eða brottvikningar sækja heimildir sínar, þar sem engin ákvæði laga þeirra kveða á um slíkt?
Ég ætla að sleppa öllum kjánaskapnum um að félagsfundur nánast ráði yfir þingmönnum hreyfingarinnar og fyrirhuguðum eyðstaf frambjóðenda. Við yfirlestur mat ég u.þ.b. helminginn af lagatextanum ónothæfan en annað mætti nota með því að skýra betur, í texta lananna, þá hugsun sem að baki lægi.
Ég tek það skýrt fram að með þessum skrifum mínum er ég ekki að telja herskáa hópinn einhvert vont fólk. Síður en svo. Ég hef frekar þá tilfinningu að þarna sé á ferðinni ákveðinn vanþroski í hóphugsun og hópvinnu, sem framkalli það séríslenska tilfelli þar sem hver og einn er svo handviss um að hann sé með einu réttu lausnina, og hinir eigi að hlýða honum; annars séu þeir á móti honum.
Með svona litla reynslu í þjóðfélagslegri hugsun og hópvinnu, tel ég afar litlar líkur á að þessi hópur verði lýðræði og persónukjöri til framdráttar. Vel má vera að mér skjátlist. Vonandi verður það þá þjóðfélaginu til góðs, því við megum vart við meira af hinu í bili.
Þingmenn Borgarahreyfingarinnar gagnrýndir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2009 | 14:01
Kjánaleg fljótfærni hjá Landsambandi kúabænda
Ég dreg stórlega í efa að þessi ályktun Landsambands kúabænda sé réttilega tekin á formlegum stjórnarfundi. Sé það hins vegar svo, skýrir það kannski að einhverju leiti hve frjálslega vinnslustöðvarnar ganga oft fram í því sem kalla mætti skammarlega umgengni við heilbrigt og gott hráefni frá bændum.
Engum dylst, að framleiðendur skila af sér heilbrigðum kjötafurðum. Hins vegar er deilt um heilbrigðið er úrvalsvörur bændanna koma frá vinnslustöðvum og í verslanir, þar sem við (neytendurnir) eigum greiðastan aðgang að þeim.
Kæru höfundar þessarar ályktunar LK. Í lýðræðisþjóðfélagi er eina leiðin til að losna við ásakanir um óvönduð vinnubrögð, að vana svo til verka að ekki vakni grunur um óvönduð vinnubrögð eða vörusvik.
Í óttaumhverfi "ráðstjórnarríkis" reyna þeir sem telja sig valdhafa, hliðholla- valdsherrum eða eru undirokaðir af þeim, að þagga niður sem fyrst, umræður sem gætu reynst svikastarfsemi hættulega upplýsandi.
Ég spyr mig í hvers konar samfélagi þið teljið ykkur búa? Ég taldi mig búa í lýðræðisríki, með fullt tjáningafrelsi, sem ég þarf þó að bera fulla ábyrgð á. Í slíku þjóðfélagi kæra menn hvern þann rógburð sem þeir telja sér ærumeiðandi, eða bæta þau atriði sem gagnrýnd hafa verið, virðist þau vera almenn upplifun fjöldans.
Harma ummæli um kjöt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.9.2009 | 16:47
Hvernig sannar maður vatn í kjötinu sem maður borðaði í gær ???
Eitt af því sem ég tók mér fyrir hendur á yngri árum, var vinna í kjörvinnslu. Var það á margan hátt nytsamur lærdómur, einkanlega um meðferð matvæla.
Á síðari árum hefur mér iðulega fundist koma undarlega mikill vökvi á pönnuna, þegar steikt er nautahakk eða kjúklingar; meira en ég minnist að hafi verið í þeim nautum sem ég var að verka forðum.
Nokkrum sinnum hef ég hringt í viðkomandi framleiðendur og rætt við þá um þetta mikla vökvamagn. Undanbragðalaust hafa mér verið boðnar bætur, sem ég að sjálfsögðu þáði ekki, því ég vil ekki vera meðvirkur í einhverju sem hugsanlega er ekki heiðarlegt.
Þegar til þess er litið að merkingar á nautakjöti gefa til kynna að fituinnihald sé 8 - 12%, ætti það að gefa til kynna að rýrnun við hitun verði ekki mjög mikil. Vökvalosun nautahakks með umrætt fituinnihald, á ekki að vera mjög mikil, við eðlilegar aðstæður, en samt verður stundum töluverð vökvalosun við eldun svona hráefnis.
Kjúklingakjöt hefur einnig verið undarlega vökvamikið við eldun. Ber þar oftast mest á úrbeinuðu bringunum, sem æði oft falla einkennilega mikið saman við eldun. Hvaðan allur sá vökvi kemur, sem við slík tækifæri situr eftir á pönnunni, er kannski rannsóknarefni fyrir einhverja, en þegar maður horfir á að ekkert fer á pönnuna annað en bingubitarnir og svolítið smjör (eða olía), gæti litið svo út sem vökvinn hafi komið úr bringubitunum.
Hvernig við sönnum þessa þætti gagnvart því sem þegar hefur verið eldað og borðað, er kannski spurning, en líklega geta tæknimenn fundið aðferðir til að sanna, eða afsanna, að það hráefni sem við kaupum í dag, sé með að án undarlegs vökvamagns.
Alvarlegar ásakanir á hendur kjötiðnaði og verslun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2009 | 18:24
Hvenær kemur íslenska þýðingin ???
Á ekki að birta allt svona efni frá ESB á íslensku ???
Ég hélt að svo væri.
Spurningalisti ESB birtur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.9.2009 | 14:02
Gæði menntunar fer ekki eftir peningaupphæðum
Í mörg ár höfum við, marg ítrekað, mátt lesa umsagnir fólks sem flutt hefur hingað heim erftir dvöl í útlöndum, um að menntun hér sé langt á eftir því sem gerist í öðrum löndum.
Einnig hafa borist fregnir frá fólki sem flytur til útlanda, um að börn þess séu langt á eftir jafnöldum sínum í menntunarstigi og það sé virkilegt átak fyrir börnin, samhliða því að ná tökum á nýju tungumáli, að vinna upp það sem íslenska skólakerfið var á eftir.
Að mínu viti er það undansláttur að segja að menntunarstig hér sé þetta á eftir vegna skorts á meiri peningaútlátum hins opinbera. Gæði kennslunar á ekki að ráðast af útstreymi fjármagns úr opinberum sjóðum, heldur eiga gæðin að ráðast af hæfileikum kennara til að vekja náttúrulega forvitni nemandans, með framsetningu sinni á námsefninu.
Ég hef lengi gagnrýnt kennslustefnu hér á landi, þar sem mér virðist viðmið og þekkingarmælingar miðast við þá staðla sem notaðir voru á fyrri hluta síðustu aldar, þegar þekking var mæld eftir þekkingu nemanda á ritverkum, ljóðum, landafræði og náttúrufræði, auk lesturs og reiknings. Lífsafkoman lærðist af daglega lífinu utan skóla, þar sem börnin þekktu oftast vel til lífsstarfa foreldra sinna og leikir barna voru oftast smækkuð mynd af viðfangsefnum hinna fullorðnu.
Með vélvæðingu, tæknivæðingu og sköpun fjölbreyttra starfa í iðnaði og viðskiptalífi, slitnaði þekkingarþráður barnsins við lífsstarf foreldris og það sat eftir í tómarúmi, án neinnar fræðslu um þá nýbreytni sem varð á lífsbaráttu hinna fullorðnu. Á sinni tíð, reyndi ég að koma þessum skilningi inn hjá menntamálayfirvöldum og smiðað var hugmyndafræði sem kölluð var "Lífsleikni".
Markmiðið var að þar yrði kennd raunhæf stöðluð mynd af því hvernig ungt fólk fótar sig fyrstu árin í sjálfsforræði fjármála og uppbyggingu lífsafkomu sinnar. Þar átti fyrst og fremst að vera inni haldgóð þekking á fjármálaumhverfi og mikilvægi þess að vera þekktur að heiðarleika og vera traustur til starfs eða samskipta.
Því miður varð áformið um "lífsleikni" að engu, loksins þegar það kom út úr útþynningarumhverfi kennarasambandsins. Þá var það orðið einskis nýt tímaeyðsla; enda er enn í dag t. d. engin raunhæf kennsla í hinum raunverulegu gildum fjármálalífsins. Einnig er greinilega engin kennsla í þeim fræðum sem varða fjármögnun samneyslu okkar, eða hvernig við þurfum að haga lífi okkar til að geta haldið áfram að vera fjárhagslega sjálfstæð þjóð.
Við Íslendingar höfum lengi sýnt það með miklum tilþrifum, að við förum létt með að eyða miklum peningum á stuttum tíma, í afar óarðbæra hluti. Það er því afar óraunhæft að ætla að mæla gildi menntunar út frá peningum sem við eyrnamerkjum menntunarmálum.
Ísland ver hlutfallslega mestu til menntamála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.9.2009 | 14:02
Hugsar Jón Daníelsson bara út frá peningasjónarmiðum ???
Ég hef svo sem áður heyrst álíka viðhorf frá Jóni Daníelssyni, hagfræðing, en undrar mjög að hann skuli enn halda þessum frjálshyggusjónarmiðum á lofti.
Sé mið tekið af siðferðisvitund fólks í viðskipta- og atvinnulífi okkar, ætti sæmilega heilbrigt hugsandi manni að vera ljóst að það væri fullkomið óráð, við núverandi siðferðisvitund, að opna fyrir frjálst gjaldeyrisútstreymi. Bara það, eins og nefnt er í fréttinni, að núverandi gjaldeyrishöft haldi ekki, er skýr vísbending um að enn er mikið af óheiðarlegum atvinnurekendum á Íslandi, sem ekki eru tilbúnir að leggjast á sveif með þjóðinni, til að rétta við stöðu þjóðarskútunnar.
Skoða mætti rýmkun laga um gjaldeyrisútstreymi, samhliða því að harðar refsingar væru teknar upp við hverskonar sniðgöngu eða undanbrögðum frá tilgangi laganna. Þar mætti hugsa sér að við ítrekað brot, missti fyrirtækið rétt til starfsemi á gjaldeyrissviði næstu 10 árin og sama refsing legðist á stjórnarmenn og framkvæmdastjóra slíkra fyrirtækja.
Það virðist óhjákvæmilegt að grípa þurfi til harkalegra aðgerða til að knýja tiltekna menn í viðskipta- og atvinnulífi til heiðarleika. Það verður að láta viðskipta og atvinnulífið skilja að veisla sjónhverfinga, óskhyggju og barnaskapar er liðinn. Kostnaður þjóðarheildarinnar af óheiðarleika aðila úr framangreindum geirum þjóðlífsins, er það mikill að afar gætilega verður að sigla í gjaldeyrismálum næstu árin, jafnvel áratugina.
Að "hagfræðingur" skuli halda því fram að höft á útstreymi gjaldeyris úr þjóðfélagi okkar hafi verið mistök, við núverandi aðstæður og siðferðisvitund viðskipta- og atvinnulífs, segir mikið meira um viðkomandi sjálfan en möguleika þjóðarinnar til að ná tökum á lífsgæðum í þjóðfélaginu.
Við þurfum ekki meira af PENINGAHYGGJU Við þurfum fyrst og fremst raunhæfan heiðarleika, til eflingar gjaldeyrisskapandi atvinnulífs í þjóðfélaginu.
Jón Daníelsson: Bjartsýnni en áður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2009 | 21:24
Varasamt að takar þessa tölur sem heilaga KÚ.
Ég dreg stórlega í efa að þarna sé um raunverulega inneign að ræða. Ástæða þess er sú að í áratugi hafa allar lánastofnanir greitt öll sín útlán inn á innlánsreikninga lántakans, en ekki greitt það út í ávísun eða peningum.
Þegar litið er til þeirra miklu útlána sem verið hafa í bankakerfinu undanfarin ár, og þá ekki síst á síðasta ári, mundi ég halda að það þyrfti að endurskoða þessar tölur, með hliðsjón af óráðstöfuðum útlánum, sem legið hafa á inneignarreikningum lántakans, eða annars sem hann hefur ráðstafað láninu til, svo raunveruleg inneignarstaða komi í ljós.
Það er opinbert leyndarmál í efri lögum bankakerfisins, að útlán eru aldrei borguð út öðru vísi en með því að leggja útlánið inn á innlánsreikning hjá lántakanum, eða þeim aðila sem hann vísar til.
Þessi aðferð er blekkingaleikur sem bankarnir eru búnir að leika í áratugi, án þess að opinberir aðilar hafi skipt sér af, en það gátu þeir þann tíma sem bankarnir voru ríkisbankar.
Framtaldar bankainnistæður tvöfölduðust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 165581
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur