Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010
28.11.2010 | 10:57
Að loknum kosningum til stjórnlagaþings.
Ég verð að segja að kjörsókn var nokkuð nálægt því sem ég bjóst við. Ástæða þess er sú, að afar fáir landsmenn þekkja í raun stjórnarskrána og eru því ómeðvitaðir um að hve miklu leiti hún er ástæða vandamála okkar. Hin ástæðan er sú, að landsmenn hafa afar lítið tileinkað sér að fara eftir lögum, í sínu daglega lífi. Líklega væri hægt að segja að heldur meiri athygli væri lögð í að hugsaa út aðferðir eða leiðir til að komast fram hjá lögum samfélagsins, án þess að missa þó af þeim þjónustu og fyrirgreiðsluþáttum sem heilbrigt samfélag ætti að veita, ef farið væri eftir lögum.
Meðan hugarfar þjóðarinnar er jafn sjúkt og raun ber vitni, skiptir ekki nokkru máli hvaða orð eða setningar standa í stjórnarskránni. Hún yrði jafn mikið sniðgengin og sú sem nú er daglega sniðgengin. Ástæðan er líklega sú, að fæstir kunna nú orðið að hugsa eins og samfélag. Eftir mikinn áróður, í meira en 20 ár, fyrir frelsi einstaklingsins, er vel merkjanlegt í samfélaginu hve virðing fyrir samferðafólkinu fer minnkandi, og baráttan fyrir gæðum "sér til handa" verður harðari. Viðhorfið "ÉG Á RÉTTT Á ÞESSU" verður stöðugt sjálfhverfara og jafnvel fullfrískt hálaunafólk krefst síns hlutar úr sjóðum velferðar og sjúkraþjónustu, þó fjöldi fólks, sem ekki er fært um að afla sér lífsviðurværis, þurfi sárlega á því fjármagni að halda, vegna fjárskorts hjá ríkissjóði. Og viðhorfið er. - Hvað þarf ÉG að taka tillit til þess. ÉG Á MINN RÉTT.
Við breytum ekki þjóðfélaginu með því að breyta þeim texta sem í lögunum stendur, meðan við hvorki lesum, skiljum eða viljum fara eftir þeim leikreglum sem samfélagi okkar eru sett, með viðkomandi lögum. Takist okkur að breyta viðhorfi okkar og framgöngu, mun verða afar auðvelt að breyta þeim lögum sem nauðsyn reynist að breyta.
27.11.2010 | 16:15
Eru þetta alvarleg réttarfarsmistök?
Mér virðist mál þetta vera svolítið sérstakt. Ef ég skil hlutina rétt, var skuld þess sem lánið tók, felld niður með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í nauðasamnngum skuldara í kjölfar greiðsluaðlögunar.
Í þessu máli kemur það fram, að ábyrgðarmennirnir taka að sér ábyrgð á skuld þess er lánið tók. Samkvæmt eðli úrskurðar héraðsdóms Reykjavíkur, þá féll sú skuld niður, með þeim úrskurði, og þar með skuldaði lántakinn lánveitandanum ekki neitt.
Ábyrgðarmennirnir tóku ábyrgð á skuld lántakans. Þegar héraðsdómur hafði fellt skuld lántakans niður, var ekkert eftir af þeirri skuld sem ábyrgðarmennirinr voru í ábyrgð fyrir. Sú skuld var felld niður með dómsúrskurði og því í raun engin skuld lántaka eftir hjá lánveitanda og þar með ekkert eftir af ábyrgð ábyrgðarmanna, gagnvart skuldinni sem felld ahfði verið niður.
Hafi lánveitandinn ekki fallist á að skuldin væri felld niður, átti hann einungis kröfu á hendur þeim dómstól er felldi skuldina niður. Hann átt enga kröfu á hendur ábyrgðarmönnum, því skuld lántakans sem þeir voru í ábyrgð fyrir, var felld niður með dómi. Hún var ekki í vanskilum og hún vaer ekki til innheimtu, þar sem hún hafði verið felld niður með dómi.
Mér er óskiljanlegt hvernig menn tengja eignarréttarákvæði stjórnarskrár, gagnvart ábyrgðarmönnum, við það sem er niðurfelld eign lánveitanda, samkvæmt dómsúrskurði. Það er tvímælalaust nálægt hámarki skýjaglópsku og hrein misnotkun á stjórnarskránni. Sorglegt að Hæstiréttur skuli láta glepja sig út í slíka ófæru, sem sýnir best alvarlegan raunveruleikaskort hjá dómurum málsins.
Bentu þingmönnum á veiluna í lögunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.11.2010 | 10:25
Enn einu sinni virðist Hæstiréttur misstíga sig.
Ég skal viðurkenna að ég hef ekki lesið gögn þessa máls. En eins og það hefur verið kynnt í fjölmiðlum, virðist aðili hafa fengið skuld fellda niður, á grundvelli lagaákvæðis, sem sett var af Alþingi. Málið virðist felast í því að lánveitandinn treysti sér ekki til að mótmæla hinni lögskipuðu niðurfellingu. Hins vegar telur hann sig eiga kröfurétt á hendur ábyrðarmönnum lánsins.
Raunveruleikinn er sá, að ábyrðarmennirnir eru ábyrðarmenn á skuld lántakandans. Ef skuld lántakandans hefur verið felld niður, er ekki lengur um neina ábyrð að ræða, á skuld lántakandans, því hún hefur verið felld niður. Hún er því ekki í vanskilum, í réttarfarslegum skilningi þess orðs. Því á lánveitandinn í raun ekki kröfurétt á hendur ábyrðarmönnum, þar sem ábyrð þeirra verður einungis virk, þegar um vanskil skuldar er að ræða.
Svo er að sjá sem bæði héraðsdómur Suðurlands og Hæstiréttur misstigi sig alvarlega í þessu máli. Á þessa þætti reyndi oft, á þeim árum sem ég var í ráðgjöfinni. Bankar treystu sér aldrei í málssóknir á móti þessum rökum; enda vonlaust mál þar sem skuldin var ekki lengur til, búið að fella hana niður.
Ábyrðarmenn eru ekki sjálfstætt í skuld við lánveitandann. Því miður misnota margar lánastofnanir aðfararlögin, á þann hátt að lýsa kröfu fyrst á hendur ábyrðarmanni, ef hann er talinn líklegastur til að greiða, eða eiga eignir sem hægt er að skrá fjárnám á. Að vísu er hægt að fara þessa leið, ef skuld er enn til staðar á skuldara lánsins. En þegar búið er að fella skuldina niður, þó með dómmsúrskurði sé, er ábyrð ábyrðarmanna einnig fallin niður, því skuldin sem þeir ábyrgðust er ekki lengur til. Lánveitandinn gæti hins vera hugsanlega átt kröfurétt á hendur dómstólnum eða ríkissjóði, vegna laga frá Alþingi, en á það hefur ekki reynt enn.
Einhvern veginn virðist mér vaxandi dómgreindarskortur lýsa sér í meðferð ýmissa mála, bæði fyrir héraðsdómi og Hæstarétti. Það er í sjálfu sér graf-alvarlegt, sé sú raunin. Óvandaðar úrlausnir dómsmála eru heldur á engan hátt ásættanlegar. Það verður því greinilega að gera auknar kröfur til þeirra um vönduð vinnubrögð, og forðast, að óþörfu, að halla niðurstöðum á þann sem í veikari stöðu stendur.
Löggjafinn fari yfir dóm Hæstaréttar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.11.2010 | 16:26
Einkennileg tvöfeldni
Afar einkennileg tvöfeldni er í tilsvörum flokksfélaganna Árna Þórs og Ásmundar Einars. Árni Þór segir um ESB viðræðurnar: Þetta þýðir að um 58% fundarmanna vilja halda áfram á þeirri vegferð sem við erum í og bera síðan niðurstöðuna undir þjóðina." Í þeirri vegferð felst að halda áfram aðlögunarferlinu og taka við mútum, í formi styrks, til að kosta þann áróður og þær breytingar sem gera þarf á íslenskri stjórnsýslu.
Ásmundur Einar, flokksbróðir Árna Þórs, segir hins vegar á öðrum stað, á Mbl.is: "að samþykkt flokksráðs VG í Evrópumálum hafi sett ESB-aðlögunarferlið í uppnám." Og orðrétt er eftirfarandi haft eftir honum: Báðar þær tillögur sem voru samþykktar hér fela það í sér að stoppa algerlega aðlögun að Evrópusambandinu og allt fjárstreymi frá ESB inn í þá aðlögun og kynningar- og áróðursstarfsemi.
Ég get ekki séð að VG sé neitt nær því að tjá eina stefnu í ESB umsóknarferlinu, en þeir voru fyrir þennan flokksráðsfund. Forystan hangir á 8% fylgi, umfram hina stefnuna. Munu menn elta forystuna mikið lengra? Er ekki nokkuð ljóst að fram undan er valdabytling ef forystan fer ekki að finna samkomulagsleið milli þessara ólíku afla. Á svona tvöfaldur málflutningur að halda áfram, öllum til skaða.
Haldið verði áfram á sömu vegferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2010 | 10:47
Skynsamleg afstaða hjá Marinó
Ég verð að segja að ég skil vel þessa afstöðu Marinós í ljósi þess hvernig fjölmiðlar hér á landi hafa iðulega haldið á málefnum þeirra sem gagnrýna stjórnvöld og lánastofnanir. Ég þekki þessa aðferðarfræði mjög vel, því henni var beitt gegn mér árið 1991, þegar ég var að berjast fyrir réttarstöðu fólks í fjárhagserfiðleikum.
Gerð var dauðaleit að skuldum eða misferlismálum, en höfðu ekki erindi sem erfiði. Þá var skrifuð um mig ófræingargrein í eitt af sorpritum landsins, sem tekin var til umfjöllunar í öllum fjölmiðlum, en mér varnað heimildar til að svara fyrir mig. Viku síðar sendi lögmaður hér í borginni kærðu til Ríkislögreglstjóra, þar sem ég var kærður fyrir misferli. Enga nánari skýring fékk ég á því, í hverju misferlið væri fólgið. Þetta dugði hins vegar til að loka fyrir samstarf bankanna við mig, og rústa þannig mikilvægu hjálparstarfi við lausn á greiðsluvanda heimila.
Fjórum árum síðar, fékk ég óformlegar upplýsingar um hvaða misferli hafði verið tilgreint í kærunni. Ég hafði nefnilega aldrei verið kallaður til yfirheyrslu og beiðnum mínum um afrit af kærunni var ekki svarað.
Í kærunni var það misferli tilgreint, að ég hefði farið með, og ekki skilað, lykli að póskassa í andyri þess húsnæðis, þar sem ég hafi haft skrifstofu. Hið skondna við kæruna var, að allan þann tíma sem ég leigði þarna húsnæði, hafði ALDREI verið læsing á þeim póstkassa sem ég hafði.
Enn í dag, 20 árum síðar, er enginn farinn að biðjast afsökunar á þessu framferði. Enn er reynt að halda því á lofti að ég sé sérstaklega varasamur maður, og þá sérstaklega í peningamálum. Ég er löngu kominn yfir reiðina út af þessu, en vorkenni þeim aumkunnarverðu sálum sem ekki hafa enn manndóm í sér til að viðurkenna ódrengskap sinn.
Í ljósi reynslu minnar skil ég Marinó vel, en vona engu að síður að hann verði áfram í baklandi framvarðarsveitar Hagsmunasamtaka heimilanna.
Ekki greint frá skuldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.11.2010 | 10:35
Hvers vegna er bönkunum ekki stefnt fyrir ólöglega starfsemi???
Hæstiréttur hefur dæmt gengistryggð lán ólögmæt, eins og lög landsins segja afar skýrt fyrir um. Af þeirri starfsemi bankanna varð gífurlegt tjón í þjóðfélaginu. Einnig ollu bankarnir afar alvarlegu tjóni í þjóðfélaginu með vítaverðri óvarkárni í erlendum lántökum og ábyrgðarlausum útlánum.
Engin afsökun er til fyrir því að stefna ekki bönkunum, eigendum þeirra og stjórnendum, vegna þessara tjóna, sem þeir hafa valdið þjóðinni með óábyrgu framferði sínu. Stefnufjárhæðin gæti leikið 7 til 10 þúsund milljarðar, eftir því hvernig tjón væru reiknuð.
Ég veit ekki hvort það er enn einn óvitaskapurinn hjá stjórnendum bankanna, að reyna að leggja stein í götu ógildingar hinna ólöglegu útlána þeirra, eða ásetningur um að valda þjóðinni enn meira tjóni en þeir hafa nú þegar gert.
Framganga þeirra er alla vega ekki fyrirmynd um skynsemi.
Bankar veita ekki skaðleysisyfirlýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.11.2010 | 14:12
Athyglisverður einhliða áróður
Það kemur ekki á óvart að heyra svona lagað frá Ragnari Árnasyni. Hann virðist ekkert vita um hvernig peningar verða til. Þeir bara koma frá útlöndum þegar við óskum eftir þeim. Því miður eru nánast engir ALVÖRU hagfræðingar til hér á landi, því háksólarnir hér hafa, um langt árabil, einungis kennt krónufræði, en ekki raunverulega hagfræði (þjóðarhag).
Í krónufræði gera menn ekki greinarmun veltuaukningu, tilkominni með erlendu lánsfé, og raunverulegum vexti þjóðarhags, HAGVEXTI. Þessir menn eru líka svo miklir kjánar að þeir halda að þjóðin þurfi ekki að standa ábyrg fyrir værðmæti gjaldmiðils síns, ef hann heitir það sama og gjaldmiðill einhverrar annarrar þjóðar.
Er nokkur furða þó þjóðin sé sokkin mjög djúpt í óviðráðanlegar skuldir, sem nauðsynlegt verður að afskrifa, því marga áratugi tæki að greiða þær allar. Það er afar merkilegt, og sýnir glögglega mikinn skort á raunveruleikaskyni, að félag viðskpta- og hagfræðinga, skuli fá einn helsta arkitekt hringavitleysunnar sem olli hruninu, til að hafa framsögu á fundi, þar sem framtíðarmöguleikar þjóðarinnar eru skoðaðir.
Ég ætla ekki að lýsa svona óvitaskap frekar.
Gjaldeyrishöft kosta milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.11.2010 | 15:37
Þarf ekki meiri heildarsýn til að bjarga málunum??
Ég verð að segja að mig undrar stórlega dómgreindarleysi stjórnvalda, hvað þesar tillögur varðar. Ekki síður er ég undrandi á viðhorfum þeirra Suðurnesjamanna, sem tjá sig um sýndarlsunir stjórnvalda.
Allt eru þetta tillögur sem kalla á aukin fjárútlát hjá ríkissjóði. Þeim sama ríkissjóði sem er að skera verulega niður fjárveitingar til heilsugæslunnar á svæðinu, ásamt heilsugæslu á flestum stöðum landsbyggðarinnar.
Einnig eru, vegna fjárskorts ríkissjóðs, skorin niður framlög til sjúkra, öryrkja og aldraðra, auk fjölda þjónustuþátta við þessa aðila. Mig undrar stórlega að forystufólk ríkisstjórnar okkar skuli hafa svona litla og takmarkaða yfirsýn yfir vandamál þjóðarinnar. Og að einu lausnir þeirra gegn vanda á einum staðnum, sé að lofa þeim fjármagni til aukinnar þjónustustarfsemi. Fjármagni sem þeir verða þá að taka af öðrum, því ríkissjóður er meira en tómur. Það vantar marga milljarða þar til raunhæft væri að bæta við nýjum þjónustuþáttum.
Ef hægt væri að segja að heimska ætti sér einhverja skýra birtingarmynd, þá birtist hún svo sannarlega í þessum loforðapakka stjórnvalda, til Suðurnesjafólks. En það fólk, á svo sannarlega eitthvað betra skilið en innantóma heimsku, sem hlær við flestum sem horfa á heildarmyndina.
Hvað segja Suðurnesjamenn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.11.2010 | 13:06
Þetta er athyglisverð frétt
Ég sé ekki betur en þarna hafi fjármálaráðherra farið út fyrir lagaheimildir sínar, þar sem hann aflar ekki heimilda á Alþingi fyrir þeim kaupum sem þarna er lýst.
Ljóst er, að samkvæmt stjórnarskrá okkar og fjárreiðulögum, er fjármálaráðherra skylt að leita heimildar hjá Alþingi áður en fjármunum rísksjóðs er ráðstafað, öðrum en þeim er fram koma í fjárlögum ársins.
Ekki verður betur séð en ráðherra haf þarna tekið ýmsar sjálfstæðar ákvarðanir, og það án þess að leita heimilda þar um, eða gera Alþingi grein fyrir gjörðum sínum ótilkvaddur.
Einhvern veginn hélt ég að stjórnmálamenn hefðu heitið þjóðinni því, í framhaldi af skýrslu Rannsóknsrnefndar Alþingis, að snúa gjörsamlega við blaðinu og fara að stjórna eftir stjórnarskrá og lögum, í stað þeirrar einræðisstjórnunar sem viðgengist hafði.
Af þeirri framgöngu fjármálaráðherra sem þarna er lýst, virðist sem hann skilji ekki gildi réttra stjórnarhátta, eða hann skynji ekki hvað er rétt eða rangt. Hvort er, ætla ég ekki að dæma, að þessu sinni.
Skuldastaða þjóðarbúsins lækkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.11.2010 | 11:48
Þing og stjórnsýsla föst í spillingunni
Að lesa þessa frétt flytur manni þann kalda veruleika að stjórnmál á Íslandi eru alls ekkert á leið út úr spillingu, ráðaleysi og eigin- og flokkshagsmunapoti. HJá þessum öflum er þjóðfélagið greinilega í aukahlutverki.
Efst á lisa virðist vera að uppfylla atlögu AGS að sjálfbærni þjóðfélags okkar, með því að skerða svo samfélagsþjónustu okkar að fólk tapi tilfinningunni fyrir að þjóðin geti verið sjálfstæð og efnahagslega sjálfbær. Það er afar hart Þegar stjórnvöld láta AGS ganga svo langt að stöðva innlendar framkvæmdir, sem framkvæma á fyrir innlent fyrirliggjandi fjármagn. Að stöðva slík, í þeim eina tilgangi að skapa aukið atvinnuleysi, samdrátt og óöryggi íbúa landsins.
Alvarlegustu mistökin gerðu ríkisstjórn og þingheimur í fyrstu viðbrögðum sínum, með því að yfirtaka bankana sem heild. Engin þörf var á því. Næg trygging fyrir öllum daglegum viðskiptum, bæði innanlands og við útlönd, hefði verið að yfirtaka innlánsdeildir og skuldabréfadeildir, með höfuðbækur 66 og 74,(viðskiptabankaþátt bankakerfisins). Skilja hefði átt eftir í gömlu bönkunum alla fjárfestingastarfsemina, þ. e. kauphallarverðbréf, hlutabréf og kúlulán, svo eitthvað sé tínt til. Þetta var hægt að gera á einni nóttu, því Reiknistofa bankanna keyrir heildaruppgjör allra reikninga bankakerfisins á hverri nóttu, eftir starfsdag. Með einfaldri skipun um að allir reikningar framangreindar innláns- og skuldabréfadeilda keyrðust inn á nýja kennitölu, hefði daglegt viðkiptaumhverfi verið skilið frá ruglinu á einni nóttu.
Að því búnu hefði ríkisstjórn og Alþingi átt að taka ákvörðun um að gefa út nýja krónu, sem væri 1/10 verðmætari en sú gamla. Innköllun gömlu myntarinnar væri strax tilkynnt, að gerð yrði á næstu þremur mánuðum eftir að nýja krónan væri tilbúin. Til að koma í veg fyrir magnkaup stóreignaaðila á gömlu krónunni, væri tekið fram að til að fá gömlu krónunni skipt fyrir nýja, þyrfti að sanna að eðlileg gjöld og skattar hefðu verið greiddir af fjármagninu. Eftir þetta þriggja mánaða tímabil, yrði gamla krónan verðlaus, í höndum þeirra sem ekki hefðu gefið sig fram til myntbreytinga.
Með þessu móti hefðu útráðsarvíkingarnir komið sjálfir með ránsfeng sinn, eða hann orðið verðlaus. Engir bankar hefðu fengist til að kaupa af þeim gömlu krónurnar, eftir að tilkynning um myntbreytingu hefði verið gefin út, og þeir erlendu bankar sem keypt hefðu af þeim krónur fyrir erlenda mynt, hefðu látið kaupin ganga til baka. Þeir sem tæmdu fjármagnið frá þjóðfélaginu, hefðu því einungis átt eina leið, ef þeir hefðu viljað gera sér einhverja eign úr sjóðum sínum.
Að þessu loknu hefði þurft að gera heildarúttekt á því hve mikið fjármagn þyrfti að vera í umferð, til að halda atvinnulífinu, samfélags- og velferðarkefunum gangandi, og kenna fólki hin eðlilegu gildi sjálfbærni þjóðfélagsins. Slík gildi eru því miður löngu týnd úr dagfarsvitund mikils fjölda þjóðarinnar.
Hefði svona verið brugðist við, væru margir Íslendingar brosmildir í dag.
Á erfiðum stað í viðreisninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur