Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010
31.8.2010 | 12:27
Finnbogi samur við sig
Það er slæmt þegar maður getur ekki verið viss um hvort menn eru heiðarlegir. Ummæli Finnboga eru með þeim hætti að annað hvort skrökvar hann, eða stjórnendur lífeyrissjóðanna séu enn undir áhrifum "2007 stefnunnar", að taka óþarfa áhættu með fé lífeyrissjóðanna.
Mikilvægt er að lífeyrissjóðirnir hætti ekki því fjármagni sem eftir er, í kaup á fyrirtækum innan þjónustugeirans. Þar hefur útþennsla undanfarins áratugar farið langt út fyrir eðlilegar þarfir þjóðfélags okkar og hlýtur því óhjákvæmilega að dragast verulega saman á næstu mánuðum og árum. Lífeyrissjóðirnir eiga því ekki að láta fé í slíka starfsemi, nema gegn afar traustum veðum í fasteignum.
Í fréttinni segir Finnbogi: "Sjóðurinn var beinlínis stofnaður í þeim tilgangi að taka þátt í endurreisn íslensks efnahagslífs, sem hefur átt undir högg að sækja..." Rétt er að efnahagslífið átti undir högg að sækja, en ekki vegna þess að þjónustugeirinn og slík starfsemi byggi við sérstaklega kröpp kjör, vegna vanstarfsemi.
Íslenskt efnahagslíf skorti verulega starfsemi fyrirtækja sem sköpuðu gjaldeyri, til aukningar þjóðartekjum. Ef menn hefðu í raun ætlað að efla efnahagslíf landsins, hefðu þeir lagt fjármagnið í að auka tekjur þjóðarinnar, í stað þess að efla þjónustufyrirtæki, sem standa höllum fæti, í samkeppni við önnur fyrirtæki í sama þjónustuþætti.
Framganga Finnboga virðist benda til þess að samtök atvinnurekenda, sem virkir stjórnendur lífeyrissjóðanna, telji sig ekki þurfa að standa ábyrgir gerða sinna, varðandi meðferð fjármuna lífeyrissjóðanna. Tilsvör Finnboga eru á nákvæmlegaa sama rökfræðigrunni og þær ákvarðanir voru sem ollu lífeyrissjóðunum umtalsverðu eignatapi í bankahruninu.
Þessir menn telja sig í engu þurfa að breyta stefnu sinni eða framkvæmd, því þeir tapi engu þó allt fari á versta veg.
Ályktun á misskilningi byggð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.8.2010 | 13:55
Samstaða fjórflokksins augljós
Það er ahyglisvert að enginn skuli vera farinn að blogga gagnrýni á þá samstöðu fjórflokksins, um eigin hagsmunamál, sem fram koma í þessari frétt. Þarna er þó augljóslega verið að véla um helsta drifkraft spillingar í stjórnkerfi okkar.
Kannski er þetta, líkt og þögnin um það þegar fjárfestingasjóður lífeyrissjóðanna keypti verðlaust eignarhaldsfélagið af Landsbankanum, að fólk almennt skilji ekki þegar verðmætum þess er bísað frá þeim, fyrir framan nefið á þeim.
SÉ þetta rétt, er að sjálfsögðu borin von um að heiðarleiki eða réttsýni aukist í þessu þjóðfélagi. Þá er þjóðin líka jafnframt að færa sönnur á að hin svokallaða "menntun" þjóðarinnar er innantómt orðskrípi til að fóðra minnimáttarkennd og hugsunarleysi.
Sorglegt fyrir þær kynslóðir sem eru að taka við keflinu á komandi árum.
Gagnrýna afgreiðslu allsherjarnefndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.8.2010 | 17:08
Athyglisverð frétt og boðskapur
Ekki er hægt annað en vera sammála Trichet um nauðsyn þess að ríki og þjóðir dragi úr skuldum og temji sér að lifa af nútímatekjum, en ekki fyrir lánsfé.
Það vekur mér hins vegar nokkra undrun að seðlabankastjóri Evrópu hafi ekki tekið eftir því að á undanförnum árum hefur umtalsverður hagvöxtur Evrópulanda (líkt og margra annarra) verið drifin áfram af erlendu lánsfé, fram og til baka milli landa.
Í ljósi þessa er fyrirfram vonlaus sú von Trichet um að minnkandi skuldir þjóða komi ekki niður á hagvexti. Það á einnig að vera ljóst, öllum sem af einlægni og alvöru horfast í augu við afleiðingar vitleysisgangs í fjármálastjórnun undanfarinna tveggja áratuga, að veruleg niðursveifla hagvaxtar sé óhjákvæmileg þegar dregur úr flæði lánsfjár.
Ástæður þess eru að flestar þjóðir hafa beint meginorku sinni að því að ná til sín peningum (lánsfé) frá öðrum, með fjölbreytilegum lánum. Þær hafa hins vegar næsta lítið hirt um að efla verðmætasköpun (sjálfbæran hagvöxt) eigin lands, þar sem hægt var að auka veltu (og þar með gerfihagvöxt) með þessum erlendu lánum. Nú er staðan orðin sú að það lausafé sem fjárglæframenn hafa ekki dregið til sín og falið í skattaskjólum, er að mestu fast í dauðum fjárfestingum, sem ekkert nýtast og eru óseljanlegar.
Ríki verða að draga úr skuldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.8.2010 | 13:37
Siðferði stjórnmála hnignar hratt
Fyrir rúmum tveimur áratugum, í forsætiráðherratíð Þorsteins Pálssonar, varð Albert Guðmundsson, þáverandi fjármálaráðherra, að segja af sér sem ráðherra, vegna þess að endurskoðandi hans gerði mistök við ársuppgjör og framtal fyrir heildsölu Alberts.
Nokkru síðar, var gerð aðför að Guðmundi Árna Stefánssyni, þáverandi heilbrigðisráðherra, vegna meintra einna mistaka hans í starfi.
Þegar Jóhanna myndaði núverandi stjórn, voru það fyriheit hennar að bæta siðferði í stjórnarháttum og gera framkvæmdina opnari og lýðræðislegri. Eitthvað virðast þessi áform hennar hafa farið fram hjá Flokksráði og ráðherraliði Samfylkingarinnar, því ég held að hægt sé að fullyrða að aldrei í lýðveldissögunni hafi ráðherrar ríkisstjórnar sýnt lögum og lýðræðislegum stjórnarháttum meiri óvirðingu en í núverandi stjórn. Mistökin eru þegar orðin það mörg að þau verða ekki talin á fingrum annarrar handar. Bæta þarf hinni hendinni við, og jafnvel tánum líka, ef fram heldur sem horfir.
Meistari mistakanna, og óvirðingar við lög og stjórnarskrá landsins, er tvímælalaust lögfræðingurinn Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra. Axarsköft hans eru þegar orðin fleiri en fingur annarrar handar. Samt leggur Samfylkingin blessun sína yfir mistök hans og þykist ekki sjá þau. Það er mikil siðferðisleg hnignun frá þeim tíma er þessari sömu stjórnmálahreyfingu (reyndar undir öðru nafni) fannst ótækt annað en Guðmundur Árni segði af sér, vegna einna lítilsháttar mistaka í starfi.
Felist siðbót stjórnmála í landinu, að mati núverandi forsætisráðherra, í því að þykjast ekki sjá né skilja þá óvirðingu sem ráðherrar í stjórn hennar sýna þjóðinni, Alþingi, lögum og stjórnarskrá landsins, er það líklegast kröftugasta öfugmælavísa sem kveðin hefur verið í landi sem telur sig siðað.
Hvað skildi svona ósvífni þurfa að ganga lengi, til að þjóðin rísi upp og hreinsi út úr stjórnarráði og Alþingi, svo heilbrigð hugsun og framkvæmd komist að við stjórnun landsins????
Segir ráðherra sýna vanvirðingu á lögum og Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.8.2010 | 14:14
Gagnrýni þarf að vera heiðarleg
Líkt og Jón Gnarr hoppaði ekki inn í starf borgarstjóra með rekstrar- eða pólitíska- reynslu í farteskinu, sýnir Hanna Birna að, þrátt fyrir góðan vilja hennar, hoppar hún ekki út úr pólitísku þrasumhverfi, án þjálfunar.
Engin leið er að ásaka Hönnu Birnu fyrir þessi viðbrögð, því hún er það ung að hún þekkir ekki öðruvísi stjórnmálaumræður. Slíkar umræður hafa fyrst og fremst snúist um að hamra á andstæðingnum, jafnvel þó þeir erfiðleikar sem hann er að fást við, séu afleiðingar stjórnunar þess sem nú er að gagnrýna.
Þetta einkenni sést afar vel í ummælum Hönnu Birnu, í þeirri frétt sem hér er til umfjöllunar. Hún er ósammála og hafnar þeirri leið að hækka gjaldskrár og skatta, sem nauðsynlegt er að gera þar sem hún og Sjálfstæðisflokkurinn leiðréttu ekki rekstrarstöðuna áður en þeir yfirgáfu stjórnunarstöðuna.
Þannig upplýsir hún þarna, að þau séu að berja á Besta flokknum með þeim vanefndum á rekstrarjafnvægi, sem þau sjálf skildu eftir sig. Er það svona stjórnmála-umræður og viðhorf sem við viljum sjá í heiðarelgri stjórnun borgarinnar?
Ef Sjálfstæðismenn hefðu komið heiðarlega fram og viðurkennt yfirsjón sýna varðandi viðskilnað á rekstri borgarinnar, og bent á aðrar leiðir til tekjuaukningar, svo ekki þyrfti að hækka gjaldskrár og skatta, hefði fréttin litið betur út. Þá hefði verið hægt að tala um ný pólitísk viðhorf hjá Sjálfstæðismönnum.
Við þekkjum það öll, að allir stjórnmálaflokkar beita þeirri aðferðarfræði við gagnrýni sína, að tala um málefnin sem persónuleg mistök viðkomandi andstæðings, en ekki að hagstæðara og betra hefði verið, fyrir heildina, að fara þessa eða hina leiðina, sem útskýrð væri í grófum dráttum.
Ef stjórnmálamenn breyttum vinnubrögðum sínum í slíka átt, yrði umræðan opnari, heiðarlegri og málefnalegri en við eigum að venjast í dag.
Tekur pólitískri gagnrýni of persónulega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.8.2010 | 11:46
Athyglisverð viðbrögð
Mér finnst athyglisvert að lesa viðbrögð fólks, hér á blogginu, við þeirri einlægni sem birtist í færslu borgarstjóra. Að vísu er fólk óvant svona einlægni, því pólitískt hanaat hefur viðgengist hér svo lengi að einungis elsta fólkið man eftir einlægni og hreinskilni í opinberri umræðu.
Rétt er, sem fram kemur hjá sumum bloggurum, að Hanna Birna sýndi af sér aðra mynd en Sjálfstæðisflokkurinn er vanur að birta. Það fór vafalaust ekki fram hjá fólki hve mikil ró færðist yfir borgarmálefnin eftir að hún tók við. Auk þess virtist hún nokkuð sönn þeim hugsjónum sem hún birti í orðum. Mikilvægt er þó að átta sig á að aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins birtu ekki í orðum sínum sömu einlægni og samvinnuvilja.
Ég býst við að flestir gagnrýnendur Jóns Gnarr yrðu hikandi og jafnvel með óöryggissvip, við þær aðstæður sem Jón er að takast á við. Fólk virðist gleyma því að borgarsamfélagið er rekið eftir fyrirfram gerðri áætlun, sem samþykkt er ári fyrr. Jón og félagar eru því enn að keyra rekstrarplan Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, sem samþykkt var í fyrra haust.
Einn bloggari gat þess að fólk lýsti sjálfu sér í skrifum sínum. Mikill sannleikur virðist fólginn í þessu, því engir bloggara við þessa frétt gátu þeirra góðu verka sem unnin hafa verið í borginni, síðan Jón og félagar tóku við. Þeir sem hafa þekkingu til gagnrýni á svona rekstrarmál, vita hve erfitt er að breyta á miðju rekstrarári. Svo eru aðrir sem gelta, án þess að vita til hvers þeir eru að því, einungis til þess að vera í hópi "mótmælenda", vegna þess að það sé svo mikið INN núna.
Mér sýnist þjóð mín vera verr á vegi stödd en ég vonaði, þegar hún ræðst á heiðarleika og hreinskilni, að því er virðist til að ekkert breytist frá þeirri spilltu framgöngur og orðræðu, sem stjórnmálamenn hafa viðhaft undanfarna áratug, með vaxandi spillingu og óheiðarleika.
Vill fólk að borgarfulltrúar Besta flokksins birti síg í sömu frösum, yfirlæti óheiðarleika, og stjórnmálamenn undanfarinna ára hafa viðhafat????
Sýni auðmýkt en fæ töffaragang á móti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.8.2010 | 10:04
Aðlögun að ESB áður en samningur er tilbúinn
Þó rétt sé hjá Árna Þór, að samþykkt hafi verið á Alþingi að leita samninga við ESB, þá var EKKI samþykkt að breyta starfsemi þjóðfélags okkar, til samræmis við reglur ESB, áður en samningur væri tilbúinn og samþykktur af þjóðinni.
Hvar verðum við stödd, ef búið verður að breyta þjóðskipulagi á þann veg að það falli að reglum ESB, þegar samningur verður tilbúinn? Felli þjóðin þann samning, og vilji halda sínu fyrri skipulagi, yrði sú breyting til baka umtalsverður kostnaður, sem þjóðin yrði að greiða sjálf. Ég tel engan vafa leika á að ESB mundi ekki veita okkur fjárstyrk til að breyta, til baka, því sem breytt var með því fjármagni sem þeir láta nú af hendi til að framkvæma breytingarnar.
Mér finnst það með ólíkindum hve stjórnmálamenn opinbera oft einfeldni sína, skammsýni og andvaraleysi gagnvart mikilvægum hagsmunum þjóðarinnar.
Verri kostur að hætta núna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.8.2010 | 10:04
Sjá menn bara gruggið og loftbólurnar á yfirborðinu
Það er athyglisvert að lesa viðbrögð manna við þessari frétt. Enginn virðist átta sig á hver ástæðan er fyrir þeim miklu skuldafjötrum sem OR er komið í. Skuldirnar eru ekki vegna virkjana til nota á almennum markaði. Mestu skuldirnar er til komnar vegna stóriðjudraum og stórvirkjana til sölu rafmagns til stóriðju, auk fjárfestingaævintýar og útrásardraum.
Það er afskaplega hættulegt fyrir stjórnendur OR, að ætla að keyra fram hækkanir á almennri rafmagnsnotkun til að greiða þá vitleysu sem fyrri stjórnendur fyrirtækisins settu það í.
Fyrsta skref hlýtur að vera að taka upp alla raforkusölusamninga til stórnotenda, vegna forsendubrests af völdum fjármálahruns í veröldinni. Upphaflegir samningar voru greinilega með of lágt raforkuverð, miðað við þann tilkostnað sem varð við stækkun virkjana.
Stöndum saman. Látum ekki enn einu sinni færa okkur skuldaklafana sem óábyrgir og óvandaðir stjórnendur og stjórnmaálmenn létu elítuna komast upp með að búa til. Gerum eðlilegar kröfur. Krefjumst fyrst hækkunar á öllum raforkusölu samningum til stóriðju, áður en ljáð verður máls á því að hækka verð til almennra notenda.
Orkuveitan ekki greiðsluhæf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.8.2010 | 21:09
Uppskrift útrásarvíkinganna
Ég velti fyrir mér hvort þeir sem ráða för í fjárfestingasjóði lífeyrissjóðanna séu þeir kjánar sem útlit er fyrir, eða hvort þeir treysti á að eigendur lífeyrissjóðanna séu kjánar. Ekki er gott að segja hvort er, en fram til þessa hafa stjórnendur fjárfestingasjóðsins hagað sér af líku ábyrgðarleysi og olli hinu gífurlega tapi lífeyrissjóðanna í bankahruninu.
fjárfestingin í Icelander var álíka vitlaus og þegar Hannes Smárason fjárfesti í Bandaríska flugfélaginu sem rambaði á barmi hruns. Vonlítið er að fjárfesting í Icelander skapi raunverulega arðsemi við þá harðnandi samkeppni sem fyrirsjáanleg er á flugmarkaði. Ég lít svo á að sú fjárfesting sé þegar töpuð.
Vitleysan nú, við kaup á Vestía, er nákvæmlega sama og útrásarvíkingarnir notuðu. Sagt er að fjárfestignasjóðurinn kaupi Vestia af Landsbankanum fyrir 18 - 20 milljarða, en á móti kaupi Landsbankinn hlut í fjárfestignasjóðnum fyrir 18 milljarða. Halda stjórnendur fjárfestingasjóðsins að eigendur lífeyrissjóðanna séu svo mikil fífl að þeir sjái ekki hvaða leikfléttu er verið að gera þarna?
Flest hugsandi fólk sá að Landsbankinn var kominn í blindgötu með þetta mörg yfirskuldsett þjónustufyrirtæki, í rekstrarumhverfi þar sem lítil veltuaukning er í sjónmáli. Bankinn á yfir höfði sér gífurlegt tap vegna gengistryggðu lánanna. Samhliða fyrirsjáanlegum afskriftum vega gengislánanna er bankinn kominn með alltof mikið eignasafn í vonlitlum fyrirtækjum í eignarhaldsfélaginu Vestía. Ef Landsbankinn hefði ekki losnað við Vestía af sínu nafni, hefði hann líklega fljótlega tapað starfsleyfinu.
Eini mögulegi bjargvættur Landsbankans um þessar mundir var fjárfestignasjóðurinn, sem einn hafði getu til að spila leikfléttuna sem sett var upp, vegna þess svigrúms sem fjárfestingasjóðurinn hafði til kaupa á hlutafé. Að nafninu til er sagt að fjárfestignasjóðurinn greiði Landsbankanum 18 milljarða króna fyrir Vestía. Á móti kemur að Landsbankinn kaupir aftur 30% hlut í fjárfestingasjóðnum fyrir 18 milljarða króna.
Fjármunahreyfing þessara viðskipta er jöfn á báða bóga. Stóri díll Landsbankans í þessum viðskiptum er sá, að hann er laus við mikið safn vonlítilla fyrirtækja af sínu nafni, en fær í staðinn 30% eignarhlut í fjárfestingasjóði með góða eiginfjárstöðu og sterkan bakhjarl, þar sem lífeyrissjóðirnir eru. Þar með leiðrétti Landsbankinn eiginfjárstöðu sína svo mikið að hann geti haldið starfsleyfinu.
Verða eigendur lífeyrissjóðanna nógu vitlausir til að láta enn á ný misnota sjóði sína með svona áberandi hætti???
Lífeyrissjóðir rannsakaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.8.2010 | 14:43
Að hemja náttúruafl krefst skynsemi og sjálfsaga
Það er erfitt að rökræða viðkvæm mál líkt og þau sem Björgvin Björgvinsson kom inná í DV-viðtalinu. Greinilega gerði blaðamaðurinn sér ekki grein fyrir hve viðkvæmt mál hann var að meðhöndla; líklega ekki sett málið í samhengi við þróun undangenginna áratuga.
Flestir viðurkenna líklega að kynhvötin sé eitt af frumöflum mannskepnunnar. Undanfarna áratugi hafa ákveðin græðgisöfl markaðssett þessa frumhvöt mannsins með yfirgengilegri dýrkun á kynlífi, sem birt er í sögum, kvikmyndum og tímaritum í nokkuð afbrigðilegri mynd.
Samhliða þessu hefur mannskepnan látið hjá líða að rækta virðingu einstaklinganna fyrir öðru fólki; persónum þeirra og eignum, þannig að rótgróin gildi "samfélaga" hafa fjarlægst í móðu áranna, en eftir sitja misstórir hópar einstaklinga sem fyrst og fremst hugsa bara um sig sjálfa og möguleika þeirra, hvers fyrir sig, að ná til sín því sem þá langar í, þá stundina, óháð aðferðum eða afleiðingum þess fyrir þá sem á vegi þeirra verða.
Við höfum mátt horfa á mannvirðingu, bræðralag, samfélagsvitund og kærleika vera á hröðu undanhaldi hjá þjóð okkar, vegna misskilinnar hugsunar um að það sem hafi verið að gerast sé fylgifiskar og afleiðingar frelsisins. Slík viðhorf bera þess afar glögg merki hve skynsemi og ábyrgð hafa verið hér á hröðu undanhaldi.
Þegar við horfum yfir þetta svið undanfarinna áratuga, getum við spurt ýmissa spurninga. Náttúruhvöt mannsins verður ætíð hin sama, hvernig sem fólk hvers tímaskeiðs ræktar mannkostina í lífi sínu. Þeirri ræktun ræður skynsemi hvers og eins, sem getur svo að einhverju leiti stjórnast af hrósi eða fordæmingu samfélagsins, sé það fyrir hendi.
Kynhvöt karlsins byggist á veiðihvötinni. Sé mannvirðing einstaklingsins og kærleikur á lágu stigi, getur sá einstaklingur breyst í rándýr, sjái hann feng sem hann langar í þá stundina.
Konan hins vegar gengst upp í því að gera sig kvenlega;vekja eftirtekt og verða einskonar "beita" fyrir athygli frá öðrum. Ekki síst karlmönnum. Þessum áhrifum nær konan einkum fram með klæðaburði, snyrtingu og látbragði, því mannkostir virka lítið á kynlífshugsunum.
Þegar allir þessir þættir eru skoðaðir í samhengi þróunar liðinna áratuga, vekur það nokkra furðu að Stígamót, Feministar og aðrir sem vilja veg konunnar sem mestan, skuli ekki bregðast við og hvetja konur til að ganga um skemtana- og samkvæmislífið eins og jarðsprengjusvæði, meðan siðferðisvitund, mannvirðing og samfélagsvitund er á svo lágu plani sem nú er orðið hjá okkur.
Ég fyrirlít ofbeldi gagnvart konum og börnum, í hvaða mynd sem það birtist. Ég bendi hins vegar á að eðlileg umræða um þessi viðkvæmu málefni hefur ævinlega verið kæfð með upphrópunum, svo engin rökræn umræða hefur farið fram. Þrátt fyrir allar þessar umræðulausu upphrópanir, hefur ástandið stöðugt versnað; virðing fyrir konum og börnum virðist fara þverrandi, samhliða minnkandi mannvirðingu, samfélagsvitund og kærleika.
Er ekki kominn tími til að ráðast að grunni þess samfélagsvanda sem þarna er tvímælalaust stöðugt að vaxa, í stað þess að láta æsing og öfgaviðbrögð beinast að þeim sem vekja athygli á vandamálinu.
Erum við enn svo vanþroskuð að við skjótum sendiboðann, svo skúrkurinn verði ekki skaðaður?
Segir ofstæki ráða ferðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 165580
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur