Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
9.10.2008 | 13:08
Þetta er það sem kallað hefur verið "hagfræði heimskunnar"
Í þessari frétt kemur fram sú grundvallar villukenning nútíma hagfræði, að veltuaukning þjóðfélags, sem búin er til með erlendum lántökum, skapi sjálfkrafa hagvöxt og eigi að mælast sem aukning landsframleiðslu.
Það, að slíta hugtakið "hagvöxt" frá hinni aldagömlu skilgreiningu sinni um aukningu á verðmætasköpun, hefur nú reynst heimsbyggðinni afar dýrt. Sama á við um þá skilgreiningu á aukningu á veltu, að kalla það "landsframleiðslu". Slíkt hefur líka vilt um fyrir almenningi að skilja hver hin raunverulega staða er.
Það væri til mikils sóma fyrir hagspekinga okkar og fræðimenn að tala á næstunni eðlilegt mannamál um helstu stærðir í þjóðfélagi okkar.
Eðlilegt er, þar sem umsvif og velta í þjóðfélagi okkar var að verulegu leiti drifin áfram af erlendu lánsfé, að umtalsverður samdráttur verði í þessari veltu, í framhaldi af því að erlent lánsfé er ekki lengur í boði.
Hins vegar eru ekki miklar líkur á mikilli niðursveiflu framleiðslugreina okkar, svo framarlega sem ekki verði mikil lækkun á verði áls.
Bankastarfsemin skapaði nokkurn gjaldeyri, en hún var líka afar frek á notkun gjaldeyris; líklega mun meiri en framleiðslan var.
Leggjum til hliðar hundakúnstir frá "hagfræði heimskunnar" og horfum djörf fram á veginn.
Eins og að tapa landsvæði" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.10.2008 | 11:03
Rangar upphæðir á erlendum skuldum
Í fréttinni er sagt að heildarskuldir okkar í erlendri mynt séu 2.800 milljarðar. Eitthvað er bogið við þessa talnafræði því samkvæmt gögnum Seðlabankans voru heildarskuldir okkar í erlendri mynt, í lok júní s. l. samtals 9.553 milljarðar, og höfðu þá aukist um 577 milljarða á síðustu þremur mánuðum. Líklega hafa þessar skuldir verið komnar nálægt 11.000 milljörðum núna í loka september, sem svarar til þess að hvert mannsbarn í landinu skuli u. þ. b. 34 milljónir.
Einhverjar eignir munu vera skráðar á móti þessum skuldum. Margar þeirra eigna hafa verið í verðmæti hlutabréfa, sem þegar hafa fallið verulega í verði. Aðrar eignir eru mikið í fyrirtækjum og starfsemi sem erfitt er að selja við núverandi aðstæður. Eignastaða til jöfnunar þessara skulda getur því verið afar óljós. Við getum einungis vonað innilega að vel takist til með eignasölur, svo barnabörnin okkar þurfi ekki að líða fyrir græðgi okkar og andavarleysi.
Skuldum vafin þjóð með „sterkar stoðir“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2008 | 23:46
Frjálshyggjan og hagfræði heimskunnar í faðmlögum stranda.
Þá er komið að þeim kaflaskilum sem ég byrjaði að vara við árið 1998. Þá þegar var orðið ljóst að hópurinn sem kallaður var "stuttbuxnalið Sjálfstæðisflokksins" hafði sett svo rækilega samames merki = milli hugtaksins "frelsi" og hugtaksins "afskiptaleysi" að endaloka skilnings þeirra á frelsinu, var sjáanlegt í 10 - 15 ára fjarlægð.
Mikilvægt er núna, þegar endalokin eru í samtímanum, að átta sig á að þjóðhagslega er það smámál að finna einstaklinga sem notfært hafa sér aðstæður þess eftirlitsleysis sem afskipataleysiðviðhorfið bauð uppá.
Mikilvægast er fyrir þjóðina, að átta sig á að ástæða allra þessara hörmunga sem nú ganga yfir, má rekja til alvarlegs misskilnings á hugtakinu frelsi. Mikilvægt er að átta sig á, að eftir því sem frelsið er meira, þurfa allar reglur að vera skýrari og einfaldari og mjög ströng viðurlög við því að fara út fyrir mörk leikreglna.
Mikilvægt er, að þjóðin átti sig á að við erum ekki einungis að kveðja hér ákveðna óraunhæfa draumsýn, heldur erum við að kveðja hér grundvallarstefnu stærsta stjórnmálaflokks landsins, eins og hún hefur verið túlkuð undanfarna tvo áratugi.
Eins og sagt var á Alþingi í kvöld, munum við síðar ræða ábyrgð einstakra aðila á því skipbroti sem nú er staðreynd. Við höfum nú horft á frálshyggjuna og hagfræði heimskunnar, í faðmlögum stranda á skeri raunveruleikans. Ég vona að þjóðin læri af þessu að varanleg verðmæti verða ekki til úr engu.
6.10.2008 | 14:56
Fjölmiðlar þurfa að slaka á taugaspennunni
Ég held að fjölmiðlar þurfi að fara að átta sig á að með svona taugaspennu auka þeir frekar erfiðleikana en leysa þá. Viðfangsefnið er afar eldfimt. Þess vegna er mikilvægt, eins í öllum öðrum tilvikum, þegar fengist er við ofurviðkvæm úrlausnarefni, að stíga hvert skref með gáta og yfirvegun. Slíkt er afar erfitt með tugi taugaveiklaðra fjölmiðlamanna hangandi yfir sér, spyrjandi eins og óráðssjúklingar.
Setjum upp líkingadæmi af því sem við er að fást. Í júní árið 2004, skuldaði fjölskylda 10 milljónir. Framundan var nokkuð traust vinna og tekjur sem væntanlega hækkuðu lítillega, en ekki mikið. Þess vegna var ljóst að ekki væri framundan mikil raunaukning eigna.
Enginn fjölskyldumeðlima er neitt sérstaklega að fylgjast með því sem fjármálamaður fjölskyldunnar er að gera. Þess vegna verður öll fjölskyldan klumsa og hrædd, þegar í ljós kemur í júní 2008, (4um árum síðar) að fjármálamaður fjölskyldunnar hefur með blekkingum aukið skuldir fjölskyldunnar í 100 milljónir; eða tífaldað skuldir fjölskyldunnar.
Peningunum hafði, að verulegu leiti, verið varið til kaupa á hlutabréfum í fyrirtækjum sem ýmist eru farin í gjaldþrot eða verðmæti hlutabréfanna lækkað allt að 80%, þannig að þó ætlaðar eignir verði seldar, duga þær einungis að litlu leiti til að borga þessar 100 milljónir sem fjölskyldan skuldar.
Á þessu sama tímabili höfðu tekjur fjölskyldunnar lítið aukist, en fjölskyldan aukið útgjöld sín til neyslu um töluverðar fjárhæðir. Nú er komið að fyrstu afborgunum af þessum skuldum og fjölskyldan fer í panik.
Lítum nú á stóra dæmið. Í júní 2004 voru erlendar skuldir þjóðarinnar rúmir 1.000 milljarðar. Í júlí 2008, (4um árum síðar) eru erlendar skuldir þjóðarinnar orðnar sem næst 10.000 milljarðar. Þessar skuldir hafa sem sagt tífaldast á fjórum árum, án þess að nokkur umtalsverð tekjuaukning hafi orðið.
Þessi erlendu lán voru svo, að nokkru magni, lánuð út frá bönkunum, án haldbærra trygginga, til kaupa á hlutabréfum, sem nú eru næsta verðlaus. Litlir peningar koma því til baka til bankanna, til að greiða hin erlendu skammtímalán, því flest erlend lán bankanna eru skammtímalán en útlán þeirra til töluvert lengri tíma; allt að 40 árum.
Svo er spurningin. Hverjir eiga að fá skammirnar og pressuna vegna þessa háttalags bankamannanna?
Er það ríkisstjórnin? Já, að þeim hluta að hún hafði ekki gát á því hvernig þjóðin var skuldsett.
Á að láta bankamennina sleppa við pressu frá þjóðinni og fjölmiðlum, vegna þess að það eru jú þeir sem eru hugmyndasmiðirnir og framkvæmdaaðilar að öllum þessum lántökum. Eiga þeir rétt á að vera í skjóli, að tjaldabaki þegar þjóðin og fjölmiðlar kerfjast svara um lausnir þess vandamáls sem bankarnir bjuggu til?
Mér finnst að það séu fyrst og fremst bankamenn sem fjölmiðlar eiga að krefja svara.
Alvarlegri en talið var | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2008 | 23:57
Gott þegar menn sjá að sér
Vandamálið númer 1 - 100 var ofþennsla bankanna. Fyrst bankarnir fengust til að draga saman seglin, selja eignir og þar með greiða niður erlendar skuldir, skapast svigrúm fyrir eðlilegt fjárstreymi.
Ég held að varla hafi verið hægt að fá betri lausn fyrir efnahag íslensku þjóðarinnar.
Ekki þörf á aðgerðapakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.10.2008 | 14:05
Eitthvað misskilur Steingrímur ástandið
Úrlausnir þeirra vandamála sem þjóðfélagið setndur frammi fyrir snýst ekki um pólitískan meirihluta fyrir einhverri lausn. Ríkissjórnin hefur afgerandi meirihluta á Alþingi og afgreiðir, með eða án samþykkis stjórnarandstöðunnar, þau atriði sem hún og aðilar atvinnu- og viðskiptalífsins, geta barið saman og fengið traust gagnvart hjá erlendum Seðlabönkum, eða Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.
Stjórnarandstaðan, rétt eins og fjöldi hagfræðinga og margra umtalsvert meiri reynslubolta en finnast í röðum stjórnarandstöðunnar, verða að sætta sig við að standa við hliðarlínuna. Það skynsamlegasta, og besta fyrir þjóðina, er að þessir aðilar gefi vinnufrið til leitar að lausn vandans, því þeir búa augljóslega ekki yfir lausn hans, því þeir lýstu engu hættuferli áður en Glitnir var þjóðnýttur.
Sáttahöndin að þreytast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.10.2008 | 11:58
Ekki láta fjölmiðlaæsinginn ná tökum á ykkur
Þegar erfiðleikar steðja að, er mikilvægast af öllu að halda hugarró og geta ígrundað framhaldið af yfirvegun og raunsæi. Í raun höfum við vitað, um nokkurra ára skeið, að fjármunaleg velta þjóðfélagsins hefur verið drifin áfram með erlendu lánsfé. Með þessu lánsfé hefur velta þjóðfélagsins, í viðskiptum og framkvæmdum, orðið töluvert meiri en raunverulegar tekjur þjóðfélagsins gátu borið. Nokkurum sinnum á ári hverju, hefur okkur verið gerð grein fyrir þessu ástandi, og á það bent að við gætum ekki endalaust bætt á okkur erlendum skuldum.
Svo virðist sem nokkuð stór hluti þjóðarinnar hafi í vitund sinni afneitað þessum grundvallarstaðreyndum lífisins, og talið sér trú um að við ættum alla þessa peninga, sem um þjóðfélag okkar flæddu. Athyglisverð afneitun í ljósi þess hve tíðar fréttir bárust af vaxandi skuldsetningu heimila og fyrirtækja, sem og hratt vaxandi erlendar skuldir lánastofnana.
Nú, þegar uppspretta erlends lánsfjár hefur þornað upp, reynir á hve vel fólk þekkir sjálfbærni þjóðar okkar á hinu fjármálalega sviði. Teljum við að við getum ekki staðið fjárhagslega á eigin fótum? Er trú okkar á getu íslensks atvinnulífs til öflunar nauðsynlegs gjaldeyris, til greiðslu nauðsynlegs innflutning, ekki til staðar? Sé það svo, hélt þá þjóðin að einhver væri að "gefa" henni alla þá munaðarþætti sem hér hafa flætt um þjóðfélagið undanfarin ár? Hafi einhverjir talið svo vera. Hver var þá gefandinn, og um leið þá sá sem hafði þjóðina á framfæri sínu?
Auðvitað veit ég að enginn hugsaði þetta svona. Eftir að hafa aðstoðað rúmlega 6.000 aðila, á árunum 1989 - 1993 við að losna úr skuldafjötrum sem voru tekjum þeirra óviðráðanlegir, þekki ég aflið sem felst í peningafíkninni. Slíkt afl slekkur auðveldlega á eðlilegri dómgreind. En með sjálfsaga og sterkri afneitun fíknihugsunarinnar, um vöntun eða þörf, fyrir að kaupa, geta allir endurheimt heilbrigða hugsun um innri hamingju og innihaldsríkt líf, þó peningavelta sé ekki mikil.
Mikilvægt er að fólk átti sig á að sú ógn sem fjölmiðlar hafa dregið fram í dagsljósið, er ekki ógn gegn eðlilegu lífi Íslendinga. Ógnin sem lýst er, snýr einvörðungu að þeim sýndarveruleika sem lánastofnanir okkar bjuggu til, með sívaxandi lántökum erlendis. Þessar lánastofnanir eru allar hlutafélög, sem bera fulla ábyrgð á gjörðum sínum og eiga í raun ekkert tilkall til að þjóðin bjargi þeim frá þeim óraunveruleika sem þeir bjuggu til sjáfir.
Hins vegar er rökrétt að stjórnvöld þurfa að bregðast við því álagi sem yrði ef lánastofnanir yrðu gjaldþrota. Tryggja þarf innistæður almennings, sem nú þegar hefur verið gert. Einnig þarf að huga að áframhaldandi bankastarfsemi í landinu, sem líka hefur verið gert með kaupum ríkisins á Glitni.
Næstu skref teldi ég eiga að vera að krefja bankana um tiltekt í eigin umhverfi, með því að fella út alla krossvirkni ábyrgða og eignatengsla og gera alla erlenda starfsemi sjálfstæða og óháða skuldastöðu íslenska hluta bankanna. Þannig yrði hægt að ná utanum þann skuldapakka sem eingöngu tilheyrir íslensku þjóðlífi og endursemja um þær skuldir við viðkomandi lánadrottna.
Panik og óðagot, eins og fjölmiðlar hafa þyrlað upp undanfarna daga, gerir ekkert annað en magna neikvæða þætti þeirra efrfiðleika sem við er að fást; auk þess að ræna þá menn orku og hugarjafnvægi, sem þurfa að glíma við lausnir vandans.
Með yfirvegun og festu mun þjóðin yfirvinna þessa erfiðleika. Það mun hins vegar óhjákvæmilega taka tíma. Fyrir u. þ. b. ári síðan áskotnaðist mér sýn þar sem þjóðarskútan lenti í ólgusjó og kastaðist upp á þurt land, án þess að nokkur væri við stýrið. Enginn mannskaði varð, en nokkrir hlutu skrámur og smávægileg meiðsl. Ég fékk sýn á að það tæki 20 ár að koma henni aftur í svipað ástand og hún var, við upphaf frjálhyggjunar, en í íslensku veruleika reyndist sú hugmyndafræði krabbamein.
101 í röðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.10.2008 | 18:17
Er EVRU-heilkennið að verða að farsótt ??
Það hefur oft verið sagt um Íslendinga, að þeir stökkvi á eitthvert málefni og lími það fast í vitund sína og hugsun, án allrar ígrundaðrar skoðunar og rökhugsunar. Ég hef stundum hlegið að þessu. En í þeirri stöðvun lánsfjárstreymis til landsins, sem nú er orðin staðreynd, finnst mér viðbrögð stórs hluta þjóðarinnar vera nákvæmlega þau sömu og verða hjá verulega forföllnum fíkli, þegar hann finnur hvergi peninga til að kaupa meira dóp.
Raunveruleikinn er sá, að ekkert í hinu eðlilega tekjuumhverfi þjóðar okkar hefur breyst. Gjaldeyrisatvinnuvegir okkar færa jafnt og þétt gjaldeyri inn í þjóðfélag okkar, sem dugar vel fyrir öllum eðlilegum þörfum okkar, s. s. innflutningi á matvöru,olíu, bensíni og fleiri nauðsynjum. Engin neyð er því við þröskuldinn hjá okkur.
Raunveruleikinn sem við stöndum frammi fyrir, er hið gífurlega ábyrgðarleysi stjórnenda lánastofnana, vegna lántöku þeirra í erlendum myntum, með ýmiskonar skammtímalánum. Þetta lánsfé hafa þeir aftur lánað út, bæði hér á landi og til annarra landa, til lengri tíma en þeirra lán voru, þannig að endurgreiðsla, lánanna sem þeir lánuðu, fellur ekki saman við greiðslur bankanna á sínum lánum. Þess vegna hafa bankarnir þurft að treysta á að geta fengið ný erlend lán, til að borga upp gömlu lánin sín.
Nú hefur lokast fyrir þennan möguleika þeirra til nýrrar lántöku, til greiðslu eldri lána. Bankarnir eru því í raun í sömu stöðu og maður sem hefur skuldsett sig að efstu mörkum, en missir svo vinnuna og getur ekki borgað lánin.
Alvarlegi hluti málsins er sá að bankarnir hafa lánað út aftur, mikið af þessu erlendu lánum, gegn svo ótraustum tryggingum að mestar líkur eru á að þeir fái ekki endurgreitt nema einhvern hluta útlánanna; kannski helming. Hitt er tapað fé og erlendu lánin vegna þess fjármagns þurfa bankarnir sjálfir að borga.
Þá má einnig geta þess að bankarnir hafa notað marga milljarða af þessum erlendu lánum, í lán til verktaka í byggingaiðnaði, til húsbygginga. Þessar byggingar seljast ekki, vegna þess að markaðurinn er mettur og lántökugeta fólks er meira en fullnýtt. Af þessum ástæðum fá bankarnir ekki greidd til baka lánin sem þeir veittu verktökunum, og verða því sjálfir að fjármagna greiðslur þeirra erlendu lána sem þeir tóku til að lána verktökunum.
Í stórum dráttum er þetta sá vandi sem verið er að fást við. Sá hluti þessa vanda sem snýr að fjölskyldum þessa lands, er afleiddur vandi frá þessu 7 ára fjármálafylliríi sem stjórnendur lánastofnana hafa verið á; og dregið margt fólk með sér í sukkið.
Óhjákvæmilegt er, að verulegur samdráttur verði í verslunar og þjónustugreinum, þar sem við getum ekki fengið meira lánsfé til að bera uppi lífsstíl og neyslu sem er utan okkar tekjulegu getu. Sá vandi verður ekki frá okkur tekinn og sársaukaminnst er að horfast beint í augu við þetta verkefni, í stað þess að auka skuldir okkar enn frekar með því að halda um einhvern tíma í þennsluþætti sem tekjuþættir okkar geta ekki borið uppi.
Ekkert af þeim vandamálum sem við erum að fást við nú, væru auðveldari úrlausnar þó gjaldmiðill okkar héti EVRA.
Ef við hins vegar værum fullkomlega trúuð á að stöðugleiki Evrunnar væri það sem bjargað gæti sálarheill okkar, væri fljótlegasta leiðin sem við gætum farið, sú að samþykkja lög á Alþingi um að krónan okkar kuli fylgja EVRU í gengisskráningu. Slíkt ætti ekki að þurfa að taka meira en viku til tíu daga og þá væri Evrugengi orðið í öllu efnahagsumhverfi okkar. Í þessum lögum væri einnig hægt að kveða á um að vextir á Íslandi skyldu vera þeir sömu og ákveðnir væru af Seðlabanka Evrópusambandsins og lög um verðtryggingu féllu niður frá sama tíma. Með þessu móti væru öll ákvæði Evrunnar orðin virk hér á landi á svona u. þ. b. hálfum mánuði.
Hitt er svo spurningin nú,hvort það sé sérstaklega hagstætt að tengjast Evrunni nú, þegar alþjóðleg lánsfjárkreppa er fyrirsjáanleg um einhver komandi ár. Evrópusambandið er skuldsett langt umfram greiðslugetu og mörg Evrópulönd eru fátæk, með litlar gjaldeyristekjur og mikla lánsfjárþörf. Kaupgeta á framleiðsluvörum okkar fer því óhjákvæmilega hnygnandi í Evrópu næstu ára. Hagkvæmustu markaðir okkar gætu því orðið á öðrum viðskipta og myntsvæðum, sem yrðu okkur erfiaðari í samningum værum við í Evrópusambandinu.
Af öllu þessu sögðu, tel ég skynsamlegast fyrir þjóð okkar að draga andann djúpt, einbeita sér að meginatriðum þess að endurskipuleggja atvinnu- og viðskiptalífið í okkar eigin landi. Við gætum svo, eftir eitt ár eða svo, athugað hvernig ástand heimsmála er; hvort Evrópusambandið og Evran eru þá hagkvæmustu kostir okkar. Það kæmi mér á óvart ef svo yrði.
Evran ekki á dagskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.10.2008 | 16:41
Töluð orð verða ei aftur tekin
Ekki er erfitt að fallast á að Gylfi hafi reitt óþarflega hátt til höggs i fréttum RÚV. Þó vandinn sé mikill og Glitnismálið virkað eins og sprunga í stífluvegg uppistöðulóns, tel ég þó víst að fjármálaöfl heimsins hafi ekki áhuga á að búa til óþarfan vanda. Í því ljósi, að öll þau lán sem nú þegar eru í gangi, þurfa áfram að vera í gangi til að vextir greiðist af fjármagninu, tel ég lánveitandann ekki skipta öllu máli hvað lántakandinn heitir, sé endurgreiðslan líkleg.
Ég tel því afar líklegt að samningar náist um endurskipulagningu þessara lána, sem enn er von til að endurgreiðist. Hins vegar er spurningin um hvað mikið af lánum þarf að afskrifa vegna tapaðra útlána. Slíkt tap er hægur vandi að auka verulega með ógætilegu orðfæri hagfræðinga, fjölmiðla eða annarra framámanna sterkra stofnana í þjóðlífinu. Slíkt tap er einnig hægt að lámarka með yfirvegaðri ró og vel ígrundaðri tjáningu á vandaðri yfirsýn yfir stöðu mála.
Sama á raunar við um ummæli Árna Odds, stjórnarformanns Marels. Þar gætir nokkurs óþarfa hroka og fljótfærnislegrar ályktunar, sem til þess er fallin að gefa ranga mynd af því sem hann leggur upp með.
Flest útrásarfyrirtækin eru með rekstur sinn á erlendri grund. Af því leiðir að allur rekstrarkostnaður er í erlendri mynt sem og meginþorri þeirra þúsunda starfsmanna sem hann vitnar til. Auk þess er líklega megnið af lánsfé þeirra í erlendri mynt og þar með greiddar afborganir og vextir af þessum lánum með erlendu tekjunum. Þær erlendu tekjur sem fara í að greiða þennan erlenda kostnað, koma aldrei inn í Íslenskt tekjuumhverfi, því þær verða aldrei að gjaldeyrisforða okkar eða breytast í íslenska mynt.
Í ljósi alls þessa tel ég réttara að Árni og félagar hans í útrásinni gefi upp hreinar gjaldeyristekjur til íslensku þjóðarinnar, frekar en tala um að fyrirtæki þeirra hafi tekjur sínar í erlendri mynt. Það vita allir. Við vitum hins vegar ekki hver hreinn hagur þjóðar okkar er af þessari starfsemi, nema leita sérstaklega eftir því. Fljótlegra væri að þeir gæfu þetta bara upp, svona þrjú ár aftur í tímann.
Ummæli Gylfa Magnússonar óábyrg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.10.2008 | 23:33
Það er ekki gott að sofa á stýrisvaktinni
Það var fljótlega eftir síðustu aldamót sem ég fór að aðvara stjórnmálamenn um að tekjuöflunarkerfi þjóðarinnar bæri ekki þá þenslu sem væri að verða á þjónustugreinum þjóðarinnar, með tilheyrandi erlendu lántökum.
Það var hins vegar á árinu 1998 sem ég byrjaði að vara menn við hættulegum leikfléttum með krosseignatengsl í fyrirtækjum, þar sem greitt væri fyrir hlutabréf í fyrirtækjum með hutabréfum í öðrum fyrirtækjum, jafnvel í eigu sama aðila. Benti ég á raunhæf dæmi þar sem þrjú fyrirtæki juku eiginfjárstöðu sína um tvo milljarða með svona krosseignatengslum, án þess að til kæmi ein einasta króna í peningum.
Það hafa aldrei þótt farsælir stjórnendur sem hafa enga fyrirhyggju og sinna ekki hættumerkjum, en sofa rólegir þar til skipið er strandað. Það er einmitt það sem stjórnmálamenn hér á landi hafa gert, og eru einungis nýbyrjaðir þingmenn þar undanskildir. Þeir eru ýmist reynslulausir eða hafa tekið upp svefngengislhátt hinna reyndari þingmanna, í von um að þóknast forystunni.
Kannski látum við þetta verða okkur til varnaðar og höfum mikið meiri fyrirhyggju í stjórnun okkar á þjóðfélaginu í framtíðinni. Verði það svo, eru núverandi fórnir þjóðarinnar ekki til einskis.
Ná þarf sátt um nýtt siglingakerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur